Lögberg - 18.10.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 18.10.1923, Blaðsíða 6
iJls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN OKTÓBER 18. 1923. Eg held því sem eg hef “Vertu miskunnsamur við mig,” sagði hún, “Hlustaðu á mig og vertu miskunnsam- ur. Þú ert hraustur maður og ert girtur sverði. Þú getur höggvið þér braut gegn um þrautir og hættur. Eg var í þrautum og hættu stödd, og eg hafði engin vopn til þess að bjarga mér, engan riddara til þess að berjast fyrir mig. Eg er veikburða kona, vinalaus og í vandræðum. Mig langar ekki til þess að svíkja. Eg hefi haft óbeit á sjláfri mér, fyrir lygina, sem eg hefi í frammi haft., En dýrin, sem þið veiðið í skóginum, þau beita tönnun- •uu bæði við snöru og gildru. Eru þau nokkuð að hugsa um það, hvemig þau bjarga sér? Eg var líka í klóm veiðimannsins, og eg var ekki að hugsa um það, með hvaða ráðum eg slyppi. Ilættan, sem yfir mér vofði, var þúsund sinn- um verri fyrir mig, heldur en dauðinn. Ein einasta hugsun gagntók mig, sú, að flýja; mér stóð á sama hvernig það yrði — eg vidli að- eins flýja. Eg hafði þernu, sem heitir Patience Worth. Eitt kvöld kom hún til mín grátandi. Hún var orðin þreytt af að þjóna öðrum og hafði lofað að fara til Virginiu, sem ein af stúlkum þeim, er Sir Edwyn Sandy ætlaði að flytja þangað; en þegar komið var fram á síðustu stundu, brast hana kjark. Þann sama dag hafði tilraun verið gerð til þess að þvinga mig og eg var sárrcið. Eg sendi hana burt og gaf henni mikið fé til þess að þegja; svo bjó eg mig í föt hennar og tók nafn hennar og fíúði frá — eg fór um borð í þetta skip. Eng- an mann á ,skipinu grunaði, að eg væri ekki Patience Worth. Enginn þekkir mig, enginn nema þú.” “Og hvers vegna hefir mér veizt sú sæmd?” spurði eg blátt áfram. Hún roðnaði, en fölnaði aftur. Það fór einhver titringur uin hana alla. Loksins sagði hún: “Eg er ekki í tölu þeirra, sem komu til þess að giftast. Þú ert bráðókunnugur mér; þú ert ekkert nema höndin, sem eg greip í, til þess að lyfta mér upp úr gröfinni, sem hafði verið grafin fyrir mig. Eg vonaði, að þessi stund kæmi aldrei. Eg hugsaði, þegar eg flúði, tilbúin að mæta hverju, sem að höndum bæri nema því, sem eg flúði frá — eg hugsaði, að, ef til vildi, mundi eg deyja áður en skipið, með sinn blygðunarlaausa farm, léti frá landi. Þegar svo skipið lagði af stað og við hreptum mikla vinda og margir á skipsfjöl voru veikir, þá hugsaði eg, að eg' mundi annað hvort drukna eða deyja af hitasótt. 1 kvöld, þegar eg lá í bátnum og við komum upp þessa voða- legu á í þrumuveðrinu, og þú hélzt að eg svæfi, var eg að hugsa, að enn gæti það komið fyrir, að eg yrði fyrir eldingu og að alt end- aði vel. Eg bað, að eg fengi að deyja, en veðrinu slotaði. Eg er ekki blygunarlaus. Eg veit, að þú getur ekki hugsað neitt annað en ilt um mig; þér hlýtur að finnast, að þú hafir verið svikinn og hafður að fífli. Mér þykir það mjög slæmt. Eg er konan þín, eg var gift þér í dag;' en eg þekki þig ekki og elska þig ekki. Eg bið þig að skoða mig, eins og eg skoða mig sjálf, sem gest í húsi þínu, annað ekki. Eg er alveg í þínu valdi; eg er alveg vinalaus og alein. Eg særi þig við drengskap þinn og örlyndi.” Áður en eg gat komið í veg fyrir það, var hún fallin á kné fyrir framan mig, og hún vildi ekki standa upp, þó eg byði henni að gera það. Eg gekk að dyrunum, lauk þeim upp og horfði út í myrkrið, því að loftið inni var kæf- andi þungt. Úti var lítið betra. Loftið var aftur orðið alskýjað. 