Lögberg - 31.05.1923, Blaðsíða 3

Lögberg - 31.05.1923, Blaðsíða 3
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN MAÍ 31. 1923. Sérstök deild í blað inu SOLSKIN Fyrir böm og unglinga Áhrif leiksins. petta er rétt. — Tekur Geir svo Díönu og alt kemst heilu og höldnu á þurt land. Hann situr Díönu hægt niður, og studdi hana á meðan hún var að ná jafnvægi, eftir ferðina og alt volkið. Brátt náði hún fjöri og var nú ,svift fullnæjandi orðum, sem þakklæti fyrir þessa dásamlegu hjálp. Geir kom nú bátnum fyrir í öruggum stað og leggja þau þar næst á stað til heimili hennar, er stóð all- skamt frá. “Eg er mjög stirð að ganga,” mælti Díana, “þetta er alt áhrif leiksins, herra Geir”. “pú hefir rétt að mæla, ungfrú Kerúlf, þetta eru sannarlega áhrif leiksins, og þau koma fram í mörgum myndum,” svarar Geir. — “pú leyfir mér að leiða þig ungfrú — þú ert styrð eftir kuldan”- “pökk fyrir”, svarar Díana, “þú hefir gjört meira fyrir mig og eg er þér þakklát að mega styðj- ast við arm þinn, og þá auðvitað styðjum við hvort annað, herra Geir, eða finst þér ekki minn litli etuðningur gera þér gott,” spyr Díana og hlær. “Jú, ungfrú, þinn stuðningur er mér kær og nauðsynlegur, — en nú líkaði mér vel að fara ( bolta- leik við ofurhugana, þv ínú eru taugar mínar liðug- ar — og eg held nærri að eg geti náð þeim á hlaup- um.” “Já,” svarar Díana, “enn þú veikist héld eg, eft- ir þessa áreynslu.” “Áreynslu,” svarar Geir. — “petta var engin á- reynsla, ungfrú. pví eg þurfti að baða mig hvort sem var.” “Hvenær byrja þeir á boltaleiknum,’, spyr Dí- ana. “peir byrjuðu fyrir tveim vikum síðan, en prest- ur lék ekki,” svarar Geir. “En, herra Geir, hvað er um þinn nýja leik, er þú sagðir mér frá á næstliðnu sumri — hvað er nafn hans. — pú ert víst búinn að gefa honum nafn og þú kvaðst skildir láta mig heyra um hann á und- an öðrum.” “pú talar satt, ungfrú”, svarar Geir. “Sann- ast að segja hefi eg ekki gefið honum nafn ennþá að fullnustu, en eg hefi hugsað að nefna hann “brúðarförin”. “Ó, herra Geir, eg hugði að það væri boltaleik- ur, en það er þá að heyra að þetta sé leikrit,” svar- ar Díana og kvað eigi vera margir leikendur- “Til að byrja hann með er eg ein persóna, ann- ars verða þær ekki nema tvær,” svarar Geir. “Eg er viss um að gaman verður að heyra og sjá þenna leik, ef hann er eftir sjálfan þig,” svar- ar Díana. J?ú verður að segja mér eitthvað úr hon- um.” “pað á eg hægt með,” svarað Geir. “Eg sjálf- ur er fyrsti leikandinn, og eins og þú veist ungfrú Díana, er eg fulltíða maður, og þar af leiðandi er eg nú kominn í leit eftir brúður minni — en hún getur aðeins orðið éin — og það er ungfrú Díana Kerúlf. petta er allur leikurinn, og nú byrjar annar þáttur, og honum tilheyrir þú, ungfrú Díana.” “Ó, herra Geir — þig brestur aldrei áræðni, en ekki gat eg látið mér detta í hug að þú tækir mig svona alvarlega; en leikur þinn er þýðingarmiki!!, — þýðingarmeiri en hinir hégómlegu boltaleikir sem við horfum á daglega — en fyrst að er komið að mér, að svara þinni fullkominni bendingu til mín, herra Geir, þá verð eg að gjöra það. “Lífs-ákvörðun mín að undanförnu, hefur verið sú, að verá öllum óháð, og ná meiri heimsmentun, en sú hugsun hefur stundum vaknað hjá mér, hvort eg gerði verk minnar köllunar að fullu, og réttu með því að standa ein og reka á bug allan kærleika frá, útréttri vinarhönd. Eg heíi þegar