Lögberg - 31.05.1923, Blaðsíða 2

Lögberg - 31.05.1923, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN MA1 81. 1923. Kreptur af gigt. ■ Fór aS batna, er hann tók að Fruit-a-tivee. MeSaliS, sem búiS er til úr á- vöxtum. J>ér g'etð losnað við gigt. pér getið losnað við bólgu 1 höndum og fótum og baki. “Fruit-a-tives hrékja á burt orsökina til gigtar. “1 fiíll þrjú ár lá eg í rúminu, þjáður af gigt. Reyndi Fruit-a- tives og fór undir eins að toatna Eftir að eg var hálfnaður með fyrstu öskjuna, fann eg góðan mun á mér. Eg hélt áfram við Fruit-a-tives, þar til eg get nú gengið fullar tvær mílur og unn ið talsvert heima við.” Alex Munro, iLorne, Ont. 50c. hylkið, 6 fyrir $2.50, reynslu ekerfur 25c. Fæst hjá öllum Jyfeölum eða beint frá Fruit-a tives Limited, Ottawa, Ont. Grímur Thomsen. (1820—1896). [pegar full öld er liðin frá fæð- ingu rithöfundar, er skilningur manna á honum og verkum hans venjulega kominn í sæmilegt horf og dómarnir farnir að jafna sig. Ritskýrendur og beztu lesendur hafa þá haft ærinn tíma tíl þess að breiða út þær skýringar og það mat á verkunum, »em almenning- ur viðurkennir, að minsta kosti með vörunum og bókaskápunum. Maðurinn sjálfur er horfinn af 'leikvellinum. skyggir ekki fram- ar á neinn, og af honum er einkis að vænta. Aðrir eru komnir í hans stað að viðra sig upp við og narta í. Grímur Thomsen hefir enn eíkki hlotið þenna jöfnuð dóma og skilnings, þó að rúm'öld sé liðin frá fæðingu hans. Að vísu á hann sér marga vini, og þá ekki af lakara tæinu, sem vænta mátti, því að hvert skáld kýs verkum sín- um vini, eins o ghve rmaður sjálf- um sér. Sumir taka hann jafn- vel fram yfir öll önnur íslenzk skáld, og fara þar feti of langt, ernmitt af því að öfgar eru á hinn bóginn. pví að enn má heyra margan snápinn, en ihitt er þó sárara, hve lítið þau eru lesin og sjaldan með þau farið. pví fer fjarri að Grímur hafi enn í alþýðuvitund' hílotið þann sess meðal íslenzkra skálda, sem framtíðin mun veita honum. Að nokkru leyti má skýra þetta með einfaldri tímatals athugun. pó að Grímur sé fæddur 1820. og elztu kvæðí hans prentuð fyrir miðja öldina (í Fjölni og Nýjum félagsritum), kemur fyrsta Ikvæðasafn hans ekki út fyr en 1880, tveim árum áður en þeir Gestur Pálsson, Hannes Hafstein og Einar Hjörleifsson sendu Verðandi heim frá Kaupmanna- höfn sem vorboða nýrrar bók- mentastefnu. Annað kvæða- safn Gríms kemur þegar hann er Ihálfáttræður, tveim árum áður en Þyrnar porsteins Erlingssonar, og síðustu verk hans ekki fyr en tíu árum eftir lát hans (1906). Það er því ihvorttveggja, að þjóðin hefir ekki haft svo langan tíma til þess að átta sig á verkunum, sem vænta mætti eftir aldrr mannsins, enda hafa þau ekki verið samtíðarinnar börn þegar þau komu út, og því veitt örðugra að ná þegar í stað tökum á mönn- um. En auk þessa eru kvæði Gríms þess háttar, að gallar þeirra liggja í augum uppi, en þau eru því ko»tugri sem dýpra er kannað. Þess vegna má vænta þess, að Grímur eigi en um stu ni því hlutskiftr að fagna að vjra deiluefni. að vera enn að ryðja sér til landa, þegar loftkestirnir á Ueiðum sumra jafnaldra hans eru farnir að verða mosavaxnir. n. pað mun leitun í öllum toók- mentum heimsins