1 fjarska beyrðist þrumuhljóð og loftið var þungt og svækjulegt. Eg var reiður, reiður við Rolfe fyrir það að hann hafði stungið upp á þessu; reiður við sjálfan mig fyrir teningskastið, sem hafði haft þetta ólán í för með sér; og reiður við |>enna kvenmann, sem hafði leikið svona á mig. I kofa þjónanna, sem var svo sem hundr- að álnir frá, logaði enn ljós; en það var þvert á móti fyrirskipunum mínum, því að nú var orðið mjög seint. Eg varð feginn að fá á- stæðu til þess að skamma einhvern, og gekk þangað yfir um. Þeir voru allir komnir sam- an í herbergi Diccons og voru að kasta ten- ingum um rommið, sem þeir áttu að fá næsta dag. Þegar eg var búinn að slökkva ljósið með sverði mínu og skamma náungana, sem skriðu hver í sitt ból, sneri eg aftur til bjarta, blóm- skrýdda herbergisins og Mrs. Percy. Hún kraup enn á kné, og augu hennar, stór og dökk, störðu út í myrkrið í gegn um opnar dyrnar. Eg gekk til hennar og tók í hönd hennar. “Eg er maður, sem óhætt er að treysta,” sagði eg. “ Þú þarft ekki að vera hrædd við mig- Eg bið þig að gera svo vel og standa á fætúr.” Hún stóð upp og dró órótt andann gegn um opinn munninn, en hún sagði ekkert. “Það er orðið framorðið og þú hlýtur að rera þreytt,” mælti eg. “Herbergið þitt er þama. Eg vona, að sofir vel. Góða nótt!” Lg hneigði mig djúpt, og hún beygði hnén. “Góða nótt,” sagði hún. Um leið og hún gekk að dyrunum, kom hún við krokana, sem vopn mín héngu á. Með- al þeirra var lítill rýtingur. Hún sá hann, og eg sa. að hún færði sig upp að vegggnum og revndi með hægri hendinni að ná honum úr slíðrunum. Hann sat fastur, og hún hafði ekki lag á að losa hann. Hún lét hendina síga, og ætlaði að halda áfram; en eg gekk til henn- ar, losaði rýtinginn, fékk henni hann brosandi og hneigði mig. Hún roðnaði og beit a vör- ina, en hún tók við rýtingnum. “Það er slagbrandur fyrir hurðinni að innan,” sagði eg. “Góða nótt.” “Góða nótt,” svaraði hún, fór inn í her- bergið og lokaði dyrunum. Svo leið ofurlítil stund þangað til eg heyrði slagbi^indinn falla í skorður. ( i FIMTI KAPITULI. Sá hefir sitt mál, sem þrástur er. Tíu dögum síðar lenti Rolfe, sem var á ferð í bát sínum, sem snöggvast við bryggju mína. Eg var þar og hann gekk með mér heim að húsinu. “Eg hefi ekki séð þig, síðan þú hæddist að ráðleggingu minni og fylgdir henni samt,” sagði hann. “Hvar er konan, láíisami, ný- gifti maður?” “Heima í húsinu. ” “Já, náttúrlega,” sagði hann. “Það er komið nálægt kveldverðartíma. Eg vona, að hún kunni vel að matreiða.” “Hún matreiðir ekki,” sagði eg þurlega. “Eg hefi fengið gömlu Goody Cotton til þess.” Hann leit fast á mig. -“Hver skollinn!” sagði hann, “ný treyja! Hún kann þác að saumaf” “Það getur vel verið, að