Lögberg - 07.08.1924, Blaðsíða 1

Lögberg - 07.08.1924, Blaðsíða 1
Það er til myndasmiður 1 borginni W. W. ROBSON AthugjÖ nýja staðinn. KENNEDY 8LDG. 317 Portage Ave. Mót Eaton iiQbetð. 35. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 7. AGÚST 1924 NÚMER 32 Samhengið í ísknzkum bókmentum. Fyrirlestur Sigurðar Nordal. (Lauslegur 4tdráttur). Því fer fjarri, að reynt verði ér að rekja fyrirle.stur próf. Sig- urðar Nordals, er ihann 'hélt á kennara^inginu um daginn; efni hans var svo ‘mikið. að því verður eigi líkt því komið fyrir í stuttrt blaðagrein. Efnið var það, sem nafnið ber með sér. En hið nýstárlega fyrir áheyr- endurna var (það. að Sigurður Nordal sýndi fram á, að samhengi ýdenskra fornbókmenta og nú- tmalbókmentanna og ibókmálsins er meira og innilegra en mörgufm hefir orðið á að :halda. Orsökin til þessa er þekkingar- skortur vor á bókmentum ald- ana fjögra. fá 140G' til 1800. En það er mikið áhuga útlendinga að þakka, hve vel við erum að okkur í bókmentasögu vorri fram til 1400. A gullöld bókmenta vorra, sem talið hefir verið að nái fram að 1400, stóðum vér í ibókmeijtum fremstir af germðnskum þjóðum. Því hafa þeir fræðimenn sem kannað hafa viljað forna ger- manjska menningu, orðið að leita til okkar. En kringum aldamót 14. og 15. áldar, skeður tvent í senn: Bók- mentun vorum Ihnignar í ibráð, og nágrannaþjóðirnar eignast auð- ugri ibókmentir og bókmál. Verkefni erlendra fræðimanna í bókmentasögu vorri er því lokið. þegar hér er komið sögu. Fæstir þeirra útlendinga, sem kunna skil á fornbókmentum vor um, vita nokkur deili á bókment- um vorum síðustu aldir. Þeir álíta flestir, að fornbók- mentirnar hafi kafnað í rímum og riddarasögum. en tungan hjarað fyrir einangrun og kyrstöðu þjóð arinnar. Þeir útlendingar, sem vita að seinni tíma bókmentir vorar eru til. kalla þær venjulega ný-íslensk- ar og bókmálið ný-‘íslensku. Þeir ihafa enga hugmynd um sögu 5 aldanna eftir 1400 enda hefir hún ekki komið þeifm við. Þekkingarskortur þeirra er því skiljanlegur og afsakanlegur. En því miður höfum við isjálfir lagt of litla alúð við það að gera okkur grein fyrir samhenginu í bókmentásögu vorri aldirnar 4, frá 1400 til 1800. Að vísu jþekkja allir einstöku menn frá því tímabili, isvo sem Jón Arason. Stefán ólafsson, Hallgr. Pétursson og ]Jón Vídalín. En mest af ritverkum þeiss tímabils er óprentað ennþá, og hefir þekk- ingu á þeirn farið heldur aftur, síðan handritin voru flutt úr sveitunum og á söfnin. Fyrir flest- um dettur því bókmentasaga vor í tvent, og hafa Islendingar sjálf- ir glæpst á því að kalla nútíma- bókmál vort - nýdslemsku. Nefndi Sigurður nokkur dæmi þesjs. hve bóikmentasamhengi annara þjóða væri styttra en okkar. — Flestar nágrannaþjóðir vorar hefðu fyrst fengið nútíma bókmál sitt fyrir o um siðaskiftin og væri það því ekki nema 4—500 ára. En við hefðum ekki yfirgefið 'bókmenta- hætti vora né mál, en stöðugt sam- hengi væri alt frá byrjun, og það svo innilegt að sömu