Lögberg - 24.04.1924, Blaðsíða 4
BLs. 4
6
LC<crBERG, FIMTUDAGINN 24. APRÍL. 1924.
erg
Gefið út hvem Fimtudag af Tlie Cal-
ambia Press, Ltd., (Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str.. Winnipeg, Man.
Talaimart N-6327 og N-6328
JÓN J. BILDFELL, Editor
Utanáskríft til blaSains:
THE COIUMBIA PRESS, Ltd., Box 3l7í, Wlnnipeg.
Utanáekríft ritstjórans:
EOiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man.
The "Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited, in the Columbia
Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Sumarkoma.
í dag er «umardagurinn fyrsti. Veturinn, sem
vanalega er haröur á þessum stöðvum, en sem í betta
sinn hefir veriö óvanalega mildur, er liðinn, en fram-
undan liggur tíö upprisu og yndisleika í náttúrunni.
Frostin og kuldarnir hafa orðið að víkja fyrir hækk-
andi og vermandi sól. Byljirnir fyrir blíöviðri sum-
arsins. Hin löngu og dimmu vetrarkvöld fyrir hækk-
andi degi. ísarnir bráðna og elfur og lækir hoppa
tálmanalaust, syngjandí til sjávar. Snjóblæjan, sem
þakið hefir holt hæðir og engi, þiðnar fyrir blíð-brosi
sumarsólarinnar. Líf náttúrunnar, sem vetrarfrostin
höfðu eyðilagt og læst í hdjarbönd sín, rís upp í nýrri
fegurð, með nýjum krafti frá þeim lægstu líftegund-
um, sem náttúran framleiðir til þeirrar æðstu
og fullkomnustu, sem hún elur á brjóstum sér
— Sumarið er upprisuhátið ársins.
Vér stöndum á timamótum hins kalda vetrar og
hins fagra og blíða sumars.
Aö baki okkar liggja fannbreiður og ísþök. Framund-
an engi og akrar, þar sem grasið vaggar sér í blæ-
vindi sumarsins og blómin blika á móti sólu, þar sem
kornið iðar á ökrunum og öxin svigna undir þunga
þeim, sem seðja á miljónir manna.
Að baki okkar liggur þunganiður vetrarvindanna
en framundan söngur sumarfuglanna og ylmþvður
andvari sumarsins í limi trjánna.
Að baki okkar liggur imynd dauðans, framundan
lifið og upprisan.
Arið hverja einustu sumarkomu í náttúrumö sjá-
um vér þessi sömu fyrirbrigði, finnum sama ylinn, er-
um vottar að sömu upprisunni, hrifnir af sömu feg-
urðinni og sama unaðartilfinningin fyllir sál vora.
Menn horfa hugfangnir á þessa fegurð sumarsins og
vita að hún er sönn, en skilja hana þó ekki. Menn
halla þreyttir höfði sínu í skaut hins yndisfagra
sumars en finna þó ekki hvíld.
Hið unaðsrika sumar nreð allri sinni fegurð
og órjúfanlega upprisulögmáli getur ekki friðað hið und
nrsamlega mannshjarta. Sumarið getur glatt það og
vermt en það getur aldrei svarað hinni eilífu spurningu
þess, sem hvað ákveðnast kemur fram með hinni marg-
víslegu upprisu í náttúrunnar, sem sumrinu fylgir fyrir
sjónum. “Hvað ér eg?”
Menn hafa aldrei fundið þrá sinni fullnægju í
sumri náttúrunnar. Þar er margt til að dáðst að, helst
alt, en í því hafa menn aldrei getað fundið svar við
þessari spurningu sinni og það fyrir þá sök, að svarið
er ekki þar að finna.
Það getur verið ylríkt sumar umhverfis menn í
náttúrunni, þó vetur sé í sál þeirra og þvi. er sumar-
koman í náttúrunni, aðeins bending til mannanna og
mannanna- barna um, að ef líf þeirra á ekki að vera
endalató vetur, þá verður að vera þar sumarkoma,
sem breytir því á sama hátt og sumarkoman breytir
veldi vetrarins.
Þegar vér nú stöndum á mótum hins liðna vetrar
og sumarsins komandi og horfum yfir.líf vort mann-
anna, verða þá mikil sumarmót fyrir sjónum vorum?