á jafngóðu ljóð- skáldi o§ Grímur var, sem hefir átt jafnörðugt með sum einföld- ustu atriðr formsins. Hann flaskar á sumu af því, sem eru talin svo sjálfsögð atriði, að þeirra er venjulega alls ekki get- ið í ritskýringunni. Af þessu leiðir. að fjöldi lesenda og rit-l dómara hafa þóst geta knésett Grím. Er ekki von að þeim mönnum, sem Iesa kvæði til að dilla hlustartólunum, miklist önn- ur eins lýti og rangar áherslur, sundurklofin orð, ófullkomin stuðlasetning og skothent rím? Ll./rMu púgprirensatii_ I ULLIrltl raun út I bláinn meC þvl aC nota X>r. Chase's Olntmervt vl8 Eczema öSrum húCsJúkdðmum. paS grætilr undir eins alt þeaskonar. Ein •skja til reynslu af Dr. Chase's Oint- ment send fri gegn 2c frimerki, ef oafn þeeaa blaCs er nefnt. 60c. askj- tn í öllum lyfjabðCum, eCa frá Ed- mannoji, Mates & Co., Dtd., Toronto. þegar slíkar viilur eru taldar á fingrum, að dæmi vandláts skóla- kennara, er varla von að skáldið hljóti háa einkunn. Er það ekki líka sjálfsagt. að úr því maður yrkir ljóð á annað toorð, sé form- ið lýtalaust? Nei, það er að vísu æskilegt, en ekki vitund sjálfsagðara en að hann sé stór- skáld að hugsun og ímyndun. pað væri góðra gjalda vert, ef heilmikið af íslenzkum Ijóðum væri svo hneykslanlegt að toún- ingi. að engum dytti í hug að fara með þau, svo að minna af efnis- leysu og endileysu læddist inn í hugsun manna og minni í sauðar- gæru hagmæskunnar. Lýtunum á formi Gríms er ekki til neins að neita. En einmitt það neyðir mig til þess að snúa við folaðinu og segja, að úr þvi að hann þrátt fyrir þau getur verið annað eins skáld, þá getur þetta ysta toorð ekki verið slíkt aðalatriði sem alment er talið. Yms dæmi mætti færa, fram þe»su til stuðn- ings. Eru ekki mörg þjóðkvæð- in og viðlögin stuðlalaus og skot- hend? Eigum vér annað fall- egra til? par finst mér oft form- lýtin, sem venjulega kunna að hafai skapast við málbreytihgar og misminni, gefa vísunum sama leinkennilega fegurðarblæinn og getur verrð á sjálfsánum og kræklóttum fjallahríslum. Kvæði Gríms eiga mikið af «ama svip. Hver mundi nú vilja víkja við einu orði í þessari vísu: peir spurðu Heimi, er hann að Rín Hlymsdala kom úr toorg: “heyrist oss gráta harpan þín, hvað veldur þeirri sorg?” — og þó er hvorki kliðurfnn eða skipun orðanna gallalaus. Eða mundi á hinn toóginn margur vilja kveðið hafa vísuna í Hem- ingsþætti, þar sem Grímur gerir ®ig sekan í því. sem varla nokkurt erfiljóðaskáld mundi láta sér sæma: að ríma saman sögur og þögul: Hafs á botní flest er fyrðum hulið fáar toerast mönnum þaðan sögur, gott og ilt í djúpi þar er dulið, dul er heima fyrir Rán og iþögul. Skyldi í raun og veru skóla- sveinninn, sem veit að að fortíðin af nema er nam, vera toetri í ís lenzku (eins og haft er eftir Jóni rektor porkelssyni) en Grímur. sem kvað vísuna : Náttúrunnar numdir mál, numdir tungur fjalla o. s. frv. Og þegar inn úr ysta borði formsins kemur, þarf Grlmur engrar varnar við. Hann á sér eitt af því, sem sjaldgæfast er: pað ættarbragð stíls og hrynjandi að hvert vísuorð hans er auðkent, án þe»s nokkurntíma verði að til gerð. pess vegna er hægt að hafa mætur’á hverju kvæði hans, þó að honum séu mjög misiagðar hendur, eins og