Lögberg - 13.12.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 13.12.1923, Blaðsíða 4
BJm 4 /.OGBERG, FIMTUDAGINN 13. DESEMBER 1923 “Geynidu ekki til morguns, það sem þú getur gert í dag.” Þetta heilræði ætti að vera skráð með ó- afmáanlegu letri innan og utan við húsdyr hvers einasta manns, eða það, sem betra er, í hug og hjarta hans, því það er ein af hinum veiku hliðum mannanna og kostnaðarsömustu yfirsjónum, að geyma morgundeginum skyldu- verk, sem tilheyra deginum í dag. Því það er ekki einasta að það bæti á og þyngi verk hins komanda dags, sem enginn maður á ráð á, heldur snertir það verkahring svo stóran, að ómögulegt er að segja fyrir, hvaða tjón getur af því hlotist fyrir ótal marga menn aðra en ]>ann, sem verkið ber að vinna. Eitt af því, sem getur haft ósegjanlega slæmar afleiðingar, er að borga ekki skuldir sínar á réttum tíma. Að vísu getur það verið erfitt í sumum tilfellum; en þá er þeim, sem hlut á að máli, innan handar að gjöra nýja samninga í tæka tíð. En það eru til skuldir, sem eru þses eðlis, að allir geta mætt þeim, og það í tæka tíð, og það eru blaðaskuldir. Upphæð sú, sem menn borga fyrir fréttablöðin, er svo smá, að ef' menn gerðu sér að reglu að borga þær á. rétt- uin tíma—á vissum degi—, en geymdu þær ekki til morguns, svo uppliæðin yrði stór, þá væru þær útgiftir ekki ítilfinnanlegar fyrir neinn mann. Lögberg hefir leitast við að gjöra kaup- endum sínum til hæfis, að svo miklu leyti sem það hefir getað, í þeirri von, að þeir mettu það á þann eina hátt, sem blaðinu getur orðið að verulegu gagni—með því að borga blaðið ó réttum tíma. En það eru ótrúlega margir af kaupendum, sem hafa vanið sig á (því það er ekki nema ávani), að geyma það til morguns að senda borgunina fyrir blaðið. — Afleiðing- arnar eru þær, að upphæðimar, sem sumir af kaupendum blaðsins skulda, em nú orðnar svo stórar, að þá munar um að svara þeim út í einu. — Undanfarin ár hafa útgefendúr blaðsins orðið að fara ofan í vasa sína til þess að borga halla þann, sem orðið hefir ó rekst- urskostnði blaðsins, eða með öðrum orðum, þeir hafa orðið að kosta útgáfu blaðsins af sínu eigin fé, og lána það svo kaupendum, sem ekki hafa borgað, til þess að lesa. Slík viðskifti geta staðist í bili, en til Jangframa eru þau með öllu óhugsanleg, og líka í fylsta máta ósanngjarat af kaupendum blaðsins, að ætlast til þess, að útgefe'ndumir haldi þessu áfram ár eftir ár. Þeir verða að borga skuldir sínar við blaðið og það skilvís- lega og tafarlaust. Og þegar þeir einu sinni hafa gjört sér það að fastri reglu að gjöra það í gjalddaga ár hvert, þá eru þær útgiftir ekki tilfinnanlegar fyrir neinn mann, og þá losna útgefendur blaðsins líka við það vandræða á- stand, að þurfa að vera sí og æ að kvarta undan vanskilum kaupendanna. Það.er því einlæg bón vor til allra þeirra kaupenda Lögbergs, sem skulda blaðinu fyrir eitt eða fleiri ár, að þeir sendi andvirði þesa tafarlaust á skrifstofu blaðsins, svo útgefend- urnir þurfi ekki að taka til annara ráða að innkalla skuldir blaðsins, en það verður að gerast fyrir næstkomandi áramót. Jóhannes Jósefsson. Við og við berast manni fréttir af leik- fimismanninum Jóhannesi Jósefssyni, þegar hann á. ferðum sínum hefir heillað hugi þús- unda með list sinni. Nýlega hefir oss borist blaðið The World’s Magazine, og flytur það ritgerð um Jóhannes og myndir af þessum íslenzka Bragða-Mágusi ásamt myndum, sem sýna varnarbrögð Jó- hannesar