Lögberg


Lögberg - 12.06.1924, Qupperneq 1

Lögberg - 12.06.1924, Qupperneq 1
Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON Athugið nýja staðinn. KENNEDY 8LDG. 317 Portage Ave. Mót Eaton tfl 35. ARGANGUR WINNIPEG, MAN.. FIMTUDAGINN 12. JÚNÍ 1924 NÚMER 24 mmasmmmmmmöamnmömm TMANATOPSIS Bftir BRYANT. —Nafnið á þessu ljóði Bryants, sern skipað er í fyrstu röð ljóöa þess góðskálds, stafar frá grísku orði, thanatos, er þýðir dauði—Til verða þeir, er ekki telja upphaf þessarar þýðingar kveðskap. Vis- vitandi er hún það, er nefna mætti stuðlalaust rímmál. Veit eg vel, að aö þvi er nýjabragð, hvað snertir Vestur-íslendinga. En heima hafa mér fremri ritsmiðir viöhaft þessa kveöskapar aSfevð. Með öðrum þjóðum er hún tiS.—J. A. S. Við hann, sem í ást ávarpar náttúruna, talar hún, í sinum sýnilegu myndum, mörg mál. Á yndisstundum æskulífs hans er rödd hennar gleSi, ásýndin -bros, og fegurðin mælska. Inn í ljóshvörf lifsstundanna 1-eynist hún i með milda munarblíSu; Og hrífur þaSan húmþunga hugarfarsins, áður en sálin verður sársaukans vör. En þegar hugarstriS hinztu stunda hjúpa andann, sem haustnótt hjúpar landiS líkklæSi og dauða; þegar jarSnæðið þröngt og myrkrið andrúmslaust senda hroll og sýking í mannshjartað : Gakk ú-t, maður, undir uppheiminn opinn og hlýS á kenslu frá öllu umhverfi náttúrunnar; Frá jörSinni, vötnum hennar, vogum sævarins og djúpi loftsins, kemur kyrlát rödd: Örfáir dagar enn og einnig þig, hugumstór maður, Alt-sjáandi' eyglóar-auga á alheims ferS sinni mun hvergi Eygja, i hrollköldu húmi, haddi und þögullar foldar, Þar frændmenni föla mynd þína fólu með brennheitum tárum.— I úthafsins úrsvala faðmi þín ímynd skal heldur ei finnast, JörSin, er ól þig, mun aftur sem eign sína þroska þinn heimta. Og loks, er þín mannl-ega mynd með öllu er hul'in og horfin, MeS frumefnum aftur þú átt til eilífSar samfélagsbú. Þá verður þú bróðir bjargsins, er böl lifs né dauðans ei skilur, Og hnaussins, er hirSulaus sveinn hendir af plógskera’ og treður. Enn eikartréS ramgjörva rót réttir um hjartarúm þitt.— En einmana ekki þú gengur til eilífrar lokhvílu þi’nnar; Ei hjarta þitt heldur mun girnast, hugþekkri, skrautlegri rekkju: Með öldungum alda, er heimur var ungur, — meS þeim skaltu hvíla; Hjá voldugum, vitrum og góðum, og vinsælum konungum jarðar; Hjá lífsins ljúfustu myndum, og ljóshvítum sjáendum alda, Sem óralöng mannlífsins ár allir það lýðveldi bygSu. — Hrauntreystar hæðir, á. aldur viS himnanna sólir og stjörnur,— Dökkgrænir dalanna faSmar dimmbláa trjálundi sveipa. — Lækir, með fjörkippi, er leika við lygnar og straumþungar elfur — Er vef ja um akra og engi iðgræna, ljómandi dúka; En úthafiS þunglynda, þögla, er þaniS sem ljósvaka umgjörð, Um alt þetta lífsvaka litskrúð, er lokrekkju mannkynsins skreytir. GuSdómleg, gullroðin sólin og gjörvallur himnanna skari, HljóSlega á híbýli dauSra horfa, um aldahvörf tímans. Þeir allir, er heimsför nú hraða, sem handfylli -eina má telja