Lögberg


Lögberg - 09.10.1924, Qupperneq 3

Lögberg - 09.10.1924, Qupperneq 3
LöGBERG FIMTUDAGINN. 9. OKTÓiBER, 1924. Bls. 3 SOLSKIN aisæagggigEagiig![8sagiiasigi3^^ RKisiagisKEiiasiaiismiasigigMsiaagKmiismigKisiiaiaaaiaiaaagiaaaiagc Flenging. Það va>r föstudagur í seinni hluta ágústmánaðar. Búðarigning hafði verið daginn áður. Og enn var úrkoman svo mikiil, að varla var “hundi út sigandi”. Engin rakstrarkona fór út fyrir dyrastaf 'þann dag. En þeir, sem á harðvelli þurftu að heyja, lofuðu Guð fyrir slátturekjuna. i • Þorsteinn í Hvammi Ihafði ifarið í bíti um morg- uninn, ásamt vinnumanni isínum, og' ætlaði að skafa þúfurnar í Kúamónum. Það var stórþýfður grasmór, einvaldsríki snarrótarpuntarins og þá í tveggja ára sinu. Þar stóðu þeir Þorsteinn og Ibörðust um bjór- votir — og áttu von á morgunmatnum á hverri stundu. Sigga litla gekk niður götuna frá Hvammi og bar vætufðtu í annari hendinni en iböggul í hinni. Hún ihljóp við fót. Sigríður ihúsfreyja hafði orðið seint fyrir með matinn og *hafði skipað Siggu að flýta sér. Sigga litla var tíu ára gömul, lítil eftir aldri, mðgur og föQleit. Hún var dóttir Jóns í Hólagerði, bláfátæks barnamanns, en móðir Ihennar var farin að heilsu. Vetuirinn áður hafði Jón orðið fyrir því óhappi að misea kúna, þá einu, sem hann átti. Og þá hafði Sigríður í Hvammi tekið nöfnu sína til sín í guðs- þakkaskyni. Niður í Kúamóinn lá hlemmigata, djúp og tíðfarin. Nú var hún Iblaut og sleip af rigningunni. Það hallaði undan fæti vestur af Kálfaholtinu. Sigga hljóp niður götuna. Er neðst kom í ibrekkuna rann hún í sþori og féll kylliflöt. Sigga flýtti sér á fætur. Kjólgarmurinn hennar var löðrandi af for úr gðtunni. En 'hún fékk annað að hugsa um en að verka hann. Hún hafði mist föt- una þegar hún datt og nú flóði vætan um götulbarm- inn. Sigga litla stóð fyrst augnalblik agndtofá bg horfði á vætuna. Svo fór hún að gráta. Hvað átti hún að gera? Fyrst datt henni í hug að fara (heim og sækja vætu aftur. En þá mundi hún eftir hversu framorðið var orðið. Þorsteinn mundi liklega fara að senda eftir matnum ,ef hann kæmi ekki fljótlega. En hún átti stutta leið ófarna. í Hún tók upp fötuna Og Iböggulinn og hélt áfram með Ihálfum ,hug. ‘Hvað óskðp kemurðu seint með matinn, barn,’’ sagði Þorateinn, þegar hún kom tíl þeirra. ‘Eg1 hélt þó að ekiki væri veður til að dunda núna.” Þorsteinn tók við fötunni og bögglinum. Htonum þétti fatan ntokkuð létt og tók lokið af. — ‘IHvað er þetta, stelpa ? Hvar er vætan ? Eigum við ekki að fá annað en að sleikja innan fðtuna?” “Eg — eg datt og — og misti niður vætuna,,# stamaði Sigga með tárin í augunum. “Það þætti víst trúlegt eða hitt þó heldur að þú gœtir ekki fborið matarskrínu á engi án þess að hella öllu saman niður. Snáfaðu nú undir eins heim og sæktu vætu handa okkur aftur. 