Lögberg - 31.07.1924, Side 4
81*. *
LGGBERG, MMTUDAGINN3L JÚLÍ 1924.
i
é
IJogbítg
Gefið út hvem Fimtudag af The Col-
ambia Prets, Ltd., |Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
Talsinmri N-6327 og N-6328
JÓN J. BILDFELL, Editor
L'tan iíkrift tíl blaðsins:
THE C0LUW(BUV PíjESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg. M»n-
Utanáskrift ritstjórans:
éOiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, lii|an.
Ihe ‘‘Lögberg” ls prlnted and published by
The Columbia Press, Limited, in the Columbia
Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Hér og þar.
Fáir menn hafa ákveðið markmið í lífinu, sem þeir
stefna að. Fjöldinn flýtur fyrirstöðulaust að feigð-
arósi.
Sálir ungbarnanna eru ósánir akrar. Orð og
gjörðir hinna eldri er útsæðið, en undir útsæðinu er
uppskeran að miklu leyti komin.
Helvíti hefir löngum verið þyrnir í hpldi sumra
manna, sem þeir hafa fyrir hvern mun viljað losna
við, og er þeim það sízt láandi. En því miður hefir
það ekki gengið greitt, og hvernig sem þeir hafa ham-
ast á því, þá hefir þaði verið jafn þrálátt við þá og
ögrandi og lagt tálsnörur sínar fyrir fætur þeim og
annara og steypt einupi eftir annan í ógæfu og glötun.
Væri ekki reynandi fyrir þá að færa sjálfa sig dá-
lítið frá þvi, i staðinn fyrir að vera að bisa við að
færa það burtu frá sér?
hann væri mótfallinn stríðsanda, sem svo mikið bæri
á, en ekki neitað að taka þátt í stríðum undir vissum
kringumstæðum.
Annað stórmál, sem þar var til meðferðar, var tak-
mörkun á viðkomu mannkynsins, eða viSkomu barna,
og mót allri von neitaði fundurinn að fyrirdæma getn-
aðarverjur, sem vísindi nútímans hafa lagt upp í
hendur manna og sem sumir eru aS eggja fólk mjög
á að nota sem vörn gegn of bráöri fólksfjölgun og
stríðum .Nefnd var sett til þess að athuga máliö og
ráðleggja kristnum foreldrum heilt i því. .
En hvorugt þessara mála var aðalmál fundarins.
ASalmál hans var kristindómurinn, og snerust hugleið-
ingar manna mjög um þessar setningar Chestertons:
“Hugsjón kristindómsins hefir aldrei verið reyncþ svo
að hægt sé aS segja, að hún sé ófullkomin hún hefir
reynst mönnum erfið, en hún hefir aldrei veriS reynd
til hlítar.”
Hvað fyrir þessum fundi vakti sérstaklega í þá
átt, má sjá af afstöðu hans gagnvart iðnaSarmálun-
um. Nefnd var sett í það mál, og la álit hennar til
umræðu á fundinum. Meðal annars, sem í þvi stóð,
var þetta: “Framtíðar hugsjón ('ultimate aimj krist-
inna manna í sambandi við iSnað og verzlun, ætti aS
vera að breyta ("substitutej stefnu manna í þeim mál-
um þannig, að í staS eiginhags-stefnunnar komi þjón-
ustuþráin”. Fundurinn krafSist þess, að orSinu
“ultimate” (framtíðarj væri breytt og í stað þess sett
orðið “immediate” (nú þegarj, og í staðinn fyrir orð-
ið “substitute’ komi “predominance” (ráðandij.
Ef til vill verSur þessi viðleitni fundar þessa fagur
draumur, en samt létu þeir sér ekki ngæja meS orðin
tóm. Nefnd manna var kosin á fundinum til þess aS
hrinda þessari stefnu í framkvæmd á þann hátt, að
leitast við að vekja áhuga manna fyrir þessari stefnu
og að fá helzt allar kristnar kirkjudeildir, sem allar
höfðu erindreka á fundinum, að undantekinni kaþ-
ólsku kirkjunni, til þess aS taka höndum saman og
mynda félagsskap, sem í verkinu sýndi áhrif þessarar
hugsjónar og á þann hátt væru talandi vottar hinnar
kristilegu þjónustusemi. Forseti þesga fundar var
Temple biskup frá Manchester.
-------o-------
“Menn geta höndlaS gæSi þessa heims og gæfu, en
samt gengiS gleymdir og fyrirlitnir til grafar. Sum-
ir menn halda að alt sé leggjandi i sölurnar fyrir slíkt
hnoss. Aðrir gjöra það ekki, og þaS er til þeirra
manna, sem eg hefi verið að tala.”
