Lögberg - 12.06.1924, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.06.1924, Blaðsíða 4
BLs. 4 LOtiBERG, B ÍMTUDAGINN 52. JÚNÍ 1924. JögberQ Gefið út Hvem Fimtudag af Tlie Col- smbia Press, Ltd., (Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talsímari JV-6327 o£ N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor Utanáakrift til btaðains: Tt(E C0LUMBI«V PRESS, Ltd., Box 3171, Wfnnlpsg, Mai\. Utanáakrift ritstjórans: EDiTOR LOCBERC, Box 3171 Wlnnlpag, ^an. The “Lögberg” Is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 6 95 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Óskiljanleg aðstaða. Þegar þingiÖ í Canada, sem nú stendur yfir, var sett, var getiÖ um i hásætisræðunni, aÖ King-stjórnin hefði fastákveÖiÖ, að lækka tolla á vissum vöruteg- undum, helzt verkfærum til jaröyrkju. Kom þá undir eins ókyrð á suma herra austurfylkjanna. Ein sendinefndin á fætur annari var send á fund stjórn- arinnar til þess aö benda henni á þá ægilegu hættu, sem iðnaði landsins væri búinn, ef haggaö væri við vernd þeirri, er verksmiðjueigendur Austurfylkjanna hafa notið frá byrjun. Stjórnin fór sér hægt og gæti- lega á málinu, sagðist ekki ætla aö kippa fótunum undan einni einustu iðnaðarstofnun i landinu og að hún áliti, að ftolllækkun sú, sem fram á væri farið, gæti ekki orðið neinum iðnaöarstofnunum eða verk- smiðjueigendum að fjörlesti. En verksmiðjueigendurnir voru ekki ánægðir með það svar, heldur héldu stöðugt áfram að kvarta og kveina, og ekki að eins þeir, heldur líka) blöðin þeirra, stór og smá, og svo þegar fjárlögin komu fvrir þingið, þá allir afturhalds þingmennirnir, með leiðtoga sinn, Hon. Arthur Meighen, í broddi fylk- ingar. Öllum kom þeim saman um, að ægilegur voði, biði canadisku þjóðarinnar, ef King-stjórnin væri svo fávis ag fifldjörf, að fara að létta skatt- byrðar almennings með þvi að draga úr, eða lækka tollmúr þann, sem verksmiðjueigendur Austurfylkj- anna hafa skýlt sér á bak við frá fyrstu tið. Vér getum skilið afstöðu verksmiðjueigendanna sjálfra i þessu máli, og jafnvel blaðanna, sem þeir sjálfir eiga meira og minna i og hafa áhrif á. En afstaða Meighens og flokks hans á þinginu, að berj- ast með hnúum og hnefum gegn þessari viðleitni stjómarinnar, verður ekki eins skiljanleg, ekki sízt þegar það er tekið með í reikninginn, að þeir hafa sýknt og heilagt verið að brýna King-stjórnina á þvi, að hún stæði ekki við loforð 'þau, er gefin höfðu verið á þingi því, er frjálslyndi flokkurinn hafði, um að lækka tollana, og svo þegar hún gerir tilraun til þess að uppfylla þau loforð—þegar tilraun er gerð til þess að létta skattabyrðina, þá ætla þessir sömu menn af göflunum að ganga út af því að stjórnin, með sliku ódæði, sé að stofna stóriðnaði og stór- iðnaðarmönnum þ'jóðarinnar í stórhættu. En sú undra samkvæmni, sem hjá þessum mönnum ræður! En þrátt fyrir allan þenna gauragang og alla þessa megnu mótstöðu gegn þeim litlu réttarbótum, sem stjórnin var að reyna að koma á, þá sat hún við sinn keip, hélt sínu fram og tolllagafrumvarp þetta er orðið að lögum, þrátt fyrir alla hina miklu og megnu mótspyrnu. En í stað þess að hrakspár afturhaldsseggjanna, utan þings og innan, og blaða þeirra, um gjaldþrot verksmiðjueigendanna og ílokun á verksmiðjum landsins sökum þess að vernd þeirra frá