Lögberg - 11.10.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 11.10.1923, Blaðsíða 4
Bis <t /-ÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. OKTÓBER 1923. 1— íl 3£ögberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd., (Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Tnlaimuri N-6327 ofi N-6328 1 Jón J. BíldfeU, Editor UtanAskríft til blaðsins: TI<E eOlUNBUt PRESS, Ltd., Bo* 3171, Winnlpag. kl»a- Utanáakrift ritatjórana: EDiTOR L0CBERC, Box 317i Winnlpeg, «lan. The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Buildíng, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Lloyd George, M.P. Það eru víst fáir menn á síðari árum, sem eins mikið hafa komið við sögu, ekki að eins Englands, heldur allra Evrópulandanna, eins og fyrverandi forsætisráðherra Breta, Idoyd George, og það eru víst fáir af núlifandi mónn- um, sem eiga eins miklum vinsældum að fagna eins og hanp, og til þess ber margt. Fyrst og fremst atgjörvi mannsins sjálfs, sem er frábærlegt, því það er eins og hann hafi til brunns að bera flest það, sem opinberan stjórnmáJamann má prýða. Málsnild hans hefir lengi verið viðbrugðið. Orðgnótt hans er óþrjótandi og svo fylgir henni mikið töfra- magn, að hann getur hrifið þúsundir manna á vald sitt og hrært hina instu strengi hjartna þeirra, hvort heldur er til gleði eða sorgar, léttúðar eða hinnar dýpstu alvöru. Með þessu valdi mælskunnar fylgir hug- rekki, sem aldrei hefir látið bugast fyrir nein- um erfiðleikum. Þegar hinn svartasta nótt grúfði yfir ensku þjóðinni á stríðstímunum, þá var það hann, sem sá ávalt sigurbjarma hins komanda dags leiftra í gegn um myrkrið. Þeg- ar brezkir hermenn stóðu varnar- og skotfæra- lausir uppi á vígvellinum og urðu að hörfa undan fjandmönnunum, þá var það hann, sem vann nótt og dag til þess að bæta úr neyð þeirra. Þegar þjóðin brezka var að því komin að láta hugfallast, þá voru það ræður hans, sem töluðu í hana kjarkinn—sú bjargfasta vissa, sem á- valt var að finna í orðum hans, sem stsélti hana og jók henni móð, og fyrir það eitt verður nafn þess manns uppi og í metum haft á með- an ensk tunga er töluð eða brezkt hjarta slær. En þótt ekkert stríð hefði verið og hann hefði ekki lyft neinu Grettis-taki í sambandi við það, þá hefði nafn hans samt orðið ódauð- legt í sögunni sökum hæfileika hans og þátt- töku hans í heimamálum frá því fyrst að hann fór að koma fram opinberlega og fram á þenna dag. Allir muna hve andvígur hann var lá- vörðunum ensku og berorður jafnvel í garð konungsvaldsins brezka fyrst eftir að hann kom á þing, og bakaði sér með því hina megn- ustu mótspymu. Hann risti á vanans bönd reiddi hvert höggið á fætur öðru að höfði hinna mikillátu aðalsmanna. Hann reis upp á móti stjórnarvaldinu og konungsvaldinu sjálfu út af Búa-málum og varð svo hart leik- inn út af þeim, að hann varð að flýja í dular- klæðum af fundi í Birmingham. Og alla mót- spyrnuna hefir hann brotið undir sig og hald- ið velli, og nú í kosningunum er síðast voru háðar, féll hann úr forsætisráðherra tigninni, en hefir þó haldið velli, því hann hefir aldrei verið frægri en nú í dag. Á þenna einkennilega mann og athafnir hans, höfum vér flestir horft í fjarlægð. Hann kom að vísu til þessa lands fyrir alllöngu síð- an, þá ungur maður—kom til þess að sjá og kynnast. Nú er hann kominn í annað sinn— kominn að hann sjálfur