Lögberg - 13.09.1923, Blaðsíða 3

Lögberg - 13.09.1923, Blaðsíða 3
luGBERG, fimtudaginn 13. SEPTEMBER 1923. SSiSSSSSS?SSSS2S2SSSSS2gSSS?SSSSSSS*S8áS28SSSSSSS8SS Sérstök deild í blaðinu 8SSSSS8S8S8S888S888888888S888888888888888S8888888888 SOLSKIN Fyrir börn og unglinga SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS8SSSSSS8S33SSSSSSS8SSSS?SSSS3 Professional Cards r Eyðslumaðurinn. Herrann af Linné — er svo var nefndur, — var á sinni tíð einhver ríkasti maður á Skotlandi, átti hann gnægð af löndum og lausum aurum. Maður þessi var einstakur sparsemdar- og reglumaður, hafði honum því græðst stórfé. Honum hafði líka viljað sú hamingja til, að eiga ekki á lífi utan einn son barna, þurfti hann því ekki að búa undir stórri ó- megð, sem honum kom þess betur, sem kona hans var önduð fyrir mörgum árum. Sonur hans var full- þroska þá hér er kemið sögunni, hafði faðir hans kost- að ails kapps um að menta hann sem bezt, og varið stórfé þar til, var nú sonur hans búinn að ljúka námsstörfum sinum, og seztur að heima hjá karli. Maðurinn var reyndar vel skynsamur, fríður, sýnum og hinn þreklegasti, en það var einn “galli á gjöf Njarðar,” sem var sá: að hann var einstakasti svall- ari og eyðslubelgur, sóaði hann eignum föður síns sem mest hann mátti, bæði í spilum, drykkjuslarki og alls konar ólifnaði. Hann hafði hænt að sér mik- inn hóp af illræmdum strákaskríl og lausingjum, er hjálpuðu honum trúlega að eyða fé karlsins. Að- vörunum föður síns gaf hann lítinn gaum, en fór sínu fram. Félögum sínum 'lofaði hann að gefa duglega í staupinu, og ósvikinn bita, ef himnaföðurn- um mætti þóknast að láta karlfuglinn hrökkva upp af, og þeim helga varnarengli karls, lofaði hann 12 stór- um vaxljósum, ef hann vildi hlutast til u'm, að karl- inum yrði rýmt sem fyrst burt af jörðinni, svo hann fengi fuil umráð yfir reitunum. l>að leð heldur ekki lengi þangað til að karlinn sýktst og dó, og þannig opnaðist nú erfingjanum tálmunarlaust vegur til að halda uppteknum hætti, enda lagði hann ekki undir höfuð, ása'mt félögum sínum, að sóa erfðafé sínu. Liðu nú fram haokkrir tímar, var hann þá búinn að selja mestalla fasteignina. Var nú fátt eftir af auði hans utan fáeinir minjagripir, sem lengi höfðu gengið mann frá mann ofan eftir ættinni. Fasteignir á- samt herragarðinum Linné, hafði John Schales fyr- verandi umboðs’maður föður hans sálaða kepyt. pessi Schales var í fyrstu bláfátækur maður, en slunginn og refjóttur, hafði hann náð hylli gamla herramannsins og fengið umráð yfir eignum hans, hafði honum nú tekist frá fyrstu að nurla af landskuldunum nokkru í sinn pung og okra svo á bændum, svo nú var hann orðinn vel við efni. Hafði honum því veitt létt að ná í jarðarskeklana, sem hann keypti við mjög lágu verði, því erfingjanum var um að gjövn, að koma fjármununum í skildinga, svo fljótar veitti að grípa til þeirra. Hann gekk því sem sagt, með fúsum vilja að öllum kjörum og ókjörum, sem John Schales stakk upp á, en þá hann átti síst von á, var nlt hans fé útsóað, að undanteknum fáeinum gripum, sem stóðu í veði fyrir ógoldnum lánum. Hann stóð því uppi alveg ráðalaus, því nú var til einkis að grípa, og ó- mögulegt að halda áfram uppteknum hætti. Það bætti nú ekki heldur lítið á einstæðingsskap hans, að nú voru honum horfnir félagarnir, höfðu þeir smá- týnst á burtu, eftir því sem þeir sáu að iægra varð í bjórkollunum, voru því enginn önnur ráð fyrir hann, en leita athvarfs tii fornvina sinna, en þá fór eins og, orðskviðurinn segir: “út er vinskapurinn þegar