Lögberg - 13.09.1923, Blaðsíða 7

Lögberg - 13.09.1923, Blaðsíða 7
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. SEPTEMBER 1923. tfla. 7 optNiNO-roit OH»CCT»OH»l'*a,MOr ^■íSSSgK!?^ HOI * Agrip af Grettis sögu Eftir Thcodorc Sigurðsson. 27. jum 1923. Grettir og Grettis saga hafa naumast skipaS þaS öndvegi, sem þeim ber í vitund íslenzks almenn- ings. Einkum eru þaö útlending- ar og unglingar, sem sagan af Gretti Ásmundssyni Eitt dæmi þess af fleirum, er frá- einna vinsælust af öllum sögum. í engri sögu eru jafn mörg spak- mæli og oröskviöir sem í henni. Orö Grettis eru allvíöa nokkurs konar ávamál í Hsundurlausri ræöu.-------Þaö er á öllu auöséö, aö einhver ágætur sögumaöur hef- ir handleikið hana, svo aö hvar sem hýn kemur saman við aðrar sögur, þá skal þaö ekki skeika frá réttum sanni.” |pllRity FtOllP 98tfcs. Grettir var vel kynjaður bæðí í föður og móöur ætt. Einkum var þaö þó kyn Ásdísar móöur hans, er ágætt þótti. Hún var dóttir Báröar Jökulssonar, Ingimundar- sonar hins gamla, Þorsteinssonar KetUssonar Raums. Móöir Ásdis- ar var Álfdís dóttir Ófeigs grettis. j Ingimundur gamli langafi hennar var efalítið einna göfugastur ís- lenzkra landnámsmanna. Grettir var fæddur áriö 996 á Bjargi í Miðfirði í Húnaþingi. Var þaö fjórum árum áður en kristni var lögtekin á íslandi. Sem dreng- ur var hann ódæll, fátalaður en ó- þýöur og brögðóttur, bæði í oröum hefir heillað I °& verkum. Lítiö ástríki haföi hann áf |föður ,sínum, Ásmundi. "More Bread and BetterBread” and Better Pastry too. USE IT IN ALL YOUR BAKING saga Percy Aldridge Granger um ^Vtur var ffsendsemi þeirra mæög- þaö, hvernig Grettla og Grettir | ’’ja a,t '1'n l3ezfa- Asdís var í heillúðu huga hans á æskuskeiði j tölu þeirra kvenna. er bezt voru og gerði hann slíkan vin íslend- i l'r*s,nar á þeirri tið, og ólst þvi inga og islenzkra fræða sem kunn- ; ^’re,,'r UPP ' kristnum sið og hélt ugt er. Hann segir: “Skömmu j æt'S ,rn s'na- síðar barst mér af hendir.gu bók. j Sem drengur var Grettir svo latur, aö hann fékst litt til vinnu. er var safn af sögum frá miðö'dun- um og í safninu var þýöing af Grettis sögu. Fanst mér þá strax það vera hin undur-skemtilegasta saga, er er eg heföi nokkuru sinni lesið eöa heyrt. Varð eg samstund- is hrifinn af Gretti og hefi verið ti' þessa dags. Eg hefi þá verið á ellefta árinu. En siöan hefir mér saga Grettis aldrei úr minni getað liöið, og hefi eg brunnið af þeirri löngun að geta lesið ‘hana og aðr- ar sögur á frummáli þeirra, is- lenzkunni.” Grettis saga hefir lengi verið skoðuð ein hin bezta fornaldar- saga íslendinga. Og Grettir hefir ávalt verið talinn fremur en allar uppáhalds hrossi föður . hans. aðrar fornaldar hetjur íslendinga, j ^a® lau,í Þv* starfi þannig, að ímynd Islendings eðlisins. Hjá ! Grettir fláði hrygglengjuna af honum var sameinað ágæti og hryssunni svo að hún yrði kulvis auðnuleysi, sem einatt hefir auð- : °& a® hann þyrfti ekki að fylgja kent mörg þau börn þjóðarinnar, | hrossunum í haga. Þannig fórust sem bezt hafa verið gjör til likama * ,re,ti flest verk úr hendi. og sálar. Dr. Guðbrandur Vig- j Grettir var snemma mikill vexti, fússon, einhver hinn fróðasti ís- en ógliminn, en ekki vissu