lært að sam'úð manns og konu er stærsti parturinn í lífi hvers eins. pó margur vilji ekki kannast við það. Bönd nátt- úrunnar getum við ekki leyst, og lög hennar ekki skráð að nýju, og eigi eg að ganga við hlið nokkurs mann á ókomna tímanum, þá er sá armur er eg nú styðst við kærastur pú hefur verið sigurveg- ari í leikjum þínum. herra Geir, og hér muntu meiga víst að þú hafir sigurinn unnið, enda ertu nú búir.n að leggja þig í dauðans hættu fyrir mig, og næst Guði á eg þér líf mitt að þakka. “Hér koma nú foreldra mínir á móti okkur.” “Díana er komin heim fyrir miðnætti eins og þú fullvissaðir okkur um, herra Geir”, var fyrsta orð herra Kerúlfs, þegar þau nálguðust hina sjóhröktu aðkomumenn. “ Hún hafði enga vörn móti sjóræningja”, svar- aði Geir,” og varð að gefasf upp. “En kæru foreldrar, þið hafið ekki haldið 'að eg væri dauð?” spyr Díana, þegar útréttur faðmur móð- urinnar tók hana til sín.” “Hvað annað gátum við haldið, þar eð allar lík- ur bentu svo á”, svarar faðir hennar. “pa ðfestist aldrei svo í minn hug,” svarar móð- irin, — en engum leitarmanna gat dottið það í hug, að þú hefðir farið svona langt — en hraðið ykkur til húsa, þið eruð að líkindum hrakin. “Já, eg er orðin svöng,” svarar Díana, en faðir minn, tak þú Geir með þér og láttu hann hafa þur föt af þér, nú strax. Eg er svo hrædd að hann verði veikur eftir þvílíkar hamfarir. Hann hefir komið mér þurri yfir hafið, en sjálfur hefir hann synt báðar leiðir, þvíllíkt hugrekki og drengskap hefi eg ekki heyrt um, né séð áður. Herra Geir hefur með framkomu sinni náð hámarki hugsana minna.” “Slíkt er vel sagt, dóttir, með slíkum orðum launar þú sjóræningjanum þínum fyrsta sporið er hann fór í þessa hættulegu njósnarferð, er endaði svo giftusamega,” svarar faðir hennar- “Díana fór nú með móður sinni, en herra Kerúlf fór með sjúkling þangað er best þénaði í þessu til- felli og skorti ekki góða aðhlynningu hjá föður og móður. “Móðir Díönu skildi strax hvemig ásigkomu- lag var orðið milli dóttur sinnar og Geirs, og rýrði það ekki fögnuð hennar þettað kvöld. Nú var settur dúkur á borð, og var Díana strax komin til hjálpar móður sinni. “Eruð þið ekki tilreiddir fyrir máltíð”, spyr Dí- ana föður sinn, þegar hann kemur fram í stofudym- ar, eftir að hann hefur gengið sæmlega frá aðbúnaði gagnvart Geir. “pað erum við reyndar, dóttir góð”, svarar fað- irinn og snýr sér inn að sækja Geir, sem kemur nú brosandi inn að matborðinu, færður í hinn skraut- mesta klæðnað er tilheyrði herra Kerúlf. ( “ó, kæri faðir, þú skraut-býrð herra Geir á þennan hátt eftir alt”, talar Díana til föður síns, þegar hún gengur á móti þeim brosandi, klædd sín- um tilkomumestu klæðum *— en veistu nú hvað hann hefur gjörtj á þessari liðnu kvöidstund. “Já, eg veit það dóttir mín\— hann færði okk- ur bamið okkar heim, eftir að það var lagst út,” svarar faðirinn. “Já hann gerði það,” svarar Díana, “en hann gerði líka annáð, sem enginn hefur vogað sér áður, — hann rændi hjarta dóttur þinnar, sem tilheyrði að eins föður og móður áður.” “ó, kæra dóttir vertu ekki hnuggin út af því, þú hefur svo stórt hjarta, að þú getur miðlað herra Geir góðri sneið af því, án þess að við þurfum að missa okkar hlut,” svarar faðirinn dóttir sinni, og leiðir hana tii Geirs þar sem hann er sestur, er svo tekur.