Lögberg - 07.08.1924, Blaðsíða 6

Lögberg - 07.08.1924, Blaðsíða 6
LÖGBERG, HMTUDAGINN, 7. AGÚST. 1924. e Hættulegir tímar. Eftir Winston Churchill. Wjhipple var nærri dottinn, en Stephen tók eftir því að ofurstinn greip með hendinni fyrir munninn. “Guð komi til !” hrópaði dómarinn. “Þú segist vera vneð afnámi þrælahalds ?’’ “Nei, eg segi iþað ekki. En maðuh þarf ekki að vera með afnámi iþrælaihalds tii Iþess að vera alger- lega á móti því, sem eg sá í morgun.” “Ert Iþú þrælaeigandi?” spurði Wlhipple. “Já.” “Farðu þá í treyjuna þína og láttu á iþig hatt- inn og farðu burt út þessari skrifstofu.” ÍSteplhen hélt á treyjunni á ihandleggnum. Hann fór í 'hana og bjóst til að fara. Honum fanst þetta svo skrítið, að ihann gat ekki verið reiður. Það var rödd Carvels ofursta sem kom ihonu'm til þess að nema staðar. “Bíddu við, dómari,” sagði hann með hægð, "teg er hræddur um að þú Ihafir ekki tekið allar umbúð- irnar utan af iþessu enn.” Wíhipple horfði á ihann eins og hann vissi ekki hvaðan á sig stæði veðrið; svo leit hann á Stepihen. “Komdu hingað,’ isagði hann. “Eg skal hlusta á • framburð þinn. Enginn skal geta sagt að eg sé ó- sanngjarn.” Stephen leit þakkaraugum á ofurstann. ‘Eg 'bjóst ekki við svona mikilli sanngirni,’ sagði hann. “Og Iþú átt hana ekki skilið,” sagði dómarinn. ‘fJú, eg íheld eg eigi hana skilið,” sagði Stephen rólegur. Dómarinn stilti sig. “Hvað gerðir þú við þessa menneskju?” spurði hann. “Eg fór með Ihana heim í matsöluháa ungfrú Crane.” “Aftur stóðst ofurstinn ekski mátið. Hrossa- hláturinn, sem ihann rak upp var svo hár, að það heyrðist ekki orð. “Guð komi til!” hrópaði dómarinn í algerðu ráðaleysi. Hann leit aftur á ofurstann og það var ekki laust við að eitthvað, sem líktist hlátri, hristi grannvaxna líkavnann. “Og hvað ætlarðu að gera við hana?” spurði hann í undarlegum róm. “Gefa1 henni frelsi undir eins og eg get fengið einhvern til þess að ábyrgjast ihana.” Aftur varð þögn. Whipple néri á sér nefið með órvenjulegum ákafa og leit hvast á ofurstann. And- litið á ihonum sýndi alls ekki hvað honum bjó í skapi. Stundin var mjög alvarleg. “Brice/ sagði dómarinn loksins, “farðu aftur úr treyjunni. Eg skal ábyrgjast hana.” Nú var það Stephen sem varð forviða. Hann stóð og herfði á dómarann, eins og hann væri að velta því fyrir sér, hvers konar ‘maður hann væri. Hann vissi ekki að margir hefðu ihugsaðum þetta sama á undan honum. “Eg er þér iþakklátur,” sagði hann. Hann var búinn að leggja höndina á handfangið á hurðinni, er Whipple kallaði aftur á hann skyndi- lega. Rödd hans var orðin ofurlítið þýðari. “Hvaða skoðun hafði faðir þinn á þrælahaldi, Brice?" Pilturinn hugsaði sig uvn augnablik eins og Ihann vildi vera viss um að hann svaraði rétt. ‘fEg geri ráð fyrir að hann hefði talið þrælahald óhjákvæmilegt böl,” sagði hann loksins. “En hann gat aldrei þolað að iblaðið Liberator væri nefnt í hans návist. Hann var alls ekki sammála Phillips eða Parker eða Sumner. Og vinir hans yfirleitt litu sömu augum á þetta.” “Það eru iþá ekki allir í Boston með afnámi þrælahaldsins,” sagði dómarinn, “þó að það sé al- menn skoðun manna í Suður- og Vesturríkjunum að svo sé.” Stephen brosti. “fhaldssömu stéttirnar eru ekki með afnámi þrælalhalds.” “Íhaldssömu stéttirnar, rumdi í dómaranum. Eg er orðinn þreyttur á því að iheyra talað um þær. Hversvegna erum við ekki ihreinskilnir og segjum, að þeir, sem ihafi