Lögberg - 09.10.1924, Page 4

Lögberg - 09.10.1924, Page 4
BVi. 4 6 LöGBERG, BIMTUDAGINN 9. OKTÓBER, 1924. 1 stjórnarkerfi, sem svo nákvæmlega og dásam- lega er útreiknatS og niSurraSað, dylst oss þaÖ ekki, að þeir, sem stjórnarskrána sömdu, höfSu stöðugt í huga hinn sanna hag þjóðarinnar. Þeir reyndu jafnvel að vemda fólkið gegn sjálfu sér; því eins og nútíðardæmi sýna, er fólkið oft og einatt sinn eigin óvinur. Hrif- inn af augnabliks áhrifum, er fjöldanum hætt við að stíga hin alvarlegustu óheilla spor; og nákvæmni hinna framsýnu manna, sem lögðu grundvöllinn að þjóðríki voru, miðaði að því að gera þjóðina færa um að stemma stigu fyrir slíkum óheillasporum. Menn, sem látlaust bera hina dýpstu virðingu— jafnvel ástfólgna lotningu—fyrir stjórnarskrá vorri, reyna að telja fólki trú um það, að hún sé bezt varð- veitt með því að auka alls konar yfirráð lýðsins. Allskonar stofnunum, með fullkomnu lýðræði er hald- ið á lofti sem sporum í framfaraátt. En þær eru langt frá því að vera spor fram á leið. Miklu fremur eru þær spor í áttina frá stjórnarskránni. Þau spor stefna aftur, en ekki fram. Fyrstu árin eftir samþykt stjórnarskrárinnar lifði þjóð vor mesta framfara tímabil í stjórnmálum, sem hún eða nokkur þjóð hefir nokkurn tíma lifað. Á siðari árum hefir tilhneigingin verið sú, að fjar- lægjast þetta “meginakkeri frelsis vors’1’, og dirfist nokkur að segja ,að það hafi aukið framfarir vorar? Vér getum sannarlega ekki bent á það með sjálfsvirð- ingu, að sum ríkin, sem ættu að taka sambandsstjóm- arskrána sér til fyrirmyndar, hafa fylt stjórnarskrá sína alls konar skýringum, svo mörgum, að þær nægðu til að fylla heila bók. Stjórnarskrá Bandaríkjanna er stuttorð, en hún er samt nógu orðmörg til þess að skýra nákvæmlega hinn gullna meðalveg stjórnmálanna. Vér erum nú sem stendur ekki í hættu staddir af því, að snúið verði aftur til einveldis; en vér erum staddir í hinum mesta voða fyrir hinum svokölluðu “framförum’’ til takmarkalausrar lýðstjórnar. Vér ættum að vera stöðugt á verði til þess að láta ekki þannig afvegaleiðast, að telja nokkra þess konar breyt- ingun framfarir. Stefna nútímans liggur frá stjórnarskránni — í stuttu máli, frá allri staðfestu í öllum efnum. Nema því að eins, að í taumana sé tekið, er þessi þjóð og mannkynið í heild sinni, á glötunarvegi. Þegar talað er með tilliti til stjórnarinnar, þá er einskis meiri þörf, en þess, að hverfa aftur til stjórn- arskrárinnar. Þvílíkrar líka stjórnarskrár! Verjið með mér einu augnabliki til þess að athuga það, sem á bak við hana er. Á einum staðnum sjáum vér te-uppreisnina i Boston. Á öðrum stað tollheimtumennina, sem tóku lögtaki okurskatta fyrir hönd útlendrar kúgunarstjórnar. Á einum stað lítum vér borgara landsins dregna fyrir dómara, þar sem alt réttarfarið var skrípaleikur og þar sem dómurinn var ákveðinn löngu éður en nokk- ur rannsókn átti sér stað. Jafnvel loftið er þrungið af þrældóms- og kúgunarskýjum; harðstjórnarhæll hins einráða valds stóð á hálsi nýlendubúanna. Nið- ur frá lækkandi skuggaskýjum seilist eyðileggingar- hönd hinnar útlendu kúgunar. — Og svo breytist út- sýnið. Einn þátturinn i grimdarleiknum líður hjá og annar kemur i staðinn. Við sjóndieldarhringinn gnæfa giegvænlegir logar, þar sem brend eru til kaldra kola heimili saklausra og friðsamra manna. Brezkir rauð- stakkar æða fram með brugðnum sverðum; leigðir of- beldismenn láta skothríð dynja á varnarlausum ný- lendubúum; herlið nýlendumanna, sem