Lögberg - 28.06.1923, Blaðsíða 2

Lögberg - 28.06.1923, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. JÚNÍ 1923. Valdís Guðmundsdóttir Fædd 3. Október 1834. Dáin 25. Marz 1923. Svo má virð.ast sem að árin er nú eru að færast í hönd muni verða oss íslendingum hér í Vesturheimi, sannarleg kveðju eða fardagaár. Vér stöndum sem sérstakur bjóðflokkur við 50 ára vegamót. Landnámsárin fjarlægjast nú óðum og það sem auðkendi ,þau er að hverfa sjónum og þeir sem fyrstir komu út að húast til ferða. — Senn eru þeir allir sigldir á hinn “ó" ikunna sæinn” en börnin er bor- in voru í fangi þeirra upp til ó- bygðanna, gjörast eldri menn og konur. Fyrsti þátturinn — æfintýra þáttur óbygðanna, — er að lokum kominn, en hinn, — meginþáttur mannþrengslanna að byrja. "Dagar Dómaranna” liðnir, en “dagar Dives og Lazarusar” að 'byrja. Valdís Guðmundsdóttir, er vér viljum minnast með þessum iínum var landnámskona í öll- um skilningi. ÆJfi hennar og stríð, barátta og sigur, er þráð- ur í þætti þeim er nú er að liokum kominn. Einhver hefir sagt að enginn fái skilið né mælt gi'ldi krafta- verkasagnanna fornu, nema sá er reynt hefir og lifað frumbýl- ingsár í landi sem er að byggj- ast og verða mannabústaður. í bókstafllegum skilningi virðist oft sem einhver æðri kraftur hafi litið til mannfjöldans á því ferðalagi og kent í brjósti um hann. í bók- staflegum skilningi gjörast kraftaverk. Fáein brauð og nokkrir smáfiskar metta 'hóp manna er verið hafa fastandi á eyðimörkinni. Ást og afsöl reisa frá dauðum aflvana og volaða er komnir eru að grafarmunnanum. Einhverjir hafa ennfremur sagt að þá hafi þjóðvegir verið lagðir er ferðamaðurinn í ó- bygðunum gekk skemstu leið að ljósinu er skein fram úr mörkinni, frá nýbýlinu og tróð grasið í götu heim að bænum. í slóð hans aka síðar fátækir og rfkir, með hrygð eða drambi, þeir sem flytja á mörgum og þeir sem flytja á einum. Nýbýlin eru góðir griða- staðir, opin hlið himinsins. ----- Fætur landnemanna leggja þjóðvegina, hendur þeirra ryðja mörkina, reisa borgirnar og bæina og við hjarta þeirra finnur lífið hæli og skjól. Saga brautryðjendanna er á enda, en við er að ta'ka saga á eggsléttum vegum. Eg hefi haft undir hendi ofurlítið dagskrá- ar ágrip frá þessum árum er maður Valdísar hefir ritað. Sagan er fáorð en fer þó vel út fyrir landnáms'bæinn og bregður upp skýrri mynd af og til af afkomu og efnahag og •þeim hlutum er menn verða að reyna. Á einum stað stendur: “Ekki ‘hafði eg nema biblíuna og Hallgríms Passíusálma heimanað. Fyrsta veturinn gat eg keypt að eins Dr. Péturs bækurnar þrjár, sálmabókina görolu og ferna rímnaflokka, þetta var nú öll andlega fæðan.” Á öðrum stað lýsir hann sársaukanum er heltók hjarta þeirra er eigi gátu sökum harð- réttar og alsleysis verndað líf og heilsu barn- anna er þeir fluttu með sér að heiman. Urðu allmargir fyrir því. Á fyrstí' ári hér í álfu (1874) mistu þau Valdis einkar efnilega dótt- ur er Guðrún hét. pað var í Kinmount inn í miðjum eyðiskógum Ontario fylkis, þangað sem islenziki hópurinn var sendur, hátt á fjórða 'hundrað manns haustið 1874. Húsa- kynni voru svo.1 þröng að