verzlunar- samkepni sé skert, rættist, þá hafa verksmiðjueig- endurnir, að minsta kosti sumir þeirra tekið þessari breytingu rólega, þegar þeir sáu, að þeir gátu ekkert við hana ráðið, eins og sjá má af eftirfylgjandi kafla úr bréfi frá Massey-Harris verkfærasölufélaginu, sem prentað var í blöðum Austur- og Vestur-Canada nýlega: Á kornuppskeruvélum, bindurum, sláttuvél- um, sem fluttar eru inn til Canada, hefir tollurinn verið færður niður úr io ofan i 6 af hundraði. Á verk færum til landræktunar, svo sem “cultivators”, herfum, sáningarvélum o.s.frv., frá 12% ofan í 7*^ af hundraði. Á þreskivélum og vélum til hey- hirðinga og heyhleðslu, frá 15 til 10 af hundraði, og á vögnum, sem bændur nota til flutninga frá 17% ofan í 'iO af hundraði. “Þessi nýja löggjöf nemur vemdartollinn svo mjög af ákuryrkju verkfærnm, að hann getur naumast orðið lægri og það mun óhætt að full- yrða, að tollur á þeim verkfærum er nú lægri, heldur en á nokkrum öðrum vörum, sem ekki eru tollfriar. “Verksmiðju eigendur þeir, sem franileiða verkfæri til landbúnaðar, hafa fengið halla þann sem þeir verða fyrir á tilbúnu verkfærunum, sök- um verndartollslækkunarinnar, bættan með því, að lækkaður hefir verið tollurinn á aðfluttum pörtum og óunnu efni, sem í þessi verkfæri er notað. Áð- ur var tollurinn á þeim pörtum og efni að mun hærri, heldur en að hann var á verkfærunum, þeg- ar þau voru fullgerð, og var það hin mesta tor- færa á vegi framleiðslunnar, en sem þessi nýju lög hafa nú ráðið hót á. “Það er ekki síður ánægjulegt, að söluskatt- urinn hefir verið afnuminn af landbúnaðarverk- færum, og svo er hægt að Iækka söluverð verk- færanna, sem nemur tollniðurfærslunni og sölu- skattinum, og að því er Massey-Harris verkfæra- félagið snertir, þá hefir það fært niður prís á ak- uryrkjuverkfærum sem þessari niðurfærslu nem- ur, svo að bændurnir fái notið þess hagnaðar, sem hér er um að ræða.” ’ Samslags yfirlýsingu hafa Cockshutt Plow og International félögin gert. RÆÐUR fluttar í samsæti þvi, er Dr. B. J. Brandssyni var haldið á fimtugsafmæli hans. Æskustöðvarnar og œskuárin. Eg býst ekki við, að það sé ætlast til, að eg bregði mér heim til íslands, til þess að lýsa fyrir ykkur Breiðafirði, þar sem læknirinn okkar mun vera fæddur fyrir hálfri' öld síðan. Eg held að forset- inn okkar i kvöld hefði ekki trúað mér fyrir þvi. Hann hefði vitað að í þeim efnum væri eg ófróður. Enda var víst læknirinn barn að aldri, er hann fór þaðan. Eg þorði ekki að leita nákvæmra upplýsinga um það hjá lækninum sjálfum af ótta fyrir því, að hann mundi fá grun um að eitthvað væri á seiði. Kaus heldur að vaða í villu. Niðurstaðan varð þá sú, að æskustöðvarnar, sem átt væri við, væru í Norður Dakota. Betra umtalsefni er ekki hægt að fá neinum manni í hendur. Þið vitið, hve gott land Manitoba er. En Norður Dakota er sólarmegin við Manitoba. Jafnvel þeir, sem ekki eru landinu kunnugir, ættu af því áð geta dregið, að þar muni vera bærilegt að vera. Þarf maður, sem þar er fæddur og uppalinn, að beita sig sjálfsafneitun, að minnast á slikt land án þess að syngja þvi lof og dýrð. En eg óttast, að það yrði kallað auglýsinga skrum, og beiti mig því sjálfs- aga. Yfir því verður þó ekki þagað, að það er Is- lendingabygðin í Pembina County í Norður Dakoía, sem hefir lagt ykkur til—lagt Vestur-Islendingum