Lögberg - 05.06.1924, Page 6

Lögberg - 05.06.1924, Page 6
LÖGBERG, HMTUDAGINN.5. JÚNÍ. 1924. 6 Eg held því sem eg hef Sumir þeirra sem þarna voru, áttu ekki heima í bænum. par voru þau Kingsmell og kona hana, John Ellison frá Arcihers Hope og ítalarnir Vincencis og Bernardo. Það var auðséð að næstliggjandi sveitir höfðu verið varaðar við hættunni og að fólkið hafði komið og leitað sér verndar innan borgarinnar. Eg sá svertingja einn ganga fram hjá, en ekki einn ein- asti Indíáni sást þennan dag í borg hinna hvítu manna. Eg gat ekki séð þann hluta víggirðingarinnar er eg vissi að myndi verða fyrir áhlaupinu, ef til bardaga kæ'mi. pótt Indíánarnir tækju víggirðing- una iþá voru samt húsin eftir til að verja sig í, og að síðustu virkið, ef alt anrað brigðist. Eg bjóst ekki við að þeir tækju það. Við vorum fyrir löngu búnir að læra að þekikja aðferðir þeirra; þeir lágu í leyni, sættu færi og drápu menn niður; svo veittu þeir mótspyrnu allir saman og héldu undan smátt og smátt inn í skóginn, sem var vigi þeirra; þar biðu þeir aftur færis með að ráðast á óvini sína, sofandi um dirrrma nótt. Bumban var barin aftur og sendimaður kom hlaupandi utan frá víggirðingunni inn í bæinn. “Þeir eru í skógnum beint á móti okkur, mesti sægur af þeim.’ hrópaði hann til Wests um leið og hann fór fram hjá honu'm. pað rak bát að landi rétt áðan á ánni og í honum voru tveir menn, annar þeirra var dauður og höfuðleðrið flegið af honum.” Eg flýtti mér út úr herberginu, sem eg var i og rétt í því rakst eg á herra Pory, sem kom inn mjög hljóðlega. Honum varð bilt við er hann sá mig. “Þú hefir þá vaknað við bu’mbuihljóðið,” sagði hann. “Þú hefir legið í alla nótt eins og iþú værir dauður maður. Eg kom til þess að sjá, hvort þú drægir enn andann.” “Eg næ mér aftur,” sagði eg, “þegar eg fæ að borða. Hefir nokkurt álhlaup verið gert enn?” “Nei,” svaraði hann. “peir hljóta að vita að við erum viðbúnir. En þeir hafa kveikt elda meðfram ánni og við heyrum kðllin og hrópin í þeim. pað kemur bráðum í ljós, hvort þeir verða nógu heimsk- ir tfl þess að ráðast á okkur.” “Næstu sveitirnar hafa verið varaðar við?” “Já. Landstjórinn bauð þeim, se*m þyrði að flytja fréttina, þúsund pund af tóbaki og varanlega hylli félagsins. Sex buðu sig fram og lögðu af stað í bát- um, þrír upp ána og þrír niður eftir henni. Við vit- um ekkert um það, til hvað margra þeir hafa náð, eða hvort þeir eru enn á lífi. Riohard Pace kom rétt fyrir dögun róandi, til þess að færa okkur sömu fréttirnar og þú færðir okkur. Ohanco hinn kristni hafði sagt honum frá öllu, og hann gat aðvarað Powell og nokkra aðra um leið og hann kom upp ána.” Hann þagnaði, en þegar eg ætlaði að fara að tala, greip hann frarrnn í fyrir mér: “Og þú varst þá í Pamunkey allan þennan tíma. Paspaihegarnir hafa þá gaibbað okkur með því að segja satt. Þeir sóru og sárt við lögðu að menn sínir hefðu farið til veiða í áttina til Pamunkey og þeir héldu þessu svo fast fram, að við máttum til með að trúa því, að þeir hefðu farið í alt aðra átt. Og hver einasti Indíáni, sem við hittu’m, af hvaða flokki sem hann var, stað- hæfði að Opecancanough væri í Orapax. Rolfe fór þessvegna upp eftir á, til þess að reyna að finna keisarann að minsta kosti, ef hann gæti ekki fundið Iþig; og hann ætlaði að neyða hann til þess að fram- eelja þá sem drápu þig. Landstjórinn sendi leitar- flokk út með flóanum og West sendi annan upp með Ohicahominy ánni. Og þarna varstu þá allan tímann innilokaður í þorpi fyrir ofan flóana. Og