naumast mátti heita rúm fyrir eina fjölskyldu þar sem átta fjöl- skyldum var ætlað að búa vetrarlangt. Köld voru þau að sama skapi, en loftlítil er veður voru hlýrri. “Svo urðu megn veikindi í þessum húsum að blessuð börnin hrundu niður.” Alt hjálp- aðist til að ræna þau heiilsu; óholt fæði og ónógur aðbúnaður. “Við margt var að stríða, en sárast af öllu var að sjá upp á Guðrúnu sál. sárþjáða og geta ekki linað þjáningar hennar. Eitthvað um 9 daga var það frá því hún tók veikina og þangað til að guð tók hana til sín í sinn náðarfaðm. -Hún sálaðist kl. 10 um kvöld, laugardag, 18. októ- ber og var jörðuð í Kinmount þann 20. s. m. Jón ívarsson og Jakob Espólín voru grafar- menn. Guðrún sál. var ljómandi fallegt og skemtilegt barn, þroskuð vel. Sárastan söknuð ber eg í hjarta til dauðans að skiljast við þann ástvin.” Að lorð þessi séu sönn munu fáir efa. pess- ar fáorðu greinar að eins lyfta tjaldinu er nú hjúpar hið horfna svið, svo að rétt verður séð til sveitarinnar er þarna er samankomin.” — Valdís Guðmundsdóttir var fædd 3. október 1834, á Ytri Krossum í Staðarsveit í Snæ- feilsnessýslu. Foreldrar hennar voru þau Guðmundur bóndi Símonarson á Ytri Krossum, er það fjölmenn ætt sunnanlands og í tengdum við Jón sýslumann Hjaltalín, og Anna Jóns- dóttir. Föður sinn misti Valdís missiris göm* ul, fór þá í fóstur tií sóknarprestsins séra Gríms Pálssonar að Helgafelli. Móður sína sá hún aldrei eftir það. Að Helgafelli ólst hún upp til fullorðins ára; að hún fór að vinna fyrir sér sjálf. Var hún þá á ýmsum stöðum en lengst af norður í Húnavatnssýslu, Hinn 11. október 18G5 giftist hún Símloni Sí- monarsyni frá Gönguskörðum í Skagafirði. voru þau gefin saman á Höskuldsstöðum í Húnaþingi af sóknarpresti séra Páli Jónssyni. Voru þau þá fyrst á Svangrund þar í sveitinni og árið eftir á Kambakoti, en þaðan fluttust þau að Innstalandi og þaðan að Fagranesi í Sikagafjarðarsýslu voru þar eitt ár og annað ■ á Heiði hjá Stefáni Sigurðssyni föður Stefáns skólastjóra. Þá reistu þau bú á Heiðarseli •bjuggu þar í þrjú ár og búnaðist vel. Um þetta leyti var vesturfarar hugur að grípa um sig norðanlands. Ugðu þau um framtið sína, réðust því til vesturferðar 1874. Seldu þau búslóð sína um vorið, áttu von skipsins snemma sumars. En skipskoman drógst. Urðu þeir sem búnir voru til ferðar að bíða til hausts. Loks kiom skipið, St. Patrick, inn á Sauðárkrók 9. september, og lagði þaðan út daginn eftir kl. 1,30 beinleiðis til Quebec. 13 daga var verið í hafi. Eftir stutta viðdvöl ií Quebec var haldið suður til Torontóborgar og þaðan, að ráðstöfun stjórn- arinnar, til Kinmount í öræfum vestur Ontario- Árið eftir 1875 var farið til Nýja íslands og komið til þess staðar er síðar var nefndur Gimli síðasta sumardag. Eftir marga og megna erfiðleika, er menn urðu að þola þar, færðu þau sig búferlum tid IWinnipeg árið 1881, og bjuggu þar eitt át en fluttu þ ávestur til Argyle Ibygðar er þá' var að byggjast. Námu land sunnan við það sem síðar var nefnt Brú og bjuggu þar í 20 ár. Búnaðist þeim vel. Vor- ið 1902 seldu þau búið og fluttu til Winnipeg, reistu sér hús og bjuggu þar um