'Og reyndu nú að standa á löppunum.” Sigga tók við fötunni og sneri heim á leið, nið- urlút og grátandi. Hún var orðin gegnblautá baki og handleggjum og varð að ganga hart til að ihalda á sér hita. Þegair hún kom heim, Ihitti hún Sigríði í ibúri. “Jæja, tetrið mitt, þú ert þá komin. Hvaða óskðp hafa piltarnir verið fljótir að iborða. En því komstu ekki með diskinn og klútinn fyrst þú fórst að bíða eftir fötunni? — En hvað er þetta! Hvernig hefirðu farið að gera Jcjólinn þinn svona forugan, stelpa? “Bg — eg datt og misti vætuna niður, og Þor- steinn —” “Hvað segirðu? Hellirðu niður allri vætunni. Ekki nema það þó. Það er þokkalegt að fara svona með hlessaðan matinn! “Það er svto ósköp sleipt í götunni og eg----’’ “Eg sagði það áður en þú fórst af stað, að þú skyldir ekki fara götuna. En það er eins og vant er, þú getur aldrei gegnt neinu sem þér er sagt. Piltarn- ir verða víst vel á sig komnir í dag að fá ekki nema ibitakörtuna. En því skal eg lo'fa þér, að ekki skaltu komast hjá flengingu þegar Þorsteinn kemur heim í dag.” “Þorsteinn bað mig að sækja í fðtuna aftur.” “Hvaða mjólk ætti eg svo sem að hafa til þess að senda vætu oft á dag á engið? Hann ætti hest að vita það sjálfur, hvað mjólkurrík eg er. Þetta litla sem af gekk í mlorgun er nú ktomið undir suðu í grautarpottinum. Þeir vrða að komast af með bitann, að minsta kosti þangað til eg sendi þeim hádegis- kaffið. En farðu nú og sæktu kýrnar suður fyrir Gerðislhólana. Það er það eina sem þú getu rnokkurn veginn skammlaust.” Sigga litla fór út í illviðrið. Úrkomunni var nú heldur að slota og dálítið að greiða úr skýjaþykninu í öfllum áttum. Kúnum hafði verið hleypt út á túnið um morguninn. Nú tók Sigga litla þær og rak eins og fyrir hana var lagt ,en það var leið, sem svaraði stekkjargöngu. Þegar ,hún kom iheim aftur frá kúarekstrinum, var Guðrún vinnukona farin með hádegiskaffið. Þorsteinn kom heim til miðdegisverðar og held- ur með fyrra móti svo maturinn var ekki tilbúinn. ‘‘Hvaða ósköp kemurðu snemma, góði minn. Eg hefi matinn ekki alveg til,” sagði ISigríður þegar hann lcom í búrið. “Eg vair orðinn sæmilega matarþurfi, eins og nærri má geta að vera vætulaus.” ‘Uá, eg lofaði lofaði stelpugegsninu því, að hún skyldi ekki sleppa við hýðingu. Farðu nú með hana út í fjós og flengdu hana svo að hún muni eftir næstu daga, á mieðan eg er að skamta.” Þorsteinn var vanur að fara að vilja konu sinnar enda áttu þau skap allvel saman, og nú kallaði hann á Siggu litlu og fór með hana út I fjós. “Kg ætla að vita það, hróið mitt, hvort vöndurinn gæti ekki kent þér að fara svolítið gætilegar, svo eyðileggir ekki matinn aftur næstu daga.” Sigga litla leit upp á Þorstein og tárin blikuðu í dökkgráu augunum. Svo horfði hún niður á gólfið og sagði ekki neitt. Þorsteinn tók vönd, sem lá á vegglægju í fjósinu og notaður hafði verið til að sópa kýrnar vetifllinn áður. Síðan