—Rudyard Kipling.
------o-------
Fyndnin er dásamleg og oft áhrifamikil aðferð til*
þess aS sýna hinar kátbroslegu hliðar mála og manna.
En það er með hana eins og aSrar hugsanir þeirra, að
hún þarf að stySjast við eitthvað verulegt og fela í
sér ofurlítinn sannleiksneista, annars verður hún aS
óskapningi, sem engin áhrif hefir og ekkert hittir.
Eitthvert P. er að reyna að gera ritstjóra Lögbergs
hlægilegan fyrir að segja frá því, að þeir Hannes Haf-
stein fyrverandi ráðherra fslands, og Jón Ólafsson
hefðu verið kosnir heiðurs fréttaritarar Únitara á
þingi þeirra i Bandaríkjunum áriS 1922.
Vér getum ekki skiliS, hvernig að ritstjóri Lögbergs
getur orðið hlægilegur fyrir það, þó Únítarar i Boston,
eða einhvers staSar annars staSar, kjósi sér fréttarit-
ara og ekki heldur fyrir það, þó hann segi frá því
sem þeirra eigin málgagn flytur.
Sannleikurinn er sá, að ritstjóri Lögbergs á ekki
hinn minsta þátt í hinni kátbroslegu hlið þessa máls
og ekki heldur hinni raunalegu, þvi hann hefir ekki
komið þar nærri.
f tilefni af spurningu þeirri, sem sett var fram í
sambandi við þessa frétt, er það aS segja, að ef þessi *
kosning átti aS vera annað en ömurlegur skrípaleik-
ur, þá vildum vér spyrja: Hvaðan var helzt að
vænta frétta frá þessum mönnum? Annar þeirra var
búinn aS liggja í gröf sinni i ein tvö ár, en hinn lá við
dauSans dyr.
Væri ekki gott fyrir P. aS velja sér eitthvað ann-
að til þess að skopast að næst, heldur en þetta efni,
þvi þó það hafi máske sínar kátbroslegu hliðar, þá
yfirgnæfa þær raunalegu.
------o--------
Fundurmn í Birmingham.
Einn sá einkennilegasti fundur, sem haldinn hefir
veriS í langa tið, var haldinn í aprílmán. síðastliðnum
í Lirmingham á Englandi, og ef til vill sá merkasti og
þýðingarmesti fundur, sem haldinn hefir verið í
fleiri ár.
Langt mál er oft skrifað um fundi, þar sem verið
er að ræSa um örlög þjóða, um framfarir í iðnaði, um
hagkvæmar hagfræðistefnur, um landbúnað og annað
þess háttar.
En ekkert af þessu var aflið, sem dró 1,500 erind-
reka af öllum stéttum og nálega öllum flokkum sam-
an á fund þenna.
'•Þjónusta”, var einkunnarorðið, sem allur þessi
mannfjoldi setti á fána sina—þjónusta í hennar feg-
urstu og óeigingjörnustu mynd.
Þaö er venja á þingum og fundum manna, að
gjöra fastbundnar samþyktir og ákvaröanir. Þessi
fundur var slíkum mannfundum frábrugðinn af því,
aS út af þessu var breytt. Þar var lítið um fast-
bundnar samþyktir, en meiri áherzla aftur lögS á fyr-
irmyndir.
A tneðal mála jæirra, sem þar voru tekin til um-
ræðu, voru hermálin og var gengið lengra i ákvæöis-
attina i sambandi við þau, en nokkur önnur mál, sem
þar voru rædd, því í sambandi við þau var yfirl’ýsing
samþykt, sem tók fram, að stríð væru í beinni mótsögn
við kenningar Krists og að fundurinn væri þeim mót-
fallinn. Hefir sú yfirlýsing verið skilin svo af sum-
um, að allir þeir, sem þar voru staddir, vildu ekki taka
neinn þátt í stríöum, en vara-forseti fundarins, Dr.
Garvie, háskólastjóri frá New College, hefir lýst yfir
því, aS þetta sé rangt skilið, og sýnt fram á, aö það
sem fundurinn hafi meint, væri að lýsa yfir þvi, að
Heimilið.
Prédikun, flutt í kirkju ísl. safnaðarins í Upham, N.D.
sunnudaginn 15. júní síðastl.
af Valdemar J. Eylands, stud. theol.
“Fræð þú sveininn um veginn, sem hann á að
halda, og enda á ga-mals aldri mun hann ekki af hon-
um víkja” (OrSskv. 22, 6).