nokkur ár, fluttu síðan til dóttur sinnar, er búsett var í bænum og með þeim hjónum til Selkirk og þar andaðist Valdís sem áður er sagt, á Pálma- sunnudag 25. marz s. 1. Hinn 11. okt. 1915 höfðu þau Vaildís og Sí- • mon búið saman í 50 ár. Héldu þá börn þeirra þeim gullbrúðkaup. Við það tækifæri flutti skáldið Kristinn Stefánsson þeim kvæði en séra Friðrik J. Bergmann gat starfs þeirra og æfi- atriða í ítarlegri ræðu er sliðar var birt í út- drætti í Almanaki O. S. Thorgeir3sonar 1916. Þeim hjónum Valdísi log Símoni varð fimm barna auðið. Eru tvö fædd á íslandi en 3 i Nýja Islandi Elzt barna þeirra er Guðmund- ur, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttir Magnússonar Nordals. Bjuggu þau hjón lengi í Argyle bygð en eru nú alflutt þaðan og sezt að í Winnipeg. Guðrún er andaðist í Kinmount, er áður segir, rúmra tveggja ára; tveir dreng- ir er báðir önduðust nýfæddir á Gimli í Nýja íslandi; Jóhanna Guðrún, gift Capt. Joseph B. Skaptasyni frá Hnausum í Húnaþingi. Bjuggu þau hjón um langt s'keið í Winnipeg. Gengdi Jóseph þar skrifstofustörfum í stjórn* arráði Manitjoba fylkis fram ti;l þess tíma að stjórnarskiftin urðu í fylkinu 1915. Innrit- aðist hann þá við canadiska herinn og var fyrst gjaldkeri 108 hersveitar, en síðar 78. sveitarinnar og með henni var hann á Frakk* landi til stríðsloka. Vorið 1921 fluttu þau hjón til Selkirk, þar sem Jtoseph tók við embætti sem eftirlitsmaður með fiskiveiðum 1 Manitoba. Voru hin öldnu hjón komin til þeirra fyrir nokkrum árum, og fluttu með þeim þang- að norður. Þrjú voru börn Valdísar eldri en þau sem nú eru talin, og er hið elzta þeirra Professor Val týr Guðmundsston Ph.D. kennari í ný-íslenzk- um bókmentum við háskólann í Khöfn, Anna giftist Sigurði bónda Antoníussyni í Argyle- bygð. Andaðist hún þar fyrir mörgum ár- um síðan. Yngsta dóttir hennar Myrtle var tekin til fósturs af Guðmundi bróður önnu og hafa þau gengið henni í foreldrastað. Kristí- ana gift Erlendi Gís'lasyni Gillies í Vancou- ver borg vestur á Kyrrahafsströnd. Jarðar- för VaJdísar sál. fór fram frá heimili dóttur- innar Mrs. J. B. Skaptason í Selkirk og kirkju Sambandssafnaðar í Winnipeg 28. marz. Hús- kveðju flutti séra S. N. Thorláksson í Selkirk en ræðu flutti í kirkjunni séra Rögnv. Péturs- son. — Valdís sál. var kona gáfuð og glaðlynd, hugrökk hverju sem var að mæta. Hún var starfskona mikil. Hei.Isuhraust lengstan hluta æfinnar, og umhyggjusöm um alt er að heimili hennar laut. Vinföst var hún og trygg, brjóstgóð og gjafmild við alla sem bágt áttu. Oft var það sem hún* gleymdi hinum þröngu ástæðum sínum á fyrri árum, en fyndi meir til þarfa og bjargarskorts þeirra er með henni voru eða ti/1 hennar komu. Unaður 'hennar var að gleðja aðra, yndi að öðrum liði vel. Vel fylgdist hún með því sem var að gjörast og var sem hugur hennar yrði æ Víðsýnni sem aldurinn færðist yfir hana. Er syni hennar Dr. Valtýr Guðmunssyni barst lát hennar, ritaði hann stjúpföður siínum mjög hjartnæmt og hluttekn- ingarríkt bréf. Mintist hann hinsi langa samvistartíma þeirra hjóna, 60' áranna og bað hann að bera missirinn með hugprýði og þreki, eins