leysti hann ofan um Siggu og lét hana taka út refsinguna eins og honum þótti þurfa. Hann skyldi við Siggu grátandi og illa til reika á fjóstrððinni og fór inn og tók til matar síns með Ibeztu ly,st. Þegar þorsteinn var farinn, stóð Sigga litla á fœtur og lagaði á ,sér fötin. Síðan lagðist hún upp í stall og grét m*eð miklum ekka. “Elsku mamma mín! Þig grunar víst ekki hvað mér liður illa. Þú hefir ekki vitað hvað þú sagðir, þegar þú varst að lýsa því fyrir mér, hvað mér mundi líða vel hjá nöfnu minni.’’ Þegar Guðrún vinnukona lét kýmar inn um kvöldið, fann hún Siggu litlu sofandi í stallinum. Bakhluti hennar var stokkbólginn eftir flenginguna. (IHeimiilisiblaðið) K. Aðalst. Sigmundsson. Um skaplyndi hesta. Það ber eigi svo sjaldan við, að hrekkjóttir hiest- ar ibíta eða slá menn til skemda. Þetta leiðir oft til þess, að menn annað ,hvort selja þá hesta eða láta drepa þá, svo að þeir verði eigi fleirum að tjóni. Hér liggur næst að spyrja, hvernig skepnuraar geti orðið svona skapillar, því flestir vita, að dýr eru almennt mjög meinlaus, og að jafnvel vi.lt dýr sýna sjaldan meiri vonsku eða ofbeldi, en þörf er á fyirir þau, til þess að igeta náð fæðu sinni. Þessari spurn- ingu verður svarað með því einu, þegar um hestinn er að rseða, að slíkur óvani hjá honum er oftast nær afleiðing af vondri eða skeytingarlausri meðferð þess manns sem í uppvextinum gætir hestsina. Ein- stöku sinnum getur iþó komið fyrir, að einhver sjúk- ódmur í hestnum eða skapvonska valdi þessu; það er mjög trúlegt, að dýrum sé líkt varið og mönnum, að þau verði óþolinmóð eða skapvond við þá, sem umgangast þau, ef þau þjást af einhverri veiki, en hér er oft mjog erfitt að vita orsakirnar. FæStuni dettur i hug, að nokkuð ami að hestinum, þegar hann hefir nokkurnveginn matarlyst, og kveinkar sér ekki við brúkun, er í góðum holdum, og hefir fallegt hára- lag, en eins og maður getur of þjáðst af alvarjegum sjúkdómi, þótt hann sýnist hraustur, ein® getur þvi og verið varið með hestinn. Hann vantar málið, og getur því ekki kvartað um, þótt hann finni eitthvað til. Vanalegast verða hestar illir og ihrekkjóttir af þvi að þeim hefir verið stritt ungum, >ða það hefir verið leikið við þá 1 hugsunairleysi. Þegar látið er vel að folaldi með því að klappa því og klóra, þá er mjög vanalegt, að það vilji kljást við þann, sem gjörir það eða narta með flipanum og tönnunum í fðt hans. Ef folaldinu er svo er leyft þetta, eða jafnvel ýtt undir það með því að gefa því braubita, sykurmola eða annað góðgæti, þá heldur það að líkindum ósjálfrátt, að þetta eigi sivona að vera, og heldur því áfram; verður það þá stundum svo frekt, að ?hinum, sem í hlut á, þykir oft gamnið fara að grána. Ef þessum gælulátum úr folaldinu er svo svarað með höggi eða einhverjum slíkum hrekk, eins og oft ber við, þá er folaldinu með því gefin ástæða