Nantanguas er orðinn Indíáni aftur, eftir að hafa lifað alveg eins og við! Og þjónninn þinn var drepinn. Æ, það er ekkert nema erfiðleikar og vandræði í þessum hei’mi. En djarfir menn herða upp hugann og reyna að bera sig vel.” Mér fanst látbragð hans og það, hversu fljótt hann talaði og hversu oft hann leit á dyrnar bera vott u*m að hann væri eitthvað undarlega þvingaður. "Eg hélt að Rolfe kæmi á eftir mér” sagði hanr., *'en hann hlýtur að hafa tafist. Það er nógur matur borinn á borð í stóru stofunni, þar sem landstjórinn og þeir af ráðinu, sem eru heilir á húfi hér með okk- ur sitja á ráðstefnu. Við skulum fara ofan. pú hefir ekki borðað neitt, og gott vín mun hressa þig. Ætl- arðu að koma?” “Já,” svaraði eg " en segðu mér fréttirnar á leiðinni. Eg hefi verið í burtu í tíu daga, en i sann- leika finst mér líkara se’m það væru tíu ár. Hafa' nokkur skip siglt, herra Pory? ‘George’ er enn hér?” Eg horfði beint framan í hann, því eg fékk skyndi- elga grun, sem gekk í gegnum mig eins og hnífur um það hvers vegna hann væri svona utan við sig “Nei”. svaraði hann hiklaust, sem sýndi að hon- um var engin uppgerð í huga vneð þetta. “Hann átti að sigla í vikunni, sem leið, því landstjórinn þorði ekki að halda honum lengur. En Esperance kom inn í gær og flutti fréttir, sem komu honum til þess að æðrast ekki framar út af því. Nú bíður skipið eftir því að sjá hvað úr þessu verður og til þess að færa heim nöfn þeirra, sem eftir verða í Virginíu, ef þess- ir rauðu þrælar ráðast á okkur, þá má taka til tólf punda fallibyssanna á því; þær og virkisbyssurnar—” Eg lofaði honu'm að halda áfram að tala. ‘Geörge’ var ekki sigldur. Eg sá aftur í huganum kofann og eldinn í honum og manninn og pardusdýrið, sem veltust á gólfinu. Klærnar höfðu stungist djúpt og maðurinn, sem hafði verið rifinn af þeim eftir endi- löngu andlitinu héldi eflaust kvrru fyrir í gistihús- inu fyrst um sinn, þangað til hann yrði nokkurn veginn gróinn sára sinna. Skipið myndi eflaust bíða eftir honum. mvndi ekki þora að fara án hans, og eg myndi enn finna hana, sem það átti að flytja með sér til Englands í Virginíu. petta var það, sem eg hafði vonað, og það hafði verið mér huggun og hress- ing þessa daga, sem eg dvaldi í Indíánaþorpinu hinum megin við Pamunkey ána, daga, sem voru langir eins og ár. Eg var hryggur í huga út af Diccon, en um það myndi eg geta talað við hana og hún myndi taka þátt í sorg minni. Það var ógurlegt og sorglegt til þess að vita, að jafnvel nú þennan bjarta vomorg- un rynnu ef til vill blóðlækir frá hundruðum heimila út í ána, sem speglaðist og rann áfram sem ekkert væri um aí* vera; en þetta var þó vordagur og hún beið mín. Eg gekk að stiganum svo hratt að þegar eg spurði Pory, sem gekk við hliðina á mér annarar spurningar, var hann svo móður ,að hann gat varla svarað henni; eg spurði aftur sö*mu spurningar, er við vorum komnir miðja leið niður stigann og aftur fékk eg ekkert svar nema það að eg gengi of hart til að aldraður og feitur maður gæti fylgt mér og að það lægi ekkert á. Það var eitthvað 1 rödd hans, sem eg kunni ekki við. Eg leyt á hann og hnyklaði brýrnar, en nú vor- um við komnir ofan í forstofuna og í gegnum opn- ar dymar á stóra salnum sá eg kven'mann. Það var fult af karlmönnum, bæði þjónar og sendimenn, sem biðu fyrir framan. Þeir viku til hliðar fyrir mér en horfðu á mig um leið og hvísluðu einhverju sín á milli. Eg vissi að föt mín voru rifin, óhrein og •með blóðslettum. Um leið og við staðnæmdumst við