Lögberg - 11.10.1923, Blaðsíða 1

Lögberg - 11.10.1923, Blaðsíða 1
Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON Athugrð nýja staSinn. KENNEDY BLDG. 317 Portage Ave. Mit Eaton Mhtt Þetta pláss í blaðinu fæst til kaups. 35. ARCANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 11. OKTÓBER 1923 NUMER 39 MIKILMENNI HEIMSÆKIR WINNIPEG HAUST. Lloyd George, M. P., sem nú er á ferð um Canada, og kemur hingað til Winni- peg á laugardaginn kl. 2.15. Helztu Viðburðir Síðustu Viku. * +*0<*0ilfi0l4*>++**S++4*+>4***f+******,+**^+<*>*+****++*-+*-+-*'* Canada. Eldur kom upp hinn 4. þ. m., á stórbýli Sir Montagu Allan, að Beaconsfield, Cuebec, er orsakaði $100,000' tjón. Stjórnin í British Columbia, hefir veitt $45,000 til lijálpar nauðlíðandi fólki í Japan. Samkvæmt fyrirskipun Rt. Hon. W. S. Fielding, fjármála ráðgjafa sambandsstjórnarinnar, hafa all- ir stjórnendur Home bankans veri ðteknir fastir og sakaðir um að hafa gefið stjórninni falskar og villandi skýrslur um hag téSr- ar peningastofnunar. Menn þess- ir voru allir látnir 'lausir gegn veði. Réttarrannsókn verður hafin innan skamms. Varafor- seti bankans var Mr- R. P. Gough, er jafnframt hafði á hendi með- istjórnenda sýslan við þjóðeigna- kerfið — Canadian National Rail- ways. tBanki þessi var að mestu bændaeign og áttu margir þar inni hvern einasta skilding, er þeir höfðu dregið sa'man með súr- um svita. Ekki er búist við að innieigendur muni fá nema sem svarar 25 cent af hverjum dollar. — Bankahrunin hér í landi, eru að verða alvarlegt viðfangsefni hverjum hugsandi manni. Mönn- um er ekki úr mwini liðið Merc- hants banka hneykslið, svo og Dominion Finance Ticket Cor- poration og Max Hoffmann far- ganið hér í Winnipeg og loks þetta a'lræmda Home banka glæframál. Hver verður end- irinn? Nýlátinn er að Elgin, Ont., Dr. A. Finley, fyrrum sambands- þingmaður fyrir Souris kjördæm- ið, 57 ára að aldri. Hon. T. A Law, verzlunarmála- ráðgjafi sambandsstjórnarinnar, er rétt í þann veginn að leggja af stað frá Ottawa, í mánaðarferð um Vesturlandið. Byggingarleyfi í Winnipeg borg, fyrir yfirstandandi ár, ne"ma rétt að segja fjórum miljónum daila. W. J. Egan, fyrrum starfsmað- ur verzlunarráðuneytisins, hef'r verið skipaður aðstoðar ráðgjafi innflutningsmálanna. Um það leyti er Ferguson's stjórnin í Oatnrio tók við völdum, ikvaðst :hún staðráðin í að leggja niður sparibanka fylkisins, er stofnaður var þar fyrir nokkru, að dæmi Norrisstjórnarinnar í Manitoba. Nú kvað Mr. Fergu- son vera fallinn frá þeirri ' hug- mynd, en í þess stað ætla að láta fjölga útibúum téðrar stofnunar, víðsvegar um fylkið. Við aukakosninguna til fylkis- þingsins í Quebec, sem fer fram í Yamaska kjördæminu hinn 22. þ. m., verður ,Henri Niquette, bóndi, í kjöri af hálfu íhalds- manna. Óvíst er um þingmanns- efni stjórnarinnar. iKosningarétt til fylkisþingsins í (British Colu'mbia, hafa nú 195,- 078 konur og menn, samkvæmt kjörskrá þeiri, sem nýbúið er að semja. Hon. Mrs- Ralph Smith M.L.A. í Rritish Columbia fylkisþinginu, er nú á heimleið eftir tveggja mánaða dvöl á Bretlandi, þar sem hún hefir verið að ferðast og flytja fyrirlestra um