Liggur ekki enn isþak óvildarinnar yfir orðum og
gjörðum mannanna? Er ekki hver höndin upp á móti
annari í tilraunum þeirra til þess, sem betur má fara ?
Sjást þess mikil merki enn, að ylgeislar bróður-
kærleikans hafi náð til hjartna þeirra? Því miður
virðist oss að þar sé um litinn sumarvott að ræða, og
dregur það ekki alllítið úr fögnuði manna út af sum-
arkomunni í náttúrunni. Því þó sumarkoman í nátt-
úrunni sé yndisleg, þá er þó yndislegra, þegar hjarta
og sál mannanna opnast fyrir því fegursta, sem lífið
hefir að bjóða — fyrir hinum fegurstu dygðum lífs-
ins, því þá kemst mannssálin í samband við það, sem
henni er æðra og getur notið styrks þess, sem hún
þarfnast til þroskunar og hvíldar þeirrar, sem hún
þráir — þegar menn í allri einlægni og í sakleysi sál-
ar sinnar geta sagt með snillingnum: “Eg elska rétt-
lætið, sannleikurinn er hin innri og ytri fegurð
mannanna. Dygð, eg er þér helgaður, hjálpa þú mér
og tak mig í þjónustu þína, þér vil eg þjóna á degi og
nóttu, í smáu sem stóru, svo að eg verði ekki aðeins
dygðugur heldur dygðin sjálf.” Um leið og vér ósk-
um öUum íslendingum gleðislegs sumars, þá óskum
vér að það megi verða sumarboði sálum þeirra allra
svo þar eins og í náttúrunni megi verða dýrölegt
sumar.
Samvinna við ísland og ritstjóri
Heimskringlu.
Kunningi vor, ritstjóri Heimskringlu finnur á-
stæðu til að hirta oss fyrir ummæli vor í sambandi við
grein þá, er hann reit i blað sitt nýlega og minnist á
1 jóðahækurnar fjórar, eða fimm, sem mönnum á ís-
landi hefðu verið sendar til umsagnar og þeirra svo
aldei verið minst og segir að það sé rangt hjá oss, að
slíkt beri vott um nokkra lítilsvirðingu, heldur sé það
blátt áfram gleymska og hugsunarleysi. Finst ritstjóra
Heimskringlu það ekki vera nokkuð leinkennilegf
hugsunarleysi, að þeir þarna heima skuli muna eftir
að minnast opinberlega á allan þann urmul af bók-
um, sem út eru gefnar heima, en að þeir endilega
þurfa að gleyma þessum bókum, sem þeim eru sendar
frá íslendingum í Vesturheimi, eins og hann segir að
þeir hafi gert, sem vér erum þó ekki alveg vissir um, að
sé með öllu rétt, og það eftir að búið var að senda
sumar þeirra tvisvar til sumra mannanna? Finst rit-
stjóranum það ekki líka nokkuð einkennilegt hugsun-
arleysi, að þegar ekki alls fyrir löngu var samin og
birt skrá yfir öll blöð, sem gefin hafa verið út meðal
íslendinga, að þá gleymast blöðin, sem gefin hafa
verið og gefin eru út á meðal Vestur-íslendinga
alveg? Mikið einstaklega mega íslendingar heima á
ættjörðinni vera orðnir hugsuarlausir alt í einu.
Kunningi vor ritstjórinn segir, að það sé fjarstæða
ein að þetta geti verið sprottið af lítilsvirðingu fyrir
þessari bókmentaviðleitni vorri Vestijr-fslendinga og
oss sjálfum, þvi hann segist ekki vita til þess, að sú
hugsun — lítilsvirðingarhugsun hafi verið látin í ljósi
heiman að í þau tuttugu ár, sem hann hafi lifað eftir
að hann komst nokkurvegin til vits og ára og hætir við
“vér efumst ura að hún hafi nokkurtíma verið hugs-
uð”. Vér vitum ekki hvað mikið menn kunna að leggja
mikið upp úr þessum efa hans, en einhvernvegin er það
nú samt svo, að oss finst hann ekki veigamikil sönnun.