segir í sömu erindum og svo til þess að þakka—að þakka Canada- mönnum fyrir hina drengilegu þátttöku þeirra í stríðinu og hjájlp þá, sem þeir veittu Eng- lendingum í þeirri miklu eldraun. Hann kom til New York í vikunni sem leið í þessari annari heimsóknarferð sinni til Ame- ríku, og var fagnað þar eins og þjóðhöfðingja. Litla töf hafði hann þar, en fór áleiðis til Montreal, og hingað til Winnipeg er hann væntanlegur á laugardaginn kl. 2.15 e.h. Við- dvöl hans verður hér stutt. Frá Canad?. Kyrrahafs járnbrautar stöðvunum fer hann til ráðhúss bæjarins, þar sem borgarstjóri og öldurmenn bæjarins bjóða hann velkominn. A laugardaginn flytur hann ræðu í Canadian klúbbnum og verður sú samkoma haldin í Olympia skautaskálanum, á horni Church og Charles stræta, sem rúmar 5,000 manns. Kl. 4.30 á sunnudaginn heldur Lloyd George ferð sinni áfram vestur. Á meðan hann dvelur hér í borginni, verður hann gestur fylkisstjórans, Sir James Aikins. Fyrirlestrahöld Þjóðraeknis- félagsins. Eins og getið var um í síðasta blaði, þá hafa þeir herrar, séra Jónas A. Sigurðsson, As- mundur P. Jóhannsson og Árni Eggertsson ákveðið að ferðast um Nýja ísland og flytur sá fyrstnefndi þar erindi, að tilhlutan Þjóð- ræknisfélagsins. Er gott til þessa að vita, með því að það sannar öllu öðru betur, að félagið er vakandi á verði og vill eigi bregðast köllun sinni. Ný-lslendingar hafa aldrei verið eftirbát- ar^annara, að því er þjóðræknismál vor snertir, og má því ganga út frá því sem gefnu, að þeir noti tækifærið og fjölmenni á fyrirlestrana. Ræðumcnnirnir mæla bezt með sér sjálfir, þeir standa allir í röð fremstu forvígismanna Þjóð- ræknissamtakanna og hafa lagt á sig margvís- leg störf fyrir þau mál. Séra Jónas er eldheit- ur þjóðræknisvinur, mælskumaður og skáld, einn hinn allra áheyrilegasti fyrirlesari þjóð- arbrotsins vestra. Ásmundur P. Jóhannsson er maður vel máli farinn, einbeittur og áhuga- samur og hefir unnið Þjóðræknisfélaginu ómet- anlegt gagn, svo sem með starfi sínu í þarfir Tímaritsins, laugardagsskólans o. fl. Árni Eggertsson hefir ávalt borið þjóðræknismál vor fyrir brjósti og aldrei dregið sig í hlé. För þessara þrímenninga um Nýja Island hlýtur að leiða af sér gott eitt fyrir þjóðrækn- ismálið. Hvatningar og uppörvunar er ávalt þörf, því við glæddan áhuga styrkjast bræðra- böndin. Fyr eru samtökin um viðhald tungu vorrar og söguminja, ekki orðin það sem þau eiga að verða hér vestra, en hvert einasta mannsbarn af íslenzku bergi brotið, hefir inn- ritast í Þjóðræknisfélagið. Fimtán beztu skáldsögurnar. Þótt yfirstandandi tíð virðist hafa verið ærið örlát á endurmat bóka, ætti þó ein skrásetn- ingin enn ekki að saka, að því er William Lyon Phelps, prófessor í enskum bókmentum við Yale háskólann segist frá. En hann er maður, sem nýlega hefir samið skrá yfir fimtán þær skáldsögur, er hann telur beztar í heimi. Pro- fessorinn hefir fyrir löngu fullyrt, að þýzk mús- ik og rússneskar skáldsögur ættu engan sinn líka, en í þessum síðasta lista fær England sex vinninga, Frakkland fjóra, Bússland þrjá og Ameríka tvo. Hér fylgir á eftir bókaskráin, ásamt at- hugunum prófessorsins um hverja bók um sig: 1. Robinson Crusoe (1719), eftir Daniel Defoe. i Þetta er fyrsta enska skáldsagan. Með Robinson Crusoe, skapaði Defoe persónugerf- ing, svo máttkan og sannan, að aldrei fyrnist yfir, og jók þannig við hina tiltölulega fálið- uðu fylkingu, ódauðlegra mannlífsmynda. Menn, konur og böm, út um allan hinn ment- aða heim, hafa Robinson Crusoe í hávegum. 