dyrnar mundi eg alt í einu eftir giftingardegi mín- um, er eg reyndi að skafa forina af stígvélunum mínum með rýtingnum. Eg hló að sjálfum mér fyrir að vera að hugsa nokkuð um útlit mitt og fyrir það að vera að hugsa um að hún myndi kæra sig nokkuð um hvort eg væri klæddur til þess að ganga í kvenna- stofu. Á næsta augnabliki vorum við komin inn í sal- inn. Hún var þar ekki. Silkipilsið, sem eg hafði seð, og haldið að væri hennar, þvi hún var eina konan í veröldinni sem eg kærði mig nokkurn skapaðan hlut um, klæddi ekki hana heldur frú Wyatt, sem sat föl og hrædd með krosslagðar hendur og fylgdi manni sínum þegjandi með augunum, er hann gekk fram og aftur um gólfið. West var nýkominn inn utan af strætinu og hann var að gefa einhverjar skýringar um eitthvað. Tveir eða þrír ráðunautar sátu við borðið; Sandys etóð við gluggann og Rolfe stóð hjá stólnum, »em frú Wyatt sat á. Sólskinið streymdi inn í salinn og fugl einn, sem var þar í búri, söng ákaft. Að öðru leyti varð steinhljóð í salnum, er þeir, er þeir, sem inni voru, sáu að eg var kominn meðal þeirra. pegar eg var búinn að hneigja mig fyrir frú Wyatt og landstjóranum og taka í hendina á Rolfe, fór mér að finnast þögnin eitthvað unda-rleg, rétt eins og mér hafði fundist málæði Porys undarlegt. Peir sem voru þarna litu á mig eins og þeim væri hálf órótt,, og eg tók eftir því að gjaldkerinn leit fljótt til Pory og að hann svaraði augnatillitinu með því að hrista höfuðið. Rolfe var mjög fðlur í fram- an og varirnar á honum voru pressaðar saman; West togaði í yfirskeggið á sér og horfði niður á gólfið. “Við bjóðum þig af hjarta velkominn aftur heil- an á húfi til Virginíu, kafteinn Percy,” sagði land- stjórinn, þegar iþögnin fór að verða þvingandi. Eg hneigði mig. “Eg þakka þér og þessum herr- um hjartanlega. Þú þarft ekki annað en skipa *mér nú. Eg er í dag mjög fús til að berjast. Eg vona að það &é ekki nauðsynlegt að senda mig aftur í fang- elsið. “í Virginíu er ekkert fangelsi til fyrir kaftein Percy,” svaraði hann alvarlegur. “Hann á ekkert skil- ið nema þakklæti og samúð okkar,” Eg horfði hvast á aihnn. “Eg verð þá til þjónustu reiðufoúinn, þegar eg er búinn að finna konuna mína og tala við hana.” Hann leit niður á gólfið og enginn þeirra sagði oirð. Eg snéri mér að frú Wyatt og sagði: “Eg hefi tekið eftir andliti þínu, frú mín góð, og vil biðja þig að segja mér, bversvegna það er með meðaumkvunarsvip og hvervegna augu þín eru full af tárum.” Hún sökk dýpra niður í stólinn og rak upp lágt hljóð. Rolfe gekk til mín en snéri sér fljótt undan. “Eg get það ekki,” hrópaði foann, “ eg sem veit —” Eg bjó mig undir að taka á móti því versta, hvað sem það væri. “Eg krefst af þér konu minnar, Sir Francis Watt,” mælti eg. “Ef hér eru nokkrar illar fréttir, þá vil eg biðja þig um að láta mig heyra þær strax. Ef hún er veik eða hefir verið send til Englands, þá —” Landstjórinn ætlaði að foyrja að segja eitthvað, en svo snéri hann sér við til konu sinnar og rétti út foenduraar. “pað er konu, en ekki karlmannsverk, Margrét,” sagði hann. “Segðu honum það.” Hún var vorkunnsamari en karlmennirnir og kom til mín. Tár runnu niður kinnar hennar og hún Iagði hendina á handlegg minn. “Hún var var hug- prúð kona, kafteinn Percy,” sagði foún. “Taktu þessu eins og hún myndi foafa viljað að þú tækir því.” “Eg tek þvi þannig,” svaraði eg, eftir nokkra þögn. “Vildir þú gjöra svo vel og foalda áfram?” “Eg skal segja iþér alt, kafteinn Percy........ Hún trúði því aldrei að þú værir dauður og foún bað okkur þess á fonjánum, að hún mætti fara með Rolfe til þess að leita þín. Það var ómöguilegt að leyfa henni það. Maðurinn minn varð að gegna skyldum sínum við félagið og gat ekki leyft henni að fara. Rolfe fór, og hún sat dag eftir dag við gluggann þáraa og beið eftir að hann kæmi aftur. pegar aðrlr leitarmenn fóru sárbað foún þá að Ieita eins og að nánustu ástvinir þeirra væru í fangelsi; og þegar þeir þreyttust að leita, að hugsa þá til sín, þar sem hún sæti við gluggann...........Hún sat þarna dag eftir dag við gluggann og beið þeirra, og þegar þeir voru komnir beið hún eftir að bátur Rolfe kæmi eft- ir ánni. Svo komu fréttir um það, að hann hefði eink- is orðið vísari um þig og hann héldi líka að þú værir dauður. Hann sendi orð um, að hann væri á leiðinni til Jamestown. Við settum konu- til þess að gæta foennar, þvf við vorum hrædd um að foún gæti tekið upp á einhverju; því foún var svo undarleg og ein- foeitt á svip. En fyrir tveimur nóttum sofnaði konan sem átti að gæta hennar um miðja nóttina. Þegar foún vaknaði fyrir dögun, var íhin farin.” “Farin” sagði eg undrandi. “Var foún þá dauð eða hvað?" Hún spenti greipar og tár streymdu aftur niður kinnar hennar. “pað hefði verið betur að svo hefði verið, kafteinn Percy,” svaraði hún. Hún hefði þá legið hér brein, fovít og ósnortin með vorblóm um- hverfis sig.......Hún trúði því að þú værir enn á lífi og hún var utan við sig af sorg og af þvl að bíða; hún hélt að ástin yrði fundvísari en vináttan; hún fór út í skóginn til þess að leita þín. peir sem voru sendir til að leita hennar hafa ekki komið ennþá.” “Út í skóga!” hrópaði eg. “Ó, Jocelyn, Jocelyn, komdu aftur!” Einihver setti mig niður á stól og eg fann bragð af sterku víni fyrir innan varirnar á mér. Á næsta augnabliki varð alt stöðugra fyrir augunum á mér, og eg stóð upp og gekk að dyrunum, en eg komst ekki út, því Rolfe stóð í þeim. “Þú ferð ekki líka, Ralph!” forópaði hann. “Eg sleppi þér ekki! Gáðu að sjálfum þér.” Hann fór með mig að glugganum. Sandys vék sér frá alvarlegur. úr glugganum sást nesið og skógurinn fyrir handan, og langar leiðir upp og niður með ánni mátti sjá mjóa reykjarstróka. Alt í einu meðan við vorum að horfa á þetta gusu upp iþrír eða fjórir reykjarstrókar upp úr skóg- inum líkt og geysistór blóm. Síðan heyðust skothvell- ir. — Indíánarnir, sem höfðu byssur, hleyptu af þeim af eintóvnu oflæti —og á eftir þeim ógurleg óhljóð, sem voru löng og dimm eins og þau kæmu úr mörgum foálsum. Eg horfði og hlustaði og eg sá að eg gat ekki farið,— ekki nú. “Hún fór ekki ein, Ralph,” sagði Rolfe og lagði handlegginn yfir herðar mér. “Morguninn, sem hún fór var Jeremías Sparrow horfinn líka. Þeir röktu spor þeirra beggja á sandinum að skóginum en þeg- ar inn í skóginn kom töpuðu þeir slóðinni. Prestur- inn hlýtur að hafa verið á verði; hann hlýtur að hafa séð hana fara frá foúsinu og svo hefir hann farið á eftir henni. Enginn veit, hvernig hún hefir getað komist út um hliðið og foann svo á eftir henni. Við vorum orðnir svo hirðulausir og treystum öllum svo vel — guð fyrirgefi okkur það— að það má vel vera að hliðið aihfi verið siklið eftir opið alla nóttina. En hann var með henni, Ralph, svo hún varð ekki að ganga ein út í hættuna.” — Hann klökknaði um leið og hann sagði þetta. Mér þótti vænt uvn að heyra að presturinn hefði farið með henni, þótt eg vissi, að eg snyndi einnig sakna foans. West hafði hlaupið burt úr salnum og ráðunaut- arnir með honum, er iþeir heyrðu