Á sunnudaginn var talaði eg um kirkjuna. Eg
gat um hvað hún er og hvers vegna hún var stofnuð.
í dag ætla eg að tala um heimilið og skyldur þess gagn-
vart þjóðfélaginu.
Allur hinn mentaöi heimur stendur nú svo að
segja á öndinni af ótta, viöbjóð og skelfingu vegna
hinna hræðilegu morðfrétta, sem Chicago blöðin hafa
flutt út um heiminn. Tveir unglingspiltar, bráögáf-
aöir og langt komnir með nám, ráSast á lítinn dreng,
drepa hann og fela, skrifa síöan föður hans og heimta
$io,cxx> sem lausnargjald fyrir hann. Þetta er ef til
vill einhver ljótasti glæpurinn í sögu þjóðarinnar í
langan tíma, og ljótastur er hann vegna þess, að þess-
ir menn drápu ekki drenginn vegna þess að þeir þyrftu
með fjár þess er þeir kröfðust, því þeir eru báðir syn-
ir miljónaeigenda, heldur drápu þeir hann aSeins að
gamni sinu, bara til þess aS hafa eitthvað sér til dægra-
styttingar. Það er eiginlega hvötin til glæpsins, sem
er enn óttalegri en glæpurinn sjálfur; hvötin er fyrst,
hún ber vott um hugarfariS og siðferðisþrekið, og
seinast brýzt hún fram 1 verknaSinum, ef engin bönd
eru á henni höfð. En cr þcssi glæpur einsdæmi í sögu
AmeríkuþjóSarinnar ? Nei, því er nú ver. Hvers-
konar menn eru það þá, sem fremja flesta glæpina?
Eru það gamlir menn? Eru það þeir einir, sem ekki
geta dregið fram lífið á heiðarlegan hátt? Sannleik-
urinn bendir einmitt til hins gagnstæða. Dómari einn
í Brooklyn hefir gefiö út þá yfirlýsingu, að meira en
80% af öllum glæpamönnum landsins séu undir 25
ára að aldri. Annar lögmaður í New York hefir sagt,
að meSalaldur iiinna verstu glæpamanna sé 17 ár, og
flestir þeirra, sem sendir eru í fangelsi eða á betrun-
arhús, séu um 19 ára. Seinustu skýrslur Bandarikj-
anna geta um 60,000 ungar stúlkur, sem hafi alger-
lega horfið á árinu sem leiö. Annað hvort hafa þær
strokiö eða framið sjálfsmorð eða hvorutvegcrja.
Engmn hefir getað fundið þær, hvorki lögreglan né
hlutaSeigandi foreldrar. Þessar tölur sýna, hvernig
astandið er hjá unga fólkinu.
Hvernig stendur þá á þessu ástandi æskulýðs-
1TlSL .Sumir hafa sagt, aS þetta væru afleiöingar
stnðsins. Aðrir sem málavöxtum þykjast kunnugri,
segja, að þaö se ekki ástæðan. Orsakimar iigga dýpra.
egar alt kemur til alls, þá fellur sökin á eina áhrifa-
^S.f°?un^°8fél^ins sem sökin fellnr á
ameriaka heimilio.
Aðal orsokin fyrir ástandinu, er fyririitning ung-
hSna /yUr Ó’LUm yfirboðurum eSa vfirmönnum,
hvaða nafni sem þe.r nefnast. Fyrir mannsaldri síð-
an voru það foreldrarmr, Sem síjórnuðu heimilunum.
