Lögberg - 24.04.1924, Blaðsíða 8
Bls. 8
LöGBERG, FIMTUDAGINN 24. APRÍL. 1924.
Or Bænum.
1
Fæði og húsnæði fæst nú þeg-
ar að 755 MsGee street, hér í
borginni. Herbergin einkarhent-
ug fyrir (Light Ihousekeeping).
Sjónleik þeini er sýna átti í Vídir
Hall næsta föstudag og í Árborg
næsta mánudag, eins og getið var um
í næsta blaði hefir verið frestað til
óákveðins tíma, vegna veikinda eins
aðal leikandans.
Munið eftir danssamkomu Jóns
Sigurðssonar félagsins, sem haldin
verður á Marlborugh hótelinu næst-
komandi laugardagskvöld. Aðgang-
urinn kostar að' eins 75 cente. Spil
verða til taks fyrir þá er ekki taka
þátt í dansinum. Komið í tæka
tð. — Pjölmennið.
VIOLIN RECITAL
Haldinn af nemendum THORSTEINS JOHNSTON
meSaðstoS STANLEY HOBAN, Baritone
Fimtudagskveldið 1. Maí ’24, klukkan 8.30
Good Templars Ilall
Sargent og McGee
Um 40 nemendur á skemtiskránni. Aðgangur 35 cts.
Hr. John Thomasson prentari, sem
dvalið hefir í Chicago undanfarna
tvo mánuði, til þess að fullkomna sig
í meðferð stílsetningavéla, kom til
borgarinnar á mánulagsmorguninn.
Lét hann hið bezta af dvöl sinni þar
syðra.
Hinn ungi og efnilegi landi vor,
Mr. Einar Einarsson, sonur Mr. og
Mrs. Jóhannes Einarsson að Lögberg,
P. O. Sask., varð nýlega fyrir þeim
heiðri, að hljóta $40.00 verðlaun,
veitt af framkvæmdarstjórn Wesley
College hér í borginni, fyrir frábæra
hæfileika og ástundun við nám sitt.
Mr. Einarsson lýkur 2. bekkjar
prófi við téðan skóla nú t vor. Er
það gleðiefni hverjum sönnum Is-
lending, er landar vorir í dreifing-
unni vestrænu, drukna ekki innan um
fjöldan, heldur ryðja sér braut til
vegs og virðingar.
ð
Leikfélag Sambandssafnaðar
MTeigdamammaw
Leikrit í 5 þáttum eftir Kristínu Sigfúsdóttur.
verður svnt í samkomusal Sambandssafnaðar
Mánudag 28. og Þriðjudag 29. þ. m.
LEIKENDUR.
Björg, rík ekkja á Heiði....... Miss E. Hall.
Ari, sonur hennar,. Mr. Sigfús Halldórs frá Höfnum.
Asta, kona hans ....... Mrs. Steinunn Kristjánsson
Rósa, fósturdóttir Bjargar . . .... . . Miss R. Hermannsson
Þura, öldruð vinnukona...... Miss G. Sigurðsson
Jón.gamall ráðsmaður....... Mr. Björn Hallson
Sveinn, vinnumaður....... Mr. Jakob Kristjánsson.
Séra Guðmundur, prestur í Dal. Mr. Fred. Swanson.
Signý, aðkomu kona.......... Misá H. Gislason.
| FRÁ ÍSLANDI.
j í fyrradag andaðist að iheimili
sínu, Vatneyri við Ptreksfjörð,
| Sigurður Back'mann kaupmaður,
réttar þrjár vikur eftir andlát konu
sinnar, Jóhönnu, sem lóst 20 f. m.
Banamein beggja var lúngnabólga.
* * *
Á Rauðabergi í Fljótshverfi and"
aðist þ. 10. jnúí síðastl. Steingrímur
Jónsson vetri miður en hálttíræð-
ur vel ern og hress í anda, til
skamms tíma, en þó nokkuð far-
inn að sljóvgast Ihin allra síðustu
árin; sérstaklega var beyrnin all-
mjög biluð.
* * *
Akureyri 26. marz. Dálítill afli
hefir verið hér undanfarið af
smáfiski og síld. Hrognkelsaveiðl
er byrjuð hér út með firðinum.
THE LINGERIE SHOP
Mrs. S. íJunnlaugsson.