skotihvellina og orgin í Indíánunum. Landstjórinn setti nú hjálm á foöfuð sér og kallaði till manna sinna að koma með brjóst og bakverjur sínar. Konan hans lagði hend- urnar uvn hálsinn á foonum og hann kvaddi hana mjög innilega. Eg foorfði á þau kveðjast með ein- foverjum undarlegum sljóleika. Eg ætlaði líka að leggja til orustu. Eg hafði einu sinni reynt svona skilnað sjálfur *—hafði fundið sársaukann og hina ljúfsáru saknaðartilfinningair; *en það myndi aldrei framar ské — aldrei framar. Hann gekk út, og gjaldkerinn fylgdi á eftir hon- um, eftir að hann foafði sagt nokkur hugreystingar- orð við frú Wyatt. Báðir vorkendu mér og töluðu ekki við mig, en hneigðu sig og kröfðust einskis svars frá mér. Þegar þeir voru farnir og ekkert hljóð heyrðist í salnu'm, nema söngur fuglsins í búrinu og grátstunur frú Wyatt, bað er Rolfe um að fara frá mér. Eg sagði foonum sem var, að það væri þörf á honum annarstaðar, en að eg ætlaði að standa dá- litla stund enn við gluggann og svo myndi eg slást í foóp með honum og öðrum við víggirðinguna. Hann var tregur til að fara; en hann hafði sjálfur elskað og mist og foann vissi að orð stoða ekkert og að best er að vera einn. Hann fór og það var enginn eftir í salnum nema eg og frú Wyatt. Fuglinn söng í búri sínu og sólin sendi geisla sína inn um gluggann á gólfið. Eg hallaði mér út í gluggann og foorfði fram á strætið, iþar var ekki margt um manninn nú, því karlmennirnir voru komnir fover á sinn stað. Eg horfði á trén, sem laufið var að byrja að springa út á, og á reykina frá hinum mörgu eldum, sem stigu upp úr skóginum í loftið, stigu upp frá þessum heimj haturs, sánsauka og sorgar til foiminsins, sem hún dvaldi í. Svo snéri eg mér við og gekk að borðinu, þar sem forauð og kjöt og vín foafði verið reitt fram. Frú Wyatt tók foendurnar frá andlliti sér, er hún heyðri fótatak mitt. “Get eg gert nokkuð fyrir þig?” spurði hún feimin. “Eg foefi ekki foragðað ‘mat lengi," svaraði eg. “Eg vil fá mér að borða og drekka til þess að eg verði ekki of máttfarinn. Eg ihefi ekki aflokið verki mínu enn.” Hún stóð á fætur og strauk um leið tárin úr augunum á sér. Svo gekk foún að borðinu og aðstoð- aði mig með húsmóðurlegri umhyggju. Eg mátti ékki þjóna mér til borðs sjálfur; hún skar kjötið og skenkti vínið fyrir mig. Svo settist hún niður foeint á móti mér og byrgði andlitið með hendinni. “Eg held að landstjórinn sé ekki í neinni hættu,” sagði eg. “Eg trúi því ekki að Indíánarair geti tekið vígið. pað getur meira að segja verið, að þeir ráðist alls ekki á bæinn, er þeir sjá að við erum við þeim búnir. þú þarft ekki að vera óttasleginn út af foon- um.” Hún brosti í þakklætisskyni við mig. “Þetta er alt svo óvanalegt og hræðilegt í mínum augum. par sem eg átti foeima á Englandi var fover dagurinn líkur sunnudags*morgni; þar var friður og kyrð; engin hætta, ekkert, sem maður þurfti að vera hrædd- ur við. Eg er ihrædd um að eg sé ekki orðin góður íbúi Virginíu.” Þegar eg var foúinn að borða og foafði drukkið vnið, sem hún gaf mér, stóð eg upp, spurði hana, fovort eg mætti ekki koma henni á óhultan stað I virkinu, áður en eg færi til manns foennar úti við víggirðinguna. Hún hristi höfuðið og sagði mér, að foún hefði trúa þjóna -hjá sér, sem myndu vara hana við, ef villimennirnir brytust inn í bæinn, og að virk- ið væri skamt þaðan fourtu. pegar eg svo bað hana leyfis að mega fara, kom hún til mín og hneigði sig og tók svo um hendur mínar með tárin í augunum. “Eg veit að eg get ekkert sagt,” mælti foún......... "Konan þín unni þér af öllu fojarta.” Hún dró eitt- hvað úr baimi sínum. “Kærir þú þig um iþetta?” spurði hún. “Það er borðalykkja, sem hún hafði. Þeir fundu hana á kvisti, þar sem hún foafði farið inn 1 skóginn; hún hafði slitnað af.” Eg tók lykkjuna og bar hana upp að vörunum, svo leysti eg hana og batt borðanum um handlegginn á mér. pannig gekk eg hljóðlega út á strætið með merki konunnar minnar og stefndi í áttina til gisti- foússins og mannsins, sem eg ætlaði að verða að foana. 