og hann hafi svo loft gert á umliðnum árum, er hið mót- dræga hefði borið þeim að höndum. Lýkur hann hlúttekn- ingarorðunum með þessum stefjum: “Félögunum fækkar og forn- vinirnir hiverfa, fer svo öllum þeim, er hvítu hárin skrýða. En trúir þjónar allir, ríkið eiéa að erfa og eigi verður samfundanna þá svo langt að 'bíða. Og þegar fer að húma og sólin sezt að kveldi, sízt er neinu að kvíða, því bak við hvers eins leiði, bjarmar fyrir nýjum morguns- arins eldi, og ungri sól, er sífelt skína mun í heiði. R. P. Minningarorð eftir Valdísi Guðmundsdóttir. Gekk eg fram hjá húsi göfugmennis leit eg náblæju neglda við hurðu var ,sem 'bristi í brjósti mínu hulinn streingur hjarta pærri. Frétti eg þann er fyrst eg mætti hver værr að Skuildar kvaddur dómi svaraði ‘a’nrT mér með muna klökkum veiztu ei maður Valdís er dáin. Rann þá upp fyrir anda mínum endurminning frá æskudögum er eg fyrsta sinn augum deiddi valinkunna Valtýs móður. Göfuga sál og gjöfular hendur veitti alfaðir að ástgjöf en mannviti og mildi markað á enni skörungs ,cvip prýddi skýrrar konu. Því skildi ei sorg og söknuður grípa vandamenn og vinar hjörtu er horfa þeir á hniga til viðar hússins prýði log heiya stjörnu. Og hafin er út til hinstu hvíldar ásitríkust móðir og eiginkona en hnípið örvasa öldurmenni krýpur að auðu konu beði. Langa og farsæla lífdaga blessaði guð með barnaláni og ánægju þeirri að enginn snauður frá henni synjandi fara skyldi. Þakkir og heiður þér mun votta framtíðar saga fósturjarðar, sem úr örbyrgðar ódáðahrauni Iðavöll græddir arðs og snildar. Skilar nú pundi, skörungur kvenna, ávöxtuðu; að alvaldsstóli, og fyrir æfistarf, unnið göfugt, endurgjald tekur yðju sinnar. Fyrirlitning. Fyrir nokkru síðan birtist i ‘‘Heimskringlu” ræöa eftir hr. Ragnar Kvaran, prest “Sambands- safnaðar” í Winnipeg, um altaris- sakramenti drottins Jesú Krists. Ræðan var haldin i Sambands- kirkjunni 27. maí; en næsta sunnu- dag á undan hafði farið fram alt- arisganga í “Fyrstu lút. kirkjunni” í Winnipeg. Ræðan er árás á alt- aris-sakramentið og á altarisgesti, ekki að eins altarisgesti “Fyrsta lúterska safnaðar,” heldur lika á alla altarisgesti kirkjunnar. Það er óheiðarlega gert, og mik- ill ábyrgðarhluti, að gera þelm, scm til Guðs borðs ganga, getsak- ir og ætla þeim óhreinar hvatir í því sam'bandi. Er presturinn fær að dæma um það, að allur fjöldi altarisgesta “meini ekkert með þessu,” en hinn hlutinn græði það eitt á því að ganga til altaris, “að ala upp í sér hindurvitna-trú” ? — “Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir.” — Það er ábyrgð- arhluti að svívirða það, sem öðr- um mönnum er helgast, jafnvel þótt manni sjálfum finnist að það sé ekki þess vert»' að vera þeim heilagt; og hér mætti minnast orða frelsarans: “....hver sem hneykslar einn af þessum smæl- ingjum, er á mig trúa, betra væri honum að stór kvarnarsteinn væri hengdur um háls ‘honum og hon- um væri sökt í sjávardjúp”. — Það er min trú, að flestir eða all- ir. sem til altaris ganga, séu ein- lægir, og geri það af elsku ti! Jesú, og ef eg efaðist um það, hlyti eg einnig að efast um ein- Iægni og göfgi