2. Gullivers Travels (1726), eftir J(bn- athan Swift.— Áhrif Defoe náðu langt, og einn af þeim, er fvrir þeim varð, var Jonathan Swift, — “Gullivers Travels” átti að vera níðfyndni eða beizkjuháð á “dýr” það, sem kallast mað- ur. Höfundurinn, hitti naglann á höfuðið, hvað því viðkom. En í viðbót náði hann þar svo sterkum listartökum í formi og framsetn- ingu, að fágætt mun vera. 1 full tvö hundruð ár hefir bók þessi skemt öldnum sem ungum. 3. Clarissa (1747-8), eftir Samuel Rich- ardson. Alfred de Musset, taldi bók þessa skáld- sögu skáldsagnanna. Höfundurinn var fimm- tíu og átta ára að aldri, er hann reit hana, jafn gamall og höfundar hinna tveggja fyr- nefndu bók, er þeir luku þeim og sendu þær frá sér. Þetta er ein hin allra lengsta ensk skáldsaga, átta stór bindi. En þeir, sem hafa þolinmæði til þess, að lesa bókina alla til enda, munu sannfærast um, að engu er þar ofaukið, — að tilganginum varð ekki náð í styttra máli. 14. The History of Tom Jones (1749), eftir Henry Fielding. Margir telja þetta beztu og mestu skáld- sögu Englendinga; þó kveðst professor Phelps taka David Copperfield fram yfir hana. — Fielding svipar svo mjög til nútíðar rit- höfunda, að af bókum hans mætti vel ætla, að hann væri einn af samtíðarmönnum vorum. Tom Jones er reglulegt náttúrubarpi aTlra alda. 5. Eugénie Grandet (1833), eftir Honaré De Balzac. Þetta er alment álitin bezta bók höfund- arins. Professor Phelps, hefir á henni fram- úrskarandi miklar mætur. Hann tekur hana langt fram yfir “Pére Goriot”, er ritin var árið eftir, enda er hún í öllu sannsögulegri og lausari við ýkjur. Mótsetningin milli Eugénie og föður hennar, ásamt hinum svipuðu sam- eiginlegu einkennum, líður trauðla þeim úr minni, er eitt sinn las með athygli. 6. Les Trois Mousquetaires — Three Musketeers — (1844), eftir Alexander Dumas. Professor Phelps kveðst sjaldan eða aldr- ei hafa haft meiri ánægju af að lesa nokkra bók, en einmitt þessa. Hann segir, að allir þeir, er kunni að lesa sér til gamans og gagns, ættu að yfirfara bók þessa vandlega, oftar en einu sinni. 7. David Copperfield (1849-1850), eftir Charles Dickens. Charles Dickens skipar öndvegi í enskri skáldsagnagerð, að því er professor Phelps segist frá, bæði sökum þess hve miklu hann af- kastaði og hins, hve sérkennilegur hann var. Sæti Diokens verður ekki fylt af öðrum. Ef til vill náði þó tilfinninga-ákefðin hjá honum stundum helzti langt, eins og tíðkaðist um marga af samtíðarmönnum hans. 8. The Scarlet Letter (1850), eftir Nath- aniel Hawthorne. Bók þessi stenzt hvaða eldraun sem er. Hlutföllin á. milli hinna ýmsu stiga sögunnar, eru jafn-nákvæm og sönn, sem um væri að ræða alfagurt, fullþroska blóm. Mannlífsb myndirnar eru svo skýrar, að þær hrífa óðara með sér huga lesandans. Formið eins nálægt j fullkomnunartakmarkinu og hugsanlegt er og ástríðumagn harmsöguþáttanna svo átakan- legt, að það brennir sig inn í sálarlíf ungral og aldinna. 9. Henry Esmond (1852), eftir William Makepeace Thackery. Thackery gaf út bók þessa í einni heild, án þess að birta hana nokkru sinni í köflum. —Þetta er samfeldasta og bezta bókin, er eft- ir hann liggur, — lýsingarnar áhrifamestar og formið fegurst. 