unna má hverjum drætti í göfugu og svipmiklu and- Iiti, og eins þeim sem eru >ekki til fríðleiks. Mál hans eru I fullu samræmi við merg og kjarna efn- isins. Hann getur í einni vísu brugðið upp mynd, sem er stór- feld eins og freskómálverk í hvelfingu forns musteris: Sleipnir tungla treður krapa. teygir hann sig af megihþrótt, fætur ber hann átta ótt, stjörrfur undan hófum hrapa hart og títt um kalda nótt. Vísur hans geta komið eins og löðrungar: Þið munuð fá að súpa á ejó, þótt sitjið og toælið fletið, og háttunum ná í helvíti. þó þið hjarið á meðan þið getið. En líka eins og meitlað spakmæli: En á fojartan orðstír aldrei fellur umgjörðin er góðra drengja hjörtu. — þar sem verður að muna, að umgjörð þýðir sverðsliðrar og því er lýsingarorðið bjartur valið, svo að fulikomnari sé samlíkingin við brandinn. Einmitt þessu má ekki glejona um kvæði Gríms. Hann vandar svo til stílsins, að einstök orð og setningar verða seint og ná- kvæmlega athuguð. í visuorð- inu “og feiknstafir svigna í brosi' er heil lýsing í skaplyndi Goð- mundar á Glæsivöllum, en um leið er fornyrðið feiknstafir (uppruna- lega: ógnarrúnir, síðan: ógnir, mein, stor. Grímnismál 12) alveg endurnýjað með því að setja það í þetta óvænta samtoand. Sama djörfungin. að gera lýsingu og samlíkingu að einnf mynd, eins og gert var í árdaga skáldskapar- ins (kenningar), kemur fram í hinni aðdáanlegu línu í Skúla- skeiði: “skóf af klettunum í hófa hreggi.” Þetta mætti leysa sundur 1 langa samlíkingu: hest- urinn toar svo ótt fæturnar, að hófatak hans var eins og dynjandi haglél á kettunum o. s. frv. Það væri skáldlegt, en samt eins og frauður tojá málminum í máli Gríms. Og Hómer hefir verið dáður fyrir lýsingarorð. sem eru ekki betur mynduð né valin en illbleik- ir í kvæðinu um Arnljót gellina: Eftir honum úlfar þjóta ilbleikir með strengdan kvið — petta eina orð, sem sá hyggur varið af handahófi, er illa les (pað hefir misprentast í útgáf- unni), felur í sér heila lýsingu á hraða og fótaburði varganna. peg- ar þeir tegja svo úr sér, að sér í bleikar iljarnar þegar þeir toregða upp afturfótunum. pessar fáu athugasemdir um form Gríms kynnu að geta hvatt einhvern til þess að athuga hve margs er einmitt þar að njóta, sem ihefir einmitt ekki verið full- metið, þótt skamt sé farið í yrkis- efninu. Á þýðingum hans er alt af einhver »vipur og snildar- bragð, jafnvel þar sem þær fara fÍTst anda frumkvæðanna. Við þær tamdi hann svo toragliat sína. að toonum var mun 'léttara um að yrkja á efri árum en áður. Hon- um gat þá dottið í Ihug að yrkja kvæðið ‘^Huldur”, til þess að leika sér og sýna labbakútunum, sem ekkert væri ef sléttmælgin væri frá þeim tekin, að svona gæti hann ort, ef hann gerði dýran hátt og lipurð að meginatriði En honum veitast líka þau laun vandvirkni sinnar að geta ort Scvæði ein» og “Endurminningin”. sem jafnt að efni og formi er með- al gimsteina íslenzkra Ijóða. III. Grímur varð stúdent 17 ára gamáll, (þeim, sem gjör vilja vita um æfiatriði Gríms en hér verður rakið, vil eg vísa til ágætrar æfi- sögu í Andvara, 28. árg., 1898, eftir dr. Jón porkelsson.) sigldi þá til Hafnar og átti að lesa lög- fræði. porgrímur faðir hans gerði sér miklar vonir