Lögberg - 29.11.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 29.11.1923, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINK 29. NÓVEMBER 1923. Eg held þ ví sem eg hef 10 Kapítuli. Herra Pory notar tímann vel. Rolfe kom með bát frá Varina í rökkkrinu sama daginn og Santa Tersa kom, og eg fór að hitta hann áður en eg fór að sofa. Snemma morguns næsta dag hittumst við fyrir aftan kirkjuna. Við þurftum ekki lengi að bíða í köldu morgunloftinu og döggvotu grasinu. pegar sólin rann upp, rauð eins og eldur milli stofna furutrjánna, kom Carnal lávarður og með honum herra Pory og doktor Laurence Bohun. Lávarðurinn og eg hneigðum okkur djúpt hvor fyrif öðrum. Rolfe, sem hélt á mínu sverði, og Pory, sem *hélt á sverði lávarðarins, viku sér frá til að mæla lengd blaðanna. Dokt- or Bohun tautaði eitthvað um það að loftið væri óholt, vafði áð sér kápuna sína og settist niður á milli rótanna á afarstóru sedrustré. Eg stóð og snéri bakinu að kirkjunni, en fyrir framan mig var vatnið, sem rauðum glampa sló á, og handan við það skógurinn takmarkalaus. Lávarðurinn stóð andspænis mér svo sem sex fet frá mér. Hann var vel búinn í svört og skarlatsrauð klæði. — Svo þeir litir virtust eiga bezt við skap hans. Fríða og yfirlitsdökka andlitið og drembilegi en fallegi limaburðurinn mynduðu útlit, sem var þess vert að vera augum litið. Rolfe og skrifarinn komu aftur til ,okkar. “Ef þú drepur hann Ralph,” sagði Rolfe í hálfum hljóðum, um leið og hann tók við kufli mínum, “þá áttu að fela sjálfan þig mér í hendur og gera það sem eg býð þér.” “Sem þýðir það, að þú munir reyna að koma mér leynilega norður til Hollendinganna. pakka þér fyrir vinur, en eg bíð leikslokanna hér.” “pú hefir alt af verið þrár óráðþægur og fífldjarfur, — en samt maður, sem mér geðjast að,” sagði hann. f guðs bænum hafðu það eins og þú vilt, en mig langar ekki til þess að sjá af- leiðingamar af því! Alt er til reiðu herra skrifari.” Skrifarinn beygði sig niður í hægðum sínum og skoðaði staðinn mjög nákvæmlega og eins og ekkert lægi á. “Mér geðjast ekki að þessum stað, herra Rolfe,” sagði hann að lokum. “Hér er moldvörpuþúfa og þama er álfahrinv'.i’" ” “Eg sé hvorugt,” sagði Rolfe. “Jörðin virð- íst vera si’tf eins og borð h.ér. En við getu-n hæg- lega fært okkr.r undir sedrustréð, þ°r er ekkert gras.” — Polfe vrti öx’um og 'ið færðum olckur aftur. “Sólskinið fellur ekki jnfv,t hrr undh trján- um,” sngð’' harn, ‘ pat ei bezt fyrir ol’kur að fara af+ur út á s’éttuna ” Rolfe var farinn að verða óþolinmóður og lá- va"ðurinn stappaði niður fótunum. Hvað á þessi heimska að þýða?” hrópaði hann. “pað er nógu slétt hér og nógu bjart til þess að deyja.” “Látum þá birtuna eiga sig,” sagði hólm- gönguvottur hans hálfnauðugur. “Herrar mfnir eruð þið þá tilbúnir — Nei, hvað er þetta, lávarð- ur minn! Eg tók ekkert eftir rósunum á skónum yðar. pær eru svo stórar að þær flækjast fyrir fótunum á yður; þér gætuð dottið um allar þessar borðalykkjur á fótunum. Lofið mér að taka þær af.” Hann dró hníf sinn úr sliðrum og fór í hægð- um sinum að skera á böndin, sem héldu rósunum við leðrið. Hann horfði hvorki á það, sem hann var að gera né framan í lávarðinn, heldur undir hönd sér í áttina til kirkjunnar og bæjarins. pað er ómöguegt lað vita hvað lengi hann hefði verið að sagla með hnífnum, ef hann hefði verið látinn ráða; en lávarðurinn, sem varla gat talið þolinmæðina eina ?