ölið er af könnunni,” því einkis liðs var hjá þeim að vænta. Hinn fyrsti lézt) ekki vera heima, annar kvaðst hafa lánað burt hvern skilding, sá þriðji ávitaði hann fyrir hóflausa eyðslusemi, og sá fjórði hafði enginn orð við hann, en skaut honum á höfuðið út úr dyrunum, og skelti í lás. Vesalings erfinginn af Linné (svo nefnum vér hann, því nafns hans er ekki getið), rölti því heim að herbergi því, sem hann hafði 'leigt síðan John vísaði honum burt af föðurleifð hans, en á leið- inni datt honum í hug að finna gamla skiftavin sinn, og leita trausts hjá honum. Þegar þangað kom var honum leyft inn í gestasalinn, og mælti: “Biðja verð eg yður herra John Schales að lána mér 40 peninga.” óðara en hann hafði úttalað orðin, skipaði John þjón- um sínum, að hrinda ólifnaðarsegg þessum út úr dyr- um sínum, og var því tafarlaust hlýtt. Snautaði erf- inginn nú hryggur í lund, úrræðalaus heim til sín, og kastaði sér í hálmdyngju í herberginu, því sængin var fyrir löngu seld. parna velti hann sér á ýmsar hliðar, og var að leita í huganum eftir ráðu'm í raunum þessum, en hann fann þau enginn. Loksins datt honum í hug tilfelli sem skeð hafði fyrir löngu. Faðir hans hafði að vanda verið að skrifta honum eitt sinn fyr- ir ólifnað og eyðs'lu hans, að lyktum mintist hann að karl hefði áréttað ræðuna þannig: “Af því að mér er nú orðið full-ljóst, að þú skeytir engum aðvörunum mínum, heldur anar áfram á sa'ma glæpa- og sóunar- veginum, þá bið eg þig nú seinast orða að þegar þú selur seinustu fasteignina sem þú erfir, þá láttu ó- seldan veiðimannakofann, sem þú veist að stendur upp til fjalla í S . . . . dal, því eg imynda mér, að þegar þú ert orðinn alveg félaus og ráðþrota, að þú sjáir enginn önnur úrræði, en að hlaupa í snöruna, og býst eg við að þú hafir svo mikið eftir af manneskjulegri tilfinning að þú skammist þín a ðhengja þig á alfara- vegi, og þegar svona er nú komið, sem sjálfsagt er að verði fyr eða síðar, þá röltu upp í kofann og entu þar þína viðbjóðslegu og svívirðilegu lífsleið í snör- unni. Láttu nú þessi tilmæli mín þér í eyrum l°ða, þótt þú gleymir öllum hinum, er eg af föðurelsku hefi lagt þér.” Þessum seinust uorðum föður síns hafði hann gleymt ásamt hinum öðrum, en þó var kofinn óseldur, meira fyrir gleymsku hans, heldur en hlýðni við föður sinn. Reis hann þá árdegis úr bælinu, og hafði sig á leið upp til fjalia, staulaðist hann yfir alt sem fyrir varð, hungraður, þyrstur og með samvizkunögun, þvr nú höfðu fyrst opnast augu hans, svo hann sá nú ó- iifnað sinn og alla háttsemi sína í réttu ljósi. “Eg má skammast mín,” sagði hann við sjálfan sig, “fyr- ir lifnað minn, hvað á eg nú að ráða af? Að betla j eins og þurfamaður er svívirðing fyrir mig, aðalbor- inn mann, en að stela er synd og svivirðing, að fara að þræla er óhugsandi, eg held að kroppurinn á mér þoli ekki áreynslu, hann var því óvanur garmurinn. kunningjar mínir bregðast mér nú allir, og enginn þeirra sem eg rétti hjálparhönd meðan eg átti nokk- urs ráð, vill nú líta mig réttu auga, allra sízt ómenn- in setm hjálpuðu mér til að eyða eignum mínum, og nú er ekkert eftir nema fatadurgurnar sem eg stend uppi í, og tóm peningjapyngja mín. Eftir langa mæðu komst erfinginn aðfram kominn upp að kofan- um. Lauk hann honum upp, og fann nú fyrir sér eitt herbergi, kalt, dimt og fúlt; gluggarnir voru grænir orðnir af leirfoki úr hæðunum umhverfis, og upp á þá miðja að utan var vaxið ýmislegt illgresi og víðirtágar, engin sæng, borð eður stóll var þar, eður nokkuð það, er