Nu viröist blaðinu hafa veriö snúiS við, 0g börnin
::önhafa,tek’ö,að ser að sjá um hiutina- Aður
en skohnn eða kirkjan geta farið að hafa nokkur af-
sáðkLrnnm ’'lvl’ ÞaÖ’ Þá hefir ÞeSSUm
saðkornum ohlyðni og fynrhtmngar verið sáS í hjarta
þess, þau hafa fest þar rætur, þau verða að vaxa
upp og avoxturmn veröur óhlýðni við öll önnur lög
g reglur, sem barmð kann að mæta siðar í lifinu
Það barn, sem ekki lærir að bera tilhlýöilega virðingu
fynr logum heimilisins, eða það, sem ekki hefir alfst
upp við nem hemihslög, það lærir aldrei að bera
:iímgU fynr °Sum shóíanna, sem það kann að
sækja. Sa unghngur, sem yfirgefur skóla og kirkju
um 14 ara aldunnn og fer út í heiminn, með lítilsvirð-
lXSaröiltgm °g réttarfarÍUU> mUn ávalt siðan
Þegar svo unglingurinn fellur í hendur gæzlu-
manna laganna, þa fmnur hann, að sökin liggur fyrst
og fremst a foreldrunum. Það er vegna upiældisins
sem hann eða hun hefir hlotið, að ógæfan hefir bar-
íð að dyruni. f foreldrahusum fékk fyrsta frækorn
ohlyðn.nnar tækifæri'til aS vaxa; í fangelsinu raf-
mgansstolnum eöa galganum ber það ávöxtinn ’
, .fS efast ekki um, að þessir tveir ungu menn sem
nu sitja 1 fangelsi 1 Chicago og bíða dóms sins, horfi
og,soknuðl a hðna æfi sína. Þeir hafa
e>tt hfi smu 1 glaum og gáska, þeir hafa haft alt, sem
þeir þurftu hendinm til að rétta. En það var að eins
ítt, sem vantaði, og það var kristilegt uppeldi, virð-
mg fyrir Guðs og manna lögum. Vafalaust kenna
1 ssir menn foreldrum smum um ógæfu sina, og það
með £ettu‘ Þaö er sagt, að annar pilturinn hafi ver-
iS GySmgur, en hann hafi yfirgefið trú feðra sinna,
og hafi nu venð obmdraður og Iaus viS allar siðferð-
íslegar skyldur og akvæði, hvaö trúaiibrögðin snerti
Hvers vegna? Vegna þess, að honum var ekki inn-
rætt það í æsku, sem skyldi. Vegna þess, að for-
eldrar hans höfðu eignast hjá-guS, sem þau elskuðu
meira en hinn sanna guð. Og þennan hjáguð hafa
þau vafalaust kent syni sínum aö dýrka. Þessi hjá-
guð var Mammon. En “þú getur ekki þjónað bæSi
guði og mammoni”. Þúsundir ára af reynslu hafa
borið vitni um þann sannleika, og það hefir veriö
staðfest enn einu sinni í tilfelli þessara ungu manna.
En hvar er þá meðalið að finna við þessum sjúk-
dómi þjóöfélagsins? Hvernig er hægt að bæta á-
stand æskulýðsins? Hjálpin liggur ekki í meiri eða
flóknari löggjöf, ekki í fleiri eöa betri skólum, ekki
í stærri eöa veglegri kirkjum, heldur i betri heimilum
og betri foreldrum.
Á heimilum hér í þessu landi sjáum vér oft heil-
mikið af málverkum, sófum, teppum, dýrindis hljóð-
færum, “radio” og öðrum þægindum, en minna af
nokkru, sem minnir á kristindóm eSa kristna siði.
En á heimilinu verður barnið fyrir fyrstu áhrifunum;
í heimilinu liggu? grundvöllurinn fyrir velferð og
blessun þjóðfélagsins. Það er oft erfitt að vera
kristinn, en hvergi er það erfiöara en iheima hjá sér,
því þar eru menn þektir eins og þeir eru. Það eru til
menn og konur, sem utan heimilisins koma fyrir sem
gott og áhugasamt kristið fólk; þaS er fúst til aS
standa upp á bænasamkomum eða kirkjufundum og
vitna um Krist og það, sem hann hefir fyrir það
gert, en þegar heim kemur, er ef til vill þetta sama
fólk þunglynt, sjálfselskt, önugt og ómögulegt i sam-
búð. En þaö er ekki þess konar sunnudags kristin-
dómur, sem oss vantar, heldur það, að foreldrarnir
séu “lifandi vitnisburðir” um Krist. Það er ekki svo
mikið prédikun um kristindóminn, sem unglingarnir
þurfa að heyra, heldur er þaö kristilegt fyrirdæmi
foreldra sinna. Með guðsótta, viröing fyrir sann-
leikanum, lotningu fyrir kirkjunni og sd.skólanum
geta foreldrarnir haft áhrif á börn sín, sem þau búa
að ávalt í lífinu.
