Lögberg - 31.05.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 31.05.1923, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN MAÍ 31. 1923. ij/* .. ■ • timbur, fjalviíkir af ölkan Nyjar vorubirgcmr tegu«dum, gcircttu, og ak- konar aðrír strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér crumætfð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Límítsd HENRY AVE. EAST WINNIPEG -------RJÓMI--------------- Virðingarvert nafn er bezta trygg- ingin fyrir áreiðanlegum viðskiftum — og þess vegna getið þér treyst því að fá allan hugsanlegan ágóða og fyrsta flokks afgreiðslu hjá: CITY DfllRY Limited WINNIPEG James’ M. Carruthers, James W. Hillhouse forseti og framkv. stjóri, fjármálariten Spyrjið þá er senda oss rjóma. má eg blygðast mín mikið. — En þú strangi dóm- ari, eg ávíta þig líka — eg var hégómagjarn, en Barónsfrú Mainau. Eftir E. Marlitt. Hún lá langan tíma hreyfingarlaus með ihöfuð- ið hvílandi á vinstri höndinni á toláa koddanum og horfði á litbrigði kvöldsólargeislanna á tjöldun- um á veggnum andspænis sér— pau sýndu hvern lit- tolæ. frá hinum fjólutoláa til ihins ljósgdla. Hárið toylgjaðist um torjóst hennar og féll eins og breiður straumur niður á toláa skrautvefnaðinn á gólfdúkn- um; síðustu sálargeislarnir skinu enn á hið mikla, þunga hár. pað glóði næstum ískyggilega, eins og hinn rauði málmur, sem dvergar vaka yfir. Hún var róleg að ytra útliti, en þrátt fyrir það þaut hver hugsunin eftir aðra með leifturhraða gegnum heila hennar. Hún gat ekki annað en hugsað um þessa loftkendu, léttu sál, sem hafði kastað í kringum sig hnífum og skærum — þessi Valería með jasmin-ilminn 1 klæðum sínum hafði verið eftiriætisgoð hirðarinnar; gamli maðurinn mintist aldrei á hana öðru vísi en með hinum mesta eftirlætisfögnuði, og Mainau — hann mint- ist hennar reyndar adrei öðru vísi en með bitrasta háði; hann hafði ekki elskað hana — gifting þeirra hafði verið hagsmunagifting og hjóna- bandið mjög ófarsælt. En hann, sem án nokkurs tillits til annara, sleit af sér öll bönd, er á nokk- urn hátt heftu hann, hafði gert sig ánægðan með þetta; hann hafði farið burt eitthvað út í heim, þegar honum var ekki vært heima. Og dauðinn, en ekki lagalegur skilnaður, hafði bund- ið enda á þetta hjónaband, og alt var þetta gert til þess að vekja ekki eftirtekt. Hve óskiljanlega var þetta ekki í mótsögn við skeytingarleysi hans um dóma annara á gönuhlaupum sínum í ásta- málum, einvígum og veðmálum- Hann hræddist eins og barn hvert spor, sem gæti borið nokkurn minsta vott um rangt framferði, eða skort á dóm- greind, og orsakað ofurlítið háð eða illgirnisfögn- uð hjá stéttarbræðrum hans. Mleð þetta fyrir augum hafði hún þennan sama dag, minst á að- skilnað þeirra, sem hlaut að koma fram, í nær- veru hertogaekkjunnar, af sjálfsdáðun og eins vægilega og henni var unt. Og það hafði vissu- lega ekki verið honum móti skapi, því hann hafði ofur rólega fallist á það, sem hún sagði. — Bráð- um mundu þrautir hannar takal enda og þá færi hún aftur heim — að vissu yrði hún að skilja við Leó. Umhugsunin um að skilja við drenginn olli henni sorgar, því að henni var farið að þykja vænt um hann, en hún gat jafnvel ekki gert það fyrir hann, að halda áfram að vera þar nú, þeg- ar hún var búin að fá vitneskju um hina liðnu æfi hirðdróttsetans og mótti búast við því á hverj- um degi að sjá