vegmóður maður þurfti til hressingar, nema löng snara, sem hékk ofan úr loftinu. “Já, já,” sagi hann við sjálfan sig, “þetta er nú hælið sem karífuglinn ætlaði mér, eg skal nú einu sinni á æf- inni hlýðnast ráðum hans.” Fór hann nú að gæta vel að öllu í kringum sig í kofanum, rak hann þá augun í seðil sem festur var á vegginn í einum stað. Sá hann að faðir sinn hafði skrifað seðil þenna, var á hann rituð ráðlegging föðursins, að fyrst hann nú að vonum væri kominn á vonarvöl, skyldi hann ekki hika við að hlaupa í snöruna, því með því 'eina tilræói gæti hann hann gjört greinilegastan enda á svívirðing sinni. Þegar erfinginn hafði lesið miða þenna, féilust honum hendur, og tárin streymdu af augum hans; samvizkukvalir ógnuðu honum, blygðun og örvænting lögðust svo þungt á hjarta hans að honum fanst það ætla að springa. “í sannleika eru þetta einu úr- ræðin þó ekki séu góð, en úr því se’m ráða er, skulu þau nú verða mér að liði,” sagði hann við sjáifan sig. Lagði hann nú snöruna í einhverju ofboði um hál3 sér og brá sér á loft. En af þunga hans brast part- ur af loftinu niður og snaran með, svo erfinginn hlunk- aðist flatur á gólfið, og þar lá hann um stund sem í óviti, en þá hann raknaði við, sá hann að á efri enda snörunnar hékk lykill og seðill, var á hai^n rituð ávísun til hans, um að hann gæti fundið tvær kistur grafnar í jörð nálægt kofanum, er væru fullar af gulii og silfurpeningum, á sömu ávísun stóð alvarleg á- minning til hans um að bæta 'loks framferði sitt, að öðrum kosti lægi beint fyrir að snaran yrði honum til fjörtjóns fyr eða síðar. Erfinginn sem nú varð hrifinn af undrun og fögnuði yfir þessari óvæntu breytingu á kjörum sín- um, lyfti höndum til himins og hrópaði: “Þessa ráð- legging, faðir! skal eg trúlega halda, og láta hana mér hugfasta, það sem eftir er ólifað, að þessum orð- um mínum tek eg þig sem vott, heilaga meyja María.” Eftir að hann hafði nú grafið féð úr jörðu og talið peningana, sem hann fann alla í góðu lagi, fór hann að hugleiða hvernig að hann gæti með góðu móti náð aftur í jaragóssið, er hann hafði selt fyrir hálfvirði. Kom honum nú dálítið kænskubragð í hug, gekk hann svo til næsta bæjar og fékk sér þar mat og drykk, síðan fór hann heim á herragarðinn gamla, og var þar fyrir húsfyllir af gestum. Hafði John Schales stofnað til gestaboðs, og voru þar saman- komnir margir héldri menn og vinir hans; borðin voru þakin af vistum og vínglösum, veitti John þeim í á- kafa, og var hinn glaðasti. Húsfreyja hans, sat við hlið honum, skrýdd hátíðabúningi sínum. Erf- inginn lötraði niðurlútur inn að matborðinu, og stundi upp með skjálfandi röddu: “Náðuga frú! gefið mér lítinn bita brauðs að sefa hungur mitt.” En góðkvend- ið (!!) leit illilega til hans og mælti: “Farðu strax frá augum mínum, sóunarfíflið þitt, þú færð alls ekki þurt né vott hjá mér, út með þig!” Snéri erfinginn sér þá að John Scháles, og bað hann sem fyrri, um lítið lán, en hann tók honum engu betur en áður og vísaði honum burt 'með smánarorðum. Einn herranna, sem við borðið sat, hrærðist til meðaukvunar yfir þessu hjálparlausa ungmenni, sem honum var kunnugt um að oft og tíðum hafði gefið fátækum ölmusu þegar alt lék í lyndi, hann stóð þvl upp og mælti: “Göfugi herra John Schales! Gjörið svo vel, fyrir orð mín, og sláið hendi yðar yfir vesælmennl þetta sem nú er bjargþroti. petta vona eg að þér gjörið fyrir mín orð, og það þess heldur, sem eg er sannfærður um, að þér hafið keypt erfð hans mjög ‘lágu verði, og ætti yður því að vera þess