Lögberg - 31.01.1924, Síða 6

Lögberg - 31.01.1924, Síða 6
I LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 31. JANÚAR 1924. Rpr held bví sem eg hef Eg leit um öxl mér án þess að hægja ganginn. Skýin voru ofurlítið þynnri og þótt tunglið sæ- ist ekki, varpaði það þó ofurlítilli glætu á jörð- ina. Gatan, sem var sandi stráð, lá fyrir aftan okkur, eins og dregill og það sást ekkert nema hún og trén til beggja hliða. Við flýttum okk- ur. Einu augnabliki síðar heyrðum við hljóð fyrir aftan okkur, eins og blásið væri í litið horn. Hljóðið var hátt og skýrt og lét þæglega í eyr- um. Sparrow og eg snerum okkur við, en við sá- um ekkert. Trén uxu meðfram götunni alla leið niður að bryggjunni. Við vorum komin út á hana og það brakaði í fúnum borðunum undir fótunum á okkur. Alt í einu rofaði til í loftinu og tunglið skein á skýin. úfna ána og lágan, skógivaxinn bakkann. Fyrir neðan okkur var háturinn, sem við ætluðum að komast i, hundinn við einn stuarinn undir bryggjunni, og hossað- ist upp og niður á bárunum. Fáeinar brotnar tröppur voru af bryggjubrúninni niður að vatn- inu. Eg hljóp niður tröppurnar og í bátinn og' rétti upp hendurnar, til þess að taka á móti kon- unni minni. Séra Sparrow tók hann upp og rétti mér hana niður í bátinn. Eg tók á móti henni og setti hana niður hjá mér svo sneri eg mér víb, til þess að hjálpa prestinum ofan, sem var kominn miðja leið og stóð þar augliti til aug- litis við—Carnal lávarð. Eg hefi aldrei komist að því, hvað kom hon- um til þess að yfirgefa húsið í öðru eins veðri; eða hv^rs vegna hann, sem eg hafði séð drukk- inn fyrir dremur klukkustundum, hafði heldur kosið að vera einn þarna úti í storminum, en sof- andi; eða hvenær hann hafði fyrst orðið var ferða okkar og hvað lengi hann hafði veitt okk- ur eftirför. Ef til vill hafði hann ekki getað sofið fyrir sigurgleði; hann hefir máske heyrt, að það ætti að taka mig fastan, og svo farið á fætur til þess að gera mér það enn gremjulegra með nærveru sinni, en rekist svo á okkur af til- viljun. Hann gat ekki vitað hverjir það voru, sem hann var að elta, fyr en hann var kominn fram á bryggjuna og tunglið skein á okkur. Hann stóð grafkyr eitt augnablik; svo lyfti hann hendinni upp að vörunum og hljóðið, sem við höfðum heyrt áður, kvað við aftur. Ljós sáust við hinn endann á götunni. Menn komu hlaup- andi niður eftir; við biðum ekki eftir að sjá, hvort það voru fantarnir, sem voru með lávarð- inum, eða aðrir. pað var enginn tími til þess að leysa bátinn, svo eg skar sundur bandið, sem hann var bundinn með. Lávarðurinn sá það, og hljóp niður tröppurnar og kallaði um leið til mannanna að flýta sér. Sparrow tók á móti hon- um og tók hann hryggspennu með jötunafli, lyfti honum upp og fleygði honum niður í bátinn. Höfuðið á honum slóst við þóftu og hann datt niður máttlaus undir hana og lá sem dauður væri. Presturinn stökk niður í bátinn á eftí honum. Bryggjan skalf undir mönnunum, sem komu hlaupandi niður eftir henni; og birtan al k.vndlunum, sem þeir báru, féll á hana og dökk- leitt vatnið i ánni fyrir neðan; en við færðumst burt sem óðast og bilið milli okkar og þeirra, er eltu okkur, varð æ stærra og stærra. Vindur r straumur báru okkur hratt burt, og við bryggj- una voru engir bátar, sem þeir gátu veitt okkur eftirför í. peir, sem