peningana séu á vnóti afnámi þræla- 'haldsins. Þeir vilja heldur vita til þess að sálir séu seldar í þrældóm en að hætta nokkru af sínum jarðnesku munum í tilraun til að fá frelsi fyrir þær.” Stephen roðnaði. Honum var alls ekki ljóst, hvernig ihann ætti að fara að því að komast af við dómarann. En hann stilti sig. “Eg er sannfærður um, að þú gerir þeim rangt tíl,” sagði hann með meiri ihita en hann Ihafðí sýnt fram að þessu. “Eg er ekki að tala eingöngu um ríkt fólk; og eg iheld, að ef þú værir kunnugur í Boston, þá myndir þú ekki segja að engir væru í- haldssamir nema ríka fólkið. Margir kunningjar föður míns voru engan vegin ríkir menn. Og eg er viiss um að hann hefði ihaft sömu skoðanir þó að hann hefði verið fátækur.” Stephen tók ekki eftir því að ofurstinn leit á ihann isnöggvast með augnaráði, sem sagði að hann væri ihonum samiþykkur. “Jæja,” sagði hann, “hver var þá skoðun hans?” “Faðir minn,” svaraði Stephen, “skoðaði þræla sem eign, og íhaldssamt fólk, hvar í iheiminum sem það er, ber virðingu fyrir eignarréttinum. Röksemdarfærsla föður 'míns var á þessa leið: ef ein tegund af eignum, sem menn hafa samkvæmt lögum, er tekin af þeim, þá er öllum eignum ihætta búin. Afleiðingin verður stjórnleysi. Hann viður- kendi ennfremur að hags'munalegar ástæður í Suðurrikjunum væru þannig, að þrælahald væri nauð synlegt fyrir velgengni manna þar. Og samninginn milli Suður- og Norðurríkjanna skoðaði hann iheil- agan.” Það varð stutt þögn, Andlitssvipur dómarans. sem sýndi, að hann var þessum skoðunum mótfall- inn, breyttist ekki. “iOg eru þetta þínar skoðanir?’ spurði hann. “Eg er ekki viss um það, eftir að hafa séð það ‘ sem eg hefi séð. Eg — eg verð að hafa tíma til að hugsa um það.” “En hamingjan hjálpi okkur!” sagði ofurstinn. ‘<Ef íhaldssama fólkið í Boston hagar sér svona þeg- ar það sér þræl seldann, hvað munu þá þeir, sem eru afnámsmenn gera? Það verður stríð út af þessu, Whipple.” bætti hann við ihægt, en með áherslu.” |Svo stóð hann upp og hneigði sig fyrir Stephen. “Lofaðu mér að taka í thendina á þér, hver sem skioðun iþín er. Þú ert djarfur maður. Og þó að það sé ‘mín skoðun, að það sé guðs vilji, að svárti kyn- þátturinn sé í ánauð, get eg samt dáðst að því sem þú hefir gert, herra Brice. Það var göfugmannlega gert — já, hreint út isagt, göfugmannlega gert. Og eg ber meiri virðingu fyrir Boston fólki nú en eg gerði áður.” Þegar hann var búinn að láta i ljósi þetta dá- lítið vafasama hól, sem ihann þó sagði í allri ein- lægni, fór ofurstinn út. Whipple dómari isagði ekki neitt. VII. KAPÍTULI. Gestir. Uppnámið sem Brice mæðginin orsökuðu, er þau komu, var sem ekkert í samanburði við undrin, sem gengu á í matsöluihúsi ungfrú Cranes siðari hluta annars dagsins. sem þau dvöldu þar. Ungfrú Crane var tuttugu sinnum á fremsta Ihlunn með það að vísa frú Brice á dýr, en hætti iþó við það í hvert skifti vegna þess að frú Abner Reed ráðlagði henni að gera það ekki. Á hæsta stig komst undrun fólks, þegar það fréttist, að Stephen hefði keypt kymblend- ingsstúlkuna til þess að gefa Ihenni frelsi. Það kvöld var Ihann skoðaður bæði sem stórmenni og iheimsk- ingi; Mkt og allir þeir, sem hafa unnið göfug verk frá ibyrjun veraldar. “Eru iþetta þó ekki alveg óskapleg leiðindi!” hrópaði Stephen, er þau voru kornin til herbergja sinna eftiir kvöldverðinn. “Við skulum reyna að finna okkur einlhvern kofa, mamma, til þess að búa