menn lendingur siðari alda, kemst svo að a,l hans. Mælti hann oft i orðs- orði um Grettis sögu: “Grettla kviðum, orti vísur og kviðlinga, en hefir í ýmsu yfirburði yfir allar ! talinn var hann nískældinn. Samt leitaðist Ásmundur við að fá hann til starfa. Hann fól hon- um að gæta alifugla sinna. Suma fuglana drap Grettir. Reiddist karl faðir hans því mjög. Þá starf- aði hann að því að klóra bak Ás- mundar. Gekk það um stund slysalaust unz Grettir greip eitt sinn ullar kamba og lét ganga nið- ur bak karls. Reiddist öldungur- inn að vonum og lá við barsmiði, en Grettir flýði. Þá var Gretti fengin geymsla hrossa. Nefndi Grettir það “kalt verk og karl- mannlegt”, en eigi kvaðst hann treysta vilja merinni”, Kenjálu, vorar sögur ef til vill, og mun engin saga vera jafn íslenzk í orði og anda sem hún og er hún í öllu lifandi eftirmynd landsins, sem hún gerðist í. Hún hefir verið punt blóð hefir engu meiri kraft til líkamlegrar uppbygg- ingar, en vatnsblönduð mjólk eða undanenning. En þér getið fljótt auðgað blóð yðar og bygt upp líkamann með því að nota Dr. Chaae’s Nerve Food. Mrs. F. G. Simmons, 42 Curt- is St., Brantford, Ont., skrif- ar oss: Um hér um bil átta ára skeið, þjáðist eg mjög af anaemia. Rlóðrásin var í óreglu, mér var stöðugt kalt á ihöndum og fót- um, og varirnar voru fölar og blóðlausar. Eg var orðin svo taugaveikluð, að mér kom stundum ekki blundur á brá, nótt eftir nótt, fylgdi því enda- laust ákafur höfuðverkur og hverskonar áhyggjur. Oft hafði eg hljóm fyrir eyrum, eða öllu heldur suðu, langtímum saman. Meltingin var í hinni stökustu óreiðu. Eg leitaði læknis og hann sagði eg væri sjúk af anacmic. Mér batn- aði ekkert við meðöl hans og þessvegna varð það, að eg re.vndi, Dr. Chases Nerve Food eftir fyrstu öskjuna, var höfuð- verkurinn úr sögunni. Eg notaði þessa Nerve Food um hríð og fékk fulla heilsu inn- an skams tíma. Eg get því sannarlega af eiginreynslu mælt með Dr. Chase’s Nerve Food, því eg veit það á engan sinn líka. Dr. Chase’s Nerve Food, 50 c. askjan, hjá öllum lyfsölm eða Edmanson, Bates & Co. Limi ted, Toronto Talið er, að árið 1011 riði Grett- ir til alþingis með Þorkeli kröflu höfðingja Vatnsdæla í stað föður síns. Þá glataði Grettir mal sin- um og varð leit úr. Húskarl norð- |an úr Vatnsdal, Skeggi að nafni, j fann malinn og vildi eigi lausan láta. Kendi brátt aflsmuna með j þeim. Grettir tók mal sinn af iSkeggja, greip Skeggi þá öxi og hjó til Grettis. Lauk þeirri við- ureign svo, að Grettir vann sitt fyrsta víg. Var Grettir þá f jórtán vetra. Á alþingi var hann dæmd • ur sekur um vígið og þrátt fyrir fébætur, sem haldið var uppi fyr ir hans hönd, var hann gjör út lægur á því ári. Reyndist þetta ár örlagaríkt sem sektarár Grett- is, og brfnnunnar á Bergþórs- hvoli. Utanför Grettis byrjaði sízt sem frægðarför. Faðir hans synjaði honum um fararefni, nema “haf- nesti og lítið af vaðmálum.” En móðir hans fylgdi honum á leið með ástsemd og gaf honum að skilnaði sverð það er afi hennar, Jökull Ingimundarson bar, og hin- ír eldri Vatnsdælir. Fór hann ut- an úr Hvítá í Borgarfirði. Lentu þeir í sjávarvolki miklu jog kvað eigi að sjómensku Grettis, unz i nauðir rak; þá jós hann á ! við