gegn vopnuðum óvinum og hversu lítið verður úr þeim, eftir að hann er búinn að snerta við þeim. k lestir af oss hafa hugsað um þenna landa vorn sem leikfimismann, ,er ferðast úr einni borg í aðra í Bandaríkjunum og sýni þar list sína til þess að hafa ofan af fyrir sér og sínum, og er það sjálfsagt rétt að því leyti, að Jóhannes og fjölskylda hans þurfa að lifa eins og aðrir. Starf manna er aldrei stærra en þeir era sjálfir, og sjalfsagt hefði það verið hugsun margra í spomm Jóhannesar. En fyrir hon- um er þessi list hans annað meira og mikil- vægara en maturinn. Hún er meðal til æðri og víðtækari þroska manninum sjálfum, en þó einkum þjoð hans, því Jóhannes er fyrst og fremst Islendingur. Alstaðar, hvar sem Jóhannes hefir farið, og það er víða, þá hefir hann ávalt látið það vera sína fyrstu skyldu að láta áhorfendur sína vita ah hann væri Islendingur og list sú, sem hann sýndi, væri íslenzk. Það er því eng- um blöðum um það að fletta, að miljónir manna, sem aldrei höfðu heyrt Islands getið og ekki vitað hvort þar byggi siðað fólk eða skrælingjar, hafa lært það í gegnum Jóhannes Jósefsson, að þar byggju karlar með merg í köglum og sem ekki væru eftirbáiar stórþjóð- anna, hvorki að útliti né andlegu eða líkam- legu atgjörvi. En Jóhannes hefir ekki látið við það sitja að gjöra Island kunnugt í gegn um list sína. Hann hefir nú færst í fang að halda fyrir- lestra um Island fyrir Radio félög í Banda- ríkjunum. Fyrsta fyrirlestur sinn um Island hélt hann fyrir Radio félag í Newark, N. J. Talaði hann þá um íslenzka glímu. Ræðu þessa bar svo “Radíóið” á hljómöldum loftsins til tuga þúsunda manna í nærliggjandi fylkjum. Gafst þessi ræða Jóhannesar svo vel og var svo vinsæl, að annað Radíó-félag fékk hann til þess að tala í New York 27. nóvember, og tal- aði hann þá um Island og Islendinga. Stóð Jóhannes svo vel fyrir máli sínu, að radíó- stöðinni hafa borist áskoranir frá fólki !úr öllum áttum, að fá að heyra til hans aftur. Radíó-stöðin hefir því nú gjört samninga við Jóhannes um að tala aftur eins fljótt og hon- um er unt og eins oft og hann getur komið því því við, þegar hann er í New York, um Island og íbúa þess. Radíó-stöð þessi er ein hinna fullkomnari slíkra stöðva í Bandaríkjunum, og sendir hún hljómöldur út yfir( helming Bandaríkjanna að minsta kosti, eða á milli sextíu og sjötíu miljóna manna. Má af því ráða, hvaða áhrif ræður Jóhannesar geta haft, eða hvers annars, sem fyrir slíkum mannf jölda talar, og líka hvaða gagn þær geta gert, ef v,el er á haldið, sem óhætt mun að treysta Jó- hannesi til. Æfisaga og játning sálar- frœðings. Hinn nafnkunni srjarfræðingur og menta- maður, I)r. G. Stanley Hall, sem um langt skeið var forseti Clark háskólans og lengi verið tal- inn í fremstu röð mentamanna Badnaríkja- þjóðarinnar, liefir nýlega skrifað bók, sem vakið hefir mikla eftirtekt og heitir: “Life and Confession of a Psychologist.” Einn eftirtektaverðasti kaflinn í þessari bók er sá, sem mótmælir aðferð þeirri, sem stjórn Bandaríkjanna viðhafði til þess að reyna and- legt atgerfi þeirra, sem teknir voru í herþjón- ustu, og eins þeirri, sem Edison fann upp á og sendi út ti leinstaklinga, er var heil runa af spurningum, er menn á.ttu að svara. 