Lögberg - 18.10.1923, Blaðsíða 2

Lögberg - 18.10.1923, Blaðsíða 2
Bte. 2 LÖGBERG, FIMT CJDAGINN OKTÓBER 18. 1923. Ekki unt að fá hjálp. par til hún tók að nota “Fruit-a-tiveo"' Meðal’ið búi ðtil úr ávöxtum. R. R. No. 1, Everett, Ont. “Eg hafði þjáðst árum saman af Dyspepsia, lifrar og nýrna ejúkdómum og fékk enga bót fyr en af “Fruit-a-tives” þeim á eg nú að þakka heilsu mína.” Mrs. Thomas Evans “Fruit-a-tives” geta að eins borið jafn blessun^irríkan á- rangur, því þeir eru búnir til á heilnæmasta jurtasafa. Enda eru “Fruit-a-tives” fnægasta imeðilið Fruit-a-tives” eru góðir á bragð- ið og lækna skjótt, sé þeir rétti- lega notaðir. 50c. askjan, 6 fyrir $2.50, reynsluskerfur 25c. Fást í öll- um ilyfjabúðum, eða ibeint frá Fruit-a-tives Limited, Ottawa, Ont. For mín til íslands. Eftir Maurine Robb. Land <— fyrsta landsýnin síðan vér fórum frá Bergen. pegar eg heyrði nefnt nafnið Færeyjar, brá ósjálfrátt fyrir í huga mínum myndum, af fugla- björgum, sigmönnum og harð- gerðu'.n sjósóknurum. Innsiglingin til Færeyja er hin fegursta. Blasa við hraun- drangar eyjar og sund. Eyjarnar eru frá náttúrunnar ihendi hrjóst- ugar. Stundum eru klettarnir hjúpaðir hálf gagnsærri þoku, en sæfiöturinn gullroðinn og sléttur sem spegilg’.er. Dvöl í Þórshöfn. Tvo síðustu dagana hafði ver- ið stormur, en nú var bliðveður, er “Sirius” skreið inn á höfn hinnar smáu höfuðborgar. Skipið varpaði akkerum og fórum við samstundis í land á stórum mót- orbát, Nofckrar fiskiskútur lágu á höfninni, sem og danskt#eim- skip, í föru'm milli íslands, Fær- oyja og Leith og Kaupmannahafn- ar. Oss varð starsýnt á búnað Fær- eyinga. Einkum dró röndótta skotthúfan karlmannanna, að sér athygli vora. Flestir gengu á stuttbuxum og í síðri treyju. Kvenbúnaðurinn er hvergi nærri eins eftirtektaverður. Hinar fátækari konur ganga í dökkum, grófum pi'lsum og með stórt sjal á herðum. Flestar ungu stúlk- urnar eru klæddar eins og við- gengst í Evrópu og heima. Það fékk oss eigi alllítillar undrunar, að geta keypt ágæta silkisokka í pórshöfn fyrir minna verð en í voru eigin heimalandi. Karl- mennirnir í hópi vorum keyptu vindla og vindlinga talsvert ó- dýrari en í öðrum löndum, enda er enginn innflutningstollur á slíkri vöru.— Þjóðsagnir Færeyinga. Færeyskur lögþingsmaður sagði oss sögu eina, er oss þótti í meira lagi eftirtektaverð, en stóð í sam- bandi við William Tell. Eg vissi að ýmsir Norðurlanda rit- höfundar höfðu haldið því fram, að Tell hefði komið norður þar, eitthvað um 1449. En aftur á móti var mér ókunnugt um sögu þá frá elleftu öld, er minnist Geytis Áslákssonar. Haraldur konungur spurði menn sína einhverju sinni, ef þeir vissu nokkurn jafningja sinn. peir svöruðu játandi og nefndu til Geyti Ásláksson. Reið konung- ur þá til Ásláks og spurði eft- ir syni hans. “Hann er graf- inn,” svaraði Áslákur. Reið konungur þá á brott og mætti á leið sinni manni i skralatsskikkju. Sá nefndist Gauta. Þreyttu þeir með sér kappsund, en svo fóru leikar að Gauta sigraði konung. m IHK 8KIN •Öa hörundafegiurC, er þrá kvenna og tieat með því að