hann halda áfram illuverkum sín- um, án' þess að hún gæti komið í veg fyrir þau, eða gert svo mikið sem að segja eitt einasta orð. Pað fór um hana kuldahrollur við að hugsa til þess að þurfa að anda að sér sama lofti og þessi níðingur. Mitt í þessum hugleiðingum heyrðist henni eitthvert þrusk. Henni virtist það vera gulgráa visna beinagrindin, sem stóð þarna í dyrunum og dró tjaldið til hliðar með mjóum, bognum fingr- um, og brosti um leið ósvífnislega. Hún hrökk upp hrædd og rak upp lágt hljóð. “pað er eg, Júlíana,” sagði Mainau um leið og hann kom inn. Hann hafði aldrei komið inn í herbergi henn- ar síðan hann kom þar til þess að leiða hana inn að altarinu. Hún stökk á fætur og greip í bjöllu- strenginn. “Hvað á þetta að þýða ?” spurði hann og greip um hönd hennar. Hún roðnaði og strauk hárið frá enninu og reyndi að fela það; hún stóð og studdi bakinu upp við vegginn- Eg þarf að fá Hönnu til þess að hjálpa mér”, sagði hún með nokkurri þykkju. Hann brosti. “Pú gleymdir því að kvenfólkið nú á dögum sýnir sig á skemtigöngum með hárið til svona. Og hvað eiga þessar kurteisuvenjur að þýða? Hefi eg ekki fullan rétt til þess að koma hér inn ef mér áýnist, og vitja um konuna mína veika, án þess að gera boð á undan mér. Hann strauk hægt með hendinni um silki- mjúkt hárið, sem þrátt fyrir það að þún reyndi að hylja það, hrundi aftur fram um herðar henn- ar og arma og þakti hvítan kjólinn líkt og gull- ofinn möttull. “En það skraut!” hrópaði Mainau. “J?að er nokkuð dauf eftirlíking af Trachen- bergs ættarlitnum”, bætti'hann við, eins og til að svara sjálfum sér. En hún reyndi með kulda- svip að færa hönd hans burt. Hann stó& eitt augnablik undrandi og dauf- ur roði færðist í kinnar hans. Málrómur henn- ar og svipur gaf honum til kynna ótvírætt, að hún væri að hugsa einkum um eitt, sem hann hefði talað ónærgætnislega; hann var að hugsa um, hvar hún hefði getað heyrt það. Eg kom með læknirinn með mér, Júlíana,” sagði hann og reyndi auðsjáanlega að bæla niður óþægilegan grun. “Má hann koma inn?” Eg kæri mig ekki um að gera honum fyr- írhöfn. i í Rudisdorf vorum við ekki vön að leita læknis hvað lítið sem var að — það var of langt til hans og — ” Hún þagnaði. Hver svegna ætti hún aftur að játa, að þau hefðu þess vegna orðið að venja sig við að bjargast við það, sem þau gátu gert sjálf. Kalda vatnið hefir komið að góðum notum”, bætti hún við í flýti- “Hann á heldur ekki að gera þér ónæði með því að skoða á bér hendina. Eg sé, mér til mik- illar ánægju, að þú getur skrifað,” svaraði hann og leit á skriffærin og nýbyrjaða bréfið til Úl- riku, sem lá við hliðina á þeim á borðinu. “ Eg æskti aðeins þess að koma í veg fyrir afleiðing- amar af geðshræringunni, sem þú varst komin í. Eg sá nú rétt fyrir augnabliki, hvemig þú skalf <t eins og það væri í þér taugaóstyrkur.” Hann hafði þá staðið bak við dyratjöldin og horft á hana. — Hvað skyldi þessi skyndilega um- hyggja eiga að þýða, þar sem hann, þegar óhapp- ið kom fyrir, og eins síðar um daginn, hafði ekk- ert látið á sér merkja annað en særandi afskifta- leysi og skort á vorkunsemi. — “pú virðist gleyma því”, sagði hún brosandi og hallaði höfðinu í áttina til hans, “eg hefi lif- að alt öðru lífi heldur en flest annað fólk í minni stöðu. Mundu eftir því að eg er systir Úlriku og hefi verið í þjónustu hjá Magnúsi bróður mín- um. Við