1 stað þeirra aðferða, bendir Dr. Hall á átta atriði, sem mönnum era ómissandi til andlegs þroska og afkomu. Um þessa hluti talar Dr. Hall eins og sá, sem vald hefir, og gefur bendingar, sem hljóta að vera aðgengilegar. Það fyrsta, sem hann bendir á í þessu sam- bandi, er heilsan, og heldur fram, að nytsam- asta verkið, sem unnið hefir verið, hafi verið unnið af heilsuhraustu fólki, sem þó heilbrigð- isfræðingar og læknar hafi ekki gefið mikinn gaum. Það er að vísu satt, að óhraust fólk hefir afkastað furðulega miklu. En sannleik- urinn er sá, að hinir framlegu og miklu menn, sem hafa verið líkamlega hraustir, eru miklu fleiri, en þeir óhraustu, sem um er að ræða í þessu sambandi. 1 þessu sambandi bendir Dr. Hall á Goethe, Gladstone, Napoleon, Bis- marck, Helmholtz, Burbank, Rockefelley og Edison, og kemst að þeirri niðurstöðu, “að til þess að komast vel áfram, þurfi menn fyrst að vera hraustir sem dýr merkurinnar. ” Annað merki hæfileika manna felst í því, sem Dr. Hall nefnir “Second breath”. Hver einasti leikfimismaður veit hvernig að hann á að fara að því að beita afli sínu, þegar þörfin krefur þess mest. Það eru að eins fáir, sem vita, að það er hinn svo kallaði “second breath” (annar andardráttur), í andlegri merkingu, eins og líkamlegri. William James skildi þá kend og nefndi hana þroskun hins æðra afls mannanna. Svo heldur Dr. Hall ár fram og segir: “Það er ástandið, sem hinir leyndardómsfullu eru í, þegar þeir ná sam- bandi við heigidóminn, cins og sagt er að Platinus hafi gert níu sinnum á lífsleiðinni. Það er hið óviðjafnanlega leiftur Platos, eld- móðurinn sem fylti sál Wagners, þegar hann læsti að sér herbergi sínu og sinti engum. manni; ástand það, sem margir höfundar eins og Dickens, þegar umhugsunarefnið hreif þá og þeir voru ósjálfrátt á þess valdi; það var og undir þeim áhrifum, sem Swedenborg og Strindbridge að nokkru leyti framleiddu sín beztu verk. Það er guðleg gjöf á hættutímum og þegar mikið liggur við, og samt erum við hrædd við hana.” Næsta atriðið, sem Dr. Hall minnist á, er að hafa vald yfir lund sinni: “Líf vort,” seg- ir Dr. Hall, “sveigist á milli tveggja and- stæðra afla: Bjartsýnis annars vegar, en böl- sýnis híns vegar, og oss er öllum hætt við að snúa baki við skylduverkunum á vissum tím- um. Sá maður, sem skilur hið órjúfanlega lög- mál lífsiris og miklast ekki um skör fram yfir velgcngninni, og lætur heldur ekki mótköstin fá of mikið vakl yfir sér, verður manni þeim, sem slíkt lífslögmál ekki skilur, yfirsterkari. “Fjórða ómissandi atriði í karaktér manna er hluttekning,” sagir Dr. HaH. “Confucius dró kenningar sínar saman í eitt orð, orðið gagnskifti (reciprocity) og innleiddi gullna reglu sem undirstöðu atriði kenninga sinna, sem þó var neikvæð. Því neikvæði. breytti Jesús í ákveðna vissu. Budda lagði ófarsæld mannanna til grundvallar fyrir afneitun sinni. Þeir sem ekki eiga yfir slíkri kend að ráða, hafa tapað öllu sambandi við æskuna, sína og annar og við allar óþroskðar sálir alstaðar. Að varðveita það þýðingarmikla samband, er lífsspursmál fyrir alla kennara og leiðtoga, eða til þess að geta náð fullkomnun á sviði bókmentanna, listarinnar, skáldskaparins og stjómmálanna. ’ ’ Fimta eðliseinkennið, sem menn þurfa að þroska, er að elska náttúruna. Dr. Hall vill, að .hjá unglingum sé vakin löngun til þess að ferðast í gegn um fögur hémð fótgangandi. Hann heldur fram þjóðrækni, sem á rætur sín- ar í jarðvegi landsins. Eins og prestar, sem hafa ámint einstaklinga safnaða sinna og spurt þá að, hvort þeim væri Kristur virkilega kær. Þannig vill Dr. Hall spyrja hvern ein- stakling að, hvoit hann elski