Lögberg - 24.04.1924, Blaðsíða 6

Lögberg - 24.04.1924, Blaðsíða 6
LÖGBERG, HMTULAGINN, 24. APRÍL. 1924. b Eg held bví sem eg her Sólin var komin hátt á loft, er við kvöddum. Ruddi bletturinn, mórberjatrén og grasið undir þeim; kofarnir, sem hafði verið hrönglað upp og mjóu, bláu reykjarstrókarnir upp úr þeim; karlar, konur og börnin dökk og nakin—alt þetta hvarf sjón- um okkar og skógurinn luktist umlhverfis okkur. Vindur var alLhvass og greinar trjánna lömdust isaman yfir höfðum okkar en lauflausar vafningsjurt- ir flöksuðust utan um okkur og skrælnuð lauf þyrl- uðust fram hjá. Ógurlegur fjöldi af dúfum flaug yfir okkur í austur átt og jörðin dökknaði, þar sem þær fóru ^yfir, eins og þegar ský dregur fyrir sólu. Við komtím á sléttu, þar sem stóðu mörg mjög há tré.. Rörkurinn hafði verið skorinn af þeim öilum hringinn í kring að neðan, af Indíánum. Þau voru öll visnuð fyrir löngu, börkurinn var fallinn af þeim og greinar þeirra, stórar og smáar láu á víð og dreif um sléttuna. Þarna stóðu þau grá og ber og áttu ekkert annað eftir en að falla. Vindurinn feykti tveimur þeirra um koll, er við fórum fravn hjá þeim. Á miðri sléttunni lá eitthvað dautt, annaðhvort dýr eða maður. Gammar komu fljúgandi þangað úr öll- um áttum. Hinum megin við sléttuna var dinrmur greniskógur, grænþakinn að ofan; þar lagði ilm upp úr jörðinni. Við gengur heila klukkustund- gegnum hann og komum sivo að Pamunkey ánni. Ofurlítið Indíána þorp stóð á milli grenitrjánna, sem gréru. framvni á árbakkanum. 1 því voru ekki fleiri en tólf vopnfærir karlmenn. Nokkrir barkarbátar flutu á ánni bundnir við trén á bakkanum. Þorpsbúar komu á móti okkur og Paspahegarnir keyptu af þeim tvo bark'arbáta. Við höfðum þar enga dvöl, heldur stig- um í bátana og rérum upp til Uttamussac og must- eranna þriggja. > . Við Diccon vorum báðir settir í sama bátinn. Við vorutn ekki bundnir. Hvaða þörf var á að 'hafa okkur bundna, þar sem skamt var eftir af Ieiðinni og enginn til að hjálpa okkur nær en í Powhatan? Eftir nokkra stund voru okkur fengnar árarnar og okkur sagt að róa, meðan Indíánarnir hvíldu sig. það var eklci til neins að sýna nokkurn mótþrón, svo við tókum við árunum og hlóum, eins og þetta væri eitthvað gaman. Svo difum við blöðunum í og tók- um svo snarpt á, að okkar bátur skaust fram úr 'hin- irm. Diccon fór að syngja gamalt lag, sem við höfð- um sungið kringum varðeldana á Niðurlöndunum, áður en lagt var til orustu. Hersöngurinn bergmál- aði um skóginn og fjöldi fugla flaug upp úr trjánum á bakkanum. Indíánarnir ygldu ,sig og einn þeirra, sem var1 fyrir aftan okkur í bátnum skipaði öðrum að slá söngmanninn á munninn; en föringinn hristi höfuðið. pað var enginn~á ánni, sem ekki mátti vita, að Paspahegar væru á ferð til Uttamussac með bandingja. Diccon Ihélt áfram að syngja; hann bar ihöfuðið hátt og hafði sinn gamla fífldirfskusvip. •Eg tók undir í kórsöngnum og skógurinn bergmálaði enn hærra. Það hefði átt betur við að við hefðum sungið sálm, heldur en þetta grófa og yfirlætislega kvæði. þar