Lögberg - 06.09.1923, Síða 5

Lögberg - 06.09.1923, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. SEPTEMBER 1923. Blfl. 6 J. ÁSGEIR J. LINDAL Léttklæddist 1. Ágúst 1923. Ekki hefi eg hugsað mér að skrifa æfisögu Ásgeirs, eða ágrip hennar. Bæði er það, að hr. Christian Sivertz í Vic-' toria, góðkunningji Ásgeirs og samborgari hans um mörg ár, hefur þegar gert því atriði góð ski.l í Lögbergi nú nýlega, og svo hitt, að til 'þess var eg ekki nógu kunnugur æfiatrið- um hans. Við hjónin kyntumst manni þessum að eins u*m sex mánaða tíma af allri lífsleið hans hér. En þau stuttu kynni festu einhvern veginn dýpri rætur en alment á sér stað, þegar um jafn stuttan tíma er að ræða. Get eg til, að því hafi ollað meira andlegt samræmi en ytri kringum- stæður og glæsimenska. Ásgeir var, að okkar dómi, trúr vinur allra sannreynda 'lífsins, að svo miklu leyti sem þau verða skilin, en ekki froðukúfur tildurs, hégómaskapar og óreiðu allrar. Hitt er og, að æfiatriði hans munu um flest lík æfiatriðum annara manna, sem bæði viljandi og ó- viljandi hafa staðið í skugga lífsins. Viljandi, af því þeir fást ekki til að nota hin breiðu spjótin, og ganga fram til orustu gegn réttu sem röngu til fjárhags'legrar upphefðar, eða til valda og annars frama sem kallað er. óviljandi, af því að algerlega réttlát tækifæri eru svo sjaldgæf í þessum heimi, vegna fyrirkomulags alls viðskiftalífsins, og notast því fáum. Verður þeim það því fyrir, að láta hendur fa'llast og hafa það af, er enginn vill en margir verða að sætta sig við. — Blöðin sögðu, að J. Ásgeir J- Líndal hefði dáið, scm við köllum, 1. ágúst síðastliinn. Hinn 15. sama mánaðar heim- sótti hann okkur hér fyrst eftir að hann kom í nýju vistina. Gat hann hvorki um, að fargjald hefði hann orðið að borga né heldur skó að bæta, en var hinn hressasti í anda. Bið- ur hann mig þá að láta orð í blaðið um sig. Eigin orð hans eru þessi: “Láttu nú orð í blaðið uml mig.” Ekki sá eg mér fært að lofa því þá, en þó er mér kært, hans og kunning- skapar okkar vegna, að sýna þenna lit'la lit á því. í þetta sa'ma sinn, segir hann í raun réttri aðal inntak æfisögu sinnar með þessum orðum: “Eg var norðan á mastrinu í kauptíðinni.” Ekki talar hann um hvernig siglingin hafi gengið yfir höfuð, en hann stóð í norðan golunni og kalsanum á meðan hann var í þessum heimi, þar sem verzlað er með alt, smátt og stórt. Eigi að eins verzlað 'með lífskjör, menning, afla og æru einstaklinga, heldur og heilla þjóða, svo sem annað glingur og barnagull væri. Sú er hin fjöruga kauptíð þessa heims, sem gefst mörgum svo misjafnt, og lenda þv/ margir upp að skútu-mastrinu norðan megin, þar hafa oft staðið, svangar og lélega klæddar, hinar stærstu sállr, sem í þenna heim hafa komið. Þegar þessar sálir hafa lagt af sér jarðnesku fötin, og eru horfnar sýnu'm flestra, þá gægist margur aftur fyrir mastrið, og sér þá ýms ótrúlega merkileg geislabrot, sem þeir höfðu aldrei tíma ti'l að taka eftir, en sem þá auka svo mjög á stærð þessara horfnu kauptíðar-kryplinga. Stundu'm er geislabrotum þessum þannig varið, að í þeim felst verzlunar- hagnaður, sem kemur sér vel, þegar það er víst, að eigandinn hefir hans enginn not sjálfur, og helzt enginn honum tengdur. Eg er svo sem ekki að lasta þetta fyrirkomulag fyrir hönd þessara kauptíðar-kryplinga, því venju.lega er tími sá stuttur, sem þeir þurfa að sæta þessum kjörum- Þeim er og manna mest í lófa lagt að rétta sinn hlut, þegar þeir koma í það umhverfi, sem er meira í samræmi við andlegt atgerfi þeirra. Sannast þá að sjálfsögðu: “Hinir síðustu verða hinir fyrstu, og hinir fyrstu hinir síðustu.” Alt breytist. Jöfnuður og jafnrétti ei'lífðarinnar er ekki mannanna verk. Skipshöfnin á'stóru skútunni verður að skifta um verk og stöðu. Standa þá aðrir norðan á mastrinu, sem sízt bjuggust við því. Fróðir menn og vitrir i hafa sagt, að ekki sé alstaðar litið eins á hlutina, og