í. Við getum ekki þolað þetta lengur.” “Ekki ef þú iheldur áfram, sonur sæll, með að umbæta Ibjargfaista mannfélagsstofnun,” sagði ekkj- an og brosti. “Það var mesta ðhræsis ólán,” sagði ihann, “að eg skyldi lenda í þetta istrax fyrsta daginn. En eg ihefi hugsað um þetta rólega og eg get ekki séð, hvað annað eg Ihefði átt að gera.” Hann hætti að ganga urn gólf, og reyndi að brosa, þótt ihann væri mjög alvarlegur. “Það var auðvitað mesta fljótfærni fyr- ir mann af hinni stiltu og rólegu Brice ætt. Finst þér það ekki?” “Ættin hefir aldrei verið kölluð flasfengin,” svaraði móðir hans. ‘fÞað hlýtur að vera þessu vest- ræna loftslagi að kenna.” IHann fór aftur að ganga um gólf. Móðir hans mintist ekki með einu orði á peningana; og hann hafði heldur ekki gert það. Hann nam aftur staðar fyrir framan hana. “Við erum að minsta kpsti einu ári nær fátækra- ihælinu,” sagði ihann. “Þú hefir ekki ávítað mig fyrir það. Eg held 'mér liði skár, ef þú gerðir það.” “Nei, segðu ekki það. Stephen!” Ihrópaði hún. “Guð efir aldrei gefið mér meiri ánægju í þessu lífi en að sjá þakklæti veslings gömlu Nancy. Eg gleymi aldrei gleði gömlu konunnar yfir því að sjá dóttur sína aftur. Sú gleði breytti búðarræflinum í höll. Réttu mér vasaklútinn minn.” IStepihen tók eftir iþvlí að kniplingarnir voru farnir að slitna á einu Ihorninu; og það olli honum sársauka. Það var barið á hurðina. “Kom inn!” sagði frú Brice og lagði klútinn frá sér. Hester stóð í dyrunum og ga'mla Nancy móðir hennar við ihliðina á henni. “Gott kvöld, frú Brice. Drottinn blessi þig og herra Brice,” sagði Nancy. "Hvað viltu, Nancy?” iNancy færði sig nær. :“Frú Brice.” “Já.” “Ætlar þú ekki að lofa mér og Hester að vinna fyrir þig?” “Eg skyldi gera það með ánægju, Nancy. En við kaupum fæði. “Já, frú. já —’’ sagði Nancy og þagnaði eins og hún væri í vandræðum. Svo tók hún aftur til máls. “Frú Brice.’ “Já, Nancy.” “Þú veist ekki hvað ánægðar við Hester værum, ef við mættum koma hingað og laga til fötin þín fyrir þig, þó að það væri ekkert nema það.” Þetta var sagt í svo innilegu’m bænarrómi, að það var ómögulegt annað en að láta undan. Frú Brice stóð upp og opnaði kistur sínar. “Þú mátt taka upp úr þeim, Nancy,” sagði hún. Gamla konan tók af sér hattinn og sjalið í ' skyndi. “Því stendurðu þarna, Hester?” sagði hún við dóttur sína. “Hester er þreytt,” sagði frú Brice í meðau'mkun- arrróm, og tár komu fram í augu ihennar við að 'hugsa um, hvað þær ihefðu orðið að reyna um dag- inn. “Þreytt!” sagði Nancy ga’mla og rétti upp báðar hendur. “Nei, hún er ekki þreytt; en ihún er utan við sig yfir því Ihvað þú ert góð, frú Brice.” Vinnukona ungfrú Cránes kom upp í þessu og kom í veg fyrir lengra samtal. “Herra Cluyme og kona hans eru í stofunni niðri,” sagði hún. 'Herra Jakob Cluyme fussaði ofurlítið, þegar honum var vísað inn í gestastofuna hjá ungfrú Crane, en það var ef til vildi af því að loftið þar inni var nokkuð þungt og rakt. Cluyme var einn af þeim mönnum, sem taka laust í hendurnar á þeim- sem þeir iheilsa, en spara ekki fagurmælin. Þegar Stepen kom ofan, var hann að reyna að gera ihend- urnar á sér hlýrri, með því að núa þeim saman, rétt eins og þegar maður kveikir eld til þess að fagna gesti. Cluyme 'hafði rautt kjálkaskegg, og því hefði átt að fylgja rjótt andlit, svo að það lakasta í útliti hans sé fyrst tekið fram. Hann bauð Stephen vel- fcominn til St. Louis með vináttu mælgi, en konan hans, sem var lítil og feitlagin, úthelti hjarta sínu yfir frú Brice. “Já, vinur minn,” sagði herra Cluyme, ”eg fór oft til Boston á milli 1840 og 50. Sannleikurinn er sá — ihm — að eg get að nokkru leyti sagt að eg sé frá Nýja-Englandi. 