sem við áttum víst að syngja ekki framar í þessu lífi; en hvað sem því leið, sungum við með fjöri og hugrekki, og vorum eins rólegir og unt var, eftir því, sem á stóð fyrir okkur. Sólin lækkaði á lofti og trén köstuðu skuggum sínum fram á ána. Paspahegarnir fóru nú að telja upp skemtanirnar, sem þeir ætluðu að bjóða okkur næsta morgun. Þeir sögðu hægt frá öllum þeim kvölum, se*m þeir voru vanir að beita með djöful- legri hugvitssemi, ,og horfðu á okkur, til þess að sjá hvort okkur brigði ekki. peir gortuðu af því, að þeir myndu gera okkur kjarklausa eins og konur, þegar að bálköstumum kæmi. peir gátu samt ekki bugað okkur þá. Við hlóum 0g rérum og Diccon blístraði til fisks, sem hentist upp úr vatninu og til hauksins og otursins, isem lá á föllnu tré undir bakkanum. pað var komið sólarlag og áin var eins og fljót- andi gullstraumur undir rauðu'm skýjunum 0g skóg- urinn ber á báðar hendur. Vatnið draup eins og gulldropar af árablöðunum. Vindinn hægði og með honum hvarf þyturinn og háreystin í skóginum, en þunglamaleg þögn lagðist yfir ána og skóginn. Við vorum komnir í nánd við Uttamusisac og Indíánarnir réru hægt með riíðurlút höfuð og gutu augunum felmturful'lir; því Okee sveif hér yfir vötnunum og 'hann gat verið reiður. pað kólnaði og varð enn kyrrara, en kvöldroðinn hvarf ekki af loftinu og hann speglaðist í ánni. Á syðri árbákkanu'm voru eintóm grenitré, og þau stóðu kyr eins og þau hefðu verið höggvin úr steini og á bak við þau var gulleitt loftið. Brátt sáum við fram undan okkur á bakkan- um nokkrar smáar hæðir skóglausar, en þaktar með einhverjum lágum dökkleitum gróðri. Á hæstu hæð- inni voru þrjú svört hús lík líkkistum í laginu. Og á bak við gulleitur Ikvöldroðinn. Indíánarnir, sem réru í hinum bátnum fóru að söngla bæn qða lofsöng til Okee. Tónarnir vðgu lágir og óþýðir og ósegjanlega daprir. Félagar þeirra tóku undir hver á fætur öðrum og söngurinn hækkaði og varð ofsafengnari, uns hann varð að ógurlegustu ó- hljóðum, sem svo þögnuðu alt í einu, svo að þögnin varð enn draugalegri. Báðir bátarnir viku við upp að bakkanum. pegar þeir voru komnir úri björtu röndinni, sem lá eftir miðri ánni, og upp í skuggann af skóginum, fóru Indíánarnir að kasta frá sér hinu og öðru, sem þeir héldu að Okee myndi girnast. Einn fleygði nokkrum koparhlekkjum í ána, annar fjaðraskrautinu af höfðinu á sér og sá þriðji arm- bandi úr bláum glerperlum. Foringinn dró örvar sínar úr skrautlegum örvamæli og stakk þeim í belti sitt og kastaði svo örvamælinum í ána. Við lentum dróum bátana upp 1 skýli úr lágum trjágreinum og festum þá þar. Svo gengum við upp gegnu'm skóginn og komum brátt að stóru þorpi með mörgum löngu'm hreysum. í miðju i?orpinu var stórt hús, þar sem konungarnir dvöldu, er þeir komu til Uttamussac. pað var tómt nú og engir^n vissi hvar Opeclhunconaugh var. pegar hinar hátíðlegu kveðjur, sem voru venju- legar meðal Indíánanna voru um garð gengnar, og þegar Paspahegarnir voru búnir að láta í ljósi jafn- hátíðlegar þakkir, byrjaði foringinn að