höfðum aldrei haft tíma til þess að hugsa mikið um taugamar í okkur, eða að dekra við þær að höfðingjasið; við höfum orðið að sættu okkur, eins og þeir verða að gera, sem vilja hafa sjálfstæðan huga og ekki láta leggja á sig nein ytri bönd. Eg vil biðja þig að senda lækninn burt eins fljótt og þút getur. Hann bíður víst fyrir framan?” “Hún sagði þetta síðasta fljótt og með á- herzlu; honum gat ekki dulist, að með þessu vildi hún sem fyrst binda enda á þessa sjúkravitjun hans. Hann bíður ekki fyrir framan, og þótt svo væri, yrði hann að vera rólegur með það. Nei hann situr út í garðsalnum, sá góði herra, og gæð- ir sér á víni”, svaraði hann háðslega um leið og hann gekk lengra inn í herbergið og litaðist um- “Nei, líttu bara á! Bláa herbergið, sem mér hefir sannast að segja aldrei fallið vel í geð, er orðið einkennilega skemtilegt. Hvítu fílabeins hópmyndirnar, sem bera við bláa gmnnlitinn, og blómin í glugganum þama gera það miklu ynd- islegra. Og svo er loksins komið borð hingað. Já, það var nú einmitt það, sem mér var alt af svo mikið á móti skapi, þessi endalausa letilega Valeríu á þessum mjúku svæflum.” Hann leit gegnum opnar dymar inn í næsta herbergi. “Hvar málar þú, Júlíana? J?ú hefir engin tæki til þess hér. pú málar þó ekki í baraaherberginu ?” “Nei, eg nota litlu kompuna við hliðiná á búningsherberginu til þess.” “J?að kompukríli, sem, eftir því sem mig minnir er einu sinni ekki sæmilega björt? Hvern- ig gat þér dottið annað eins í hug?” Hún horfði beint framan í hann og svaraði: “Eg held að þeir sem skilja helgi listarinn- ar séu gæddir næmari tilfinningum, sem auðveld- lega verða snortnar, en þó ekki sárindalaust, þar sem umhverfið er óvingjarnlegt og skortur er á samúð.” “Og dragi sig svo í hlé — það er þvert á móti minni skoðun á listakáki •kvenfólksins. Og eg hefi rétt fyrir mér, þótt eg í dag hafi orðið að konnast við, að það séu til undantekningar. En hvernig ætlarðu að fara að í vetur? pað er ómögulegt að hita upp kompuna.” “í vetur?” tók hún upp undrandi og hrædd — en hún áttaði sig fljótt. “Nú, þú hefir lklega ekki tekið eftir því, að það er ágætur ofn í garðsalnum í Rudisdorf. Og það má vel hafa heitt þar þrátt fyrir glervegg- ina, og ef þar verður of kalt, þá verðum við úl- rika í fallegu og hlýju hornherbergi á neðsta gólfi, sem þú hefir ekki séð”- Augnaráðið, sem hann gaf konu sinni, bar vott um að hann var í mjög sterkri geðshræringu. Hún stóð grafkyr og var róleg, og aðeins á því hvemig brjóst hennar hófst upp og niður gat hann merkt að henni væri mikið niðri fyrir. “Eru þessir höfuðórar í rauninni orðnir svona fastir fyrir hér ?” sagði hann með hægð og snerti ennið á henni með vísifingrinum. “Eg veit ekki við hvað þú átt með þessum orðum,” sagði hún alvarleg og færði sig frá hon- um — hún strauk hendinni ósjálfrátt yfir blettinn sem hann haf ði snortið, eins og hún væri að þurka burt- óhreinindi. “Höfuðið á mér er enn of ungt fyrir nokkra óra og eg hefi varast það að ala í huga mínum nokkrar smáar og einhliða eftirlætishugmyndir. — En þú komst inn hjá mér þessari hugmynd um, að fara aftur heim. Er það ekki ósk og vilji okkar beggja, að eg fari aftur heim?” “Eg held að eg hafi í dag fullvissað þig um alveg það gagnstæða,” sagði hann um leið og hann ypti öxlum og reyndi að láta sýnast sem hann væri rólegur. Hún vissi að hann mundi verðá æfur