Canada. För hennar var gerð í þei'm tilgangi, að auka fólksflutninginn frá brezku eyjunum hingað tl lands. Landspilda við búnaðarskólann að Olds, Alberta, gaf af sér 105 mæla hveitis af ekrunni, sam- kvæmt skýrslu umsjónarmanns skólans, F. S- Grisdale, í vikunni sem leið. Mun þetta vera mesta hveiti uppskera, sem nokkru sinni hefir heyrst getið um í Canada. Hon. John Hart fjármálaráð- gjafi British Columbia stjórnar- innar, befir lýst yfir því, að stjórn sín hafi afráðið að kaupa $750,000 virði 'í hinu nýja ríkis- láni sa'mbandsstjórnarinnar. Nýlátinn er í Ottawa. Lieut. Col. Francois Gourdeou, fyrrum aðstoðar flota og fiskiveiða ráð- gjafi, maður hniginn að aldri. Bæði korn og ávaxta uppskera Ontario fylkis, er sögð að vera í góðu meðallagi. Bandaríkin. Walton ríkisstjóri í Oklahoma hefir ákveSiS aS kalla saman ríkis- þingiS hinn II. nóv. næstkomandi. Kveöst hann þá munu krefjast þess af þinginu, að það afgreiði lóg, er útrými með öllu Ku Klux Klan félagsskapnum, eða forvígis- mönnum "veldisins ósýnilega", eins og hann kemst að oröi. Bandaríkjastjórn áætlar, að hún muni fá $500,000 tekjur í sköttum af bardaganum milli Dempsey og Firpo, sem fram fór 14. sept. síö- astliSinn. Á nýafstöSnu þingi hinna sam- einuSu verkamannafélaga í Banda- ríkjunum, sem haldiS var í Port- land, Ore., var feld meS miklu afli atkvæSa tillaga, um aS stofna póli- tiskan verkamannaflokk. Senator Borah frá Idaho, kveSst því mótfallinn, aS bændur stofni sérstakan stjórnmálaflokk; hitt sé jafn sjálfsagt, aS peir myndi meS sér öflug samtök, í þeim tilgangi, aS greiSa sem bezt aS veröa megi fyrir sölu landbúnaðar afurSa, þvi eins og nú sé ástatt, sé kringum- stæSur þeirra, hvaS markaC snert- ir, lítt þolandi* Senator Hiram Johnson frá Hrynja höfug tár hausts um fölvar brár, glitra köld á gráum foldar vanga. Sumar sóldægrin, sæla vorilminn, syrgir haust í svartnættinu langa. Eins og angurmóð, eða kvíða-hljóð, náttúran sé nú að hlýða á dóminn. Vindsvals vængjaslag, veinkent sorgarlag kveði um sumarbörnin dánu, blómin. Hröð á hvarfa-veg, haustrjóð, feimnisleg, sólin brosir dapurt sem í draumi. Vors og sumars vald verður undanhald, fyrir þungum freramagnsins straumi Hljóðnar söngva-her; horfinn söngfugl er þangað, sem hans sumar endist lengur. Flytja fiðlur hlyns forspil vetrarins; angursstunu ómar sérhver strengur. Haustsins andi í úfin vindaský dregur svip hins dána sumarblóma; þegar þeim á brjóst, þanin norðan-gjóst, lætur bregða bliki af sólarljóma. Dapra dánartíð! Dauða og lífs við stríð foldarblóm þó falli dauð í valinn, aftur vaknar vor, veitir frjóvi þor: leysir neista lífs i moldu falinn. California, einn af þeim mörgu úr hópi Republicana, sem aUgastaS hefir á forsetaembættinu, er jafn- eindreginn andstæSingur ÞjóS- bandalagsins og nokkru sinni fyr. Telur hann þaS blátt áfram óverj- anlegt, ef Bandaríkin færu aS blanda sér hiS allra minsta í Ev- rópu glundroSann. Frá Islandi. Pétur A. ólafsson hefir ný- lega verið skipaður konsúll Bra- silíustjórnar hér. Er hann um þessar mundir á ferð í Póllandi, í erindum landstjórnarinnar, til þess að kynna sér saltfisksmarkað þar og í EystrasaltsQöndunum. 