átta. Brutu þeir skip sitt á skeri, en skipshöfnin náði með varning sinn í hólm, skamt frá bygðri ey, er Haramsey nefndist. I Dvaldist Grettir þar um hríð hjá aðal bónda eyjunnar, er Þorfinnur hét Kársson. En kaupmenn fóru leiðar sinnar. Enn reyndist Grettir latur og “húsgöngull.” Á ey þessari braut hann upp haug þann er Kárr, fað- ir bónda, var heygður i með miklu j fé, og góðum gripum. Gckk haug- ; búi aftur og eyddi bygð. Braut jGrettir hauginn, vann á draug, en ! náði fé hans og gersemum. Á ey j þessari varð hann einnig Þórir þömb og Ögmundi illa og tólf ber- j serkjum, hinu versta illþýði Nor- egs á þeirri tið einnsaman að bana. jþegar Þorfinnur bóndi var að beiman í jólaveizlum. Og þó að Þorfinnur bóndi “treysti eigi vel Llendingi”, eins og hann komst. að orði, reyndist hér að “lengi ska! jmanninn reyna.” í ferð þessari drap Grettir í Noregi híðbjörn, mikið dýr og mannýgt, óg Björn nokkurn, oflát- ung meinbæginn, sem þá var i för- um með Englendingum. Grettir var enn á æskuskeiði, er hann kom heim úr utanför sinni. svo frægur maður, “sakir afls og hreysti”, að enginn þótti slíkur af ungum mönnum. Ásmundur hæru- langur var þá enn gildur bóndi. liann reið brátt heim til Bjargs og tók Ásmundur sæmilega við hon- um. Atli bróðir hans hafði þá búsforráð og féll vel á með þeim bræðrum. Verður hér stutt yfir sögu farið og eigi unt að geta nema aðal atburða sögunnar. En ofsi Grettis óx og þótti honum sér ekkert ófært. En til hverrar sögu ber nokkuð og er svo í sögu Grettis. Glámur er maður nefndur, er átt hafði stutta dvöl á íslandi, sænskur að ætt, en sauðamaður á bæ fremst í Vatnsdal. er þessi saga gerist. Kirkja var á staðnum, en sagan lýsir Glámi sem trúlausum og öllum hvimleiðan. Á aðfanga- dag jóla verður hann úti, niagnast sem versti draugur í öllum sögum íslendinga. Lá við sveitaauðn fyrir ágangi draugsins. Grettir fer norður til Vatnsdals á fund Jökuls móðurbróður síns og fréttir þar nákvænilega af reimleika og afturgöngum Gláms. Frændi hans latti. hann að eiga við draug þenna og taldi það gæfuraun, en Grettir lét ekki letjast. Er viðureign Grettis og Gláms einn annálaðasti atburður í sögum íslendinga. Lauk þeirri viðureign svo, að Grettir bar ara hærri hluta, sem kunnugt er, en augu draugsins og óbænir urðu upphaf að ógæfu og hamingju- leysi Grettis. Hefir Grímur Thom- sen meðal annara gert atburð þenn- an frægan með stórkostlegu kvæði um viðureignina. I því kvæði eru meðal annara sannleiksorða þessi aðvörun: “það er eigi við holdsins hæfi að hætta sér á draugafund.” Er Grettir hafði yfirstigið Glám, byrjaði fyrir alvöru eirðarleysi og ólán hans. Ekki vó hann jafnaðar- lega að ósekju, en laus var honum hendin og tamt að neyta afls og vigfimni gegn þeim, er móðguðu hann. Eftir nálægt ársdvöl á íslandi fór Grettir utan til Noregs. í þeirri ferð skeði það, sem reyndist aðal slysaþátturinn í æfi Grettis. í sjóhrakningum og blindhrið lenti kaupfar það, sem Grettir var með við Noreg. Bárust skipverj- ar illa af sökum kulda, en gátu ekki kveikt eld. En þeir sáu eld hinu megin fjarðar. Lofuöu þeir hreysti Grettis, unz hann, gegn vilja sínum, synti yfir fjörðinn til að sækja þeim eld. Hitti hann þar fyrir öldrukna