gegndu kalli lávarðarins, voru nú komnir fram á bryggjusporðinn. Lögreglustjór- inn kallaði á eftir okkur og skipaði okkur að koma aftur í nafni konungsins. pegar hann fékk ekkert svar, þreif hann til pístólu sinnar o^ skaut á eftir okkur. Kúlan fór í gegn um hatt- inn minn . Hann skaut aftur. Konan mín. sem ekki hafði látið neitt á sér bæra meðan á öllu þessu stóð, hrevfði sig ofur lítið, þar sem hún sat. Eg vissi ekki fyr en morguninn var kom- inn. að kúlan hafði snert handlegginn á henni og að ermin gegnvættist af blóði. “Við sluppum rétt mátulega,” sagði eg hlæj- andi. “Ef þú vilt, prestur góður, halda um stýrissveifina og hafa auga á þessum herra, sem þú hefir tekið með sem samferðamann. þá skal eg setja upp seghð.” Eg var á leið fram að framsiglunni, þegar seglráin, sem lá flöt í botninum fyrir framan mig, hófst á loft. Seglið hækkaði og þandist út hægt og tignarlega, og tunglsskinið varpaði á það silfurgráum lit. það var hinn hvíti vængur, sem átti að bera okkur burt, við vissum ekki hvert. Eg staðnæmdist forviða, konan mín and- varpaði með grátstaf og presturinn sat alveg orðlaus af aðdáun. Við störðum öll þrjú á þetta, rétt eins og að seglið væri lifandi vængur, sem þendist út af sjálfu sér. '“Segl setja sg ekki upp .sjálf! sagði eg og brá mér í snatri fram að siglunni. Hinu megin við hana hnipraði maður sig. Eg hefði þekt hann, þótt tunglið hefði ekki lýst. Eg hafði margoft séð hann við hlið mér í þessum stellingum, stund- um þegar við höfðum legið í leyni fyrir einhverj- um óvarfærum óvini, dýri eða manni; stundum, er við höfðum falið okkur og haldið niðri í okkur andanum, til þess að ekkert heyrðist til okkar. Pað var nokkuð skrítin skipshöfn, sem eg hafði —prestur, sem hafði verið leikari; keppinautur, sem hafði reynt að byrla mér eitur; þjónn, sem hafði reynt að reka mig í gegn, og kona, sem var konan mín að eins að nafninu. Hann stóð upp og studdi sig við mastrið, með hálfgerðum undirgefnis og hálfgerðum mót- þróasvip og höfuðið hnarreist, eins og var venja hans. “Eg skal synda til lands, ef þú skipar mér það,” sagði hann með hálfgerðri ólund, en þó um leið þannig, að eg fæ ekki lýst því. “pú kæmist aldrei til lands,” svaraði eg. “Og þú veizt, að eg mun aldrei skipa þér neitt^ framar. Vertu þar sem þú ert, ef þú vilt, eða komdu aftur í bátinn, ef þú vilt.” Eg fór aftur að stýrinu og tók við sveifinni af séra Jeremíasi. Við vorum komnir út á miðja á. Straumurinn og vindurinn báru bátinn með sér eins og laufblað, sem vindur feykir. Ljósin á bryggjunni voru langar leiðir fyrir aftan okk- ur og háreysti mannanna, sem eltu okkur; bær- ínn og vígið, og hin ferðbúna Due Retum «g bat- arnir, sem lágu við neðir bryggjuna. Fyrir fram- an okkur var Santa Teresa; við fóru svo nálægt hinni geysistóru og svörtu síðu hennar, að við heyrðum vindinn hvína í reiðanum á henni. pegar hún einnig var horfin, var ekkert fram- undan nema áfn, með silfurlit, þegar tunglið skein á hana, en biksvört, þegar ský dró fyrir tunglið. Konan mín vafði kápunni fastar utan um sig o ghallaði sér aftur á bak i gaflsætinu i endan- um á bátnum við hliðina á mér og horfði á skýin, sem fuku um loftið úfin og stórfengileg. Dic- con sat kyr frammi í stafni og mælti ekki orð frá vörum. Presturinn beygði sig niður, lyfti upp manninum, sem lá