Lögberg - 31.07.1924, Síða 3
LöGBERG FIMTUDAGINN.
31. JÚLl 1924.
Bls. >
^siMgiiHgraiareigBigisf^^
g
SOLSKIN
Fyrir börn og unglinga
BgHggoagæagMaregssi5>s>s'8«7»*i%^^
fflgrererererererererereiraiKMkMsrei^^
DRAUMUR ELSKHUGANS.
Og daginn eftir sátu þau .saman á græna, blóm-
sæla (balanum undir Álfakletti, en hestarnir þeirra
voru á ibeit skamt frá þeim. I eyrum þeirra ó'maði
fagur fuglasöngur, að vitum þeirra lagði Ijúfan ilm
frá angandi blómum, og við þeím blaisti sveitin í
sumargrænum skrúða.
“'Mér finst eg vera alsæil.” sagðí Þóra. “Aldrei
ihefi eg fundið betur til þess en 4 dag, 'hvað Guð er
góður.”
‘íSérðu nokkurt ský á himninum?” spurði Kári.
.., “Nei> eg get ekki hetur séð, en að himininn sé al-
heiður. Jú, þarna sé eg dálítið isíký í suðri, það ber
yfir jökulinn.”
“Nú ætla eg að opna sál ‘mína fyrir þér, elskan
mín og trúa þér fyrir leyndarmáli.
Það er ekki nema eitt ský á himni sálar minnar,
en það er nóg til að varpa skugga á líf mitt, ef eg
'get ekki losnað við það, og það sem verra er: það
gæti varpað 'skugga á gæfu okkar beggja. Við Ihöfum
ekki talað mikið um trúmál. en nú get eg ekki stilt
*mig um að 'segja þér eins og er. Eg efast um, að
G,uð sé til; eg efast um, að annað líf sé tll, eg efast
um alt nema ást þína.” Kári starði hugsandi á þetta
eina ský, sem sást á himninum.
“‘Hvernig geturðu efast um að Guð sé til?”
sagði Þóra með tárin í augunum. “Hemig gœti sólin
Ijómað og blómin angað, og hvernig gætu*m við lifað
og elskað hvort annað, ef enginn Guð væri til?”
“Það er ekki von, að þú skiljir þetta. eg get
varla sjálfur gert mér grein fyrir af 'hverju þessi efi
stafar. Eg fann fyrst til íhans daginn sem eg fékk
ljóðaibréfið frá þér, þegar eg frétti, að þú hefðir heit-
ið öðrum manni eiginorði. Og í vetur er leið las eg
ýmsar hækur andlegs efnis, sem presturinn lánaði
mér, en mér fanst trú mín dofna því vneira sem eg
las. Höfundum bókanna (ber ekki saman 1 ýmsum
atriðum, og >ó þykjast þeir allir boða sannleikann.”
Kári hallaði isér ofan í grasið og geispaði, en
Þóra tsóð upp og gekk suður að ánni. Hann stóð
líka upp og hljóp á eftir ihenni, en þegar Ihann kom
suður að ánni. þá var hún komin upp að fossinum,
og þegar hann kom upp að 'fossinum. þá var hú» að
klifrast upp eftir berginu og komin upp á ’móts við
hamraiskútann.
Kári rópaði til Ihennar og ibað hana í öillum
bænum að vera ekki að stofna sór í þennan lífsháska.
en ihún leit brosandi niður til hams og svaraði: “Eg
ætla að fara inn í hamraskútann og vita, hvort eg
finn ekki falleg blóm til að gefa þér.”
Hún varð að fara undir fossinn, til þess að kom-
ast inn á skútann en fossinn reif Ihana með sér og
þeytti Ihenni niður í gólgrænan Ihylinn. Hún hvarf
niður í hringiðuna og kom ekki upp aftur.
Kári starði örvæntingarfullur ofan í hylinn og
vissi ekki isitt rjúkandi ráð. “Aldrei að eilífu fæ eg
að sjá unnustu mína framar” hrópaði hann í dauðans
angist.
f sama vetfangi stóð skínandi fagur engill hjá
honum og mælti: ‘IKári! þekkir þú mig ekki ?”