sjófarendur i sælu- húsi. Voru tveir þeirra sytiir höfðingja eins á íslandi, Þóris i Garði, í Aðaldal. Hjálmur var á gólfi, en eldur brann á skiðum í sæluhúsinu. Varð hinum ölvuðu roönnum hverft við komu Grettis, freðinn eftir sundið og hriðina. Hugðu þeir hann tröll eitt og börðu hann eldibröndum. Grettir náði eldi i keröld Og komst með hann til sinna manna. Hríðinni létti af um nóttina og um morg- uninn sáu þeir, að sæluhúsið var brunnið og fundu þar bein mann- anna. Var Gretti þegar um kent af félögum hans og þau laun hans, eins og hann hafði grunað, að þeir ráku hann af skipi og báru út þessa slysafregn og eignuðu Gretti glæp- inn. Festist sá orðrómur við hann, sem titt er. Leitaði Grettir á konungs fund, til að leysa sig undan þessu illmæli, og skyldi hann bera járn. Bjó hann sig und- ir það með föstum og fylgdi kon- ungur og biskup með fjölmenni honum til kirkju. En þegah í kirkju var kornið varð Gretti skap- fátt út af brigzlyrði einhvers ó vinar. Varð því ekkert af járn- burðinum. Hvarf Grettir innan skamms frá konungi og til íslands aftur. Á ættlancli halis mættu honurn þau tiðindi, að faðir hans var andaður, Atli1 / bróðir hans veginn, og að Þórir í Garði hefði með kappi og að Gretti f járverandi gjört hann sekan um alt landið-, fyrir sonadrápið. Þá kvað Grettir vísu, er svona bvrjar: “Alt kom senn at svinnum.” Hér byrjar hin raunalega út- legðarsaga Grettis. Verður bér stuttlega farið yfir stóra atburði. Hið fyrsta, er geta ber, er, að Grettir vitjaði á næturþeli hinnar ástkæru móður, er enn bauð hinn seka mann velkominn. Þá hefndi hann hins ódrengilega vigs Atla bróöur síns, er hann vóg Þorbjörn öxnameginn og Arnórr son hans. -----Frá dvöl hans á Reykjahól- um ýnú Reykhólum), þar sem Grettir vildi rétt sinn en ekki refjar, var eitt með tíðindum það, að hann bar beim naut á bakinu. Eitt sinn náðu þrjátíu Isfirðingar Gretti sofandi og gátu bundið hann. Reistu þeir gálga í skógi og uhgðu að hengja Gretti, því að enginn treystist til að varðveita hann. Þá varð Þorbjörg digra honum til lífs. Hún var hús- freyja Vermundar mjóva í Vatns- firði. Eftir það hafðist Grettir við á ýmsum stöðum til heiða og fjalla, sem Arnarvatnsheiði, Hall- mundarhrauni og Þórisdal. Réði bann á þeim árunt á ýmsa útilegu- menn og illþýði, sem settir voru honunt til höfuðs, því bæði var til fiár og frægðar að vinna að drepa þenna fræga skógarmann. Eitt af því, sem gæta ber, er, að í útlegð- inni, segir sagan, að Grettir “vildi alt annað en ræna” (bls. 167J, þótt liann væri einatt neyddur til að láta greipunt sópa um eigur ann- manna. Eitt sinn varðist Grettir átför Þóris úr Garði með áttatíu mana. Féllu átján hjá Þóri, en margir urðu sárir. Mun sú vörn fágæt i sögum hinna fræg- ustu kappa. Meðan Grettir dvaldi í Fagra- skógarfjalli i Borgarfirði, skeði atburður, er geta verður að nokk- uru. Setti þá Þórir einn oflát- ung, er Gísli nefndist og framast hafði fyrir vestan haf með Knúti konungi hinum ríka, til höfuðs Gretti. Fór hann að Gretti með sex förunautum og riðu þeir í lit- klæðum Og létu mikið yfir sér. Gísla þenna elti Grettir, sem kast- aði klæðum og vopnum, unz Grettir náði honum í línklæðum einum, rak hann skyrtuna yfir