nota Dr. Chase’s Olntmena. AlUkonar húðejúkdómar, hvería vjð notkun þe»«a meðals og hörundið verður mjúkt og fagurt. h1ft öllum lyfeöium tfða frá Edmanion, Batea & Co., Limited, Toronto. ókeypis Býniahorn sent, ef hiað þetta er nefnt. Jr.Chdse'íj -Oinlmenl Krafðist konungur þá þeirra skaðabóta, að Gauta skyldi skjóta valhnetu af höfði bróður síns. ping'maðurinn kunningji vor las eftirfyl^jandi kvæði, með hátíð- legum alvörublæ í röddinni, um atburð þenna: “iOn the string the shaft he laid, Jesu hat:h heard his prayer, He shot away tihe little nut, Nor hurt the lad a hare. List thee Geyti Aslaksson, Truly tell to me, Why had you the arrows twain In the wood yestreen with thee? I had the arrows twain Vestreen in the wood with me, My brother dear had I but slain The second were aimed at thee” Færeyingar hafa augljóslega fram’eitt hrausta og hugrakka menn. Skemti kunningji vor oss daginn eftir, með sögum um ýms afreksverk samþjóðarmanna sinna. Mintist hann á Sig- mund Brestisson, prins þeirra Færeyinganna, er ólafur Trygg- vason kristnaði. og eitt sinn syntí fjórar mílur til þess að bjarga lífi sínu. Einnig fræddi hann oss um æfintýramanninn Ole Jensen, er hætti lífi sínu hvað ofan í annað við sig í fuglabjörg. Sveiflaði hann sér þráfaldlega þannig langa leið að ihann gæti náð fótfestu á einhverri syllunni. Dag nokk- urn vildi það til, að malpoki sá, er menn Óla létu síga niður til hans féll í höfuð honum og hratt honum fyrir björgin. Varð það hans bani. Afstaða Færeyinga gagnvart Dönum. Auðvitað teljast Færeyingar til Danmerkur. Hið lögbaðna tungumál er danskan, þótt eyjar- skeggjar tali málýzkur harla svip- aðar íslðhzkunni. Þeir geta jafnvel lesið íslendinga sögurn- ar sér t'i'l fulls gagns. Blær máls- ins og hreimur, er þó alt annar en sá, er einkennir íslenzkuna. Tveir færeyskir þingmenn eiga sæti á þjóðþingi Dana í Kaup- mannahöfn. pó ræður lögþingið miklu um heimavnál. Þinghús- byggingin væri vel samboðin, flestum bæjum í Canada. Lög- þingsmenn eru kosnir til þriggja ára, en æðsti embættismaúurinn er amtmaður skipaður af kon- ungi Dana. Gildir e'mbættisveit- ingin æfilangt. Eru Færeyingar ánægðir með núverandi stjórnarfyrir komulag, eða þrá þeir að verða aðnjótandi sama sjálfstæðisins og íslending- ar nú njóta? Svarið verður bæði játandi og neitandi, því um isjálfstæðismálið eru áll-skiftar skoðanir. Færeyskur prestur er varð oss samferða til Austfjarðanna á ís- landi, tii þess að prédika þar meðal fiskimanna úr eyjunum, er þar stunduðu veiðar, fullyrti, að íbúar Færeyja væru yfirleitt iharðánægðir með sambandið við Dani og æsktu á engan veg eftir savna sjálfstæðinu og Islendingar nú nytu. Eg spurði ihann að ástæðpnni. Hann svaraði hægt og alvarlega á þessa leið: “Það eru að eins 25 þúsund sál- ir á eyjunum. Þjóðin er mjög fátæk. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá þörfnumst vér þó í raun og veru ekki meiri peninga, oss líður vel og þörfum vorum ei auðvelt að fullnægja. Vér fisk- um bæði nóg til notkunar heima fyrir og það mikið til útflutnings, að vér getum keypt frá öðrum löndum allar vorar nauðsynjar. Innfluttu vörurnar fáum vér við sanngjörnu verði, því um engan innflútningstoll er að ræða. Full- veldi mundi hafa í för með sér fyrir þjóðina aukna ábyrgð og margskonar vandamál. Vér þurfum á liðstyrk Dana að halda, til þess að annast um utanríkis- málin. Og því ættum vér ekki að vera ánægðir með sambandið? Námsmenn vora sendum vér á há- skólann í Kaupmannahöfn sökum þess, að okkur skortir fé til þess að stofna og starfrækja háskóla heima fyrir. Oss fellur vel við Dani, þeir hafa rey^ist oss vel. Kapungurinn nýtur hinnar mestu ástsældar í eyjunum. Vér er- um ánægðir með stjórnskipulag- ið eins og það er.” Annað hljóð úr horni. Annan mann hittum vér, er leit harla ólíkum augum á málið. Sá var kallaður “konungur Færeyja” Hann á mestar landeignir á eyj- um, er þingmaður og lætur mikið til sín taka. Ummæli hans um sjálfstæðisbaráttuna, voru eitt- hvað á þessa leið: “Auðvitað eigum vér að vera sjálfstæð þjóð, og vér skulum verða það líka, áður en langt um líður. Færeyingar hafa ávalt verið harðsnúnir, greindir menn og þess albúnir, að bera ábyrgð á sjálfum sér. Vér bæði getum og skulum í náinni framtíð, stjórna sjálfir málum vorum, án íhlutunar af hálfu danskra stjórnarvalda. Séu Islendingar sjálfsforræðinu vaxnir, því ættum vér þá ekki einnig að vera það. Stofninn er einn og hinn sami — norræni stofninn. Vér vorum einu siftni sjálfstæð þjóð. pví ætt- um vér ekki að geta orðið það i annað sinn?” Þarna endurtók gamla sagan sig upp aftur og aftur. Tveir flokkar, — gamall íhaldsflokkur og nýr íhaldssamur umbótaflokk- ur eða hvað? Eg get tæpast gjört mér grein fyrir hvorum flokknum að hugur minn stendur nær, þó mér finnist eg fremur hal'l- ast að þeim, er krefst fullkom- ins sjálfsforræðis. Færeying- ar eru ekki fremur danskir en íslendingar eru það. Og því ættu þeir þá ekki að feta í fótspor þeirra og sýna Dönum svart á hvítu, að sjálfstæðisþrá þeirra sé vakandi og að þeir fulltreysti sjálfum sér til að bera einir á- byrgð á málum sínum. Kvikmyndahús't, auðvitað! Ekki minnist «g þess að hafa séð eina einustu bifreið í Færeyj- um, en í búðargluggum sá eg hljómvélar og auglýsingar um nýjustu jazzlögin. íbúarnir voru talsvert upp með sér af kvik- myndahúsum sínum jog sögðust vita glögg deili á flestum amerísk- um og dönskum leikendum. Þótt margar götur pórshafnar sé afar þröngar og húsin víða ofur smá, með vallgrónum þökum, þá er þar einnig talsvert af nýtízku húsum. Eina húsið sem mér gafst kostur á að skoða innan, var heimi’i brezka ræðismannsins í 'höfuðborginni. Er hann Fær- eyingur í húð og hár. Fjöldi canadiskra heimila kemst ekki í hálfkvisti við þenna ræðismanns- bústað,, hvað smekkvísi í vali húsgagna áhrærir. Á veggjun- héngu fögur olíumálverk, eftir listamenn Norðurlanda, ásamt málverkum eldri snillinga. Flest- ir húsmunir voru fagurlega út- skornir og hinir og þessir gripir úr látúni, silfri og kopar, marg- víslega letraðir og grafnir, juku mjög á fegurð herbergjanna.