Lögberg - 14.02.1924, Blaðsíða 6

Lögberg - 14.02.1924, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 14. FEBRÚAR 1924 Eg held því sem eg hef “Hvað er maSurinn, að þú minnist hans?—Og þó fellur ekki spörfugl til jarðar.” Eg stóð upp og settist við eldinn, en hann lagð- ist niður á sandinn við hliðina á mér. “Hefir þú nokkurn tíma kvalist af þorsta, séra Sparrow” spurði eg. „Nei,” svaraði hann. Við töluðum lágt til þess að vekja hana ekki. Diccon og lávarðurinn lágu steinsofandi hinum meginn við eldinn. ‘^Eg Ihefi gert það,” sagði eg. “Einu sinni lá eg særður á orustUvelli langan sunnudag, með hest- inn minn dauðan ofan á mér. Hugarangrinu, sem eg leið út af ósigrinum í þeim bardaga og þyngsl- unum. sem eg lá undir, gæti eg gleyrnt, en þorstan- um gleymi eg aldrei.” “Heldur þú eikki, að við getum gert oldcur nokkra von?” “Hvaða von gæti verið fyrir okkur?” Hann þagði. lEftir nokkra stund sneri hann sér við og leit á konuna, þar sem hún lá í bjam- anum frá eldinum; svo leit hann aftur á mig. “Ef til Iþess versta kemur, mun eg styt'ta henni kvalirnar,” sagði eg. Hann beygði höfuð sitt og við sátu'm báðir þegj- andi og störðum niður á jörðina og hlustuðum á brimgnýinn og snarkið í eldinum. “Eg elska hana,” sagði eg að lokum. “Guð hjálpi mér.” Hann lagði fingur á varir sér. Hún hafði hreyft sig og opnað augun." Eg kraup á kné við hlið hennar og spurði hana hvernig henni liði og hvort hún þyrfti nokkurs ‘með. “Það er heitt ‘hér,” sagði hún, eins og hún væri hissa. “Þú ert ekki í bátnum núna,” sagði eg henni. “Þú hefir sofið hér við eldinn, sem við höfum kveikt.” Ljómandi bros leið yfir andlit hennar og hún •hálflokaði augunum aftur. ‘Eg er * svo þreytt,” sagði hún. “Eg ætla að sofa dálítið lengur. Viltu sækja mér vatn, kafteinn Percy?” Eg iþagði ofurlitla stund og sagði svo þýðlega við ihana:. “Eg skal fara og ná því.” Hún svaraði engu, iþví hún var sofnuð aftur. Við séra Sþarrrow töluðu'm ekki meira saman. Hann lagðist út af og sneri andlitinu að sjónum, en eg sat og studdi hönd undir kinn, og hugsaði og hugsaði, en hugsanir mínar voru árangurslausar. 21. KAPITULI. Eg sé gröf grafna. Eg leit upp, þegar stjörnurnar voru horfnar og birta tunglsins var farin að dofna. Eldurinn var brunninn út, nema nokkrar glæður voru eftir og rekaviðurinn, sem við höfðum borið saman, var bú- inn. Mér datt í hug að bera sa'man meiri við og vera búinn að leggja á eldinn að nýju, iþegar þau, sem sváfu, vöknuðu. Viðurinn var mestur nokkurn spöl frá okkur þar sem hann hafði ihruúgast saman upp við lágan sandhrygg. paðan fór eyjan mjókk- andi og varð að löngum odda, sem var þakinn sand og skeljum. Eg gekk áfram í áttina til odd- ans og það var að byrja að birta. Af tilviljun varð mér litið út á sjóinn hinum megin við hann, og iþar sá eg skip, séfm lá við akkeri. Eg nam staðar og neri á mér augun. Skipið lá þar, en !