höf- uð honum. og lét hríslu ganga hon- um um bak og báðar síður; er Grettir hafði spurt hann: “Ertu Gisli sá, er finna vildi Gretti Ás- mundarson?” Afhýddi Grettir Gísla svo að blástur hljóp í búk- inn og þótti sú hegning makleg fyrir raup hans. Þrjú ár dvaldi Grettir í Fagra- skógarfjalli. Eitt sinn gerðu Mýra- menn atför að Gretti og fundu hann vitj Hitará, nær tuttugu sam- an. Lauk þeim fundi svo, að tíu féllu og fimm voru sárir til ólífis, en flestir hinir báru einhver merki amfundanna við Gretti. Var hann móður mjög, en lítt sár. Heitir lar síðan Grettisoddi, er þeir börð- ust á nesi í ánni. Um fjögurra ára skeið hafðist Grettir við norður í Þingeyjarsýslu og ef til vill í Múlasýslum. Eru frá þeim árum ýmsar sögur um hreystiverk Grettis, er hann steypti sér í árfoss, vann á tröllum eða illþýði og hjálpaði á annan hátt bágstöddum. Um það leyti nefnd- ist hann Gestur. Ekki hélzt Grettir við í Bárðar- dal sökum áleitni Þóris í Garði. Réðst hann þá að ráðum Guð- mundar rika á Möðruvöllum í ey þá á Skagafirði er heitir Drang- ey. Varð þar hinn síðasti áfanga- staður hinnar frægu söguhetju og skógarmanns. Áður en hann fór til Drangeyj- ar reið hann til Bjargs að hitta móður sína. Bauð móðir hans honum þar að vera. Bar þá svo mikið á myrkfælni Grettis, aö hann þorði hvergi að fara, er rökkva tók. Átti hann og sök um alt land. Við jmóður sina mælti Grettir: “Eigi mun ek lengur til lífs mér vinna at vera einn saman” fbls. 210J. Illugi var þá fimtán vetra, manna gervilegastur. Hann heyrði viðtal þeirra og mælti: “Ek man fara með þér bróðir, en eigi veit ek. at þér sé fylgd í mér utan þat, at trúr mun ek þér vera, og eigi renna frá þér meðan þú stendur uppi, ok gerr veit ek hvat um þig líður, ef ek fylgi þér” fbls. 210J. Kvaðst Grettir vilja fylgd Uluga allra manna helzt, “ef móður minni vœri cigi í móti skapi.” Þó úr væri að ráða fyrir Ásdisi Og^órn- in stór, réðist með þeim, að Illugi skyldi %lgja bróður sínum. Var IHugi og fús farar. Leiddi Ásdís þá frá garði og áður en þau skildu mælti hún: “Nú farið þið þar synir minir tveir og munuð sam- dauða verða. Gætið ykkar vel við gerningum, fátt er rammara en forneskjan.” Grét hún þá mjög. Grettir mælti þá til móður sinnar hin minnisstæðu orð: “Grát þú eigi, móðir, þat skal sagt, at þú hafir sonu átt , en eigi dætr, ef vit erum með vápnum sóttir, ok lif vel ok heil” fbls. 211). Varð þessi hinn siðasti skilnaður ást- vina þessara. Mun atburður þessi bafa skeð haustið 1038. Sneru þeir bræður í hina raunalegu út- legð, en húsfreyjan, móðir þeirra, heim að Bjargi, í hús sitt, er htnni var nú sem í eyði. Leið Gretti sæmilega vel framan af dvölinni í Drangey og létu Skag- firðingar hann í friði um stundar- sakir, þó þeim þætti illur gestur í evnni og fengu ekkert af fé sínu. Grettir sótti jafnvel Hegranesþing og héldu bændur við hann grið, er honum voru svarin. Þeir bræður höfðu þræl einn með sér, er Glaum- ur hét. Varð hann þeim engin heillaþúfa. Nótt eina dó eldurinn. Synti Grettir þá í land, viku sjáv- ar, og sótti eldinn. Varð sú för hans fræg. Þorbjörn hét maður og var nefndur öngull. Hann var bóndi í Skagafirði og einhver hinn versti maður, er sagan getur um. Eftir komu