Lögberg - 07.08.1924, Blaðsíða 5

Lögberg - 07.08.1924, Blaðsíða 5
LötriSERG, FIMTUDAGINN 7. AGÚST. 1924. 0 Anda iþdssara manna og því skapferli, er eg Ihefi drepið á ihér að framan, er meistaralega lýst (í í|slenskum Ibókmentum. Frá því er Sæmundur fróði var uppi, og fram á þenna dag, er um auðugan garð þesara lyndiseinkenna að gresja, í þeim bótementum. Engin þjóð á ágætari ibókmentir. Á því sviði Ihefir íslensk snild vafalauist komist ihæist. Eg iþarf ekki að lýsa því sem þar hefir verið afrekað. Þið vitið það ibetur en eg. En það viil eg mega segja hér frá eigin bijqsti að eg hefi grafið dýrmæt- ari fjársjóðu úr Njálu og öðrum Islendingasögum, en mér hefir nokkurntíma auðnaist að notfæra mér frá Hó/ner og Cæsar. Liífs- saga hinna fyrstu lslendinga er mér dýrmætari en hin hálofaða gríiska og rómverska siðmenning. Þannig er þá landiÖ og þjóðin, er eg se> í anda, þegar eg nefni orðið '‘ísland”. Og þá kem eg að síðari spurningunni, er eg gat um áðan. Hvers vegna skyldum vér, önn- ur kynslóðin, uppalin við amerísk- ar og canadiskar hugsjónir, heim- ilisfastir hér, snúinn þáttur í ame- ríkst og canadiskt þjóSlíf, auðsýna Islandi virðingu og lotningu? AS mínu áliti er þaS einkum tvent, er stýrir oss mannlegum ver- um um ófarnar æfibrautir: arf- gengi og umhverfi. Ameriskt þjóSlif, sem vér erum einn þáttur af, er umhverfi vort. Það er líka umhverfi margra annara, er til þessa lands hafa flutt frá SuSur- Iwrópu, Póllandi, í*ýzkalandi og ýmsum fleiri löndum. Að um- hverfi voru búum vér jafn-vel eSa illa og allir aSrir þjóSflokkar, sem hingaS íhafa komiS, til þess aö steypast saman í nýtt mót i þessari miklu deiglu nýrrar heimsálfu. Sé þess vegna einhver munur þessara þjóSflokka, þá hlýtur hann að or- sakast af meðfæddu arfgengi.' Ef vér, sem hér erum bornir og barn- fæddir af íslenzkum ættstofni, stöndum aS einhverju leyti betur aS vigi í menningar- og framsókn- arbaráttunni hér í landi, en menn af öSrum þjóðflokkum, þá orsak- ast þaS af arfgéngi, en ekki um- 'hverfi. Peður vorir og mæSur, sem hingaS komu, höfSu að erfSum tekiS skapferli og lyndiseinkunnir víkinganna, er fyrstir tóku sér ból- festu á íslandi, með þeim þróunar- breytingum, sem á þeim hafa orSiS fram eftir öldum, í samvistum viS skrúSgræna dali, eldfjöll og jök- ulbreiður og útsæinn, er umkring- ir landiS. Ekkert sýnir betur, aS í þeim lifSi andinn sami og í for- feðrum þeirra, en sá stálkjarkur, sem þeir sýndu, er þeir tóku sig upp frá heimilum sínum og ná- grönnum, frá öllu, er þeir þektu og unnu, til þess hefja nýtt landnám í ókunnu landi,, meSal ókunnugra þjóða, og ókunnra lifnaSarhátta, taka sér bólfestu í umhverfi, gjör- ólíku öllu því, er þeir og forfeSur þeirra höfSu þekt. Þeir komu hingað meS þá eina vissu, —sömu vissuna og víkingamir, forfeSur vorir, höfSu í fóruneyti sínu til ís- lands, — aS hér yrðu þeir aS yrkja á algerlega nýjan stofn, byrja nýtt lif í nýju landi. Þeir höfSu kjark til þess aS færast þetta í fang, og staðfestu til þess aS halda áfram til úrslita, úr því aS á stað var far- iS. Þeir hófu starf sitt hér æSru- lausir, og héldu fast í horfiS. Þeir unnu bug á hverri þraut, drep- sótt og málleysi, ókunnum siðum og lifnaSarháttum. Þeir höfSu í fór- um sínum viljann til sigurs. Þeir létu heldur ekki hverjum degi nægja sína þjáningu, og tóku sig ekki út úr í smáhópum til þess eins, aS geta haldið áfram viS sömu lífsvenjur og þeir höfSu alist upp viS. Þeir höfSu þær gáfur, er þarf til þess að