á bátsbotninum, og lagði hann á þóftuna fyrir framan okkur. Tunglið skein á hann, þar sem hann lá endilangur. Eg held að það hafi aldreí getað skinið á fríðari og verri mann. Hann lá þarna í skrautklæðum sínum. fagur eins og Endymion í tunglsljósinu. Skjól- stæðingur konungsins leit á hann, horfði á hann um stund og leit svo ekki á hann framar. “pað er kúla á enninu á honum, þar sem það kom við þóftuna,” sagði presturinn, “en hann er enn þá lifandi. Hann verður enn lengi mörgum góðum manni til skapraunar. Heimspekingarn- ir, sem halda því fram, að fögur sál búi í fríðum líkama, hafa víst ekki þekt þenna herra.” Sá, sem séra Jeremías var að tala um, stundi og hreyfði sig. Presturinn tók um aðra hendina, sem hékk máttlaus niður og þreifaði á slagæðinni. “Æðin er veik,” sagði/hann. “pað hefir ekki munað miklu, að konungurinn fengi að bíða ár og síð og alla tíð eftir þessu uppáhaldi sínu. pað hefði verið betra fyrir okkur, sem höfum nú þennan vandræðagrip til meðferðar. En eg er samt feginn, að eg drap hann ekki.” Eg kastaði til hans vasapela. “pað er gott ákavítí í pelanum og óhætt að drekka úr honum. dreyptu því á hann.” Hann kom nokkru af ákavítinu inn á milli tannanna á honum og skvetti köldu vatni fram- an í hann. Eftir dálitla stund settist vildarmað- ur konungsins upp og leit kringum sig. Hann var enn í roti og starði á skýin, seglið, vatnið og þá, sem voru í kring um hann, án þess að botna nökkuð í neinu. Svo kallaði hann hátt: “Nicolo!” “Hann er ekki hér, lávarður minn,” svaraði eg. Hann stökk á fætur, er hann heyrði rödd mína. j “Eg vildi ráðleggja yður að sitja kyr,” mælti eg. “Hann er æði hvass og við höfum segl í fullu tré. pér getið sett bátinn um, ef þér hreyf- ið yður mikið.” Hann settist niður sjálfrátt og bar hendina upp að enninu á sér. Eg horfði forvitinn á hann. petta var það skrítnasta bragð, sem hann hafði nokkum tíma verið beittur. Hann lét hendina síga loksins og rétti úr sér og varpaði öndinni. “Hver fleygðí mér í bátinn ?” spurði hann. “pað er eg, sem á þann heiður að hafa gert það,” svaraði presturinn. Vildarmann kohungsins skorti hvorki hug- rekki né heldur geðstillingu, þegar honum hafði reynst gagnslaust að beita ofsa. Hann tók nú það til bragðs, sem var bezt, úr því að svona var komið — hann rak ' upp skellihlátur. “Hver fjandinn!” hrópaði hann. petta er einn sá bezti skemtileikur, sem eg hefi nokkurn tíma séð! Hvernig á leikurinn að enda, herra kafteinn? Eigum við að yfirgefa leiksviðið hlæjandi, eða á endirinn að vera blóði litaður? Á, til dæmis, að fremja morð?” Hann leit á mig djarflega, stakk annari hendinni á síðuna og sneri upp á efrivar- arskeggið með hinni. “Við erum ekki allir morðingjar,” mælti eg við hann. “Nú sem stendur eruð þér ekki í meiri hættu en við hin.” Hann leit á skýbólstrana, sem voru að þykna og hækka að baki okkar, á sigluna, sem svignaði, og vatnið, sem við og við freyddi inn yfir borð- stokkinn. “petta er nóg,” tautaði hann. Eg benti Diccon að koma, fékk honum stýr- issveifina og fór fram í bátinn, til þess að rifa seglið. pegar eg var búinn að því, fór eg aftur á minn stað. Lávarðurinn tók aftur til máls. “Hvert erum við að fara?” “Eg veit það ekki.” “Ef þú lætur seglið vera uppi nokkuð leng- ur, þá liggjum við bráðum öll á botninum í ánni.” “pað eru til