— Island næsti áfangasíaður. “Næsta fótfestan verður á ís- lenzkri *mold.” En þegar vér kom- um um borð í “Sirius”, var okkur sagt að skipið ætti að koma vjð í Vestmannaeyjum og afferma þar dálítið af vörum. Þangað komúm vér seinni part næsta dags. Eigi var oss leyfð land- ganga sökum taugaveiki, er geys- aði í eyjunum. Loftslagið í Vest'mannaeyjum er ávalt raka- samt. Kaldranalegt mistur huldi dranga og tinda og hékk eins og kongólóarvefur yfir húsunum í dalverpinu. Bærinn, eða þorpið, virtist bera með sér fátkætarblæ. Aðal-atvinnuvegir eru fiskiveið- ar, sauðfjárrækt og fuglatekja og jafnframt aðal skemtunin. Landfarsóttir heimsækja eyjarn- ar oft, stafar það sumpart af hrá- slagaveðrum, en I og með sökum þess, að vatn er ekki að fá í eyj- u'm, annað en misjafnlega gott regnvatn. ipótt Vestmannaeyj- ar teljist til íslands og fólkið sé íslenzkt, þá hefir það ekki til að bera þau sömu frjálsmannlegu einkenni og íslendingar þeir, er vér höfum kynst í Canada og jafnast hvergi nærri á við íbúana á sjálfu íslandi. Áður en vér lögðumst til hvíld- ar um kvöldið, voru oss sögð þau gióðu tíðindi, að næsta dag, kæm- um vér til Reykjavíkur, hinnar frægu höfuðborgar íslands. Framh. Símon skósmiður. Eftir Láru Salverson. Umgjörðin um þessa sögu er lík- ust giltum ódýrum ramma utan- um meistaraverk, það er eitt af þessum smáþorpum, sem rísa upp svo skyndilega á sléttunum í Saskatchewan. í dag er þar -auðn á morgun hellir sólin geisl- um sínum yfir búðirnar óreglu- lega bygðar og stoðirnar, sem settar eru niður hér og þar í stað hestasteina. Byggingarnar, sem jafnvel í byrjun sýnast söðulbak- aðar og gamlar. 1 einum af þessum andlausa og einstæða bæ hélst Símon skóari við. ,pó andi hans flýgi um all- an heim frjáls og djarfur eins og andi víkinganna, sem hann var frá kominn, gerði. Vinstra megin og dálítið í burtu frá hon- um stóð kofinn hans í þéttum skógarrunni. Það var lítill kofi vel málaður og vistlegur. pakið var grænt en veggirnir hvítir og gluggarnir tveir, ávalt hreinir, glömpuðu eins og de- mantar þegar 'hallandi sólar- geislarnir stöfuðu á þá, en líkt- ust kattarglyrnum þegar dimma tók af nóttu. Á borði á bak við gluggann í miðjum kofanum stóð blómsturpottur með geran- íum, með rauðum blómstrum á, þau sáust í gegnum glugga húss- ins björt og fögur. Þau eins og sál Símonar snéru að sólinni i trú og trausti og uxu í yl hennar, róleg á bak við verndarmúrana. Eg hafði kent á skóla í nokkr- um af þessum þorpum, sem öll eru eins útlits og eins lík hvert öðru Qg ertur á illa hirtum garði. Eg bjóst heldur ekki við mikilli 'breytingu né ánægju. En í fyrsta skifti þegar.eg ók fram hjá litla húsinu hans Símonar á leið ■minni þangað sem eg átti að dvelja fann eg til óljósrar með- vitundar um það, að i því ætti miklhæfur maður heima. “Hver á heima í þessu ein- kennilega litla húsi,” spurði eg. iDrengur kringluleitur, með mjúkar rósrauðar kinnar, sem sendur var til þess að mæta mér, og aka vneð mig heim til bónd- ans þar sem eg átti að eiga heima, svaraði stamandi: “Skósmiðurinn, ungfrú — Sí- mon skósmiður. Eg varð alveg hissa. Mér fanst að þarna hlyti einhver öldr- uð