37. Kapítuli. Lávarðurinn og eg skiljum. Dyr gistifoússins stóðu opnar og í stofunni niðri voru hvorki menn, sem drukku né menn, sem veittu. Bæði veitingamaðurinn og gestir höfðu skilið eftir pípur og ölkönnur, en gripið til sverða og þrifið byssur og voru annaðhvort í virknu eða við víggirð- inguna eða á árbakkanum Eg gekk inn í gegnum tóma stofuna og upp stigann, sem brakaði við hvert spor. Enginn mætti mér eða veitti mér viðnám. Dúfa, sem sat í opnum glugga, sem sólin skein inn um, flaug út í blátt loft- ið, þegar eg kom nær. Eg leit út um gluggann um leið og eg gekk fram hjá honum. Áin lá eins og silf- urfovítt band og skipin George og Esperance voru þar; og stórskytarnir stóðu við fallbyssurnar og biðu eftir því að þeir sæju barkarbát. Eg á reyk stíga upp á þremur stöðum að sunnan verðu við ána — þar höfðu þrjú hús staðið. Eg fór að hugsa um það, hvort að hús mitt í Weyanoke myndi einnig vera brunnið til kaldra kola og eg lét mér á sama standa þótt svo væri. Dyrnar á herberginu uppi voru lokaðar. Eg lyfti upp lokunni og ýtti á hurðina; foún lét undan að ofan og um miðjuna, en að neðan var sem eitthvað væri fyrir henni. Eg ýtti á foana fastar og foún opn- aðist hægt, og það sem, lá á gólfinu fyrir innan, fovað sem það var, færðist með henni. pegar eg var foúinn að opna fourðina gekk eg inn og lokaði foennl á eftir mér. pað sem foafði verið fyrir fourðinni var lík ítalska læknisins; það lá þar á grúfu á gólfinu. Eg snéri því við og sá að nörðusál foans var flogin burt úr líkavnanum. Andlitið var rauðfolátt og afmyndað; varirnar voru opnar í hræðilegu glotti, vo að skein í tennuraar. Einfover dauf og undarleg, en ekki ó- þægileg lykt var í foerberginu. Mér fanst ekkert undarlegt við það, þó að eg fyndi þessa nöðru, sem foafði flækst fyrir fótum mínum, dauða þarna og ekki framar færa til iþess að gera nokkurt mein. Dauðinn foafði höggvið stór skörð þes-sa síðustu daga; og fynst blómið varð að falla fyrir sigð foans, þvl þá ékki þessi óþverrajurt, eem eg spyrnti til foliðar með fætinum? Svo sem tíu fet frá dyrunum stóð stór folíf, sem fouldi fyrir augum manns það sem var foinum megin við foana. Það var mjög hljótt í foerberginu; sólin skein inn um gluggann og golan foar með sér seltu af hafinu. Eg foafði ekki kært mig um að koma inn foljóðlega né láta aftur hurðina án þess að til *mín foeyrðist, en samt hafði enginn kallað til mín enn og spurt mig að, fovaða erindi eg ætti þangað. Eg var farinn að verða foræddur um að eg ætlaði ekki að finna neinn þarna inni nema dauða lækninn, en svo leit eg á foak við folífina og þar sá eg óvin minn. Gerist nú þegar og fáið stærsta og fjöllesnasta 1 s 1 e n z k a blaðið í heimi eitthvað, þá komið með það til The Golumbia I*res»» I- ' Cnr. Sare«nt & Toronto BJÓMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, facið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL The Manitoba Co-operative Dairies LIMITHD

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.