skáldhættir og ljóðamál væri notað hér enn I dag, sem fyrir alt að 1GO0 árum. Hvert mannsbarn skildi vísu Egils: “Þat mælti mín *móðir.” sem ort er árið 907, og Matthlas Jochumsson hefði getað tekið upp ihendingar og vísur frá Eyvindi jskáldaspillir frá árinu 962 og feli inn í erfiljóð isín eftir Björnson árið 1910. En ibókmentasaga síðari hluta þessara 1000 ára er óskrifuð enn. Því er það erfitt verk, ef ekki -ógerlegt með öllu, að gefa glögt yfirlit yfir tímaibil þetta, einkum 15. til 18. öldina. Er það verk líkt og að gera uppdrátt af ómældu landi. Eftir inngang þenna rak próf. S. N. þrjár aðalgreinar fornbók- mentanna, dróttkvæðin og Eddu- kvæðin, sem komin eru ihingað frá Noregi, og isagnaritun. sem er upprunnin hér. Lýsti hann þessum bókmenta- greinum, hvernig þeim ihefði skap- ast ast, þjóðlegt snið, og engin er- lend áihrif hefðu komist þar að. fyrri en á dðgum Snorra Sturlu- sonar, að danskvæðin komu með mýjum yrkisefnum og erlendu'm tísku'blæ. Lítur hann svo á, að Snorri ihafi skriifað Eddu til varnar þeim þjóðlega iskáldskap gegn erlendum áhrifum, svo sem danskvæðanna. Þá mintiist hann á fleiri for- mælendur hins þjóðlega skáld- skapar; Loft hinn ríka, er orti Háttalykil laust eftir 1400. Guð- brand ibiskup, er skrifaði í for- mála sálmabókar sinnar kjarnyrta hvöt til pálmaskáldanna, að íklæða sálmakáldskapinn þerm þjóðlega búning, sem var á öðrum skáld- skap. En sálmakveðskapurinn laust eftir siðaskiftin, er eitthvað hið lélegasta. sem skráð hefir ver- ið hér á landi, einp og kunnugt er. formið svo aflbakað se'm mest má verða, og málið fram úr öllu lagi lélegt. Og 17. öldina telur Sigurður vera hreinuistu viðreisnaröld forn- fræða og bókmenta vorra, þó rnarg- ir hafi talið hana niðurlæging- artímabil vort hið meista. Best sést það á næsta tímabil- inu 18. öldinni. upplýsingaröld- inni miklu, með þeirri hreyfingu hennar, sem var í raunnni óþjóð- leg í eðli sínu, hve þjóðleg vakn- ing 17. aldarinn'ar var mikil, þvl hér var fram|sókn þeirra mætu manna, sem þá voru uppi. þjóð- leg í rnesta máta, svo sem þeirra Eggerts Ólafsisonar og Jóns Espó- líns isíðar. En Magnús Stephensen með alt sitt ihrognamál og erlendu áhrif ihanis einangraðist. ÍMörgum virðulegum orðum fór Sgurður um rímurnar, sem höfðu verið mikill þáttur í því, að halda málinu við og halda því hreinu. Þær hefðu og með kenningum sín- um verið skóli í hugisun. sem þjóð- in hefði Ihaft hið meBta gagn af.— Og þegar sögunni er komið til Fjblnismanna. þá er verk þeirra hvorki þess eðlis, né eins mikið. og oft ihefir verið látið af — verk þeirra til endurreisnar fslemskrar tungu og bókmáls. Þeir höfðu fyrirmyndir . g kenn- ara við hendina. Og þegar JónaH orti “Enginn grætur ísilending”, eða “Vörið góða grænt og h'lýtt,” á hann jafnvel rímunum mikið að þakka. Því næst fór Sigurður nokkrum orðum um það. hveris virði sa'm hengi bókmentanna væri fyrir okk- ur ög ihvaða takmark það værl. sem bæri að stefna að. Hann komst að