Lögberg - 24.05.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 24.05.1923, Blaðsíða 4
löuberg, fimtudaginn 24.MAÍ 19»3. Bla. 4 Jögberg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. TalilMD >'-6327 o* N-6328 Jón J. BOdfell, Editor % Utan&skrift til blaSsina: THí ÍOLUMBIA PRESS, Ltd., Box 3171, Winnipeg, N|ar$. Utanáskrift ritstjórans: EDiTOR L0CBERC, Box 3172 Winnlpog, R|an. The ‘'l.ögberg" is prínted and publtshed by The Columbla Prses. Limtted, ln ths Columbla Biock. S58 t> 817 Sherbrooke Btreet, Wlnnipeg, Manltoba H. G. Wells og tíu merkustu bœkur heimsins. J?að er æfinlega eitthvað hressandi við J?að, sem þessi mikilhæfi höfundur hefir að segja, og hann er heldur ekki spar á því, að láta meiningu sína í ljós um flesta þá hluti, sem menn varða tog þýðingu hafa. Wells er ákveðinn í framsetningu, svo að lesarinn verður undir eins sannfærður um, að það sem hann segir, sé full meining hans, og er það eitt af aðal skilyrðunum, sem þeir menn þurfa að hafa, sem leiðtogar vilja vera- Wells hefir ritað um margt, helzt alt á milli himins og jarðar—um stjórnmál, um uppeldis- mál, um framþróun, um trúmál, um sögu, um tíu mestu menn heimsins, og nú síðast um tíu merk- ustu bækun heimsins. AUs staðar er stíll hans jafn fjörugur, alls staðar er hann jafn ákveðinn, alt af reiðubúinn að leysa spursmálin erfiðu, sem menn hafa vaðið í villu og svíma um í marga mannsaldral Um þenna síðasla dóm hans um tíu merk- ustu bækur í heimi hafa ýms blöð ritað og fjölda- mörg flutt dómsorð hans án þess að segja nokk- uð um það. Eitt af þeim blöðum er Heims- 'kringla. Segir hún frá niðurstöðu þeirri, sem hann haifi komist að með bækumar—hverjar þær séu, og ástæðum hans fyrir valinu, og er það ekki að lasta, eins lengi og rétt er frá sag1. En því miður hefir Heimskringla lagt of mikla áherzlu á að koma því inn í skilning og tilfinn- ing lesenda sinna, að Wells líti á biblíuna sem bókmentir einnar þjóðar — Gyðingaþjóðarinnar. En Wells segir ekki neitt slíkt. Hann segir í tforsendum sínum, að það væri hægt að telja biblíuna fyrsta allra bóka heimsins, ef hægt væri að líta á hana sem eina bók, en það segis hann ekki gera, heldur sem heilt bókmentasafn, og fcr það nokkuð annað, en að hún sé bókmentir heillar þjóðar, eins og Heimskringla lætur hana vera. . ----------------1----- Vestanbréfin í blöðum íslands. Eitt af því, sem mundi miða til þess að syrkja samband og halda uppi kunningsskap á milli Austur- og Vestur-íslendinga, eru óhlu1- *dræg og ábyggileg fréttabréf, sem blöðin heima iflyttu héðan að vestan, og eins vestanblöðin að heiman. En við þá hlið þjóðræknismálsins hef- ir lítil rækt verið lögð af báðum málsaðiljum, og er það illa farið, þvi ekki ætti að vera ókleift að koma á fastri reglu í því sambandi, án þess að það kostaði hlutaðeigendur mikið. J?