kona að búa. Með grátt hár í löngu pilsi, með sjal á herð- um, svo varp eg öndinni og hugs- aði með sjálfri mér að ef þetta væri heimili aldurhniginnar konu, þá ’mundi það ekki hafa neina leyndardóma að geyma, heldur að eins þægilegt heimili í vand- ræða bæ. En þegar það var heimili einsetumanns, þá var ekki gott að segja hvaða æfintýri það gæti haft að geyma, og eg réði þar og þá við mig að eg skildi heim- sækja hann. Og þegar tímar liðu lærði eg áS bera lotningu fyrir manninum sem átti heima i húsinu með græna þakinu, með blómsturpottum með blómunum í og þekkja það sem vinnustofu, er lýst var upp með hugsjónaljósi •skósmiðsins, sem kastaði Ijósi yf- ir von og örvænting liðinnar ald- ar. — Eg gleymi aldrei fyrsta sam- fundi okkar. Heimskulega for- vitin, en þó hálfkvíðandi fyrir vonbrigðum, flýtti eg mér lauéar dagsmorgun einn áleiðis til skó- smiðsins, og til þess að fara ekki erindisleysu, tók eg með mér gamla skó sem eg átti, sem hæl arnir voru orðnir gengnir á. Þegar eg gekk upp götuna, sem lá frá brautinni upp að húsinu hans heyrði eg að hann var að raula eitbhvað fyrir munni sér í þægilegum rómi. pað gat verið lag, — og ^það gat líka verið tón og saman við það blandaðist urrandi þytur vélarinnar, sem hann var að vinna við. Dyrnar stó.ðu opnar og eg steig inn fyrir þröskuldinn á litla hús- inu áður en húsráðandinn sá mig. Hann snéri bakinu að dyrunum, og var að gera við barnaskó að mér sýndist og hélt áfram að raula og snúa svörtu vélinni, sem hann notaði við verk sitt. “Góðan daginn — Sólin er kom- iji hátt á loft,” sagði eg. Hann snéri sér hægt við og rétti úr sér. Hann var hár vexti og ofurlítið boginn í herð- um, sem sýndi að hann hafði í mörg ár lotið yfir vinnubekk sínum. Andlitið var góðlegt hárið snjóhvítt greitt upp frá enninu. “Góðan dagiVm ungfrú,” sagði •hann um leið og hann lsit á mig bláum broshýrum augum, sem eldur æskunnar- brann en í, þó árin hefðu sett stimpil sinn á hið góðlega andlit hans. “Góðan dag- inn og sólin er komin hátt á loft”. endurtók hann, eins eðlilega og að listamaður tekur upp mál- bursta sinn. — “Og geislar henn- ar leika á vængjum þrastanna.” Eg hafði staðið eins og í leiðslu, nú rétti hann fram hend- ina brosandi og tók á móti snjáð- um skóm, sem eg hafði haft með mér að heiman, og sem eg í svipinn hafði gleymt. Hann skrifaði niður hjá sér það sem hann þurfti að vita í sambandi við þetta litla verk, og gjörði það með háttprýði, sem honum var auðsjáanlega meðfædd, og sem gaf þessari atvinnugrein hans göfgi. Þarna var vissulega annar Spinoza, sem við lækkandi kveldsól vann baki brotnu á hinu fátæklega verkstæði sínu. Eftir að hann hafði komið skón- um fyrir á hyllu, sþar sem mörg- um öðru.m jskóm var smekklega raðað, eins og í herfylkingu, leit hann aftur til mín og brosti. “Karlinn er að verða heimskur ungfrú góð,” sagði hann um leið og hann rétti úr sér. “En það sem að þú sagðir kom mér til að hugsa um víðáttumikinn heim- inn og vorblæ á stöðvum sem eru langt í burtu! og það er eins og það á að vera er það ekki? Þeir eldri bregða upp ljósi á