Kári var utan við sig af undrun og istamaði
fram þessum orðum: Ella! himinfagri engill! ást-
kœra barn! Jú, víst þekki eg þig, Hvar hefir þú
verið síðan þú kvaddir þennan heim?”
“Hjá Guði.”
Æ, geturðu ekki hjálpað mér til að ná í unnustu
mína? Eg lít aldrei glaðan dag fyr en eg hefi fundið
hana.”
“Komdu með mér,” sagði Ella. Hún tók í hönd-
ina á Kára, og þau svifu upp í heiðbláan himingeim-
inn) Þau svifu frá einum himinihnetti til annars og
könnuðu öll sólkerfi 1 alheimsrúminu, en hvergi gátu
þau fundið Þóru.
“Nú er ekki eftir ne*ma Paradísarihnötturinn,*'
sagði Ella.
‘1Já, þar hlýtur hún að vera,” sagði Kári. “Hún
er svo góð og saklaus.”
Nú sá ihann afarstóran og dýrðlegan ihnött, sem
þau nálguðust óðum. Hann var svo stór, að stærstu
sólir í aliheimsrúminu voru sem sandkorn í saman-
iburði við ihann. Kringum þennan hnött var bjartur
og litfagur geislahringur, sem kastaði frá sér undra-
ljóma langt út í geiminn. Þau svifu gegnu'm geisla-
hringinn og leituðu að Þóru um allan Paradísar-
hnöttinn. en ekki var hún þar. Þau svifu út í ystu
myrkur, út fyrir allar stjörnur, og tók þá við hel-
kaldur og almyrkur ómælisgeimur og óskapnaðar
auðn.
“Þóra, Þóra!” rópaði Kári út í myrkrið. Það fór
hrollur um hann. “Nei, hér getur unnusta mín ekki
verið, Ihún, sem er svo Ijóselsk.”
Þau snéru við, og sá Kári þá fyrst, hversu
stjörnunu'm var dásamlega raðað í íhimingeimnum.
Á göngu sinni í ljósvakanum skrifuðu þær með loga-
letri sömu orðin upp aftur og aftur og komu eins og
fagrar róisir í ljós á milli orðanna.
l“Hvað þýð.a þessi orð?“ spurði Kári undrandi.
“Það get eg ekki sagt þér,” svaraði Ella. Hún
benti með lotningarsvip á stjörnurnar og mælti:
^Stjörnuirnar eru altaf að skrifa þessi sömu orð:
Guð er kærleikur, Guð er kærleikur, Guð er kærleik-
ur.”
“En að eg skyldi nokkurn tíma geta efast um,
að Guð væri til,” sagði Kári, og sál hans varð snort-
in af svo djúpri lotningu og gleði, að hann gleymdi
u*m istund allri jarðenskri sorg og mæðu. og hgsaði
ekki um neitt nema hátign Guðs.
Þau svifu aftur heim til jarðarinnar með slík-
um hraða, að stjörnurnar fuku eins og neistaflug í
kringum þau. Nú sá Kári öll höf og ilönd jarðarinn-
ar á einu augalbragði; en mest gladdist hann af því
að isjá föðurland sitt, sem blasti nú við ihonum með
hvítum jökullbungu'm, bláum fjöllum, skrúðgrænum
dölura og skygðum vötnum.
Loks hnigu þau niður á græna ibalann undir
Álfakletti, eins og tveir flugmóðir fuglar. Ella hvarf
upp í æðri veröld, en Kári lá eins og í dvala eftir
þetta ógurlega himinflug. Hann gat ekki hreyft sig
og vissi varla. Ihvort ihann var lífs eða liðinn. En alt
í einu var blíðum kassi þrýst á vanga Ihans. Hann
opnaði augun og sá unnustu sina. Hún sat Ibrosandi
ihjá honum og ihélt á úrinu hans í hendinni; hún
Ihafði tekið það úr vestisvasa hanis. Þau horfðust í
augu ofurlitla stund, án þess að mæla orð af vörum.