orði á þá leið; að í raun og veru, mætti kalla okk- ur mestu bókmentaþjóð iheimsins þó vitanlega ihefðum við ekki af- kaptað mestu'm og bestum ritverk- um. En við værum mesta bókmenta- þjóðin að því leyti, að engin þjóð hefði lagt svo mikið í bókmentir Sínar. af kröftum sínum, ást, undrnu og alúð. Það væri oss nauðsyn að hafa fulla meðitund um samlhengi bók- mentanna; því með því móti yxi ábyrgðartilfinning íhverrar kyt;- slóðar á því. að varðveita vel þann dýra arf, sem forfeðu-nft ihafa sífelt geymt, þrátt fyn.' margskonar þjáningar og bágindi. Gildi fyrir samtíðina hefir sam- hengið á þann ihátt 1. Að við verðum fátækari, ef við getum ekki lesið það sem ritað var til forna; ef við fjar- lægjumst fortíðina þá fjarlægist hún okkur. 2. Sambandið við “klassiskar” bókmentir gerir rithöfundana sjálfstæðari. 3. Skáldskapurinn er einskon- ar þjóðarskóli okkar íslendinga, og vildi Sigurður því ihvetja menn til þesis að leggja stund á að yrkja þómeð því skilyrði, að menn teldu sig ekki stórskáld, og gæfu sjaldn- ast út það, sem menn færðu í let- ur. Kom hann með Iþá tillögnj þð hún væri að nokkru ieyti 1 gamni, að rétt myndi vera ,að kenna mönnum í iskólum að yrkja. Að lokum lagði Sigurður það framtíðartakmark bókmentanna, að taka hið ,ríka andlega efnf utan lands og innan, og skýra frá þvií í alíslensku formi. móta það 1 sterkan og hreimfagran málm tungu vorrar, tsem stæði fremst þeirra lifandi tungna, er hann þekti. En bókmentir eru fullkomnastar þegar sem mest efni er sett fram í sem þrengstar og formfastastar' skorður. Sigurður nú að vinna að útgáfu lestrarbókar, þar sem kaflar eru valdir einmitt með það fyrir aug- um. að skýra samhengi bókmenta vorra. Verður fyrirleatur þessi prentaður í inngangi lestrarbók- arinnar, en hún mun kcwna út 1 haust. ^ Morgunblaðið. Frá Islandi. Mánudaginn 7. þ. m. (hefir verið birtur konungsúrskurður u'm að. dönskum og íslenskum skipum sé leyfilegt að sigla á austurströnd Grænlands og um ilandhelgina þar milli Lindovsfjarðar og Nordöst- rundingen að fráskilinni Angmag- isalik otg nágrenni. Farmönnum er gefið leyfi til að ganga á land„ hafa vetursetu, stunda dýraveið- ar og fiska á nefndum slóðum austuiþtrandarinnar ef |gætilega er að því farið. Danskir og íslensk- ir ríkisiborgarar og félög mega taka sér land til notkunar. Byggja •má istöðvar til veðurfrétta, rit- sima og talsíma, og ennfremur vls- indalegar stöðvar og mannúðar- verka. Þegar samningurinn við Noreg gengur 1 gildi, ná sömu réttindi ennfremur til norskra ríkislborgra og ennfremur til þegna þeirra ríkja annara sem danska stjórnin gerir samninga um þetta við. Það er opinbenlega tilkynt, að foringi dönsku sendinefndarinnar í Moskva, Schou hafi verið sklp- aður sendiherra Dana á Rússlandi og foringi tilsvarandi rússneskrar nefndar í K.höfn skipaður tíharge d’affaires í Kaupmannahöfn. Hér hefir þá stuttlega verlð reynt að gera grein fyrir efni þessa fróðlega fyrirlesturjs, sem hefir vakið ihina mestu