er dreift, sært og illa tii. reika, er umkringt af óvinum á alla vegu. I f jarska lítum vér enn þá aðra sýn. Rauðu blett- irnir á snjónum eru för eftir bera og blæðandi fætur hermanna Washingtons. Og inni á milli trjánna sést maður krjúpa á kné í snjónum. Það er faðir þjóðar sinnar á bæn. Hann biður þar guð þjóðanna að vernda börn sín. Er það nokkur furða, undir slikum kringumstæð- um, með áhrifum frá öllu þessu, þótt heilagur andi blési mönnum í brjóst öðru eins og stjórnarskrá vorri? Getið þér efast tun það, að guð þjóðanna hafi heyrt bænir Washingtons! Efist þér um, að hann hafi heyrt bænir Fran'klins og samverkamanna hans á stjórnarskrárþinginu ? í Penninn, sem stjórnarskráin var rituð með, var vættur í hjartablóði nýlendanna. Stjórnarskráin var vernduð af þeirri sömu hendi, sem stjómar forlögum þjóðanna og innsigluð með hinu mikla innsigli mann- réttindanna. Samborgarar mínir! Stjórnarskrá vor er leiðar- vísir þjóðar vorrar á ríkisskipinu. Gætum þess trú- lega, að segulnálin horfi æfinlega í rétta átt. Sig. Júl. Jóhannesson, þýddi. Hon, W. L. Mackenzie King. Eins og til stóð og auglýst hafði verið, þá kom Hon. W. L. Mackenzie King, for^ætisráðherra Can- ada, til Winnipeg á fimtudagskveldið var, ásamt Hon. P. J. A. Cardin, Hon. H. B. McGiverin, og Senator Andrew Haydon. Á vagnstöðinni voru nokkrir leið- andi menn úr frjálslynda flokknum hér í Manitoba, til þess að mæta Mr. King og félögum hans, og var svo tafarlaust haldið til bæjarráðshússins, þar sem borgarstjórinn bauð Mr. King velkominn og fleiri frjálslyndir menn heilsuðu upp á gestina. Þegar slíkir menn sem þessir eru á ferðinni, þá er það orðinn vani fyrir fólk að líta svo á, að kosningar séu í aðsigi, og er það nokkur vorkunn, því í liðinni tið hafa forsætisráðherrar Canada sjaldan gjört sér ferðir til Vesturfylkjanna, nema þegar kosningar vom í nánd. En í þetta sinn er ekki um neinar almennar kosningar að ræða, eftir því sem forsætisráðherrann sjálfur segir frá. Heldur er hann og félagar hans komnir til þess að sjá með sinum eigin augum og heyra með sínum eigin eyrum, svo að þeir séu betur í færum um að dæma um þarfir manna í Vestur- fylkjunum og að greiða úr hinum ýmsu spursmálum þeirra í framtíðinni, og sýnir það lofsverðan áhuga og vilja til þess að geta orðið að líði, og það öllum borgurum landsins jafnt. Hon. W. L. Mackenzi King heimsækir Vestur- fylkin að þessu sinni sem forsætisráðherra Canada, en ekki sem pólitiskur flokksforingi. Hann vill leitast við að sameina alla um hin erfiðu spursmál þjóðarinn- ar, sem til úrlausnar liggja, því honum er það ljóst, að á þann hátt og þann hátt einan, getur þjóðin ráðið fram úr þeim á viðunanlegan hátt, en slíkt er ekki létt verk, — það er ekki létt verk, að ráða fram úr hag- fræðis og verzlunarlegum spursmálum neinnar þjóð- ar, eins og nú standa sakir. En svo erfitt sem það kann að vera og er, þá er hitt þó erfiðara, að sameina þessa þjóð, eða nokkra aðra þjóð, hugsanalega um nokkurt atriði, sem kemur stjórnmálum við, því í fólk er kominn einhver hugsanalegur ofsi og æðiskendur, svo að menn njóta sín ekki, vita ekki hvað þeir vilja, og þó þeir vissu það, þá hafa þeir enga skýra hugsun um það, hvaða áhrif slíkt hlýtur að hafa á afkomu og efnahag heils þjóðfélags. Sem skýrt dæmi þess, hve hugsun manna hefir farið langt afvega á þessum síðustu árum, má minna á eina litla fjallaþjóð, sem býr í Alpafjöllum á milli Austurríkis og Sviss, og heitir land hennar