mannlegra tilfinn- inga á öllum 'öðrum sviðum. Ef við, sem kristnir erum, göngum fyrir altari kirkjunnar, og fyrir auglit almáttugs Guðs, með hræsni í huga, eða eingöngu fyrir siðasak- ir. þá er þess ekki að vænta, að mikið sé hægt að byggja á dreng- lyndi okkar og einlægni í verald- legum efnum. Þegar við sjáum slikar árásir sem þær, er prestur “Sambands- sanfaðar” gerir á altarisgesti kirkj- unnar, þá hlýtur okkur að koma til hugar, bvort maðurinn, sem ber fram svo alvarlega ásökun, sé ein- lægari en aðrir, og hvort þeir, sem ekki ganga til altaris, séu yfirleitt betri menn og einlægari en hinir, sem það gera. Eg efast um, að sá verði dómur “hinna beztu manna”, og eg efast um, að jafnvel sóknar- börn séra Kvarans dæmi svo, ein- róma. Sum þeirra munu sjálf einhvern tíma hafa gengið til alt- aris og fundið til hinna göfugu til- finninga, sem því eru samfara hjá þeim, sem elska Jesúm. Og því gæti eg trúað, að ræðan, sem hér er rætt um, hefði vakið suma þeirra til alvarlegrar umhugsunar um það, hvort þeir væru í anda fylgj- andi þeirri-trúarstefnu, sem fyrir- 'ítur altarissakramentið. Árásin á okkur, einstaka með- limi kirkjunnar, er ekki hið alvar- legasta í þessu sambandi, heldur er það árásin á sjálft sakramentið, sem mesta ábyrgð hefir. Hvað er altarissakramentið ? Kvöldið áður en Jesús gengur út í pínuna, situr hann að máltíð með Iærisveinum sínum tólf, og þá býður hann þeim að neyta fram- vegis slíkrar máltíðar til minning- ar um það, að hann gæfi líkama smn og blóð fyrir þá, þ.e.a.s. fórn- aði sjálfum sér fyrir syndir þeirra. Þetta nær til allra lærisveina Jesú, og ávalt síðan hefir kristin kirkja neytt sakramentisins í einhverri mynd. Að ganga að borði drott- ins Jesú befir verið kristnum mönnum eitt hið helgasta í til- beiðslu þeirra, og er það enn. Þeim hefir fundist, að í sakramentinu kæmust þeir í enn nánara samband við frelsara sinn en nokkum tíma endrar nær. Altarisgestinum finst eins og hann sitji við hlið drottins síns og taki við gjöfum hans, sem er andleg blessun, andleg næring, og um leið fullvissa um elsku og fyrirgefning, og hvatning til líf- ernisbetrunar, vegna kærleika og hreinleika Jesú. Þetta hefir altar- issakramentið þýtt fyrir alla kristna menn á öllum öldum, þótt máltíð- arinnar hafi verið neytt á ýmsan hátt. Það að eta og drekka líkam- lega er ekki höfuð-atriðið í sakra- mentinu, heldur trúin á Jesúm og minning hans. Hver sem les um innsetning heilagrar kvöldmáltíð-^ ar í nýja testamentinu, hlýtur að fullvissa sig um það, að Jesúr heldur ekki máltíðina fyrst og fremst til þess að nærast likam- Itga, heldur er máltíðin minning- arhátíð um hann, og um frelsun frá synd og dauða; á sinn hátt eins og páskahátíð Gyðinga fpáska- IambiðJ var minningarhátíð um frelsun þeirra úr Egyptalandi. — Jesús segb: “Takið og etið; það er minn líkami, sem fyrir yður verður gefinn. Gjörið það í mína minningu”; og “Drekkið allir hér af COPENHAGEN Munntóbak Búið til úr hin- um beztu, elstu, safa - mestu tó- baks blöðum, er ábyrgst að vera algjörlega hreint Hjá öllum tóbakssölum c?