I Alt í einu spratt Ihann á fætur, vafði ástmey
isína aflstyrku'm örmum og mælti: “Ertu lifandi enn
þá, ástkæra unnusta mín? Nei það getur ekki verið
þú, sem hrapaðir niður í .hylinn, og eg Ihefi verið að
leita að þér úti um alla beima og geima. “Geturðu
talað?”
“Þig hefir tvjfst isverið að dreyma, jhjartans
vinur minn,” sagði Þóra með Ihógværðanblíðu. “Þú
Ihallaðir þér út af áðan; manstu það ekki? Þú ert
búinn að isofa tólf mínútur!”
MGuði sé lof!” sagði Kári. “Þetta hefir þá alt
verið draumur.”
Svo sagði hann unnustu sinni allan drau'minn.
en auðVitað skorti hann orð til að lýsa þeirri guð-
dómlegu geisladýrð og fegurðarljóma, sem Ihann sá
á Paradísanhnettinum.
Þóra hlustaði hugfangin á draum elskhugan%
og sælubrös lék um varir hennar. Hún hallaði sér
upp að brjóisti ihans og hvíslaði á eyrað á honum:
“Sérðu skýið núna?”
Hann leit í suðurátt og svaraði hugsandi: “Nei
eg sé það ekki, það er horfið! Nú er himininn al-
heiðurf*
SÓLSKINSBLETTUR.
Ungu hjónin á Mosfelli voru á heimleið frá
kirkjunni. Þau Ihöfðu nú verið gift ihátt á annað ár.
Vel hafði prestinu farist við þau. Hann hafði gefið
þau saman Vorið sem þau fóru frá honu'm og kostað
'brúðkaupsveisluna sjálfur að öllu ieyti. Og í hvert
sinn, er þau komu til kirkjunnar, tóku presfcshjónin
svo ástúðlega á móti þeim, eins og þau ættu í þeivn
hvert bein.
“Mikil blessuð biíða er veðrið,” sagði Kári.
“Já. það má nú segja,” svaraði Þóra.
Þau Ihöfðu gengið ána á ís um morguninn, en áin
ihafði brotið af ér ísinn og valt nú áfram kolmórauð
■með jakaburði.
“Ef eg befði verið einn,” sagði Kári, “þá hefði
eg ekki vílað fyrir mér að vaða yfir ána.”
“Ætli iþú gætir ekki borið mig yfir ána?” sagði
Þóra.
“Þorir þú að láta mig bera þig yfir ána,”
“Já, það þori eg vel.”
Kári tók konuna sína á vinsfcri ihandlegg isér og
óð út í ána, en hún hélt sér dauðáhaldi um hálsinn
á honum. Hann ýtti jökunum knálega frá sér með
hægri Ihendinni. Altaf dýpkaði áin og jakaburðurinn
jókst. Nú voru þau í miðri ánni, og Ibeljandi straum-
urinn sall með þungum nið í krignu'm þau.. Og alt í
einu kom stór jaki æðandi og stefndi beint á þav.
Kári nam 'staðar og bjóst til varnar. Hann tók á
móti jakanum með hægri hendinni og stöðvaði hann.
Þóra titarði af ótta og skelfingu og Ihrópaði há-
stöfum: “Guð almáttugur styrki þig, elsku vinur
minn!”
“Vertu róleg, elskan mín,” sagði Kári. Hann
spyrnti ’móti jakanum af alefli. Aldrei hafði hann
komist í slíka mannraun. Hann þrútnaði í framan
og beitti öllum orkuforða líkama síns móti þessum
heljarjaka, þessum vonda vágesti, sem ásótti þau.
Loks fcókst honum að mjaka jakanu'm til hliðar;
tók þá straumurinn við ihonum, og barst hann óð-
fluga niður eftir ánni.
Kári óð til lands og lét konuna sína síga upp á
ár'bakkann. Hún snéri sér við og horfði með hrolli
ofan í kolmórauðan árstrauminn, en Ihann tók hlý-
lega í höndina á henni og mælti: ‘tNú ætla eg að
leiða þig heim.”
“Eg er að hugsa um það, Ihvað Guð er góður, að
hafa frelsað okkur úr þessum voða,” sagði hún vikn-
andi.