til dr. Brandson. Geri aðrar bygðir betur.! Þangað kom hann sem barn, þar er hann uppalinn, þar starf- aði hann sem alþýðuskólakennari og læknir, áður en hann settist að hér í Winnipeg. Þessum vegsauka Norður Dakota slepipi eg ekki að nefna. Getið þið þá betur áttað ykkur á því, hvernig þær stöðvar muni vera, sem leggja til slíkan mann. Það er ekkert spaug fyrir mér, að dr. Brandson hafi mótast mikið af áhrifum, er hann varð fyrir á æskustöðvum sínum. Hið bezta í fari hans er arfur og áhrif frá föður og móður. Mér eru minnisstæð dæmi, sem sýna andann, er rikti á því heimili. Jón, faðir Dr. Brandsonar, var með nágranna sinum að girða á landamærum milli landeigna þeirra. * Á landa- mærunum var skógivaxið, og var það eftirtektarvert við þessa landmælingu, að lítið virtist vera hirt um stefnu, heldur hitt, hvar væri þægilegt að festa girð- inguna við hentug tré. Hvað sem veldur, hefi eg tekið eftir því margsinnis, að Dr. Brandson kann ekki að girða milli eigin hagsmuna og annara. Annað dæmi vil eg nefna af því heimili. Það er ein min fyrsta endurminning um heiðursgest okkar hér í kvöld. Hann var þá unglings piltur. Hann var að þvo gólfið fyrir hana móður sína. Eg þarf ekki að geta þess, að hann þvoði gólfið veil. Og þeg- ar hann var búinn með gólfið, vatt hann gólf-duluna vel, braut hana saman eins vandlega og hún hefði ver- ið silkidúkur, og lét hana á sinn stað. Dr. Brandson hefir margt vel gert siðan, en fátt hefur hann meira i minum huga en það, hvernig hann þvoði gólfið fyr- ir lashurða móður sína. Eg er ekki' með þessu að gefa í skyn, að læknirinn hafi í æsku verið vinnugéf- inn á líkamlega vinnu, þvi það var hann ekki. En honum þótti vænt um hana móður sína, og vildi alt fyrir hana gera. Ræktin við það hefir hjálpað til að staðfesta í lífi hans hennar miklu og ágætu áhrif. Það er bezti votturinn um það, hve kær ungum manni er móðir hans, hve mikið hann vill leggja á sig jafn- vel af því sem honum er ógeðfelt í sjálfu sér, hennar vegna. Dr. Brandson hafði snemma hug á því, að gera sem mest úr lífi sinu. Á æskuheimili hans ríkti eitt- hvað af stórhug nýlendumannsins. Hann var snemma bókhneigður og minnugur. Það var hans yndi á þeim árum að segja frá þvi, sem hann hafði lesið. I unglinga hóp var vanalega hnappur utan um hann. að hlýða á hann segja frá. Las hann mikið, bæði á íslenzku og ensku. Á barnaskóla skaraði hann fram úr öllum við nám. Reikningshöfuð hafði hann alveg frábært, og er það enn í minnum haft meðal fullorð- inna manna í Norður-Dakota. Og allir muna eftir honum sem góðum dreng. Hann var aldrei ódæll. Sérstakan undirbúning undir lífsstarf sitt fékk læknirinn í heimabygð sinni. Hann var í æsku skottulæknir. Ekki fékst hann þó við að lækna mannfólk. Hann var hrossalæknir. Það kom ekki kveisa í nokkra bykkju í hans nágrenni, svo að sjúkdómurinn væri ekki borinn undir hið unga lækn- Isefni. Pljvernig þær lækningar tókust, læt eg ósagt. Hefir ef til vill verið eins og kona hömópatans sagði um meðöl bónda sins: “Það vildi svoleiðis til, að þau áttu við.” En af því að þessi undirbúningur undir læknisstarf gafst svo vel, er það ráðlegging mín til allra ungra manna, sem hafa i hyggju að gerast læknar, að byrja á hrossalækningum. Það er betra, en að það komi að þeim seinna, eins og stundum vill verða. Dr. Brandson