Ritstjóranum finst að við höfum spilt fyrir samvinnu
og samúðarhugsjón á milli fslands ýlíklega fslendinga
heimaý og vor, með “klám-höggum” þeim, sem vér
eigum að hafa greitt sumum þeirra. Þetta orð “Jdám-
högg” er dálítið einkennil. orð og meinar að herja menn
um lendar og sjáum vér ekki, ef 'hér er um slíka hirþ-
ingu að ræða, sem ritstjórinn heldur fram, að annar
staður líkamans hefði verið heppilegri. Annars erum
vér oss ekki meðvitandi að .hafa haft aðra óhæfu í
frammi gagnvart bræðrum vorum og systrum heima
en að segja meiningu vora beint og hispurslaust og
til þess viljum vér hafa rétt, hvort þeir eða aðrir eiga
í hlut og ef slíkt á að valda vináttuslitum þá verður
það svo að vera, því vér seljum ekki sjálfsvirðing vora
fyrir vináttu neins, eða neinna. Annars trúum vér því
laust, að 'bræður vorir heima beri meiri virðingu fyrir
oss, þó vér skriðum við fætur þeirra, en þó að vér
höldum uppi heiðri vorum og málstað eins og íslensk-
um mönnum sæmir, hvar sem þeir eru.
Lopinn teygður.
Enn þá heldur séra Rögnvaldur áfram að teygja
lopanní Hleimskringlu þó á honum sé nú orðið ekki all-
litið af bláþráðum, sem naumast geta reynst hald-
góðir og rríun prestinum sjálfum vera það ljóst ekki
síður en þeim öðrum, sem lopann athuga.
Meiri hluti af máli hans í siðustu Heimskringlu
er um efni, sem deilumáli því, sem um hefir Verið að
ræða á milli ristjóra Ivögbergs og hans kemur ekki
minstu vitund við og ætlar prestur sér víst að fylla upp
í eyður verðleikanna með því, þó eru nokkur atriði í
síðustu grein hans, sem vér þurfum að athuga og sem
snerta málefni það eða málefni þau, sem vér ræddum
um og gjörum vér það ekki sökum þess, að vér höf-
um neina von um að hann fáist til þess að leiðrétta
missagnir sinar, heldur til þess að missagnir þær, sem
um er að ræða, séu ekki leiddar fram hjá sér mótmæla-
laust.,
Ekki vill séra Rögnvaldur kannast við að konur
kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg eigi
upptökin að gamalmennaheimilismálinu. heldur að það
séu Unitarar. Ekki vill hann samt taka hugmynd þá
með öllu frá kvenfélaginu, segir að það hafi vakað
fyrir þeim að hefja fjársamskot til þess að koma upp
hæli fyrir öreiga gamla menn í Fyrsta lúterska söfn-
uðinum, en ekki almennt hæli, þarna fer séra Rögn-
valdur annaðhvort vísvitandi, eða af vanþekkingu
rangt með og því til sönnunar birtum vér orðréttan
útdrátt úr fundargjörðum kvenfélagsins í sambandi
við þetta mál, sem væntanlega er nóg sönnun fyrir
þvi, hvað fyrir konu þeirri vakti, sem hugmyndina
um gamalmennahælið átti, kvenfélagskonum og ölí-
um þeim, sem geta litið á málið með óbrjálaðri skyn-
semi.
Fundargjörð 24. nóv. 1904. “Þar næst kom for-
seti (frú Lára Bjarnasoný með mál fyrir fundinn, var
það viðvíkjandi því, hvort ekki mundi tími kominn til
að fara að hugsa um að mynda byrjun til sjóðs fyrir
stofnun handa fátækum og heimilislausifm gam’al-
mennum. Engar urðu umræður í málinu, en ákvarð-
að var að taka það til umræðu eftir nýjár. Mál þetta
var ekki alveg nýtt, þar sem forseti vakti máls á því
fyrir 3 árum síðan.
Fundargjörð kvenfélagsins frá 8 marz 1909;
Tillaga frá Mrs. Láru Bjarnason um að félagið
myndi sjóð til munaðarleysingjastofnunar og sam-
þykt í einu hljóði að byrja þann sjóð nú strax með
$50.00.” í fundargjörningum félagsins frá þvi fyrst
að gamalmennaheimilis hugmyndinni er hreyft og þar
til að það mál og sjóður sá, sem til var, er afhentur
kirkjufélaginu, er ekki með einu orði minst á að
binda eigi heimilisvist á þessu fyrirhugaða gamal-
mennaheimili við neinn sérstakanrt félagsskap, eða
meðlimi neins sérstaks félags og hefir heldur aldrei
verið gert. En hvers vegna að séra Rögnvaldur er að
reyna að sölsa þessa hugmynd undir sinn félagsskap,
og rangfæra fyrirætlanir kvenna þeirra, sem áreiðan-
lega og ómótmælanlega eiga hugmyndina og mest
allra hafa lagt i sölurnar fyrir þá stofnun fyr og síð-
ar, er oss óskiljanlegt.