til þess að glefsa í menn, og seinna kemst þetta svo í vana, að það fer að bíta. Hestaminning. Minningu skal hefja hér Ihesta minna þriggja: Vissulega verðugt er vairða þeim að byggja. " \ Virðist mér að varðinn sá verða bestur mættí: fáorð lýsing fákum á ferskeyttum í hætti. Eldri-dtauð minn aldraðan undan böggum þáði. Skiftum feginn röskur rann, reiðar sæmd er náði. Þýð’r í spori þungfær sízt, þó ei talinn vakur. Þekti mig, það vissi’ eg víst, vinlegur og spakur. Mér ei strauk á ferðum frá fætur nær eg hefti. Heimila’ áleit heimför þá honum Iausum sleptf. “ Yngri-Rauður eftir hinn ötull bar mig víða. Fagurhári fákurinn flokk nam jóa prýða. Hann var mér í haginn flest helst að kjósa vildi. Eitt þó kom sér allra-hest: Undi 'hvar sem skyldi. Undirdjúp í ugum var ei sem skildi lýður: Vit og skynsemd vakti þar, viðkvæmni’ engu síður. Gat í myrkri gótur séð, gang þó mönnum villí. Torfærur gig rekja réð ráðdeild með og snilli. -h Fengu báðir fótaverk Fróns á grýttum brautum. fíkoraði’ á mig skyldan sterk skjótt að slíta þrautum. Bleikur eftir 'báða þá bar mig lengst og víðast Vildastur sem verða má var mór fyrst og síðast. Blessuð skepnan, Bleikur minn! ibúinn ertu’ að líða. Ónærgætni eigandinn ann þér hvíldartíða. Ónærgætinn víst eg var. Vel það fanstu líka. Oft þess vitni órækt bar augað greindarríka. Þegar leistu þunigt mig á, þögull varstu’ að lcvarta. Stryki’ eg mjúka makkann þá mildaðist þitt Ihjarta. Eitt sinn lýstir, á svo 'bar, óánægju’ í verki. Síðan aldrei varð eg var vjð það giremjumerki. Trauðaði’ ei, — ef treystir þér, ~ torfærur að gengir.i ÍBarst oft skyn á, betur mér, best hvar komist fengir. Ef eg knúði þar fram þig, þú sem fara tafðir, þar á rak eg þegar mlg: þú hið rétta hafðir. Undrum fanstu það á þér, — þó eg dæmi’ ei taki, — hvernig leið að mðrgu mér, meðan sat á baki. Slíkt eg fékk þó fyrat að sjá fyrir utan vafa þínum seinni árum á: æfst í því munt hafa. Helist svo lýsa ihygg eg þér: Hafði til að bera alla kosti mest, sem mér mátti’ að notum vera. Þeim, sem ræður, þakka ber: það er telja mátti gæfutíma mestan mér meðan þig eg átti. í iLíknarhönd, sem Œeiddi mig langan margan veginn, verkfæri sér valdi þig: var þitt sanna megin. Alvöld hönd, sem í þér vann, anda þinn mun geyma. Fæ eg seinna’ að finna hann? — Fú'Si er von að dreyma. Kveð eg ykkur þannig þrjá þökkum með og vonum. — Leyndardóm ei leysa má. Lúta vil eg honum. Br. J. ------o------- HITT OG ÞETTA. [Bambusreyrinn vex stundum alt að því 15 cm. á dag og á mánuði verður hann á hæð við þriggja ihæða hús. Elsta blað í heimi eru kínversku iríkistíðindin, "King Coo”; þau hófu göngu sína árið 911 og eru nú yfir 1000 ára gömul. ,— í ríkisskjalasafninu í Peking er alt blaðið til frá upphafi. Og það ein- kennilega er, að fyrsta tölublaðið lítur út eins og það síðasta, aldrei nein breyting átt sér