varð ekki einungis fyrir áhrifum í heimabygð sinni. Hann skildi þar lika eftir áhrif. Mér er það minnisstætt hvernig hann í smáu og stóru hafði áhrif á unglingspilta, sem þá voru að alast upp. Eitt sinn er hann kom heim úr skóla, vakti hann feikna athygli meðal ungra sveina, sem litu til hans með aðdáun. I þann tíð voru í móð feikilega efnis- miklar buxur. Það var ekki til drenghnokki í Garð- arbygð í þá daga, sem ekki dreymdi um það, að eignast einhvern tima eins víðar buxur og gráu bux- urnar hans Brandar. En svo óheppilega tókst til, að þegar þessir drenghnokkar voru orðnir svo vaxnir úr grasinu, að þessi draumur gæti ræzt, var það orð- ið í móð að buxur væru aðskornar. Þannig fer það stundum með æskudraumana. En í því, sem meira er um vert, skildi Dr. Brand- son eftir feikna mikil áhrif hjá ungum mönnum og ungu fólki. Hann hafði Iag á því, að vekja hjá þvi löngun til að gera sem mest úr lífi sínu. I þvi efni eru fjöldamargir nemendur hans og aðrir í míkilli skuld við hann. Sem einn af nemendum hans, get eg i þessu efni talað djarft úr flokki. Það eru ekki mjög margir hér i kvöld úr heima- bygð dr. Brandsonar. Enginn skilji það þó svo, að hann ekki njóti þar hinna mestu vinsælda. Hann er í hugum allra þar óskabarn bygðarinnar. Margir, sem hittu mig að máli áður en eg lagði af stað að heiman, báðu mig að færa dr. Brandson árnaðar- óskir sinar. Fleiri hefðu gert það, ef allir hefðu talað, sem nú minnast dr. Brandsonar með þakk- læti og virðingu. Eg veit, að eg tala fyrir hönd allr- ar bygðarinnar, þegar eg segi að hann eigi þar virð- ingu og kærleika alls lýðs, eins og hann svo maklega á skilið. Eg get ekki svo lokið þessu máli, að eg ekki seil- ist ofurlítiö út fyrir málefnið, sem mér var ætlað. Bið eg velvirðingar á þeirri ásælni. Eg verð að minnast á helmili Iæknisins. Eg hefi notið þar svo mikils góðs og haft svo alveg sérstakt tækifæri til að kynn- ast því, að eg verð á það að minnast. Dr. Brandson hefir farið heppilega að ráði sínu í mörgu, en í engu betur en þegar hann valdi sér konu. Þau hjónin hafa skapað sér fyrirmyndar heimili, og á Mrs. Brandson mikinn þátt í því að hafa mótað heimilið þannig, að þar er sannur heimilis ylur og heimilis ró. Guð blessi dr. Brandson, konu hans og börn. Gæfan fylgi þeim alla þeirra æfidaga. K. K. Olafson. II. Skólaárin. “Fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín.” Hvers vegna þín? Hvað átt þú? Hvaða rétt hefi eg til að eigna mér nokkuð? Um mikla menn er stundum sagt: hann tilheyr ir engum flokki einum, engu landi einu, engri tíð einni. Á laufblaðið sólargeislann, sem til þess kem- ur ? Það á hann að því leyti, að það tileinkar sér hann. Dýrðlegu vélakerfi er hrundið af stað i lauf- inu með geislanum. Þess vegna er geislinn ofi'nn saman við líf hans. Á sáma hátt tilheyrir mikli maðurinn mér, ef hann hefir snortið hugsanalíf mitt, sett bélakerfi tilfinn- inga minna í hreifingu. Á þennan hátt getur einn maður tilheyrt óteljanlegum fjölda. Að guði einum undanskildum, er maðurinn hið dásamlegasta sem til er, en sálareðli hans er svo lítið rannsakað enn sem komiö er, að vér stönd- um í því tilliti eins og spekingurinn, Sir Isaac New- ton, á sjávarströndinni og höfum fengið vitneskju um nokkrar skeljar, en úthaf þekkingarinnar liggur ókannað fram undan. En það