halda ræðu, sem var um mig. Þegar hann hafði lokið máli sínu, æptu hinir hátt, til að samþykkja það, sem hann hafði sagt, og eg hélt að þeir myndu varla bíða morgunsins. En það var mjög liðið á kvöldið og for- ingi þeirra og særingamaður héldu þeim í skefjum. Loksins fóru karlmennirnir burt og óp barnanna og kvennanna, sem þrábáðu um hefnd, 'hættu. Varð- menn voru settir umhverfis auða húsið og við vor- um látnir þar inn og bundnir við stóra bjálka, eins og þá, sem Indíánarnir velta fyrir dyrnar hjá sér, þegar þeir fara að heiman. Það var glatt á hjalla í þorpinu; eldar brtlnnu alstaðar langt fram á nótt og það mátti heyra söng og hlátra. Raddir kvennanna voru fallegar, þýðar og raunalegar, en samt áttu þær von á tyllidegi næsta dag. Hugur minn flaug til konu, sem hafði sungið þýða og Ijúfa söngva í rökkrinu heima í Weyanoke og í húsi prestsins í Jamestown. Loksins þagnaði háreystin og eldarnir dóu og þorpsbúar lögðust til svefns. ----------0----------- 31. Kapítuli. ‘ Nantanguas kemur til liðs við okkur. Sá, sem hefir verið hermaður og æfintýramað- ur og ferðast um mörg ókúnn land, hlýtur að hafa séð dauðann í mörgum myndum. Ef ihafði horfst í augu við dauðann og lært að óttast hann ekki. Bak við hina ægilegu grímu sem nú blasti við okkur, var' að lokum eld^ert, nema dauðinn. Eg var ekkert barn og kvartaði því ekki undan þó að di'mdi skyndilega 0g eg fékst ekki um það, þó að tjaldið félli^og hyldi það líf, sem eg bafði lifað. Mér stóð enginn ótti af dauðanum en þegar eg hugsaði til hennar, sem eg yrði að skilja eftir, hélt eg að eg myndi missa vitið. Hefði þetta skeð einu _ári fyr, þá hefði eg getað sof- ið alla nóttina, en nú var öðru máli að gegna. Eg lá bundínn við bjálkann skamt frá opnum dyrunum og horfði út um þær. Eg sá trén, sem sveigðust undan næturvindinum og ána, sem glamp- aði í stjörnuskininu; og eg sá hana eins glögt og þótt hún hefði staðið þar í glaða sólskini. Stundum var Ihún Jocelyn Percy sú, sem hafði‘verið í Weyan- oke, stundum sá eg hana eins og hún hafði verið í prestshúsinu, eða í bátiium í storminum, eða á ræn- ingjaskipinu, eða í fengelsinu í Jamestown önnur hönd mín \?ar laus og eg gat tekið úr 'barmi mínum litla bláa blómið, sem ihún hafði gefið mér og látið höfuð mitt hvíla á hendinni, sem hélt á því. Blómið var fölnað og heitustu tár gátu ekki gefið því líf aftur. Andlitið, sem hafði stundum verið með gleði- svip, stundum fult af þverúð, stundum fölt og þjáð, varð í huga mínum æ meir og meir andlitið, sem hafði hvílt á brjósti mínu í fangelsinu í Jamestown og Ihorfði á mig með sorgblandinni ást. Vorið var komið og sumarið myndi koma á eftir, en ekki til okkar. Eg rétti út hönd mína og hjarta mitt varð futt af harmi. Hún hafði ékki verið fult ár konan mín 0g eg hafði ekki vitað þangað til fyrir fáum dögum, að hún elskaði mig. Eftir nokkra stund dró úr hugarkvöl minni og eg lá sljór og vonlaus og fór að hugsa um eintóma smámuni. Eg taldi stjörnurnar, sem eg sá milli trjánna. Svo leið önnur klukkustund og eg varð