ííenTiác"en 4p “ snuff - Þetta er tóbaks-askjan sem hefir að innihalda heimsin bezta munntóbpk ur úthellist til fyrirgefningar synd- anna. Gjörið þetta, svo oft sem þér það drekkið, í mína minningu.” (Matt. 26: 26-28, Mark. 14: 22- 24. Lúk. 22: 19-20. I. Kor. 11: 24-26. Þýðingin lítið eitt mis- munandij. Það getur engum blandast hug- ur um, að hér innleiðir Jesús sið, sem hann ætlast til að allir læri- sveinar hans haldi þaðan í frá, og orð hans sýna ljóslega, að hér er um tákn að ræða. Orð Jesú eru líkingar og athöfnin öll er líking, scm tákna á andlega hluti. Hvort kristnir menn hafa nokkurn tíma skilið þessi tákn til fullnustu læt eg ósagt, en þeim eru þau engu að síður helgur dómur. Það sem gefur sakramentinu gildi eru orS og athöfn drottins Jesú, og þótt orðin eða athönin hneyksli suma menn, vilja þeir, sem elska Jesúm og trúa á hann, ekki breyta þeim fyrir nokkurn mun. Við skiljum, að orð Jesú bera þess merki, að hann er að tala við Gyðinga. Lík- ingar hans eru alstaðar í samræmi við lifnaðarhætti Gyðinga, sem eðlilegt var, en hann skýrir líking- arnar á mörgum stöðum. Þessa líkingu um líkama sinn og blóð skýrir hann á öðrum stöðum, og nægir þar að benda á 6. kapítula Jóhannesar guðspjalls ^32, 65. v.J. Jesús notar brauð og vin við innsetningu kvöldmáltíðarinnar, og nú er einnig notað brauð og vín í kvöldmáltíð okkar. En af því að við álitum, að brauðið og vínið gagni ekkert í sjálfu sér, nema sem tákn, þá er engin áherzla lögð á það, að máltíðin sé til fylli fyrir magann. — Ef altaris-sakramentið er “galdrakendur siður” vegna þess, að máltíðin er tákn, en ekki máltíð til fylli og næringar líkam- anum, þá hlýtur hið sama að verða sagt um máltið Jesú með lærisvein- um sínum, þvi að hefði Jesús ætl- ast til þess að máltíðin væri að eiris til næringar líkamanum, þá heði hann ekki haft slíka “for^ múlu” fyrir útdeilingu brauðsins og vínsins meðal 1 ærisveinanna. Það er takmarkalaus fyrirlitning fyrir Jesú, að segja að kvöldmál- tíð .hans sé “galdrakendur siður” og ‘.humbug”, eins og séra Kvaran kcmst að orði. — Ef við hættum að neyta sakramentisins, brjótum við á móti 'boði Jesú og fyrirlítum minningu 'hans. Ef við breytum gegn anda Jesú, þá getum við.eins gert það, þótt við göngum ekki til altaris; en um það dæmir Guð einn, en ekki prestur Sambands- safnaðar, hvort hjörtun eru ein- læg. Altaris-sakramentið hefir verið og er hin sterkasta hvatning til lif- ernisbetruunar fyrir kristna menn, og eg lit svo á, að neyzla þess sé ekki nógu almenn. Altarisgangan knýr mann til iðrunar fremur öllu öðru. Kenning Jesú, breytni hans og kærleiksfórn hans stendur manninum aldrei skýrara fyrir hug- skotssjónum en við neyzlu kvöld- máltíðar hans, og hafi sú athöfn engin áhrif á hugarfar þess, sem hana fremur, þá getur ekkert vak- ið 'hann. Við höfum lika vitnis- burð kristinna manna um blessun sakramentisins fyrir þá, og mörg dæmi um sættir milli óvina við kvöldmáltíðarborðið. Og sakra- mentið veitir iðrandi sálum hug- svölun og frið og aukinn styrk til góðs. Þvl verður að visu ekki neitað, að altaris-sakramentið hafi stundum verið misbrúkað. Það er ekkert til i þessum heimi, hversu gott sem það er, að