það var líkast því sem eg sæi það í draumi. Siglutrén og rár og reiði voru svört að sjá í grárri morgunskímunni, og þokuslæðingur, se'm lá yfir sjónum, huldi hálfan skipsskrokkinn. petta var á að gizka þrjú hundruð smálesta skip, tvíþiljað, mjög hátt að aftan og framan og vel búið að fallbyssum. Eg rendi augunum til lands frá skipinu. Úti á yzta oddanum var bátur, sem var dreginn upp í sand- inn, og í honum voru árar. Fyrir ofan skeljasandinn, sem lá í fjörunni, hafði sandurinn fokið sa'man í smáhóla. Eg lædd- ist eins hægt og mér var unt á bak við iþessa smá- hóla, þangað til eg var kominn nálægt bátnum. par heyrði eg mannamál. Eg læddist ofurlítið lengra, lagðist á kné og horfði í gegn u*m topp af 'háu, grófu grasi, sem óx í dæld á milli tveggja hólanna. Eg sá tvo menn, sem voru að grafa gröf. peir hömuðust við að grafa og köstuðu bölv- andi sandinum í allar áttir. Þeir voru kraftalega vaxnir, svipljótir og vnjög einkennilega búnir. Ann- ar vár í skyrtu úr mjög grófu lérefti og með óhreina druslu vafða um höfuðið, sem bar áverka; en hann var í flauelsbrókum og iþurkaði svitann framan úr sér 'með útsaumuðum klút. Hjnn var klæddur í bætta fataræfla, en um bálsinn hafði hann dýrind- is fellingakraga, og á herðunum bar hann kápu úr úlfaldahári og silki. Skamt frá þeim á jörðinni lá eitthvað langt, sem var vafið innan í hvítan dúk. pað smábirti 'meðan Iþeir grófu gröfina bölvandi. Grátt austurloftið varð fyrst ljósrautt, svo rautt • með gullnum dílum. pokan hvarf og það sló rauð- um glampa á sjóinn. Tveir ibátar voru settir á flot við hliðina á skipinu og þeir kcfmu til lands. “Hér koma þeir nú loksins,” sagði sá grafarinn, sem var í flauelsbrókunum og með særða höfuðið. “Þeir hafa svo sem ekki verið að flýta sér,” nöldraði félagi hans; ”og hér höfum við tveir mátt hýrast á þessari bölvaðri eyju hjá dauðum manni heila draugavöku. Það er ékkert að ráðast til upp- göngu á skip, hjá því að grafa gröf í landi fyrir dögun og hafa þann, sem í hana á að fara, hjá sér starandi á sig. Hví mátti ekki fleygja honum í sjó- inn á viðeigandi og virðingarverðan hátt, rétt eins og öðru fólki?” “Hann vildi þetta—það er alt og su'mt, sem eg veit um það,” sagði hinn. ‘ Það er alveg eins og það, að hann vildi endilega komast hingað sunnan úr gullhöfnunum, þegar hann vissi að hann myndi deyja — hingað til lands, þar sem ekkert gull finst og finst aldrei. Hann hefir Iíklega haldið, að hann fyndi bíðandi eftir sér á sjávarbotni alla þá, serm hann sendi*þangað meðan ’hann lifði, alla leið frá Lucayas til Cartagena. Og kafteinn Paradís sagði já, það sagði hann: “Það er ekki gott að gera á móti vilja dauðs manns. Við skulum hlýða honum nú, í síðasta skiftið.” “Kafteinn Paradís!” sagi sá með fellingakrag- ann. ,‘Hver gerði hann að kafteini, Fjandinn hafi hann!” Hinn rétti úr sér skyndilega. “Hver gerði hann að kafteini? Skipið gerir hann að kafteini. Hver annar ætti að verða það?” “Rauði Gil!” “Rauði Gil!” hrópaði hinn. “Nei, þá vildi eg heldur hafa Spánverjann.” “Spánverjinn væri nógu góður, ef við hinir vær- um ekki allir enskir. Hann væri fljótur að verða enskur, ef það gæti gert mann enskan, að hata alla Spánverja.” Fanturinn með særða höfuðið hló hátt og mælti: “Manstu eftir barkskipinu, sem við tókum* fyrir framan Porto Bello, og sem prestarnir voru á? Ha, ha, ha!” Hinn glotti. “Eg býst við að klerkarnir muni eftir því og að þeim sé hægt hvílurúmið í helvíti. Eg held að þessi hola sé orðin nógu djúp.” peir klifruðu báðir upp úr gryfjunni og annar þeirra sat við annan endann á henni og þurkaði sér um andlitið með útsaumaða vasaklútnum, en hinn sló til kápulöfunum með mikillæti og rótaði í. sand- inum með berum tánum. Bátarnir tveir, sem komu frá skipinu, kendu nú grunns. peir sem í þeim