Þjóðflokka þeirra, er sofa í þagnkyrð, viS móSurbrjóst jarðar. Vængi tak vinda og morguns, vitjaðu suðrænna geima; Flý þangað Oregon elfin um endalaus skógflæmi streymir, Og einungis eigin niS heyrir, — því annað hljóð þekkir hún ekki;— Þó finnast þar hinir dauðu, og þar hafa miljónir hnigiS; — Frá öndverSri ómuna tíð í einveru hinzta fest blund. — Um óþektan aldanna flótta þar einvaldir ríktu þeir dauðu. Þannig skalt þú einnig hvílast, — í þögula emveru hverfa, Úr vinahóp lifandi vina; — þótt veiti þér nábjargir enginn, Né bautastein þúáttandi byggi bræður, hvaS sakar þaS dáinn? Og alt, sem hér andardrátt þáði, örlögum þínum skal lúta. — Þótt hverfir þú -heiminum sýnum, hlægja mun léttúð sem áSur; En hygnir viS áhyggjur -etja, sem aldrei þeim dauðinn hér nái; Þótt eygi menn eyktamörk dauða, eltir hver töframynd sína.—• En jafnvel þeir fögnuð sinn firrast fjárplóg og atvinnu láta, Og reiSa sér rekkju hjá þér,— því röm er taug feigSar í heimi. Sem likfylgja líðandi alda er leiðangur mannanna sona: Æskan viS uppsprettu lífsins, — áranna þroski og styrkur, Ástfögur meyja, sem móSir, mállaust og nýaliS barnið, Öldungur, aldar sem stríS, við örlögin hærugrár þreytti, —• Til feSranna safnast þeir senn og sambýlismenn þínir v-erða. —Af öðrum þeim leiðangri er lokið, — þeir líka til feSranna safnast.. — Lif þannig, maSur, er loks þér líka’ er birt stefnan aS fylgja Fjölmennri farþega sveit, er flytur til hillinga landsins. — Þar fullkomiS jafnrétti finst í friSsælu heimsveldi dauða—, Að náttstaS þi'nn nálgist þú eigi, sem nauðugur, húSstrokinn fangi Til dýflissu dreginn sé, en djarflega gröf þína nálgast, Huggaður heilagri von, hugstyrktur bjargfastri trú; Líkari þeim, er sig línreflum sveipar og legst svo fyrir til ljúfra drauma ! -Sameiningin. Jónas A. Sigurðsson. Marsal-atjórnin á Frakklandi, entist eitthvað í sólarhring, þá fékk hún vantraustsyfirlýsingu með 329 atkvæðum gegn 214 og 'beiddiist lausnar. Millerand, for- seti lýðveldisins, Ihefir sagt af sér. Herriot verður að líkindum næsti tjórnarformaður. Hver hljóta muni fors-etatign, er enn á huldu. Hjálmar Bergmaan fer til Englands. Lögfræðingurinn mikilsvirti, Mr. Hjáilmar A. ÍBergmann, K. C. lagði af stað áleiðis til Lundúna, síðastliðinn þriðjudag, til þess að verja fyrir hæstarétti Breta á- frýjun Lords Day Alliance félags- skaparins, er rei-s út af þeirri ló'g- gjö-f fylkisþingsins í Manitoba, er heimilaði járntorautafélögunum að starfrækja fólkflutningalestir á sunnudögum, milli Winnipegborg- ar og sumartoústaðanna við vötn- in. Yfirréttur Manitobafylkis leit svo á, að að fyl-kisþingið hefði á engan hátt farið út fyrir valdsvið sitt, með samþykt téðra laga, -en Lords' Day Allianoe, var annarar skoðunar og afréð að halda mál- in-u til istreitu og fékik Mr. Berg- mann það til meðferðar. Var það viturlegt val, því Mr. Bergmann er skarpur lögfræðingur með af- torigðum. Hann toýst við að verða að heiman uim sex vikna tíma. urnar hafa þegar hlotið