hugleiknara að hjálpa honum nú.” “Fyrir mjög lágt verð!” Hrópaði John og stökk upp þrútinn af bræði, “um það vitið þér harla lítið, því er þér vissuð það sanna yrðuð þér á öðru máli, og ^ til staðfesutu þessum orðum mínum gjöri eg kunnugt fyrir yður, heiðruðu boðsgestir mínir, að eg skal þegar selja fyrrum erfingja af Linné jarðagóssið og herra- garðinn aftur fyrir sama verð og eg keypti það, og meira að segja 100 mörkum ódýrara, því eg var bölvaður dári að gefa þetta geyp fyrir það, að öðrum kosti læt eg, sem fyr, varpa mannfýlu þessari út á götuna, þar má hann drepast fyrir mér.” “Háttvirtu herrar!” mælti erfinginn og leit nú djarflega ti'l John’s, “eg tek ykkur alla til vitnis um þessi ummæli hans og tilboð,” og um leið snaraði -hann undan kápu sinni digrum sjóði fram á borðið og mælti: “Hérna eru peningarnir, teldu þá, og láttu af hendi viðurkenningu fyrir móttökunni. Peningarn- ir eru þínir, gózin mín.” John Schales varð að rýma gózin næsta dag með sneipu fyrir harðýðgi og dramb sitt, en erfinginn flutti á garðinn, hafði hann féð heim til sín, og lifði nú höfðinglega, en þó með sparsemd og hófi. pá tímar liðu fékk hann sér ríkt kvonfang, og lifði til æfi'loka samkvæmt ráðum föður síns sálaða. BAUGABROT. Það starf sem þér var ætlað, verður aldrei af hendi leyst, nema þú gerir það sjálfur. Œfintýri geta verið falleg, en þó er staðreyndin eða sannldikurinn sjálfur ’margfalt fegurri. Þú hefir ákveðið verk að inna af hendi í ver- öldinni og verður að framkvæma það, hvað sem kost- ar. f því er falinn tilveruréttur þinn. Eins lengt og þú ’leysir starf þitt samvizkusamlega af hendi, •þarftu ekki að óttast að tapa atvinnu þinni. Ef þú bregst kö'llun þinni, verður þú að mæta fyrir hæsta rétti örlaganna og þola strangan dóm. Fyrir öll þau hlunnindi, er þú nýtur í siðuöu þjóð- félagi, verðurðu að borga með skyldurækni og mann- dómi. Hver verður niðurstaðan ef þú vanrækir skyldu- störf þín? Náttúran er'réttlát og hún slak*r aldrei. ti'l. Ef þú brýtur eitthvert af boðorðum hennar, verður þú að taka út refsingu í einhverri mynd. Slíkt er óhjá- kvæ'milegt. „ það stendur öldungis á sama hvar leið þín liggur, þú getur ekki umflúið skyldurnar, sem lífið leggur þér á herðar. Ef til vill þjrkja þér hamrarnir fram- undan ekki sem árennilegastir. Samt er ekki um annað að gera, en fylgja strykinu beint í áttina til sigurhæðanna. Að líta um öxl, er sama og að tapa, því “sá sem hræðist fjallið og einatt aftur snýr, fær aldrei leyst þá gátu, hvað hinumegin býr.” Vorið er trúarbrögð lífsins, því að guð býr í vor- inu. Enginn maður er einn á ferð i lífinu, því hann hefir alt samfélagið að bakhjarli. pví fleiri til- raunir sem þú gerir til þess að losast undan byrðum þeim, sem lífið réttilega leggur þér á herðar, þes3 þyngri verður bagginn. Hinum skyídurækna manni, verður sérhver byrði létt. Ábyrgðar tilfinningin er undijstöðuatriði sið- menningarinnar. — Réttlætið er helgidómur lifsins. Stjörnurnar eru draumur guðs, en kærleikurinn er stór- veldi al'lra stórveldanna. ÓSKIN. Skamt frá Edinborg á Skotlandi bjó bóndi einn, sem átti úrtöku skapvarg fyrir konu. Einhverju sinni þegar bónai kom heim af akri frá störfum sínum, fann hann kerlingu sína hangandi upp í eplatré, sem stóð í dáiitlum matjurtagarði nálægt húsinu. Hafði henni sinnast við karl sinn áður en hann gekk út á alcurinn um morguninn, en þóttist ekki hafa náð full- rétt’ sínum hjá honum, og kom henni því til hugar að reyna að hverfa eftir dauðann heim til hans, og vita hvort hún gæti þá ekki