Liechten- stein og er að líkindum eina landið í viðri veröld, þar sem siðaðir menn búa, sem ekki skuldar einn eyri, og enginn borgaranna, sem eru um 12,000 að tölu, þarf að borga skatt, en njóta samt allra þeirra þæginda, sem nútiðin veitir, fyrir rausn prinz þess, sem þar ræður ríkjum, og heitir Jón. Prins sá er auðugur og leggur fé til allra þarfa þessa litla rí’kis. Samt voru þegnar rikis þess ekki ánægðir, þó þeir fengju að njóta arðsins af allri vinnu sinni, því prinsinn hefir aldrei tekið eitt cent í skatt eða þóknun frá þessari þjóð, og voru komnir á fremstu tröppu með aö gjöra upphlaup að stríðinu loknu og krefjast lýðveldis, en gjörðu sig samt ánægða með þjóðþing, sem segði meðal annars fyrir um það, hvað miklum peningum prinsinn skyldi verja til rikisþarfa og hvernig þeim skyldi vera varið. Við slikan og þvílíkan hugsunarhátt er ekki þægi- legt að etja, og hann er ekki sérkennilegur fyrir þetta litla land, því hann hefir velt sér yfir öll lönd heims- ins jafnt. Vér sögðum að Mr. King kmi hingað vestur sem forsætisráðherra, fremur en sem pólitiskur flokksfor- ingi. Það var ekki svo að s'kilja, að hann hafi snúið baki við frjálslynda flokknum í Canada eða hugsjón- um þeim, sem sá flokkur hefir barist fyrir frá fyrstu stjórnmálatíð þessa lands, og sem í þessu landi sem öðrum hefir barist fyrir rétti og velferð alþýðunnar, svo að sá flokkur hefir leyst fleiri helsi og fjötra, en nokkur annar stjórnmálaflokkur hefir gjört. Þeim hugsjónum er Hon. Mackenzie King jafn trúr nú og hann hefir ávalt verið, en hugsjónir þær eru fyrst og fremst að tryggja ov vernda rétt og velferð alþýð- unnar, en það verður bezt gert með þvi, að sameina hana um sín eigin velferðarmál, og bera svo merki frelsisins fram hreint og djarflega, og til þess er Hon. W. L. Mackenzie King allra manna bezt trúandi. -------0------ W. H. Paulson, ' í síðasta blaði Lögbergs gátum vér um, að landi vor, fyrrum þingmaður í Wynyard kjördæminu í Sas- katchewan, hafi á ný verið útnefndur af hálfu frjáls- lynda flokksisn, til þingsóknar í því sama kjördæmi, við aukakosninguna, sem þar á að fara fram 20. þ.m. í þessari kosningu er það sérstaklega tvent, sem kemur til greina fyrir kjósendunum. Fyrst velferðar- spursmál Saskatchewan fylkis, sem er sama og þeirra eigin velferðarmál, og á hvern hátt að þeir geti unnið þeim sem bezt og mest gagn. I öðru lagi mannkostir og hæfileikar manns þess eða þeirra, er um þingsætið sækja. 1 sambandi við fyrra atriðið er það að segja, frá voru sjónarmiði, að þó að þessi kosning hafi að lík- indum ekki bein áhrif á það, hvort Dunning stjórnin í Saskatchewan stendur eða fellur, þá hefir hún heil- mikla þýðingu fyrir hana og mál þau, sem hún berst fyrir, að þvi kyti, að hún sýnir samúð kjósendanna, eða þá andstæðu, og er henni og áhugamálum hennar að þvi leyti styrkur og uppörfun, eða þá hið gagn- stæða. I Frá voru sjónarmiði er það eitt af meinum hinna einkennilegu tíma, sem vér lifum nú á, hve erfitt menn eiga með að ljá stjórnum þeim, sem fram úr vanda- málum vorum eiga að xáða, óskift fylgi og einlægan stuðning, sem er þó svo nauðsynlegur, ef nokkuö verulegt á að vinnast. En Saskatchewanbúar hafa verið öðrum ólíkir í þessu. Þeir hafa stutt sína stjórn betur en aðrir og veitt henni það fulltingi, sem hefir gert henni mögulegt að hrinda í framkvæmd áhuga- málum alþýðunnar og bændanna þar til nú, að það fylki stendur að líkindum fremst allra fylkja í Canada að því er hagkvæma bændalöggjöf