athygli. Er Bréf að austan. Veðráttan var lengi köld 1 vor, og sífeldir þurkar fram að þessu. að kalla má. Nú hefir verið af- bragðs veðrafar til útivistar, sól- far 'mikið og veður hin fegurstu, en ekki að sama skapi gagnsæl. því að graisbrestur er einhver ihinn mesti, sem lengi hefir verið hér um slóðir, bæði á túnum og út- engi. .Sláttur hlýtur því að byrja miklum mun síðar en vant er. Safamýri er graslaus og svo þurr, að hægt er að velta sér í ihenni állri án þess að <vökna,” að því er kunnugur maður segir, og er það nýlunda. Bestur stofn á grajsi mun vera í Oddaflóðum á Rangárvöll- u'm en þangað er mjög torsótt tii heyfanga og varla fært “nema jötnum og múlösnum,” eins og Gröndal segir í sögunni af Heljar- slóðarorustu. Síðustu dagana Ihafa farið allmiklar skúrir um sumar sveitir einkum hinar efrþ Fljóts- ihlíð. Land, efri Rangárvöllu og Hreppa en heitt skin annað kast- ið; mætti því vera, að nú tæki að rætast betur úr um grasvöxt en & ihorfðist. iFénaðarhöld mega heita góð, þrátt fyrir vorkuldana. Margir eiga drjúgar fyrningar. einkum í Þykkvabæ og Landeyju'm. Er þess getið sem dæmi, að Jónas á Hóli hafi fyrnt um 4G0 hesta enda mun hann í birgasta 'lagi. Hroistsamarkaðir hafa verið þessa dagana; kaupir Garðar Gíslason. Alhæsta verð mun verið hafa 330 krónur fyrir afbragðs hesta. Gunnar Sigurðsson á Sela- læk boðar einnig til markaðar um næstu helgi. Kaupir víst hryjssur einar. Skemtiisamkomur Ihafa verið háðar tvær nýlega; önnur í Þjórs- ártúni um síðustu helgi hin í La'mbey við Fljótshlíð í gær. Ung- mennafélögin gangast fyrir sam- komum þessum; er þar margt til mannfagnaðar, ræðulhöld, söngur, kappreiðar glímur og aðrar íþrótt- ir. í Lambey er fagur fundarstað- ur og vel fallinn að öðru en iþvl, að landkvítsl Þverár getur verið viðsjál. Þar var þingstaður á mið- öldum, en ekki isér þar til búðar- tófta. eða annara menja. Engu að síður eru stórfeldar 'minningar við staðinn bundnar, því að þar lét Smiður Andrésson hirðstjóri taka af lífi Árna hirðstjóra Þórðarson vorið 1362. Formenn ungmennafélganna, Sigurður Tómasson á Barkapstöð- um í Fljótslhlíð. og Sveinn Sæ- mundsson á Lágavelli í Landeyj- um, ihöfðu forystu fundarins. gervilegir menn. Setti Sigurður fundinn. Þá söng flokkur Fljöts- hlíðinga þjóðsöngva undir Istjórn Guðmundar Erlendssonar á Núpi. Því næst flutti Gunnar bóndi á Selalæk snjalla ræðu. Síðan las GuðmundUr Erlendisson mergjaðj kvæði, er Bjarni frá Vogi hafði orkt og sent fundinu'm. Gerðu menn að hvorutveggja góðan rðm. j Nú hófust aðrar áþróttir, glím- ur, jstökk kappreiðar og dans ogj gerðust þar svo margir atburðir. að oflangt yrði að greina. Verð- laun voru veitt þrenn, ihestuml þeim, er þar voru skjótastir. 