hún kunni það,” mælti eg. “Ég get ekki dæmt um það, því eg hefi aldrei séð hana snerta á nál. Skraddar- inn í Flowerdieu bjó þessa treyju til.” Við vorum komnir upp bakkann og upp á hólinn. ‘ “Rósir!” hrópaði hann; “löng röð af þeim og nýplantaðar! Og alufskáli og sæti undir stóra hnetutrénu. Hversu lengi hefir þú lagt stund á garðyrkju, Ralph?” “Þetta er alt Dicoons verk. Hann er mjög áfram um að þóknast húsmóður sinni.” “Sem hvorki saumar, matreiðir né plant- ar. Hvað gerir hún?” “Hún slítur upp rósirnar,” sagði eg. “Komdu inn.” f Þegar við vorum komnir inn í húsið, leit hann í kring um sig, hrópaði upp yfir sig af undrun og fór svo að hlæja. Það var komið undir kvöld og sólargeisl- arnir skinu skáhalt inn um dyr og glugga og gerðu gullnar rendur á gólfið og vegginn. Gólfið og veggirnir voru ekki lengur kvistótt- ir og óhreinir staurar; á gólfinu lágu burkn- ar með ilmandi blöðum og veggirnir voru þaktir með vafningsviði með dökkrauðum berjum. Blá, rauð og gul blóm voru alstaðar. Um leið og við komum inn, stóð manneskja upp frá eldinum.” “Heilagi Georg!” hrópaði Ralph. “Þú hefir þó aldrei gifst svertingjastúlku?” “Þetta er Angela,” sagði eg. “Eg keypti hana um daginn af William Plierce. Frú Percy óskaði eftir að fá þernu.” Svertingjastúlkan, sem var ein af fimm, sem þá voru, til í.allri Virginíu, leit á okkur með stórum augum, sem hún ranghvolfdi í höfðinu á sér. Hún kunni ofurlítið í spönsku, og eg ávarpaði hana á því máli og bað hana að finna húsmóður sína og segja henni, að gestir biðu. Þegar hún var farin, setti eg könnu af öli á borðið, og við Rolfe settumst niður til þess að ræða um þetta. Hefði eg verið í því skapi að langa til að hlæja, þá hefði eg getað^ fengið nóg hlátursefni af að horfa framan í hann; þetta var alt svo óskiljanlegt fvrir hann. Það voru blóm á borðinu og við hliðina á þeim lágu ýmsir smáhlutir. Hann tók einn þeirra upp. “Hvítur glófi, ” sagði hann, “silfurkögr- aður og lyktandi af 'ilmvatni Jog svo undur smár. ” Eg tók hinn glófann og breiddi hann út á l°fa mínum. “Konuhendi; of hvít, of mjúk og of smá.” Hann snerti hvern fingur eftir annan á glófanum, sem hann hélt á. )“Konu hönd — sterk þrátt fyrir veikleikann, hulið afl, stjárn- an í þokunni, sem leiðir, bendir og dregur upp tilsín.” {. ° ------’ ----- swianur ot.jarnan er myrarljós og takmarkið er fút fen,” sagði eg. Það kom breyting á andlit hans, þar ser hann sat á móti mér, og breytingin var sv mikil, að eg vissi, að hún var komin inn í hei bergið áður en eg sneri mér við. Böggullinn, sem eg flutti fyrir hana fr Jamestown, var hvorki lítill né léttur. E vissi ekki hvers vegna hún hefði tekið með sé alt Það det’ Þe£ar t’ón flúði, eða hvort henii efði dottið í hug, að það liti grunsamlega úi et ein af stúlkunum, sem Sir Edwyn flutti yggi sig í silki osf kniplinga og bæri gim ferxa;JnvhÓn hafði komið með skraut, ser hætð, hirðmey, þarna til skóganna og tóbakf akranna. Purítanabúningurinn, sem eg hafð seð hana i fyrst, var lagður niður; hún klædd ist ems og páfagaukarnir í skóginum—eð; 0 . heifior> hun var skrýdd eins og liljur vall