stað, hvorki smá né stór. Fimtán ritstórar hafa mist höfuðið f fyrir að ihafa sett eitthvað í iblaðið, sem btjórnend- unum líkaði ekki. Oft kemur það fyrir að regnið á ftalíu er bland- að með sandsteinum, sem koma frá Sahara-eyði- mörkinni. j 1 Stoikkhólmi er tíl sýningarstaður, þar sem sér- staklega er sýnt alt það, sem fundið er upp til þess að bæta úr vandræðum þeim, sem af heimsstyrjöld- v inni leiða. Fyrir þessari sýningu ræður ungur maður sem sannarlega er talandi vitni þess, hvað menn geta hjálpað sér isjálfir, þegar neyði kreppir að. Klæðnað- ur *hans er ger úr pappír eingðngu og er mörgum forvitni á, hve Ihaldgóðar pappírsbuxurnar hans verða. Tilraunir, sem áður hafa verið gerðar í þessu efni, hafa sýnt það, að fðt úr pappír endast vel. f vönduð fortepíanó er oft notaður trjáviður, sem legið hefir í geymslu og til þurkunar í 30—40 ár. Alment vasaúr kvað geyma í sér eitthvað um 175 smáhluti. Professional Cards *--------------------------------------------------♦ DR. B. J. BRANDSON 316-220 MEDICAIi ARTS BIJJO. Oor. Grabam and Kennedy Sta. Phone: A-1834 Offlce tlmar: 2—S Helmill: 77« Victor St. Phone: A-7122 WinnJpojf, Manltoba THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMANN ísl. lögfræðingar Skrlfstofa: Booni 611 McArthnr BuUding, Portage Ave. P. O. Boz 165« Phones: A-6849 og A-6646 DR. 0. BJORNSON 316-220 MEDIOAI. ARTS BLDQ. Cor. Graham and Kennedy Sta. Phone: A-1834 Offlce tlmar: 2—3 Helmill: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnlpeg, Manitoba W. J. IjINDAIj, J. H. I.INDAIj B. 8TEFANSSON Islenzkir lögfræðingar 708-709 Great-West Pcnn. Bldg. 356 Main Street. Tato.: A-4063 þsir hafa einnlg akrlfatofur a8 laindar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar að hltta ft eftlrfytgj- andi tlmum: Liundar: annan hvern miðvtkudag. Riverton: Fyrsta flmtudag. GimUft Fyrsta mlðvlkudag Pinsy: þrlðja föstudag t hvarjum mftnuði dr. b. h. OLSON 316-220 MEDIOAD ARTS BLDG. Oor. Grah&m &nd Kennedj Phone: A-1834 Oifice Houra: 3 to 5 Hehnlli: 723 Alverstone 8C. Wlnnlpeg, Manltob* ARNI ANDERSON isl. lögmaður i félagi við E. P. Garknd Skrifst.: 801 Electric Rail- way Ohambers Tatofml: A-2167 DR J. STEFANSSON 216-220 MEDICAL. ARTS RI.DG Cor. Graham and Kennedr Sta ' Stundar au»na, eyrna, nef o« kverka ejúkdöma,—Er aB hitta kL 10-lJ í.h. og 2-5 e.h. Talsíml: A-18S4. Heimlll: 273 IUver Ave. Tato. F-2601. A. G. EGGERTSSON LL.B. ísl. lögfræfWngur Hefir réfct til að flytja m&l bæði i Man. og Saak. Skrifstofa: Wynyard, Saak. Seinasta mftnudag f hverjum mftn- uði staddur t Churchbrldge. DR. B. M. HALLDORSSON 401 Boyd Buliding Oar. Porta«e Ave. og Kdmonton Stundar aérstakieca berklaayki og aBra lun«nasjúkdðma. Er aS finna 6 akritotofunnl kl. 11 13 f.h. og t—4 e.h. Sfml: A-3621 Helmlll: 4« Alloway' jtve Tal- ■fml: B-3168. Phona: Qarry »814 JenkinsShoeCo. «89 Notro Dam« Á T6BU6 DR. A. BLONDAL «18 Somerset Bldg. Stundar aáratalclegm kvoanit barnm ojúkdóma. Er «8 hitta frá kl. 10—12 f. k. 8 til 5 o. h. Office Phone N-6410 Hehnill 80« VSctnr Bkr. Sfml A 8180. A. 8. Bardal 641 8h.rbrook. 