á móti Díönu og setur hana á kné sér og kyssir hana. Yfir borðum var umræðuefnið margbreytt og hóf frú Kerúlf samtalið með þvf, að spyrja Geir, af hverju hann hefði verið svo fullviss að Díana væri heil á húfi, og vita enga ástæðu til þess að það gæti átt sér stað. Sagði Geir þá frá hvað sig hefði dreymt. “pegar sendimaðurinn færði mér bréfið fékk eg ráðningu á draúmnum og það fullvissaði móður mína einnig um, að Díana þyrfti hjálpar við, en væri ekki í mikilli hættu ” “En dóttir mín góð,” talar faðirinn til Díönu, mér finst sá búningur er þú hefur klæðst nú, vera fullkomlega hæfur til að brúkast í kirkju, eg hélt þú hefði setið heima næstliðinn sunnudag vegna fata- skorts.” “ó, faðir.minn, minstu ekki á það. pað var langt frá að það væri af fataskorti, því eg á fjóra búninga og sumir þeirra tilkomumeiri en þessi. pað voru aðeins dutlungar mínir sem olli þessum byljt- ingum. Eg var nýkomin heim og vissi að það yrði fjöiment við kirkju þennan dag, og eg myndi ef til viU verða handleikin um of — en hefði mér til hug- ar komið að hér væru sjóræningjar við ströndina, mundi eg alls ekk ihafa setið heima, og riú er eg víst skildug að segja alla söguna. “Eftir að þið foreldrar fóruð, var eg í húsinu um stund að hagræða ýmsu smáræði. Fór því næst út í sólbyrgið og hafði sögubók meðferðis og hekludúk sem eg var langtkomin með. Eg las um stund, og þá sótti að mér svefn, lét eg frá mér bókina og féll í léttan blund. Strax fer mig að dreyma, og eg sé að maður nálgast mig og er hann einkennilega klæddur, eg get ekki gert nein skil gagnvart klæðnaði hans. Eg sá varla annað en andlitið og fanst mér helst þetta vera herra Geir Sverris. Hann gengur að mér, án þess að tala og réttir að mér blómvönd fagurlega útbúin. Eg rétti út hendina til að taka við blómvöndnum en rek hana í stólbríkina og við það vaknaði eg. “Eg hrinti þessu frá mér, en sú hugsun greip mig, að einhver ef til vill kæmi hér í dag, og kærði eg mig ekki um neina heimsókn, fyrst eg ekki fór með foreldrum mínum- Gekk eg því niður til sjávar og sest á klöpp nið- ur við flæðarmál, en sjórinn hækkaði brátt og rak mig í burt. — Eg gekk að bátnum og hugsaði að gaman væri að láta hann rugga sér um stund á r hafinu, sem var spegil slétt. Eg dró bátinn niður að sjónum og tek af mér skó og sokka og get með því móti komist á flot. Eg lét nú bátinn fljóta frá landi, en öll sú dýrð og kyrð náttúrunnar er end- urspeglaði sig alt umhverfis dróg mig algjörlega inn í nýja heima — alt moraði af lífi. Smáfiskar hentu sér upp úr sjónum á allar hliðar og þéttir flokkar af þeim smærri flutu við yfirborðið með marg breytilegum lit, út í dýpinu skaut selurinn upp höfðinu og horfði með hvössum augum í kringum sig. Yfir þessu sveif fuglinn með margbreyti- legu útliti og mátti heyra margbreytilega tóna frá þeim. pessi náttúra var fyrir mig. Eg stýrði bátnum beint til eyjarinnar og fanst mér það stutt- ur spotti að róa þangað, og ekki þyrfti eg að hafa langa viðdvöl. Herti eg róður og lenti við lítinn tanga, sem skerst framm í sjóinn og skil þar við bátinn, en dreg kaðal á land sem festur er í bátinn, og festi hann á landi, -sem hefur eflaust verið óvaran- legt. Eg gekk nú um eyna í marga króka einkum lagði eg leið þar um er ávaxtartrén voru, en óvíða var fullsprottið, þó voru ber að því komin að verða fuliþroskuð. Féð hræddist mig í fyrstu, en brátt tók Iþað að hnýsast eftir hvaða sort af dýri væri koin ið inn á meðal þeirra, eg þekti þar