um þenna fluggáfaða son sinn. og ætlaði honum vafala/ist foæstu metorð á Ís'landi. Bak við slíka metorða- girni foreldra leynast oít einhver gömul sár. pað er mælt að Þor- grímur hafi þóst finna, að Gírmi amtmanni mági hans, þætti systir sín vargefin, og mun hafa ætla^ Grími syni sínum að jafna þann halla. Af bréfum, sem þeir skiftust á um Grím. faðir hans og Finnur Magnússon (f Ríkisskjala- safni' Dana), má sjá að Þorgrímur hefir ætlað syni sínum óvenju- lega mikið fé til námskotnaðar. En samt hrökk það ekki nærri fyrir þörfum Gríms. Hafr Þor- grímur ætlað syni sínum meira folut en öðrum mönnum á íslandi, stefndi Grímur sjálfur að enn hærri og fjarlægari mörkum Hann sökti sér ofan í samtíma bókmentir Norðurálfunnar, leit- rði samneytis við mentamenn. stjornmálamenn og aðalsmenr Ðana og tók þátt í öllum andleg- um hreyfingum, sem þá voru á toaugi. Hann kastar sér út í * afróe timans og b<.rst .niiV.ið á, eins og Skúli fógeti í sjávarhásk- anum: ætti hann að farast, skyldi þó sjást á líkinu, að það væri ekki af hundi. En hann gleymir aldrer stefn- unni. Wark hans er að verða jafnoki be’rr- marna, sem mestr- ar menningar fá að njóta, að þurfa ekki að standa fyrir utan hallargarðinn, eins og aðrir Í3- lendingar. Hann vildi ekki sitja á fótskör Hálfs og finna til eins og Tóki: Lakast var, að upp til ýta annara eg varð að líta. en ofan horfðu menn á mig. Pak við þetta mark er þó annað meira og göfugra, að þroskast vegna þess að þroskinn sé torýr.- asta skylda mannsins, er feli í sér og leiði af sér allar hinar. f formála bókarinnar um samtíðar- skáldskap Frakka segir Grímur toerum orðum, að toann gefi toókina út sjálfs síns vegna, til þess að miða framfarir sínar við hana. Og honum er það fyllilega Ijóst, að þetta er göfugasta tegund eig ingiminnar. En það var engin furða þótt slíkur stúdent ættf ekki samleið með öllum löndum sín- um í Höfn og óspart væri í hann hnýtt. Að sumu leyti náði Grímur \ afalaust takmörkum sínum. Hann ritaði bækur, sem höfðu áhrif á mentafíf Norðurlanda. hlaut nafnfoætur og heiðursmerki. fékk‘að fe»ðat víða um Norður- álfu 'g varð starfsipaður í senli- sveitum o<r utanntdsráðuneyti Dana. Hann hélt áfram að vera með tignum mönnum og mentuð- um of hafði um eitt skeið tais- vorð áhrif á dönsk stjórnmál. Hann eignaðist svo mikið af menningu samdma síns, ,ð eng- inn þurfti að Mta á hann smáum augum fyrir Iþær sakir. Honum hlotnaðist neira a* segja sú sæmd að landar ha^s, eem oftast höfðu horn í siðu hans, grototfuðu af glæsimensku foans og æfintýrum þegar þeir áttu tal við Dani. En eins og Grímur var nú kom- inn út á alt aðrar torautir en met- orðagirni föður hans hafði ætlað honum, svo ihefir ihann heldur ekki sjálfur i upphafi getað séð fyrir hvert hann toar. Svo glæsilegur sem ferill hans virt- ist vera. voru ýmsir meinbugir á ráði hans.. prátt fyrir alt varð hann aldrei annað en fátækur maður meðal ríkra, útlendur mað- ur meðal innlendra. Barátta hans var iharðarr en annara félaga hans og keppinauta, hann varð stundum að beita hvassari vopn- um en hann sjálfur mundi hafa kosið, og náði þó hvorki frægð né völdum í hlutfalli við gáfur sín- ar. Efnahagur bars 'ejfði honum iekki að kvænast. pað hefði ver- ið sama og afsala sér því lífi, sem hann foafði lifað. Framundan var einmana barátta, í framandi landi án vonar um nokkurn úrslitasig- ur. ( Við þetta bætist svo, aí> andlegt líf Norðurálfunnar fyrir miðja 19. öldina, á þeim árum, sem skáru mest ú rum þroska Grims. er fu.t af vonbrigðum, í bókmentum, heimspeki og stjórnmálum. Róm- antiska stefnan var orðin gjald- þrota á.