einhver eða einhverjir hafi ekki af fávizku eða hræsni spilt þvi. En það dæmir ekki siðinn sjálfan. Og jafnvel mitt i miðalda hjátrú, hafði sakra- mentið óendanlega blessun i för með sér fyrir trúaðar sálir. — Eins og sakramentið er um hönd haft í lúterskum sið, get eg ekki séð, að það sé i eðli sinu frábrugðið kvöld- máltíð Krists, þótt brauðið og vin- ið sé ekki hið sama og Jesús not- aði. Um það má deila, hvort við skiljum kvöldmáltíðina rétt og hvort við erum einlægir í trúnni; en um það getur séra Ragnar það er kaleikur hins nýja testa- Kvaran ekki verið óyggjandi dóm- mentis i minu blóði, sem fyrir yð- ari. ! Ef altaris-sakramentið er “galdra- kendur siður” og “humbug” i aug- um séra Kvarans, hvað segir hann þá um skírnina og bænina. Er það ekki “galdrakendur siður” að ausa börnin vatni og hafa um leiö yfir því Guðs orð? Og er það ekki “humbug” að ávarpa Guð i bæn og trúa þvi að það hafi áhrif r Eg get ekki betur séð, en að samkvæmt anda þessarar ræ$u séra R. Kvarans sé öll trú “humbug” og allir trúarsiðir, öll sýnileg tákn í sambandi við trúna “galdrakend- ir siðir,” en sá skilningur verður naumast samþyktur af nokkrum þeim, sem trúhneigðir eru. Og sizt af öllu mun altaris-sakra- mentið og skirnarsakramentið verða vanrækt af nokkrum þeim, sem hafa lotningu fyrir frelsara sínum og elska hann, þar eð þeir “siðir” voru fyrirskipaðir af hon- um. Það voru líka þeir einu sið- ir, sem hann fyrirskipaði. Hann hefði ekki fyrirskipað þá, ef hon- um hefði staðið á sama hvort þeir voru haldnir eða ekki, því að hann var frábitinn öllum vanasiðum Þessi ræða, sem hér hefir verið gerð að umtalsefni, sýnir mjög greinilega mismun þess trúaranda. sem rikir hjá leiðtogum “Sam- bandssafnaðanna” og hjá hinni lút- ersku kirkju. Einkenni ræðunnar er fyrirlitningin fyrir trúarþörf og tilbeiðslu mannsins, hvort>sem höf. er sér þess meðvitandi eða ekki. Og það er þessi andi, sem eg vil mótmæla og vara við. Aldrei hef- ir 5 minum huga verið eins mikið djúp staðfest milli okkar, lúters- trúarmanna, og þess flokks, sem kallar sig “Sambandssöfnuð”, eins og nú eftir birtingu þessarar ræðu. En það er gott, að merkjalinurnar skýrist sem bezt, svo að allir geti séð, hvar þeir eiga andlegt heimili. Adam Þorgrímsson. Frá Íslandi. Nýlega vildi það slya til í Hval- ilátrum á Breiðafirði, að tveir menn druknuðu. Aðalsteinn Ólafs- son, elsti sonur foóndans og fyr- irvinna heimilisins. Magnús Ní- elsson hét hinn maðurinn og var um þrítugt, efnismaður mesti. Hnýsuveiði hefir verið óvenju- lega mikil á Eyjafirði í vor. Hafa vélbátar komið með um 20 *— 30 hnýsur úr hverri ferð. Þorskafli 'hefir og verið sæmilegur þar. Bát- ar aflað á færi um 4000 pund af góðum þorski fytrir norðangarð- inn. Hr. Helge Wedin símar Morg- unblaðinu frá Stokkhólmi, að John Fenger stórkaupmaður sé nýorðinn sænskur aðalkonisúll hér stað Tofte fyrverandi fbank <- stjóra. petta var kveðið undir umræð- unum um ullariðnaðinn í Neðri deld um daginn: Þetta er illur iðnaður, óhætt mun að segja, Klemens einn og Eiríkur ullarlopann teygja. SUNBURN HEAT-RASH

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.