náttúruna—um- hverfið, sem maðurinn fæðist í og sem hann hverfur til, “því það er ekki langt á milli hennar og guðs,” segir Dr. Hall. Sjötta skilyrðið, sem Dr. Hall bendir á, felst í orðinu göfgi (sublimation). Sterkustu til- finningar manna, svo sem reiði, ótti og þrá, geta allar valdið mjög miklu af illu án full- komnunar, en það er hægt að hefja þær allar upp í æðra veldi. Dr. Hall leggur sérstaklega áherzlu á göfg- ina í sambandi við hjúskap karls og konu. “Eros,” segir hann, “verður að finna til eðl- isþrárinnar og að sú þrá geti verið eign þéirra trúu og göfugu og þeirra ótrúu og ógöfugu, og það er þess vegna, að það siðferðisstig er máske hið ábyggilegasta stig, sem framþróun manna verður miðað við. Eitt er víst, að eft- ir því sem að trúaráhrifin lyfta mannfræðinni á hærra stig, þegar það er lifandi í sálum manna, þá er þar að finna hina varanlegustu ávexti þess, nefnilega þá, að tempra þá ástríðu, sem, ef gefinn er laus taumurinn, deyðir smátt og smátt ljós lífsins í sálum fjölskyldanna, kynslóðanna og þjóðanna. Sjöunda þroska skilyrðið, sem Dr. Hall bendir á, er sameinað í og á milli starfsorku og aðgerðaleysis. Oss er að verða það ljósara með hverjum deginum, að það eru tvær stéttir í mannfélaginu. 1 annari þeirra eru leiðtog- arnir, en í hinni þeir, sem leiddir eru. Þeir. sem framkvæma, og þeir, sem þekkinguna hafa. Hjá sumum mönnum er að finna of mikið vit, saman borið við viljaafl það, sem þeir eiga yfir a ráða. Aðrir era gæddir of miklu viljaafli, saman borið við vitsmuni ]>eirra. Lærdómsmaðurinn er sjaldnast mikill fésýslumaður. Ef að menn vilja, að þeim farnist vel, segir Dr. Hall, “þá verða þeir að leggja rækt við jafnvægið og að nota rétt frumtilhneigingar sínar.” Áttunda og síðasta atriðið, sem Dr. Ilall telur nauðsynlegt, er löghlýðni. 1 vissum skiiningi má telja löghlýðnina dygð dygðamin. 1 henni er fólgið mest af því, sem vér höfum talið að trúin hefði að geyma. Hún felur í sér trúmensku við foreldra, maka, afkvæmi, feðra- land og vísindi. Hugtak það felur í sér trú- mensku til félagsbræðra vorra og systra, og að láta hag og velferð fjöldans sitja í fyrirrúmi fyrir sínum eigin hag og velferð. Hún getur líka meint trúmensku við málefni eða stefnu, sem manninum sjálfum, er æðri og sem mað ur er eins reiðubúinn að deyja fyrir, eins og að lifa fyrir, ef þörf gerist. “Ef maður getur ekki hafið sig upp yfir hvatir sínar, hversu auvirðilegur er hann þá ekki?” Robin Hood Flonr Gerir mjúkt, létt brauð, kökur og smábakningar I OiR ".Hom:v IIack' ROBIN HOOD FLOUR iS CUARANTEED TO GIVE YOU BETTER SATISFACTION THAN ANY OTHER FLOUR MILLED IN CANAOA YOUR DEALER IS AUTHORlZED TO REFUND TME FULL PURCHASE PRICE WITH A 10 PtR CENT PEN ALTY ADDCD IF AFTER TWO BAKINGS YOU APE NOT THOROUGHLY SATISFIED WITH THE FLOUR. ANO WILL RETURN THE UNUSED PORTION TO HIM ROBIN HOOD MILLS. LIMITED bm - % m&mk FFyyFFFFFFF?- Innifalin í hverjum poka 24 pund og þar yfir. ROBINHOODMILLSLTD ‘ MOOSE JAW, SASK. Hvað gáfuð þér um síðustu jól? EIKFÖNG handa börnunum, semnú eru öll brotin. “Eitthvað nytsamt” handa þeim eldri, sem nú er gleymt og tínt. Launaviðbót handa þjónum yðar, sem metin var í svipinn, en er nú eydd, Aðrar “síðustu mín- útu“ gjafir, dýrar en óviðeigandi. Man nokkur eftirþeimnú? Gefið þeim í ár Sparisjóðsbók, leggið inn fyrstu innstæðuna og kennið þeimað bæta við hana jafnt og þétt. Gæti nokkur gjöf átt betur við og haft varanlegri