ö'llum þessum sviðum, og menn foöfðu ekki náð tökum á nýjum veruleika í foennar stað. Grímur drekkur þetta hugar- ástand f sig á árunum um og yf- ir tvítugt. Fyrsta kvæði hana, sem prentað er. heitir einmitt ólund, og rit hans um skáldskap Frakka og Byron lávarð frá þeim árum berá vott um, að yrkisefnið er ekki valið af tómri rælni. En i kvæðinu kemur einmitt fram tóm- leikatilfinning fremur en sárs- auki. pað er ungur maður, sem er orðinn gamall fyrir örlög fram. Á eintak Landsbólkasafnsins af “Den nyfranske Poesi” er ritað:: Til Dr. Hjaltálín, fra Deres hyp- ochondriske Patient, Forfatteren. En hjjpochondri er einmitt megnt óyndi, að vera ekki heill maður, og kenna sér þó einkis meins. Sé alls þessa gætt er auðgsæ't að Grímur hefir ekki verið ha'i- ingjusamur maður. Og þar sem um ljóðskáld er að ræða, er næst að spyrja hvernig tilfinningar hans lýstu sér. Auðvitað væri ■'jarstæða að efast um að Grímur hefir átt mikið af viðkvæmni í eðli sínu. Enginn getur verið and- andans maður án þess, því að meginþáttur allra gáfna er viss tegund viðkvæmni. Enda kemur það víða fram í kvæðum foans ef vel er að gáð. En hvorki þar né í líferni sínu bar bann hana utan á sér. pað er mikið af sjálfslýsingu því, þegar hann í formála ritsins “Den nyfranske Poesi” Ifkir saru tíð sinni við Guðrúnu Gjúkadótt- ur yfir líki Sigurðar: peygi Guðrún gráta mátti, > svá var hon móðug at mög dauðan, ok harðhuguð of hrör fylkis. Grímur segir í því sambandi. að eitt af folutverkum skáldanna sé að gráta fyrir foeiminn. En hann segir það á þann hátt, að auðséð er, að foonum er ekki í skaDi að vera í ^eirri g'-átfy’kingu. Hann vil’i heldir líkja.t H-.Ildóri Snorrasyni: Aldrei hryggur og aldrei glaður, æðiulaui og jafnbugaður — — Harr vildi gja nan lesa annara harmatölur, en ekki telja þær sjálfur. Enda verður það tízka í Evrópu á þessum árum að lát- ast veri (tilfinningalaus, þótt mönnum væri að blæða inn. Bæði erlend áhrif og ísienzk lund áttu þarna samleið fojá Grími. En foann fékk meira af Ikuld- anum en hann kærði sig um. í Tókastúfi, en einkum Goðmundi ó Glæsivöllum, hefir toann á gerfi fornra sagna lýst lífi sínu meðal stjórnmálamannanna og hinu kalda návígi í sölum höfðingj- anna: • Horn skella á nösum og hnútur fljúga um torí, hógvær fylgja orð; en þegar brotna hausar og tolóð- ið litar storð, forosir þá Goðmundur kóngur. Það var ekki til neins að kvarta um kulda. Svarið hefði orðið svipað og sjómennirnir íslenzku hafa við unglingana, sem toerast lítt af, að þeir skuli skjálfa sér til hita. “Kalinn á hjarta þaðan slapp eg” •— segir Grímur í kvæð- islok. Hann hefir fundið kulda- gervið færast lengra inn í toug- ann en foann kærði sig um. pað er einkennilegt að sjá hann kalla sig “karlinn gamla” þegar hann hefir tvo um fertugt og kvarta um “að