átta sig á öllu umhverfi. Þeim skildist strax, að ef þeir áttu aS aukast og margfaldast í þessu nýja heimkynni þjóSerni sinu til frama og sóma, þá yrSu þeir aS taka sinn skerf á herSar af þeim kvöSum og byrðum, er þetta nýja þjóS- félag, er þeir höfSu nú sagt sig í lög viS, krafðist. FeSur vorir og mæSur höfSu hugrekki til þess að koma, staSfestu til þess að sigra, og nægilega skynsemi til þess aS sameinast þjóSfélaginu og taka þátt í og láta álit sitt ljós um hvert þaS málefni, er þau og þjóSfélags- bræður þeirra varSaSi. Allir þessir kostir eru íslenzk arfleifS, og þá arfleifð flutti for- eldri vort vestur um hafiS og eft- irlétu oss á sínum tíma. Að þessu eina leyti stöndum vér Islendingar í öSrum ættlegg betur aS vígi, en hinir partar þjóðasamsteypunnar í þessu landi. Vér höfum betri arf- leifS. Og hvers vegna skyldum vér þá ekki heiSra ísland og dást aS þvi, hvort sem vér höfum litiS þaS augum eSa ekki, er vér eigum því svo mikiS að þakka? Eg er hræddur um að viS, er teljum okkur til annarar kynslóS- arinnar, ihöfum aldrei, eða sjaldan, gert okkur nægilega skýra grein fyrir þeirri þakklætisskuld, sem viS eigum aS inna af hendi, minn- ingu feSra og mæöra íslenzkra, sem okkur hafa slikt arfgengi eftirskil- ið. Okkur verSur alt of oft, þegar viS getum fariS aS skynja sjálf- stætt, aS telja feSur og mæður gamaldags, útlendingsleg og ann- kannaleg. Alt of mörgum okkar verÖur þaS á, að apa eftir umhverfi okkar fánýtan stundar hégóma, og jafnvel hálf skammast okkar fyrir þaS, að vera af útlendu bergi brot- in. Okkur hættir alt of mikiS til þess, aÖ rífa okkur laus frá áhrif- um foreldra okkar, og okkur verð- ur þaS ekki ljóst fyr en löngu seinna á æfibrautinni, hvílika glópsku viS höfum framiS. Hagskýrslur sýna það, aS glæp- ir eru langtum tíSari meðal annar- ar kynslóðar innflytjenda, heldur en meSal þeirrar fyrstu, eða for- feÖranna á heimalandinu. AS mínu áliti stafar þetta eingöngu af þess- um óviturlega flótta frá handleiðslu foreldranna, í ýmsar þær áttir, sem viS kunnum ekki fulla skilgrein- ingu á. ViS erum aS stritast viS að elta hina og þessa tizku-dutlunga samtíÖarmanna okkar, sem ekki hafa þegið svo göfugt arfgengi frá ættfeðrum sínum, aS 'byggja megi á heilbrigSa siðmenningu. ViS köstum arfleifð vorri alt of oft á glæ, og eyÖum dýrmætum tíma til þess að eltast viÖ sápukúlur, blásn- um úr munni þeirra manna, er enga hagnýta lífsreynslu hafa, í samanburSi viS foreldra okkar. Aldrei hefi eg eins ljóst skiliS þann kjark, þá staðfestu og þann andlegan þrótt, sem svo greinilega kom fram hjá foreldrum okkar, er þau yfirgáfu heimkynni sín og fluttu hingaS eins og fyrir ári síð- an, er eg bar gæfu til þess aS verða góSu málefni að liÖi i f jarlægu ríki. Eg hafSi vakiÖ opinberan gremju- storm gagnvart því ríki. Vinir min- ir sögSu mér, þá er eg lagÖi af staS, til þess að vinna þaS verk, er eg hafði á hendur tekist, aS það væri ráðlegast fyrir mig aS taka líkkist- una mina meS í farangri mínum. Og þegar eg kom i áfanga, þá lagSi kuldagust mótþróa og fágaSs fjandskapar á móti mér, hvar sem eg fór. Eg fann, aS eg þurfti kjark, þó eg hefði mér til styrktar vitundina um þaS, að eg hafSi næg gögn til þess aS sanna þær sakar- giftir, er eg hafSi meðferÖis; aÖ eg hafÖi réttan málstaÖ að berjast fyrir, og almenningsáltið heima fyrir aÖ bakhjarli. Þá skildi eg bezt, hvílíkan kjark, staðfestu og lífsfjör, sem víkingarnir fornu og feSur vorir og mæður hafa haft til brunns aS bera, er