áhrif? Sparisjóðsbækur við svona tækifæri fást í sér8tökum jólaumbúðum. The Royal Bank of Canada GLEYMIÐ EKKI D. D WOOD & SONS Þegar þér þurfið kol| Domestic, Steam Kol frá öllumnámum Þér fáið það sem þér biðjið um bæði GÆÐI OG AFGREIÐSLU Tals. N 7308 Yard og Office: ARLINGTON og ROSS Kosningarnar á Bretlandi. Eins og mönnuni er nxí kunnugt, þá eru þær um garð gengnar, og eru ]>ær eftirtektaverð- ustu kosningar, sem fram hafa farið á Bret- landi í mörg ár. Aðal atriðið, sem kosningarnar snerust um, var atvinnuleysi og hvernig bæta skyldi úr því. Stanley Baldwin og íhaldsmenn vildu bæta það með því að leggja toll á allar innfluttar vörur nema hveiti og kjöt, — halda fram, að það sé eina meðalið til þess að auka atvinnu og framleiðslu í landinu. Sú stefna, eða há- tollastefnan, hefir verið mjög óvinsæl á Eng- landi og varð svo líka í þetta skifti, því þjóð- in hafnaði henni akveðið nú, eins og hún gerði árið 1906, þegar Chamberlain reyndi að koma henni á framfæri. Frjálslyndi flokkurinn, nndir forystu Mr. Asquiths, tók þá stefnu, að tollmúrar utan um iðnaðar framleiðslu brezku þjóðarinnar, væru þjóðinni hanvænir; það sem þjóðin þyrfti, væri ekki einangrun, heldnr víðtækari verzl- unarsambönd. Hann og hans fylgismenn lögðu aðal áherzluna á, að koma á samhug og samvinnu á meðal Evrópuþjóðanna, svo þær gætu efnanna vegna keypt nauðsynjar sínar. Benti á, að það væri þýðingarlaust fyrir Breta að frameliða svo eða svo mikið, ef ]>eir gætu svo ekki selt það. — Aðal velferðar spursmál- ið væri því, að greiða svo úr fyrir Evrópu- þjóðunum, að þær væru í færum*um að kaupa og þá mundi atvinnulcysi á Bretlandi hverfa og framleiðslan aukast. Ramsay Macdonald, leiðtogi verkamanna- flokksins, var ákveðið á móti verndartollum. Hann vill lækna mein Evrópulandanna, en hann vill ekki nota neitt af meðulum Asquiths eða Baldwins, lieldur sín eigin eða flokks síns. Sjálfum fórust honum orð á þessa leið: Hvað okkur snertir, þá snúast þessar kosningar ekki um það, hvort verzlun eigi að vera frjáls eða ekki; þær eru sókn á milli auðmanna og sósí- alista. Í'látaíkt og atvinnuleysi hefir sett -inn- sigli sitt á allar hátollaþjóðir. Fátækrahverf- in í stórborgunum 1 landi voru hafa eitrað anda hinnar frjálsu vcrzlunar á Bretlandi. Stefna sú, ,sem verkamanna flokkurinn biður kjósendurna að styðja, er sósíalista stefna. Það er læknislyf vort við áistandinu í Evrópu og líka við ástandinu í voru eigin landi. Á því skyldi enginn maður villast. — 1 heima- málunum var það sérstaklega eitt atriði, sem Verkamannaflokkurinn lagði áherzlu á, það var skattur á stofnfé. Ef verkamenn komast til valda, hafa þeir skýlaust ákveðið, að leggja skatt á stofnfé eða höfuðstól einstaklinga og félaga, sem fer fram úr 5000 sterlingspundum, og skal sá skattur notast eingöngu til þess að borga stríðsskuldina. Um þessi aðal atriði, sem rni hafa verið nefnd voru kosningarnar háðar, og sóttu flokkarnir fram fast og djarflega. En úrslit- in urðu þau, að enginn þeirra hefir náð nógu miklu fylgi til þess -að mynda meirihluta-stjórn og þjóðin virðist standa uppi höggdofa og ráðalaus. Baldwin flokkurinn eða hátollaflokkurinn, sem lmfði 346 fylgismenn á þinginu, þegar það var leyst upp, kemur til haka með 252. Yerkamannaflokkurinn, sem á* síðasta þingi hafði 144, hefir nú aukið tölu sína upp í 192, og Sameinaði frjálslyndi flokkurinn náði 142. Utanflokka era 10.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.