10. Madame Bovary (1857); eftir Gus- tave Flaubert. Þetta var Robert Brownings ein allra- mesta uppáhaldsbók. Engin persóna bókar- innar er samt aðdáunarverð, engin, er lesand- inn þráir að kynnast. En sögunni getur eng- inn gleymt, því allir vita að hún er sönn. 11. Fathers and Children t(1861)i, eftir Ivan S. Turgenev. Turgenev er mestur listamaður allra skáldsagna höfunda, því hann gat bláít áfram ekki annað en ritað gallalausar bækur. George Moore telur hann mestan snilling hinnar nýju stefnu. Turgenev leiðir fram á sjónarsviðið í ritum sínum feður og böm og rökræðir af- stöðu þeirra í því formi, sem sérkennilegt virðist í fljótu bragði, að eins fyrir samtíð hans, en gildir þó engu að síður um allar aldir, því alt, sem hann lýsir, hefir komið fyrir og getur komið fyrir í öllum löndum á öllum tímabilum. 12. Les Misérables (1862), eftir Victor Hugo. Jean Valjean er persónugerfingur, sem lifir eins lengi bókmentir nokkurrar þjóðar eru við lýði. Allir kannast við Javert, Fantine, Cosette, Marnus, Gavroche, gamla Gilienor- mand og hans ægilegu konu. Það sýnist hálf- undarlegt, að enginn skyldi vita um tilveru ' þessara persóna, fyr en Hugo dró þær upp á pappírinn í söguformi. 13. Anna Karenina (1873-76), eftir Leo N. Tolstoy. Af engri skáldsögu mun professor Phelps vera jafn hrifinn og “Anna Karenina”. Hann undrast yfir persónulýsingunum, hve skýrar þær eru og sannar og eins yfir samtölunum og myndunum, sem brugðið er upp. Allir yngri rithöfundar Rússa, svo sem Chekhov, Giorki, Andreev, Artsybas.hev og Kuprin, eru lærisveinar Tolstys í listinni. Það er meira en lítið undrunarefni, að jafn strangrússnesk- ur maður og Tolstoy var, skyldi með sögum sínum fá jafn greiðan aðgang að hjarta, svo að segja hverrar einustu þjóðar, eins og raun hefir á orðið. 14. The Brothers Karamazov (1879), eftir Fedor M. Dostoevski. Dickens var fjarsýnismaður. Yfirlit hans yfir menn og málefni, þekti því nær engin tak- mörk. Dostoveski er hvorttveggja í senn, bæði kafari og flugmaður. Hann er heims- meistarinn í hæðarflugi. Þótt “Crime and Punishment” sé ef til vill hans vinsælasta bók, þá er professor Phelps samt þeirrar skoðun- ar, að “The Brothers Karmazov” sé hans mesta verk. Saga Karmazovs fjölskýldunn- ar, fræðir oss meira um Rússa, meira um mannúðina og jafnvel um oss sjálfa, en oss hafði nokkuru sinni órað fyrir. 15. Huckleberry Finn (1884), eftir Mark Twain. Ef til vill er of snemt, að skipa bók þess- ari sæti á meðal hinna fimtán útvöldu, en þó er frægð hennar stöðugt að aukast og alt út- lit fyrir, að hún muni vinna sér varanlegt framtíðarsæti. Þarna birtist Ameríka og þarna hljómar hennar .sanna rödd. Þetta er einskonar d.íápa eða söguljóð ]Mississipp(i- fljótsins, og enginn, sem nokkru sinni hefir lesið “Huck”, mun svo augum líta Missis- sippi, eða lesa þess nafn, að eigi minnist hann um leið flekans hans. Mark Twain er nákvæmlega eins einstæð- ur í ameriskum bókmentum og Dickens er í þeim ensku, og veröldin hefir komist að þeirri niðurstöðu, að hún megi undir engum kring- umstæðum án hans vera. — Four-and-Twenty Minds. Svo heitir bók ein, sem er nýkomin út, eft- ir ítalska rithöfundinn Giovanni Papini. Það eru nokkurs konar palladómar um ýmsa rit- höfunda og skáld, í núttíð og fortíð. Fyrsta ritgerðin er um “óþekta manninn.’ ’ óþekti maðurinn. “Þeir, sem um skáldskap og ritverk dæma, hafa þann Ijóta sið, að tala ávalt um menn, sem vel eru þektir og sem þeir sjálfir kunna deili á. Afleiðingamar af því eru þær, að enginn hefir enn orðið til þess að rita æfi- sögu óþekta mannsins. Með þessu meina eg ekki, óþekta, menn eða mann, í vanalegum skiln- ingi, sem atvikin geta flutt inn í jafnaðartölu hinna þektu og viðurkendu. Eg meina skáld- ið og rithhöfundinn, sem enginn þekkir eða veit hver er. Það er hin óafmáanlega leti vor, sem hef- ir komið oss til að gleyma hinum óþekta höf- undi — ævarandi velgjörðamanni mannkyns- ins. Á torgum borga vorra blasa því miður við augum voram ótal myndastyttur. Sumar sitjandi í söðlum á hestbaki, aðrar standandi á stöllum; minnismerki manna, sem það eitt hafa gjört sér til ágætis, að skrifa leiðinlega sorgarleiki, eða verið hepnir að stinga með sverðum. Grikkir voru þó að minsta kosti svo framsýnir, að þeir reistu hinum óþekta guði sínum altari. Ættum vér gleymnir menn ekki að reisa hinum óþekta manni minnis- varða?” Rofoin Hood Flour Gerir deigið létt og þess- vegna verður brauðið létt og ánœgjulegt. 1 OUR "HONFY BACK q43BBQSBSS9'£> ROBIN HOOD FLOUR tS GUARANTEEO TO GIVE VOU BETTER SATISFACTION TMAN ANV OTMCR FLOUR MILLEO IN CANADA VOUR OEALER IS AUTMORIZEO TO REFUNO TME FULL PURCMASE PRICE WITM A 10 «R CC«T PEN ALTY AOOCO IF AFTER TWO BAKINGS VOU ARE NOT TMOROUGMLV SATISFIEO WITM TME FLOUR ANO WIU RETURN TME UNUSED PORTION TO HIM ROBIN HOOD MILLS. LIMITED Innifalin í hverjum poka 24 pund og þar yfir. ROBINHOODMILLSLTD MOOSE JAW, SASK. @ -4 % [ROBIN HOOD tJL’* Domarinu Danté. Um Danté farast honum á meðal annars svo orð: Danté fann að gáfur sínar voru guð- leg gjöf, sem gáfu honum rétt til þess að dæma þá, sem á undan honum voru farnir. Hann var svo viss um, að hann væri betri erindsreki guðs en fjárgjarnir prestar eða af- skiftasamir páfar, að hann veigraði ekki fyrir sér að vísa til heljar mönnum, sem létust vera prestar og boðberar guðs í augum fólks. Þannig þrum- ar raust skáldsins frá Floren- tínu frá hásæti ,sem er varan- legra heldur en þau, sem úr eiri eru gjörð. Það virðist eins og hann Jirýsti guði til þess að samþykkja dóm sinn með veldi listar sinnar. Leonaroda Vinci. Hann lifir enn—lifir í mér, hann er partur af sjálfum mér, dýrmætur partur af anda mínum. Hann er fullkominn í mynd hins innra manns; dul- ur en auðugur að andans göfgi, sem að hann geymir, svo að hinir ágjörau eyðileggi hana ekki. Hans yndi er að vinna verk sitt einn, og finst að hann njóti sín ekki í návist annara. Hann þekkir vald þagnarinnar. Hann safnar fyrir sjálfan sig og kastar ekki hugsanaauð sínum út í fjöld- ann. Leonaroda Vinci gerir meira en eggja—líf hans er fögur fyrirmynd, auðugt og skilningsríkt líf, sem leitaði hinnar æðstu þroskunar. 1 Leon Alberii. “Æfikveld Leons Alberti var fagurt. Hann lézt í Róm 1472. Hann hafði ritað, að maðurinn væri líkur skipi, sem ekki væri ætlað til þess að fúna í nausti, heldur að sigla nýjar leiðir yfir höfin, og með atorku að geta sér orðstírs og annara ávaxta frægðarinnar, 0g í þessum skilningi var hann sannarlega siglingamaður. Alberti hefir sýnt okkur suma parta sálar sinnar og svo er það okkar verk, að kanna djúpið og finna þar alt það, sem hann sjálfur ekki sýndi. 