voru, stukku upp úr þeim og drógu þá upp í sandinn. “Við fáum aldr.ei annan, sem jafnast á við • hann,” sagði sá, sem sat við endann á gröfinni og virti fyrir sér líkið, sem var vafið í dúkinn. ‘T’að er þó heilagur sannleikur,” sagði Ihinn og stundi ihátt. “Hann var sannarlega maður með mönnum. Hann var ekki að tvínóna við neitt. Það stóð á sama við 'hvern hann átti, herramann eða prest, karlmann eða kvenmann, sama hvort um rauðagull eða skítugt silfur var að tefla. En nú er hann dáinn og frá oss farinn.” “Ef við Ibara hefðum nú kaftein eins og Kirby,” sagði sá, sem við gröfina sat. “Kirby Iheldur sér fast við .Sumareyjarnar; það er sjaldan sem hann leggur leið sína að Vestur- Indíurn núna..” IMaðurinn með særða höfuðið hló. “Og það heyrist hljóð úr horni í þeim hluta veraldarinnar, þegar hann gerir það,” sagði hann. “Og það er líka heilagur sannleikur.” sagði hinn bölvaði um leið af eintómri aðdáun. peir sem komið höfðu í bátunum—þeir voru tutt- ugu eða fleiri—voru nú komnir hálfa leið að gröf- inni. Á undan gengu þrír menn samhliða og enginn þeirra vék um þumlung úr foringjasponunum. Einn þeirra var stór maður, þrælmannlegur á svip með mikið, úfið, dökkrautt skegg; næstur honum var hár maður, hörkulegur á svip og dökkur á brún og brá; hann var Spánverjinn, eftir útliti áð dæma; sá þriðji var lítill vexti og andlit hans og limaburðir bentu á, að hann væri Englendingur af góðum ætt- um. Þeir sem fylgdu -þessum þremur leiðtogu'm, voru í engu ólíkir gröfurunum tveimur, þeir voru rétt eins fantalegir á svipinn, eins isterklegir að sjá og jafn hjákátlega búnir og þeir. Þeir gengu beint að gröfinni og líkinu, sem lá við hliðina á hennf. Foringjarnir þrír röðuðu sér við ‘hliðina á gröfinni, en hinir stóðu í hóp við fótagaflinn. “Þetta er óþverraverk,” sagði Rauði Gil með rámri rödd; “og því fyr sem við ljúkum við það og komumst aftur um borð og til Vestur-Indía, því betra. Dysjið þið hann nú, piltar góðir.” “Er það þitt að gefa skipun um það?” spurði litli grannvaxni maðurinn, sem var klæddur með hinni mestu varkámi í svört föt með silfurlegging- um. Rödd hans var lág og skýr, og það var einihver þunglyndisiblær í henni, sem átti vel við augun, sem voru þungbúin og lágu innarlega. “Og ihvers vegna skyldi eg ekki skipa?” urraði sá, sem ávarpaður var og hreytti út úr sér blóts- yrðum um leið. ‘‘Eg hefi eins mikinn rétt til þess og hver annar — já, og það getur verið, að eg hafi meiri rétt til þess.” “Það verður prófað vandlega,’” sag?i sá með þunglyndislegu augun. “Herrar mínir, hér er úr- valið úr skipshöfninni. pann, sem þið kjósið fyrir foringja, samþykkja hinir, sem um borð eru.‘ Við skulum fyrst grafa þann dauða og svo skuluð þið kjósa einn af okkur þremur. Við höfum allir nokk- urn rétt til foringjastöðunnar.” — Hann þagnaði og tók upp skel og fór að athuga vindingana á henni með þýðleguim athyglissvip, sem var hálf raunaleg- ur en þó u'm leið ánægjulegur. Grafarinn með útsaumaða vasaxlútinn leit fyrst á hann og svo á þorparana, sem stóðu við hinn end- ann á gröfinni. Hann sá, að allmargir þeirra voru á sömu skoðun og 'hann, svo ihann þreif blóðuga drusluna af höfði sér og hrópaði: “Paradís!” Við það gusu upp óp og hljóð. Sumir æptu “Paradís!”, sumir “Rauði Gil!” og fáeinir “Spánverjinn!” Graf- ararnir fóru saman í handálögmál; stór