snertir. í þessum framkvæmdum hefir Saskatchewan stjórnin ýmist gengið á undan, eða þá verið í samvinnu við ýmsar stéttir íbúanna og styrkt þær. Þegar um það var að ræða fyrir bændum, að mynda samtök til þess að bæta söluskilyrði á korni í fylkinu, sem er aðal framleiðslu- grein fylkisbúa, þá skipaði stjórnin í Saskatchewan nefnd tafarlaust til þess að íhuga málið, og kynna sér frá öllum hliðum, hreyfingunni til eflingar og bændum til aðstoðar. Þegar lánfélögin voru að taka fyrir kverkar á mönnum i Saskatchewan fylki á þeirra erfiðustu bú- skaparárum, tók stjórnin aftur í taumana og myndaði hina svo kölluðu “Debt Adjusting Bureau” þeim til að- stoðar og hjálpar. Þannig mætti halda áfram koll af kolli, og telja upp framkvæmdir hennar á flestum eða öllum sviðum atvinnumálanna. Alstaðar hefir hún verið á verði og ávalt að hugsa um hag fylkisbúanna svo að í fljótu bragði er ekki gott að sjá, að fylkisbúar hefðu getað haft framtakssamari, hagnýtari eða hygn- ari stjórn heldur en þá, sem nú situr þar að völdum. Væri þá nokkur sanngirni í því fyrir kjósendurna í Wynyard kjördæminu að fara að greiða stjórninni vantraustsatkvæði með þvi að senda andstæðing henn- ar á þing? Væri nokkurt vit i því frá hagfræðilegu sjónarmiði, frá skynsamlegu sjónarmiði, eða mundu kjósendur kjördæmisins á nokkum hátt græða við að senda mótstöðumann stjómarinnar á þing? Þingmannsefni stjórnarinnar þekkir hver einasti Vestur-Islendingur, hvað þá heldur íslendingarnir i Wynyard kjördæminu. Hann er allra manna kunnug- astur þörfum kjördæmisins, því hann hefir verið bú- settur þar i fleiri ár, verið umboðsmaður þess á þingi og nú á síðustu árum ferðast frá einum enda þess til annars. Hann er maður mjög skýr, með afbrigðum vel máli farinn, því fær um að halda málstað sínum fram á móti hverjum sem er, duglegur, bezti drengur og góður íslendingur. Landar góðir, kjósið W. H. Paulson, því hann er þess verðugur, stjórnin i Saskatchewan á það skilið, að þið sendið henni stuðningsmann, og það er yður sjálfum áreiðanlega fyrir beztu. ------0---:— Hér og þar. “Menn unna dygðunum miður sökum þess, að þær eru ósýnilegar, og menn hafa ekki eins mikinn viðbjóð á ódygðunum vegna þess, að hið ljótasta í þeim er hulið. Ráðvandur maður hugsar ekki svo mjög um það, sem hann gæti gjört, heldur hvað hann á að gjöra. Réttlætið er hans fyrsta lifsregla. önnur lífsregla hans er hagkvæmni. Hann vill mi’klu heldur kvarta en meiða, og hatar syndina fremur fyrir andstygð þá, sem henni er samfara, heldur en hættuna, sem frá henni stafar. Hógvær maður sér að eins það góða í öðrum og honum finst, að sumir eiginleikar, sem hann hrósar hjá öðrum, séu aldrei nógu mikið ávíttir hjá sjálfum honum. Augu hans sjá að eins hans eigin bresti, en fullkomleika annara. Hugprúður maður er sjálfs sín herra, og með viti sinu yfirbugar hann allar ástríður og tryggir með því frið sálar sinnar. Hann óttast ekkert nema vanþókn- un guðs og flýr ekki neitt, nema syndina. Þolinmóður maður er viðkvæmari heldur en hvað hann er harður. Herðar hans eru breiðar og nógu sterkar til þess að bera fjölda misgjörða, sem að hann verður að bera, ekki sökum hræðslu eða heigulsskapar, af því að hann þori ekki að hefna sín, heldur sökum kristilegrar þolinmæði, sem ekki leyfir það. Hann hefir unnið svo algjört vald yfir sjálfum sér, að móðg- anir hafa engin áhrif á hann. Sannur vinur er huggari í mótlæti; stoð i erfið- leikum; gleði lífsins; heimsins bezta gjöf. Hann er ekkert