ó er ekki hægt að segja, að fréttabréf slíks tefnis sjáist aldrei. Síðastliðinn vetur flutti Lögberg eitt slíkt fréttabréf, frá merkum bónda í Borgarfirði syðra, sem vakti aimenna ánægju um sveitir íslendinga í Vesturheimi, enda var það prýðilega úr garði gert—gott sýnishom þess, hvernig fréttabréf eiga að vera. Annað bréf héðan að vestan, eftir H E. tohnson á Gimli, stendur í Tímanum frá 7. apríl Is.l., og er það sýnishom þess, hvernig slík bréf teiga e k k i að vera, því það er svo öfgafult og Ivillandi, að ókunnugir geta ekki af þvi fengið ,rétta hugmynd um þetta land né um ástand eða afkomu Vestur-fslendinga. f þessu bréfi er langur reikningur gefinn tim kostnað og tekjur bænda í Canada, sem nær tekki nokkurri átf. J?ar er á meðal annars sagt, að bændumir selji hveiti sitt á 90 cent mælir- linn, en kaupi útsæði fyrir $1.65, þar sem í flest- ium tilfellum að bændur halda útsæði eftir af ársuppskeru sinni, og getur því fekki heiknast íverðmeira en það semj þeir seldu, eða ekki sem neinu nemur. Sama er að segja um hafrana. Mr. Johnson segir, að bændur selji þá fyrir 35c. mælirinn, en kaupi útsæði fyrir $1.05. Höfundur bréfsins segir að bændur borgi 16c. fyrir að fá hveitimælirinn iþresktan; það kann að vera satt, eð því er einstök héruð snertir. En alment er Iþað ekki Sá eri þetta ritar, borgaði 9 cent á imælirinn fyrir að fá, sitt hveiti þreskt síðast- liðið haust. Eftir útkomu ]2essa reikningshalds Mr. John- sons, er afkoma bændanna í Canada afar slæm. Hann segir, að hinar árlegu tekjur bónda, sem 'hefir hálfa “section” til ábúðar og öll verkfæri til að vinna hana með, tíu hesta, þrjátíu og tvo nautgripi og hundrað hæsni, sé og hafi verið fimtíu dollarar og þrjátíu cents. En ef búið sé í skuld, þá sé tekjuhallinn árlega 858 dollarar og 93 cent. Síðar í bréfinu segir hann, að frá 60 til 70 prósent af bændum í Canada hafi bújarðir sínar pantsettar, og skulum vér ekki um*það dæma að evo söddu. En segjum, að það séu fimm iþúsund ísl. bændur í Canada, þá eftir reikningi Mr. Johnsons eru það að eins 1750 af þeim, sem eiga jarðir sínar skuldlausar og græða og hafa grætt $50.30 árlega. Hinir vesálingamir, 3,250 talsins, sem í skuldum eru, tapa og hafa tapað $858.93 árlega. Segjum að þeir séu til jafnaðar búnir að vera 20 ár við búskap, þá fer tapið að verða nokk- uð mikið: $85893x20x3250 eða $55,830,450.00 Hvemig skyldi svo nokkur maður, sem þekk- ir til íslenzkra bænda og bygða iþeirra í Canada, geta samrým't þetta við hinn raunverulega sann- leika? f rauninni þarf hér engrá vitna við. fs- lenzkir bændur og bygðir þeirra í Canada tala fyrir sig sjálf. þeir hafa reist þær úr auðn í blómlegar bygðir, og það veit hver heilvita mað- ur, að slíkt er ekki gert með eintómu tapi. Sem dæmi upp á búnað og klæðaburð Vestur- íslendinga á fyrri árum, stendur í þessari Tíma- grein, sögukom, sem höfð er eftir einhverjum manni, sem var á ferð á ísbreiðunum 1 Vestur- Canada, og hljóðar partur uf henni þannig: — “Hafði eg mér þá til skjóls úlpu-ræfil, sem eg keypti af farandsala fyrir 25 cent, og lá þá stund- um úti. Kalt mundi þá flestum þykja, ef ekki nyti betri skjólfata í 60—70 stiga frosti (Farinh.)”