Lögberg


Lögberg - 13.11.1924, Qupperneq 1

Lögberg - 13.11.1924, Qupperneq 1
pað eru ekki tveir mánuðir til jóla, svo þér œttuð vissulega að fara að liugsa um að láta taiui niynd af yður til að senda lieini. W. W. KOKSON fEKUK GÓÐAR MY.VDIIÍ Ai) 317 PORTAGE AVE. PROVINCr TUEATRE pessa viku HOOT GIBSON in “HIT and RUN” Gnaegð' af hlátri og skemtun Nœstu vlku: “Hearts of Oak” 35. ARGANGUR WINNIPEG, MAN„ FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER 1924 NÚMER 46 Helztu heims-fréttir Canada. Síðastiðinn isunnudag lést að heimili sínu ihér í borginni, John Wesley Cocklburn, fyrrum bæjar- ráðsmaður, sá er frumkvæði átti að stofnun raforkukerfis borgar- innar, hinn mætasti maður í hvl- vetna. Hann var fæddur að Thor- old í Ontario-fylki, árið 1856, en fluttist til Winnipeg árið 1882 og dvaldi ihér jafnan síðan. • • • Hinn 9. íþ. m. lést í Lundúnum, F. C. Wade, isá er um langt skeið hafði gengt erindrekastrfi á Eng- landi fyrir hönd fylkisstjórnarinn- ar í Britiish Columbia, vinsæll maður og vel metinn. Hann var fæddur að Bowmanville í Ontarlo þann 26. dag febrúar-mánaðar, ár- ið 1860, útskrifaður í lðgum frá Toronto háskólanum 1882. MáJa- flutning stundaði hann í Winnipeg frá 1888 til 1897, en fluttist því næst til British Oolum'bia og dvaldi þar fram að árinu 1918, er var iskipaður til að gegna fyr- greindri sýslan á Englandi. Mr. Wade tók allmikinn þátt í stjórn- málum, sem eindreginn istuðnings- maður frjálslyndu stefnunnar. * * * Tveir menn heðan úr borginnl, er lögðu upp í veiðiför norður að Manitoba-vatni í fyrri viku, þeír Hans Webber og Walter T. Smith hafa enn eigi komið fram og er fullyrt að þeir muni hafa druknað. Margítrekaðar leitartilraunir hafa reynst árangurslausar. % * * Peter MdCrimmon frá Elm Creek, sjötugur að aldri, sá er sak- aður var um að ihafa myrt fornvin «inn Edward Bailey, að Manitou þann 15. maí síðastliðinn, 'hefir verið sýknaðuir. Ástæðan gefin sú að maðurinn isé bilaður á geði og geti þarafleiðandi ekki borið á- byrgð á gjörðum sínum. * * * J- S. Farmer, núverandi borgar- stjóri í Winnipeg, hefir verið út- nefndur til að sækja um embættið a ný, af hálfu ,hins óháða verka- mannaflokks. * * * Rh. Hon. W. L. Mackenzie King, stjórnarformaður Canada, hefir nú lokið för sinni um Vestur- landið. Hélt hann af stað héðan úr borginni'áleiðis til Ottawa, ásamt föruneyti sinu, miðvikudaginn hinn 5- þ-m. Kveldið áður var stjórn- arformanninum haldið veglegt sam- sæti á Fort Garry hótellinu, þar sem hann hélt eina af sínum snjöllustu ræðum. * • • Dr. Peter Strang í Regina, var nýlega á kirkjuþingi þar í borg- inni, kosinn forseti Presbytera kirkjufélagsins í Saskatchewan. * * * Fyrir nokkru var getið um það hér í blaðinu, að stolið hefði verið $3,ooo virði af gimsteinum úr húsi Lady Hughes, ekkju Charles Hughes fyrrum hermálaráðgjafa að Lindsay, Ont. Nú hafa dýrgripir þessir fundist undir gólfi í húskofa einum í vesturhluta Toronto borg- ar. Hafa fjórir menn frá Lindsay veriS teknir fastir og sakaSir um að vera valdir að þjófnaðinum. * # * Sambandsstjórnin