Gerir Hemstiching fijótt og vel og
meC lægsta verSi. pegar kvenfólkiS
þarfnast skrautfatnaSar, er bezt aB
leita til litlu bútSarinnar á Victor og
Sargent. par eru allar sltkar gátur
ráSnar tafarlaust. |>ar fást fagrir og
nytsamir munir fyrir hvert heimili.
HluniS I.ingerio-búCina aS B87 Sar
gent Ave.. áSur en þér leitið lengra.
Sandgerði 26. marz Bátar öfl-
uðu sæmilega í net hér í gær.
Einn bátur hafði lóð, og fékk dá-
góðann afla. Ætla bátar að róa
með lóðir í kvöld, ef gefur; en I
hafa fáir róið.
Dr. Cecil D. McLeod
TANNLÆKNIR
Union Bank Bid. Sargent & SHerbrook
Tal*. B 6 94
Winnipeg
íslenzka Bakaríið
Selur beztu vörur fyrir lægst
verð. Pantanir afgreiddui bæði
fljótt og vel. Fjölbreytt úrval.
..Hrein og lipur viðskifti...
Bjarnason Baking Co.
631 Sargent Avi: Sími A-5638
THE PALMER WET WASH
LAUNDRY—Sími: A-9610
Vér ábyrgjumst gott verk og
verikið gert innan 24 kl.stunda.
Vanir verkamenn, bezta sápa
6c fyrir pundið.
1182 Garfield St., Winnipeg
i:
Byrjar kl. 8.1 5
Inngangur 50c.
Gjaldkera embætti við Lands-
! bankann var 25. þ. m. veitt Ágúst
| J. Johnson, se'm settur hefir verið
í það embætti síðan það var stofn-
að.
Dáinn er nálægt síðustu ára-
mótum á Hrauni í Aðaldal, Þor-
grimur Pétuir.sson, er áður bjó að
Nesi í Aaðaldal í 53 ár. Hann var
farinn að kröftum, 81 árs að aldri
en var mesti myndar- og sóma-
maður, vel gefinn og skáldmælt-
ur.
SíSastliðinn föstudagsmorgun,
lést á Almenna sjúkrahúsinu hér í
borginni, Tlelgi F. Oddson frá
Lundar, Man.. Hann lætur efti»-
sig konu og uppkomin börn. Ltkið
var sent til Lundar á laugardaginn.
Dr. B. B. Jónsson fór norður þang-
að á mánudaginn til þess að jarð-
syngja.
.......í
Næsti fundur í íslendingadags- sætisstund að vígslunni lokinni. Af
nefndinni verður haldinn 30. þ. m, á vangá hefir þetta ekki birtz fyr.
skrifstofu Columbia Press félagsins,
og hefst klukkan átta að kveldinu.
Mr. Peter How frá Foam Lake,
Sask, kom nýlega _ til borgarinnar,
með konu sína til lækninga.
Mr. B. B. Johnson frá Gimli,
var staddur í borginni í fyrri viku.
Athygli skal hér með dreein að
auglýsingu frá Consumérs félaginu
sem birstist i þessu blaði. Eins og
þar er tekið fram, selur félag þetta
aðeins fyrsta flokks ís, unninn á
vísindalegan hátt út síuðu Shoal
Lake vatni. Fólk getur reitt sig á
vörugæði og lipra afgreiðslu. ís-
lenska töluð á skrifstofunni.—
Sunnudaginn 27. apriíl, klukk-
an sjö síðdegis verður u’mræðu-
efnið í kirkjunni á Alverstone
stræti, nr. 603: Sverð eða plcg-
járn. Vill iheimurinn stríð eða
frið? Hvað er framundan? Kom-
ið og heyrið hvað hinir frægustu
stjórnmálamenn og guðs orð hafa
að segja þessu viðvíkjandi. Allir
boðnir og velkomnir. — Virðingar-
fylst Davíð Guðbrandsson.
Gjafir til Betel: Frá Blómsveiga-
sjóði kvennfélags Frelsissafnaðar.
Til minningar tim Mrs. Guðrúnu Sig-
mar, frá Dorkasfélagi Frelsissafnað-
ar $10,. Tii niinningar um Ásmund
Ásmundsson frá Sigtr. Anderson,
Mánudagskveklið 28. og þriðju-
dagslcveldið, þann 29. þ m., sýnir
leikfélag Sambandssafnaðar, Jeikinn
“Tengdamamma” eftir frú Kristinu
Sigfpsdóttur, í samkomusal kirkj-
unnar á Banning og Sargent. —
Leikur þessi hefir verið margleik-
inn í Reykjavík og víðar heima á
Fróni, og hefir 'honum veiið tekið
mætavel. Af leik þessum má
margt læra. Er þar meðal annars
glögglega lýst baráttunni milli hins
gamla og rýja tíma. Það kaupir
enginn köttinn í sekknum er horfir á
leik þenna. hefir verið vandað til
hans í alla staði hið bezta .