samþykki beggja þingdeilda, en allar verið | afgreiddar frá neöri málstofunni. Sir James Lougheed, leiðtogi í- haldsflokksins í senatinu, bar fram þá nýstárlegu uppástungu, að sér- fræðingar frá Canadian Pacific jámbrautarfélaginu, skyldu kvadd- ir til ráðagerða um það, hvar mestá nauðsyn bæri til að þjóðeignakerf- ið legði línur sínar. Það virðist ganga dularfullum fyrirbrigðum næst, að ráða sé leitað til aðal- keppinauts, í slíku rnáli sem þessu. Óneitanlega er þetta blátt áfram pólitiskt gerræði. En gæti það flýtt fyrir endurskipun efri mál- stofunnar, er spurningin hvort þjóðin mundi ekki fyrirgefa það. Kirkja Islendinga í Selkirk, sem er í smíðum. Canada. Fregnir frá iMoose Jaw, Sask, segja Hon. W. E. Knowles, fyrrum fylki-sritara, liggja all-hættul-ega veikan. * # * Hinn 4. (þ. m. lést í Ottawa, J. A. MacKelvie, samibandsþingmað- ur fyrir Yale kjördæmið í British Columbia. Hann var fimtíu og níu ára að aldri. Mr. MacKel-vie var fæddur í St. Jo'hn, New Bruns- wick en fluttist snemma vestur á fbóginn og hafði á toendi ritstjórn blaðsins Vernon News, síðan 1893. Fylgdi hann alla jafna íhailds- flokknum að máhwn. Hon. A. B. Hudson, þingmaður í sambandsiþinginu, frá Suður- Winnipeg, ihefir í samráði við þingmenn hænd,afloklcsins úr V-esturfyrkjunum, iskorað á stjórn- ina, að fullkomna Hudsonsflða- brautina tafarlaust. Tvö hundruð meðlimir verk- smiðjueigenda félagsins í Canada sigldu frá Montreal hinn 7. þ. 'm. áleiðis til bresku sýningarinnar, sem stendur yfir í Lundúnum um Iþessar mundir. A. E. Steele, íbón-di að Antler, hefir Verið kosinn gagnsóknar- laust í Cannington kjördæminu til fylkisþingsins í Saskatdhewan. Hinn 9. þ. m. bárust þau stórtíð- indi út um heim, að Dr. T. J. Glover frá Toronto, hefði tekist að einangra krabtoameinsgerilinn og að vænta megi læknislyfs við þessari háskalegu plágu -áður en langt um liði. Fregn þessi toirtist fyrst í -blaðinu N-orth A'merican. * * * Nýlátinn er í Toronto, ,H. J. Daly, forseti Home bankans, um þær mundir, er sú peningastofn- un varð gjald-þrota í síðastliðnum ágústmánuði. Bandaríkin. Bev. L. N. Bi-rkhead, prestur í Kansas City, flutti nýlega fyrir- lestur þar í borginni, þar -sem hann lýsti yfir þeirri sannfæringu sinni að íhvergi í víðri veröld mundi vera eins mikið um Iagatorot eins og í Bandaríkjunum. Ekki kvaðst hann |þó vilja sakfella þjóðina fyrir ástand þetta. Heldur væri því um að kenna, að lagakerfið væri orð- ið isvo flókið og margbrotið, að fólk toefði í mörgum tilfellum enga minstu hugmynd um tovort það væri að torjóta lögin eða ekki. * * * Demokrataflokkurinn í New Yiorkríkinu -h-efir á nýafstöðnu flokkslþingi, ákveðið að vinna að útn-efningu Alfreds Smith ríkis- stjóra, -sem forsetaefniis. * * * Neðri málstofa þjóðþingsins í Washington, toefir afgreitt fjár- veitingarnar til -verslunar, dóms- og verkamálaráðuneytisitos, er til samans nema sextíu og fjórum miljónum og fimm hundruð þús undum dala. * * * Látinn er nýlega Frederick William