^ Slíkri vitleysu geta menn, sem í f jarlægð búa og ekkert þekkja til, kannske trúað, en þeim, sem kunnugir em tíðarfari og vetrarfrostum hér, er ekki til neins að segja annað eins. r ------* —- — F ramsókn Breta, J7eir vom margir og örðugir erfiðleikamir, scm þjóðimar áttu við að stnða á stríðstímunum, og ekki síður að þeim loknum, og eiga enn þá. En spursmál er, hvort nokkur þeirra hefir átt við eins marga og alvarlega örðugleika að etja og Bretar. pað var ekki einu sinni, að þeir þyrftu að bera þyngstu byrðarnar, sem beinlínis snertu stríðið sjálft, heldur sumar hinar alvarlegustu af- leiðingar þess á ýmsum sviðum, sem ómögulegt var að sjá fyrir, hvað tilfinnanlegar gætu orðið fyrir þjóðina. íYrir stríðið voru ^retar mesta siglinga- og verzlunarþjóð í heimi. Á stríðsámnum urðu þeir að taka verzlunarskip sín til herflutninga, og sjá skip annara þjóða sigla landa á milli hlaðin varningi þeim, sem þeirra skip voru vön að flytja. J?eir urðu að láta af hendi forystu sína í siglinga- og verzlunarmálum og það aðallega við eina þjóð, Bandaríkjaþjóðina, sem lét auka svo verzlunar- skipaflota sinn, að engin þjóð átti yfir jafn mikl- um flutningstækjum á sjó að ráða til vömflutn-. inga, Aðal peningamarkaður heimsins hafði til , margra ára verið í Lundúnum, í höndum Breta, sem er svo mikill hagnaður frá verzlunarlegu sjónrmiði, að í fljótu bragði gera menn sér varla grein fyrir því. þeim hlunnindum töpuðu Bret- ar líka á stríðstíðinni. Gullið myntað og ómynt- að, verðbréf og verðmæti þjóðarinnar, fluttist til Bandaríkjanna—New York varð alheims peninga- markaðurinn í stað Lundúnaborgar. Iðnaður og verzlun heima fyrir var hjá þeim í óreiðu eins og hjá öðrum stríðsþjóðunum og má- ske fyllilega það. Verkföll og óeirðir hjá hinni brezku þjóð voru ekki síður tíð og tilfinnanleg en hjá öðm mþjóð- um, og svo var ástandið alvarlegt, að margir á meðal hinna stærri spámanna efuðust um, að þjóðin mundi komast slysalaust út úr þeim kröggum, sem hún var komin í. Nú eru liðin rúm fjögur ár síðan vopnahlé var samið, og á þeim tíma hefir aðstaða brezku þjóðarinnar breyzt stórkostlega. Verzlunarfloti hennar siglir aftur með full- fermi um öll höf veraldarinnar, en verzlunarfloti Bandaríkjanna liggur ónotaður inni á höfnum og hafa Bretar því aftur tekið forystu í siglingamál- unum í sínar hendur. Alheims peningamarkaðurinn, sem eins og sagt hefir verið komst yfir'til New York, eða í hendur Bandarjkjamanna á stríðsárunum, er aft- ur kominn til Lundúna, og þrátt fyrir alla erfið- leika og hinn gífurlega stríðskostnað, er brezka þjóðin sú eina þjóð í heimi, að undantekinni Bandaríkj aþjóðinni, sem til muna hefir borgað niður í þjóðskuldinni. Alt þetta hafa Bretar gert, _á meðan hmrfr stríðsþjóðirnar í Evrópu eru að berjast áfram við hin erfðustu skuldakjör, sem þær hafa nokkum tíma átt við að búa, og svo langt er frá því, að þær hafi getað létt nokkru á þeim, að þær hafa auk- ist og þyngst með hverju árinu sem liðið hefir. Hvemig stendur á þessari afkomu Breta? Um þær ástæður mætti rita langt mál, því þær eru margar, sem beinlínis liggja að því. En ein er höfuð ástæðan, og hún er, hve heitt og innilega