FarþegjaskipScandinavian Amer
ican Eimskipafélagsins, “Hellig O-
Iav,” fór fji Kristjaníu hinn 18. þ. m.
og kemur til New York þann 28.
Þaðan siglir skipið aftur hinn 8.
maí næstkomandi.
Mr. G. J. Oleson ritstjóri frá Glen-
boro, Man., var staddur í borginin
unt páskana, ásamt frú sinni og börn-
um.
Laugaráaginn 12. apríl voru þau
Charles Henry Brown frá Swan Ri-
ver, Man., og Laura Sigurjonsson
frá Winnipeg, gefin saman í hiór.a-
band að 724 Beverley St., heimili
foreldra brúðarinnar, Mr. og Mrs.
Sigurbjörn Sigurjónsson. Vígsluna
framkvæmdi séra Rúnólfur Marteins-
son. Allstór hópur vina og vanda-
manna ungu hjónanna var viðstaddur
og sat veizlu sem haldin var í vígslu-
lok. Skemtu menn sér hið bezta
fram eftir kveldinu.
Ef einhver vissi um utanáskrift
Pálmeyjar Eiríksdóttur frá Sæbóli á
Ingjaldssandi, Önundarfirði, ísa-
fjarðarsýslu á fslandi, væri sá eða sú
hin sama beðin að gjöra svo vel og
koma utanáskrift hennar til: M.
Kandahar $5,00; frá Mrs. Guðlaugu, Magnússonar. Hnausa P. O., Man.!
Kristjánsson, Glenboro $2,00. Sam
skot til Betel frá Langruth:
Hannes Erlendsson..........$1,00
Ólafur Thorleifsson........ 1,00
Jóhann Jóhannsson.......... 2.00
Ásmundur Thorsteinsson .. .. 1.00
Jón Hannesson.............. 1.00
Ónefndur ...................... 1.00
fvar Jónasson................ 2.00
Sumarliði Hjaltda!......... 1.00
Mr. og Mrs C. Breckman, Lundar,
Man., í minningu um 25 ára gift-
ingar afmæli þeirra. $25.00.
Kærar þakkir fyrir — J. Jó-
hannesson, 675 McDermot, Wpg.
Can.. fvrir hönd Jónínu 's.ystur hennar
á íslandi.
Mánudaginn 28. • marz, voru þau
Sigurbjörn Eggertsson frá Vogar,
kran., og Ingibjörg Johnson frá
Siglunes, Man., gefin saman í hjóna-
band á heimili Mr. og Mrs. E. Árna-
sonar, Kenwood Apts., Maryland St.,
af séra Rúnólfi Marteinssyni. Nokkr-
ir vinir og vandamenn voru viðstadd-
ir, og áttu allir þar ánægjulega sam-
Landar góðir ! Látið ekki hjá líða,
að sækja skemtisamkomu þá er kven-
félag Fyrsta lút. safnaðar efnir til í
kirkjunni í kveld, hinn 24 þ. m. Sá
hefir verið siður kvenfélagsins und-
anfarin ár, að efna til sumarfagnað-
ar og hefir þar ávalt verið um upp-
byggilega skemtun að ræða, mun svo
einnig verða að þessu sinni. Eins og
sjá má af skemtiskrá þeirri, er birt
var í síðasta blaði, þá hefir verið
vandað til samkomunnar hið bezta og
á fólk þar því kost á að njóta reglu-
lega ánægjulegrar kveldstundar. ■—
Launið kvenfélaginu fyrirhöfnina,
með því að fylla kirkjuna.
Iðunn nýkomin, 3. hefti 8. árg. og
verður tafarlaust send til kaupenda og
útsölumanna vðsvegar. Verð árgang-
ins, eins og áður var auglýst $1.80
árgangurinn, 320 bls. af skemtilegu
og fræðandi efni.