Grettis til Drangeyjar eign- aðist Þorbjörn mikinn hluta eyj- arinnar. Sótti hann fast aö koma Gretti fyrir. Hann átti fóstrú eina fjölkunnuga og hina mestu norn. * Hét sút Þuríður, og þó kristni væri þá í lög leidd á Is- landi og bannað blót og forneskja, iðkaði hún galdur og varð til þess með gerningum sinum, að Grettir særðist á fæti; öxi hans hrökk af rótartré í hægri fót Gbettis fyrir ofan kné og stóð í beini. Að þremur nóttum liðnum blés sárið upp og fóturinn varð kolblár. Fylgdi verkur svo mikill, að Grettir þoldi ekki við og kom hon- um eigi svefn á augu. Er hér var komið ástandi Grettis, sótti Þor- björn til eyjarinnar að ráðum fóstru sinnar. Er þeir náðu tnl Drangeyjar, fundu þeir að stiginn, er eyjarskeggjar notuðu til að ganga upp og ofan bjargið, hafði ekki verið dreginn upp Og þræll- inn Glaumur lá sofandi hjá stig- anum og hraut fast. Grettir var þá sjúkur, kominn að bana. Frá þessu atviki er kominn málshátt- urinn: “Ilt er að eiga þræl að einkavin”, og hefir það reynst sannmæli fleirum en Gretti. 1 atlögunni varði Illugi þeim inngöngu og hjó öll spjót af skefti unz þeir rufu þak skálans. Færð- ist Grettir þá á kné og varðist unz dauður búkur steyptist ofan á hann. Fékk hann eigi risið undir þunganum. Særði Þorbjörn hann þá miklu sári milli herðanna, en Grettir mælti: “Ber er hver að baki, nema bróður eigi” ("bls. 246). Illugi kastaði skildi yfir hann og varði hann rösklega, sva allir lof- uðu vörn hans. Grettir var óvígur af sárurn og sjúkdómi og spurði Öngul: “hver vísaði þér leið í eyna?” Öngull mælti: “Kristur visaði oss leið.” “En eg get,” sagði Grettir," að in arma kerling, fóstra þín, *hafi vísað þér, því að hennar ráðum muntu treyst hafa.” Vann Þorbjörn á Gretti og hand- tók Illuga. Buðu þeir honum líf, QLUE DIBBON Að borga háu verði, meinar ekki nauð synlega betri tegund. Heimtið Blue Ribbon— það bezta á hvaðaverði sem er. SendiS 25c til ©lue Ribbon, Ltd. Winnipeg, eftir Blue Ribbon Cook Book t bezta bandi — bezta matreiSslubókin til dae- legra nota I Vesturlandnu. Sendið [ J mnii a 7 K yðar JL % JUMA 0g verid vissir um Sanna vigt Rétta flokkun 24 kl.stunda þjónustu 1 og ánœgju. l^GCJ Vér borgum peninga út í hönd fyrir glæný egg Canadian Packing Co. WINNIPEG, CANADA ef hann ynni þeim trúnaðareið, að 1 efna eigi Grettis. Illugi ámælti Öngli fyrir níðingsverk og galdur og kvaðst aldrei gleyma hvernig Grettir hafði verið unninn, — kýs ek heldur at deyja”; og þeg- ar að Illugi vissi að þeir ætluðu að höggva hann, hló hann og mælti, “nú réðu þeir það af, er mér var nær skapi.” Létu þeir bræður þannig líf sitt. Var Grettir fjörutíu og fjögra ara, þegar hann var veginn, einn hinn vaskasti maður, er verið hef- ir á íslandi. Fjórtán vetra vó hann Skeggja, tvitugur vfirsté hann Glám, hálf þritugur féll hann sekt og rúm nitján ár var hann sekur um alt land, og kom oft í stórar mannraunir. Um Gretti farast íslenzkum sagnritara orð á þessa leið: “I tuttugu ár var öllu þjóðfélaginu sigað á hann sem hundi á varnarlaust dýr, og síð- ustu árin var hann hvergi óhultur um líf sitt nema þær stuttar stund- ir, er hann hallaði, þreyttur og sekur höfði sínu að brjósti móður sinnar. öngull var óþokkaður mjög