og krafti- legur jötunn, sem hafði kven'mannskápu á berum öxlunum, dró rýting einn úr slíðrum og ætlaði að reka hann í einn af meðhaldsmönnum Spánverjans, en sá smeygði sér með lagi á bak við einn af þeim, sem hrópuðu nafn Rauða Gils. Svartklæddi maðurinn fleygði iburt skelinni og fór inn 1 þvöguna. Hann tók með annari hendi í grafarann með fellingakragann og kastaði honum burt frá þeim, sem hann var í handalögmáli við; en með hinni setti hann rýting með gimsteinssettu skafti fyrir brjóst þess, sem var í kvenmannskáp- unni og um\ leið ruddi hann úr sér með silfurskærri rödd ókjörum af gegndarlausum, fáheyrðum og við- bjóðslegum formælingtfm, sem óvandaðasti her- búðaslæpingur ‘hefði skammast sín fyrir. pað dugði. Hinir þögnuðu og þessi undarlegi maður tók aftur á sig þennan sa'ma þunglyndislega hirðuleys- isblæ bæði í tilburðum og tal'i. “Við skulum binda enda á okkar fyrri ást, áður en við 'byrjum á annari nýrri, herrar mínir,” sagði hann. “Við skulum grafa þann dauða fyrst og kjósa eftirvnann hans á eftir. Eg vona, að það verði gert með góðri reglu og við beygjum okkur undir vilja meiri ihlutans.” “Eg skal berjast fyrir mínum rétti,” rumdi í Rauða Gil. “Og eg fyrir mínum!” hrópaði Spán- verjinn. “Og við stöndum hver með sínum manni,” nöldraði grafarinn með særða höfuðið til hliðar. Sá sem var nefndur Paradís, stundi. “pað er slæmt,” sagði hann, “að það skuli enginn vera með- al okkar svo atkvæðamikill, að flokkadráttur hverfi í nærveru hans. En látum otkkur gera það, sem fyrst ‘ber að gera, herrar mínir.” peir færðu sig nær gröfinni og sumir fóru að lyfta upp líkinu. Eg læddist burt þaðan sem eg hafði legið í grasinu, hljóðalaust eins og Indíáni, kcmst á bak við sandlhólana og flýtti mér til minna manna. Mjór reykjarstrókur, sem liðaðist í mörgum hlykkj- um úpp í loftið, sýndi, að einhver var farinn að kasta við á eldinn, sem eg hafði vanrækt. Það var séra Sparrow, sem gerði það; hann bar við og þang í eldinn til skiftis og talaði við konuna rnína, sem sat við fætur hans í ylnum af eldinum og sólinni. Dic- con var að steikja það, sem eftir var af ostrunum frá kvöldinu áður, en lávarðurinn stóð og horfði ygldur á brá til meginlandsins í níu mílna fjarlægð. Þau sneru sér öll við og horfðu á mig, þegar eg kom að eldinum. “Hefðir þú verið ofurlítið lengur í burtu, kaf- teinn Percy, þá hefðum við mátt fara að leita þín,” sagði presturinn. “Hefir þú verið að byggja brú?” “Ef eg byggi brú,” svaraði eg, “þá verður ekki hættulaust að ganga yfir hana. Hafið þið litið til hafs?” “Það er örstutt síðan við vöknuðum,” svaraði hann, og um leið rét.ti hann úr sér og leit út á sjó- inn. Diccon, sem enn lá á hnjánum við verk sitt, leit þangað líka og einnig lávarðurinn hætti að hugsa urn hið fjarlæga Accomac land. Mrs. Percy brá annari hendi fyrir augu sér, en með ‘hinni hélt hún um langa, dökka hárið á sér, sem hún var að byrja að flétta. Þau 'horfðu á skipið þegjandi, þangað til lávarðurinn sagði hlæjandi: “Komdu okkur strax um borð, Ikafteinn, 'með einhverjum brögðum; við erum þyrst.”