vegi æskumannanna, og frá æsku- mönnunum leikur leiftur um drauma þeirra eldri. Alt í einu logaði upp í huga mér hatur til skröltsins og hávað- ans, sem alt af glumdi i eyrum mínum á sveitaheimilinu, sem eg átti heima á. Eg hafði ekkert að gjöra, hví skyldi eg flýta mér heim til mín? Umsvifalaust hlammaði eg mér niður á stól, sem etóð gengt glugganum. “Farðu nú ekki að segja að eg gjöri þér ónæði! Mér sárleiðist, en litla húsið þitt er rétt eins og draumurinn, sem þú varst að tala um.” Rétt þegar eg var búin að sleppa orðunum fyrirvarð eg mig fyrir ákafann og steinþagnaði. “Er það virkilega svona slæmt? þegar manni leiðist,” spurði Sí- mon í mildum rómi, sem auðsjá- anlega var ekki hið minsta hissa á, að eg skyldi hafa sest niður. Síðan ihefi eg reynt, að eins og seguliinn dregur stálið að sér, svo dregur hin fagra sál Símonar að sér, þá, sem lífsleiðir og vonlaus- ir eru. pað var hinn sami beiskjubik- ar, sem Nanna varð að drekka til botns, er lát Baldurs barst henni til eyrna. pað er því lítil furða \ó oss mönnum finnist hann hræðilegur. “Þú ert Norðurlandamaður,” sagði eg hikanói, því eg furðaði mig á óframfasroi ’minni í návist þessa yfirlætislausa verkamanns. “pú getur haft það, sem þér sýnist,” sagði hann og brosti, klipti af langan nálþráð og vax- aði hann. “Hvað gjörir það annars til? Eg hefi máske einu sinni verið það og verð það ef til vill einhverntíma aftur.” Það var snertur af biturleik í málrómi hans þegar hann sagði þetta. “pú varst að syngja þegar eg kom og söngurinn þafði undra mikil áhrif á mig. Fram í huga mínum kom hugsunin um klaust- urgarð. Klausturfólkið gekk þar um með lotin höfuð í hettum sínum. Um bróðir á bæn. Mé. datt líka í hug ísraels’menn við vötnin í Babýlon. Hvað var það sem þú varst að syngja?” Hann horfði á mig lengi og var hugsandi. Ekki vissi eg hvað hann sá. En smátt og rmátt færðist undarlegur glampi í augun á honum Andlit hans, sem mér hafði fundist unglegt og góðlegt varð hart og skorpið, eins og fornt bókfell, sem grafið hefir verið upp úr jörðu og geislar sólarinn- ar stafa á. Eg fann til þess að hann hafði alveg gleymt mér. En samt var eg ánægð. Því hann hafði orðið hluttekningar var hjá mér — orðið einhvers var, sem krafðist einlægni og lofaði trausti. “pér heyrðist bróðir þinn vera að biðja í garðinum. Um 'hvað var hann að biðja? Um fyrirgefn- ing synda, um lausn frá raunum sem hann hafði sjálfur bakað sér.” í auðmýkt ganga þeir fram fyr- ir guð sinn, til þess að mikla nafn hans. Þeir sátu við vötn Babý- lonar og grétu. Ó ísrael, hve vel eg þekki sorgir þínar. Að láta þyt vindarins drekkja rauna- tölunum. Gefa himninum sorgar- tárin og óttann um komandi tíð. — Nei, ljóð mitt hljóðar ekki urn slíkt.” pú munt segja, að það hafi verið bæn, það var það líka og mér fanst eg gæti ekki þolað að mér væri synjað. Hann settist á bekk sem stóð undir glugganum og studdi lún- um höndunum á kné sér, sem leðursvunta skýldi og voru barns- skórnir öðrumeginn við hann á bekknum. Á bak við hann var glugginn með geraníu blóminu, sem eins og kinkaði klolinum