þykjumst vér vita, að maðurinn er eins og fiðla, sem, að einhverju leyti’, geymir þá tóna, sem listin hefir gefið henni, eða eins og sá hluti ljósmyndavélarinnar, sem tekur á móti myndinni. Maðurinn er f í sarríbandi, ekki einungis við aðra menn, heldur einnig öll verk Guðs og hann sjálfan. Hann er “hljómbrot í eilifðarhafsins gný.” Hvert, sem hann fer, “bera hugur og hjarta heimalands- mót” æskuáranna. Óteljandi raddir, myndir, áhrif, hafa læst sig inn í sál hans og eiga þar aðsetur, sumt af Jæssu sem lifandi og lifgefandi starfsöfl, er eiga eftir að vakna af dvala, J>egar skilyrðin eru fyrir hendi. Margt af þessu er svo ofið saman, að tón- arnir verða ekki aðgreindir hver frá öðrum. Mörg og margvísleg hljóðbrot renna saman í eina þrá, eina viðleitni, eitt stef. Alt þetta, sem til mannsins hefir komið og flétt- að sig saman við líf hans, hvort sem það er komið frá andagift annars manns, kongsdýrð fossa og fjalla, eða saklausri “lilju, sem lifir og deyr”, er hans eign. Fjárupphæðirnar, sem eg á í bankanum, víðlendu fasteignirnar ásamt sfcórhýsum, sem eg hefir eignar- bréf fyrir, eru ekki mínar eignir. Þetta alt hefi eg að eins að láni, en andans öflin, sem eru óaðskiljan- leg frá lífi mínu, á eg. Eg á það, sem eg er. Htvorki himinn né jörð getur tekið það frá mér, nema með minu samþykki. Frá æskuárum mínum á eg mynd af ungum manni, sem eg hefi enga hugmynd um, að eg glati nokkurn tíma. iMargt hefir á dagana drifið síðan, en þessi mynd verður ekki frá mér tekin. Hvað sú mynd var og er mér, hvaða tilfinningar hún kann að vekja hjá mér i framtíðinni, er einkamál mitt. Um það varðar engan. Kastala sálar sinnar á hver maður sjálfur og þar geymir hann dýrmætustu gullin, fleiri eða færri, þau sem ekki eru til sýnis. En það eru fá- ein ytri atriði I sambandi við myndina, sem allir mega vita. Veturinn 1889—90 hafði Björn B. Jónsson stund- að nám við Gustavus Adolphus College í St. Peter í Minnesota-ríki. Næsta haust vorum við þrjú í för- inni þangað, Miss Salína G. Peterson fsíðar Mrs. CoxJ, hann og eg. Þangað kom, skömmu síðar, Brandur Jónsson Brandsorl frá Garðar í Norður- Dakota. Hafði hann J>á lokið námi í barnaskóla og auk þess verið nokkurn tima lærisveinn séra Friðriks J. Bergmanns. Vorum við öll i efsta bekk undir- búningsdeildar ('miðskóla). Því miður var Brandur ekki í skólanum nema nokkurn hluta af þessum vetri, því sökum vanheilsu varð hann að hverfa heim. Um nýársbil ]>essa vetrar bættist Thomas Her- mann Johnson í hópinn, og næsta haust komum við þangað þrír saman, Thomas, Brandur og eg. Vorum við svo samferða eftir það, þangað til við útskrifuð- umst vorið 1895. Brandur var okkar yngstur og vantaði hann 8 daga til Jæss að vera 21 árs, þegar hann varð Baccalaureus Artium. Ein tvö ár bjuggum við, þessir þrír, allir í sama herbergi í norðvesturhomi á þriðja fefsta) lofti í aðal skólabyggingunni. Var það herbergi vanalega kallað ísland, af skólapiltum, en frá glugganum gát- um við horft í áttina til heimahaganna. I fjögur ár vorum við einir Islendinga við skólann. Samrýmdir vorum við og færðumst nær hver öðrum eftir því sem leið á timann. Þegar eg sá Brand fyrst, var hann að eins 16 ára, langur, mjóleggjaður, óþroskaður. Ekki yar mikill hraði á honum í snúningum, enda hefi eg heyrt það sagt, að á uppvaxtarárunum hafi