Já, heimilið er grundvöllur þjóðfélagsins. En
hvaö er þá heimili? Heimili er f jölskyldu. bústaður,
og fjölskylda saman stendur af manni, konu og börn-
um. Heimilið er staður, þar sem menn njóta ástar,
friðar og hvíldar. Eg veit ekki, hvað eru margir
“baslarar” eða einbúar hér í kirkjunni í dag, eöa
hverjir þeir eru, en eg veit, að ef hér eru einhverjir
af þeim, þá munu þeir samsinna meS mér, að þeir
hafi aldrei vitað hvaö heimili var síðan þeir yfirgáfu
æskuheimili sitt. Enginn einn maður eða ein kona
getur bygt heimili eitt síns liös. Það þarf bæði mann
og konu til að mynda heimili, en það þarf meira en
þaö ; það þarf einnig börn. Ekkert jheimili getur ver-
ið bamingjusamt án barna, en enginn stendur barn-
inu nær en móðirin. Af öllum mönnum á jöröinni
hvílir mest ábyrgð á móðurinni. Til engra gerir Guð
eins háar kröfur, eins og hennar. Ódauðleg sál er
falin umsjá hennar, henni er faliö al undirbúa þá sál
undir kristilegt líf hér á jörðinni, og fyrir eilíft líf
meS Guð-i. Fyrst allra manna hefir móðirin áhrif
á barnið sitt, þaS er hún, sem fyrst kennir barninu
sínu að spenna greipar og biSja til Guðs; það er hún,
sem fyrst hefir tækifæri til að foenda barni sínu til
himins og segja því af Kristi, frelsara sínum; það
er vanalega hún, sem fyrst biður fyrir barninu sínu,
og engar bænir eru iheitari, engar bænir geta verið
innilegri, en bænir móðurinnar fyrir barninu sínu;
engar bænir verða heyrðar, ef ekki þær. Það er
móöirin fyrst allra, sem getur sáS frækorni hins ó-
dauðlega sannleika í hjarta barns síns, og Guð œtlast
til að hún geri það. Það er móðirin, sem ákveöur
anda heimilisins, hvort heldur það er heimslegt eða
kristilegt, hvort heldur glaðlegt eða dauflegt, hvort
heldur það er andleg gróðrarstöð eöa andlaus svína-
stía.
Þegar vér lesum um mikla menn, þá sjáum vér
oftast, aö það er góð móöir, sem liggur á bak við,
sem þeir eiga lán sitt að þakka, og þeir hafa heldur
ekki skammast sin fyrir aö viðurkenna það. Þannig
var það með móður Washingtons; hann lofar hana
mjög. Þaö er sagt, að þegar Washington var ungur,
hafi hann ákveðið að fara til sjávar; hann var tilbú-
inn og um þaS bil að leggja af stað, þegar hann loks
hætti viö alt saman, vegna þess, að hann þoldi ekki
að sjá tár móSur sinnar.
Lincoln hafði það sama að segja um móður sína.
Kvaðst hann eiga henni aö þakka, hvað úr sér hefði
orðið.
Eitt af hinum fegurstu minningum, sem standa
í sambandi við Garfield forseta, er frá vigsluathöfn
hans. Á pallinum hjá honum sat hin aldurhnigna
móöir hans. Þegar hann hafði tekiö eiSinn, svarið
að vera trúr stjórnarskrá landsins, beygði hann sig
niður að móður sinni og kysti hana.
í ritningunni höfum vér margar fyrirmyndir;
einkum hana, sem var sælust meðal kvenna, Maríu,
móöur drottins vors Jesú Krists. Vér getum verið
þess fullvissir, að hún var indæl kona. Ef til vill
hugsum vér og tölum of lítið um hana, af því að kaþ-
ólska kirkjan hefir gert of mikið úr henni. Þaiý er
ekkert atvik í lífi hennar eins eftirtektarvert, eins og
afstaöa hennar til orðsins, guös orðs. Þegar engill-
inn kom til hennar og tilkynti henni aö hún ætti að
verða móðir drottins, sagði hún að eins: VerSi mér
eftir orðum þínum. Tvisvar seinna í lífi Maríu heyr-
um vér hið sama nefnt. Þegar fjárhirðarnir komu
og sögðu alt, sem englarnir höfðu sagt, og þegar
Jesús var 12 ára. 1 hvorugt skiftið skildi hún, hvao
um var að vera, en aöeins “geymdi þessi orð i hjarta
sínu.”
Annar maður, sem átti móöur sinni líf sitt og
lán að þakka, var Móses. Móðir hans hét Jakobed,
og er þess getið, að hún hafi verið mjög trúuð kona,
Konungurinn hafði gefið út tilskipun um, aö öllum
sveinbörnum skyldi kastaS í ána, og eftirlitsmenn
hafði hann sett víðsvegar til aö gæta þess, að tilskip-
uninni væri hlýtt. En samt tókst Jakobed aö fela son
sinn í þrjá mánuði; síðan setti hún hann við ána, þar
sem konungsdóttir var vön að koma til að baða sig.
Lét hún Mirian litlu dóttur sína vera þar nærstadda,
og fyrir trú hennar var barninu bjargað. Konungs-
dóttir tók Móses og ól hann upp. Hann varö eitt-
hvert mesta stórmenni, sem nokkurn tima hefir uppi
verið. — Hann var fyrsti spámaður drottins.