geitur föður míns og létu þær mig skilja að eg væri þeim velkomin en eg hafði nú ekkert gott þeim að bjóða, svo þær álitu mig aðra en þær áður vöndust- Eftir að eg hafði reikað um nokkra stund, settist eg undir eitt tréð mér til kvíldar, og til að njóta auð náttúrunnar sem best. öðru hverju hreifði létt gola limin yfir höfði mér, og fór eg nú að hugleiða afstöðu alla og mér væri betra að hraða heimferðinni og vera á undan foreldrum mínum heim. Eg geng þar næst á hið sama pláss er eg tók landfestu, en nú er bát- ur minn horfin, og fyrst á minni allra æfi varð eg nú sannfærð um, að eg hefði breytt ranglega, þeg- ar eg fór að skygnast um, sá eg til bátsins og er hann kominn miðja vega til lands. Hvemig sem það hefur viljað til að hann losnaði, en óefað, þegar sjór- inn hækkaði hefur straumurinn með fram eyjunni náð til hans, og borið hann út á hafið, og aldan sem þá var farin að koma í ljós, borið hann til lands. Mér datt strax í hug, að synda á eftir bátnum, en eg hræddist að eg myndi eyðileggja eða jafnvel missa korkfótinn, og eg myndi varla synda eins yel og eg gerði áður. — Eg gerði mig brátt rólega og gekk aftur til aldinatrjánna og fór að tína mér þá ávexti sem eg gat nærst á, því undir kveldið fór hungur að vekja mig til meðvitundar um að eg var nú út- lægi, og þyrfti því sjálf að hugsa mér fyrir lífsvið- urværi. Eg mokaði saman með höndunum stórri hrúgu af þurru Íimi og bjó um mig sem best eg gat. Eg hafði engin eldfæri og gat því ekki kveikt eld. — Eg lagðist því niður í hið mjúka rúm og eftir margbreytilegar hugsanir sigraði svefninn mig og eg svaf þar til sólin fór að verma loftið, eg lét hana verma mig og rúmið áður en eg hreifði mína stirðu limi. Nú var eg kjarkbetri og fór nú að beita dóm- greind minni gagnvart mínu ásigkomulagi — féð lá alt í kringum mig ánægt með tilveruna. Eg tíndi græna ávexti af trjánum og fór með það í Hit eftir geitum föður míns- Brátt fann eg þær flest- ar liggjandi með börn sín sér við hlið. Eg talaði vel til þeirra eftir gamallri reglu og virtust þær kannast við þann sem talaði, og stóðu þær upp jórtr- andi og horfðu til mín, eg kastaði nokkrum aldinum á jörðina og komu þær nær mér og fóru að gæða s^g á þeim. Nú var björninn unnin, — ein þeirra hafði sérlega ungt lamb og sá eg að í júgri hennar var mikil mjólk. pessari hepnaðist mér að ná og urðu toluverðar stimpingar, en það var nú árangurslaust fyrir hana að reyna ag losa sig. Eg lagði hana því næst niður og batt fætur hennar með vasaklút mínum. Svp þarf eg ekki að segja meir, en eg drakk mjólk geitarinnar sem annað hungrað brjóst barn, og var það góð saðning. Næsta morgun ætl- aði eg að leika hinn sama leik, en þá bar svo til að sjóræningja bar að landi og honum eru afdrif mín kunn þar eftir, en eg hefi nú lært að gott er að geta ;ekið kringumstæðum með þolinmæði, nú erum við öll betur af heldur en hefði eg lagt til sunds á eftir bátnum, eg er ekki viss um, að eg hefði haft þrek ;il að synda langt.” “pú breytir hyggilega,” var svar móður hennar og nú getum við öll hvílst róleg.” pegar sú fregn barst úr, að ungfrú Kerúlf væri týnd, og allar líkur bentu til að hún væri druknuð, grúfði beiskur söknuður yfir öllum, er til hennar :?ektu. i— En þegar fregnin um hennar afturkomu barst með sól og vindi, skein gleðisól allra á há- ofti ánægjunnar. pegar lýsti af degi, var Geir kominn heim næsta