í höfuðdygðum sír.^m, sleit sig lausan beygði sig niður og sleit bölvandi skrautið af skónum sínum, svo rétti hann sig upp og greip fastar um sverð sitt. “Eg hefi þó lært eitt í þessu bölvuðu landi,” sagði hann vonsku- lega; og það er, að vita hvert eg á ekki að fara til þess að velja mér hólmgönguvott. Gef þú merk- ið,” bætti hann við og snéri sér að Rolfe. Herra Pory stóð á fætur rólegur eins og ekk- ert hefði í skorist og það var enn einhver undar- legur svipur á andlitinu á honum, eins og hann væri að b'ða eftir eirhverju og hann hlu<jfaði eins og hann byggist við að heyra eitthvert hljóð úr þeirri átt sem kirkjan var í. “Að eins eitt augna- blik, herrar mínir,” mælti hann. “Mér hefir dottið í hug —” “Reiðubúnir til varnar.” hrópaði Rolfe. Viildarmaður konungsins var enginn viðvan- ingur. Einu sinni eða tvisvar flaug mér í hug, að hér hefði eg hitt jafnoka minn, einmitt þar sem eg æskti þess síst. En sá ótti hvarf fljótt. Hann barðist eins og hann lifði, með ofsa ástríðu og afli, sem braut filesta mótspyrnu á bak aftur. En eg vissi að eg mundi geta þreytt hann fljótt. Sverðin leiftruðu og það hvein hátt í þeim, er þei mvar lostið saman. Við hreyfðum okkur fljótt og snarlega og beittum öllu Jíkams og sálar- afli til þess að hvorki augum ué höndum skjátlað- ist. Sigurlöngunin, hræðslan við smánina af að tapa, reiðin og vígahugurinn sem við vorum í gerðu það að verkum, að við hvorki sáum eða heyrðum neitt fyrir utan litla blettinn, sem við hreyfðum okkur á. Við urðum ekkert varir við fátið sem kom á áhorfenduma þrjá, og við sáum ekki barnalegu ánægjuna, sem hlýtur að hafa skinið út úr andlitinu á herra Pory. pað blæddi úr. sárum sem við höfðum báðir fengið, eg hafði fengið dálitla rispu á aðra öxlina, en hann stungu undir hendina. hann Jagði til mín af mikilli bræði, en eg bar af mér lagið og sverðin glumdu. En rétt í sama Óili var þriðja sverðinu lostið ofan á okkar sverð með svo miklu afli, að eldgneistar hrukku í allar áttir. “í nafni konungsins!” hrópaði landstjórinn. Við hrukkum til hliðar móðir og másandi og horfðum, óðir af reiði á aðkomenduma, sem ó- náðuðu okkur mitt í bardaganum; þeir voru: landstjórinn, yfirhershöfðinginn, kaupmaðurinn frá Höfðanum og varðmaður. “Drottinn, lát nú þjón þinn í friði fara,” sagði herra Pory og gekk að sedrusviðinum, þar sem doktor Bohun sat. “pessum leik skal vera lokið, herrar mínir,” sagði landstjórinn. “pið eruð báðir sárir. petta er nóg.” “Vík úr vegi fyrir mér!” hrópaði iávarðurinn froðufellandi af reiði. Hjann reyndi að ná til mín með sverðinu yfir útréttan handlegginn á land- stjóranum. “Hér er högg handa þér, brúð- gumi,” sagði hann milli samanlæstra tannanna. Eg vár reiðubúinn að byrja aftur. Landstjórinn greip um hönd hans. “Sliðrið sverð yðar herra lávarður, eða að öðrum kosti skul- uð þér rnega selja yfirforingjanum það í hendur,, svo framarlega sem eg fæ nokkru ráðið!” “Hver sjálfur djöfulinn!” hrópaði lávarður- inn. “Vitið þér hver eg er, herra minn ?” “Já, það veit eg,” svaraði landstjórinn djarf- lega. Og það er vegna þess, Carnal lávarður, að eg blanda mér inn í þessi mál. Væruð þér ein- hver annar en þér eruð, þá gætuð þér og þessi heiðursmaður hér barist til dómsdags, án þess að eg gerði hið minsta til þess að hindra það. En þar sem þér eruð