verri staðir en það,” mælti eg. Hann skifti um sæti og færði sig með varúð nær konunni mii;ni. “Fellur þér kuldi, stormur og lífshætta betur í geð en hlýindi og hættuleysi, og ást, sem myndi vernda þig í stað þess að stofna þér í hættu?” hvíslaði hann. “Vildir þú ekki að þesis bátur væri orðinn Santa’ Teresa og að þessar hörðu þóftur væru orðnar flauels- r>TPorindi í viðhafnar lyftingunni i henni. þctf'' myrkur orðið að birtunni, sem þar er, kuldinn að hita, nóttin útilokuð og ástin innan dyra?” Eg reiddist af ósvífni hans, en hún kom mér samt til að hlæja. Sú, sem hann hvíslaði þessi orð að, hörfaði undan honum, þangað til hún lagðist á stýrissveifina. pað var engin furða, þó að hana brysti kjark í bili, eftir flótt- ann og eftirförina fram á bryggjuna og hand- leggssárið, sem hún hafði enn ekki sagt frá; eftir að hafa séð seglið dregið upp, eins og af einhverjum töframætti; eftir að hafa horft á manninn, sem hún hataði, liggja eins og dauðan fýrir framan sig, og eftir kuldann og flýtinn um nóttina. Eg fann hönd hennar snerta hönd mína, þar sem hún hvíldi á stýrissveifinni. “Kafteinn Percy,” sagði hún í hálfum hljóðum og röddin var klökk. Eg hallaði mér yfir stýrissyeifina og talaði til vlldarmanns konungsins. “Herra lávarður, þótt það beri að sýna föngum kurteisi, veitist þeim ekki þar með leyfi til að hafa ekki stjórn J á tungu sinni. Báturinn er nokkuð mikið hlað- inn hér að aftan, og eg skyldi vera yður þakklát- ur, ef þér vilduð færa yður fram eftir, þangað sem rúmið er meira en nóg.” Hann ygldi sig. “En ef eg skyldi neita að færa mig?” spurði hann drembilega. “Eg hefi bönd hér,” svaraði eg, “og mann- inn, sem tók yður upp í kvöld, eins og þér væruð ungbam, til þess að hjálpa mér. Við bindum yð- j ur á höndum og fótum og leggjum yður niður í kjöl á bátnum. Ef þér verðið of erfiður við að eiga, er hægt að kasta yður í ána. pér eruð ekki í höll konungsins nú, herra lávarður; þér eruð með mönnum, sem láta ekki alt fyrir brjósti brenna, útlögum, sem hafa engan konung og óttast enga konungsmenn. Viljið þér fara sjálf- ur eða viljið þér fara bundinn? Hvort sem þér viljið heldur, skuluð þér fara.” Hann leit á mig, og reiði og hatur skinu út úr andliti hans. Svo ypti hann öxlum og hló, en sá hlátur boðaði ekkert gott. Og að svo búnu fór hann fram í bátinn, til þess að sitja þar hjá Diccon. Sona Minning. Undír nafni móður hinna látnu, Mrs. Helgu Jackson. Eg horfi í anda á umliðna tíð og ýms hennar nytsömu fræði; hún sýndist í fyrstu svo brosandi, blið, sem byði hún alls konar gæði. Þetta var lífgjafans líknandi ráð: að lækna þá sjálfur þar heima. Ástvina samfund og eilífa náð, inndælt í hug er að geyma. Þeir eru ei týndir né tapaðir mér. Eg trúi’ á þig, Guð minn og Drottinn, í eilífum blóma þeir eru hjá þér, þín ást hefir staðfest þess vottinn. Liknsami faðir, eg leita til þín, sem ljósið og kærleikann glæðir. Eg þarf ekki að sýna þér sárin mír., þú sér þau og mjúklega græðir. Þú blessar frá himninum hugraun og tár og harminn upprætir úr geði. Þinn ylgeisli ljómar um líðandi brár, að lifni þar huggun og gleði. # Kristín D. Johnson. þakkarorð, undir nafni Mrs. Hclgu Jackson og fjölskyldu hennar. Ef sorg vill hjartað særa, þá sé eg nálgast ljós, er lýsir hlýtt í leyni, sem lifnuð vordags rós. Það fagra ljós, sem lýsir og