Lögberg - 18.10.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 18.10.1923, Blaðsíða 4
Bla 4 /.ÖGBERG, FIMTUDAGINN OKTÓBER 18. 1923. Jögberg Geíið út hvern Fimtudag af The Col- ambia Pre*$, Ltd., (Cor. Sargent Ave. & Toronto Str.. Winnipeg, Man. Taliimari N-6327 ofj N-6328 Itm .» Btls'.fell, Editov Utanáskrift ti! hlaðsins: rt(f C01U»{BI^ PRE8S, Ltd., Box 317!, Winnipeg, Mt»n- Utanáskrift ritstjórans: {OiTOR LOCBfRC, Box 3172 Winnipeg, Njan. The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Buildíng, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Ný uppfynding. “Neyðin kenirir naktri konu að spinna”, segir gamall íslenzkur málsháttur. Á síðustu árum hefir haim orðið raunveruleiki fvrir marga. Menn hafa orðið að beita öllum sínum kröftum til þess að brjótast í gegn um erfið- leikana, og það er að vissu levti gott, því þá kemur fram í mönnum úrræði og áræði, sem annars máske kæmu altlrei í ljós. Þessir erfiðu tímar, sem yfir menn hafa gengið síðustu árin, hafa knúð inenn til þess að hugsa - hugsa og starfa. Kn fáir eni það samt, sern eins hreystilega hafa orðið að ttaka á móti liinum erfiðu aðköstum eins og bændurnir, .sem eins og vant er, hafa orðið að vinna baki brotnu, fengið lítið fyrir afurðir sínar, en orðið að borga hátt kaupgjald og borga allar lífsnauð- synjar sínar liáu verði. Þessar kringumstæður hafa komið þeim til þess að neyta allrar orku til þess að draga út framleiðslu kostnaðinum, og virðist að bónda einum í Alberta hafi tekist að komast niður á aðferð, sem er líkleg til þess að hafa stórmikil áhrif ó kornframjeiðslu. Maður þessi heitir J. H. Hauser og á heima í Killam, Alberta. Hefir hann fundið upp nýja vél til kornskurðar, sem sker kornið og setur það í garða með tuttugu og fimm feta millibili, þar sein það er látið þorna eins og hey á íslandi. Og svo er hann búinn að fullgera vél, sem lyft- ir korninu upp og flvtur það að þreskivélinni og losna menn á þann hátt algerlega við að binda og drýla korniÖ, sem hefir ekki lítinn kostnað í för með sér. Svo hefir hann í smíð- um lyftivél og þieskivél, sem eru samfastar. Lyftivélin á að lyfta korninu úr görðum, en þreskivélin að þreskja það jafnóðum. Nokkrir merkir menn, á meðal þeirra fylkis þingmenn, gjörðu sér ferð til þess að skoða vélarnar og hvaða gagn þær gerðu, og urðu þeir svo sannfærðir um ágæti þeirra, að þeir hafa farið þess á leit við stjórnina, að húiv taki að sér að sjá um smíði á vélunum og sjá um, að uppfynding þessi komist ekki í hendur okurmanna, en að bændur fylkisins fái að njóta allra þeirra hlunninda, sem upp- fyndingin getur veitt, á sem greiðastan og ó- dýrastan hátt að unt er. Panama skurðurinn. Það eru nú níu ár, síðan Panamaskurður- inn var opnaður, og spáðu menn misjafnlega fyrir því fyrirtæki þá, eins við var að búast, því kostnaðurinn við það feikilega mannvirki var orðinn ægilega mikill, $400,000,000. En eftir skýrslu, sem ýfirmaður fyrirtækisins, Col. Jay J. Morrow, gefur, sem staddur var nýlega í New York, þá eru allar líkur til, að þetta mikla mannvirki ekki að eins borgi sig, heldur verði arðvænlegt með tíð og tíma. Kostnaðurinn við að starfrækja skurðinn er $600,000 á mánuði, og hefir skurðurinn gef- ið af sér $50,000 arð mánaðarlega á síðastliðnu fjárhagsári, sem nemur 3 af hundraði af stofn- fé fyrirtækisins. Á síðastliðnu fjárhagsári, sem endaði 30. júní, fóru 4,272 skip í gegn um skurðinn og fluttu þau 21,210,000 ton,s af vörum, og nam skurð-tollurinn af þeim $18,975,000. Á þeim níu árum, sem skurðurinn hefir verið starf- ra'ktur, hafa 20,474 skip farið í gegn um hann með 34,234,474 tons af vörum, og tollurinn, sem