þau yfirgáfu hús og heimili og réÖust í langferÖ- ir til ókunnra landa og þjóða. Eg fór að vísu í fjarlægt ríki, en eg var kunnugur öllum ástæðum. FeÖur okkar og mæður fóru til framandi landa, án þess að þekkja nokkuð til þess, er þar tók við, án þess aS hafa nokkurs skjóls að leita heimafyrir, ef í skjólin fyki hér og án þess að kunna nokkra þá atvinnugrein, er hér mætti til sigurs leiSa i lífsbaráttunni. Eg endurtek þaS, vinir mínir, sem teljist til annarar kynslóSarinnar, og þeirra, er þar á eftir koma, að viS gerum okkur ekki nægilega vel grein fyrir því arfgengi, sem við höfum þegið af íslenzkum feðrum og mæðrum. ViÖ auðsýnum þeim ekki nægilega virðingu fyrir unnið starf, í landsins og okkar þágu. Við berum ekki nógu djúpa virð- ingu og lotningu fyrir fslandi. Beri eg gæfu til þess að vekja fult athygli yðar á þessum atriðum, þá er starf mitt hér i dag fullkomnað. Þegar eg hugsa um fsland, þá hugsa eg um móður mína. Ekkert á jarðríki er eins fagurt í augum bamsins og móðir þess. Mynd móður okkar stendur okkur fyrir hugskotssjónum liðlanga æfina, sveipuð helgiblæ og töfraljósi. ViS erum flest komin á efri þroska- árin, þegar okkur skilst, að enginn hefir miðlað okkur eins miklu eins og ‘hún mamma okkar. Hún er oft býsna alvarleg, og hún stillir vana- lega öllu viS ihóf, sem hún veitir okkur. Hún skipar okkur oft aö gera ýmislegt, sem við vildum helzt láta ógert, og sem viS í svipinn ekki getum skiliS aÖ miði til velferðar fyrir okkur, en það er hún mamma okkar, sem gróðursetur í sálum okkar trúmensku, kjark, tstaðfestu og viljann til þess að fá einhverju afkastað. Eg væri lélegur borgari í hvaða landi sem væri, ef eg ekki virti hana móður mina og bæri lotningu fyrir henni. Eg ætti ekki skiliS ást né virðingu hennar, sem ásíðan tengdist mér fastari bönd- um, ef eg ekki enn þá elskaði og virti móður mína. Og eg trúi því, aS ísland sé okkar móðurmold. Við eigum að varð\eita myndina af feg- urð hennar í hjörtum okkar. Við megum aldrei gleyma, 'hvað hún hefir fyrir okkur gert, með því að varðveita og efla beztu lundarein- kenni frumbyggja íslands og þann anda, sem við höfum að erfSum fengiS frá ættfeÖrum okkar. Við eigum að elska fsland og auðsýna því lotningu fyrir þaö arfgengi. Þó við bindumst þessu landi fast- ari trygSaböndum, þá megum viS ekki gleyma þeirri ást og virðingu, sem við skuldum ættlandi okkar. Fósturland okkar krefst þess ekki. Við verðum ekki eins nýtir borg- arar og starfsmenn í þessu landi og verSskuldum ekki þau réttindi, sem okkur eru hér í hendurnar lögð, ef viS ekki elskum, virðum og berum lotningu fyrir þeirri móður okkar, þvi ættaróSali, sem bar oss og verndaði oss signaðri hendi á æskuárum okkar; sem gróðursetti í hjörtum okkar alla þá ást, alla þá staðfestu, allan þann kjark, sem í okkur kann að búa. Munið það, aö kynnast íslandi betur og láta í- mynd þess standa okkur fyrir hug- skotssjónum, eins og það væri í- mynd móður okkar. ViS eigum aS elska það og virða, eins og við elskum og virðum hana móSur okk- ar. Svo eigum við í dægurstríð- inu aÖ standa, aS alt Starf okkar miði til blessunar þessari nýju fóst- urjörð okkar, að viS færum henni þann viðauka við vaxandi lif og þjóSerni, það sem viS höfum dýr- ast boriÖ í okkar hlutskifti af ís- lenzku arfgengi. Á þann einan hátt getum viS orðið því arfgengi til sóma; feSrum okkar og mæðrum, og hinni gömlu og nýju fósturjörS okkar til frama. Um fjöll og firnindi. fyrirlestur Pálma Hannessonar, náttúrufræðings, var