1 staðinn fyrir að safna heimildum, um hin ytri lífskjör, þá hefðum við gott af því, að tileinka okkur hina andlegu reynslu hans, á þann hátt einn fá hinir dauðu kent okkur, á þann hátt einn geta hin látnu mikilmenni leitt okk- ur upp á æðri sjonarhæðir. Andi Whitmans. Sál WThitmans er víð eins og veröldim 1 henni rúmast alt eins og í huga guðs. Þar er alt að finna: gleði og sorg, stolt og auðmýkt, guð og gras- stráin grænu. Maður verður að taka á móti henni eins og alheiminum, án tillits til stunda þeirra, sem mennirnir hafa unnið. Whitman er lýðskáld- ið góða, sem fyrirverður sig ekki fyrir að syngja um alt í heiminum. Shakespeare er dauður. Shakespeare dó fyrir réttum þrjú hundruð árum. Hann dó, og við getum sagt, að hann hafi verið gleymdur í hundrað ár. . . . Nú grúfir önnur nótt yfir honum. . . . Við getum ekki verið viss um, að nafn hans verði eins letrað á hjörtu manna eftir hundrað ár hér frá, eins og siður og vani hafa gert í nokkurri tíð. . . . Við erum að breytast, og afkomendurnir, sem k, eftir okkur koma, breyiast enn meira. Það er erfiðara að gera okkur til hæfis með hverjum deginum. Við erum að verða fínni og óánægðari. Það er alt af að verða færra og færra, sem við höfum ánægju af, og það verður enn þá færra, þeg- ar stundir líða. Það eru aí- varlegar kringumstæður, en kringumstæður þær eru óhjá- kvæmilegar, ef við eigum að bæta við forða þann, sem okk- ur var afhentur — ef við eig- um að bæta nýrri arfleifð við þá, sem við tókum á móti frá þeim, sem, þótt dánir séu, líða aldrei undir lok. Maeterlinck. “Að eins í meðallagi sem skáld,” segir Papini. Hans liugsunarfræði er af skornum skamti, hvað svo sem hinir írsku og þýzku meðhaldsmenn hans segja. Hann er lítil- sigldur í vísindum, kerlinga- siðfræðari, hunangs heimspek- ingur, prestur án trúar, vís- indamaður án skilnings, skáld án ímyndunarafls, trúfræðis- kennari hugsunarleysingja, og sjónhverfingamaður auðveldra undra. Að lesa bækur hans, eftir að maður er nýbúinn að lesa verk áhrifamikilla heim- spekinga, er eins og reykja ópíum eftir fjallgöngu. Að lesa þær, eftir að maður hefir lesið ljóð listaskálda, er eins og að drekka heiskt jurtaseyði eftir ljúffengt vín.” Framsókn Frakka. Þegar stríðinu lauk, var oss sagt, að franska þjóðin væri nærri orðin gjaldþrota, og all- ir vissu, að stórsvæði af land- inu lá í flagi. Ef vér litumst um á Frakk- landi nú í dag, eftir nálega fimm ár, verðum vér undrandi. Hvílík breyting! Þar sem áður voru skotgraf- ir og sprengikúlurnar höfðu rifið jörðina í sundur á stór- um svæðum, eru nú komnir blómlegir akrar. Bæirnir, er eyðilagðir voru, liafa risið upp hver á fætur öðrum. Börnin eru farin að streyma aftur á skólana úr öllum átt- um, sem áður lágu í rústum. Kirkjurnar liafa verið end- urreistar. En það sem vekur athygli manns hvað mest, þeg- ar ferðast er um á Frakk- landi, eru verksmiðjurnar nýju og stórkostlegu. Þær mæta auganu nálega alstaðar: um- hverfis Paris, Lyons, Marseil- les, Bordeaux. En Frakkar hafa ekki látið sér nægja, að stofna þessar nýju verksmiðjur niður á lág- lendinu. Þeir hafa líka farið með þær upp í Pyreníu fjöllin, þar eru nýjustu vélar starf- ræktar með rafafli. Á bardagasvæðinu, þar sem alt var áður í auðn, hafa járn- bræðslu verkstæði verið sett á stofn með allra nýjustu gerð, og umhverfis þau hafa nýir bæir risið.upp. Ekki hafa Frakkar heldur látið hér við staðar numið, þeir hafa reist verksmiðjur í Pól-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.