“Eg er líka að hugsa u'm það,” svaraði hann
alvarlegur: en svo glaðnaði aftur yfir honum, og
ihann bætti við: “Sjáðu stóra sólskinsblettinn, sem
er einmitt núna að færast yfir túnið og bæinn á
Mosfelli. Við skulum horfa þangað, þyí að þar eiga
allir okkar ifögru æskudraumar að rætast.”
GLÓI.
Eg hefi jafan átt fjárlhunda í betra lagi, en
einn þeirra Ibar iþó langt af hinum öllum, og skal eg
því geta Ihans ihér að nokkru. Hundur þessi var grá-
flekkóttur, bíldóttur kringum hægra augað og hægra
eyrað slapti, vinstri vanginn hvítur; svo var hann
mjallvhítur aftur á bóga, íslenskur að kyni, í stærra
meðallagi á vöxt. íhálsdigur, bógamikill og snögg-
ihærður; hann var kallaður Góli. Fjárhundur var
ihann svo góður, að Ihann gerði Ihvað se'm honum var
sagt. Hann rak féð einis hart eða ihægt og maður
vildi, og það hvort fjánhópurinn hljóp á ibrekkuna
eða undan, eða þó yfir vatnsföll væri að fara; hann
var og mjög laginn að fara fyrir fé og færa manni
það hvert sem maður vildi; sömuleiðis þurfti eg
ekki aðra en hann mér til hjálpar, til þess að koma
lömlbum á stekk um fi’áfærur, en oft 'mæddist hann
á þeim leik.
iStundum bar það við að eg hafði engan sam-
ferðamann er eg fór í kaupstaðarferð á haustin með
fé og Ihesta; þó lagði eg af stað og rak sjálfur ihest-
ana, en lét hann fcoma mð kindurnar á eftir og alt
gekk vel; alt sem eg 'misti eða fleygði sótti hann
og færði mér, hvort það var stórt eða smátt; þannig
sótti ihann ætíð annað skíðið mitt, er eg misti það
í kafalds byljum á fjöllum uppi, annaðhvort í ófær
árgil eða eitthvað undan brekku.
Harður þóttí hann í ihorn að taka. ef í hann
seig og enginn sem þekti hann. 'mundi hafa kært sig (
um að ihafa ofbeldi í fram'mi við mig, en iþó eg vildi (
tuskast við einhvern í gamni, þufti ekki annað '.n
iskipa Ihonum að sitja hjá og gegndi hann því þá iþeg-
ar; helsti ókoetur hans var sá, að hann lét ófrýni-
lega við gesti, þó beit ihann ekki, nema ef átti að
slá ann, en þá sótti ihann að því ákafar; en færi
gesturinn að kjassa hann, færðist Ihann fjær og vildi
ekki eiga undir slíkum fleðulátum; en vegna þess
að hann iskildi aldrei við mig, var eg jafnan við
höndina, til Iþess að ihasta á hann hvenær sem há-
vaði heyrðist og hætti Ihann þá fl'jótlega.
Eitt sinn var það að vinur minn kom að theim-
sækja mig og gisti Ihjá mér náttlangt; hann hafði
gaman af að erta seppa upp, til þess að sjá hvað
vondur hann gæti orðið; í baðstofunni var autt
rúm, með no*kkrum fjalarimlum í botninum langsetis;
;hann tekur einn af rimlu'm iþesBum og otar að seppa
ihinn þrífur á endann og þeir fcogast á og dregur
ihlvorugur af öðrum og var þó maður þessi góður
meðallmaður að Iburðum. Seppi rykkir á og færir sig
um leið smátt og smátt upp eftir fjölinni, þar til
ihann þorir ekki annað en sleppa, en seppi kemur
með fjölina og snarar ihenni fyrir fætur mér, hleyp-
ur svo tii baka, og iþá er gesturinn búinn að fá sér
aðra og fór nú viðureign þeirra á sömu leið, uns
rúmbotninn var 'búinn; en á meðan seppi færði mér
síðustu fjölina, skaust vinur minn í læst hús. sem
var undir baðstofuloftin, en seppi komst akki neroa
að hurðinni og gelti þar ákaft; talaði eg þá til hans
og stilti hann.