mun því ærið margt til undrunar horfa. Eg er ánægður 'með afkomu Ásgeirs, því hann segir okk- ur, 25. ágúst, að guð hafi komið til sín og líkað gæði sín þó fá hafi verið enda lítt sén af monnum. Heill hverjum drenglyndum landa í baráttunni fyrir einu allsherjar, kærleiksríku þjóðerni á sérhverju sviði hinnar ei- 'lífu tilveru. En í því felst hið eilífa samvinnustarf hinna góðu, því annars er hvergi friður. Svo enda eg þessar línur með eftirfylgjandi hendingum til þín, Ásgeir roinn, og bið eg þig að taka viljann fyrir verkið: Fötin þín nú grafar húmið geymir. Götótt var og slitin mörg ein flíkin- Hafði margur hugsað — sem að dreymir, hentugt annað fyrir nýju ríkin. Léstu þau því laus 'með fáum tárum; löngum hafðir gert að mörgu sliti. Mættu þau á ö.llum þessum áj^im ýmsu, sem ei gagnar heilu viti. Ljúfur drottinn lét því annað klæði lipurt mjög um herðar þinar falla. Sér þú nú að svona mikil gæði sýna líf, er aðrir dauða kalla. Vinir þínir voru svo til staðar; virðulega kvöddu nýja gestinn. Yndisstundir áttu margar glaðar; aftur tengist sa'man vinafestin. Fornar stöðvar færðu nú að skoða; farartálmi ei á vegi þínum. Gefst þér vald og gæfa ti'l að boða gögn, sem fela má í nokkrum línum. Norðan kuldinn næddi’ um fyrri klæðin. Nálykt fanstu af heimsins sölubraski. Fjárhags minnug aldrei sló þín œðin; ætla má að þetta tölum raski. Hvað u'm þetta? Lítið tímans liðið, létt þér verður reikning þann að jafna. Lifa betri .ljós um annað sviðið. Látum hina möl og ryði safna. Gáttu heill að göfgu drottins verki; greiddu heldur veg hins sálarsnauða- Vertu ljóssins vinur, og hinn sterki vörður þess, er kýs sér allan dauða. Hækkar brún er hingað oftar kemur. Hér er Jónas, Steingrímur og Matti; fleiri þó, sem fyllilega semur. Fróðir týna gömlum kredduhætti. Njóttu þeirra lífs og trúar .ljósa, ’lið sem veita fátækum og smáum. Lifðu sæll á hökkum breiðra ósa: Bjart til fjalls og upp að tindum háum. Þaðan sérðu leiftrin ljósa fögur liðast um og krýna þessa tinda, meðan leitar langt um dal og ögur líf, sem hvorki eg né þú mátt binda. Getum ekki, guðs þó fegnir vildum glatað sól hins himinborna anda. Frumlífs verkin, falin krafti mildum, farast ei, en munu eilíft standa. Heill þér, og sé sigurmedki dregið á fána þinn. Með beztu óskum, frá konu minni til þín, um góða framtíð í nýja heivninum, og kæra þökk frá okkur fyrir liðinn kunningsskap, erum við þín einlæg J. Frímann, Guðlaug F. Frímann. Sept. 3. 1923- Nýbýlin á Mosfells-víðinum. Eins og kunnugt er, er svo til ætlast, eftir jarðræktunarfrum- varpinu, að reist séu nýbýli á svo- nefndum Víði í Mosfellslandi í Mosfellssveit. Landspilda þessi er flatlend tunga milli tveggja áa, um ioo hektara að stærð, og eru árnar það niðurgrafnar, að allbreiðar spildur meðfram þeim hafa þornað og ræst fram. Miðbik landsins er mýrlent. En þurlendari spildurn* ar hafa verið mikið heldur gras- gefnar og hið bezta beitiland, svo ekki er örgrant um, að þeir sem næstir eru, hafi þótt þrengjast um haga, síðan 38 hektarar af þessu landi voru tættir með þúfnabana í sumar. Verk það var kostað að hálfu úr ríkissjóði. Einstöku menn hafa ennþá held- ur horn í síðu þessa fyrirtækis, eða minsta kosti ótrú á því í orði, og er það ekki nema eðlilegt, þvi mjög litið hefir orðið úr viðleitni manna i verki, að koma upp nýbýlum til sveita, enda margt orðið til þess, að svo hefir farið, er ekki verður rakið að þessu sinni. En fráleitt getur ræktun lands- íris farið mikið fram, nerria býlun- um fjölgi til sveita—það er auð- sætt. Til þess að nýbýlin flest verði annað en hokur eitt og eymd, þá þarf framleiðsla þeirra að geta borgað rentur og afborganir af stofnkostnaði, ræktunar- og bygg- ingarkostnaði hæfilega stórra býla — ef eigi er tekin sú stefna, að nýbýlin hafi i byrjun stuðning af gömlu jörðunum. En sú aðferð hefir mjög mikið til síns máls, einkum þar sem markaðir eru tregari en i nágrenni