foljóð hörpu sinnar séu stirðn- uð” (Á fæðingardag minn, 18 2). Það er ökiljanlega af þessu. að samkomulagið milli Gríms og heimsins hafi ekki verið sem folíð- ast: Trúa þeir hvor öðrum illa, enda trúðu fáir báðum. Grímur var ekki svo skapi farinn, að honum væri nóg að verjast. Hann mundi hafa tekið undir hið fornkveðna: foomo hoonini lupus — hver maður er öðrum vargur. Því gat hann kveðið svo snildir- lega um Arnljót gellina: mann- inn, sem eltur var af vörgum og sjálfur áþekkur vargi. Honum þótti sóknin bezta vörnin, og hann hlífðist ekki við að senda skeyti sín gegnum brynjur og buklara samkvæmislífsins: yfir- drepsskap og gervilæti. ipað er mælt, að Árni biskup Helgason, kennari hans, hafi tamið hann við tovöss tilsvör og skjót, og Grimur gjörði þetta að list, sem honum var tamt að leika. Hann var í einu tortrygginn, glögg- skygn og óvæginn, og varð al- ræmdur fyrir stríðni sína og vægðarleysi í tilsvörum. pað sem upprunalega foafði verið vörn komst upp í vana, svo að mean þurftu ekki að hafa unnið annað til saka en að þeir stóðu svo vel til höggsins. En þessi hlið Gríms kemur und- arlega lítið fram í kvæðum hans. pegar hann leitar til fornaldar- innar. eins og foonum er tíðast, brýtur hann ekki haugana til að sækja þangað vopn, heldur til að finna þar athvarf, setjast þai* að sumbli með þeim mönnum, sem voru bezt að foans skapi: í fornöldinni fastur eg tóri, í nútíðinni nátttröll eg slóri. Mikið af skáldskap hans er blátt áfram lait að betra félagsskap en lífið bauð honumj Harn getur' unað við að færa fornar sögur í ljóð, án þess að breyta verulega né toæta við, kveður jafnvel foeil- ar rímur, samt með sínu lagi. Haon drekt'u í sig alt það ramm- asta og kjarnmezta í fornum ís- lenzkum anda og rnáli. 1 þýðing- unum úr forngrísku sést. að hann foefir orðtæki úr Eddu og drótt- kvæðum jafnan á hraðbergi. Jafn- vel á kristnum trúarkvæðum sín- um er foann svo forn í skapi, að minnir ú þau skáld, er lifðu á mótum tveggja siða og ortu um pór i æsku og Krist á efri árum. Eins og Eilífur Goðrúnarson kveður um Krist: Setbergs kveða sitja sunnr að Urðar torunni, svá foefr ramr konungr remdan Róms toanda sik löndum. Kallar Grímur krossinn “hanga- rneið” og gröf Krists “hörg” og nefnir Sökkvatoekk. Helikon og Golgatha alt í sömu andránni. IV. Vitanlega átti Grímur sín ítök i mannheimum. Hann átti sér vini, og þótti innilega vænt um suma þeirra, ens og Brynjólf pét- ursson, en yfirleitt munu þeir fleiri hafa verið málkunningjar en að foann hafi deilt við þá öllu geði sínu En til eru aðrir heimar, ofan og neðan við mann- foeim. Maðurinn vex upp úr ó- mótaðri og óspiltri náttúrunni á- áleiðis til hins guðlega, og það er ekki nema á kafla af þeirri leið, sem hann hefir á sér öll ein- kenni hins mannlega, kosti þess og galla. er mótaður af þjóðfélagi og menningu. Grímur var trú- maður, foann elskaði guð og guðs- neistann í mannssálinni. Hann elskaði líka það, sem var alveg einlægt og eðlilegt, dýr og toörn og barnseðli mannsins. Hann elskaði guð sinn og hundinn sinn. en ekki þessa málmiðlun milli guðs og hunds, sem kom til foans grímuklæddur ' og prúðbúinn og kallaði sig konung jarðarinnar 'eða jafnvel tilverunnar, þegac