Magnus Peterson,
247 Horace St., Norwood, Man.
Gjafir til Jóns Bjarnasonar skóla
Mrs. Helga Bjarnason, Kinnosota,
Man., $5.00; W. Guðnason, Yarbo,
Sask., $10.00. — Með þakklæti
S. IV. Melsted.
Stöfunarsamkepni fspelling contest)
á að fara fram hér í Winnipeg 12. n.
m., og taka nemendur frá alþýðu-
skólum fylkisins þátt í henni. Eru
þeir valdir á þann ihátt að hæfustu
lærisveinar hvers skóla, svo og svo
margir eru látnir reyna með sér og
sá sem reynist snjallastur hverjum
skóla verður valinn til þess að mæta
á allsherjar samkepnismótinu. Fráj
Wellington skólanum í Winnipeg;
verður íslenzkur nemandi sendur á'
mótið, Magnús Paulson, sem heima á
að 784 Beverley Str. Reyndist hann
snjallastur allra í sínum skóla. Vcr
vonum að Magnús geri það sama á
hinu sameiginlega samkepnismóti
skólanna. , ý.
IkT r • ». 1 • timtmr, fialviður af öllum
Nyiar vorubirgðir tegtmdum, geirettur og al.-
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
Korrið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðii
að sýna þó ekkert sé keypt
This Space For Sale
The Empire Sash & Door Co.
Limitort
HENRY AVE. EAST
WINNIPEG
Vorvísur.
Krókur á móti bragði.
Lauslega stcclt úr Plöndrunni.
Hinn vondi Ár, með frekju og fár
og fítons anda mátt
Hann blæs upp vind með svik og synd
og sveiflar pilsum hátt.
En guð sem sér, livað gerðist hér,
í girnd hins vonda manns,
Hann býður mold, að fjúka um fold
Og fyllir augu hans.
Dauðlcg ást.
Eg elskað hef þig vngismær
Og ekki minna en sumar tvær —
En ástin seinna í mér dó,
Eg elskað hafði nreira en nóg.
En gæfan fékk þér gull og seim
Og gæði mörg í þessum heim,
En eg hefi safnað andans auð
Og ást til þín er löngu datið.
Fyrirgefníng.
I’etta gamla nafn eg aleinn á
Og engan læt eg stela því mér frá,
Kauðinn hefði fienging átt að fá
Fyrir að nefnast Júleníus K.
Hann má ciga a. b. c. og d.
ef hann girnist nafn sitt draga í hlé,
Það kostar mig ei fyrirhöfn né fé,
Svo fyrirgef eg Júlenius T.
Avarp til landans.
Ræningjum má ekki gefa grið
Geymið K. Ns. nafn og verndið þið.
Svo það fyrir hröfnum hafi frið
Því heiður gamla íslands liggur við.
Afturför.
Kveðið á bændamáli.
Skrokkinn sannan skortir yl í
Skáldið fer að eldast. i.
Svo er annað, sjáðu til —
Sálin er að geldast.
K. N.
Yfir 600 ísl. nemenda
hafa sótt The Success Business College síðan 1914,
jpað má fá nóg af skrifstofustörfum 1 Winnipeg, mið-
stöð atvinnu og iðnaðar í Vesturlandinu.
pað morgborgar sig að læra í Winnipeg, þar sem mest
er um atvinnu og þar sem þér getið sótt The Success
Business College, með þvi að þúsundir af námsfólki þaðan
njóta forréttinda að því er atvinnu áhrærir, og þér getið
fengið góða atvinnu um leið og þér stigið yfir Ækólahúss
þröskuidinn. ..The Success Business College er traustur og
ábyggilegur skóli og yfirburðir hans hafa gert það að
verkum, að hann hefir útskrifað fleiri nemendur, en nokk-
ur annar skóli í Manitoba. Starfar allan árshring. Inn-
ritist nær sem vera vill. Skrifið eftir upplýsingum.
THE
Success Business College
Limited
. WINNIEG - - MANITOBA
Stendur í engu sambandi við nokkurt annað Business
College í Canada.
Dr. Tweed tannlæknir verður o
staddur á Gimli fimtu- og föstu-j g
dag ihinn 24. og 25. þ. m. en í Ár- j gi
borg þriðjudag og miðvikudagjh
þann 29. 30.. petta eru landar á o
hvorum staðnum um sig beðnir ^
að taka til greina. ^
— II
8
Hollasta
Fœðan
þegar móðirin sannfærist um
að börn hennar þarfnast meiri
næringar, kaupir hún meiri
Crescent mjólk, Sú mjólk er
meira en drykkur hún erhin
sannasta og hezta fæða, sem
sveinar og meyjar hafa dafn-
að á, því hún er svo hreinog!
ný.