Við börn var Glói mjög meinlaus; eg átti dreng
á óvita aldri og lék hann sér oft við seppa, togaði í
eyrun á honum fór upp í hann með hendinni kleip
í tunguna á honum, potaði fingrunum í augun o. s.
frv. Seppi fitjaði upp á, en beit hann þó aldrei.
iHemili mitt var lengi að Heiðarseli í Tungu,
austanvert við heiðarenda: þar hieitir Lágheiði fyrir
utan og neðan. Frá Heiðarseli er langt til allra bæja
og má því kalla talsvert landrými á Lágheiði. Þegar
ihart var á vetrum upp til jökla, bar það oft við, að
hteindýr runnu út alla FljófcsdalSheiði og út af
Heiðarenda og of/an u'm Lágheiði J |]4»á Istreymdu
þangað menn úr öllum nærliggjandi sveitum, sumir
með hunda, en sumir með byssur, til ,þess að reyne
til að ná sér dýri. Einstöku skyttur höfðu talsvert úr
bítum, en fæstir, isem hunda notuðu. En 'með þvi
hundur minn var bæði grimmur við stórgripi, þrek-
mikill og einihver ®á fljótasti sem eg hefi séð hlaupa,
þá fór að freista ihamingjunnar og tókst það svo
að hann hafði dýr þegar á fyrsta spretti. Sú varð
löngum reyndin á, þegar margir voru á veiðum, að
h’ver Sipilti fyrir öðru'm. Það bar líka stundum við
að einlhver nágranni minn ivar þar nærstaddur, sem
iseppi var búinn að ná dýri; nágranninn fer þangað
ög hugsar gott til veiði, en þegar Glói sér að maður-
inn er ókunnur yfirgefur hann dýrið og labbar; þó
hinn fari að siga, lætur seppi sem ihann heyri það
ekki ,en dýrið hleypur þá Iburtu leiðar sinnar;
granni minn ihefir ekkert og eg tapa iíka af hans
völdum þennan daginn, því eg ihafði komist að því
að ávinningslauist var að ætla hundinum meira en
einn sprett á dag. Þessvegna tók eg upp á því, með
því að eg var næstur Heiðarendanum að eg fór
isne'mma um morgna og var þð búinn að ná dýri þegar
ihinir byrjuðu veiðina. Svo hætti eg og fór iheim með
mína veiði og svo til að sinna heimastörfum.
lEitt sinn tókst ihonum seinna en vant var að
draga upp dýrahópinn, s'vo eg var vonlaus um að
hann hefði nokkuð úr bítum; alt hvarf upp á Heið-
arenda. Eg var ætíð vanur að standá kyr þangað til
egheyrði hann gelta, því þá mátti eg vera viss um að
hann var ibúinn að ná dýri; stóð eg nú nokkuð lengi
og Ihlustaði, en h'eyri ekkert, fer síðan iheim. og er
'Seppi ekki iko'minn. Eg bíð svo nokkuð lengi og
hugsa að hann komi þá og 'þegar, en þetta brást, svo
mér fór ekki að lítast á, hleyp því af stað og annar
maður með mér vestur á heiði, þangað sem leið dýr-
anna lá vanalega, þegar þau mættu stygð. Við fund-
um þar jafnmörg dýraför eins og dýr þau voru, sem
eg sigaði á; mér varð nú hálfbilt við. og hélt eg
væri búinn að 'missa seppa. Svo gengum við dýra-
slóðina tiil baka, unz við fundum aukaslóð eftir eitt
dýrið, sem íhafði slangrað sér, en svo farið saman
við þau, sem að neðan komu. Þá þóttist eg sjá að
eitt dýrið mundi vanta, en eg gat hvorki séð neitt
eða heyrt og með því dagur var að kvöldi kominn
Ihélt eg heimleiðis, en rétt í því að eg ætla að steypa
mér ofan af fjallsbrúninni fyrir ofan ibæirin heyri
eg til seppa og hleyp á hljóðið. Hann situr þá yfir
dýri í Víðiklauf, svo kallaðri. ií Giljalandi norðan-
■megin íHeiðarenda. Þarna hafði hann sietið yfir því
ailan daginn og var þá orðinn bæði ihás og stirður;
þó gleymdi hann ekki að grípa í hælinn er það lagði
á flótta, þegar það sá mig. Glói tók 15 dýr á æfi
sinni.