'Mannfjöldi vjar furðumikill á j fundinum og þó en meiri hrossa- grúi, því margir Ihöfðu tvo til reiðar. þótt iskamt ætti að sækja.1 Mest var fjölmennið úr nágrenni, en þó voru þar og 'menn utan úr' Vestmannaeyjum og jafnvel úr Reykjavík. Fundurinn stóð fram á nótt og virtust menn iskemt sér hið besta. Auka islíkir mannfund- ir glaðværð og samíhug í bygðum landsins en ihrinda deyfð og drunga. Gullbrúðkaup ihálda í dag ihjón- inað Rauðalæik í Holtum. Verður þar boð mikið og virðulegt. Með- al hefðargesta, sem langt eru að komnir, hefi eg heyrt getið Bjarna Jónssonar frá Vogi og Jóns Ólafls-1 sOnar fra'mkvæmdarstjóra úr Reykjavík. Tel eg vást að einhver skrifi þér 'gerr af veislu þessari j þá er ihún er af istaðin. Þórsmðrk heldur enn helgi sinni í ihugum aliþýðu, iþótt kastað séj fyrir löngu trú og trausti á þrúð-j valdinn, sem hún er kend við og j helguð í öndverðu. Veldur því lega merkurinnar, stór^hrikalegt lands- lag með fðgrum gróðrarteigum. Hefir margur heillast þangað, stundum langa vegu, og nú síðaist enk hefðarkona, dóttir Williams Morris’ höfuðskálds Breta. Faðir hennar hefir sjálfur komið þang- að fyrir löngu. Hafði hann þá að leiðsögumanni Jón “isöðla” frá^ Hlíðarendakoti; naut Jón þeirrar leiðsagnar æ síðan, fyrist frá Mor- ris’ og síðan dætru’m hans. Mundi niú hafa orðið fagnáfundur, ef ihann ihefði eigi verið kominn und- ir græna torfu. — Nú er tekið að igirða mðrkina fyrir forgöngu skógræktarstjóra. Er það 'gert til verndar skóginum. Ekki er trútt um að sumum standi j svalur ímugustur til þess tiltæk-j is, því að þar hefir verið sumar-l ihagi sauðfé og vetrailbeit nokkr- um kindum er gengið hafa af: sjálfala. Fleirum mun þó þykja réttilega til stofnað þessara at- ihafna. Vísir^ 6. júlí. * Ur bænum. Fregnir af ísílendingadeginum á Gimli verða að bíða seinni tíma^ I sökum þess að skrá yfir íþróttirn- ar er enn eigi við Ihendina. ------o----- Sjónleikurinn Kapitola, verður sýndur í nýja samkomuhúsinu á Gimli 15. þ. 'm. Leikurinn er í fimm þáttum og sagður að vera' næsta tilkomumikill. Mr. og Mrs. O. Hannesson og fóstursonur þeirra frá Moose Jaw Sask. komu snöggva ferð til bæj- arin;s á föstudaginn var til að vera á íslendingadeginum hér í borg- inni. Með þeim kom Mris. M. Thor- láksson systir Mrs. Hannesson. Mr. og Mrs. Edw. J. Thorláks- son hér í bæ fóru suður til Moun- táin N. D. á miðvikudaginn var og dvelja þar litinn tíma áður en j þau fara til Medicine Hat, Alberta. þar sem Mr. Thorláksson hefir verið ráðinn til kenslu við há- skóla. Gjörðabók 40. ársþings kirkju- félagsins (1924) hefir í þetta sinn öll komið út í Lögbergi. Var hún ,þar prentuð^ með það fyrir augurn sérstaklega. að allir 'se*m vildu,! ættu sem allra greiðastan aðgang j að gjörðum kirkjufélagsinis. Hins vegar þótti nauðsynlegt að gefa gjörðabókina einnig út í sérstakri 'bók eins og gjört hefir verið und- anfarin ár. Svo þeim er vildu, gæfist kostur á að eignast hana. j Hafa þeir jafnan verið margir. Þetta hefir nú verið gjört og hefir féhirðir kirkjufélagsins, Finnur Jolhnson 676 Sargent Ave. Winnipeg aðal útsölu á ibókinnl. En hún fæst einnig hjá þeim, er sæti áttu á síðasta kirkjuþingi. Þar sem upplagið er mjög lítið er búist við að það seljijst alt