CresciiitPureMilii
C0MPANY, LIMITED
WINNIPEG
Kallið ökumann vorn eða hringiS
upp II ÍOOO
§
P
'8
1
1
Consumers Company Limited
Aðalskrifstofur: 649 Somerset Bldg.
Þann I. Maí byrjum vér að flytja ís heim til fólks, Veitið GULA VAGN-
INUM athygli. Viðskifti vör hafa aukist stórkostlega undanfarin tvö ár. Er
það að þakka vörugaeðunum, ásamt ábyggilegri afgreiðslu.
Verzlum aðeins með fyrsta flokks ís, unnin úr síuðu ShoalLake \j’<itni. Ef
þér hafið ekki áður keypt ís af oss, þá er nú rétti tíminn til að byrja.
Umboðsmenn vorir munu heimsækja yður. Eða hringið upp A6321,
CONSUMERS COMPANY Limited
619 Somersct Biiilding, Winnipeá
C&OOO'OOOOCOOOOQiyOOOOOOOOOOOCÍGOOOO'&OOOOO&Oiy&OCP&CÍO'OOefO-:
KELLOUGH HARÐVÖRUR
802 SARGENT AVE. — Sími B-1944
Allir góðir borgarar ættu að búa sig undir aS fegra hús sín
á þessu vori.
Leitið upplýsinga í búð vorri um það sem yður vanhagar.
Þessi búð er nokkurs konar harövöru-heimili í nágrenni yöar.
LátiS hana njóta viðskift^ yðar.
Vér seljum hið nafnfræga B. & H. húsmál, og verzlum auk
þess með Sporting Goods, Ieirtau og margt fleira, er að heimilis-
haidi lýtur.
Þarna er rétti staðurinn.
A. KELLOUGH, 802 Sargent Ave.
Phone B 1944 Winnipeg
SIGMAR BR0S.
—Room 3—
Home Investment Bldg.
468 Main Street, Wpg.
Selja hús, lóðir og bújarðir.
Útvega lán og eldsábyrgð.
Byggja fyrir þá, sem iþess óska.
Phone: A-4963
Tilkynning
Hið nýja vikulega afborgunar fyrir-
komulag Ford félagsins. ílál
Þér borgið á hverri viku ....
Alveg einstök vildarkjör veitt á nýjum og gömlum bif-
reiðum í vetur. Ford bifreið er ein hin bezta innstæða, er
nokkur getur eignast. Leitið upplýsinga til vors íslenzka
umboðsmanns
The Dominion Motor Co. Ltd., Winnipeg
íslenzkur umboðsmaður; Mr. PAUL TH0RLAKSS0N
EMIL JDHNSQN og A. THOMAS
Service Electric
Rafmagns Contracting — Alls-
kyns rafmagnsáhöld seld og við
þau gert — Seljum Moffat og
McOlary Eldavélar og höfum
þær til sýnis á verkstæði voru.
524 Sargent Ave. (gamla John-
sons byggingin við Young St.
Verkst. B-1507. Heim. A-7286
TH. JOHNSON & SON.
Úr og Gullsmiðir
264 Main St.
Selja Gullstáss, giftingaleyf-
isbréf, Gleraugu o. fl.
Tals.: A-4637
WINNIPEG - MANITOBA
VICTOR ANDERSON
Skósmiður
Cor. Arlington og Sargent
Komið með skóna yðair til við-
gerða snemma i vikunni.
Opið á kvöldin. Verk ábyrgst
Lokað á laugardögum þar til
eftir sólsetur.
BÖKBAND.
peir, sem óska að fá bundið
Tímaritið, 4 árg., í eina bók, geta
fengið það gert hjá Columbia
Press, Cor. Toronto og Sargent,
fyrir $1,50 í léreftsbandi.
gylt í kjöl, en fyrir $2,25 fyrír
leður á kjöl og horn og bestu
tegund gyllingar. — Komið hing-
að með bækur yðnr, sem þér þurf-
ið au iáta binda.