af þessum verkum. Hafði hann með sér höfuð Grettis til lands, geyrndi það í salti um veturinn i útibúri sínu, Og er hann fór til þings tók hann höfuðið með sér. Reið hann heim að Bjargi og setti sonarhöf- uðið þannig útleikið fyrir framan Ásdísi þar sem hún sat á palli. Snerist atferli Þorbjörns honum til meins. Var hann dæmdur að missa alt sektarfé og til utanfarar og að koma aldrei síðar til Is- lands. Erlendis, er Öngull sýndi sverð það, er hann vó Grettir með, var Þorsteinn drómundr viðstaddur og óskaði eftir að hann mætti skoða sverðið sem aðrir. Brá hann því þegar og hjó af Þorbirni höfuðið. Urðu það afdrif Þor- björns Grettisbana. Er Þorsteinn kom loks hefndum fram á Þorbirni, voru þeir báðir i sveit Væringja, en svo voru nefndir Norðmenn þeir, er mynd- uðu varðlið Miklagarðs keisara. Við fall Grettis varð hann óska- barn þjóðarinnar. Fyrir máls- flutning Isleifs, er síðar varð biskup í Skálholti, kannaðist al- þing við sýknu Grettis, en gerði banamann hans að útlægum skóg- armanni, sem fyr segir. Lík þeirra bræðra voru sótt til Drang- eyjar af ættingjum þeirra, með samþykki alls almennings, og veitt greftrun að Reykjum, en höfuð Grettis, er öngull ætlaði með til alþingis sem vott frægðar sinnar, gróf hann að ráði vina sinna á suðurleið á sandi, þar sem siðan nefnist Grettisþúfa. \ ar það síðar grafið upp og flutt til kirkjunnar á Bjargi. Þannig lýkur saga þess manns, er Sturla lögmaður hinn fróði seg- L um: “að enginn sekur maður hafi verið jafnoki Grettis hins sterka.” Telur hann Grettir öðr- um vitrari, að hann hafi lengst allra manna lifað í sekt, að hann hafi verið sterkastur maður á land- inu sinna jafnaldra, að hann hafi öðrum fremur komið af aftur- göngum og einskis íslenzks manns hafi verið hefnt úti í Miklagarði nema Grettis eins. Fácinir málshœttir Grettis. “Munur er að mannsliði!” “Sá hafi brek er beiðist!” “Ber er hver að baki nema bróður eigi!” “Lítið er það sem gangandi mann dregur ekki.” “Létt verk ok löðrmann- legt!” “Þá er eigi það að launa, scm eigi er gert!” “Margt er smátt, það er til ber á síðkveldum.” “Þess verður þó getið er gert er.” “Engi maður skapar sig sjálfur.” “Margur seilist um hurð til lok- unnar.” “Eigi er sopið þó í aus- una sé komið.” “Fátt er rammara en Forneskjan.” Fylgjast hér með kvæði eftir eitt eldra skáld vort, sem er handhægt ágrip af afreksverkum Grettis: “Grettir frægðum-fjáði Flest örlögin háði Geirs í hörðu gráði, Grimmar vættir þjáði, Braut upp haug og bar út fé Beint á Noregs láði, Illan draug þar yfirsté Og af honum saxi náði, Þórir, ögmund, Snækoll sneið, Sneypti, rændi þá um leify Tiu deyð með sára seið Serkjum vann í bráði; Djöful ofan drauginn Glám, Drap, er gerði bygða-nám. Gnípu og Sám í gljúfrum blám Við Gýgjufoss afmáði, Hiðbjörn hetju váði, ■Húð af Gísla táði, Ramb hans hrjáði Raupáði, Átta maki Súgs í svaki, Sunds atgerfið knáði; Spjall hagur forspáði, Spektar fyltur ráði. RJOMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er' eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að síunvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL The Manitoba Go-operative Dairies LIMITHD

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.