Einhvers staðar las eg, nýlega, að í samræöu um
biblíuþýðingar hafi ungur maður sagt: “Mér líkar
þýðing móSur minnar bezt.” “Móður þinnar,” sögðu
hinir, “hún hefir þó aldrei þýtt foiblíuna?” “jú,”
sagði maðurinn, “í daglegu lífi sinu hefir hún sýnt
mér hvernig biblían getur bezt verið þýdd, og sú þýð
ing hefir hjálpaS mér mest.”---------Það var hans
vitnisburður — þaS var hans reynsla.
II. En þótt móðirin hafi fyrsta og. bezta tæki-
færið, þá eru hennar áhrif ekki einhlít. Faðirinn
hefir einnig tækifæri til aö hafa áhrif á barn sitt, og
hann einnig hefir sina ábyrgS að foera. Áhrif og á-
byrgð föðursins á uppeldi barnsins eru oft að íitlu
metin. Skáldin hafa o£t ort fagurlega um móðurást,
en minna um föðurást. En foæöi faðir og móðir
verða að vera samhuga og samtaka í því að ala upp
börn sín, eins og í öllu öðru. Marcjir feður hafa þá
reglu, að láta konurnar einar um uppeldið, en það er
ekki rétt. Faðirinn á að taka sinn þátt; hann á að
sýna sig sem sannkristinn og umhyggjusaman föður.
Lítið gagnar, þótt móðirin reyni að kenna foarni sínu
eitthvaö gott og fallegt, ef faðirinn
er ruddi og ribbaldi, sem ekki kær-
ir sig um neitt siðferði, neina trú.
Ef slíkt ósamræmi á sér stað í f jöl-
skyldunni, þá verður barnið þess
fljótt vart og hiS illa verSur hinu
góða yfirsterkara í hjarta þess.
Nei, faðirinn hefir engu síður
þunga ábyrgð, heldur en móöirin,
og ahrifa hans á barnið gætir
venjulega meira, þegar það eldist.
Ef að barniS verður strax fyrir
kristil. áhrifum af móður sinni
og þessi áhrif fá aö þroskast og
vaxa með barninu, og barnið finn-
ur samskonar hugarfar hjá fööur
sínum, þá verður því barni nokk-
urn veginn óhætt, þegar það kem-
ur út í lífið. Hver er þá skylda fóð-
ursins gagnvart fjólskyldunni?
Hvernig geta áhrif hans íbezt notið
sin? Mest og bezt áhrif getur fað-
irinn haft á börn sín og annaö
heimilisfólk, með að hafa daglega
guðsþjónustu á heimilinu. AS
syngja einn eða tvo sálma og lesa
lestur upp á gamla móðinn. Hversu
mikla blessun hefir það ekki veitt
mörgum heimilum ? Er hægt að
hugsa sér nokkra aðra lcið betri til
þess að skapa kristilcgt hugarfar
innan fjólskyldunnar, en það, að
safnast sarnan um Guðs orð? Guðs-
þjónusta innan fjölskyldunnar, eöa
húslestrar, skapa hið rétta and-
rúmsloft, hið rétta bróðurþel, hið
rétta hugarfar innan heimilisins;
hún sameinar og tengir meðlimi
f jölskyldunnar enn nánari böndum.
Eg veit til þess, að daglegar guðs-
þjónustur hafa oft orðiS bezti sátta-
semjari á heimilinu, ýmiskonar ó-
ánægja hefir jafnast og orðiö að
engu við sameiginlegan söng og
lestur Guðs orös.
En faðirinn ihefir einnig aöra á-
hrifamikla skyldu gagnvart börn-
um sinum, og það er einmitt i van-
rækslunni á þessari skyldu, sem
meinsemdin liggur að miklu leyti.
Eg hefi getiö um, að faðirinn á að
vera ástríkur, umhyggjusamur og
réttlátur, en hann á einnig að vera
meira. Hann verður að vera lög-
reglumaður, dómari og bóðull, þeg-
ar á þarf að halda. Uppeldið út-
heimtir réttláta refsingu fyrir af-
brot og cnhlýSni, Það þýöir ekkert
viljalaust kák, börnin verða að vita
að það er alvara, sem um er að
ræða. Hversu ólík mundi ekki æfi
þessara tveggja pilta í Chicago hafa
veriS, ef þeir hefðu verið aldir upp
þannig? Að láta afbrot barnanna
afskiftalaus eða afsaka þau, er stór
synd ggnvart börnunum. Ritning-
in talar mjög berlega um þetta at-
riði: “Sá, sem sparar vöndinn,
hatar son sinn, en sá, sem elskar
hann, agar hann snemma” (Orðs-
kv. 13, 24J. — DaviS ól Absalon
son sinn upp í dálæti, lét hann hafa
alt, sem hnn vildi. Hver var á-
rangurinn? Absalon reis upp gegn
honum og vildi taka frá honum
konungdóminn, og var svo að lok-
um drepinn í uppreisninni. Elí ól
upp sonu sína á sama hátt, og Guö
refsaði foæði honum og sonurri hans
með dauða.