annað en góður engill, mannlegu holdi klæddur. Sá maður er lífsglaður, sem lært hefir að þekkja sjálfan sig betur en nokkrar bækur, og hefir iært lexí- lífsins svo, að hann gleymir henni aldrei—sem þekkir heiminn, en elskar hann ekki, og hefir eftir mikla and- áns áreynslu lært að þékkja það, sem hann má treysta; og gettir mætt hverju, sem að höndum ber; — sem svo hefir yfirunnið sjálfan sig, að hann geti metið skoð- anir annara án þess að slá hið minsta af sinni.” Joseph Hall. -------0----- Hverfum aftur til stjórnarskrár- innar. Eftir K. Valdimar Björnsson. “Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða.” Þannig kvað spekingur einn á íslandi fyrir þúsund árum, þegar frumburður hinna norrænu þjóð- rikja brauzt um af alefli í vögguþrengslunum. Það var þar á Sólareyjunni, sem svo var nefnd í fornöld, að safnast höfðu saman hinir frjálsu og hugrökku menn, er heilir og óskiftir reyndu að ráða þá eilífu gátu, hvernig bezt og viturlegast megi stofnsetja, stað- festá og vernda það, sem vér köllum þjóðfélag; hvern- ig safna megi saman ættbörnum þess lands, sem um er að ræða og vefja þau verndarfaðmi, í því skyni að þau megi skilja hvilíkur kraftur er fólginn í samvinnu og einingu; megi skilja þann sannleika, að tryggasta leiðin liggur innan vébanda laganna. Heimilisfaðirinn, ættarhöfðinginn, sigurvegarinn, erfðakóngurinn, hinn einvaldi þjóðhöfðingi og þjóð- kjörinn forseti, veita í stuttum dráttum útsýn yfir breytiþróun þá, sem hefir átt sér stað á sviði stjórn- málanna. Tímin leyfir það ekki, að fjölyrða um hin ýmsu stig og stöðvar í framsóknarsögu mannkynsins, að því er snertir tilraunir þess til að stjórna sjálfu sér. Vér verðum því að hverfa tafarlaust að því efni, sem hér liggur til umræðu—stjórnarskrá Bandaríkjanna. Forfeður vorir fBandaríkjamannaJ líktust hinum fornu víkingum, sem uppi voru fyrir þúsund árum, að því leyti, að sál þeirra var gagntekin af heilögum anda frelsis og réttlætis. Og þegar logandi leiftur frá ljós- vitum frelsisins á hinum helgu sögustöðum þjóðarinn- ar lýstu þeim við störf þeirra og stefnu, þá skildist þeim hinn forni sannleikur, að hver sú stjórn, sem var- anleg á að verða, hlýtur að grundvallast á lögum og skipulagi. Upp af þessum sannleika sem meginrót er sprott- in stjórnarskrá Bandaríkjanna. Maðurinn stendur í margskonar afstöðu eða sam- bandi við tilveruna — bæði hina lifandi tilveru og hina dauðu. En afstaða hans og samband í þessu tilliti gnæfir yfir alt annað: Það er samband hans við guð; við stjórnina í landinu, sem hann lifir ,í og við þjóð- félagið, sem hann heyrir til. Komi maður sér í rétt samband við guð og stjórn- ina, þá kemur rétt samband við þjóðfélagið af sjálfu sér. •Guðdómur, stjórn og þjóðfélag—alt þetta hefir verið umhugsunarefni mannanna frá alda öðli. Hugmyndir manna hafa þroskast, framkoma þeirra hefir breyzt, sjóndeildarhringur þeirra hefir víkkað eftir því, sem aldir liðu fram; eftir því sem eitt timabilið hefir arfleitt hið næsta að allri reynslu sinni og þekkingu. Guðsdýrkunin er margskonar; trúarbrögðin eru fjölbreytt, en blóm þeirra allra, fullkomnast og guð- legast þeirra allra, er hin kristna trú. Hún kom fram í fyllingu tímanna, og í tvö þúsund ár hefir hún gagn- tekið mannkynið, haldið því undir áhrifum sínum — hún er bjarg aldanna, sem stendur fast og óbifanlegt, hvernig sem stormarnir geysa og öldurnar æða. Með djúpri lotningu leyfi eg mér að halda því fram, að eins og hin kristna trú er fremst og