í Ottawa hefir falið viðski ftaráðunaut sínum á ít- aliu, W. M. Clarke, að fara rak- leitt til Spánar í þeim tilgangi, að undirbúa væntanlegan verzlunar- samning milli stjórnarinnar í Can- ada og spönsku stjórnarinnar. # * * Látinn er nýlega í Quebec, Ern- est Chouipard, einn af nafnkend- ari blaSamönnum iþess fylkis. * * * Fylkisþingið í British Columbia, kom saman þriSjudaginn hinn 4. þ.m. * * * Fimm menn voru teknir fastir í Calgary hinn 4. þ.m. fyrir að flækj- ast ölvaðir á götum bæjarins. Var hver þeirra dæmdur í tuttugu dala sekt. Er þetta hæzta sekt, sem menn hafa verið dæmdir í fyrir slikt athæfi, síðan aS stjórnar-vín- salan í Alberta gekk í gildi. Fyrstu vikurnar var fimtn dala sekt látin nægja. * • • Af skýrslum, sem nýlagSar hafa verið fyrir fylkisþingið í British Columbia, má það sjá, að á síðast- liðnu ári hafa íbúarnir í Victoria, keypt áfengi fyrir $90,000 að með- altali á mánuSi, en í Vancouver hefir verið variS til slíkra kaupa $295,625 um mánuðinn. • * # Leiðandi menn bændafélagsins að North Oxford, Ont., hafa kvatt til fundar i þeim tilgangi aS ræða um hvort ekki sé gerlegt aS mynda nýj- an bændaflokk innan vébanda fylk- isins. Þykir þeim núverandi bænda- flokkur orðinn íhaldssamur um of. • • • Aukakosning til sambandsþings- ins fór fram í Yale kjördæminu í British Columbia, hinn 6. þ.m.. Urðu úrslitin iþau, að frambjóðandi íhaldsflokksins, Grote Stirling, sigraði, meS hátt á fimta hundraS atkvæða, umfram gagnsækjanda sinn, Daniel Wl Sutherland, borg- arstjóra í Kelowna. — Yale kjör- dæmið hefir í háa herrans tíð að- eins sent íhaldsmenn til Ottawa. Síðasti þingmaður þess fyrir auka- kosninguna, var J. A. MacKelvie, er lézt um þingtímann í fyrra. ------o------- Bandaríkin. Eftir síðustu fregnum af Banda- ríkjakosningunum að dæma hefir Republicanaflokkurinn fengið ákveðinn meirihluta í ibáðum þing- deildum. Verður aðstaða stjórnar- innar því drjúgum betri en áður. * * * Fullyrt er að iGharles Evans Hugihes, utanríkisráðgjafi Cool- idge stjórnarinnar, mun segja af sér emlbætti innan skamms. Verð- ur þá heldur en ekki skarð fyrir skildi, því Mr. Huglhes er vafa- laust einn af allra áhrifamestu stjórnmálamönnum Bandarikja- þjóðarinnnar. * * • Síðastliðið sunnudagskveld, lést á Charlesgate sjúkrahúsinu í Cambridge, Mass, senator Henry Cabot Lodge, leiðtogi Republic- anaflokksins í öldungadeildinni, eftir alllangvarandi vanheilsu. Hann var á sjötugalsta og fimta aldursári. Mr. Lodge var hinn mesti áhrifamaður, mælskur, kapp- samur og óvæginn. Mun nafni hans lengi verða haldið á loftl fyrir ofurkappið, er hann lagði á það að koma í veg fyrir að senatið samiþykti Versalasáttmálann. Kom hann Isigri hrósandi út úr þeirri deilu. Mr. Lodge var útskrifaður í lögum af Harvardiháskólanum, en gaf sig þó aldrei við mála- færslu. Hann reit allmargar bæk- ur og munu kunnastar iþeirra æfi- sögur Washingtons, Hamiltons og Websters. • * * Látinn er nýlega að iheimili sínu í Brooklyn, New York, Laura Jean Libbey, ein af nafnkenduBtu kven- ritöhfundum sinnar isamtíðar. Hún var sextíu og