morgun- Hann gekk hljóðlega að rúmi móð- ur sinnar og vakti hana með kossi — og hvíslaði í eyra hennar, að alt væri í góðu lagi og að Díana væri hraust og glöð heima í húsi foreldra sinna. pessi vökudraumur var einkar kær móðurinni, er vakað hafði mest af nóttunni og þráð heimkomu sonar síns, ásamt geðilegri fregn af förinni, og nú var fengið, með endurskin dagsins og var það full- komnun ánægjunnar, eftir væran blund næturinn- ar. Við morgunverð sagði Geir móður sinni alt hvað gerst hafði og næsta sunnudag ætlar Díana að heim sækja þig, og verð eg að vinna það til og sækja íana. Eg er að hugsa um að reyna taugar henn- ar með þv( að láta hana sitja á baki Hrímnirs á milli húsanna. “pú verður þá að búa til veglega strauragyrð- ingu á baki hans, svo hún hafi við eitthvað að styðj- ast”, svarar móðir hans, qg lítur til sonar síns því augnatilliti er hann vel skildi. “Já, við hjálpumst að því, móðir mín,” svarar Geir. * Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 216-220 MKDICAL ARTS BIiDG. Cor. Graham and Kennody Sts. Phone: A-7067 Oftlce tlmar: 2—3 Heimill: 776 Victor St. Plione: A-7122 Winnipeg, Manitoba DR. O. BJORNSON 216-220 MEDIOAIi ARTS BIiDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Phone: A-7067 Office timar: 2—3 Heimili: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manltoba DR. B. H. OLSON 216-220 MEDICAL ARTS BLDG. Cor. Grnliam and Kennedy Sts. Phone: A-7067 ViCtalstmi: 11—12 og 1—5.30 Hetonili: 723 Alverstone St. Winnipeg, Manitoba DR J. STEFANSSON 216-220 MEDICAIi ARTS BIxDG. Cor. Graham and Kennedy Sta. Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er a(5 hitta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e.h. Talsími: A-3521. Heimlli: 627 McMlUan Ave. Tals. F-2691 DR. B. M. HALLDORSSON 401 Boyd BuUding Oor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasýki og aðra lungnasjúkdðma. Er aC finna á skrifstofunni kl. 11—12 f.h. og 2>—4 e.h. Síml: A-3521. Heimili: 46 Alloway Awe. Tal- Blmi: B-3158. DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar aérstaklega kvenna eg barna sjúkdóma. Er aC hitta frá kl. 10—12 f. h. . 3 til 6 #. h. Talsími A 4927 Heimlll 806 Vicbar 8%r. Siml A 8180. DR. AUSTMANN 848 Somerset Blk. ViCtalstími 7,30 — 8,30 e. h. Heimili Suite 4 Marie Apts, Alverstone St. Sími: A2737. Res N8885 DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 MEDICAIi ARTS BIiDG. Cor, Graham and Kennedy Sts. Talsími A 8521 Heimlli: Tala. Sh. 8217 J. G. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald St. Talsiml: A-8889 “Móðir mín, veistu hvaða dagur er í dag”, kall- ar Díana til móður sinnar. “Já, dóttir mín, það er sunnudagur,” svarar móð- írin. “Já, og manstu nokkyð mér viðkomandi þenn- an dag,” spyr dóttirin. “pað mun vera afmælisdagurinn þinn”, svarar móðirin. pá ertu líka tuttugu og fjögra ára, barn- ið mitt, en hefurður nokkra hugmynd um hvað mik- ið hann varðar mig, annað en eg fæddi þig?” “Nei, ekki það eg man, móðir”, svarar Díana. “pá skaltu vita”, ansar móðirin, “að eí dag er- um við faðir þinn búin að vera gift í tuttugu og fimm ár.” : “pví varstu ekki löngu búin að segja mér þett- að, móðir, eg hefði verið undir það búin á einhvem hátt — en þú ætlar 1 dag til frú Sverris og ættum við að fara öll, er ekki rétt móðir?” “Jú, víst fer faðir þinn með okkur”- “Góðan dagin”, er kallað við útidyr. “pettað er Geir