full- komnust allra trúarbragða veraldarinnar, þannig sé stjórnarskrá Bandarikjanna og stjórnin, sem á henni er bygð, grundvöllur hins fullkomnasta þjóðlífs, sem heimurinn þekkir. I stjórnarfari sem öðru rekum vér oss á það, að tvens konar öfgar geta átt sér stað—bogi óróans ligg- ur frá öfgum til öfga. Öðru megin er einveldið, hinu megin er takmarkalaust lýðveldi. Einhvers staðar á milli þeirra tveggja liggur jafnvægisástand — stjórnarfyrirkomulag það, sem hvorki er algert einveldi né aðhaldslaust lýðveldi — þar er það, sem vér nefnum takmarkað þjóðveldi. Þjóðveldi Bandaríkjanna er engan veginn fyrsta tilraun þess konar stjórnar í heiminum. Margar til- raunir voru gerðar i þá átt áður. En það er lang- fullkomnasta tilraun, sem heimurinn þekkir. Stjóm- arfyrirkomulag Bandaríkjanna er eins og klettur með- al smásteina, þegar það er borið saman við stjórnar- fyrirkomulag annara þjóða. Fortíðin getur um ekk- ert fyrirkomulag, sem því taki fram; samtíðin veit af engu, sem jafnst á við það. — Það er óviðjafnanlegt, j fremur öllu, sem þekkist um víða veröld. Og alt er þetta þvi að þakka, að það er bygt á réttum grundvelli — það er lifeðlislega heilbrigt; það er gersamlega traust. Grundvöllurinn undir því er stjórnarskrá vor. Sú stjórnarskrá er annað og meira, en útflúrað skjal; hún er ekki einungis vottorð um það, að fyrir eitt hundrað þrjátiu og sjö árum hafi vissir menn kom- ið sér saman um viss atriði og kjósendur þeirra sam- þykt gjöröir þeirra. Nei, stjórnarskrá vor er ekki einungis þetta—hún er það og miklu meira—hún er silifandi athöfn. Hún er stutt; hún er einföld; hún er skýr. Þótt mælskumennirnir ausi stjórnarskrána lof- ræðum svo löngum, að fylla mætti heil bókasöfn; þótt lögfræðingar riti um hana bók eftir bók sérvísinda- legra skýringa, þá er hún sjálf, þrátt fyrir alt, æfin- lega hin sama—hún sker úr og skarar fram úr öllu öðru í allri sinni dýrð, í öllum sínum aðdáanlega ein- faldleika. Hún er í sannleika vernd og vígi frelsis vors og sjálfstæðis. Þessi stjórnarskrá heldur vörð um hið fyrsta lýðveldi, sem tekist hefir að mæta breytileik þeim, er nútíðin hefir í för með sér; tekist hefir að standa höggunarlaus þrátt fyrir allar árásir, bæði innbyrðis og utan að komandi. Lýðveldi vort er ekki fyrsta lýðveldi heimsins; en stjórnarskrá vor er fremst i sinni röð í sögu þjóðanna; hún er fullkomnasta verk, sem tekist hefir að fram- leiða og leggja til þeim stofnunum, sem að mannrétt- indum vinna. Vér skulum athuga stuttlega nokkur hinna allra- helztu atriða í þessu stórkostlegasta skírteini, sem mannkynið á í eigu sinni. Stjómarskrá vor gerir ráð fyrir fjórföldu valdi: í fyrsta lagi framkvæmdarvaldi, sem sé í höndum for- seta, er þjóðin kýs; í öðru lagi löggjafarvaldi í hönd- um þings, er einnig sé kosið. Þessu valdi er jafnframt veittur réttur til þess að skipa þriðja valdið—það er dómsvaldið, sem ásamt hinum tveimur á að taka til greina sérstakt vald einstaklingsins eða meðfædd sér- réttindi hans. Þessir fjórir liðir: framkvæmdarvaldið, löggjafar- valdið, dómsvaldið og einstaklingsrétturinn, eru hinir fjórir hornsteinar, sem vort mikla þjóðveldi hvílir á. Sé einhver þeirra numinn brott, eða jafnvel þó ekki sé meira en að honum sé stórkostlega breytt, þá erum vér á leiðinni til einveldis; sé einhverju bætt við þessi atriði, þá erum vér á fleygiferð í áttina til hinna öfg- anna, sem eru jafn-hættulegar — takmarkalauss lýð- veldis. Stefna vorra tíma hallast ekki að því, að