iMulkey, fyrrum senator frá Oregon. Allmikið tjón 'hlaust af völdum vatnavaxta í Virginía og Mary- lan-d rílkjum síðustu dagana í maí. Rigningar höfðu -verið þar marg- falt meiri, -en al’ment gerist á þeim tíma árs. * * * BankaVnaður einn í N-ew York, George F. Baker að nafnj, to-efir nýlega gefið iHarvard-<háskólanum fimm miljónir dala. 4f * * Útnefningarþing Republicana- flokksins í Bandaríkjuunm var sett í Cleiveland, Ohio, hinn 10. þ. m. Coolidge hárviss með -endurútnefn- ingu. óvíst um varafor-isetaefnið enn. Samkomuleg sagt að vera hið ákjósanlegasta. Urherbúðum Sambands þingsins. Af skýrslum þjóðelgnakerfisins, Can. National Railways, sem járn- brautaráðgj a f inn, Hon. Geo. P. Graham, lagði fvrir nokkru fram í þinginu, má það sjá,. að -hreinar tekjur hafa aukist um seytján mil- jónir á því eina ári, sem liðið er síðan Sir Henry Thornton tókst ráðsmenskuna á hendur. Skuldirn- ar hafa lækkað um rúmar sex miljnir, en mismuninum, eða hart nær ellefu miljónum, var varið til j>ess að endurbæta kerfið, á einn eða annan hátt. Skuldir verzlunar- flotans, sem í lok siðasta þings námu níu miljónum, hafa lækkað i þó nokkuð, stafar það að nokkru j leyti af þvi að f jögur skip voru ; seld og andvirði þeirra varið til að ; grynna á skuldinni. — Yfirlýsingu Hon. George P. Graham var tekið með hinum mesta fögnuði af þing- mönnum frjálslynda flokksins og! bændaflokksins, sem vænta mátti. 1 Þess hafði' verið vænst. að Rt. Hon. Arthur Meighen, leiðtogi i- haldsflokksins, mitndi taka i annan streng, sem hann og gerði. Að j)essu sinni var hann jx> miklu vægari í aðfinslum sínum, en venja er til. Þó kvaðst hann ekki vera sem ánægðastur með hina hreinu tekju upphæð j)jóðeignabrautanna, jægar tekið væri tillit til þess, hve flutningsmagnið og ferðafólks- straumurinn hefði stórkostlega aukist. Lækkun skattanna nemur $28,000,000. Eftir því sem lengra liður á þing- ið, hefir j)aö komið i ljós, að lækk- un skatta nernur eigi að eins tutt- ugu og fjórum miljónum, heldur tuttugu og átta. Söluskatturinn hefir veriö lækkaður úr sex af hundraði ofan í firnrn, -og sam- kvæmt tillögu frá Robert Forke, leiðtoga bændaflokksins, hefir hann verið numinn af vindmyllum, dráttarvélum alls konar, er nota þarf við ræktun jarðarinnar, naut- gripum, kálfa og svínafóðri og vél- um í báta, sem nota skal til fiski- veiða. Stjórnar cftirlit mefi bönkum. Rannsóknjn í Home banka mál- inu, stendur yfir enn. Er þó búist við, að henni verði bráðlega lokið. Hon. James Robb, settur fjármála- ráögjafi, hefir tilkynt, að stjórnin sé reiöubúin að leggja fyrir þitogið tillögur um sérstakt eftirlit með bönkum. Er stjórnin staðráðin í ])ví, að láta ekkert það ógert, er í valdi hennar stendur til að tryggja sparisjóðsfé það, er almenningur hefir lagt og leggur inn á banka. Aukalínur og cfri málstofan. Meðferð efri málstofunnar á frumvarpi stjórnarinnar um lagn- ing nýrra járnbr uitarlína út-frá meginlinum Þjcðeignabrautanna, stendur almenningi vafalaust enn í fersku minni síðan í fyrra, er uppástungunum var slátrað í heild sinni. Vitund hefir þó mótspyrnan af hálfu íhaldssenatoranna verið vægari i þetta sinn. Fjórar álm- Ferming í Fyrstu lút. kirkju. Við guðsþjónustuna á sunnu- daginn var (Ihvítasunnu) voru eftirfylgjandi ungmenni fermd við moirgun guðsþjónustuna í Fyrstu lút. kirkjunni, 'sem var aifarfjölmenn og tillkomumikil, af séra B. B. Jónssyni. D. D. Stúlkur. 