þau skip hafa horgað, nemur $78,549,346. í júlí síðastl. fórú fleiri skip í gegn um skurð- inn, heldur en á nokkrum öðrum mánuði síð- an hann var opnaður; tala þeirra var474 dg borguðu þau $2,124,429 í toll. — Allmikið af vörum frá Vesturfylkjunum í Canada voru send þá leið til Englands, eink- um afurðir mjólkurbúa. Flutningsgjaldið var $1.50 fyrir 100 pd. og er það $1.77 minna held- ur en kostað hefði að senda þau með járnbrant til Montreal og svo með skipum þaðan til Englands. Góðra gjalda vert. Sjö dálkum eyðir Heimskringla í síðasta blaði til þess að koma lesendum sínum í skiln- ing um, hvað blaðið hafi meint með hinni oft- nefndu og illa þokkuðu grein sinni “Einangr- un”, og er niðurstaðan sú, að blaðið hafi ald- rei meint að misþyrma kristinni trú eins og hún sé nú orðin hjá þjóð vorri, og er það góðra gjalda vert, ef það vill reyna að standa við það. En það, sem það hafi verið að fordæma, hafi verið kaþólskan og að það hafi verið Róm- versk-kaþólska, en ekki kristni, sem þjóðin ís- lenzka hafi gengist undir á Þingvelli árið 1,000. Vér viljum ekki þrátta við höfund greinarinnar í Hkr. um það atriði, en ritsmíðin minnir oss á dálitla kýmnissögu, sem vér höf- um heyrt um mann, sem var þrunginn af valdafíkn og hélt að beinasta leiðin til þess að ná takmarki sínu væri að_ komast á þing. Svo kom tækifærið. Aukakosning fór fram í kjör- dæmi einu, og réð maðurinn við sig, að bjóða sig þar fram. En liann var engan veginn viss um, að ná útnefningu, en þekti fólkið í kjör- dæminu að því að leggja meiri áherzlu á, hvaða kirkjudeild að þingmannsefni þeirr'a tilheyrðu, heldur en stjórnmálaflokki. Og hann byrjar ræðu sína á þessa leið: “Hann langafi minn var fríhvggjumaður” (stein- hljóð). “Langamma mín var í presbýterian söfnuði á Skotlandi” (þögn). >“Afi minn var Baptisti” (enn þögn). “Amma mín var í söfnuði Congreagationalista” (ægileg þögn). “Svo átti eg stórættaða langömmu, sem var Wesley Meþodisti” (lófaklapp) “og í henuar fótspor ætla eg að roýna að feta, það sem eftir er.” Canada í augum heimsins. Auglýsingar, eða fræðsla af réttri tegund, borga sig ávalt i einhverri mynd. Þess vegna ætti Canada að hagnast stórkostlega n.æstu ár af fræðslu þeirri um þjóðina, sem bæði inn- lendir og útlendir menn hafa veitt í seinni tíð. Þótt ekki sé unt í fám orðum að skýra frá öllum þeim atburðum, er á yfirstandandi ári hafa miðað til þess, að útbreiða þekkingu á Canada erlendis, þá er þó auðvelt að nefna nokkur dæmi. Dvöl prinsins af Wales á búi sínu í Alberta, hefir til dæmis haft það í för með sér, að þúsundir góðra ritgerða hafa skrifaðar verið um landið og þjóðina, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Nú er David Lloyd George hér á ferð, einn mestur áhrifamaður, sem nú er uppi í brezku þjóðlífi og þótt víðar sé leitað. Ekki er það nokkrum minsta vafa undirorpið, að af komu hans stafar landinu margt gott, eins og ræður hans hérna megin hafsins þegar hafa leitt í ljós. Af öðrum merkum brezkum gestum má tilnefna þá lávarðana Birkenhead og Lovat. 1 annað skifti í sögu Bandaríkjaþjóðar- innar gerðist sá atburður, að forseti hennar steig fæti á erlenda mold. Eigum vér þar við. heimsókn hins nýlátna forseta, Warren G. Harding, til Vancouver. Hópur svissneskra blaðamanna, hefir ver ið á ferð um Vesturlandíð að undanförnu, í þeim tilgangi að afla sér upplýsinga um fram- tíðarskilyrði fyrir hólfestu þúsunda af hænd- um í Sviss, er hafa í hvggju að flytja hingað og nema lönd. Austan við haf hafa Canadamenn einnig verið að verki og veitt ómetanlegá fræðslu um landið, svo sem Mr. Beatty, forseti Canadian Pacific járnbrautarfélagsins, er