'Nei, því miður kyntist eg aldrei föður þínum. En þegar eg frétti um hinn sorglega dauða hanis, famst mér eins og eg hefði mist besta vin. Réttsýni Ihans og trúarskoðanir voru sannarlega tii isæmdar fyrir Aþenuborg A'meríku. Eg hefi hlustað á vin minn Atterbury — herra Samuel Atterbury — 'halda lofræður um hann tímum saman.” ISteplhen varð forviða. “Já,auðvitað,” sagði hann. ‘lAttehbury var vin- ur hans.” “Auðvitað,” sagði Cluyme. “Eg vissi það. Eg Ihitti Attehbury á götu fyrir fjórum árum, seinast þegar eg fór til Boíston í verslunarerindum. Su'mir menn eru samir og jafnir, þótt maður sjái þá ekki lengi, og þeim stendur á sama þótt maður eigi iheima lí Vesturlandinu. Það lá við að Attertbury tæki mig í faðm sinn. ‘Hvað verður þú lengi í bænum, vinur? isagði hann. Eg ætlaði burt næsta dag. ‘Mér þykir fyrir' því,’ sagði hann, ‘að eg get ekki boðið þér heivn til miðsegisverðar, en komdu með mér inn í Tremont hótelið, og við skulum fá oklkur bita að borða’ — Var þetta ékki honum líkt?” Steplhen ihélt að svo væri. En Cluyme bjóst sýnilega ekki við neinu svari frá honum, því hann hélt hiklaust áfram. ‘jJæja, það sem eg ætlaði að isegja var þetta: strax og eg Iheyrði að þið væruð komin til ibæjarins, isagði eg við konuna mína: ihér eru vinir iSamúels Atteriburys, góða min. Við eru'm nágrannar, herra Brice. Þú verður að koma til okkar til kyöldverðar. Við lifum mjög óbrotnu lífi. Eg er hræddur um að þú saknir margra þæginda, sem þú hefir verið van- ur við austur frá og háttprýðinnar þar, Stephen — Eg vona að eg megi nefna þig fyrra nafninu. Við eigum fáeina mentaða menn Ihér í bænu’m, en flest- ir eru samt ómentaðir. Eg sakna andlega loftslagsins að austan. IMér finst eg lifna við aftur, þegar eg fcem til Boston. En verslunin — það hefir ekki göfgandi áhrif á mann að fást við að græða peninga. Þú gerir svo vel og kemur til kvöldverðar?” “Eg held varla að móðir mín kæri sig um að hei'msækja fólk,” sagði iStepihen. “Við iskulum vera vinir! Það hressir hana. Þetta verður engin veisla, drengur minn, heldur ibara svona venjuleg máltíð með nógum mat. Auðvitað kemur Ihún, auðvitað. Þetta er ekkert Boston heim- tooð, eins og þú skilur. Eg ihefi ávalt skoðað Boston, Stephen, eins og miðstöð heimisins, okkar Iheims á eg við. A'meríka iskal tilheyra Ameríkumönum. Það er miín sannfæring. Eg á auðvitað ekki við neitt, sem getur kallast þröngsýni. Trúfrelsi er ákveðið með okkar ágætu istjórnarskrá, drengur mihn. En Iheyrðu Stephen — Atterbury bar ávalt virðingu fyrir sktoðunum föður þíns. —” Faðir minn var ekki andvígur þræláhaldi,’ sagði Stephen brosandi. ‘Alveg rétt, alveg rétt,” sagði Cluyme. “En síðan eg kom hingað, er eg ekki viss um nema eg hafi dálitla samhygð 'með og beri virðingu fyrir þeim mönnum, sem eru á móti þrælahaldi.” Cluyme þrökk við. Hann leit fyrst á glugga- tjöldin og svo út um dyrnar fram í forstofuna. Ofur- litla stund Iheyrðist ekkert í stofunni nema skraf konu hans og frú Brice u'm Boston tízkuna. “Vinur minn,” sagði Cluyme og lækkaði róminn, ‘það getur verið gott og tolessað í Boston. En taktu ráð manns, sem er nógu gamall til þess að gefa þér ráðleggingu. Þú