lEitt sinn lögðum við þrír saroferðamenn upp úr
Seyðisfirði og fórum Fjarðarheiði. Annar samferða-
rnaður minn hét Bjarni. ihafði stundum verið á dugg-
um, vanit þar kompás, kunni að nefna áttirnar á
dönsku o. s. frv. Veður var nokkuð drungalegt og
tailsverð ófærð; samt höfum við bjart upp á heiðina,
og lætur Bjarni það nú ekki á vanta að upplýsa
okkur um áttirnar á því máli, isem ihonum þótti meira
til koma, og gaf okkur fullkomlega í skyn, hvað
hann var okkar vitrastur; svo smáspillist veður, en
Bjarni segir hvert stefna skuli, þar til eg hef orð á
því, að Glói minn vilji fara aðra stefnu. Bjarna
þykir það hart, ef meira mark eigi að taka á ihundi
en manni og læt eg svo undan nokkra stund. þar til
okkur kemur öllum saman um, að við séum komnir
afvega. Þóttist eg þá sjá að ekki mundi hafa ver far-
ið, þó hundurinn hefði fengið að ráða. Svo visaði
eg seppa af stað, og fórum við eftir, og náðum að-
eins óskemdir að Þrándarstöðum í Eyaðþinghá um
kvöldið og er ómögulegt að segja hvað mikinn skaða
við hefðum beðið, ef við hefðum legið úti, því frost
var mikið, ef skepnan hefði ekki þannig reynet okkur
hyggnari. Benedikt Sigurðsson.
Professional Cards
DR. B. J. BRANDSON 216-220 MEDICAD ARTS BDDG. Oor. Graham and Kennedy Sta. Phone: A-1834 Offlce timar: 2—3 Heunili: 776 Victor St. Phone: A-7122 Winntpeg, Manitoba THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMANN ísl. lögfræðingar Skrifstofa: Room 811 MoAitlm Building, Portage Ave. P. O. Box 165« Phones: A-6849 og A-6849
DR. 0. BJORNSON 216-220 MEDIOAL ARTS BIiDG. Cor. Graiiam and Kennedy Sta. Phone: A-1834 Office tlmar: 2—3 Helmili: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manltoba W. J. LINDAD, J. H. I.INDAL B. STEFANaSON Islenzklr lögfræðlngar 708-709 Great-Wrest Perm. Bldg. 356 Milin Street. Tals.: A-4963 þ«ir hafa ainnig skrlfertofur *8 Lundar, Riysrton, Glmli og Piney og eru þar aC hltta á eftirfytgj- andi timum: Lundar: annan hvern miðvlkudag Riverton: Eyrsta flœtudag. Gimllft. Fyrsta mlBvikudag Plnsy: þrlBJa föstudag 1 hverjum mftnuBl
dr. b. h. olson 216-220 MEIiIOAL ARTS BIJDG. Cor. Graham and Kennedy Sta. Phone: A-1834 Offlce Hours: 3 to 5 Hehnlli: 723 Alvorstone St. Winnipeg, Manltoba
ARNI ANDERSON ísl. Iögmaður í félagi við E. P. G&riand Skrifst.: 801 Electric Rail- way Qhambers Talsimi: A-218T
DR J. STEFANSSON 216-220 MEDICAI/ ARTS BLDQ. Cor. Graham and Kennedy Sta. Stundar augna, eyrna, nef og kverka ajúkdðma.—Er að hltta kL 10-12 f.h. og 2-5 e.h. Talsíml: A-1834. HelmUl: 373 River Ave. Tals. F-2691.