arins, þvi i sannleika vann hún hvorki n spann. Við stóðum upp. “Mrs. Percy,” sagð eg, “má eg kynna þér heiðursmann og vii minn, Jón Rolfe?” Hun gorði hnébeygingu og hann hneigð S1 xÆPt' ,Hann Var maður’ sem sjaldan varí orðfatt, og hann hafði verið við hirðina en m varð honum orðfall í bili. Sv0 sagði hann “Þetta er andlit, sem maður gleymir ekki fljótt aftur. Eg hefi séð það einhvers staðar áður —en hvar?” Hún roðnaði, en hún svaraði honum samt eins og ekkert væri um að vera: “Líklega í London meðal áhorfendanna í einhverri skrúð- göngu, sem hefir verið haldin Itil i heiðurs princessunni, konu þinni,” sagði hún blátt á- fram. “Mér veittist tvisvar sú ánægja, að sjá lafði Rebekku ganga um strætin.” “Það var ekki að eins á strætunum,” sagði hann kurteislega. “Nú man eg það: það var við miðdegisverð hjá herra biskupin- um. Þar var eintómt heldra fólk ^aman kom- ið. Þú varst hlæjandi að tala við lavarð Rich. Þú hafðir perlur í hárinu. ” Hún horfði djarflega frlaman í hann.' “Minnið svíkur okkur stundum,” ságði ihún með hreinni rödd og ofurlítið hátöluð. “Það eru þrjú ár síðan herra Rolfe og princessan hans komu til London. Minnið hefir svikið hann.” Hún settist í stóra stólinn, sem stóð í miðju herberginu. Geislar kvöldsólarinnar streymdu inn um gluggann og skinu á hana. Svertingjastúlkan‘kom inn með sessu u'ndir fætur hennar. Þegar þessu var lokið og þeg- ar hún hafði fengið blævænginn þernunni, sem stóð á bak við hana og veifaði fram og aftur þessu fjaðra-leikfangi, sneri hún sér að okkur og bað okkur að setjast niður. Eipni stundu síðar heyrðist til whippoor- vills rétt við gluggann, og hálfmáninn sást skína hátt á lofti. Rolfe hrökk við. “Hver rækallinn! Eg var alveg búinn að gleyma því, að eg verð að komast til Chaplains í kvöld. Eg verð að flýta mér.” Eg stóð líka upp. “Þú hefir ekki fengið neinn kveldverð!” hrópaði eg. “Eg hefi glejTnt mér líka.” Hann hristi höfuðið. “Eg get ekki beðið. Þar að auki hefi eg setið að veizlu — já, og drukkið fast.” Augu hans voru björt, eins og hann væri hreyfur af víni. Eg fann að eg var eins. Yið vorum báðir druknir af hlátri hennar, fegurð og fyndni. Þegar hann var búinn að kyssa hönd hennar og eg hafði fylgt honum út úr húsinu og niður bakkann, hóf hann aftur máls. “Til hvers hún hefir komið til Virginíu, er meira en eg veit.” “Og eg læt mér standa á sama um það,” sagði eg. “Og læt mér standa á sama,” endurtók hann og horfði framan í mig. “Og eg veit hvorki hvað hún heitir né hver staða hennar er. En sem eg er lifandi maður, Ralph, þá sá eg hana í veizlunni, sem egjgat um; og Edwyn Sandys valdi ekki stúlkurnar, sem hann kom með, tír slíkum félagsskap.” Eg lagði hendina á öxlina á honum og batt enda á tal hans. “Hún er ein af stúlkum þeim, sem SandjTs kom með,” sagði eg með á- herzlu; “hún er þerna einhverrar göfugrar konu og hefir verið orðin þreytt af að vera í þjónustu annara og þess vegna hefir hún komið til Virginíu til þess að bæta kjör sín. Hún steig á land í Jamestown með stallsystr- um sínum fyrir eitthvað viku, fór með þeim í kirkju og þaðan út á völlinn, þar sem