ljómar hug minn kring, og lifir mér í minni: margra hluttekning. Við biðjum Guð að blessa það bliða hugarþel, sem hag vorn studdi’ i harmi og hjálpaði’ okkur vel. Með hjörtum bæði’ og höndum var hjálpin okkur veitt, hún líkt sem sól og sumar fékk sorg í rósemd breytt. Eg las svo fagra ftásögn, um farinn Guðjón minn; mér glóði gull í hjarta og gleðitár á kinn. Þau vinaorðin valin, svo verma okkar sál, af heilum hug við þökkum það hlýja kærleiksmál. Alla hér sem aðstoð okkur gjörðu tjá, blómsveig gæfu og gleði Guð vor krýni þá. Kristín D. Johnson Og vonin hún glóði sem leiftrandi ljós, er lukku mér hagfeldri spáði; en seinna eg lærði að litfögur rós á lifsveginn þyrnunum stráði. Frábærar gjafir mér féllu í skaut, og fengu mér hlutverk sem móður; eignmanns göfugrar ástar eg naut, sem æskulifs tilheyrir gróður. Þannig, að vænlegir voru mér hjá vaxnir upp synir og dætur; sorginni bráðlega blandaðist þá bikarinn unaðar sætur. Uppkominn sonur, minn ástkæri Jón, • í æskunnar gróandi prýði’, okkur var menning hans ánægju sjón og atgjörvis svipurinn friði. Fyrir hann virtist því framtíðin björt, með fegursta árdegis ljóma; en breyting á gleðinni aðfór þá ört og upprætti vonar lifs blóma. Sjúkdómur geisaði sorglegt með böl, er sigraði mannvizka engin; -blessaða drengsins míns búin var dvöl og brautin að síðustu gengin. Hánn var burt tekinn, í hópinn kom skarð, í hjörtunum blæddu þá sárin; Guð vildi fá hann, eg gæta þess varð, og guðleg náð þerraði tárin. Við urðum þá róleg og l^suðum ldjótt: Á himni er inndælt að vera, í eilífu ljósi þar engin er nótt og engar er sorgir að bera. Leið svo fram tíminn, með liknandi fró, —mér leyndst þó sorgin í hjarta; eg vissi ei meira, mér virtist það nóg, enda var eigi til neins að kvarta. Guðjón.var annar minn glóhærði son, sem gæddur var starfslund og snilli, ljósgeisli sinna og Ijúfasta von; lýða því græddi hann hylli. Bráðum við hlutum með sársauka að sjá, að sjúkur hann hvíldi á beði; mannlegu læknanna leitað var þá, mér lifði enn vonin í geði. Eg mátti ei við því, að missa hann strax, —mér brann í hjartanu þráin—, en sorglega skamt var til sólarlags, við sáum hann fölan—og dáinn. Mér blæddi þá innra o gsárið þar sveið, eg sá ekki daglega veginn, eg stundinni fram undan komandi kveið, þvi hverfleikinn var öllu megin. Hjartkæri sonurinn horfin var mér, minn heimilis styrkur og gleði; í harminum einasta huggun það er: að höfundur lífsins þvi réði. Eg bað hann um vizku og blessandi ljós, að bera ég sorgina kynni, að viðlifga anda míns veiklaða rós og veita mér þolgæði i sinni. Eg bað hann um styrk, ef enn brygðist mér von, —því bágt er í reynslu að standa. Svo fór einnig Jakob, minn fulltíða son, til friðarins heilögu landa. Eg misti hann sítfcist, og mér er þltð bert, að mikils eg hefi að sakna; dygð hans og starfsemi gott hefir gert, því glaðar mér hugsanlr vakna. Trúlyndur var hann að heimilis hag, hjálpsemi margfalda veitti, ljósgeislum stráði oft lífs míns á dag, þó lukkan á annan veg breytti. Tómlegt i húsinu þannig er því, að þrir eru bræðurnir farnir. Miður er örlaga mundin oft hlý— mót henni duga ei varnir. Margvísle^t. Kæra Lögberg: — Tólfta des- ember s. 1. flutti Heimskyingla ritgjörð um Skúla Magnússon landfógeta eftir Jón Jónsson frá Mýri. Eg vildi þakka hr. Jóni fyr- ir