95 ára afmæli átti í gær (7. sept.) Sigurður Egilsson fyrrum bóndi á pjótanda í Flóa, nú á Njálsgötu 58. Hann er hress að öðru leyti en því, að hann sér il'la; hefir fótavist á 'hverju'm degi. Amerískur prófessor, Gregory, að nafni, er starfar við Yale há- skólann i Bandaríkjunum spáir því, að ný ísöld muni leggjast yfir Norður-Ameríku, ísland, Skandinavíu, Skotland, nokkurn hluta Englands og mikið af Asiu. Ekki fylgdi það sögunni hvenær þetta mundi verða. Væri fróð- legt fyrir þessar hræður, sem nú lifa á hinum 'komandi ísslóðum, að fá að vita svona nokkurn veg- inn hvenær von er á ísnu'm, svo að maður geti forðað sér i tíma. Níutíu og fimm ára verður i dag (29. ágúst) Jón Jónsson frá Vopnafirði, mi til heimils á Hverfisgötu 94. Hann er vel ern enn, iles gleraugnalaust og fer um alt hjálparlaust. Frá Sauðárkróki var símað I gærkveld, að þar væri hríð og versta veður og sennilega um alt Norðurland. Byrjað er nú að grafa fyrir undinstöðunni að Ingólfslfknesk- inu, og á það að standa nær því upp á háhólnum á túninu- Er rist ofan af allstórum bletti uni- hverfis sjálfan fótstallinn, sem auðsjáanlega á að slétta og græða upp. Nú nýlega fór settur borgar- stjóri austur að Alviðru í ölfusi og sótti þangað 50 þúsund laxa- síli, eins og áður var getíð um hér í blaðinu að ætti að gera. Voru þessi síli flutt hingað í Ell- iðaárnar. Flutningur sílanna er ýmsum vandræðum bundinn, en tókst í þetta sinni mæta vel, drapst ekkert síli á leiðinni. petta mun vera fyrsti flutningurinn sem á sér stað á laxasílum hér sunnanlands, og er Ivonandi að góður árangur verði að. Dáin er 22. ili sínu hér í usson, kona kaupmanns, Stykkishó'lmi, og áttu þau elzta 16 ára. Iungnabólga. þ- m. (ág.) á heim- bænum María Lár- Karls Lárussonar fædd Thejl, frá góð kona og 'merk, hjónin 9 börn, hið Banameinið var Dvid östlund, bindindis erind- reki, sem verið hefir í Noregi og Svíþjóð síðan hann fór ihéðan i vor, kemur hingað aftur i haust, í bindindismálaerindum, og ef til vill verður hann hér næsta vetur. Larsen-Ledet, bannmannafor- ingi Dana og ritstjóri helzta mál- gagns bindindismanna þar 1 landi, er væntanlegur hingað inn- an skamms og ætlar að halda hér fyrirlestra. Geir Sæ'mundsson biskup frá Akureyri er fyrir skömmu kominn hingað til bæjarins til þess að vitja um frú œína, sem legið hef- ir hér sjúk um tíma af slagi. Kom hún hingað fyrir nokkrum vikum, hefir verið veik siðan, og þun^t haldin. 'SiIdarafli hefir nú verið aTl- góður á Siglufirði undanfarna daga. Eru sum skipin hætt veiðu'm. Ú.r Hornafirði er skrifað 31- júlí, að þar aé nýdáinn merkis- bóndinn Þórarinn Sigurðsson i Stórulág, oddviti i Nesjahreppi í fjöldamörg ár. Ti;l Grænlands ætlar Sig. Sig- urðsson Búnaðarfélagsforstjóri nú í haust; fer hann með "fs- landi" til kaupmannahafnar og svo þaðan með Grænlandsfari. Er hann fenginn til þess að fara för þessa af dönsku stjórninni til þess að athuga landbúnaðarhorfur á Grænlandi og segja álit sitt um þær. Gerir hann ráð fyrir að dvelja á Grænlandi fram í nóv- ember, en ís er minstur við suður- hluta landsins á haustmánuðun- um. — 8. þ. m. lézt í Borgarnesi, á heimili stjúpdóttur