sá, sem þér eruð, mun eg koma i veg fyrir, að þetta einvígi verði háð aftur, með réttum ráðum, ef eg get, en með röngum, ef eg hlýt að beita þeim.” Hann yfirgaf nú lávarðinn og gekk til mín. “Síðan hvenær hefir þú verið á hlið Warwick lá- varðar Ralph Percy?” spurði hann í lágum róm. “Eg er ekki á hans hlið,” svaraði eg. “pá er ekki mikið að marka það sem maður sér,” sagði hann. “Eg veit við hvað þú átt, Sir George,” sagði eg. “Eg veit að ef þessi vildarmaður konungs- ins skyldi missa Jífið eða limlestast á einhvern hát hér í Virginíu, þ áyrði erfitt fyrir félagið, sem nú þegar hefir mist ekki alllítið af hylli konungs- ins, að gera grein fyrir atburðum, svo að hans há- tign yæri ánægður. En mér finst að Southam- ton lávarður, Sir Edwyn Sandys og Sir George Yeadley ættu að vera þv íverki vaxnir, einkum ef þeir geta selt hans hátign í hendur manfiinn, sem hann mun skoða sem hinn eina og sanna uppreist- armann og morðingja. Láttu okkur halda áfram að berjast. Pið getið allir farið burt og látið sem þið vitið ekkert um þetta. Ef eg fell, þá þurfið þið ekkert að óttast, en ef hann fellur, þá skal eg ekki strjúka, og Due Return siglir á morg- un.” ----***j KJÍ y X iJrti . “Og þegar konan þín er orðin ekkja, 1 verður þá?” spurði hann flljótt. Eg hefi ekki þekt marga menn, sem hafa ið ærlegri en þessi látlausi, einarði og hermi !egi landstjóri. Manndómurinn, sem honum svo eiginlegur, kom manni til þess að bera traust til hans. Menn sögðu honum frá le; ustu vandamálum sínum næstum á móti vilja um, og fundu hvorki til smánar eða ótta á e því að þeir vissu að hugur hans var falslau: að hann var þagmælskur. Eg horfði í augu 1 og Jét hann lesa úr huga mínum það, sem eg h ekki sýnt nefnum öðrum og skammaðist mín i ert fyrir. “Guð finnur einhvem, sem hjá henni”, sagði eg. “Og hvað sem öðru líður, i hún ekki þurfa að giftast lávarðinum.” Hann snéri 'sér á hæli og fór þangað hann hafði áður staðið á miili okkar. “Carna varður og þú kapteinn Percy,” sagði hann, t eftir þvi sem eg segi, því eg mun gera eins o5 tala. Pið getið valið um tvent: Annaðh að sliðra sverð ykkar í nærveru minni, og gefa drengskapar loforð um að þið ekki beitið þeim ur, til þess að berjast hver við annan þar til ] ungurinn hefir látið í ljós vilja sinn í þessu efr felagsins og fólagið til mín, og til merkis um þ gnð ykkar skuluð þið takast í hendur, eða að um kosti skuuð þið báðir vera í varðhaldi frá þ ari stundu þangað til skipið kemur aftur fynrskipanír konungsins og félagsins, — Ralph Percy skalt vera í fangelsinu, en Carna varður i mínu eigin fátæklega húsi, og eg , reyna af fremsta megni að gera ykkur dagana skemtilega og unt er, herra Jávarður petti mmn óbreytanlegur vilji í þessu efni he mínir.” pessu var tekið mótmælalaust. Eg f mitt leyti þekti Yeadley of vel til þess að hn nokkrum mótmælum; og þar að auki hefði eg ið þessa stefnu, hefði eg verið í hans sporum er okunnugt um hvaða illar hugsanir hreyfðu i hmum grimma og þráa huga Caraals lávar en hann sýndi með andlits svip sínum, að h sætti sig við þetta, þótt hann væri fullur drambi, illhug og hefnigirni. Við sliðrui sverð okkar hægt og báðir í einu, og enn ha hofðum við baðir fáein orð upp eftir landstjó um. Pað kom feginsvipur á andlit landst a.nS; Takist nú í hendur, herrar mínir, og skulum við fara og borða morgunverð heima mer, og