kvon- bænirnar*fóru fram. Þar mættumst við og leizt svo vel hvoru á annað, að við vorum gift tafarlaust. Þann sama dag kom eg með hana hingað og nú er hún hér og er mín kona; og allir, sem telja sig vini mína, eiga að sýna henni viðeigandi virðingu. Það á ekki að tala um hana með léttúð, og það á ekki heldur að tala um fegurð hennar né hvernig hún ber sig, sem eg verð að játa, að sæmir illa stöðu henn- ar, til þess að ekkert slúður komist á gang.” “Er eg ekki vinur þinn, Ralfo?” spurði halHi brosleitur. “Það hefi eg stundum haldið,” svaraði eg- “Heiður vinar míns er minn heiður^” svaraði hann. “Hans leyndarmál eru mín leyndarmál. Ertu ánægður?” “Eg er ánægður,” svaraði eg og tók þétt ’í höndina, sem hann rétti mér. Við gengum niður á bryggjuna og hann steig upp í bátinn, sem lá þar og ruggaðist letilega. Róðrarmennirnir ýttu frá bryggj- unni og bilið á milli okkar smálengdist. Um öxl mér sá eg að skæra birtu lagði frá húsinu fyrir ofan, og eg vissi að húsmóðirin var að eyða ágætum furukyndlum, eins og hún var vön að gera. Eg sá í huga mér húsið upp- ljómað með mörgum ljósum, og hana, sem var kölluð konan mín, sitjandi í stóra stólnum upprétta í miðju ljóshafinu, og sve#tfingja- stúlkuna með vefjarhöttinn á höfðinu fyrir aftan hana. Eg geri ráð fyrir, að Rolfe hafi verið að hugsa um það sama, því hann leit fyrst á ljósin og svo á mig, og eg gat heyrt hann andvarpa. “Ralph Percy,” sagði; hann, “þú erjfc sannnefndur hamingjukólfur. ” Hláturinn, sem eg hló, var kuldahlátur í mínum eyrum, en eg geri ráð fyrir að hpnura hafi heyrst hann bera vott um að eg hældist um með sjálfum mér yfir að fara aftur inn í húsið til hinnar skínandi perlp, er þar beið. Hann veifaði hendinni til mín um leið og bát- urinn hvarf út í myrkrið; eg gekk aftur heim í húsið og til hennar. Hún sat í sömu stellingum og hún hafði verið í þegar við fórum út, með fæturna kross- lagða á sessunni og hendurnar í silkiklæddri keltu sinni; gusturinn af blævængnum bærði dökka lokkana, sem héngu niður á hvítan fell- ingakragann. Eg staðnæmdist við gluggann beint á móti henni. “Eg hefi verið kosinn þingmaður fyrir þetta hérað,” sagði eg umsvifalaust. “Þing- ið kemur saman í næstu viku. Eg verð að fara 1L| * • *. | • sp* timbur, fjalviður af öllutn INyjar vorubirgmr tegu«dum, geirettur og ai«- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og ajáið vörur vorar. Vér erumætfð glaðir að 8ýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. —---------------Limtt.ri-------------- HENRY* AVE. EAST - WINNIPEG til Jamestown þá og verð þar um tíma.” Hún tók blævænginn af svertingjastúlk- unni og veifaði honum fram og aftur letilega. “Hvenær förum við?” spurði hún að lokum. “Við!” endurtók eg. “Eg hefi hugsað mér að fara einn.” Blævængurinn féll á gólfið úr höndum hennar og hún leit á mig stórum augum. ‘ ‘ Og ætlar þú að skilja mig eftir hér!” hrópaði hún; “skilja mig eftir í þessum skógi á valdi Indíánanna, úlfanna og þessa skríls, sem er þjónar þínir!” Eg brosti. “Það er friður milli okkar og Indíánanna; það væri fjörugur úlfur, sem stykki yfir girðinguna; og þjónarnir