Að hlífast við aS refsa barninu,
er grimd en ekki gæzka; en það, aö
þurfa aö refsa barninu sínu, er oft
sárt fyrir foreldrana, en þau gera
það samt, vegna framtíöar barns-
ins. Ekki má samt refsa barninu
með grimd eöa ofsareiði; á bak viö
hegninguna á foarnið að sjá ást for-
eldranna og velvildarhug. 1 Ritn-
ingin segir: “Þér feður, reitið ekki
börn yðar til reiði, heldur alið þau
upp meö aga og umvöndun drott-
ins.” fEph. 6, 4).
III. Eg hefi minst á foreldrana
og skyldur þeirra gagnvart börnun-
um. Áður en eg lýk máli mínu, vil
eg minnast á skyldur barnanna
gagnvart foreldrunum. Þótt for-
foreldrar geri alt, sem í þeirra valdi
stendur til aS ala börn sin upp
kristilega, þá geta börnin orðið fyr-
ir áhrifum utanfrá, sem koma þeim
til aö fyrirlita foreldra sína og all-
ar þeirra leiðbeiningar. sérstak-
lega er hætt viS þvi í stórbjæunum.
Þar eru það börnin, sem eru að
gæta skyldu sinnar. Eg vildi' að
unga fólkið gleymdi ekki svo auð-
veldlega f jórða boðoröinu : “Heiðra
skaltu fööur þinn og móSur þina,
svo þér vegni vel, og þú verðir lang-
lífur í landinu.” Hverja skyldum
við, sem ung erum, eigá að líeiöra,
virða og elska meira en foreldra
vora? Hver var það, sem fyrst
vakti yfir okkur, þegar við vorum
veik? Var það ekki hún mamma
okkar? Hver var það, sem starf-
aði og stritaði il þess aö við gæ—
um fengiS fæði og fatnað? Var
það ekki hann pabbi okkar? Upp-
eldiS á okkur hefir kostað þau
sjálfsafneitanir og reynslu, sem við
getum aldrei skilið og aldrei metið
til verðs, og aldrei endurgoldiö.
Þó að við förum villur vegar og
töpum ef til vill öllum vinum vor-
um, þá eigum vér jafnan aftur-
kvæmt til foreldranna; þau elska
oss einu sinni, og þau halda því alt-
af áfram. LesiS söguna í Lúkasi
um týnda soninn. Ilann krafðist
síns fjárhluta, fór síðan i fjarlæg
lönd, eyddi fé sínu nieð skækjum,
varö svo svínahirðir, kom heim
aftur, og jafnvel þá tók faðir hans
viS honum með slíkri gleði, að hann
slátar fyrir hann fallegasta kálf-
inum sínum og bjó honum veizlu.
Oft kann okkur aö hafa fundist,
að foreldrar okkar hafi verið ó-
þarflega hörð viS okkur, meðan viö
vorum ung eða lítil; en þau vita á
þeim tíma vanalega, hvaS okkur er
fyrir beztu, og ef þau eru kristin,
þá er okkur engin hætta búin af
umvöndun þeirra. — Nei, við skul-
um vera þakklát fyrir þær áminn-
ingar, sem oss eru gefnar í æsku;
þær koma sér oft vel síðar, og vita
skulum við það og muna ávalt, aö
þann sem faðirinn elskar, þann
agar hann. Ef við elskum foreldra
okkar, þá er það ljúft og létt fyrir
okkur aS hlýða þeirra leiöbeining-
um; en ef við lítilsvirðum og hæS-
um foreldra okkar, þá kveður ritn-
ingin yfir okkur þenna dóm: “Það
auga, sem gerir gys aö föður sínum
og fyrirlítur hlýðni viö móður sína,
mega hrafnarnir við lækinn kroppa
út, og arnarungarnir eta” (O. 30.J
Já, kristin heimili, kristnir foreldr-
ar, kristin ibörn, er þaS eina, sem
getur bjargað siSferSisástandinu
hér í þessu landi og annars staðar.