haldinn í Nýja Bió síÖastliÖinn þriÖjudag, svo sem auglýst hafði verið—segir Visir frá I. júli. Fer hér á eftir útdráttur úr fyrirlestrinum ^og verður þó farið of hratt yfir sögu, því aS er- indið var hið skemtilegasta að flutningi til, fróðlegt í bezta lagi og nýstárlegt á ýmsa vegu. Þeir félagar (ræSumaður og Bjering-Pedersen) hófu rannsókn- ir sínar á Þingvöllum 2. júli í fyrra sumar. Dvöldu þar í viku og fóru smáferðir um nágrennið. Upp viö Hrafnabjörg fann Pálmi eldsprung- ur meS mörgum gígum og hraun- dyngju mikla, er áður var ókunn vísindamönnum. Þaðan álítur hann að Þingvallahraun sé runnið. Gerði ræðumaður grein fyrir skoð- un sinni á myndun Þingvalla, og er hún í fám orðum þessi.: í lok ísaldar hafa veriS víðir og miklir sandflákar milli Langjökuls og Þingvallavatns, sem þá hefir veriS miklu minna en nú. Síðar hafa SkjaldbreiSur og Lyngdalsheiði orðið til, hvorttveggja hraundyngj- ur. Frá Skjaldbreið hefir hraun runnið niður til Þingvalla og Þing- vallavatns og liggur það undir því hrauni, sem nú er þar á yfirborÖi jarðar. Frá Lyngdalsheiði hefir hraun-álma runnið upp að Drátt- arhlíðum og stíflaö Þingvallavatn. ViS það stækkaði vatnið og varS á aS gizka 10 metrum hærra en nú, en miklu hærra en áður hafði verið. Við lok ísaldar eða nokkuru fyr, hefir landið frá Henglafjöllum, um Jórukleif að Ármannsfelli, sokkiS niður, en skriðjökullinn hefir geng- iS fram um slöðrið niður að vatn- inu, þar sem nú er vegurinn hjá Kárastöðum. — Löngu síðar hefir landið brotnaS og sokkið niður milli Almannagjár og Hrafnagjár, og við það hefir orðið til Þingvalla- sléttan, sem nú er (vellirnir. — Ræðumaður gat þess, og hafði eft- ir Sveini Pálssyni (ij8q), aS vatn- iS i gjánum á Þingvöllum sé aS hækka. StyÖur þetta þá skoÖun Pálma, að Þingvellir sé enn aS siga. í Þessi tilgáta ræSum. er al- veg ný. Er þeir félagar höfðu dvalið á Þingvöllum, svo sem áður er sagt, fóru þeir upp i Borgarfjörð. Þar athugaði Pálmi landslagið um- hverfis Kalmanstungu, legu Hall- mundarhrauns og Geitlandshrauns, og sagði ítarlega frá vötnum og eldstöövum vestan Langjökuls. Tvo skriðjökla austantil í Eiríks- jökli norðanverðum kölluðu þeir félagar Þorvaldsjökul og ögmund- arjökul, i minningu þess, að þá voru liÖin 25 ár frá því, er dr. Þorvald- ur Thoroddsen lét af ferðum sín- um, en ögmundur skólastjóri Sig- urðsson var með dr. Þorvaldi jafn- an á ferðalögum, svo sem mörgum er kunnugt. — Frá Arnarvatni fóru þeir austur á Hveravelli norðan viS Langjökul. Skarðið rni'Ui Lang- jökuls og Lyklafells kölluðu þeir Heiðingjaskarð, en Heiðingja köll- uðu þeir gamla stóra eldgigi, er liggja viS skarðið vestanvert. Aust- an við skarðið fundu.þeir tvö stór vötn áSur ókunn. Á þessum slóS- um fengu þeir norSanhrið, og varð þvi minna ágengt, en ella mundi. Að lokum mintist hann á öræfin norSur af Hofsjökli, er aS líkind- um 'hafa verið ókunn vísindamönn- um áður. Hafa þeir félagar gert uppdrátt af þessu svæSi, og er hann mjög frábrugSinn iUppdrætti Is- lands af þessum slóSum. Þar fundu þeir ísnúiS hraun, áður óþekt, og siðan skoSuÖu þeir Lambahraun og upptök þess. í upphafi ræSu sinnar gat Pálmi þess, að skoSanir dr. Helga Péturs hefðu varpað nýju og björtu ljósi yfir jarðfræði Islands, og hefðu þær veriS sú trausta undirstaða, er hann reisti á athuganir sínar. Kennara vantar fyrir Vestri skólalhérað no. 1669. Kenslutími 4 mánuðir í haust frá 1. Sept. Einnig ef æskist frá 1 Apríl til síðasta júní næstk. * 4 Umsækjendur verða að hafa 2ndí class certificate og sendi umíboð til — S. B. Hornfjörd Secy-treas- Hér er sala á karlmanna- fatnaði skarar langt fram úr öllum öðrum. 