sinnar, Frið- borgar Friðriksdóttur, konu Krkstjáns Jónssonar kaupm., Jó- sep Jónsson, fyrrum bóndi að Hof- akri í Dalasýslu, 87 ára gamall. —^Vísir 12. sept. Halldór Daníelsson hæðstarétt- ardómari andaðist á heimili sínu hér í bænum í gær, síðdegis, eft- ir hálfsmánaðar legu í lungna- bólgu, 68 ára gamall. Hann var fæddur í Glæsibæ í Eyjafirði 6. febrúar 1855. For- eldra hans voru Daníel prófastur Halldórsson og Jakobína Magnús- dóttir Thoroddsen. — Hann varð stúdent 1877 og kandidat í lögum 1883. Sama ár varð hann sýslu- maður í Dalasýswlu og gengdi því embætti í þrjú ár, en bæjarfó- geti í Reykjavík 1886-—1908. Þá varð hann yfirdómari og loks hæðstaréttardómari. Kvæntur var hann frú önnu dóttur Halldórs Kr. Friðrikssonar yíirkennara. Ha'lldór Daníelsson var orð- lagður fyrir dugnað, röggsemi og samvizkusevni í embættisrekstri og var mjög önnum hlaðinn með- an hann var bæjarfógeti og lagði afarmikið á sig. — Hann varð R. af Dbr. 1904, Dbrm. 1907 og stór- riddari Fálkaorðunrar 1922. —Vísir 17. sept. Carl J. Guðmundsson kaupmað- ur á Stöðvarfirði, druknaði 14. þ. m. — féll fyrir borð á bát á heimleið frá Fáskrúðsfirði. Hann var bróðir Stefáns kaupmanns Guðmundssonar á Fáskrúðsfirði. —Vísir 17. sept. Tvö skip rak á land á Siglufirði um síðustu helgi. Annað var § norskt og brotnaði allmikið. Hitt var íslenzkt, heitir "Ingólfur" frá Akranesi. Það brotnaði lít- ið eitt. —Vísir 15. sept. Jakob Gíslason fyrrum söð'Ia- smiður á Akureyri, andaðist i gærmorgun. Krabbamein varð honum að bana., og hafði hann legið rúmfastur eina þrjá 'mán- uði. Hann var 65 ára að aldri. Jakob var ættaður frá Neðri- Mýrum í Húnavatnssýslu, sonur Gísla bónda Jónssonar, er þar bjó, og bróðir frú Ingibjargar Möller, móður Jakobs Möller rit- stjóra. Kvæntur var hann Maríu Davíðsdóttur, eystur ólafs Davíðssonar verzlunarstjóa á ísa- firði. — Vísir 15. sept. Gís'li Árnason laxklaks-for- stöðumaður, frá Skútustöðum, hefir undanfarið starfað að laxa- klaki í pingeyjarsýslu. Hefir nýlega verið klakað út um 100 þús. seyðum í Laxamýrarstöðinni, sem hann hefir komið upp. Fleiri stöðvar hefir hann einnig stofn- að og stjórnar þeim, bæði fyrir laxa og silungaklak og hefir það- an miklum fjölda seyða verið slept í ýms veiðivötn þeirra Þing- eyingaanna. Hafa þeir mikinn á- huga á þessum efnum, og hafa framkvæmdir í málum þessum mikið aukist og frágangur orðið skipulegri og betri síðan G- Á. tók við aðal umsjón þessara mála, en hann hafði kynt sér þau í Noregi og auk þess starfað að þessu áður hér heima. En nokkrir áhugasamir menn höfðu áður brotið upp á þessu, eins og fyr er frásagt hér í blaðinu. Bjarni Sæmundsson hafði skrifað um það og pingeyingar gert til- raunir. Er þetta alt mjög lofs- verður áhugi og ætti að auka og bæta mikið veiðarnar og gera þær stærri og arðvænlegri atvinnuveg en áður. G. Á. ætti að koma upp slíkum stöðvum víðar, ,þar sem vel hagar til og ættu menn að hagnýta sér sem víðast þá reynslu og þekkingu, sem þegar er fengin í þessum efnum. Annars er lesendum blaðsins þessi mál kunn af ýmsum greinum pórðar Fló- ventssonar, sem ferðast hefir all- víða til að leiðbeina mönnum í þessum