Ekki er séra Rögnvaldur ánægður með sönunnar-
gögn þau, er vér færðum fyrir þeirri staðhæfing vorri
að Heimskringla hafi þegið fé af stjórninni í'Ottawa
1887 — finst þau ekki mikils virði sökum þess að
þau eru tekin upp úr Lögbergi. I því máli er ekki
nema um tvent að ræða, annað hvort er þýðingin
sönn, og ef hún er það, þá er hún fullnaðarsönnun,
eða þá að hún er fölsuð af ritstjóra blaðsins, seni þá
var, Einari H. Kvaran eins og Rögnvaldur prestur er
að gefa i skyn og þá er hún líka einskis virði. En í öll
þau ár, sem Einar H. Kvaran var ritstjóri Lögbergs
varð enginn maður til þess að bera honum slíkt ódæði
á brýn og allir þeir, sem þektu hann vissu og vita, og
þar á meðal presturinn sjálfur, að hann gji’irði sig
aldrei sekann um slíkt og til þess nú að reka þessa
svívirðilegu og lúalegu aðdróttun ofan í prestinn, þá
skulum vér við fyrstu hentugleika birta þennan kafla
skýrslunnar á frummálinu svo að ihann geti speglað
sig í sínum eigin ósannindum og lubbaskap.
En er Rögnvaldur prestur að reyna að draga
menn og konur á tálar í sambandi við minningarrit
íslenskra hermanna bæði að því er prentunartilboð
Columbia Press snertir og eins um pappírinn í bókinni.
Vér erum marg búnir að sýna fram á að staðhæfingar
prestsins í sambandi við fjárdráttartilraunir Columbia
Press frá Jóns Sigurðssonar félaginu um fram prent-
unar sannverð bókarinnar, eða verð það, sem bókarút-
gáfan kostaði það, eru tilhæfulausar og ósannar og
sjálfur er hann orðinn tvisaga eða margsaga í sambandi
upphæðir þær, sem hann á ýmsum tímum hefir sagt
að Colunibia Press hafi ætlað sér að hafa af; Jóns
Sigurðssonar félaginu, svo hvorki hann sjálfur né
heldur aðrir geta áttað sig á því, hverju að helst er
að trúa af þvi sem að hann hefir látið út úr sér i þvi
sambandi. Sama er að segja um pappírinn i bókinni,
það mál hefir hann verið og er að reyna að
flækja í síðustu grein sinni svo, að menn skilja hvorki
upp né niður í því. Bréf það sem hann frá John Martin
& Co., birtir í síðustu Heimskringlu sannar ekkert um
þyngd pappirsins í bókinni, það sannar aðeins að
Viking Press keypti 39 ríms, að stærð þeirra var 32x44
og að þyngd hvers ríms var 120
pund og sett fram aðeins til þess að villa mönnum sjón-
ir. Séra Rögnvaldur segir að vér vitum að pappír sé
mældur eftir stærðum. Satt er það, að það er mismun-
andi mál á mismundandi pappírsstærðum. En séra
Rögnvaldur veit, eða ætti að vita, að “standard
weight“ allra stærða er sú sama, þegar um sömu teg-
und af pappír er að ræða, þannig, að rím, sem er
25x3&> 28x42 og 32x44 eins og á sér stað með pappírs-
tegund þá. sem í minningarritinu er, er alt saman 80
punda pappir hvað svo sem stærð rímanna líður, eins
og eftirfylgandi bréf sýnir og sannar:
Winnipeg, April 22, 1924.
To whom it may concern:—
We have inspected the paper in the book entitled
“Alinningarrrit íslenskra Hermanna” and find same is
printed on our White Suede Coated Book 32x44 — 120
pounds to the ream of 500 sheets, which is the same
standard substance weight as 25x38 — 80 pounds to
500 sheets.
John Martin Paper Co. Limited.
per Richard Hillier.