Reykjavíkur, eins og Björn Líndal lögmaður hefir sýnt fram á. Til þess að sá" rekspölur geti komist á, sem hér er hafður fyrir augurn, þarf lánsfé að vera fáan- | legt með sæmilegum kjörum, og í framleiðslan að vera sem örust, markaðurinn sem tryggastur og samgöngurnar. En að tildra upp j nýbýlum á óræktaðri jörð með litl- um efnum, og geta lítið lagað fyrir j sér, svo um munar, til ræktunar, | nema með margra ára óþrjótandi elju og atfylgi — til þess þarf svo rnikið meira en meðalmann að dugnaði, að eigi má búast við því, að margir geti klofið það. Dæmi til þessa eru til — þeim til lofs, sem gert hafa. Til gangurinn með stofnun ný- býlanna i Mosfellssveitinni, er í Maður minn-— Þú finnur Lifebuoy’s heilsu- samleg áhrifá hörundið, Eftir að hafa brúkað Lifebuoy—finnur þú þig hreinni eftir en áður. I nun og þ<rgindi með brúkun Lifebuoy eru orðin heimsfræg. Lyktin hverfur fljótt eftir brúkunina. HEALTH AP Lb56 stuttu rnáli þessi; að vita, hvort lnadbúnaðurinn borgar sig ekki það vel, þar sem samgöngur og markaður er i bezta lagi, eftir því sem er hér á landi, að hann geti borið rentu og afborganir af rækt- un og byggingum, og gefið sæmi- lega afkomu þeim sem stunda hann. Þarna á að rækta nreðalstórt tún og byggja öll nauðsynleg hús fyrir fjölskyldu og bústofninn, er mest verða nautgripir, þvi aðallega verður lögð stund á afurðir fyrir Reyk j a víkur-markaðinn. Takist þetta — sannist það, að i nærlendum Reykjavíkur borgi það sig að leggja fé í nýbýli — þar sem jarðvegur og frjósemi er í góðu lagi eins og þarna, þá birtir nijbg yfir framtíð búnaðarins. Fjármagnið leitar þangað, sem arðurinn er tryggur. Tryggasti og bezti sparisjóðurinn er jörðin — ræktarjörðin — þar sem hún getur gefið nægilega háar rentur. Enn er það óséð og ósannað, hve háar þær geta orðið renturn- ar sem mýrarnar okkar gefa. En það er vafaatriði, sem þarf að leysa. , Nýbýlin á Mosfellsvíðinum eiga að verða fyrsta svarið. (Freyr. — V. Stef.) ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦$♦-♦- v t I T T T T T, T T T f T ♦!♦ VERDLÆKKUN Winnipeg Electric Railway félagið auglýsír verðlækkun á öllu gasi, frá i. September 1923 að telja gegn vœntanlegu samþykki Manitoba Public Utilities nefndarinnar. Þessi ráðstöfun félagsíns er gerö með vœntanlegan hagnað fyrir augum, af gersamlega nýrri gasstöð. Rannsókn hefír leitt í Ijós að starfrœksla stöðvarinnar muni lœkka svo framleiðslu kostnaðinn, aö gerlegt sé að byggja hana, Ann- að atriði sem Ieiðir til þess að félagið hefir á þessum tíma séð sér fœrt að lækka gasverðið er það, að því hefir hepnast að fá gaskol með nokkru betri kjörum en hefir gengist að undanförnu. ♦♦♦jmmtimmmmmmmmmmmmmttttmmmmmmmttmmmmffimmt»tttmmmmttttm m Ti Ti Ti Ti T t f t t t t t JT §♦> ’:♦♦♦ |t T T T t t t ♦!♦ Á GASI Hið nýja verðlag* Cubic Feet of Gas Consumed in Any One Month Gross Rate Discount for Prompt Payment Net Rate For the first For the next For the next For the next For the next For all over 400 Cu. Ft. (Minimum Bill) $ .75..................... 4,600 Cu. Ft....................1.30 per 1000 Cu. Ft. 20,000 Cu. Ft....................1.25 per 1000 Cu. Ft. 25,000 Cu. Ft.....................1.20 per 1000 Cu. Ft. 50,000 Cu. Ft....................1.15 per 1000 Cu. Ft. 100,000 Cu. Ft. ................>.1.10 per 1000 Cu. Ft. $ .10 per 1000 Cu. Ft. .10 per 1000 Cu. Ft. .10 per 1000 Cu. Ft. .10 per 1000 Cu. Ft. .10 per 1000 Cu. Ft. $ .75 $1.20 per 1000 Cu. Ft. 1.15 per 1000 Cu. Ft. 1.10 per 1000 Cu. Ft. 1.05 per 1000 Cu. Ft. 1.00 per 1000 Cu. Ft. Minimum Bill per meter per month $ .75 (on regular meters only) Prepay Meters.............:$1.50 Net per 1000 Cubic Feet . Samkvœmt þessari nýju töflu, er epnuð leið til fjölbreyttari notkunar á gasi, bœði í beimahúsum, sem og við iðnaðarfyrirtæki. WINNIPEG ELECTRIC RAILWAY COMPANY 1. September, 1923 Vice-President ♦:♦ m ^^♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.