11 xx 11 XX XY YY YY YY YY TY YY YY YY YT Y\ YY YY YY YY YY YY YY YY YY YY YY YY XX ÝÝ YY xx TT XX YY YY TT xx YY YY xx TT TT YY YY YY TT Xx YY YY YY YY TT YY YY TT TT ■ UTSALA SEM ER FAHEYRÐ OG ALVEG EINSTOK I SlNNl ROÐ I BORGINNI! Föt handa tuttugustu aldar mönnum, sem vilja ganga vel til fara og spara peninga viturlega AFSLATTURINN ER FJARSKA MIKILL McLean & Garland ------------Head to Toe Outfitters- Main og Market Street, - - Winnipeg, Man. ÝY TT YY YY TT ♦ff YY TT TT TT YY TT TT TT í sérhverju tilfelli munuð ♦♦♦♦♦♦ þér sjá stórkostl sparnað. egan ♦♦♦♦♦♦ TT YY YT ►♦♦♦> Vér seljum vorar miklu $100,000 byrgðir af karlmannafatnaði og drengjafatnaði ásamt höttum á því lœgsta verði, sem nokkru sinni hefir heyrst um í Vestur Canada. Allar vörur eins og þær eru auglýstar að gœðum og verði. Salan byrjar miðvikudaginn 6. ágúst, kl. 9 að morgni og heldur áfram þar til laugardagskveldið þann 1 6. Fatasala sem segir sex Sala, sem vekur ánægju og athygli hjá hverjum einasta manni í þessum hluta landsins. Fatnaðir þessir eru frá beztu verksmiðjum sem þekkjast í landinu. Naín verksmiðjunnar stendur á Ihverjum fatnaði. þér kannist við nöfnin. — Komið sem fyrst og látið eigin augu dæma um FULLORDINNA OG UNGRA MANNA föt, $25 og $35 virði, verð nú seld á . pessi föt oru það góð, að þór hofðuð með áiuegju groltt fyrlr |>au miklu liærra verð, enda eru þa.H miklu betri en venja cr til um föt, som seljast á $30 og yfir. Ifór er úr svo miklu að velja, að menn á öllum nldrier ganga vilja vei til fara, geta fengið það, er þeim beæt þóknast. Efni og frágungur er upp á það beæta. Að eins seld í tíu daga. I>ér borgið aðetns $11.75 og sparið frá $13.25 til $18.00. II. 75 Komið Snemma á Miðvikudags Morg- uninn og Fáið Nokkuð af PENINGUM YDAR TIL BAKA Frá $150 til $300 gefið t-il baka þeim, er fyrstir kaupa á miðv.dagsmorgun- inn kl. 9, er búðin opnast. Vér gefum hverjum viðskiftavin, sem kemur í búðina, miða, sem veitir 50 fyrstu kaupendunum rétt til að fá til baka helming þess fjár, sem þeir keyptu fyrir. Hinir ,næstu 25 kaupendur fá til baka 25% af því er þeir keyptu fyrir, og þeir 25 er þar næst koma, fá 10% til baka af upphæð þeirri, er þer keyptu fyrir. Komið í Tæka Tíð. Karlmannaföt af beztn tegund Seldir nú á Verði, sem Engum Manni er um Megn að Borga. Vér erum ekki í nokkrum minsta vafa um, að þessar fatabyrgðir eru það fegursta og fulikomnasta, sem nokkur verzlun hefir nokkru sinni haft fram að bjóða í Winnipeg borg. Unnið úr beztu ull, bezti frágangur og fegursta snið. FULLORDINNA OG UNGRA MANNA $35 og $40 fatnaðir á $18.95. Sparið $22. KAKXiM. $10 fatnaðir á $18.95. pér lutfið aldrei lieyrt getið um annað eins. pað er enginn vafi á því, að almenningnr lilýtur að standa á öndinni af undrun yfir kjörkaupuin þelm, sem hér um rseðir. Eötin eru frá flestum beztu verksmiðjum í Canada og úr IllueisliGreys, Po«der Illues, Light Grey og Oxfords, Clievriots, Worstcd ogunflnished WTorste<l Casimeres. Enginn maður ætti að vera án slikra fata... pau meela með sér sjáif. 18. McLEAN & GARLAND, Main and Market St. WINNIPEG TT yy TT YT ty YY YY ♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦ YY YY YY YY YY YY TT YY TT YY TT YY YY YY YY YY YY TT yy YY YY TT TT TT TT TT YY YY ♦♦♦♦♦♦

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.