1. Anna Joihnson. 2. Agnes Steiriunn Sigurðsson. 3. Augusta Vopni. 4. A-urora Beatrice Thorlakson. 5. Christine Valgerður Hallgríms- ison. 6. Dag'mar Helena Christianson. 7. Dómtoildur Sigríður Hólm. 8. Eileen Ohriistiana J-dhnson. 9. Emilia Sigurbjörg Steptoensen. 10. Esther Gauti. 11. Ide Caroline Joseplhlson. 12. Inga Rakel Sigríður Árnason. 13. Lára Helga Jdhnson. 14. Levina Daisy Kristjana Helga- -son. 15. Ó-s-k Bardal. 16. Thorunn Norma Julius. 17. Una Sigurlaug Goodman. Piltar. 18. Arntojörn Jótoannesson. 19. Arn-old Eggertson. 20. Ásgeir Bardal. 21. Björn Allan Björnson. 22. Bjiörn Jotonson. 23. Franklin Alfred Jotonson. 24. Karl Lúter Bardal. 25. Stefán Holm. 26. Stefán Gunnar Holm. 27. Sverrir Hjartarson. 28. Thorsteinn Páll Carl Thor- steitoson. 29. Val-týr Jóhannesson. Við kv-eld guðisþjónustuna þann dag, sem líka var tilkomu'miki-1 og fjölmenn gekk á þriðja toundrað manns til altarLs og aðstoðaði sr. H. J. Leo Dr. Jónssion við útdeil- inguna. Til Winnipeg Islendinga Eins og flestum er nú kunnugt% l)á er ákveöið að minnast fimtíu ára aldurs afmælis Winnipeg borg- ar með hátíðarhaldi 18. þ.m. og verður meðal annars skrúðganga mikil hér í toænum, sem ýmsir flokkar Vnanna og verzlunarfélög taka þátt í. Islendingar, sem eru með elztu útlendum innflytjendum í Winni- peg, hafa látið sig þetta mál litlu skifta, j)ó þeir ekki síður en aðrir hafi teki'ð all-ákveðinn og mikinn þátt í að byggja upp þenna bæ og í ýmsum starfsmálum hans, og þótti sumum j)að óviðeigandi, að þeir létu þessa fagnaðarhátíð með öllu afskiftalausa. Svo til fundar var kallað siðastliðinn fimtudag, þann 5. þ.m., og j)ar samþykt, j)ó seint væri, að íslendingar skyldu taka þátt í skrúðgöngunni eftir mætti, og var á þeim fundi kosin niu manna nefnd, sem í eru: Mrs. S. Brynjólfsson, Mrs. Thorp, B. L. Baldwinson, Capt. Sigtr. Jónasson, F. Swanson, A. Polson, S. Sigur- jónsson og ritstj.. ísl blaöanna, til þess að hrinda jæssu i framkvæmd og hefir sú nefnd ákveðiö, að hafa skrautbúinn vagn fFloatJ í skrúð- göngnnni. Hugmynd nefndarinn- ar er, að sýna á þessum skrautbúna vagni þrjár kynslóðir Islendinga hér í bæ. Eyrst j)á, sem búin er að vera hér hartnær fimtíu ár, þar- næst fullorðið innfætt fólk og sið- ast unglinga frá tíu til tólf ára. Til þess að þetta geti tekist dálítið bærilega, þarf nefndin á aðstoð allra íslendinga í Winnieg að halda, því útbúningur sá, sem nauð- legur er í þessu sambandi, kostar dálítið fé, sem hvergi er hægt að fá annars staðar en frá íslendingum. Nefn-dinni hafa nú innheimst um $90, en hún þaff sjálfsagt á $200 að halda í viðbót, og eru þeir, sem eitthvað vilja láta af mörkum rakna Kirkja Selkirk safnaðar Eins og marga mun reka minni til, þá sló eldingu niður í kirkju íslendinga í Selkirk 7. sept. 1919; kveikti eldingin í henni og hún brann til kaldra kola. Var það til- finnanlegur hnekkir fyrir söfnuð- inn. En samt lét hann ekki hug- fallast, heldur byrjaði tafarlaust að safna fé til nýrrar kirkjubygg- ingar, og svo hefir þessi tiltölulega fámenni söfnuður sýnt lofsverðan áhuga og samtök, að -hann var bú- inn að safna nægu fé til þess að reisa nýja kirkju nú í vor, og var byrjað á því verki 20. maí s.l. — Kirkja þessi hin nýja er bygð úr timbri á steinsteypugrunni, sem stendur 5—6 fet niður í jörðina, en 2 fet yfir. Stærð kirkjunnar verður 60x44 fet og veggskot 3 fet út úr kór, })rístrend, fyrir altari og gluggar á beggja megin. Vegghæð- in 14 fet, en 26 fet frá gólfi upp í hvelfing. Turn verður í suðvestur- horni, 12x12 fet og 43 feta hár með virkislagi að ofan fBastille Tow- erj. Áætlaður kostnaður kirkj- unnar er um tíu j)úsund dollara auk kirkjubúnaðar, að undanteknum rafljósum og miðstöðvarhitun. Bygging kirkjunnar er nú kom- in það áleiðis, að hornsteinninn verður lagður j)riðjudaginn 17. þessa mánaðar, kl. 7.30 eftir hád., og er öllum vinum safnaðarins boð- ið að vera þar viðstaddir, bæði ut- anbæjar og innan og einnig þeim gestutn, sem kynnu að vera á ferð nærlendis á leið til kirkjuþings. Þetta er þriðja kirkjan, sem þessi söfnuður hefir bygt. Fyrstu kirkju sína reistu Selkirk Islendingar ár- ið 1889, sama árið og lúterski söfn- uðurinn þar var myndaður, og fyrsta guðsþjónustan, sem í henni var flutt, var flutt af séra F. J. Bergmann 6. nóv. 1889, og stóð sú kirkja á Rosser Ave. Árið 1895 var sú kirkja rifin og önnur bygð í hennar stað, á horninu á Jemima og Clandeboye Str., og var það sú kirkjá, sem eldingin kveikti i 7. sept. 1919, og er hin nýja kirkja bygð á þeim sama stað. Fyrst framan af, hafði Selkirk- söfnuður ekki fasta prestsþjónustu heldur fékk sér ýmsa af kirkjufé- lagsprestunum til þess að vinna þau safnaðarverk, sem hann þurfti á að halda. Þannig fermdi séra Magnús J. Skaptason fyrstu sex unglingana, sem í þeim söfnuði voru fermdir árið 1891. Árið 1895 réði söfnuðurinn sér prest að hálfu. Það var séra Odd- ur V. Gíslason. Þjónaði hann þar í þrjú ár. En árið 1898 kallaði söfnuðurinn séra N. Steingrím Thorlaksson til 'hálfrar prestsþjón- ustu og næsta ár, 1899, tók söfnuð- urinn hann í þjónustu sína að fullu og er séra N. S. Þorláksson prest- ur safnaðarins enn í dag. Óskandi væri, að margir af vin- um Selkirk safnaðar verði til J)ess | að heimsækja hann 17. þ. m. og sýna söfnuðinum samúð og votta honum þakklæti sitt fyrir hans frá- bærlegu atorku og einlæga áhuga í safnaðarstarfinu, með því að vera viðstaddir, þegar hornsteinninn er lagður í þessa nýju kirkju. til þess að þetta geti orðið íslend- ingum til sóma, beðnir að koma því til blaðanna, Heimskringlu