mestur gállinn var á honum. Grímur hefir bæði ort og ritað um dýr, og það er mikið af við- kvæmni og skilningi í því öllu. pað er einkennilegt, að hann yrk- ir nærri því altaf um dýrin í sam- bandi við manninn. pað eru hund- ar og foestar, félagar og vinir mannsins, sem þeissum einmana samkvæmismanni verður tíðrædd- ast um. Hann trúir toundunum betur en mönnunumb Hinn eini vinur aumingjans, aldrei toila trygðir hans. EDDYS MATCHES ♦ fullnœgja œtíð hús- móðurinni. TU Sölu Allstaðar í Canada. Biðjið um pær JVÉeð Nafni 11II111 l.l 111IITTT iiinm i riTrrr “Trúrri vin en góðan hund á eng- inn” (Dýravinurinn 1887: Hest- ar og ihundar). Honum er a- nægja að setja hest sinn við hlið konþngsins sjálfs: Friðrilk 7. falaði reiðhest hans til kaups en Grímur kvaðst ekki nenna að seli vin sinn vini sínum (Andv. 23, 7). Hann fer enn lengra því að í Stjörnu-Odda draumi æskir hann þess. að dýrin fylgi eigendum sínum til himnaríkis. ISízt muntu vinur sakna þess, sem unnir hér í heim, ann guð þér bæði' hunds og hests, hafirðu yndi af þeim. Eins unni Grímur toörnum og unglingum. Alt kvæðið ,Heim- ir ber folæ af þeirri tilfinningu. Það var ekki furða þó að Grímur skildi H. C. Anderson manna bezt. hann skildi toæði foarnið og snill- inginn. prátt fyrir gerfið, sem hann eins og aðrir snéri að heim- inum, var hann aldrei oddborgari. Hann kunni altaf að meta það, sem hreint var og dýrt þó að hann fyndi1 það ekki alt af hafið í há- sæti almennrar aðdáunar. Grímur var alla æfi trúmaður. pótt foann smám saman kunnr að hafa lagað ýmsar trúarsetningar eftir þörfum sínum og væri eng- inn kreddumaður, sjást þess eng- inn merki að toann hafi nokkum- tíma efast um aðalatriði kristin- dómsins. Hann leitaði athvarfs hjá guði, þegar á móti 'blés, og reyndi að taka andstreyminu sem hollrr reynslu, er ætlað væri að laga gallana. Enginn hefir fylgt Grími þangað. sem hann bað í einrúmi til drottins síns, en þar mun foann fúslega hafa foeygt hná ®ín, kastað öllum gervum sínum og sagt með Jofo: nakinn kom eg af móðurlífi, nakinn mun eg héð- an fara. Hvergr í kvæðum sín- um kemur foann einlægar fram en í Huggun: Hver dugar þér í dauðans stríði. er duga ei lengur mannleg ráð, þá horfin er þér heimsins prýði, en fougann nístir angur og kvíði, hvað dugar, nema drottins náð? pað var trú Gríms, ásamt íheimil- islífi og minnf baráttu á efri árum, sem gerði, að skapið mýkt- ist með aldrinum og hann varð sjálfur (eins og hann sagði um Pétur biskup) því foetri maður sem hann varð eldri. pað var meira lán fyrir Grím en tölum verður talið, að hann varð stú- dent löngu áður en efnishyggjan tók að ryðja sér til rúms. Hann mundi vafalaust foafa dru'kkið þá skoðun í sig um tvítugt. eins og hann drakk rómantíkina, en það er óhætt að fullyrða, að foefði hann ekki eygt neitt æðra mark toak við lífstoaráttu sína, hefði ihann orðið toæði verri maður og vansællli. Nú lifði hann að vísu tolómaöld efnishyggjunnar. en var þá kominn á þann aldur, að hún foaggaði ekki við æskutrú hans. Hann, sem alinn var upp við toið víðfaðma heimspekiskerfi Hegels, þar sem allar leiðir lágu að einni og sömu hugsjón, leit smáum augum á heimsskoðun náttúruvísindanna, sem leysti allu tilveruna