að Bretar elska land sitt. J?ess vegna hafa leið- togar og verkamenn þjóðarinnar uxmið baki brotnu dag út og dag inn síðan stríðinu lauk, þess vegna hafa Bretar möglunarlaust borgað skatt, sem nemur 33i/2 centi af hverju einasta skattgildu dollars virði í landinu; þess vegna hafa menn selt ættaróðul sín, er þeir og forfeður þeirra hafa búið á mann fram af manni 1 hundruð ára. Englendingar eru reiðubúnir að leggja alt í sölumar fyrir England, fé sitt og líf ef þörf gerist. Landið þeirra og þjóðin er þeim alt- Sjálfir em þeir að eins verkfæri til J>ess að vemda hana og efla, og sú þjóð, sem slíkt gerir í allri einlægni, hún er ekki að eins ósigrandi, heldur er henni sig- urinn vís í allri sinni baráttu, því: “Sú þjóð, sem veit sitt hlutverk, er helg- ast afl um heim. Eins hátt sem lágt má falla fyrir kraft- inum þeim.” f ræðu einni, sem Prinsinn af Wales hélt ný- lega j hinu konunglega St. Georges félagi í Lundúnum, finst oss að hann styðji fingrinum á hinn leyndardómsfulla kraft, er knýr hina brezku þjóð með ómótstæðilegu afli áfram og upp á við. Honum fórust þannig orð: “Við vitum hvað England meinar fyrir okkur; við vitum, hvað það hefir verið, er og með guðs hjálp verður alla tíð eins lengi og orð það lifir á tungum mannna.” Litlu síðar í sömu ræðu stendur: “England er í l huga mínum, eins og allra annara Englendinga, hvar sem þeir eru niður komnir, heimili og heima- land.”' Hvað skyldu það vera margir Canadamenn, sem í einlægni geta sagt það sama um Canada ? Kenya. Svo heitir landfláki allmikill í austurhluta Afríku, sem vakið hefir afar-mMa eftirtekt upp á síðkastið. “Haltu í vestur, ungi maður,” var einn nafn- kunnur Bandaríkjamaður vanur að segja, þeg- ar ungir menn leituðu ráða til hans með hvað þeir ættu að takast á hendur. pá var Vesturlandið óþekt. Slétturnar, heimkynni Indíana, vísunda, úlfa og annara dýra, frjósamar og feikilega víðáttumiklar, breiddu sól- gyltan faðminn á móti þeim, sem höfðu hug til þess'að leggja út á þær og treysta þeim fyrir framtíð sinni, víðáttumestu slétturnar í heimi, sem þá voru ónumdar, en nú veita tugum miljóna manna daglegt brauð. pótt enn sé rúm á hinum víðáttumiklu slétt- um Vesturheims og Miljónir manna eigi eftir að finna þar frelsi og framtíðarland fyrir sig og sína, þá er nú samt hætt að kalla vesturhltua Vesturheims “síðasta land vesturins (The Last West), meðfram af því að æfintýralandið, sem heillaði huga hins framgjarna og hrausta, er nú ekki lengur hulið æfintýra hjúpi, heldur er það þekt og kannað. Hinn hvíti kynflokkur hefir reist þar merki sitt frá Atlantshafi til Kyrra- hafs og frá Florida til Norðurísafsins. Vestur- heimur er land hins hvíta kynflokksi—af honum hefir hann verið bygður og af honum verður það, sem enn er óbygt, að byggjast. pað er komi ðað þeim tímamörkum í sögu þess kynþáttar, að til þess að halda sér verður hann að halda saman og halda lendum þeim, sem honum eru hagfeldar til þroska og nægilega víð- áttumiklar til þess að hann geti aukist; og em- mitt af því að nú er farið að þrengjast um