hann ekki að mun kollhlaupið sig, en það hefi eg líka heyrt haft eftir móður hans, “þó Brandur minn fari hægt, kemst hann áfram samt”, og mun alment kannast við, að það hafi ræzt. Og ekki var erfitt á þeim tíma, sem eg hitti hann fyrst, að sjá, að gáfur og gæði skinu úr augum. Þegar áður en hann kom til St. Peter, hafði hann lesið mikið af bókum bæði enskum og íslenzkum. Hann átti stóran forða af enskum orðum, en vegna þess, að hann hafði verið í íslenzkum umheimi, fip- aðist honum dálítið með áherzlur á sumum orðunum og við Tómas vorum nógu mikil þrælmenni til að apa hann upp á þessum smávillum, settum jafnvel saman klausur af því sem við þóttumst finna skakt i hinum enska framburði hans; en satt að segja nut- um við ekki þessa tækifæris lengi. Söngmaður þótti hann ekki mjög mikill. Út af J>ví veðjaði Tómas einu sinni við hann, að hann gæti ekki haft eftir sér þrjár nótur réttar hverja á eftir annari, en það ólíklega skeði, Brandur vann veðmál- ið, svo eftir það varð aldrei sagt: “Brandur getur ekki sungið eina nótu rétta.” íslendingasögur hafði hann lesið margar, og ef- ast eg ekki um, að það hefir verið honum mentaleg- ur styrkur alla æfi. Tæpast þarf að taka það fram, að námið stundaði hann frábærlega vel. Hann hafði góðan skilning og gott næmi og framúrskarandi minni. Honum notaðist frábærlega vel, það sem hann lærði. Námið vanrækti hann aldrei. Þrátt fyrir það að hann veiktist fyrsta vetur- inn, bætti hann næsta vetur upp alt sem upp á vantaði fyrsta árið, og var það mjög vel gert. Vinsældir hans meðal stúdenta og kennara voru engu minni en námfýsi hans og ástundun; og það er víst, að á þessum árum var hann miklu þroskaðri en alment gjörist um unglinga á hans aldri. Eg hefi séð léttlynda læki, sem hoppa og dansa fram hjá steinun- um; eg hefi séð hvítfyssandi ár, sem orga reiðilega i giljunum; eg hefi séð “ginnhvítar öldur gljúfrin háu grimmelfdum nista heljar- klóm”; eg hefi staðið, hjá spegil- skygndum stöðuvötnum, J>egar bára var ekki til, þegar þau sýndu end- urskin af gullnum kvöldroðanum og dýrðlegri skógarströndinni; en eg hefi líka staðið á bakka hins straumþunga fljóts, þar sem vatn- ið ekki kastaðist reiðilega i loft upp, þar sem árniðurinn tæpast lét til sín heyra, en þar sem vatnið leið áfram með þungum hraða, ruddi öllu úr vegi og náði takmarki sinu með sem minstri ónytja eyðslu afls- ins. Þannig var Brandur, þegar hann var ungur maður. Wordsworth segir: “the boy is father to the man”. Það á sér- staklega við Brandson, því þér vitið allir, að sama likingin lýsir honum rétt enn í dag. Þroskinn hefir færst yfir hann, kraftarnir til nytsemdar hafa margfaldast, en eðlið er hið sama. Dr. Brandson, læknirinn og mannúðarmaðurinn. sem greipt hefir á skjöld sinn hvert snildarverkið og göfugmenskudæm- ið eftir annað, er arfgengur sonur drengsins Brandar. Um leið má benda á það, að hann er, í þýðingarmiklum skilningi, arf- þegi hinnar íslenzku fortíðar. Mér er sagt, að hann sé af íslenzkum höfðingjum kominn. Það veit eg, að hann hefir átt, frá þvi fyrst að eg þekti hann, margt af þvi fall- egasta sem tilheyrir islenzkri höfð- ingslund. Það rennur upp fyrir mér myndin af Eggert Ólafssyni. Án þess eg telji mig færan til að fara í nokkurn mannjöfnuð að þessu sinni, fléttast hugmyndirnar saman og eitt minnir á annað. Það