við hin minstu mótmæli frá sinni hálfu, en hún lét það ekkert á sig fá. “Já, fyrst gerðir þú það,” sagði hún, “ en síð- ar í nærveru hertogaekkjunnar, sagðist þú vera mér alveg samþykkur.” Hann hló svo hátt og napurt að hún þagnaði af hræðslu. “pað hefði víst verið alveg framúrskarandi ánægjulegt fyrir dramb þitt og stórmensku, ef eg hefði sagt í dag, þegar þú varst búin að koma öllu nógu kænlega fyrir: “}7essi kona vill um-i fram alt losna við mig, en eg fell á kné frammi fyrir henni og bið hana að faa ekki frá mér; hún kastar öllu sem eg býð henni fyrir fætur mínar og snýr með fögnuði aftur til sinnar fyrri fá- tæktar, aðeins í þeim tilgangi að hefna sín! Eg skal segja þér það, mín fagra, litla frú, að það ann enginn maður konu sinni svo frábærrar hefnd- ar, frammi fyrir jafn áfergislegum áheyranda og þú hafðir í dag; nei, jafnvel ekki þó að hann — elskaði hana.” Líana var orðin náföl. Hún var í svo æstu skapi og henni fanst þetta svo mikil móðvun að hún hlustaði ekki á síðustu orðin, sem hann sagði, en hún hafði heyrt hann segja, að hún vildi hefna sín. “Eg ætla að biðja þig Mainau, að vera ekki svona ósanngjam og harðúðugur gagnvart mér”, sagð hún og bar mjög ört á. “Hefnd! Eg hefi aldrei þekt þá tilfinningu og eg hefi ennþá ekki nokkra hugmynd um, hvernig hún fer að gagntaka sál manns, en eg ímynda mér, að það hljóti einhver önnur sterk til- finning að hafa átt sér stað áður, en að hefnigirnin geti vaknað; og eg veit ekki til þess að vera mín hér í Schönwerth hafi vakið hjá mér nokkra til- finningu í nokkura átt- i— Hirðdróttsetinn hefir oft sært' mig, en eg hefi sagt þér, að eg tek til- lit til þess, að hann er ekki heilbrigður maður, og eg hefi reynt, eftir því sem mér hefir verið unt, að bera af mér árásir hans með stillingu. Og hvernig ætti eg að vilja hefna fyrir þínar móðg- anir, sem eiga ekki að vera móðganir, og eru það heldur ekki í mínum augum? Við getum varla sært hvort annað tilfinnanlega.” “Gáðu að hvað þú segir, Júlíana. Hvert orð, sem þú segir nú, er eins og hnífstunga, sem þú vísvitandi lætur mig verða fyrir — þú veizt mikið vel, að þú ert-sárreið.” “pvi neita eg algerlega,” sagði hún róleg og án þess að missa jafnvægið, “eg er lömuð og hug- laus, en eg er ekki reið. Huglaus er eg vegna þess, að mér finst, að alt sem eg geri á þessu heimili, sé jafn gagnslaust og það að reyna að flétta reipi úr sandi. Að því er snertir uppeldi Leós, neyðist eg til að vera sömu skoðunar; það er alt of mikið unnið á móti mér. Eg var einmitt að byrja skrifa úlriku um þetta mál.” “Nú, það er þá bezta ráðið fyrir mig til þess að fá upplýsingar,” sagði hún og gekk hratt að borðinu. “Nei, þú gerir það ekki, Mainau”, sagði hún alvarlega, en hún lagði hendina kvíðafull á hand- legg hans, til þess að koma í veg fyrir að hann tæki bréfið. “Jú, það geri eg víst,” sagði hann og hristi ó- þolinmóðlega af s£r hönd hennar. “Eg hefi ómót- mælanlegan rétt til þess að lesa bréf konunnar minnar, þegar mér finst eitthvað gmnsamlegt við þau. — Líttu í sþegilinn, Júlíama! þessar bleiku varir bera vott um slæma samvizku. Eg skal lesa bréfið fyrir þig.” Hann gekk að gugganum og las hátt með háðslegum áherzlum: “....Eftir fjórtán daga í síðasta lagi, kem eg alfarin til Rudisdorf!...Hér stendur þetta lausnaróp svo dauft og kalt á pappímum — það gefur þér enga hugmynd um, hve bjart og