til hins leiðinlega þorps. “pað eru sumir, sem maður getur talað við, en aðrir sem maður verður að tala til. Það eru fáeinir sem skilja, og aðrir sem yfir þekkingunni einni eiga að ráða. Skilningurinn er vís- dómur, en þekkingin er oft ekkert annað en minni. í norðunhöfum liggur eyja, sem guðirnif hafa velþóknun á, en náttúruöflin anda köldu að. Úr hinum e’dlega jarðvegi þess rísa yötnin með þrumugný mót himn- inu'in, eða að þau falla eins og krystallsbelti ofan úr hálendinu, og lykkjast eins og silfurþræðir um hina undursamlegu dali þess. Þar eru skrúðgræn beitilönd, og stöðuvötn, þar sem blómin vagga sér í sumarblænum, andirnar hlúa að ungum sínum og svan- irnir syngja í tung’skininu á kveldin. par er hryggilega mik- ið af söndum og brunahraunum, þar se*m eyðileggingin hefir bygt sjálfri sér minnlsvarða, sem er ímynd þrauta og þrenginga og yfir öllu eins og guð eyðilegging- HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK COPENHAGEN Hefir göðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssökm arinnar, rísa fjöllin með ægilega svartar brúnir og eld í hjarta. Það er undranna og tilbreyt- inganna land, þar sem augað þreytist aldrei og andinn aldrei dottar. Land, sem enn er bú- staður guðanna, og sem Móse setti til síðu og ýtti út í auðn með sinni fannhvítu hönd. par gefur enn að heyra pórsihamars þrum- urnar þegar hann herjar á jötn- ana í ihinum voldugu fjallaherm- ilum þeirra og svo eru aðfarir hans miklar, að jökulinn og snjór- inn losna úr fjallabrúnunum og falla með^geypi’hraða ofan á jafn- sléttuna. “Þar fá menn litið hinn tígu- lega Týr, þann er mestur er guð- anna í herferð sinni gegn úlfum eyðileggingarinnar. 1 fjalla- brúnum er Baldursbrá að finna, og þá vita menn að Baldur hinn fagri hefir ekki gley’mt því landi heldur elskar það enn. Og Frigg spinnur hin glóbjörtu ský í sín- um undursamlegu höllum, eins og skjólstæðingar hennar , konur landsins, spinna ulliiia í föt handa börnum sínum. Alt þetta er hér eins og forn- munir í safni. En menn sjá og bera við fjallabrúnirnar turna kirknanna, sem halda djarflega á lofti krossinum smánarlega, sem blóð hins réttláta var úthelt á. Og með hafgolunni berst klukna- hljóðið yfir fjöll og dali eins og rödd Jóhannesar í eyðimörkinni. pað er um það land, sem eg syng. Slitinn frá ættþjóð minni, krýp eg við fætur guðs Símonar, og alt það sem hann sagði mér. , —-•••• Eftir hina 'litlu þögn, sem a varð byrjaði hann aftur í djúpum hljómmiklum rómi, nokkurskonar tón eða framsögn. Stefin voru 'hljómþýð og höfðu á sér helgi- blæ, en fyrstu línurnar í hverju versi voru ihelgiávarp, með sér- stöku rími og 'mjög hátíðlegar. pegar fram í kvæðið sótti, þá enti hann versin lfka á sama hátt og varð því uppihaf og endir hug- myndar þeirrar sem oröin “Alfa” og “Omega” fela í sér upphaf og endir allrar tilveru og lífsreynslu. pað var guð í tilverunni. Það var alt það sem til hefir verið og til mun verða og í gegnum þenna hrífandi leyndardóm braust and- varpsstuna :hins vílluráfandi mannkyns, eins og ljósglampi 1 gegnum þrumusský. Þó eg í bili