lesturinn og biðja hann í öllum bænumi að lesa meira, já lesa fyr- ir okkur sem allra flest af svona uppbyggilegum og uppörvandi sögum. Látum okkur athuga þessa sögu. —• Hér var verslunarkúgun í algleymingi, já því ekki að nota sér neyð kaupanda. En guð • lét ekki sjálfan sig án vitnisburðar, réétlætið hafði lika talsmann sinn ,og merkisbera svo að hefðu bænd- ur viljað gátu þeir hópað sig utan- um Einar bónda Eyjólfsson, en i þess stað hörfa þeir burt, flýja og fleygjast á dyr, vilja heldur lúta lyddunnar valdi en berjast fyrir réttlætið. Hugsaðu um þetta und- irokaða alþýða, leiðtogar eru og merkisberar i hverri sveit en þeim er ekki fylgt, þeir verða jafnan að berjast einsamlir. Skúli Magnússon fékk köllun, það fá margir unglingar auk held- ur enn i dag. Og það fer mörgum þeirra likt og Skúla — þeir finna að þeir geta helgað guði líf sitt og verið sannir og trúir verkamenn i vingarði drottins þó( þeir fari ekki út að „prédika náðrboðskapinn". Guðsriki er eins og bóndabýlið, — þar er margvislegt starf, sem verð ur að inna af hendi ef vel á að fara. Máske að ypparlegasta starf guðsríkis sé að „prédika náðar- boðskapinn". En samt hefi eg aldrei séð það tekið fram, heldur þvert á móti segir ekki postulinn: „Margar eru gáfur en andinn sá sarni". Eða/hverju svaraði Krist- ur lærisveinum sínum: ,,Sá sem mestur vill verða í himnaríki ger- isý þjónn hinna. Já vinur, „gerist þjónn" en það verður að vera í anda og sannleika, en ekki ibara á yfirborðinu, ekki loforðaþjónusta, ekki þjónusta eins og Obregon stjórnin í Mexico er að veita ibú- um landsins, sem hún er að ofur- selja i hendur amerískra aúð- marina. Wjall Street sendir kenn- ara, missionera til þess að æsa fólkið hvert upp á móti öðru og skifta því innblyrðis. Það hefir löngum verð hundasiður. Wall Street vitir Obregon, já, lætur Bandaríkjastjóm meira að segja selja horium vopn en setur vörð á landamærin til þess að passa að fólkið fái ekki nein vopn héðan. Þegar Bandaríkin stóðu í þræla- stríðinu veitti England suðurríkj- unum hjálp með því að selja þeim þrjú skip. Bandaríkin sendu Eng- landi óðara mótmæli og i 1867 bætti England fyrir þetta brot á okkar þjóðarrétti með því að borga $3 miljónir. Obregon braust til valda i Mexico án ' löglegra kosninga, fólkð sér að hann er að selja auðsuppsprettur landsins út- lendum auðmönnum i hendur og stjórnin okkar er verkfæri þessar- ar svikamillu. Ætli við séum krist- in þjóð, kristnir menn og konur og greiðum atkvæði með annari eins niðinga mergð ? Þér sem álítið pólitik þann ó- þokka að kristnir menn ekki snerta, minnist þess að alt er hreinum hreint, og svo hins að hér er ekki undanfæri, óþverrinn ligg- ur við allra dyr og allir verða að takast höndum saman til þess að hreinsð. til — já 1924 er kosninga- ár hjá okkur Bandarikjabúum. Upp og fram með frjálsar hend- ur. Minnesota' kona. Tómás Sigurðsson hreppstjóri á Barkarstöðum í Eljótshlíð, andaðist að heimili sinu i gær, varð bráð- kvaddur, 69 ára að aldri. —Vísir 17. des. Ingólfslíkneskið er nú komið heim. Er búið að flytja það á staðinn, þar sem það á að standa, en ógengið frá enn til fullnustu. —Tíminn 8. des. RJÓMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL The Maniioba Go-operative Dairies LIMITKI)

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.