nýkominn er heim úr Evrópuför, þar sem hann stuðlaði mjög að innflutningsmálum. Þá hafa og full- trúar hinnar canadisku þjóðar, á nýafstöðnu þingi Þjóðbandalagsins, vakið enga sm^ræðis eftirtekt á sjálfum sér og þjóðinni, er þeir kröfðust skýringar á 10. grein Þjóðbandalags- sáttmálans og fengu fylgi allra, viðstaddra þjóðfulltrúa, að undanskidum þeim frá Persíu. — LTm þessar mundir er forsætisráðgjafinn, Matíkenzie King, staddur á fjárhagsstefnu þeirra í Lundúnum, er allir stjórnarformenn brezka veldisins voru kvaddir til. Ræður og starf hans þar, ásamt þátttöku hinna fulltrú anna héðan, hafa mjög orðið til þess að vekja eftirtekt annara þjóða á Canada. Jafnvel landskjáftaslysið síðasta í Japan, varð óbeinlínis til þess, að auglýsa Canada- þjóðina í hennar beztu mynd. Nægir f því efni að benda á> mannúðina, þrekið og hug- prýðina, er yfir og undirmenn á canadiska verzlunarskipinu Empress of Austria, sýndu, bið að bjarga hinum aðþrengdu Tokio og Yokohama búum. Verzlun Canada við önnur lönd, er stór- kostlega að aukast, bæði austur og vestur á bóginn. Vöruflutningur héðan, vex stórkost lega með hverjum mánuðinum er líður. Hver einasta útflutt vörutegund frá Canada, aug- lýsir af sjálfu sér landið. Hér var á ferð í sumar frá Indlandi, Rt. Hon. S. V. Srinavasa Sartri, víðkunnur merk- ismaður. 1 ræðu einni, er hann flutti í sam- bandi við för sína, fórust honum orð á þessa leið: “Canada er fagurt land—regluleg Para- dís. Eg ferðaðist þar all-lengi og varð því hrifnari, þess fleira, sem fyrir augun bar, og þess lengur, sem eg dvaldi. Það fékk mér undrunar, hve hátt kaup er þar greitt, jafnvel þeim mönnum, er ekki kunna nema til allra ó- brotnustu starfa. Mér fanst eg ómögiulega geta gert mér grein fyrir, hvernig á því stæði, að hingað skyldi ekki flykkjast meira af brezku fólki, en raun hefir orðið á. Mér finst ástæðurnar á Pinglandi og í þessari vestrænu Paradís, engan samanburð þola. Loftslagið, fa'ðan, landrýmið og þetta eilífa sólskin, finst mér hljóti að skapa í Canada, frjálsmannlega, volduga og hugprúða þjóð.” Molar. i. , ....... Leiðindin eru afkvæmi iðjuleysisins. Starf- ið er uppspretta allrar hamingju. Hví ættu menn að láta sér leiðast, þar sem fegurðin sjálf blasir við á allar hliðar, öllum til yndis, er vaka vilja og litast um. Það er hvergi nærri eins kostnaðarsamt að öðlast ánægjuna og margir halda^ Margt af því, er til ánægju miðar, kostar tiltölulega lítið fé. Jafnvel í búðunum má iðulega fá góðar og nytsamar bæk- ur fyrir nokkra skildinga. En að leita þeirra á bókasafnið kostar ekki neitt! Fegurð nátt- úrunnar kostaryður ekkert—, dýrð sólarupp- komu og sólarlags, stendur öllum heilskygnum möiinuin jafnt til boða. Það kostar ekkert, að njóta stjörnudýrðarinnar á kveldin. Hin mörgu og mismunandi litbrigði hausts og vors, eru ókeypis, og hin óeigingjarna mann- úðarkend, sem öllu er dýrmætari, kostar líka ekki neitt. Hví ættum vér að láta oss leiðast í veröld, er býður oss það bezta er hún á til í eigu sinni, fyrir ekki neitt. Háar kröfur geta verið og eru oft virðingarverðar, en nægju- semin, — að ur.a glaður við sitt—, skapar þrá- faldlega hina sönnustu farsæld. Njótið feg- urðarinnar á daginn, dreymið um hana á nótt- unni, og þá þurfið þér ekki að leita langt yfir skamt, eftir farsæld og lífsánægju. Örbirgðin er þrældómur, en of mikill auð- ur þaðan af verri. II. “Að horfa ei um öxl, það er mátinn. ” Sá, sem ekki vakir á verði, er sigraður fyr en hann varir. Nýjar hugmyndir, krefjast þess, að þeim sé gaumur gefinn. Vísið þeim aldrei á dyr, fyr en þér liafið brotið þær* til mergjar. Stingið eigi hinni saklausu bg heilsusamlegu