bú- lendur, þarf hann að gæta þess að láta það, sem hanfi hefir og heldur, ekki ganga úr greipum sér, og það er einmitt ástæðan fyrir þvi, að Kenya hefir vakið svo mikla eftirtekt nú á síðustu tím- um. Kenya liggur í norðaustur hluta Afnku, og er 277,000 fer-mOur að stærð pað liggur fjögur þúsund fet yfir sjávarmál. Loftslagið er það yM- islegasta, sem hægt er að hugsa sér, talið hagfeld- ara en á Frakklandi. Jarðvegurinn er svo frjor, að hann gefur tvær hveitiuppskerur á ári, og framleiðir flest það, sem þjóðfélag þarf til mat- ar og fata. , . Hugsum okkur sléttu, sem nær alla leið fra Montreal og til Vancouver, niutíu milur á breidd; einstaka fjall teygir sig upp úr henni í himin- blámann; ámar falla um hana eins og glitrandi silfurþræðir og skýin og stjömumar spegla sig i vötnunum, sem dreift er víðsvegar um ha.na. Yfir henni hvílir djúp þögn, ems og yfm slett- unni í Ameríku áður en hún bygðist. Engm hvæsandi eimreið þýtur þar fram og aftur, eng- in axarhögg heyras í skógunum, engin byh ’jast á grassléttunni. Hún er heimkynm dyra, fugla og fiska, þessi feíðasta, víðáttumikla og frjosama slétta veraldarinnar. Hver á að njóta hennar ? Land þetta tilheyrir Bretum nú, og hafa þeir þar dálitla nýlendu, sem telur tíu þúsund manns, og hafa haft þar öll fjárráð undanfarandi þo Indverjar eða innlendir menn, sem þar haiast við, séu fjórum sinnum fleiri, og hefir alt gengið stórslysalaust fram að þessum tima. Indverjar hafa látið sér lynda yfirstjorn Breta, þar til nú að þeir krefjast jafnréttis við þá. og sitja tvær nefndir á fundum í Lundunum um þessar mundir, önnur frá hvítu mönnunum til þess að fekora á stjórnina brezku að vernda vald og yfirráð þeirra í Kenya héruðunum; en hm frá Indverjum til þess að krefjast jafnrettis fyrir sinnar þjóðar menn þar. , , í fljótu bragði virðist þetta maske litilsvert mál og auðleyst, þegar það er borið saman yið þau hin mörgu og erfiðu spursmal, sem stjorn Breta hefir fram úr að greiða. En þegar betur er að gætt, þá standa rætur þessa máls svo djupt, að það verðskuldar alla aðgætni. pað er tvent, sem' sérstaklega kemur tii greina í sambandi við það. Fyrst, að þessi krafa Indverja minnir mann sterklega á þann sann- leika, að nú er farið að verða svo þröngt i heim- inum, að þjóðirnar, ekki sízt þær dokku eða gulu, hafa vakandi auga á hverju einasta tækifæn til x útbreiðslu, sem til er- Sem aftur minnir mann sterklega á þann sannleika, að alt af er að draga nær þeim tíma, er hinir austrænu, gulu og dokku kynstofnar verða að fara að etja' afl við hinn vestræna, hvíta stofn til yfirráða og útbreiðslu. Hit atriðið er hættan, sem af því stafar, ekki að eins fyrir Bretar,* heldur og fyrir allan hinn hvíta kynstofn, að viðurkenna jafnrétti Indverj- anna við sjájfa sig í þessu máli, eða þama í Kenya. pað er ekki að eins, að með því að veita þeim atkvæðisrétt og jafnrétti, slái Bretar úr hendi sér Kenya, heldur líka allar lendur sínar í ^ustur-Afríku: Tanganyika, Uganda og máske Zanzibar, því atkvæðamagn þeirra innlendu mundi bera þá ofurliði á