málum. Magnús Snæbjörnsson læknir Flatey á Breiðafirði hefir fengið lausn frá embætti frá 1. júlí þ. á., sökum heilsubilunar. iBiering-Pedersen jarðfræðing- ur, er í sumar hefir verið á ferða- lagi uppi í óbygðum, m. a. norð- an Hofsjö'kuls og í öskju, fór með Esju síðast vestur á Snæfellsnes og verður þar við rannsóknir þangað til Gullfoss fer til út- landa næst- Er hann hinn •efnilegasti vísindamaður og fékk síðastliðið ár gullpening háskól- ans fyrir úrlausn á verðlauna- ritgerð. Hann tekur Magist- erpróí í vetur og er jarðfræði ís- lands sérfræðigrein hans. Maður, sem er nýkominn ofan úr Borgarfirði, skýrir Morgun- blaðinu svo frá, að þar hafi hey- skapur gengið víðast hvar vel til þessa og sumstaðar gangi hann ágætlega. Sumir bændur i Andakil eru þegar að ljúka við heyskapinn og hinir verða búnir um næstu helgi. Tún voru ná- The Icelander. "Where Mississippi's mighty deep is flowing Through murky woods, with music in its streams; The evening sun in all his glory glowing,— And choral song-birds wake their wonder-themes;" There sat and mused, beside the mighty river, A son of Iceland long within the West, And in his heart he thanked the gracious Giver Who gave so much, and, oh, so richly blesst. I mind—he thought—my silver-mantled Mother With eyes of blue and dress of flowered green; And, though I've left her lap and found another, I keep her image in my soul, serene. And oft, in dreams, I see her valleys studded With peaceful homes, and tranquil waters gemmed; Her mountain-peaks, with evening sunlight flooded, In robes of rose with fringes purple-hemmed. There stood our Stead beside a prattling river That mirrored many rapid-changing hues, Now dark and frowning, then with light a-quiver, Or filled with lace-like weaves of grays and blues. And when the night, her mystic mantle flinging About our dale, revealed her starry height; Then shone our jewelled river, softly singing; — A silver flood aflame with million lights. Such were the scenes of youth—and well i mind them— But dreams of riches, waiting in the West, Awoke ambition's urging flame to find them; To find our fortune in a land more blesst. But, oh! the pang thát smote our hearts that morning When Iceland mingled with the sea and sky, And sank, at last, amid the breakers scorning, In speaehless grief we stood—my love and I. What years, what years of toil we knew together; Those eariy years in our adopted land! But Love and I did every tempest weather To found a home upon this Western strand. . . . And now it is the golden harvest hour, The fruits of labor in our toil-worn hands. And with its fondest hopes in, fairest flower The branch out-planted treasure-laden stands. And so I dream, contented, here at even And calmly view the years ín retrospect. And thank the gracious Giver for the given; The gifts of Earth, of soul or intellect. And let a stream, I pray, of Western treasures Flow ever Home-ward, as a love-born feast, (Where Ránar's daughters, darkly, dance their measures) Unto our grateful Mother in the East. Christopher Johnston. lega alstaðar i Borgarfirði vel sprottin, vall-lendi sæmilega, en