hlýtt hefir verið i sálu minni síðan eg fékk að vita, að eg ætti aftur að búa hjá þér og Magnúsi”- “Aumingja Schönwerth”, sagði hann lágt með bitru háði og hélt svo áfram: “pú mátt ekki halda að þessi skilnaður sé með nokkru ofbeJdi. pað er alveg eðilegt, að hann eigi sér stað, því hér er| að ræða um tvær sálir, sem aldrei um alla eilífð geta átt saman: önnur er sí- hrædd við alt, sem getur vakið eftirtekt út á við á meðal fólks, en hin skelfur undan hverju reiði- orði, sem getur raskað ró heimilisins. — Skilnað- urinn verður í kyrþey og vekur enga eftirtekt þeir, sem smíða upp hvert hneyksli hafa enga á- nægju af honum. “Baronsfrú Mainau hverfur einhvern góðan veðurdag burt frá Schönwerth, hverfur í kyrþey burt þaðan sem hún hefir aðeins verið skuggi af húsmóður um stutt tímabil — henni verður gleymt af öllu s(nu samvistarfólki, sem frá byrjun hefir séð, hversu óþolandi staða hennar hefir verið og sem með vorkunsemi hefir séð, að hún kom hing- að aðeins til þess að fara burt aftur. — Og sú Lí- ana, sem er þín hefir ekki verið rifin svo upp með rótum úr sínum heimajarðvegi, að hún festi ekki aftur rætur, eftir stutta fjarveru, undir sólskini augna ykkar. — Heldur þú ekki það, úlrika? J?ú veist að xnér hefir ávalt fundist það nokk ’ð grimdarlegt að skera plöntur af rót sinni og stinga sárinu ofan í ískalt vatn, en nú fyrst hefir þessi meðlíðan verulega vaknað hjá mér, því eg veit nú hversu sart það er. Nokkrir frjóangar sálar minnar verða eftir í Schönwerth og visna ‘þar hið of mikla traust, sem eg bar til míns eigin siðferðisþreks og mín heimskulega aðferð í að bjóða byrginn þessu samfélagi hér, sem enn tekur ekki hinn allra minsta þátt í mínum skoðunum. pað sem eg hefi lært af íþví getur ekki orðið mér til meins. — J?egar hann sagði við móður okkar fyrir framan dymar hjá okkur: Ást get eg ekki gefið henni; en eg er nógu samvizkusamur til þess að vekja ekki viljandi neina ást hjá henni”, þá hefði eg átt að ganga til hans og fá honum hringinn umyrðalaust; ekki vegna þess að hann neitaði mér um ást, eg átti enga heimtingu á henni, og eg kom ekki til hans með nokkra þess- konar tilfinningu, heldur vegna þess að þessi síð- ustu orð hans báru vott um framúrskarandi hé- gómagirni og — ” Mainau roðnaði; hann beit á vörina, hætti að lesa og leit gremjulega en þó um leið hálf flótta- legum augum til konu sinnar. Hún hafði, er hánn talaði um slæma sam- visku hjá henni, numið staðar róleg fyrir fram- an hann með krosslagðar hendur, og þar stóð hún enn. En það var sem hinn beinvaxni líkami hem- ar rétti úr sér með enn meiri þóttasvip, er hann leit á hana; lítill og vel lagaður fótur kom fram undan kjólfaldinum og steig þungt á mjúkan gólfdúkinn. Stellingamar, sem hún stóð í gáfu líkama hennar, sem var ávalt mjög liðlegur, eitt- hvert nýtt og áður óþekt útlit. En hún horfði niður fyrir sig- Hún hafði, án þess að ætla sér það, sagt óþægilegan sannleika upp í opið geðið á honum; hann hlaut að blygðast sín, og hún roðnaði ■ hans vegna. Hann gekk til hennar. “pú hefir rétt fyrir þér í dómi þínum”, sagði hann og reyndi sýnilega að stilla sig, “eg finn sjálfur til þessa veikleika míns — og þegar eg hugsa til þess að þú með skarpskygni þinni hefir fundið svona hrottalega úti látin orð hjá mér, þá í hjarta þínu, þagðir og fórst með mér — ” “Lestu nokkrar línur enn”, sagði hún, án þess að