nema brott neitt af þessum fjórum atriðum í stjómarskrá vorri; heldur miklu fremur að þvi, að bæta við þau eða breyta þeim. Vér höfum ekki nægilega opin augun fyrir þeirri hættu, sem af þessu stafar. Vegna þess, hversu fram- faraþrá vor er stöðug og sterk, er oss hætt við að stíga of mörg eða of stór skref í áttina frá stjórnarskránni. Eins og eg hefi áður sýnt fram á, skiftist stjórnar- fyrirkomulag þjóðanna aðallega í þrent: Það er tak- markalaust lýðveldi, skorðað þjóðveldi og algert ein- veldi. Hið fyrsta felur í sér óbundnið vald fólksins, hið síðasta takmarkalaust vald eins manns. Það, sem þar er á milli — skorðað þjóðveldi — er hið gullna meðalhóf. Þjóðveldi það, sem stofnað var með stjórnarskrá vorri og fullkomnara er öllu öðru, sam- rýmist skoðun og tilfinning hvers einasta hugsandi manns. Samkvæmt þessum grundvallarlögum kjósum vér þá menn, sem bezt eru til þess fallnir, fyrir löggjafa vora. Framkvæmdarvaldið — forsetinn — er höf uð stjórnarinnar, sem ber beina ábyrgð á gjörðum sín- um. Hann á að sjá um framkvæmdir óska vorra, sem fram eru bornar af kosnum fulltrúum; og sambands- dómstólar vorir, sem ekki bera beina ábyrgð gagnvart fólkinu, eru nokkurs konar aðhald að forsetanum og löggjafarþinginu, en allir þessir þrír liðir verða að taka tillit til ýmsra meðfæddra réttinda hvers sér- staks borgara. Athngasemd.—Þessi ræða, sem hér birtist í ís- lenzkri þýðingu, er þannig til komin, að 200 blöð í Bandaríkjunum hétu $1,000 verðlaunum fyrir beztu ræðu um þetta efni, fyrir skömmu. Eins og nærri má geta, keptu margir færir drengir um þessi háu verð- laun og þann heiður, sem sigrinum fylgdi. Meðal þeirra var einn íslendingur—sonur G. B. Björnssonar ritstjóra í Minneota. Voru verðlaunin dæmd honum, og er það ekki lítill heiður. Nú um þessar mundir stendur yfir í Bandaríkjun- um timabil, sem kallað er stjórnarskrárvika. Eru þá haldnir þjóðræknisfundir og fluttar ættjarðarræöur. Sá sem fyrir þeirri hreifing stendur af hálfu stjómar- innar heitir Harry Atwood. I bréfi, sem hann skrif- aði í sumar, fórust honum orð á þessa leið: “Eg hefi ýmist heyrt eða lesið fjölmargar ræður, sem fluttar voru, við þetta tækifæri, og tel eg þessa taka þeim fram. Eg er að láta birta ræðuna í bæklingi nr 7, sem við gefum út í því skyni, að fólk geti lesið hana á fundum, þar sem ekki er völ á ræðumönnum á meðan stjórnarskrárvikan stendur yfir.” Þetta er meira en lítil viðurkenning, auk verðlaun- anna. Eg dáist að því, hversu vel þessi íslenzki ungi maður hefir leyst þetta verk af hendi, og eg er stolt- ur af því fyrir hönd íslendinga. Þess vegna hefi eg þýtt ræðuna. Hins vegar verð eg að geta þess, að eg er honum engan veginn samdóma um ýms atriði í ræð- unni. Eg skoða t.d. stjórnarskrá Bandaríkjanna, eins og flestar aðrar stjórnarskrár, eins og hálfslitin föt, sem víða þyrfti að breyta og bæta, og eg tel réttar- farið i Bandaríkjunum og dómstólana þar, eins og víða annars staðar, nokkurs konar skrípaleik. Sömu- leiðis tel eg aðalhættuna stafa af valdi og ofríki hinna fáu "stóru”, en ekki af of miklum afskiftum fólksins —þvert á móti. En hvað sem um skoðanirnar er að segja, þá er það gleðilegt, þegar íslendingar sýna yfir- burði í andlegum efnum og vinna oss þannig heiður, það hefir þessi ungi maður gert. Munu allir Tslend- ingar óska þess af heilum hug, að hans miklu hæfi- leikar fái að njóta sín í öllum skilningi. Sig. Júl. Jóhannesson.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.