. Eg tók prestinn afsíðis. “Eg fer aftur þarna fram á oddann,” sagði eg; “en þið verðið öll kyr hérna. Ef eg kem ekki aftur, þá gerið þið það sem þið getið og látið líf hennar verða einsdýrkeypt og unt er. En ef eg ikem aftur—þú ert snarráður og hefir verið leikari; vertu ekki seinn að skilja merk- ið, sem eg gef iþér.” “Eg gekk aftur að eldinum og hann fylgdi mér undrandi. “Carnál lávarður,” mælti eg, “eg verö að biðja yður um sverð yðar.” Hann hrökik við og hnyklaði brýrnar. “Þótt eg hafi tapað í þessu stríði og sé orðinn fangi yðar, 'herra minn,” sagði hann með töluverðum metnaði, “þá sé eg ekki, að það sé nauðsynlegt á þessari eyðiey, þar sem við erum öll fangar, að heimta af mér þetta merki um undirgefni, og eg skoða það naumast drengilegt.” ‘‘Við skulum geyma að tala um drengskapinn þar til síðar,” greip eg fram í. “Nú isem stendur er eg að flýta mér. Það er mér nóg, að þér eruð fangi minn í raun og veru, en hinum er það ekki nóg. pér ; verðið að vera það líka að útliti. Séra Sparrow er llka vopnlaus, og eg verð að afvopna óvin, til þess að vopna vin. Eg bið yður að gefa af fúsum vilja það, sem við annars hljótum að taka með valdi.” Hann leit á Diccon, en hann stóð og horfði út á sjóinn. Eg hélt, að við mundum þurfa að beita valdi, og mér þótti það slæmt, en lávarðurinn bæði gat og gerði það líka, að bæta hreystina, stm eg vissi að hann hafði, upp með hyggindum. Hann ypti öxlum, hló og sneri sér að konunni minni. “Hvað getur maður gert, frú min góð, þegar maður er fangi í tvennskonar skilningi, fangi ofur- eflis og fangi fegurðar? Maður verður að hlæja að örlögunum og gera það bezta úr því. Gerið svo vel, herra minn. Einhvern tíma mun eg rétta oddinn að yður.” Hann dró sverð sitt úr slíðrum og rétti mér handfangið á því. E gtók það og hneigði mig og fékk séra Sparrow það. Skjólstæðingur konungsins hafði risið upp og hallaði sér nú upp að sandbakkanum. Hár hennar ihékk hálf fléttað niður á báðar axlir hennar, andlit hennar var hvítt sem marmari milli svartra hár- bylgjanná. “Eg veit ekki, ihvort eg kem nokkurn tíma aft- ur,” sagði eg við hana og nam staðar fyrir framan hana. “Má eg kyssa hönd þína áður en eg fer?” Varir hennar bærðust, en hún mælti ekki orð. ^Eg kraup niður og kysti hendur hennar. pær voru kaldar. “Hvert ætlar þú að fara?” hvíslaði hún. “Út í hvaða hættu æltar þú að leggja? Taktu mig 'með þér.” Eg stóð upp og hló að heimsku minni, sem hefði getað unað sér við þessar hendur og látið heiminn halda sinn veg.. “í annað sinn,” sagði eg. “Hvíldu þig í sólskininu nú og ímyndaðu þér, að alt sé í góðu gengi. Eg vona, að alt fari vel.” Eftir fáeinar mínútur var eg kominn í námunda við gröfina. pað, sem fara átti í gröfina og geym- ast þar til dómsdags, var komið þangað og gröfin - i var orðin hálffull af sandi. porpararnir mokuðu, stóðu og sátu, en' allir horfðu þeir á gröfina og sáu mig ekki. Lo'ksins varð gröfin full. Eg gekk inn í miðjan hópinn, og stóð augliti til auglitis við for- ; ingjaefnin þrjú. “Góðan daginn, herrar mínir,” sagði eg. “Er i það kafteinninn ykkar, sem þið grafið, eða einn af skipshöfninni, eða bara peningar?” GAMANVfSUR, kveínar til Stephans E. Davíðssonar í Áelkirk, á 50 ára afmæli han.s 22. febr. 1923. Það skeði núna fyrir fimtíu’ árum, á frægða-ríkri Eyjafjarðar grund, að Helgi magri 'helti út gleðitárum og hét á Krist og pór á sömu stund; því þá var spánýr Flatnefjungur fæddur, með frántím svip og ‘hreystimerkjum gæddur.. Þá var glatt um gamlan Eyjafjörð, er gildur stóð upp Einar Þyeræingur og tók til vitnis himin, Ihaf og jörð: “Eg hygg