tveggja ára að aldri. * * * Theodore Ghristianson, fram- hjóðandi Republicanaflokksins, hefir verið kjörinn ríkisstjóiri i Minnesota, en senatorsstððu hlaut Mr. Schall, sá er kepti á móti Magnúsi Jhnson. Mr. Kvale, bænda og verkaflokksmaður, var endurkosinn til neðri málstofunn- ar. * • * Ísilendingurinn mikilsvirti, John B. Gíslason, hefir verið endurkos- inn á ríkisþingið í Minnesota, sem þingmaður fyrir Lyon kjördæmið, með miklu afli atkvæða. Er Mr. GíslasOn einn af hinum mestu at- kvæðamönnum ísenska þjóðar- brottsins vestan hafs og hlaut með endurkosningunni verðskuldaðan heiður.— • * * Henry Ford, bifreiðakonungur- inn nafnfrægi, greiddi seytján miljónir dala í tekjusíkatt á árinu 1923. • * • Tvær konur voru kjö>mar til rílpsstjóra í síðustu kosningum, þær Mrs. Ferguson í Texas. og Mrs. Ross í Wyoming, báðar af 'hálfu Demokrata flokksins. Bretland. Verkamannastjórnin breska, sú er Ramsay MacDonald veitti for- ylstu, er nú farin frá vðldum, en við Ihefir tekið leiðtogi íhalds- flokksins, Stanley Baldwin, fyrr- um yfirráðgjafi. Er ráðuneyti hans þannig samsett: Forsætisráðgjafi — Stanley Baldwin. Fjármálaráðgjafi — Winston Churchill. Utanríkisráðgjafi — Austen Cham'berlain. Hermálaráðgjafi — Sir Laming Worthington EvanS. Flotamálaráðgjafi — William C. Bridgeman. Lord privy seal 1— Mark greif- inn af Salisibury. Leiðtogi efri málstofunnar — Curzon lávarður. Lord Chancellor — Cave greifi. Nýlenduráðgjafi ■— L. M. S. Amery. Indlandsráðgjafi — Birkenhead j lávarður. Loftflotaráðgjafi — Sir Samuel j Hoare. , . I Verslunarráðgjafi — Sir PhillipJ Lloyd Greame. Heilbrigðisráðgjafi — Neville Chamberlain. Landbúnaðarráðgjafi — E. F. L. Wood. Verkamálaráðgjafi — Sir Arthur Steel iMaitland. Dómsmálaráðgjafi — Sir Dou- glas Hogg. Innanríkisráðgjafi — Sir Will- iam Joynson Hicks. Mentamálaráðgjafi — Sir Eu- jstace Percy. Skotlandsráðgjafi — Sir John Gilmour. * * * * Látinn er nýlega í Lundúnum Frederick Miller ritstjóri blaðs- ins Daily Telegraph. • * • iMeginþorri stónblaðanna Ibresku, fara lofsamlegum orðum um hið nýja Baldwimsráðuneyti og telja stjórnarformanni Ihafa tekist val- ið upp á það allra besta. Blaðið Daily Telegraplh fullyrðir að Bretland hafi ekki haft jafn vel mannað ráðuneyti 1 háa herrans tíð. -------o------ Hvaðanœfa. Járnbrautarþjónar í Austurríki hafa gert verkfall og hafa sam- göngur þar áf leiðandi lent í hina mestu óreiðu. Seipel-stjórninni tófest ekki að komast að samning- um við verkfallismenn og ihefir hún nú sagt af sér. * * * Norska Stórþingið hefir neitað að nema vínbannjslögin úr gildi. • • • Við síðustu kosningar í Noregi, toiðu allar þær konur ósigur, er buðu sig fram til þingsetu. • • • Fregnir frá Melbourne í Ástralíu hinn 9 þ. m., aegja stórkostlegt tjón hafa hlotist af völdum vatna- vaxta í Victoriu, Queensilandi og Tasmaníu. * * * Samkvæmt fregnum frá Berlín hinn 10 þ. m. eru keiisarasinnar jafnt og þétt að tapa fylgi. * • « Forsetinn í Kína, Tsao1—Kun, hefir með opinberri tilskipan lýst yfir því, að stríðinu við Gen. | Chang Tso-Lin eé nú