öllum þessum stöðum, þegar stundir liðu. Og ekki nóg með það, heldur stend- ur öllu hinu brezka ríki hætta búin af slíkri til- slökun. Hveraig gætu Bretar neitað Indverjum um jafnfrétti í Ástralíu, Nýja Sjálandi, Canada, eða á Bretlancli, eftir að vera búnir að viðurkenna það í austur-Afríku ? Hinn brezki borgarréttur þeirra mundi opna þeim leið inn í þessi lönd, og það þarf ekki neina sérlega skarpskygni tH þess að sjá hvernig fara mundi, þegar rúm þryti á hinum austlægu stöðvum. Hér er því ekki að eins um rétt til eignar og umráða að ræða, á þessu sérstaka landflæmi. pað er fyrsta atlagan á milli hinna dökku austur- Nýefni ef orðin Robin Hood Flour þjónustudeild kæmust í eitt orð, mundi það verða sama sem Bökunarful.1- 'komnun. Ef brauð yðar ná ekki eðlilegri þenalu o'g Mta ékki vel út, er ekki um annað að gera en Skrifa oss tafarlaust (Efnarannsóknastofa vor og bökunar- meistarar skýra yður tafarlaust frá því, hvernig ráða megi fram úr bök- unarerfiðleikum. Alveg sama hvort þér notið R0BIN HOOD FLOUR eða eimhverja aðra tegund. þjónustu- deild vor leysir fljótt úr vandamálun- um. Tryggiúg.—1 staiSinn fyrir poka af Robin Hood Flour, 24. punda eSa þyngri, sem búiS er að eyða nokkru úr, látum vér ySur fá annan fullan í þeim tilfelfum, sem kon- unni hefir ekki hepnast bökunin eftir þrjár tilraunir. R0B1NH00DMILLSLTD MOOSE JAW, SASK. lenziku kynflokka og hins vestræna hvíta kyn- þáttar um yfirtökin í banáttunni fyrir útbreiðlu- möguleikum og tilveru. Ekki er hægt að sjá enn, hvemig að brezka, stjórnin tekur í málið. Ef til vill fer fyrir henni nú eins og fyrri, að hugur hennar snýst um heimamálin, en gefur ekki gætur að ófriðarblik- um, sem upp dregur í f jarlægð og rumksar ekki fyr en um seinan. En vonast má samt eftir þvi, að reynsla liðinna ára sé henni svo eftirminnileg, að hún gefi nú gætur að ófriðarblikunni, sem er í f jarlægð, ekki síður en erfiðleikunum heima fyrir. -------i------- Ástœðurnar » fyrir því að hugur íslenzkra bænda hnegist til Canada 44. Kafli. MoLennan liggur á Edmonton, Dunvegan og| JBritiah ColumWia- brautiinni, 202.2 mlílur norðvest- ur af Edmonton. ipar er miðstöð fyrir Central Canada járnbraut- ina, er nær 48.5 milur norður á bóginn til Peace River bæjarins. Sama félagið stjórnar báðum þess- um járnbrautarkerfum og hafa þau orðið1 norðvestur svæðunum til ómetanlegrar blessunar. Frá McLennan, liggur megin- lína Edmonton, Dunvegan og British Columbia brautanna vest- ur til Spirit River, og fer yfir iSmoky River. skamt frá mynni Little Smoky River. Vagnaveg- urinn gamli, sem frumbyggjarnir ferðuðust um frá Edmonton. nær 15 mílur austur fyrir McLennan. Nýbyggjar urðu að fara gegn- um Peace River og Dunvegan, til þess að geta komist inn í Spfcit River og Dunvegan héruðin. Seinna meir, þegar viðskifti fóru að opnast við Lesser Slave og Ed- monton, var fundin skemmri leið frá Spirit River til Crouard. Eftir að vegurinn frá Grouar’d var lagður, fór fólk að flytjast til hinna frjósömu .héraða milli IWinagámy og Kimivan vatnanna og við lagning