að þessi drengur verði slyngur, og honu’m einum (það skal enginn efa) alt mitt vit og snilli vil eg gefa.” Víga-GIúmur gekk þar líka fram, en Guðmundur hinn ríki stóð og glotti. “Nú er loksins”—kvað hann—“komin fram sú kynja spá, er margur hafði’ að spotti: af mínum feldi mundi verða skorið svo mikið klæði, að ísland fengi’ ei borið. pví glögt eg sé á svip þesSi unga manns, að saman fer þar tign og yndisþokki, en héðan burtu liggja leiðir hans, um langan veg í ýtrum sveina flokki; þar 'mun hann jafnan mestur drengur talinn, í marga tignarstöðu tongi valinn.” Og sönn og vitur voru goðans orð, iþví vinsælli og betri finst ei drengur, er fótum hefir stigið hér á storð, og stór það væri hverju landi fengur og happ að mega hýsa drengi slíka, hafa og eiga marga Stepháns líka. pví væri gott að geta kveðið brag, með gleðilagi þessa dýru stundu. Stephan hefir hálfa öld í dag hei'msins klofið straum með kátri lundu; og enn þá efir enginn íslands sonur elskað meira vír. og ljóð og konur. pví berum við fram bænir >hér í kvöld, og biðjum guð að lengja þína daga, svo leika megir enn þá hálfa öld eins og la'mb í grænum sumarhaga, og finnir aldrei skort á gripum góðum, guðaveigum, skáldskap eða fljóðum. J. Schram. Hvað mér finst og hvaö eg held. Mér finst um iþína sálars>jón sífelt verða þrengra. Eg held þú sért svo fágætt flón, að fáir komist lengra. Pegar Pétur gekk í Heriimn. Sálubjálpar söfnunin sýnist dafna í vetur: Eg held þar komist allir inn, úr því þeir tóku’ hann Pétur. Maður kvartar um, að sín hefði ekki verið getij1, þegar mælt var fyrir skál. Hneisu þinni hefir skýlt hann, sevn kunni’ að þegja, og vissi lítið um þig ilt, en ekkert gott að segja. Hræsnarinn. Forðast þrætur, flestu veill, fölsku'm lætur velta skárum, orða sætur, 'engum ’neill, augun vætir hræsnin tárum. Lán með óláni. Eg komst að því hjá konu hér um daginn, sem kvað vera svo óskaplega lagin að finna alt, sem fleygt er út um bæinn, og færa það sem allra bezt í haginn: Það getur verið gott að heyra illa, því Gróu-sögur rósemd 'manna spilla. Olnbogaskot—Ein hlið ógæfunnar. Ein er vítis ógæfan— oft mig skrítið blekti: eg ihélt þig nýtan 'mætismann meðan lítið þekti. Meðalmaðurinn. pér var meðalmenskan veitt, minna af sterku'm tækjum, gazt því aldrei orðið neitt afarmenni’ í klækjum. Tilfinningin. Traust við heldur tilfinning trúar eldi í barmi ama seldum einstæðing oft hún veldur harmi. Mér hefir út að m.æðuströnd mótgangs sikolað alda það er erfitt einni hönd upp í strauminn halda.. V_ IMörg þó núi meinin há mun ei tjá að klaga þar er spáin að eg á eftir fáa daga. Eg mun hræddur ekki þar æfiskeið nær dvínar flíkum klæddur fátæktar feta leiðir mínar. Þó mig Iheljar hitti fleinn og hauður gleypi náinn eftir verður ekki neinn er mig syrgi dáinn. Trúin. mín. Guðs voru aldrei gæðin duld gjálífum mannasonum, -eg hefi tekið út í skuld alt mitt líf hjá honum. Þó við mér gapi gröfin svört glatt er um rænu bólin, fyrir handan brosir björt blessuð náðarsólin. Vonin sú mér leggur lið, þó líkams ihrörni kraftur, dauðans fyrir handan hlið, heyrnina fæ eg aftur. J. Schram. RJÓMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvínnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL The Manitoba Co-operative Dairies LIMITKD

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.