hug- hraustari og fór að hugsa um Diccon, sem var kom- inn í þessi vandræði mín vegna; og eg talaði til hans og spurði hann að 'hvernig honum liði. Hann svaraði mér 'þaðan, sem hann lá, en naumast var hann búinn að sleppa orðinu, er sá, sem stóð á verði greip fram í og skipaði okkur að þegja. Diccon bölvaði þeim, en þá sló einn Indíáninn hann í höfuð- ið með axarskafti, svo að hann varð utan við sig um tíma. Þegar eg heyrði hann hreyfa sig aftur, talaði eg til hans til að vita 'hvort hann væri mikið meiddur. Hann neitaði því. Eftir það töluðumst við ekki meira við. Úti var tunglsljós og mjög kyrt.. Það var liðið langt á nóttina; við vissum, að það var komið fram undi rmorgun og að þess yrði skamt að bíða að birti. Þar sem eg vissi hve skamt væri að bíða þess, sem við ættum von á’ í dðgun, reyndi eg að safna hug- rekki, sem skyldi sýna þolgæði kristins manns en ekki hégómadýrð heiðingjanna. Hafi' hugur minn reikað og andlit hennar staðið mér fyrir hugarsjón-. um, er eg reyndi að muna ritningargreinar og 'bera fram bænir, þá ef til vill hefir hann, sem gerði hana svo fagra, skilið og fyrirgefið. Eg las bæn þá, sem eg hafði verið vanur að Iesa, þegar eg var barr., og eg óskaði af heilum huga, að séra Jeremías væri kominn til mín. Þorpsbúar vöknuðu strax í dögun, allir í einu, eins og þeir hefðu verið vaktir með lúðurhljómi. Kartmenn, konur og börn komu út úr löngu kofun- um, sem margar fjölskyldur bjuggu í saman; eldar voru kveiktir; móðan hvarf úr loftinu af hitanum, og alt komast á tjá og tundur um alt þorpið. Konurn- ar flýttu sér að matreiða og báru maískökur og steiktan fisk til bardagamannanna, sem sátu á gras- inu fyrir framan konungshúsið. Við Diccon vortvn leystir og leiddir út og okkur var leyft að borða með hinum. Við sátum við hliðina á óvinum okkar, og Diccon, sem hafði stórt svöðusár á höfðinu, þreif stúlkuna, sem færði honum fisk á diski, dró hana niður til sín og kysti hana. Henni virtist það ekki vera mjög á móti skapi og Indíánarnir hlóu. Venjulega hefðu Indíánarnir farið að reykja, að máltíðinni lokinni. en, nú kveikti enginn í pípu og konurnar flýttu sér að bera burt matarílát og ganga frá Öllu. Foringi Paspalheganna stóð upp, fleygði af sér kápunni og 'byrjaði að tala. Hann var maður á besta aldri, hár vexti og ravnmur að afli og eftir því grimmur og slægur. Yfir ibrjóst hans, sem var litað með eirikennilegum dráttum, hékk keðja, ®em var búin til úr mörgum smáum beinum, og skórnir hans voru prýddir með hárlokkum af dauðum óvínum hans. Eg hafði oft heyrt hann tala áður og vissi hversu mikið vald hann hafði yfir fólki sínu; því að flokkur hans divaldi næst Jamestown af öllum Indíánum og átti í sífeldum erjum við okkur. Enginn Ieikari hefði getað verið leiknari í bendingum og framsetn- ingu orðanna en hann var, ekkert skáld gætnara í orðavali, enginn hershöfðingi fljotari a kveikja á- huga í hermönnum sínum. Allir Indíánar eru mælsk- ir, en þessi var frevnstur allra í mælsku. Ræða hans hafði áhrif. Hann byrjaði á deginum einn vortunglsmánuð