er eitthvað stórt,'sem andar til mín frá báðum mönnunum, hugsanirnar um framtíðarlífið stórfeldar, fyrir- litning á allri litilmensku, stórfeld rausn, stórfeld hjartagæzka, lifs- drættirnir allir stórfeldir. Eg hygg, að enginn mótstöðumaður neiti Dr. Brandson um islenzka höfðings- lund. Eg hefi með þessu táknað sumt af þeim hljómbrotum, sem til min hafa komið frá þessum manni. Sambandið við hann, sérstaklega á skólaárunum, verður ávalt einn af dýrmætustu fjársjóðunum, sem eg hefi eignast á æfileiðinni. R. Marteinsson. III. Agrip. Það má með sanni segja um J>etta samsæti, að “fengu færri en vildu.” Ef allir þeir væru saman komnir, sem hefði langað til að halda upp á fimtugs afmæli Dr. Brandsons, þá hefði þurft stærri húsakynni’ en hér eru. Því að öll- um öðrum ólöstuðum, tel eg það ekki ofmælt, að enginn maður muni vinsælli vera meðal Vestur-íslend- inga, en Dr. Brandson. Það veit eg, að honum myndi hafa hlýnað um hjartarætur, ef hann hefði heyrt margt, sem talað var við mig í gær við kirkjurnar i Argyle, þegar það barst i tal, að eg færi hingað til þess að taka þátt í þessum afmæl- isfagnaði’. f þeirri bygð á hann marga vini, eins og í flestum öðrum bygðum íslenditiga hér vestan hafs; og eg veit, að eg má hér í kveld flytja honum hugheilar kveðjur og heillaóskir frá hinum mörgu vinum hans í Argyle bygð. Mig minnir, að það væri gríski spekingurinn Aristoteles, sem sagði, að maðurinn væri “zóon politikon” eða: “félagslynt dýr”. Og vel var það mælt af þeim vitra manni. Með þvi benti hann á eina þá lund- erniseinkunn, sem gjörir manntnn að manni. Félagslyndið er löngun ntannsins til að hafa samneyti við aðra menn og samvinnu og láta gott af sér leiða i mannlegu félagslífi. Þess vegna ræður það, hve mikið hver maður á til af félagslyndi, miklu um það, hve þarfur hann verður sjálfum sér og öðrum. Við þekkjum það, hve vænt okk- ur þykir um að eiga að samverka- mönnum þá menn, sem hafa sam- hygð með okkur og áhugamálum okkar og taka þátt í samlifinu og samvinnunni, — ekki .með hang- andl hendi, til þess að hljóta ekki ámæli fyrir að draga sig i hlé, heldur með einlægni, áhuga og gleði. Á þessa lunderniseinkunn, félags- lyndið, minnist eg i kvöld, af því hana á Dr. Brandson í svo ríkunr mæli. Eg ætla ekki að lengja mál mitt með því að fara að lýsa því fyrir ykkur, sem ykkur er öllum kunn- ugt, hvernig Dr. Brandson hefir tekið þátt í félagsmálum okkar, ekki sízt kirkjulegu félagsmálun- um. Við finnum öll til þess, hví- líkur sómi og styrkur það er vest- ur-íslenzku félagslífi, að eiga hann í hópi sinum, og þetta samsæti er að eins lítill vottur þess, hversu mikils við metum hann og hve kær hann er okkur. Iíann hefir reynst okkur heill maður. Hjá honum hefir höfuð, hönd og hjarta verið samtaka i þvi að láta gott af sér leiða. Og J>að er fyrir hjartalagið, sem hann er okkur kærastur. Við höfum fund- ið hjartað hlýja, velvildina einlægu, á bak við alt hans starf. Kæri vlnur, Dr. Brandson! Á þessum ^timamótum votta eg þér innilegt þakklæti samverkamann- anna fyrir félagslyndið og dreng- skapinn. Við biðjum þér og þin- um blessunar almáttugs Guðs á ó- förnu æfiskeiði. F. Hallgrímsson. 