Og til þess að ganga enn betur úr skugga' meö
vigtina á þessum tveimur pappírsstærðum 32x44 —
120 punda rím, og 25x38 — 80 punda rím, sem hér
er um að ræða, létum vér vigta þær báðar og skýrir
eftirfarandi bréf sig sjálft.
I
University of Manitoba, Winnipeg, Canada.
April 22nd. 1924.
To whom it may concern:
This is to certify, that I have weighed two samples of
paper each measuring 26.8 cms by 39.6 cms.
Sample I was taken out of Minningarrit íslenskra
Hermanna and sample II was cut from a sheet of
Suede Coated Book paper 25” by 38” so that
sample II was the same size as sample I.
The weights found were as follows:
Sample I. 12.48 grams
Sample II. I2-37 grams
From which it is seen, that sample II is lighter
than sample I by less than 1%
S. G. Lifpsett. Instructor in Chemistry
Finst nú ekki séra Rögvaldi að hann hefði mátt
bíða með að lýsa ritstjóra Lögbergs ósannindamann í
þessu pappírsmáli? Vér erum nauðbeygðir til þess að
vísa þeirri yfirlýsingu hans heim aftur og láta skömm-
ina skella þar sem hún á heima.
Um það hve niikill pappír hafi farið í bókina er
ekki til neins að deila. Það eru 161/2 örk í hverri bók
og bækurnar voru þúsund og er því það dæmi svo auð-
velt að hver, sem vill getur reiknað það, 16^x1000=
16500 arkir í öllum' bókunum, þegar þeirri tölu er deilt
með 500 sem er tala arkanna í hverju rími þó fær mað-
ur33, sem er tala rímanna, sem eru í öllum bókunum.
Það stendur þvi á sama hvað mikinn pappír Viking
Press keypti, því í bókunum er hvorki meira né heldur
minna en að framan er sagt áður en 2% eru tekin af
fyrir vanhöldum.
Séra Rögnvaldur læst furða sig á að vér skyldum
fara að gera hið kirkjulega starf hans á meða! Vestur-
Islendinga að umtalsefni og sjáum vér ekki hvers-
vegna hann gjörir það, oss. finstiað það sé engin á-
stæða til þess, því hann getur naumast ætlast til þess,
að hann fái óáreittur að velta sér yfir og svívirða
menn og málefni án þess að á móti sé mælt og hann
veit sjálfur og allir, sem mál hans hafa lesið í þessari
deilu, að hann hefir gert það frá byrjun tii enda.
Því þá að æðrast? Þér hefir prestur góður verið út-
deilt því, sem þú hefir átt skilið og verk þín bera ó-
mótmælanlega vitni ,um og hvorki þú né aðrir hafa
getað eða getið hrakið.
Ekki er gott að sjá hvaða þýðingu vitnisburðir
Guðmundar Grímssonar og Þorláks Þorfinnssonar
hafa fyrir málstað prestsins í sambandi við útför þá
á Mountain, sem hann mintist á, þeir staðfesta báð-
ir, að það voru ekki aðstandendur hins látna, sem neit-
að var um kirkjuna, eða vísað út úr henni með lík lát-
ins vinar, heldur Rögnvaldi presti og geta þeir, sem
vilja láð séra Hans Thorgrímssyni það og fulltrúum
þeim, sem í hlut áttu og ef mönnum finst það þung
sök að leyfa ekki Rögnvaldi presti Péturssyni inn í
kirkjii kristins safnaðar til þcss að boða Unitara-trú
sina, þá er það sök prestsins, sem hlut átti að máli
og embættismanna þess eina safnaðar og það aðeins
fárra þeirra—eins eða tveggja manna, eftir vitnis-
hurði hr. Þorláks þorfinnssonar, en ekki kirkjufélags-
ins.