Hvað á þetta barn að verða?
var einu sinni spurt við vöggu eins
hins mesta mikilmennis. Þessi
spurning hefir vafalaust veriö end-
urtein af mörgum foreldrum.
Uppeldið ákveSur svar við þessari
spuningu. Lúter segir, að foreldr-
ar geti engan veginn frekar kallaS
yfir sig dóm helvítis, en meS því
aö vanrækja uppeldi barna sinna.
Foreldrar, munið eftir ábyrgð
ykkar, muniS eftir hverju guð ætl-
ast til af ykkur. Haldið börnum
ykkar frá heiminum með ótta og
andvara. Haldið þeim frá skemt-
unum eins og þeirri, sem höfS var
hér i bænum á þriðjudaginn var.
Þar var sýnd hreyfimynd, einhver
sú andstyggilegasta og ósiðlegasta,
sem eg hefi séð. Þar voru lygar,
þar voru svik, þar voru rán, þar
var hórdómur, þar var manndráp.
Alt þetta var fléttaö saman og vaf-
ið inn í eins konar ástarblæju til
þess aö foeilla hugi unglinganna enn
meir. Ef þaS eru þess háttar
myndir, sem unglingarnir hérna al-
ast upp við, þáhjálpi Guð ameriska
æskulýðnum!
Þið ungu menn, veljið kristnar
konur.
Þið ungu stúlkur, veljið kristna
menn.
Stofnið kristin heimili, alið upp
kristin börn, sem geti orSið þjóS-
félaginu til gagns og blessunar, og
ykkur til ævarandi sóma.
Svo hjálpi ykkur Guð! Amen.
-------o-------
Kristilegt heimilisiíf
í skóla.
Hvernig þjóðarandi eöa bæjar-
bragur myndast, er ekki í öllum til-
fellum svo auðvelt aS segja. Má
vera, að stundum sé einhver ein á-
kveðin orsök hans, en ekki er ólík-
legt, að ræturnar séu stundum
margar. Skólaandinn er af sömu
rótum runninn og verður skýrð-
ur á sama hátt eins og hver annar
sameiginlegur andi hópa manna.
En eg er ekki aö skýra þaS lög-
mál, sem hér liggur til grundvall-
ar. Eg vil að eins segja það, að
frá fyrstu tíð hefir heimilisandi
ríkt í Jóns Bjarnasonar skóla.
MeS því á eg við þann hlýleiks-
anda, sem tengir menn saman á
góðu heimili. Hér er ekki gjörö
nein staðhæfing um fullkomnun. Á
þessu hafa veriö ófullkomleikar, og
heimilisandinn hefir ekki ætíð ver-
ið jafn indæll öll árin, en yfirleitt
hygg eg, að enginn mótmæli því,
sem til þekkir, að flest árin hafi
hlýr heimilisbragur andað um all-
an skólann. Aldrei hefi eg séð
þann anda meö meira krafti þar
heldur en síSastliðinn vetur. Það
var aðdáanlegt, fove allir nemend-
ur, enskir og íslenzkir, virtust una
þar samverunni og heimilisbragn-
um.
Nú þurfum vér ekki heldur, að
bera vanvirðu fyrir húsiö, þar sem
vér eigum heima. Hús er ekki þaS
eina, sem til heimilis þarf, en gott
hús—hver neitar því, hvað það er
mikils veröur þáttur í heimilislíf-
inu. Líka með það í huga getum
við öll sagt, sem störfum í Jóns
Bjarnasonar skóla: “Hér er gott að
vera.”
Nái nú þessar línur til flestra ís-
lenzkra foreldra vestan hafs, má þá
ekki búast við hleypidómalausri
athugun ?
Ef enskir unglingar fara frá
frískólunum í Winnipeg, koma til
vor og borga kenslugjald, hvi
skyldi þá ekki Jóns Bjarnasonar
skóli vera nógu góður handa öllum
íslenzkum unglingum?
Kennararnir eru þeir sömu og
síöastliðið ár. Þeim ætla eg ekk-
ert aö hrósa. Það er ekki verið
aS reyna okkur i fyrsta sinni.
Hvernig sem álit manna kann að
vera á okkur, veröur það verk,
sem við höfum leyst af hendi, aö
vera aðal-frásögnin. Um nýja
kennarann veit eg ekki enn þá
neitt.
Kenslugjaldið er hið sama og í
fyrra, $50 fyrir kensluárið.
Nokkrar umsóknir frá væntan-
legum nemendum hafa mér borist
nú þegar.
Með mikilli áherzlu vil eg biðja
alla, sem hafa það í hug að stunda