jafnað á honum fornan og nýj- an mótþróa. Tilfelli þetta fór sem hraðfregn um sveitina. En þegar bóndi einn er bjó þar skamt frá, fékk fréttina að heyra brá hann við sem skjótast og fór á fund ekkilsins, og bað hann í allra guða nafn', að gjöra gustuk á sér og hjálpa sér um hríslu af epla- trénu, kvaðst hann ætla að reyna að gróðursetja hana í garðholunni sinni heima, “því hver má vita,” sagði hann, “nema viðlíkt tilfelli geti aðborið á hei’mili mínu þá fram líða stundir. Fjórtán erfiðustu viðfangsefnin. Það eru fjórtán viðfangsefni sem eru hvert öðru DR. B. J. BRANDSON 216-220 MEDICAIj ARTS BIjDG. Oor. Grabam and Kennedy Sta. Phone: A-7067 Offlce tlmar: 2—3 Heimili: 776 Vlctor St. Phone: A-7122 Winnipeg, Manitoha DR. O. BJORNSON 210-220 MEDICAL ARTS BLDG, Cor. Graham and Kennedy Sta. Plione: A-7067 Office tlmar: 2—3 Helmili: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 MEDICAL ARTS RT.nn Cor. Graham and Kennedy Sts. Phone: A-7067 ViBtalstmi: 11—12 og 1—5.30 Heimiii: 723 Alverstone St. Winnipeg, Manitoba DR 4. STEFANSSON 216-220 MEDICAL ARTS BIiDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er a8 hitta ki. 10-12 f.h. og 2-5 e.h. Talsími: A-3521. Ilelmili: 627 McMillan Ave. Tals. F-2891 DR. B. M. HALLDORSSON 401 Boyd Building Cor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasýki og aSra lungnasjúkdóma. Er a8 finna á skrifstofunni lcl. 11—12 f.h. og ?—4 e.h. Sími: A-3521. Heimili: 4 6 Alloway Ave. Tal- slmi: B-3158. DR. A BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar aérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 f. h. 3 til 5 e. h. Office Phone N-6410 Heimili 806 Victor Str. 9imi A 8180. DR. Kr. J. AUSTMANN 848 Somerset Blk. Viðtalstími 7—8 e. h- Heimili 469 Simooe, Office A-2737. res. B-7288- DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 MEDICAL ARTS BLDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Talsími A 8521 • Heimili: Tals. Sh. 8217 THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMANN ísl. lögfræðingar Skrifstofa: Room 811 MeAitkv Building, Portage Ave. P. O. Boi 1656 Phones: A-6849 og A-6846 W. J. LINDAL, J. II. LINDAL B. STEFANSSON Islenzkir lögfræðingar 3 Home Investment Bulldlng 468 Main Street. Tals.: A 4968 Peir hafa einnig skrifstofur a8 Liundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar a8 hitta ft eftirfylgj- andi tlmum: Liundar: ann&n hvern miBvikuda* Riverton: Fyrsta flmtudag. Gimliá Fyrsta miBvlkudag Piney: þrlSja föstudag i hverjum m&nu8i ARNI ANDERSON ísl. lögmaður í félagi við E. P. Garlsnd Skrifst.: 801 Electric Rail- way Ohambers Talsími: A-2197 A. G. EGGERTSSON LL.B. ísl. lögfræð:ngur Hefir rétt til að flytja mál bæði í Man. og Sask. Skrifstofa: Wynyard, Sask. A. S. Bardal 84S Sherbrooke St, . Selur líkkistui og annaat um útfarir. Allur útbúnaður •& bezti. Ennfrem- 4 ur aelur hann alskonar minnisvarða og legsteina. Skrifst. talsiml N 6að8 Hehuills talsími N rS07 EINA ÍSLENZKA Bifreiða-aðgerðarstöðin í borginni Hér þarf ekkl aB blSa von úr vitl. vlti. Vinna öll ábyrgst og leyst af hendi fljótt og vel. J. A. Jóhannsson. 644 Burnell Street F. B-5’660. A8 baki Sarg. Fire Haii erfiðari og sem öll eru að berjast um yfirráðin hvert yfir öðru. Hið djúpa haf er ægilegt, þó halda 'lönd- in því innan sinna takmarka. Sléttur landanna eru voldugar, þó rísa fjöllin upp yfir þær. Fjöllin sýnast óvinnandi þó klýfur stálið þau. Járnið er hart þó bræðir eldurinn það- Eldurinn er grimmur harð- stjóri, þó ræður vatnið ýið hann og slekkur hann. Það er erfitt að halda vatninu innan settra takmarka, þó draga skýin það til sín. Yfir skýjunum verður elck- ert vald haft þó tætir stormurinn þau í sundur. Stormurinn 'æðir með feikna a.fli, þó veita múiveggirn- ir honum mótstöðu. 