Þessi deila er orðin langt mál, og hefir farið mjög
fram hjá hinu upphaflega umtalsefni. Séra Rögnvald-
ur hefir staðhæft margt i henni, er hann hefir ekki sýnt
lit á að sanna svo sem, að Lögberg hafi verið selt til
Calders ráðherra frá Regina árið 1917. Að Columbia
Press hafi verið að sjúga út landsins fé á meðan að
aðrir börðust. Að Jón Bíldfell hafi narrrað fé út úr
Vestur-íslendingum í Minningars. Dr.Jóns Bjarnason-
ar með því að segja þeim að Dr. Guðmundur Finn-
bogason væri ráðinn kennari við Jóns Bjarnsonar
skóla. Að mönnum hafi verið hótað stefnum í sam-
bandi við loforð sin í Minningarsjóðinn. Að safnaðar-
nefndin i fyrsta lút. söfnuði í Winnipeg hafi neitað
að leyfa utan kirkjufélagspresti nýlega að tala yfir
leyfum liðins manns í Fyrstu lút. kirkjunni. Að utar.-
kirkjufélags presti (séra RögnvaldiJ hafi af hálfu
kirkjufélagsins verið meinað að leggja blóm á lík-
kistu fólks, sem druknaði í Winnipegvatni og mæla
yfir þeim nokkur orð í lútersku kirkjunni á Gimli á-
samt fleiru. Vill nú ekki séra Rögnvaldur sýna lit á
að sanna þessar ákærur sínar, taka þær aftur, eða þá
að biðja velvirðingar á þessum ósóma eins og maður,
áður en að hann fer lengra út í að svívirða menn og
málefni? n
Claudius Henry Johnson.
Fæddur 4. febr. 1905 — dáinn 24. febr 1924.
Undir nafni móður hans.
I garði mínum greri
um gullna morgun-stund
einn fagurprúður fífill;
ei fegri neinn á grund.
Er hann mót himni brosti
þá hló mér vonastrónd,
eg sá úr sævi rísa
við sjónhring fögur lönd.
Ó, ljúft var þá að lifa
og leika að draumum þeim,
að svífa á vonavængjum,
sem vorsins fugl um geim.
En stutt var stundar-yndi,
því stormur blés af sæ
og braut minn fagra fífil
og fól hann köldum snæ.
Þá dökkva dró á himin
og daggir urðu tár.
í rústir hrundu hallir,
hver dagur varð sem ár.
Ó,' dapri grimmi dauði
ei dugði nokkuð það,
þó legði eg fífil fölvan
í faðm — að hjartastað.
Mér fanst svo fátækt lífið,
hver fegurð aðeins hljóm,
eg kysti kossi Jiinstum
mitt kæra visna blóm.
Þá blítt ’að eyrum bar mér
úr blámans fjarska hljóm,
sem englar sól-ljóð syngju
í sumardilýum róm.
“Huggastu móðir, sem harmar,
himin á bros fyrir tár.
finnurðu’ ei angandi ilmblæ
anda þér hlýlega um brár?
Ársól fer eldi um löndin;
upprisutími í hönd;
lifið, sem lagðist í dróma
lifnar um dali og strönd.
Heyrirðu’ ei hljóma í lofti
hreimþýðan vorboða söng,
blíðróma berast dali,
bergmála skóganna göng?
Sérðu eigi rósirnar rauðu
rísa úr vetrarins gröf?
Lifsins og sumarsins sigur,
sólgeislar rita um höf.”
Sú röcld mér fróun færði.
mér fæddist von á ný,
en dökkvan dró af himní
og dagur gvlti ský.
Eg eygði annað meira
úr ægi rísa lönd,
minn fagra fífil leit eg
þar fegra nýja strönd.
Riclx. Beck.
SPARAÐ FÉ SA.FNAR FÉ
Ef þér hafið ekki þegar Sparisjóðsreikning’, þá getið þér ekki
breytt liygKÍlegar, en að leggja pcninga yðar inii á eitthvert af vor-
um na'stii falliúum. ])ar biða þeir yðar, þegar réttl tíminn kemur til
að nota þá yður til sem mests hagnaðar.
Union Bank of Canada liefir starfað £ 58 ár og hefir á þeim tima
komið upp 345 útibúum frá strönd til strandar.
Vér bjóðum yður lipra og ábyggilega afgreiðsln, hvort sem þér
gerið mikil eða lítil viðskifti.
Vér hjóðum yður að heimsækja vort noesta f'tibó, ráðsmaðtirinn
og stJtrfsmenn lians. miimi finna sér ljúft og skylt að leiðbeina yður.
ÚTTBÚ VOR ERC A
Sargent Ave. og Sherbrooke Osbome og Corydon Ave.
Portago. Ave. og Arlington I,ogan Ave og Sherbrooke
491 Portage Ave. og 9 önnttr útibú í AVinnipeg
AÐABSKREFSTOFA:
UNION BANK OF CANADA
MAIN and WIBIJAM — — WINNIPEG