eða Lögbergs, og væntanlega verða margir til þess, j)ví þetta er sóma- og metnaðarmál allra íslendinga í Winnipeg jafnt, og jafnvel allra ís- lendinga í Manitoba. I öðru lagi j)arf nefndin á góðhug allra landa sinna að halda í þessu efni, því að eins á þann hátt getum vér sem sér- stakur ])jóðflokkur látið til vor taka í samkepninni við aðra. Þess má geta, að til tals hefir komið að byggja ofan á vagn þann, sem skreyttur verður, líking af víkinga- skipi og í því á fólkið að vera. Enn fremur má geta þess, að til tals hefir komið í nefndinni, að í stafni' skipsins standi hervæddur íslenzkur vikingur, en miðskipa Miss Canada, ung og fögur íslenzk kona, sem hér er fædd. En til þess að þetta geti tekist, þarf nefnd- in, sem fyrir þessu stendur, á sam- vinnu allra íslendinga i Winnipe’g að halda, eldri og yngri, og hún vonast eftir, að j)eír láti hana í té óskifta og af fúsurn vilja. Annað skal lekið fratn i j)essu sambandi, að þeir af Islendingum, sem bifreiðar eiga og vilja taka þátt í skrúðgöngunni, verða að skrevta bifreiðar sínar þannig, að forstöðunefnd dagsins gjöri sig a- nægða með. Annars fá j)eir ekki aðgang. ------o----- Minnisvarði Sweden- [S. borgi Englendingar hafa nú gengist fyrir því, að Swedenborg væri reistur minnisvarði á Englandi. — Um það mál farast blaðinu Mom- ing Post í Lundúnum, þannig orð nýkga: “Lundúnaborg átti því láni að fagna, að telja Swedenborg á með- al íbúa sinna í nokkur ár. Tutt- ugu og tveggja ára gamall varð hann doktor í heimspeki og gaf út hið fyrsta rit sitt á því sama ári. Varð hann að flýja land sitt sök- um drepsóttar, sem þar geisaði og brauzt í gegn um sóttvarnar vörð, sem næstum ætlaði að ríða honum að fullu og til Englands. Það virðist, sem hann hafi eytt helming æfi sinnar til heimspeki- legra starfa, hinum helmingnum til athugunar á yfimáttúrlegum hlut- um. Árið 1749 komu út í Lund- únum átta bindi af verki hans “Heavenly Areana”, og eftir það var hann tíður gestur í höfuðborg Englendinga. Árið 1771 kom Swedenborg frá Amsterdam og var til húsa hjá manni, sem Shear- smith hét og átti heima að 26 Great Bath Street. Swedenborg var fimm fet og sex þuml. á hæð, grannvaxinn, augun voru brún-grá og fremur smá. Hann var ávalt glaðlegur í viðmóti og broshýr. Swedenborg át aldrei kjöt, heldur ávexti og var strang- ur bindindismaður. F.n hann var ekki eins reglusamur með svefu. Vaki oft heilar nætur við verk sitt. en lá svo máske fleiri daga í rúmi sínu í senn, j)egar að hann naut huliðsheima. Swedenborg dó í Lundúnum ár- ið 1772 og var grafinn við grát- urnar á sænsku kirkjunni í Prin- cess Square. Þar hvíldi hann, unz að leifar hans voru grafnar upp árið 1901 og fluttar á herskipi heim til Svíþjóðar. Lundiinabúar fengu ekki að halda leifum hans, en þeir ættu að hafa eitthvað til minnis um, að hann átti heima á meðal þeirra— minnisvarða, sæluhús, eða eitthvað annað, sem slíku mikilmenni sæm- ir.”

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.