upp í eindir og átti sér ekkert kerfi: 4 Alkort þvílíkt að eins lýjur, eigi hefir tromf það nein, toacillar og foakteríur búa í þeirri veröld ein. Hann líkir heimspekingunum nýja skólans við biðlana í Odysseifs • drápu: *‘peir ná ekki ráðáhag við Penelopu sjálfa, en sofa hjá þernum hennar” (Kirkjutol. VI. 19). Höfðinginn og trúmaðurinn tóku sér höndum saman , Grími. Honum þótti veraldleg velferð næsta auðvirðileg hugsjón, eins tg hann lýsir henni (Fjóstrú): á vel tyrfðum bundinn bás toaula eftir töðumeis. En þessi skoðanamunur var eitt af því, sem gerði honum samtíðina fjarlægari síðari árin. Saga flestra íslenzkra afburða- manpa frá síðari öldum er til- breyting á sama viðlaginu. Það er saga krafta. sem hvorki fengu að þroskast né njóta sín til fulls, saga um of smá verkefni og lítil- fjörleg mörk. Það er eins og þessir menn séu tilraunadýr al- vizkunnar til þess að sýna hversu miklu göfugur og frjálsborinn andi má sín, jafnvel þegar alt um- hverfið er upp á móti. pess vegna verða æfisögurnar í ísl. bókmentasögu, þegar þær verða létt skildar og skrifaðar, ef til vill enn merkilegri en verkin sjálf. Og svo er það líka bezt, pví af öllum verðmætum, sém vér fáum að kynnast, er mannssálin sjálf, af- klædd öllu því sem menn eiga, af- reka og sýnast, vafalaust og að- dáanlegast. Verk öll eru ekki annað en brot úr sálarlífi höfund- ar, hann sjálfur er Iheildin. sem tengir öll forotin saman og varpar ljósi á þau. Því er eðlilegt að leita mannsins, ef maður ann veiikunum: Vilda eg sjá þá húð, kvað Hall- dór fyrstur, sem helmingurinn þessi af var rigtur. pví kemst hinn duli Grímur ekii hjá því, að vér skygnumst sífelt eftir foonum að toaki kvæðanna, og finnum hann þar, sem hann þýk- ist foafa fólgið sig toezt. í einni' af níðgreinunum um skáldskap Gríms Thomsens frí. árunum 1880—90 er komist &<o að orði: “Um það efni sækir enginn maður sannleika né vit til Gríms foónda á Bessastöðum.” Eg hrökk við, þegar eg las þessi orð fyrst. pví að í þessari grein er ekkert orð sagt. nema til hnjóðs eigi að vera, og það virðist vaka fyrir höfundi, að lítið hafi lagst fyrir Grím, doktorinn. legt- tionsráðið, hofmanninn, að verða toóndi á Bessastöðum. En höf- undurinn missir álíka marks og Danfr gerðu á árunum, þegar þeir héldu að þeir gætu minkað Jón Sigprðsson með þv.í að kalla foann “stúdent Sigurðsson.”, Grímur toóndi á Bessastöðum. petta er með hljómmestu setyiing- unum í íslenzkri sögu. Um þenna Grím, sem undir fimtugt fovarf iheim til íslands, afsalá&i sér em- bætti sínu og heimsfoorgaralífi, og 'gerðist bóndi suður á Álftanesi. á óborna íslendinga eftir að dreyma. peir munu sjá hann, eins og honum hefir verið lýst fyrir mér, sitja við opinn ofninn, s'kara í glæðurnar og stara inn í glæðurnar. í þessum glóðum sá hann fleiri forna stafi, gamlar minningar og torráðnar rúnir. en aðrir menn sem foonum voru sam- lendir. Niðurl. á fols. 7 im Ekkert sem vísindin þekkja, veitir sömu lækninguna við sárum og húðsjúkdómum eins og Zam-Buk — Þessr frægti jurtasmyrsl draga strax úr sviðanum, drepa gerlana og græða nýja foúð. Zam-Buk er viðurkent. oTHE WORLD’S o GREATEST HEALER

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.