fyndni svefnþorn. Nýjum hug- mvndum rignir ekki niður úr skýjunum. Þær skapast að eins af því, að einhver hefir verið að skygnast um eftir þeim, einhver er við því var búinn að veita þeim viðtöku. Á því byggist einstaklingsþroskinn og framför á sviði iðn- málanna. Ýmsir kunna að halda, að nauð- synlegt sé að grafa fleiri hundruð fet ofan í jörðina eftir auðæfum. Oft er þessu þó farið á annan veg. Auðæfin liggja umhverfis þann, sem heldur augunum opnum og nennir að leita þeirra. Tækifærin blasa við í öllum áttum. Vér þörfnumst um fram alt víðsýnna kjarkmanna, til þess að klæða hugsjónir hins nýja tíma holdi og blóði og leyfa þeim að lyfta Grettistakinu átölulaust. — III. “Sjálfsmeðaumkvunin er ægilegur sjúk- dómur,” segir Dr. Frank Crane. “Tveir gerólíkir flokkar byggja þássa veröld, upprétti flokkurinn og sá niðurlúti. Hinn fyrnefndi finnur til sjálfsábyrgðarinnar og krefst einskis af yður, annars en vinsemd- ar. Sá síðarnefndi, þorir ekki að sleppa brík- inni, kennir í brjósti um sjálfan sig og reiðir sig eingöngu á aðra. Hvor flokkurinn er þarfari? Hvorum viljið þér fremur fvlgja? Niðurlúta. sveitin er vafalaust mannfleiri; hefir líkegast ávalt verið það. Mundi það samt ekki göfugra hlutskifti, að skipa sér undir merki hinnar, þótt fáliðaðri sé?” Dettifoss. From the Icelandic of Kristján Jónsson. There, where ne’er a flower pillows On cold, gray rock, its sun-kissed face. Where mighty erags, by white-capped billows Áre held in cold and grim embrace.— There, mighty fall, old friend, thou plyeth Thy mammoth voice in sungs of might; The very rock beneith thee sigheth As reeds in chilly blasts of night. - / Thou singest loud of souls departed, —- Hero-troops, who lived and died — Of freedom former times imparted, And Glory’s mournful even-tide. Within thee myriad lights assemble, Shed by the sun, through cloudy haze — All rainbow colors turn and tremble, In the twisting ripples of thy maze. Wonder-beauteous, awe-inspiring Art thou,—the peer of water-falls, — Ever-gliding, never-tiring, Within thy des’late rocky halls. The times may change; and tribulation Touches the heart, so now it weeps, Yet, ever from thy awful station Onward thou rolls o’er craggy steeps. Verdure fades, the storjns are raging; The Ocean-swell it riseth fast; On ruddy cheeks the rose is aging In Sorrow’s icy-stinging blast; On pallid cheeks, the hot tears flowing, Show that the heart is not at ease;— Ýet, eevrmore the wild spray throwing, The waves within thee laugh and tease. When death o’ertakes me, I would gladly Within thy billows find my bier, Where no fellow-mortal, sadly, O’er my corpse may shed a tear; And, when with grief and lamentation, The dirge o’er other corpse they sing, In unrestrícted exultation Over me shall thy laughter ring! i T. A. Anderson, Poplar Park, Man. Robin Hood Flour Alþekt fyrir hve fíngert það er, hvítt og hveg ott ^ efni tilbökunar það hefir I OlIR MoneyBack" 1 d/.LiiltYC-a » ROBIN HOOD FLOUR IS GUARANTEEO TO GIVE YOU BETTER SATISFACTION THAN ANY OTHER ELOURMILLED IN CANAOA YOUR OCALER IS AUTHORIZEO TO REFUND THE FULL PURCHASE PRICE WITH A 10 PER CCNT PEN ALTY AODEO. IF AFTER TWO BAKINGS YOU ARE NOT THOROUGHLY SATISFIEO WITH THE FLOUR AND WILL RETURN THE UNUSED PORTION TO HIM ROBIN HOOD MILLS. LIMITED VI Innifalin i hverjum poka 24 pund og þar yfir.. ROBINHOODMILLSLTD MOOSi: JAW, SASK. Astœðumar fyrir því að hugur íslenzkra bænda hneigist til Canada. 