mist sjálfsti'lveru meðvitund mína og og litla h-úsið hans Símonar skósmiðs og hann sjálfur hyrfi úr huga mínum, þá j brendu orð hans sig inn í sálu mína, og • mér skildist að litlu leyti, hvað af máli ihans var knúð fram af sorgar endurminningum og hvað af því, af hans eigin dygðum. Mér skildist að nokkru leyti að dygðin er einföld og hrópar til vor frá kvaki fugl- anna og blöðum blómanna og að vísdómurinn er vitran og vitran- in og guð eru ávalt samferða. Framh. þess.” .......... Símon þagði og sat hljóður í nokkrar mínútur, en þögnin var svo þrungin hrygðarþunga, að mér fanst hún eins og smjúga í gegnum merg og bein. Það var eins og yfir mig færðist draum- kent svefnmók, þó sólin skini í heiði og eg vaknaði svo eftir að næturdöggin hefði dropið á sál mína. Hve ófullkomin er ekki þessi lýsing mín. pessi maður sem eg þekki ekki, en var þó ekki ó- kunnug, átti yfir að ráða • ein- hverju dularafli, sem var eins óforgengilegt og tign fjallanna, og sem menn urðu ósjálfrátt að bera lotningu fyrir Og kynnast. ) Og það var einvnitt það sama ein- kennilega afl í sjálfri mér, sem | þrýsti mér til þess að skynja hina ! andlegu yfirburði hans. í gáleysi mínu hefði eg að lík- indum ekki séð neitt einkenni- legt við þenna mann — ekki séð | neitt nema skósmiðinn dálítið boginn og slitinn af vinnu, mál- ugan og masandi við jafnaldra sína. En þekkingin er ekki eingöngu afkvæmi hugsunarinn- ar, né heldur augans. 1 djúpi 'með- i vit^ndarinnar á skilningurinn upptök sín — þar er frumþrótt hans að finna, sem menn hvorki þekkja né skilja til hlýtar — auga hins æðra skilnings, sem opnast að eins þegar andiniúbýður. Sumir smáviðburðir eru greypt- ir með óafmáanlegu letri í huga manna, svo að þeir fyrnast aldrei — ritaðir á hjarta mannanna, þar I sem ljósblik sólarinnar stafar sífelt á þá. þannig var með kvæði Healing by the ^am-Buk method is far in ad- vance of anything else yet obtainable. Try Zam-Buk on any pimple, cut or cold-sore and you wili be astonished at its swift, effective healýig. Zam-Buk is a super-batm scientifi- cally prepared from the richest herbal oils and extracts. The wonderful Sooíhin action of herbal Zam-Buk is second only to its powerful antiseptic and germicidal influence. When you apply Zam-Buk there is never the danger of poison or disease being ‘locked in’ the wound or sore as with fatty salves and ointments. On the contrary, Zam-Buk prevents your sore or injury from taking “bad ways,” it kills oíf poisonous germs and grows fine healthy new skin. Thus Zam-Buk provides you with a handy ever-ready healer and powerful natural Aniiseptic Zam-Buk is unequalled as the sooth- ing, swift and safe remedy for Cuts, Burns, Scalds, Chaps, Chilblams, Cold Sores, Eczema, Ringworm, Piles, Ulcers, Poisoned Wounds, etc. THE CliEAT /1ÍRBAL BAL.M 50c. box, chtmists attd dealet s everywhert. RJÖMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvínnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL The Manitoba Co-operative Dairies LIMITKI)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.