líta upp. Hann færði sig aftur að glugganum — það var farið að dimma: — “Eg vissi,, að eg mundi aldrei hafa hina minstu tilhneigingu til þess að bera nokkurn samhug með honum, eftir að eg hafði heyrt hann segja þetta,” las hann upp fyrir sjálfum sér — “og þrátt fyrir það fór eg með hon- um og smánaði hið heilaga heit fyrir altarinu í annað sinn. Með þvl gerði eg mig meðseka í hræðilegu ranglæti, og því verður ekki bót mælt, því eg hafði fyrir löngu komist til vits og ára.” pegar hann var kominn hingað, gekk hún til hans og reyndi að ná bréfinu, en hann rétti út vinstri handlegginn og hélt henni frá sér, með hinni hendinni hélt hann bréfinu, svo að hann gæti sem bezt séð, því það dimdi óðum, og hélt á- fram að lesa: “úlrka, Mainau er fríður maður; hann er gæddur í ríkum mæli því andríki, sem gerir samræður fjörugar og skemtilegar, og þetta með hans óumræðilegu rósemi, er nóg til þess að • fanga hjarta hverrar konu. En hversu smár verður ekki þessi stofuriddari við hliðina á hin- um kyrláta fræðimanni í lestrarherberginu í Rudisdorf, við hliðina á Magnúsi, sem þrátt fyrir Iítinn og óásjálegan líkama er gæddur sístarfandi anda. í hans alvörugefnu sál, hefir aldrei verið rúm fyrir þá spurningu, hvaða áhrif hann hefði á aðra. f þessu er undirrót allra þeirra heimsku- para, sem fólk talar um í sambandi við Mainau, allra hans einvíga og ástaræfintýra. Já, jafn- vel ferðalög hans, sem eiga að vera til fræðslu eru af þessari sömu rót mnnin. Hann kemur fram alt í einu á þessum staðnum eða hinum, rétt eins og einhver prins í æfintýri, og sækist aðeins eftir því, sem er yfirborðslegt og gengur mest í augun- Enginn maður leggur meiri á- herzlu á galla sína en hann, og sarnt vildi hann ekki leggja einn einasta þeirra niður, hvað sem í boði væri; það er alt kenjar sem vel sæma herra- manni í hans augum; og vegna þess að hið hræsn- isfulla heldra fólk hælir þeim, sem merki um það að hann bindi ekki bagga sína sömu hnútum og aðrir heldur hann fast í þá. — Ef hann væri meiri alvörumaður og strangari við sjálfan sig og hefði hann orðið fyrir minna dálæti hjá spiltum konum, þá væri hann maður í orðsins sannasta skilningi — ” Lengra var hún ekki komin. “J?að er satt, þú ert ekki reið, Júlíana,” sagði hann og hló einkennilegan og háðslegan hásan hlátur um leið og hann lagði bréfið á borðið. “Reiði er ósamrýmanleg við jafn kalda dóm- greind og þá, sem þú hefir sýnt í því að leggja mig og alt mitt framferði undir stækkunargler, eins og þegar maður skoðar skorkvikindis-vesaling, sem maður hefir stungið títuprjóni í gegnum. •— pú hefir ennfremur alveg rétt fyrir þér, er þú vilt umfram alt losna við mig, eftir að þú hefir skilið mig á þennan hátt. — Og það ætti ekki að vera erfitt fyrir þig, eftir það sem hefir skeð I dag; jafnvel í róm, þar sem lítillar miskunar er að vænta, verður ekki hjá því komist að taka þessa einu skilnaðarsök til greina — eg hefi slegið þig í dag.” “Mainau!” hrópaði hún. Málrómur hans smaug í gegnum merg hennar og bein. Hann gekk fram hjá henni inn í stofuna, án þess að líta á hana og þar gekk hann fram og aftur um gólfið nokkrum sinnum svo gekk hann að glerhurðinni og starði þegjandi út í hálfrökkr- ið. Vinur hans Rudiger hefði brosað með sjálf- um sér, ef hann hefði getað skygnst inn í her- bergi ungu konunnar,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.