þekkja húsbónda sinn nógu vel til þess að kæra sig ekki um að móðga húsmóður sína. Þar að auki skil eg Diccon eftir, til þess að líta eftir öllu.” “Diecon!” hrpaði hún. “Gamla konan í eldhúsinu hefir frætt mig um hann. Hann er fantur, spilafífl, hættulegur níðingur!” “Það getur vel verið,” svaraði eg; “en hann er trúr og eg get reitt mig á hann.” “En eg reiði mig ekki á hann,” sagði hún. “Og eg vil fara til Jamestown. Eg er þreytt á þessum skógi.” Hún tálaði í skipandi rómi. “Eg verfr að hugsa mig um,” svaraði eg. “Það getur verið, að eg láti þig fara með, og það getur verið, að eg geri það ekki. Eg get ekki sagt um þa enn.” “En eg vil fara.” “Og það getur skeð, að eg vilji að þú verðir eftir.” “Þú ert tuddamenni.” . Eg hneigði mig og sagði: “Eg er mað- urinn, sem þú valdir þér sjálf, frú mín góð.” Hún stóð upp og stappaði fæti í gólfið; svo sneri hún baki við mér, tók blóm af borð- inu og fór að ryita af því krónublöðin. Eg dró sverð mitt úr slíðrum, settist niður og fór að fægja burt ofurlítinn ryðblett, sem var á blað- inu. Tíu mínútum síðar leit eg upp frá verk- inu og um leið og eg gerði það, var rauðri! rós kastað beint framan í mig þvert yfir her- bergið. Um leið og rósinni var kastað, heyrð- ist skellihlátur. “Það er ekki vert fyrir okkur, að vera að rífast, ” sagði hún. “Lífið er nógu tómlegt í þessum afkima samt. Ekkert nema skógur og vatn, ekki nokkur lí^andi sál til að tala við allan guífelangan daginn! Og eg er voðalega hrædd við Indíánana! Ef þeir'; .skyldu nú drepa mig, meðan þú ert burtu. Þú sórst frammi fyrir prestinum að þú skyldir vernda mig. ‘ Þú ætlar ekki að skilja mig hér eftir á valdi villimannanna? Eg má fara til James- town, má eg það ekki? Mig langar til að fara til kirkju; mig langar til að koma í hús land- stjórans og eg þarf að kaupa sitt af hverju. Eg hefi nóga peninga, en ekki nema þennan eina kjól, sem farandi er í. Þú lofar mér að fara með þér?” “Það er engin kona til lík þér í allri Vir- giníu,” svaraði eg . “Ef þú ferð til bæjarins svona búin og berð þig þar eins og þú berð þig hér, þá. verður talað um það um alt. Skipin eru alt af koma og fara, og það eru fleiri en Rolfe, sem hafa komið til London.” Brosið dó á vörum hennar eitt augnablik, en það kom aftur. “Fólk má tala eins mikið og það vill. Hvað kemur það mér við? Og eg held ekki að skipstjórarnir ykkar, prangar- arnir og æfintýramennirnir sitji oft til borðs hjá mínum háæruverðuga herra biskupi. Þessi skógarheimur hér er svo langt burt frá þeim heimi, sem eg þekti áður, að íbúar annars kæra sig ekkert um íbúa hins. Mér er óhætt í þessu smáþorpi þama niður frá. Og þar að aaki ert þú, herra minn, girtur sverði.” “Sverð mitt er ávalt reiðubúið í þína þjónustu,” svaraði eg. “Eg má þá fara til Jamestown?” “Ef þér þóknast.” Hún horfði á mig björtum, broshýrum augum; með annari hendinni bar hún rtós upp að vörum ,sínum, hina rétti hún út. “Þú mátt kyssa hana, ef þú vilt,” sagði hún feimnislega. Eg kraup á kné og kysti hvíta fingurna. Fjórum dögum síðar fórum við til James- town.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.