er vængjaðir bátar fyrst fluttu hvíta menn inn í Powhatan ána, og hélt svo áfram niður öll árin, uns hann var komin að stundinni, sem þá stóð yfir. pá hætti hann, istóð þegjandi *og virti fyrir sér hver áhrif ræða sín hefði haft. Vald 'hans yfir áheyrendunum var eins mikið og það framast mátti verða. porpsbúar voru svo æstir, að þeir voru reiðu'búnir til að drepa okkur strax, þar sem við stóðum. Vi ðhöfðum stokkið á fætur og stóðu'm og snérum baki að stóru tré og horfðum framan í óðan mannfjöldann. Við kusum helst, að þeir köstuðu bardagaöxum sínum, er þeir höfðu uppreiddar, í okkur, og rækju hnífana, sem þeir otuðu framan í ökkur, í brjóstin á okkur, og við reyndum, bæði með orðu'm oð svip, að gera böðla okkar svo reiða, að þeir gleymdu ætlun sinni vegna löngunar til þess að hefna frin strax á okkur. En það varð ekki af því. Foringinn talaði aftur og benti til hæðanna, sem svörtu húsin stóðu á, sem nú aðeins grilti í gegnum móðuna. Eftir eitt augnablik voru bendurnar, sem kreptust utan um vopnin, látnar síga, og eftir ann- að augnablik vóru þeir komnir af stað með okkur. porpsbúarnir gengur sem einn maður gegnum skóginn upp til hæðanna, sem voru skamt burtu þaðan. Yngri mennirnir hlupu á undan til þess að . undirbúa það sem þurfti; en hinir reyndari bardaga- menn og kalarnir fóru glætilegar og með þeim gekk eg og Diccon og vorum við 'eins stöðugir á fótunum og þeir. Konur og börn gengu flest á eftir okkur, pema nokkrar óþolinmóðar kerlingar, sem hlupu á undan og gerðu háð að karlmönnunum fvrir það hversu seinir þeir væru. Ein kerling bar stóran log- andi kyndil og lagði reykinn af hónum aftur yfir öxl hennar, er hún hljóp. Hinar báru stykki af trjáberkl og á þeim .hrúgur af greniviðarflísum, sem nóg er af í hverjum indíánakofa. Sólin var ekki komin upp, er við komum upp í j dældina milli rauðu hæðanna. Fyrir ofan okkur voru þrjú löng hús, þar sem þeir geyma líkneski af Okee og múmíur konunga sinna. Musteri þessi .snúa í aust- ur. Móðan lá enn yfir þeim. Prestarnir komu ihlaup- andi út úr dyrum musteranna og niður brekkurnar, til að mæta okkur. Líkamir þeirra voru litaðir með skringilegum myndum; þeir höfðu úttroðin högg- ormaskinn hnýtt um höfuðið og í höndunum báru þeir rellur, sem þeir hristu í ákafa. peir byrjuðu að dansa kringu'm okkur með alls konar fettum og brett- um og djöfullegu orgi. Diccon horfði á þá ypti öxl- um með fyrirlitningu og settist niður á trjábol, til þess .......... , Breiðifjörður. Stóð eg á stóru fjalli starði of fjörðinn ibreiða, 'hólma sker eyjar, eygöi, óteljandi þau voru. Til fjalla leit eg 'líka ljót voru hamrabeltin, móar, melar og urðir, mörg vötn og tjarnir nógar. pó er sá fjörður fegri flestum á landi Isa befir hlunnindi mikil hér er nokkuð skal lýsa; Skrúðgrænar eru eyjar æðarfugl grúir kringum verpir þar vænum eggjum, vænn er dúnn hafður í sæpgur Fuglinn í björgum fargast . finna og sigmenn eggin, lundinn í eyjum lúrir liggur í holu kofa. Svartfuglinn seggir eta skarfinn og líka mjaldur af öllum fuglum fanst