sem kominn er”, talar Díana og fer að mæta gestínum. “pví kemurðu ekki inn í húsið, við móðir mín erum að undirbúa okkur undir ferð til móður þinn- ar, faðir minn er að láta hestana fyrir kerruna, en komdu inm í húsið á méðan.” Vér leggjum sérstaka álierzlu á aS sclja meðul eftir forskriftum laekna, Hin beztu lyf, sem hægt er að fá eru notuð eingönpu. . pegar þér komið með forskrliftum til vor meglð þjer vera viss um að fá rétt f>að sem lækn- Irinn teknr tU. COI/CIjEUGH & CO., Notre Dame and Sherbrooke Phones: N-7659—7659 Giftingaleyfisbréf seld Mimið Símanúmerið A 6483 og pantið meCöl yCar hjá oss. — Sendum Pantanir samstundis. Vér afgreiCum forskriftir meC sam- vlzkusemi og vörugæCi eru éyggj- andi, enda höfum vér margra ára lærdómsrtka reynslu aC baki. — Allar tegundir lyfja, vindlar, is- rjðmi, sætlndl, ritföng, túbak o. fl. McBURNEY’S Drug Store Cor Arlington og Notre Dame Ave J. J. SWANSON & CO. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán, eldsábyrgð o. fl. 808 Paris Bldg. Phones. A-6349—A-6310 Giftinga og Li' JarOarfara- P10ln með litlum fyrirvara Birch hlómsali 616 Portage Ave. Tak. B720 ST IOHN 2 RING 3 THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMANN ísl. lögfræðingar Skrifstofa: Room 811 MoArthei BuUding, Portage Ave. P. O. Box 1656 Phones: A-6849 og A-6849 W. J. IíINDAÍj, J. H. l.INDAD B. STEFANSSON Islenzklr lögfræðingar 3 Home Investment Buiiding 468 Main Street. Tals.: A 4968 Peir hafa elnnig ekrifstofur aC Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar aC hitta á eftirfylgj- andl tlmum: Lundar: annan hvern mlCvIkudac. Riverton: Pyrsta fimtudag. Gimliá Fyrsta mlCvlkudag Piney: þriCja föstudag 1 hverjum mánuCi. ARNI ANDERSON ísl. lögmaður í félagi við E. P. Garknd Skrifst.: 801 Electric Rail- way Chambers Talsiml: A-2197 A. G. EGGERTSSON LL.B. ísl. lögfræðmgur Hefir rétt til að flytja mál bæði í Mian. og Sask. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Phone: Garry JenkinsShoeCo. •89 Notre Dam+ Avenuf A. 8. Bardal 848 Sherbrooke St. Selur likkistui og annait um útfarii. AUut útbúnaCur aá bezti. Ennfretn- ur eelur baun alakonar minnisvarða og legtteina. Skrlfst. talsfnal * aoM Helmllig talatfml > f 507 PRENTUN komið með prentun yðar til The Columbia Press Ltd. Wllliam& Sherbrooke Vér geymum reiðhjól yfir veturinn og gerum þau eins og ný ef þess er óskað. Allar tegundir af skautum búnar til samkvæmt pöntun. Áreið- anlegt veirk. Lipur afgreiðsla. EMPIRE CYCLE CO. 641 Notre Dame Ave. ralsimar: Skrifstofa: Heimili: .... .... N-6225 .... A-7996 HALLDÓR SIGURDSSON General Contractor 808 Great West. Perm. Loan Bldg. 356 Main St. JOSEPH TAVLOR LÖGTAKHMAÐUR HelmlUstala.: St. John 1844 Skrkfstof u-Tala.: A 668fl T«kur lögtaki bæCi h<b»alalganlml4» veCakuldlr, vlxlaakuldir. AfgratBlr ML sem aC löguna IJtur. Skrtlatofa W Utún Str«- Verkstofu Tals.: Heima Tals.: A-8383 A-9384 G. L. STEPHENSON Plumber Allskonar nifmagiisáltöld, svo sem straujám víra, allar tegnndlr af glösum og aflvaka (batteriee) Verkstofa: 676 Home St. “DUBOIS” LIMITED. ViC litum, hreinsum og krulluim fjaCrir. — Föt af {Jllum gerOum hreinsuO og lituC.— Gluggabltej- ur, Gólfteppi, Rúmteppi hreina- uC eftir nýjustu tizku. Pöntunum utan af landi sjer- stakur gaumur gefinn. Tals. A-3763 276 Hargrave St. B. J. LINDAL, eigandi

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.