'Múrveggirnir eru erfiðir yfir- ferðar, þó rífur mannshöndin þá niður- Maðurinn er ósigrandi, þó leggja erfiðleikarnir hann flatann. Erf- iðleikarnir virðást óyfirstíganlegir, en vínið kemur mönnum til að gleyma þeim, en áængjan, sem vínið veitir hverfur fyrir veikindum og veikindin sjálf fyr- ir engli dauðans. En óviðráðanlegra en alt ilt, er vond eiginkona- ÓHULT GIGTARLYF. í gamalli skræðu hefir fundist óhhult gigtarlyf, er þannig á að tilreiða: Hinn gigtveiki á að stela vasaklút frá fimturgri jómfrú, sem aldrei hefir æskt að 'giftast. Vasaklútinn á að þvo í myllulæk þess malara, sem aldrei hefir stolið af mjöli er hann hefir malað; klúturinn á aftuí- að þurkast á túngarði þess prests, er áldrei hefir verið ágjarn, eða læknis sem aldrei hefir drepið sjúkling. Síðan á að auðkenna hann með bleki frá málfærslumanni, sem aldrei hefir haft neinn þann fyrir féþúfu, er hann hefir flutt mál fýrir. Svo skal leggja klútinn á gigtarstinginn og •mun trautt langt að bíða bata. ÓSKIN. J. G. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portago Ave. og Dooaid St. Talsimi: A-8889 Vér leggjum sérstaka óherzlu 6 að sclja mcðui eftir forskriftum lækna. iiln beztu lyf, sein iiægt er að fá eru notuð eingöngu. . pegar |>ér komið mcð forskrliftum ttl vor ntegið þjer vera viss unt að fó rétt það sem lækn- irinn tekur til. COLCLEUGH & CO., Notre Damo and Sherbrooke Phones: N-7659—7650 Giftlngaleyfisbréf seld Munið Símanúmerið A 6483 og panti8 meSöl y8ar hjá oss. — Sendi8 pantanir samstundis. Vér afgreiSum forskriftir me8 sam- vizkusemi og vörugæ8i eru óyggj- andi, enda höfum vér magrra ára lærdómsrlka reynslu a8 baki. — Allar tegundir lyfja, vindlar, Is- rjómi, sætlndl, ritföng, tóbak o. fl. McBURNEY’S Drug Store Cor Arlington og Notre Dame Ave J. J. SWANSON & CO. Verzla með fasteigriir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán, eldsábyrgð o. fl. 808 Paris Bldg. Phones. A-6349—A-6310 Ljósmyndir Fallegustu myndirnar og með bezta verðinu fást hjá; PAIMER’S STUDIO 643 Portage Ave. Phone Sh 6446 þriðja hús fyrir auatan Sher- brooke St. StækKun mynda ábyrgst að veita ánægju. ralsimar: Skrifstofa: ...... N-6225 Heimill: ......... A-7996 HALLDÓR SIGURDSSON General Contractor 808 Great West. Perm. Loan Bldg. 356 Main St. JOSEPH TAVLOR LÖGTAKSMAÐtm Heimilistals.: St. John 1644 Skrlfstofu-Tala.: A 6557 T«kur iögtakl bæ8i húealelguakuldk veBskuldir, vtxlaakuldir. AfgrelBir u sem a8 lögum lýtur. Skrilstofa 256 Malu St»e«t Verkstofu Tals.: Heima Tals.: A-8383 A-9384 G. L. STEPHENSON Plumber Allskonar rafmagnsóltöld, svo som straujám víra. ailar tegundir af glösum og aflvaka (batteries) Verkstofa: 676 Home St. Syngja eins og sunnanvindur Sól og vor í hverja sveit, Sú er insta ósk min heit. JJegar kastar keikur tindur Klakans bláa serki, Fýsir mig að verða með í verki: Að verma, gleðja græða, Gróðri klæða Til hæða. (óðinn.) Kolbeinn Högnason. Giftinga og Jarðarfara- með litlum fyrirvara Birch hlómsali 616 Portage Ave. Tals. B720 ST IOHN 2 RIN<3 3 Phone B-4558 Til taks á öHum tímum. Exchanye ftuto IransTer Go. Flytja Húsgögu og Piauos Annast flótt og vel um allar teg- undir flutninga; jafnt á nótt sem nýtum degi A. PRUDEN. Eigandi 57? «herbrooke St. Winnipeg -

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.