þar skal ekki vera neinn bardagi nema hænsnasteik og gott öl.” Lávarðurinn og eg sn um þeyiandi fmgurgómana hver á öðrum. ,, ,SÓI!n skein nn f heiði I þokuslæðingurinn : la yf,r anni, hvarf; fuglarnir sungu og trjágr amar bærðust í þægilegri morgungolunni . bænum heyrðist trumbusláttur, sem boðaði t, guðsþjonustu, þótt ekki væri sunnudaj Klukkurnar toku undir og hljómur þeirra fagur i hreinu 0g tæru Ioftinu. Landstjórinn ofan hattinn. “Við skulum allir ganga í kir errar minirs sagði hann alvarlega. 1 “Við er í æstu skapi og blóð okkar er heitt. Sumir okkar bera ef til vill óánægju, reiði og hatur í hjörtum sínum. Eg veit ekki af neinum stað, sem er betra að fara í með þær ástríður, ef við ekki kom- um með þær aftur þaðan.” Við fórum inn í kirkjuna og settumst þar niður. Séra Jeremías Sparrow var í prédikur,- arstólnum. Bæjarfólkið fór að koma inn, einn og einn í einu eða í smá hópum. Inn eftir kirkju- gólfinu gengju skeggjaðir karlmenn, gamlir her- menn, ævintýramenn og sjómenn, menn, sem báru ör bæði á líka/ma og sál; á eftir þeim komu yngri menn, yngri synir og yngri bræður, seia höfðu eytt örfum sínum í óhófssömum lifnaði, og höfðu ekki annað en draf til að seðja sálir sínar á. Á vinnufólksbekkjunum sátu skilningssljóir erfiðismenn, sem líktust mönnum, er þreifa fyrir sér i myrkri; án þess að sjá, hvert þeir eru að fara. Konur komu inn hægt og hljóðlega, sum- ar með börn, sem héngu í pilsunum þeirra. Ein kona kom alein og kraup ein með andlitið hulið af kápunni. Meðal þjónanna stóðu örfáir þrælar, sem störðu út í bláinn, og á bak við alla var einn af lögbrotsmönnunum, sem okkur voru sendir af konunginum. Geislar sumarsólarinnar streymdu inn um gluggana, mddir og ilmþrungnir; þeir skinu jafnt á alla án nokkurs manngreinar álits, alt frá prest- inum, sem stóð og lyfti ásjónu sinni til himins, til fangans, sem stóð yztur. Rödd prestsins var mjúk og alvarleg meðan hann las guðspjallið og bar fram bænina, en þegar farið var að syngja, hljómaði hún hærra en raddir allra hinna, líkt og rödd einhvers voldugs erkiengils. Hún var svo mikilfengleg að loftið skalf undan henni og hún var enn há og snjöll meðan hann hafði yfir trú- arjátninguna. pegar guðsþjónustunni var lokið, beið allur söfnuðurin neftir því að landstjórinn gengi út fyrs^ur. Hann þrábað mig um leið og hann fór út, að verða sér og þeim, sem með honum voru, samferða heim til sín, en eg bað hann að afsaka að eg gæti ekki komið. pegar hann 0g lávarður- inn og bæjarfolkið iika var farið, gengum við, eg og konan mín, ásamt prestinum, heim yfir dögg- vott grasið. Alt í kringum okkur Ijómaði dýrð morgunsins og fuglasöngur kvað við frá hveriu tré og hverjum runn. 11 Kakpítuli. Eg kemst í kynni við ítalskan Iækni. Sumarið Jeið og haustið kom með rauð yínber og gulnaðan maísinn; hneturnar urðu f þroskaðar í skóginum og keldur og sefið með fr árbökkunum fyltust af ógrynni sundfugla. beið enn í Jamestown og konan mín með m Santa Tersa lá enn við akkera á ánni fyrir nei virkið. Hafi sá, sem hún flutti vestur yfir h '#lð\ haldið að hann með biðinni ætti á hættu spiUa vinfengi sínu hjá konunginum, þá lét h; það ekki á sig fá, heldur beið með því hugrel sem Detur hefði hæft göfugri tilgangn Við og við komu skip í höfn, en það v smá skip, sem höfðu orðið of sein. Flest þei höfðu lagt af stað frá Englandi áður en Sa: Tersa sigldi; og hin sem voru gerð út af einstök monnum, til þess að kaupa timbur og steinbrjc rætur, færðu engar fregnir frá hirðinni. Að e eitt, sem hét Sea Flower, hafði siglt frá Lundún tveimur yikum síðar en Santa Tersa, en ha tafist mjög sökum óhagstæðra vinda, það fli bréf frá gjaldkeranum til Yearleys og ráðuney ins, Rolfe sagði mér frá efni bréfsins. f því ■ sagt frá undrun þeirri, er það hafði vakið, að v armaður konungsins hefði farið úr landi burt “Enginn veit,” stóð í bréfinu, hvert hann he farið. Konungurinn er í slæmu skapi; og ] er sagt að ráðgjafar hans séu jafn ófróðir þetta og aðrir. Buckingham lávarður segir e' neitt, en fylgjendum hans — sem hafði fækl allmikið nú á þessum síðustu tímum — he fjolgað, svo að biðherbergi hans eru ekki nc stor handa öllum þeim, sem koma og vilja fir ann að máli. Sumir segja, að Carnal Jáva ur se «»mn til þess að komast hjá því að ve- settur í fangelsi; aðrir halda, að konungurinn h sent hann til koungsins á Spáni, til þess að sen um þessar spönsku mægðir, sem menn fyrir] svo mjög; og enn aðrir halda að hann hafi þc d Amenku, ef til vill til þess að leita að gullná Raleighs Petta síðasta er ólíklegast, en sé ] rett, og hann skyJdi koma til Virginiu, þá taki moti honum með allri sæmd. Sé hann ekki f inn i ónáð, getur veri ðað félagið geti eignast ve ugan vm þar sem hann er; á voldugum óvinum enginn skortur; því miður!” Pannig skrifaði sá góði herra Ferrar. siðast í bréfinu, meðal annara frétta úr borgi og fra hirðinni, var þess getið, að lafði Joce eigh, sem hefði staðið undir vernd konungsi -efði horfið. Hennar hefði verið leitað vandle en hun hefði ekki fundist. “pað er sagt þ lagt fari, að hún muni hafa fyrirfarið sér emmg að konungurinn hafi haft í hyggju að v’i ha„a Carjial ttvarSi. vKri ekki f % Og trygð glötuð á þessum tímum, gæti maður ú ím la^arðunnn hefði flúíð burt frá hirðinni ™a’ tllþeSS að syrgja í einhverjum afvikn skuLð s Z ^ ’ hÍn tapaða Iafði hafi SKuJdaö ao hun væn syrgð. fvri/n’ V1S,SUlega’ en lavarðurinn var ekki gef fynr þess kyns sorgir. K Sumarið Jeið og eg hafðist ekkert að. H' frænda^6^? Eg, hafði skrifað Sir Edwyn frænda minum, jar/inum af Northumberland n Due Retura. Konungurinn hataði Sir Edw in.| ™lklð °« tobak og galdra. “Kjósið slÍZvTfZ €xkÍ ?r EdWyn Sandys!” hafði ha ‘ .g 1 telagið 'i bræði sinni fyrir enu ári. Ei vissan fimtudag í nóvember hafði jarlinn Northumberland mist eignir sínar, frægð og hnf. pað var lítil von til þess að þeir gæ \T<• •• 1 • sp* timbur, fjalviður af öltum Nyjar VOrubirgðir tegtmdum, geirettur og als- konar aðrir strikaðir tiglar, Kurðir og gluggar. Koiráð og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðii að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. -----—--------- Limited-------------- HENRY AVE, EAST - WINNIPEG orðið að Jiði. Eg var ekki í vafa um að landstjór- inn og ráðuneytið óskuðu mér alls hins bezta, þ' í við höfðum allir borið hættumar og erfiðleikana saman; en lengra náði aðstoð þeirra heldur ekki Yeardley hafði gert alt sem hann gat, og meira en flestir hefðu vogað sér að gera, með því að út- vega mér þenna frest. Frá honum var ekki meiri hjálpar að vænta, og eg hefði heldur ekki beðið hann um hana. Hann var kominn í ónáð hjá flokk Warwicks og hafði lagt of mikið í sölur- nar fyrir mig og mína. Eg gat ekki flúið með konu