fljót- lega og er gott fólk beðið að styðja að því. Bókin kostar eins og áður 2öc. Islendingadags-kvæði 2. Águst 1924 í Winnipeg. MINNI ÍSLANDS. Vort land það er kalt, í svölum sæ, en samt á það tign og unaðsblæ og blíðu, þá vetri er varpaö á glæ og voriö með bjartar nætur sezt við fjallanna fætur, en himininn yfir bóndans bæ blikandi perlum grætur. Og mörg er þar sumarrík sólarhlíð með sælum minnum frá bernskutiö; þar greru blómin fjölmörg og fríð í frjósömu moldarbeði. Þau veittu oss gaman og gleði. Þar var skjól fyrir hættum og hríð og hamingja barnsins geði. Minningin lifir þótt líði ár og leiðirnar skilji fjöll og sjár, þótt gangan þyngist og gráni hár, er gott til hins liðna að muna, þar löngum er ljúft að una, og heimsækja’ í anda eyjar blár og iðgræna fjallbrekkuna. Þar sem vor saga með gjöf og gjöld gróf i letri á tímans spjöld um baráttu vora öld af öld og alt, sem vér máttum líða, við þrautirnar þungar stríða, hve hamingjan bar samt hærri skjöld í hryðjum liðinna tíða. Því alla tið menningarmerkinu hjá vér menn áttum þá, sem ei hopuðu frá. Þótt ljós væru fá, sem leyfðist að sjá lánið vor fram undan bíða, ef þrek væri að þola og striða. Þeir kendu með foringjans framsóknarþrá fólkinu skyldunni að hlýða. Og fyrir þeirra þrautseigju og lag nú þjóð vor við sjálfstæði unir í dag og trúir á vöxt sinn að vizku og hag. Hún vinnur að hamingju sinni, við strönd sem í afdölum inni. Hún vex að frelsis- og fegurðarbrag, með framkvæmd hins rétta í minni. E. 1. Melan. ÁVARP FJALLKONUNNAR. Hér sé guð, og gleði og friður Góðan daginn. Þóknast yður, gestir, gefa hljóð? Konur, meyjar, menn og sveinar: meðan nokkrar ávarpsgreinar les—sem eru ljóð. Hingað bar mig hamför vona, hópinn finna dætra og sona hér á helgum stað. Sá eg mundi ei svoddan banna sorgarleikur forlaganna, oss er skildi að. Nú er eg frjáls, sem nýkrýnd drotning, nú mér jafnvel sýnd er lotning. Breytt eru ragnaráð. Ekki lengur íklædd tötrum, ambáttar í þrælafjötrum, keypt af konungs náð. —Önnur lönd þó eigi meiri auð, og telji höfuð fleiri, annað var mér veitt. Börn á engi efnilegri, eða listamentir fegri, hvað sem helzt skal þreytt. Þér hafið sannað þráfalt líka þjóðum öðrum kosti slíka, mér til sæmdar mjög. Engum þarf að þykja miður, þó að eg sé stolt af yður, eru það eðlislög. Lítið yfir ljóð og sögur, listaverkin mörg og fögur, myndaskáldsins skrift. Hvað svo fanginn hugann tekur, hrifning og sem mestu vekur? —Islenzk andagift. Þarna situr mentamaður meðal hinna, fátalaður, gaman þá er glætt. Hæsta marki náms þó nær ’ann. —Náttúrlega verðlaun fær ’ann.— —íslenzkur að ætt. Allir dá þann ofurhuga, aldrei sem að náöu buga í sha f s-byl j abrek. Braut þá hjarns um hraun sér ruddi’ ’ann, hvað var það, sem leiddi’ og studdi’ ’ann? —íslenzkt þor og þrek. Kappi, leiks á sjónarsviðum sviftir niður eins og kiðum görpum glimuþings. Hver um annan, er þeir detta, allir spyrja: “Hvað er þetta?” —íþrótt íslendings. Þarna unga sjáið sveina sund og aðra leiki reyna. —Aðeins úrvalsmenn.