66 Kafli. í þeim hluta Suður Alberta þar sem mest er um blandaðan búnað og eins á svæðunum milli Edmonton og Calgary, er thimo- thy ein algengasta og jafnframt bezta heytegundin. Aðrar gras- tegundir ágætar til fóðurs, má nefna, svo sem Kentucky, blue, broome gras, rúg, alsike og smára. Jarðvegurinn í Alberta, er einkar vel fallinn til garðyrkju, enda er þar framleitt afar mikið af jarðeplum, næpum, rófum og Nautpeningsrækt í Alberta, hef- ir ávalt verið og er, mjög þýðing- armikill atvinnuvegur fyrir fylk- isbúa. Eru sláturgripir þar oft á meðal hinna allra beztu í Vesturlandinu. Fram að alda- mótunum síðustu, var nautpen- ingsræktin höfuð atyinnuvegur í- búa suður fylkisins. f norður og miðfylkinu, var þá einnig all- mikið um griparækt. Er fram- liðu stundir fóru bændur smátt og smátt að leggja meiri áherzlu á framleiðslu mjólkur afurða og er smjörgerðin þar nú komin á af- arhátt stig. Hefir stjórnin unnið að því allmikið, að veita bændum góðar og miklar upplýsingar í öllu því, er að kynbótum naut- gripa lýtur. Nú má svo heita, að bændur stjindi griparækt og kornækt nokkurnveginn jöfnum höndum. Á býlirm þeim, sem næst liggja borginni, er mjólkur- framleiðsla að jafnaði bezt, enda eru markaðsskilyrði þar venju- lega bezt. Á sléttum Suður fylkisins, var griparæktin mest stunduð, lengi vel framan af. , En nú er þar orðið heilmikið um kornyrkju lfka. Víða í fylkinu er mikil timbur- tekja og i flestum ám er töluverð siiungsveiði. — Hinu kjarngóða beitilandi, er það að þakka, hve sláturgripir í Alberta, eru vænir. Veðráttu- farið, er gott og heilnæmt öllum gróðri. Saggaloft þekkist þar ekki. Griparæktarbændur hafa að jafnaði keypt og alið upp úr- vals kynbótanaut, svo Sem Shorthorne, Hereford og Aber- deen-Angus. Gripir af þessu kyni, hafa oft selst á geypiverð. 1 Peace River héraðinu, er gripa- ræktin að aukast jafnt og þétt. Eftirspurnin eftir góðu nauta- kjöti, hefir aukist árlega og þar af leiðandi hefir æ verið lögð meiri áhersla á griparæktina. 1 mið og norður fylkinu, eru að jafnaði skýli fyrir allan búpen ing, en í Suður-A'lberta ganga gripir út allan heila ársins hring og þrífast vel. Bændur hafa lagt og leggja enn afarmikla rækt við kynbætur hjarða sinna. Eru kynbóta naut í afar háu verði. Hefir það komik fyrir, að kálfar af bezta kyni, hafa selst fyrir fimm þúsund dali. Eins og getið hefir verið um áður, er mjólkur og svnjörfram- leiðsla á miklu þroskastigi. Akur- yrkjumá'ladeldin, hefir í þjónustu sinni sérfræðinga, er hafa eftir- lit með smjörframleiðslunni. Markaður fyrir Alberta smjör er orðinn feykimikill í austurhluta Bandaríkjanna. Alls eru 1 fylkinu fimtíu og þrjú sameignar rjómabú og þrettán se’m eru einstaklingseign. Sameignafélögin voru þau fyrstu og átti stjórnin allmikið í þeim og hafði þar af leiðandi strangt eftirlit með starfrækslu þeirra. Nú eru það bygðarlögin eða sveitafélögin, er eiga þessi rjóma- bú, en umboðsmaður stjórnarinn- ar, eða ftarfsmenn hans, hafá með þeim stöðugt eftirlit. Rjóm- anu'm er skift í flokka, eftir því hve mismunandi smjörfitan er. Flokkunin er bygð á lögum, er nefnast The Dairymen’s Act of Canada. Þeir, sem æskja frekari upp- lýsinga um Canada, snúi sér til ritstjóra Lögbergs, J. J. Bildfell, Columbia Building, Cor. William og Sherbrooke, Winnipeg. Kaupmennirnir sjö í bænum Halifax A hinum erfiðu tímum 1869, stofnuðu sjö velmetnir og áreiðanlegir menn í Hali- fax traustan banka. Upp af þeim banka, sem þá nefndist Tlie Merchants’ Bank of Halifax, hefir sprottið voldug og útbreidd stofnun, er konur og menn treysta í viðskiftalífinu Öllu öðru fremur. Þér vitið að þessi stofn- un gengur nú .undir nafninu THE ROYAL BANK O F CANADA Höfuðstóll og viðlagssj. .. $41,000.000 Allar eignir..... ...$519,000,000 F319

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.