8*. Selui likUstui og annast um fttfarir. AUui útbftoaðui sft bezti. Enaliaa- ui selui bann alakenai minnisvarOa •f legateins. Hkrtfat. talKÍnaj N t«M Heimilis UUatmi N 666V DR Kr. J. AUSTMANN 848 Somerset Blk. Viðtalstími 7—8 e. h- Heimili 469 Simooe, Office A-2737. res. B-7288 EINA ÍSLENZKA Bifreiða-aðgerðarstöðin í borginni Hér þarf ekki að bíða von úr rlti. . viti. Vinna öll ftbyrgst og leyst af hendi fljött og vel. J. A. Jóhannssoii. 644 Burnell Street F. B-8164. Að baki Sarg. Flre Hal DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 MEDIOAIj ARTS BIjDG. Cor. Graham and Kennedy Sta. Talsími A 8521 Heimili: Tals, Sh. 3217 JOSEPH TAVLOR J. G. SNÆDAL Tannlæknir 614 Samerset Block Cor. Portage Ave. og Donald St. Tatoíml: A-8880 LÖGTAKBMAÐUR HdmlliRtala.: St. John 16«« SkrlfBtofu-TWa.: A 66*7 Tekur lögtaki baeðl húsalatgiMbnMft veðakuldlr, vtxlaekuldlr. AlgraMlr aa aam að lögum íytur. Skrltstnf. 255 Maln 0OMM Vér leggjum eérstaka éherzlu 6 al selja meðul eftir forskriftum lækna Hln beztu lyf, sem hn*gt er að fá en notuð eingöngu. . pegar þér komií með forskrliftum tll vor megtð þjei vera visa um að fá rétt það sem lirkn irinn tekur ttl. COLCIÆCGH * OO., Notre Dame and Sherbrooke Phones: N-7659—7650 Giftingaleyflsbréf seld 1 Verksiof 11 Tato.: Hetma Tala.: A-8383 A-0SM G L. STEPHENSON Plumber Altokonar rafmagnsáhöld, svo acm stranjárn vira, aUar tegnndlr at glösum og aflvaka (battertoo) Verkstofa: 676 Home St. ; Munið Símanúmerið A 6483 ;! og pantitS meðöl yðar hjá. oss. — ! SendiS pantanir samstundis. Vér afgreiðum forskriftir meS sam- ! vizkusemi og vörugæðl eru öyggj- <! andi, enda höfum vér magrra ftra !; lærdömsríka reynslu' að baki. — ; Allar tegundir lyfja, vindlar, is- !; rjómi, sætlndl, ritföng, töbak 0. fl. McBURNEY’S Drug Store ;! Cor Arlington og Notre Dame Ave Enduroýið ReiÍJhjólið! Ivátið ekki hjá liða að endur- nýja reiðhjóUð yðar, áður en mestn annlraar byrja. Komið með það nú þegar og látið Mr. Stebbins . gefa yður kostnaðar áaetlun. — Vandað verk ábyrgst. ! (Maðurinn sem alUr kannast við) S. L. STEBBINS 634 Notre Dame, Winnipcg J. J. SWANSON & CO. Verzla r.ieð fasteignir. Sjá um leigu a nusurr.^ Annast lán, eldsábyrgð 0. fl. 808 Paris Bldg. Phones. A-6349—A-6310 Giftinga og ,.j Jarðarfara- «10™ meá litlum fyrirvara | Rirch hlómsali 616 Portage Are. Tals. B726 S'f (OHN 2 RING 3 Mörg af ríkjum Norður-Ameríku eru mjög stór ummála. Texas er stærsta ríkið aó ummaii og aima stórt eins og þessi lönd öll: Belgía, Sviss, Holland, Frakkland, Rúmenía, Búlgaría, Serbía og Grikkland.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.