— Einn þar vinnur alt til þrautar. Öfundin i hljóði tautar: ■—“íslendingur enn.” Fleira þarf eg eigi’ að inna, auðlegð mín er stærri en hinna, —guðutn fengin frá.— Mér þó væri í milli boðin rniljón lönd í gulli roðin, skifti eg ekki á. Þér hafið öll, í orði og verki, upp mitt hafið sæmdarmerki frægðar framleið á. Hlýjan yl um ihafsins geima, hefi eg fundið til mín streyma hugum flestra frá. Þakka eg, börn min,—öllum einum, oft sem hafði mig i leynum dreymt, eg hefði heimt. Sérhvert ástarorð mér valið, og annað, sem ei verður talið, geymt en ekki gleymt. Svo af hjarta óská” eg yður öllum, framtíð brosi viður sæl og sigurtrygð. íslenzkt mál að ávalt geymið, aldrei nokkurn tima gleymið fornri drengskapsdygð. Ávarps lokið orðum hef eg. Öllum mína blessun gef eg. Þökk fyrir þenna dag. Svo til heiðurs samkomunni syngið nú með einum munni íslenzkt lofsöngslag. Þorskabítur. MINNI CANADA. Vesturlandið — landið mitt — landið margra bjartra daga; upp við blessað brjóstið þitt börn þín verma höfuð sitt; sumarklæði sólskinslitt sveipar þína blómgu haga. Vesturlandið — landið mitt — landið margra bjartra daga. Hér á margur helgan reit, hér er moldin frjóvguð tárum; enginn telur, enginn veit öll þau spor í gæfuleit, sem hin fyrsta frónska sveit framgjörn steig á liðnum árum. Hér á margur helgan reit, hér er moldin frjóvguð tárum. Spyrji menn um björg og brauð, bendir gæfan þeim i vestur. Landið mitt á allskyns auð, — Enginn þyrfti að liða nauð — öllum heimi hingað bauð; hér sé enginn talinn gestur. Spyrji menn um björg og brauð, bendir gæfan þeim í vestur. Vesturlandið — landið mitt — landið ótal skipbrotsmanna; frelsið valdi fóstur þitt fyrir yngsta barnð sitt; sigurmerki sólskinslitt seldi í hendur smælingjanna. Vesturlandið — landið mitt — landið ótal skipbrotsmanna. Vesturlandið — landið mitt — landið margra stórra vona; drottinn blessi búið þitt; bjart sé kring um nafnið þitt; fylgi sérhvert fótmál þitt farsæld þinna dætra og sona. Vesturlandiði — landið mitt — landið margra stórra vona. >"R Tt \. Sig. Júl. Jóhannesson. VESTUR ÍSLENDINGAR. Sé eg fríða sveit Með fána bjartan Hafinn hátt við loft Af höndum styrkum: Er þar kona fríð Með faldinn hvíta, — Glóir gullið hár,----- Á grunni bláum. Sækir sveitin fram, Og sókn er margbreytt, Mitt í ógnar-þröng Ýmsra flokka: Girnist fjöldi fé, Og fjöldi menning, Aðrir óðul víð, — En allir frama. En hin friða sveit Með fánann bjarta Verndar hreinleik hans Á hverju sviði. Hefur hæst mót sól Svo heirnur sjái Tignar-fagra mynd Fjallkonunnar. Og við dáðrik verk Og drengskap allan Stígur leiftur skært Svo ljómi fagur Sveipar mæra mynd, — Og mörgum skýrist Áður ókent nafn: “íslendingur”. Heill þér, fríða sveit Fjallkonunnar! Gjör þú nafn hennar I nýrri álfu Frægt sem heiti það Er hreinleik tákni, Háar hugsjónir Og heilagt þor! Seattle Wash., 1924. Jakobína Johnson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.