mína til Indíánanna og stofnað henni ef tii •ill í hættu, jafnvel dauða og langvarandi pynd- ingar Opechar.cnnough vai líka tekinn upo á >v? að færa aftur til bygða okkar þ.jóna og stroku- menn, sem við höfðum hemtað af honum árang urslaust áður. pó það hefði verið mögulegt að komast gegnum indíána þorpin og fram hjá flokk- um þeirra, sem voru albúnir til bardaga. og veiði- mönnum, þá hefði ekkert beðið okkar nema eyði- skógurinn* og vetur, sem við hefðum aldrei séð endar.n á. Eg gat ekki þolað að sjá hana deyja úi hungri og kulda, eða verða úlfum að bráð. Eg gat ekki gert þa ðsem eg hef ði viljað gera, sem var það, að taka einsamall konungsskipið með allri áhöfn og sigla með hana suður, stöðugt lengra og lengra, með ekkert hættulegra framundan en spánverskt skip, og Jengra burt blátt hafið, ilm- þrungna vinda, ný lönd og sælueyjar. pað var ekkert sjáanlegt, sem eg gæti tekið ril br-.gðs og hín gat ekkert ge^t held’ r. Fcr- lögin höfðu tekið í hendur okkar og sleptu okk- ur ekki. Við stóðum kyr en dagarnir komu og hurfu eins og draumur. Meðan á þingtímanum stóð, hafði °g skyldum að gegna sem þingmaður fyrir mitt hérað. Eg sat á hverjum degi meðal stéttarbi*æðra minna í .kirkjunni beint á móti landstjóranum, sem sat á stórum flauelsfóðruðum stól, og ráðnnautununri, sem sátu út frá landstjóranum á báðar hliðar, og hlustuðu á sönglið í gamla Twine, þingskrifaran- um, sem var eins og suðið í býflugunum fyrir ut- an gluggana; eg hlustaði á lögreglumeistara þingsins og langar og leiðinlegar ræður þing- mannanna, sem voru betri búmenn en ræðumenn; eg hlustaði á það sem nýlenduskrifarinn hafði til málanna að leggja, sem var fult af tilvitnunum úr latínu og smásögum frá ferðalögum hans, og á orð lanclstjórans, sem voru ekki mörg, en vel grunduð. Við höfðum átt í brösum við Indí- ánana í Weyanoke. Eg var einn þeirra, sem var lítið um þá gefið og hafði barist á móti þeim, og þess vegna hafði eg verið kosinn á þingið sem erindreki fyrir mitt hérað. pað varð mitt hlut- verk á þinginu að mæla með að við sýndum þessum óvinum okkar enga vægð og værum var- ari um okkur en við hefðum verið. Eg talaði um nauðsynina, sem væri á að koma upp víggirð- ingum og hafa verði og hættuna, sem lægi í því að Indíánarnir eignuðust byssumar, sem þeim væru seldar þvert ofan í lögin, fyrir gagnslausan varning. petta var aðalmáiið, sem lá fyrir þinginu. Eg talaði þegar eg hélt að þess væii þörf, og dró ekki af orðum mínum; því mig grun- aði sterklega, að það mundi frarakoma, sem raun varð á alt of snemma. Landstjórinn hlustaði alvarlegur og kinkaði kolli. herra Pory, kaup- maðurinn og West voru mér sammála; en hinir voru svo blindaðir af sjálfsáliti sínu, að þeir héldu að það að vera enskur væri næg vörn, eða þá að þeir treystu á blíðmælin og bræðralagsloforðin, sem hinn rauði refur, Opechancanough, hafði ekki sparað að ausa yfir okkur. |*2-00g STŒRSTA * um árið 1 ^L^sfA * vikublaðið, sem gefið er út á íelenzka tungu er Gerist kaupandi nú þeg- ar. Látið $2.00 fylgja pöntuninni. PREHTUN Látið yður ’ekki standa á sama hvernig að um prentun yðar lítur út, farið með það sem þér þurfið að láta prenta til þeirra sembæðigeta og gera gott verk. Vér höldum því fram aÖ vér gerum gott verk bæði á stórum og siRáum pöntunum. ReyniÖ oss. Sanngjarnt verð.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.