Brauðsöluhús
Beztu kökur, tvíbökur og
rúgbrauð, sem fæst í allri
borginni. Einnig allskonar
ávextir, svaladrykkir. ísrjómi
The Home Bakery
65K-655 Sargent Ave. Cor. Agnes
Eina litunarhúsið
íslenzka í borginni
Heimíækið ávalt
Dubois Limited
Lita og hreinaa allar tegurdir fata, svo
þau líta út sem ný. Vér erum þeireinu
í borginni er Iita hattfjaðrir.— Lipur af
greiðsla. vör.duð jfinra.
Eigendur:
Árni Goodman, RagnarSwanson
276 Hargrave St. Sími A3763
Winn peg
Sími: A4153 tsl. Myndastofa
WALTER’S PHOTO STUDIO
Kristín Bjarnason eigandi
Nægt við Lyceum leikhúaiö
290 Portage Are Wiíuoipeg
Mobile og Polarina Olia Gasuline
Red’s Service Station
milli Furby og Langside á Sargent
A. BKBGHAN, Prop.
I RKK HKRVICK ON BBNWál
.CUP AN nlFFKHKNTIAl. ORKASE
The New York Tailoring Co.
Er þekt um alla Winnlpeg fyrir
IipurS og sanngirni I vii5skiftum.
Vér sniSum og saumum karlmanna
föt og kvenmanna föt af nýjustu
tlzku fyrir eins lúgt verð og hugs-
ast getur. Einnig föt pressuS og
hreinsuC og gert viS alls iags loSföt
639 Sargent Ave., rétt viS Good-
templarahúsiB.
OTfice: Cor. King og Alexander
Kinú George
TAXI
Phone; A 5 T 8 O
Bifreiðar við hendina dag og nótt.
C. Goodman.
Manager
Th. Bjarnaaon
President
Jóhannes Eiríksson, 623 Agnea
St. kennir ensku og fleira, ef
óskað er. — Kenslustundir 7—10
eftir hádegi.
Wevel Cafe
Ef það er MÁLTÍÐ sem t>ú þarft
semseður hungraðan maga, þá komdu
inn á Wevel Café. Þar fást máltíðir á
öllum tímum dags—baeði nógar og góð-
ar. Kaffibolla og pönnukökur og als-
konar sætindi og vindla. MRS .F. JACOBS
Ckristian Johnson
Nú er rétti tíminn til að láta
endurfegra og hressa upip &
gömiu húsgösmin og láta þau
nra ut em& og pau væru gersam-
lega ný. Eg er eini íslendingur-
inn í borginni, sem annast. um
fóðrun og stoppun stóla og legu-
bekkja og ábyrgist vandaða
vinnu og fljóta afgreiðslu. Mun-
ið staðinn og símanúmerið: —
311 Stradbrook Ave., Winnipe*.
Tls. FJt.7487
gjörir við klukkur yðar og úr
ef aflaga fer Einnig býr þann
til og gerir við allskonar gull
og silfurstáss. — Sendið að-
gerðir yðar og pantanir beint
á verkstofu mína og skal það
afgreitt eins fljót.t og unt er,
og vel frá öllu gengið. — Verk-
stofa mín er að:
676 Sargent Ave.,
Phone B-805
A. C. JOHNSON
907 Confederation Life BkL
WINNIPEG.
Annast um fasteignir
Tekur að sér að ávaxta spartíS
fólks. Selur eldábyrgðir og bfrf-
reiða ábyrgðir. Skriflegum fyriT-
spurnum svarað samstundis.
Skrifstofusími A4268
Hússími B&S83
Arni Eprtson
1101 lclrtlior Bldg., Winnipeg
Telephone A3637
TeiegrapK Address:
‘EGGERTSON 4VINNIPEG”
Verzla með hús, lönd og lóð-
ir. Utvega peningalán, elds-
ábyrgð og fleira.
King George Hotel
(Cor. King & Alexander)
Vér höfum tekið þetta ágæta
Hotel á leigu og veitum við-
skrftavinum öll nýtízku þæg-
indi. Skemtileg herbergi tll
leigu fyrir lengri eða skemri
tíma, fyrir mjög sanngjarnt
verð. petta er eina bótelið í
borginni, sem Islendingar
stjórna.
Th. Bjamaaon,
Mrs. Swainson,
að 627 Sargent Avenue, W.peg,
hefir ívalt fyrirliggjandi úrvalsbirgðir
af nýtízku kvenhöttum, Hún er eina
fsl. konan sem slfka verzlun rekur (
Winnipg. Isiendingar, látið Mrs. Swain-
son njóta viðakifta yðar.
TaU. Heima: B 3075