1 IV. Læknirinn. (Vegna þess að ræða þessi var ekki skrifuð upphaflega, biður höf- undurinn alla, sem hér eiga hlut að máli, velvirðingar á því, J>ótt orða- lag og setningaskipun sé að ein- hverju leyti breytt. En aðal efnið er látið halda sér að mestu.J Herra forseti! Mikilsvirti heiðursgestur, Háttvirtu tilheyrendur. Hálf öld er nú liðin síðan vor göfugi heiðursgestur fæddist í þenna sjúkdóma heim, og í nærri f jórðung aldar hefir hann verið að glíma við sjúkdóma í ýmsum mynd- um. í þeim grimmilega hildarleik hefir hann oft unnið frægan sigur, þótt hann líka alloft hafi beðið ó- sigur. En oss er öllum vel kunn- ugt, að honum hefir gengið læknis- starfið frábærlega vel. Enda er hann gæddur flestum þeim mann- kostum og hæfileikum, sem ein- kenna góðan lækni. Suma þá hæfi- leika á hann vafalaust í ríkari mæli en flestir aðrir, og hafa eflaust verið aðal aflið, er hefir knúð hann áfram og hafið hann í heiðurssæti það sem hann nú skipar. Eitt af ýmsu, sem Dr. Brandson hefir fram yíir marga aðra lækna, er það, hve fljótt og hvað sterkum tökum hann getur náð á trausti og tiltrú sjúklinga sinna. Það orð leikur á, að margir af sjúklingum hans hafi á honum feikna-trú sem lækni1, og það mun alveg satt vera. Eitt sinn sagði canadiskur læknir við mig, að íslenzkir sjúklingar hefðu svo mikla trú á Dr. Brandson, að hann kvaðst vera viss um, að þótt Dr. Brandson færi fram á að taka af J>eim höfuðið, þá myndu þeir leyfa honum það orðalaust. Ekki er laust við, að beri á nokkurri öfund í þessum orðum. En af hverju stafar þetta mikla traust? Eg held það stafi af því, að hin stóra per- sóna hans og hið mikla andans afl, sem hann á yfir að ráða, hrífur iljótt þá, sem við hann tala. Og í samtalinu milli hans og sjúklings- ins, verður sjúklingurinn fljótt var þess, hve góðan og göfugan mann Dr. Brandson hefir að geyma. Alt þetta sefar óró og kvíða sjúk- lingsi’ns, og blæs honum í brjóst sterkri trú og von um bót meina sinna. Hann gefur sig því alger- lega lækninum á vald og hlýðir skipunum hans í öllu. Eitt af mörgu, sem Dr. Brand- son hefir orð á sér fyrir, er hvað samvizkusamur læknir hann er. Hans fyrsta hugsun, þá einhver leitar til hans um læknishjálp, er velferð sjúklingsins. Hann lætur ekkert ógert, eða óreynt, sem nokk- ura von gefur um heilsubót. En hann forðast líka að orsaka sjúk- lingum sínum óþarfa kvalir. Það er ekki hægt að skera burtu stórar meinsemdir úr mannlegum líkama, án þess það hafi sárindi í för með sér. En sársaukinn er oft mikill eða lítill, eftir því hvernig verkið er gert.. Ekki er þó ávalt hægt að skera burtu manna meinin, því er ver. Hér einmitt kemur oft í ljós hin mikla dómgreind heiðurs- gestsins. Það er nauðsynlegt fyrír lækninn að vita hvað hann á að gera í J>essu eða öðru tilfelli ;en það er Iíka áríðandl fyrir hann að vita, og skilja, hvað hann á ekki að gera, þegar svo ber til. Hér er Dr. Brandson öðrum læknum skarparí og varkárri. Góð dómgreind lækn- isins samfara samvizkusemi, hefir oft heilladrjúgar afleiðingar fyrir sjúklinginn. í mörg ár hefir Dr. Brandson verið kennari við læknaskóladeild háskólans hér. Hefir hann getið sér þar góðan orðstír, sem annars- staðar. Er hann i miklu áliti þar, bæði sem kennari og læknir. Sterk- asta sönnun þess, ef til vill, er hvað margi’r læknastúdentar hópa sig í kringum hann, J>egar hann er að kenna. Þeim er það kunnugt, að hann hefir ávalt eitthvað fræðandi

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.