mér fallegastur hann Tjaldur. Sefur í skerjum, selur svermur er þar í lónu'm, bóndi leggur í löginn lendir í neti kópur. Fiskar á Breiðafirði finíiast af mörgu tagi meir af þem menn þó hirði myndi ei reynast bagi. Fallegt er víða á fjörðum fagurt á Reykjahólum hverinn þar kraflar ætíð kynstur af laugum finst þar. Barmahlíð berjum skrýðist torögnum 'mjög þykir fögur, enn þó mér annað meira yndi þótti að líta. Nesin vel grasi gróin glóa mót isólu á vorin eyjar framundan fagrar fylkja þar æður kringum. Skor heldur vörð norðvestan vestast er Látrabjargið, Látraröst lýðum ógnar leiðist mörgum torimsargið Liðin nótt. Alt er hljótt. Yfir grúfir hin þögla nótt. Söngfuglinn dottar í svásuiri lund, sefur öll náttúran vær3n blund. Sólina geyma ’in hú'msvölu höf, hún er að bíða, að opnist gröf og fæði það ljós—þá lífisns sól, sem 'lýsi upp gjörvalt jarðarból. Við fjörðinn svo að sunnan situr í vígi góðu Snæfellsjökull sinn jafna ég held að eigi hvergi. Yzt á því aidna nesi allhár og 'mjallahv.ítur mænir of eyjar allar út langt á hafið græna. G. J. E. r Hafið h'ljótt. Hermenn nokkrir vaka í nótt. Ennþá er mykrursins ógurleg tíð, í austrimi dagsbrún því kunngerir stríð, húmið skelfist og hopa kýs, torætt við ljósið, sem upp nú rÍ3. Sólbjartur dagur svífa fer með sigur lífsins á vængjum sér. Alt er hljótt. Engil'l til jarðar sér hraðar skjótt loftið klýfur, sem leiftrið ört, logatojört skín nú gröfin svört. Jörðin skelfur en himnesk hönd heljar og grafar slítur bönd. Hinn voldugi Drottinn hrópar hátt, Herra Jesús ! — Þú vakna átt. Hafið nú hátt. Hjörtun fagni og ált sé kátt. Loftið hlýnar og ljósið skín, langa geigvæna nóttin dvín, syrgendum veitist sigurgjöf, — sonur Guðs rís af dimmri gröf. Leikið, syngið og hafið hátt, 'með ihimnunum tignið lífsins mátt. Loftið er hlýtt. Lífið alt virðist bjart og nýtt. Myrkrinu eyðir lífsins ljós, nú lifnar af björgunum dýrðleg rós Lífið sigraði, — dauðinn dó, Drottinn reis upp af grafarþró. Grátur bireytist f gleðihag, geigvæna nóttin í bjartan dag. Gleðjumst nú dátt. tluð hefir tekið oss aftur í sátt. Kristur í hjörtum kuldanum eyðir. kærleiksfaðm eilífan móti oss breiðir, kallar á syndara, — segirjþeim: Sonurinn týndi er tooðaður toeim. Himnana kætir himinsins náS, hvenær, sem syndari bætir sitt ráð, Látum því hjálpræðis lofsöngva gjalla um löndin til mannána, vekjum þá alla. Vökum í trú. Vegleg til himins lögð er brú. Lífstigi reistur úr lausnarans krossi, leiðin; osis opnuð að guðsríkis ihnossi. Jesús er vegurinn,—gjaldið hann galt, Guðs sonur lifir, — frelsað er alt, krossfestur, dáinn, genginn af gröf guðsríki breiðist um löndin og höf. Pétur Sigurðsson. Gerist nú þegar • kau pandi . Lögbergs og fáið stærsta og fjöllesnasta s 1 e n z k a blaðið í heimi Ef þér þurfið að láta PBENT A eitthvað, þá komið með það til The Xolumbia Press, Ltd. Gor. Sar)*eiit & Toronlo RJÓMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL Tlie Manitoba Go-operaíive Dairies LIMITKI> 1 ) /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.