mýrar lakar. Á Hvanneyri lítur út fyrir á- gætan heyskap. Það er haft eftir Halldóri skólastjóra, að hey- skapur þar muni verða með allra bezta móti eða svipað og 1917, eða jafnvel meiri. En þá heyj- aðist á Hvanneyri um 3700 hestar. Um miðja síðastliðna viku voru aílar hlöður þar fullar. Sömu- leiðis á Hvítárvöllum og víðar- — Firningar frá vetrinum hjálpa og til. Nýlega druknaði maður úr ön- undarfirði, á fertugsaldri, uppeld- issonur séra Janusar Jónssonar. Enn fremur duknaði maður af Akureyri í ólafsfirði á iþriðju- dagskveldið var, Jóhann Stefáns- son fiskimatsmaður. Druknaði hann í ós, se'm fellur úr ó-lafs- fjarðarvatni og hafði fallið út af trébrú. Hann var mágur Ás- geirs Péturssonar. Dr. Jón Helgason biskup fór á- leiðis til Svíþjóðar og Nroegs meði "íslandi" í gærkvöldi. För þessa fer hann fyrir áskorun frá félaginu "Norden," því biskupa- fundur sá sem tilstóð að haldinn yrði i Noregi í sumar, ferst fyrir og verður ekki haldinn fyr enj næsta sumar- Jón biskupi Helgason verður fyrst við hátíða-l höld í Lundi í Svíþjóð. Dóm-i kirkjan þar á 800 ára afmæli, erj halda skal hátíðlegt 17. og 18. í september, en í Lundi eru vígðir margir hinir eldri biskupar okk- ar, meðan íslenzka kirkjan laut erkibiskupastólnum þar. Á þessari 'minningarhátíð er ráð- gert að Jón biskup Helgason haldi fyrirlestur, um íslenzku kirkjuna á lýðveldistímunum, en annan, um eitthvert trúfræðilegt efni, á trúmálaþingi sem hefst að kirkju- minningarhátiðinni lokinni. Frá Lundi fer hann til Kristjaníu og ætlar að halda fyrirlestur þar á háskólanum 25. september um nú- tímalífið á íslandi, og annan f norska stúdentafélaginu 27. sept- Cmber um íslenzku kirkjuna undir norskri stjórn- Frá Kristjaníu fer hann til Bergen, heldur þar fyrirlestur og prédikar þar 30, september. Gerir svo ráð fyrir að halda þaðan heimleiðis með "Síriusi" snemma í október. 50 ára prestskaparafmæli á í dag (5. sept) séra Páll Ólafsson í Vatnsfirði. Hann er fæddur 20. júlí 1850, stúdent 1869 og kandí- dat frá Prestaskólanum 1871, en vígðist 31. ágúst 1873. Hann er enn hraustur og ern, hefir verið mikilhæfur maður og merkis- prestur- Freysteinn Gunnarsson cand. theol., kennari við kennaraskól- ann, er nýkominn heim hingað aftur frá Færeyjurm. En þar hefir hann dvalið um sex vikna tíma og kent íslenzku á kennara- námskeiði, sem færeyska kenn- arafélagið gekst fyrir. Var þar einnig Norðmaður nokkur, sem flutti fyrirlestra sögulegs efnis, en annars var á námsskeiðinu kend að ,eins íslenzka og færey- izka. Þeir sem hafa verið að grafa undir fótstallinum undir líkneski Ingólfs á Arnarhólstúni hafa komið niður á rústir af húsi, er þeir ætla áð verið hafi í fyrstu peningshús, um tveggja 'metra breitt, og lá frá norðri til vesturs. Voru þar ummerki eftir flór og heybálka. Undir þeim neðsta fanst koparpeningur frá ríkis- stjórnarárum Kristjáns III. Dan- merkur konungs og á svipuðum stað hluti af koparskærum; þarna voru og hlóðir og kolaaska, en steinarnir ákaflega brunnir, svo ætla má, að siðar hafi verið þarna smiðja- Enda fundust þarna lóðarsteinar og ljábakkabrot.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.