ert ungur ennþá og þú verður að læra, að breyta þér eftir því sem við á á staðnum, þar sem þú átt heima. Það er margt ágætt fólk hér í St. Louis, en hér eru 'menn ekki á móti þrælahaldi. Við erum að vísu að mynda hér flokk, sem er með því að þrælunum verði gefið frelsi smátt og smátt. En fólk frá Nýja-Englandi er fáment hér i saman- burði við Sunnanmenn. Og þeir eru harðir í horn að taka.” Stepihen gat ekki á sér setið með að segja: “Ekki virðist Whipple dóvnari hafa breytt 'sinni skoðun á því máli.” “Silas iWhipple er ofstækismaður,” hrópaði Cluyme. Hann er á móti hverjum manni. Hann út- húðar Douglas við hvert tælkifæri og hann' vill komast til Was'hington, þegar þingið hefst, til þesis að iberjast á móti Stephens og Toombs og Davis. En Ihvaða gagn er honum að því? Hann hefði getað átt sæti í isenatinu eða í hæstaréttinum, ef hann hefði ekki aflað sér eins 'mikillar óvildar og hann hefir gert. En samt get eg ekki að því gert að mér fellur vel við Whipple. Þekkir þú ihann?” Dyraibjöllunni var hringt svo að glumdi í hús- inu og isamtalið íhætti samstundis og sömuleiðis sam- ræður þeirra frú Cluyme og frú Brice. í dyrunum heyrðist rödd, sem þeir könnuðust vel við, og sá sem inn ko'm var enginn annar en Whipple dómari sjálf- ur. Hann gekk beint upp að frú Brice, án þess að gefa hinum, s£m í stofunni voru, nokkurn gaum, horfði á hana stundarkórn undan loðnum augabrún- unum og rétti ihenni hendina. “Hvað, frú mín góð, hvað hefir þú gert við am- Ibáttina þína?’ spurði hann. Frú Cluyme rak upp lágt óp, líkt og manneskja, sem hefir orðið hrædd í draumi; ‘maður hennar grefp um bakið á stólnum sínum; en Stephen og móðir ihans torostu ofurlítið. “Ert þú herra Whipple?” spurði hún. “Já, eg e,r ihann,” var svarið. “Ambáttin 'mín er uppi á lofti, að eg iheld. og er að taka upp úr kistunum mínum,” sagði frú Brice. Cluy’me og kona ihans litu með undrun og þykkju hvort á annað. Svo settist frú Cluyme niður aftur, rétt eins og að hún gæti ekki staðið á fótunum leng- ur. “Jæja, frú, jæja,” sagði dómarinn og leit aftur á frú Brice. Það var gletnissvipur á andlitinu, sem sló gleðibjarma yfir alvörusvip þes,s. Það var auð- séð að hann var vel ánægður með þessa tígulegu, svartklæddu konu, sem hafði hinn 'hreimblíða mál- róm kvenna, ,se'm eru af góðum ættum, og sem ivar 'svo stilt. Sannleikurinn var sá. að dómarinn var við því búinn, að láta hana ekki falla sér vel í geð. Hann ihafði aldrei séð hana fyr, og alla Ieiðina frá ’húsi sínu hafði hann verið að gera sér í ihugarlund, að hann myndi finna þarna ráðþrota konuræfil, sem myndi strax og hún sæi /hann, kasta frá sér öllu isínu dramlbi og hella yfir hann raunum sínum. Hann leit á hana aftur og var hæst ánægður með hana og gaf því engann gaum, þótt Ihún yrði íhálf vandræða- leg undir augnaráði hans. !Ert þú kunnugur herra Cluyme og konu hans?” spurði hún. Dó'marinn snéri >sér ivið snögglega, kinkaði kolli ekki neitt sérlega Iblíðlega til Cluymes og tók í hendina, sem frú Cluyme rétti honum. “‘Já, eg held við þekkjum dómarann,”’ sagði frú Ciuyme. “Og 'henni Belle minni, sem þykir svo vænt um ann! Henni finst enginn vera thans jafningi. Þú mátt til 'með að koma og borða kvöldverð hjá okkur, Iherra dómari. Belle mun ekki liggja á liði sínu að Itaka vel á móti þér.” “Hm!” sagði dómarinn, “eg Iheld mér falli best við Editlh af dætrum þínum, frú min góð.” “Já, Edith er góð dóttir, þó