járnbrautarinnai, bygðust þau margfait fljótara. McLennan liggur við suðurenda Kimiwan vatnsins. Strandlengj- an et gróðursæl og gefur af áer heyfeng allmikinn. pegar norð- ur dregur meðfram Central Cana- da brautinni, fer landið að verða þakið skógi, þótt viða ;sé að finna spildur, ihæfar tii rækturiar, án mikillar fyrirhafnar. Talsvert hefir verið unnið af landi í nánd við Camelia og Reno. Milli Smoky River og McLennan. eru afar frjásöm landsvæði, jarð- vegurinn gljúpur og auðugur að gróðurefnum. í kringum Falher- þorpið, sem liggur þrjár míldr sunnan við Dannelly stöðina, er góð og fögur nýlenda. í þorpi þessu, sem þó ekki telur nema um 2000 ibúa, er verið að reisa stór- vegiega kirkju. Peace River bærinn, sem feam- nefndur er af héraðinu, hefir ó- trúlega vaíýð fljótt. Voru þar fyrir tiltölulega fáum árum, að- eius nokkur smáskýli, er farand- salar notuðu. En nú er kominn .fallegi^r og vel útmældur bær, með frjósömu umhverfi. Gufubátur Hudson’sflóa félags- ins, er Peace River nefnist. fór eftir ánni árum saman og seldi varnig sinn fyrir grávöru og ann- að því um líkt. Fyr iá árum, var bær sá, er nú nefnist ,pe4ce Riv- er, ýmist mjfndur “Peace River Landing”, eða Peace River Cross- ing”. Nú er járnbraut komin alla leið til bæjarins og vöruflutninga- lestirnar fara þaðan 'hlaðnar af búnaðarafurðum. Umboðsskrifstofa samband- stjórnarinnar er eftirlit hefir með þjóðjörðum, hefir skrifstofu í bænum og einnig er þar að finna deildir af fýlkislögregluliðinU, svo og The Royal Canadian Mounted Police. Járnbrautir, tal- sími og ritsími, tengja þessi riorð- lægu héruð nú við umheiminn. par er einnig að .finna nýtízku skóla og kirkjur, svo og alment sjúkrahús. innflytjendaskrifstofu og tvö vikublöð. Verzlun og iðn- aður er allmikill í bæ þessum og kol hafa fundist í jörðu um 6 míl- ur utan við takmörk bæjarins. Einnig hefir það sannast að olíu og gasæðar liggja innan vébanda bæjarins. Hefir stjórnin sér- fræðinga að verki til þess að rannsaka hve mikið fólgið muni þar í jörðu af sMkum náttúru auðæfum. Frá því að járnbrautin frá Ed- monton til Peace River var full- ger hafa viðskifti manna á milli þar norður frá aukist stórkostlega. Ferðamenn geta nú komist al'a leið norður í hin voldugu Macken- zie héruð, bæði1 með gufubátum og járnbraut. Hve auðug þessi norélægu héruð eru, vita menn enn ekki, nema að tiltölulega litlu leyti. En 'af liðinni reynslu má það óhætt marka, að þar sé um að ræða því nær ótæmanlegar auð-’- uppsprettur. * * Ef þér hafið Veik lungu - þá skulum vér senda yður flösku af BMSAMEA ókeypis Balsamca innleiSir engin skaC- vænleg lyf, en er að eins unn- iö úr hreinum jurtaefnum. J>ai5 hreinsar lungun og lungnapip- urnar, styrkir öndunarfærin og hrekur s&rindi og verk á brott. Ef lungu yðar eru veik, þá skrifiS oss strax. SegiÖ oss á hvern hátt sýkin gerir vart við sig og munum vér þá senda yð- ur flösku ókeypis af Balsamea, sem er $1.00 virði. Gerið yður nú í dag gott af þess sjald- gæfa tilDoði. Ilialsainoa

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.