A. G. EGGERTSSON LL.B. ísl. lögfræð'ngur Hefir rétt til að flytja mál bæði í Man. og Sask. Skrifstofa: Wynyard, Sask.
DR. B. M. HALLDORSSON 401 Boyd Building Oor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklaeýkl og aðra lungnasjúkdðma. Er að flnna & skrifstofunnl kl. 11—12 f.h. og 21—4 e.h. Sími: A-3521. HeimiH: 46 Alloway Ave. Tal- ertmi: B-3158.
f~' " i Phone: Garry Mlð JenkinsShoeCo. [ 669 Notre Dame Avenue
DR. A. BLONDAL 818 Someraet Bldg. Stundar eérstaklega kvenna eg barna gjúkdóma.
Er að hitta frá kl. 10—12 f. k. 3 til 5 e. h. Office Phone N-6410 Heimlli 806 Victor Btr. ðiml A 8180.
A. S. Bardal 843 Sherbrookc St. Selui líkkistui og annast um útfarir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennírcm- ur selur hann alakonar minniavarSa og legsteina. Skrlfst. talsfnsi N fte08 llelmUIs talnlml N 630« |
DR. Kr. J. AUSTMANN 848 Somerset Blk. Viðtalsfcími 7—8 e. h Heimili 469 Simcoe, Office A-2737. res. B-7288-
EINA ISLENZKA Bifreiða-aðgerðarstöðin í borginni Hér þarf ekki aB blBa von úr rlti. viti. Vinna 011 ábyrgst og leyst af hendi fljðtt og vel. J. A. Jóhannsson. 644 Burnell Street F. B-8164. AB baki Sarg. Fire Hal
DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 MEDICAL ARTS BLDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Talsími A 8521 Heimili: Tals. Sh. 3217
Dr. AMELIA J. AXFORD Ohiropractor 516 Avenue Blk., Winnipeg Phone: Office: N-8487 House: B-3465 Hours: 11^12, 2-6 Consultation free.
J. G. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald St. Taisíml: A-8889
Vér leggjum sérstaka álierzlu á að
selja meðul eftlr forskriítum lækna.
Hln beztu lyf, sem Im gt er að fá eru
notuð eingöugu. . pegar þér komlð
með forskrltftum til vor megrið þjer
vera visa um að fá rétt það sem luekn-
lrinn tekur til.
COI,CIiEX3GH & CO.,
Bíotre Dame and Sherbrooke
Phones: N-7659—7650
Giftingaleyfisbréf seid
Munið Símanúmerið A 6483 og pantiB meSöl yBar hjá oss. —' SendiB pantanir samstundis. Vér 1 afgreiðum íorskriftir með sam- I vizkusemi og vörugæBi eru ðyggj-l' andi, enda höfum vér magrra ára lærdðmsrlka reynslu aB bakl. — 1 ; Allar tegundir lyfja, vindlar, Is- ; rjðml, sætindi, ritföng, tðbak o. fl. ! McBURNEY’S Drug Store ! Cor Arlington og Notre Dame Ave ; JOSEPH TAYLOR lP gtakbm aður Heimlllstals.: St. John 184« Skrlfstof u-Tals.: A 6557 Tekur lögtakl bæBl húaalelguskuld^ veðekuldir, vlxiaekuldir. AfgrelVir *■ sem aB lögum lýtur. Skriletofa 265 Mnln 8trs«
J. J. SWANSON & CO. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu a nusuir.^ Annast lán, eldsábyrgð o. fl. 808 Paris Bldg. Phonéa. A-6349—A-6310 Verkstofu Tnls.: lleima Tale.■ A-8383 A-9384 G L. STEPHENSON Plumber Ailskonar rafmagnsáhöld, svo sem straujárn vlra, allar tegnndlr »f glösum og aflvaka (batteriee) Verkstofa: 676 Home St.
Endurnýið Reiðhjólið! I,átið ekki lijá llða að endur- nýja reiðhjólið yðar, áður en mestu annimar liyrja. Komið með þnð nú þegar og látið Mr. Stebbins gefa yður kostnaðar áætlun. — Vatulað verk ábyrgst. (MaBurinn sem allir kannast við) S. L. STEBBINS 634 Notre Dame, Winnipeg
C jiftinga og i | / Jarðarfara- °*om með litlum fyrirvara Birch hlómsali 616 Portage Ave. Tals. B720 ST IOHN 2 RING 3