eg segi sjálf frá því,” sgði frá Cluyme. “Eg hefi reynt að gera alt, sem eg hefi getað fyrir börnin mín.” Hún var enn iðandi í skinninu af forvitni yfir ambáttinni Dóm- arinn og frú Brice voru manneskjur, em ómögulegt var að setja ofan í við. Stephien horfði falst á dóm- arann og var að furða isig á, hvort hann skoðaði þetta alt sem góða skemtun. “Jæja, frú,” sagði Whipple dómari um leið og hann settist á annan endann á legubekknum, “það er eg visls u'm, að þú hefir ekki toúist við því, þegar þú fórst frá Boston. að þú myndir eignast þræl dag- inn eftir að þú kæmir til St. Louis.’ “IEn eg á hana ekki,” sagði frú Brice.. “Það er sonur minn, sem á Ihana.” iNú stóðst Cluyme ekki lengur mátið. “Hvað!” rópaði hann til iStephens. “Átt þú þræl? Hefir þú, drengurinn keypt svertingjastúlku?” “Já, og það sem meira er,” greip dómarinn frammi í ekkert þýðu'm róm, “eg er því samþykkur. Eg ætla að taka þennan unga mann inn i skrifstofu mína.” Cluyme sökk niður í stólinn eins langt og hann gat komist. Hann Ihorfði á Whipple, einis og hann toyggist við, að hann myndi kveikja í gluggatjöldun- um næst. En Cluyme kunni að haga seglum eftir vindi. “Fyirgefðu, herra dómri,” sagði hann, “en eg vona að eg 'megi óska þér til ihamingju með það. að þú hefir breytt viasum skoðunum, :sem eg hefi ávalt skoðað að stæðu þér sem manni í opinberri stöðu fyrir þrifum. Þessar skoðanir voru þér til sóma, en þær voru óviðeigandi. Eg er með því að við björg- um ríkjaisambandinu, hvað sem það kostar. Og við höfum engan rétt ti'l þess að isvifta bræður okkar eignum sínum, svifta þá tojargræðisvegi sínum.” Dómarinn glotti vonskulega. Frú Cluyme var enn of utan við sig til þess að geta talað. Aðeins frú Brice fann að það var ófriður í loftinu. “Þetta er tímábil skjótra veðrabrigða,” sagði dómarinn með toægð. Það er ekki ýkja langt síðan eg ihitti þig í Planters hótelinu og þá isagðir þú að hver dropi af tolóði Norðanmanna; ,sem drypi í Kansas, væri iblóð, se'm úiheilt væri fyrir heilagt 'málefni.” Aðeins Cluyme sjálfur og kona hans vissu um það, ihvort hann skalf. “Og eg endurtek það,” hróp- aði hann með alt, of miklum ákafa, “eg endurtek það ihér nú. Eg er fús á að gleyma andstygð minni á þessum 'leifum vifllimenskunnar (vegna sambandls- ins og friðarins.” “En það er eg ekki.” svaraði dó'marinn með leift- urhraða. Hann néri rauða blettinn á nefinu á sér og ihenti með mögrum fingrunum á Cluyme. Margur glæpamaður hafði skolfið fyrir þe'ssum fingri. “Eg er líka með sambandinu, Og sambandið verður aldrei örugt fyr en þesisi ljótasti glæpur samtíðarinnar verður tourt 'máður með blóði. Taktu eftir því, sem eg segi, iherra Cluyme, með blóði,” sagði hann með þrumandi rödd.” 1 Veslings frú Cluyme saup Ihveljur. “En hvað er með ambáttina? Skyldi eg það ekki rétt, að þú værir ánægður með það, að herra Brice ætti þræl ?” “Jú, svo að eg hefi aldlrei verið ánægðari. Góða nótt. Góða nótt, frú.” Hann gekk yfir þangað sem frú Brice stóð og tók í hönd hennar, og það hefir verið sagt að hgnn hafi ihneigt sig líka en fyrir því eru engar sannanir. “Góða nótt, frú Brice,” sagði hann. “Eg mun heimsækja þig aftur, þegar þú ert ekki í önnu’m.” RJÓMI jStyðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa' sannað, að samvínnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL The Manitoba Go-operative Dairies LIMITKD

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.