lokið. * * * Mexico-stjórnin Ihefir kvatt j heim alla ræðiiamenn sína, innan j vébanda breska veldisins. * * • Ægilegir landskjáliftar hafa J geysað í Algiers undanfarandi ogj orsakað feykilegt tjón. Fjöldi! manns hefir beðið bana og þrjú J þúsund standa uppi ráðþrota, án j skýli,s yfir höfuðið. Getnr C.P.R. staðist það? Fjárhagskýrslur C. P. R. félags- j ins virðast vera þannig, að það þurfi ekki að kvíða sérlega mikið, eftir þvi sem blaÖinu Toronto Globe nýlega segist frá. Er þar komist svo að orði: “Canada Kyrrahafs brautarfélag- ið blómgaðist löngu á'Sur en nokkr- um kom til ihugar að leggja Cana- dian Northern og Grand Trunk 1 Pacific brautirnar. Það er á allra | vitorði, að fjárhagur C.P.R. er góð- j ur og má það óefað þakka fyrir- Ihyggjusamri framkvæmdarstjórn. Félagið jós ekki fé sinu út, heldur lét sér nægja, að greiða hluthöfum tiu af hundraði í gróðahlutdeild og gerir svo enn. Fyrirhyggju má það hiklaust þakka, hve félagið enn er fjárhagslega sterkt, þrátt fyrir óáran, sem vitanleg hlýtur að koma niður á járnbrautarfélögum eins og ÞAKKARGJÖRÐ. (eftir Clinton Scollard) Vér ibændáfólk, sem fóðrum Ihjörð, og- fræi stráum plægðan svðrð, ó, Guð, fyr’ ávöxt allls á jörð, vér þökkum þér. •Og vér isem járnið hömrum heitt, og ihaglega temprum stálið beitt, ó, Drottinn fyrir dagkaup veitt, vér iþökkum þér. Og vér sem heyrum hjólsins gný, með hönd og viti stjórnum því, ó, Guð, fyr’ hlut vorn arði í, vér þökkum þór. Og vér sem byggjum bragna vé úr Ibrotnum steini’ og höggnu tré, ó, Drottinn, vinnu fyrir fé, vér jþökkum þér. Og vér sem námum erum í, þar aldrei lýsir sólin hlý, ó, Guð, fyr’ allan arð af því, vér Iþökkum þér. Og vér, ®iem yfir vötn og isjó í vindi beitum öldu-jó, ó, Guð, sem veittir gæði nóg, vér þökkum þér. Og vér sem huga vinnum með að vökva og næra lífsinstréð, ó, Guð, fyr’ alt sem oss hefir léð, vér þökkum þér. Um leið 0g börn þín biðja þig á böli þeirra að vinna svig, ó, Guð, fyr’ ljós á líftedns stig, vér þökkum þér. Adam Þorgrímsson . (þýddi lauslega) . EINMANA. (eftir Robert Burdette) Síðan hún fór heim, þá hafa skuggar kvöldsins komið fyr, og kyljur vetrar lengur herjað dyr; sem nístinglskul er isumars' blíður byr, síðan hún fór heim. í Síðan hún fór heim, þá 'hefir söngfugl sungið dapran óð, að sorgarstunum verða gl'eðiljóð, og hlátur eins og nöpur neyðarhljóð, síðan hún fór heim. Síðan hún fór iheim, við rúm er návist hennar helgað var, er hljótt, og enginn ibæ'lir koddann þar. Mittihjarta nýtur, engrar ununar, síðan hún fór heim. Síðan hún fór heim, mér finnast dagar langir líkt og ár, á ljðsið skyggir hræðsla’ og efi sár. Um dimmar nætur falla tregatár, síðan hún fór heim. Adam Þorgrímsson (þýddi) (Kvæðið birtist í sumar í ‘The Assistant Pastor,” ensku kirkjublaði, sem séra Adam Þorgrímlsison gefur út á Lundar.) öðrum og hefir gert. Þrátt íyrir ihinar góðu fjárhags- ástæður tjáist C.P.R. félagiÖ ekki geta sta<5iö sig viS lækkun þá, sem Crow’s Nest flutningsgjalda taxt- inn gerir ráö fyrir. Hvaða áhrif ætli lækkunin hafi þá á hin járn- brautarfélögin, sem minni máttar eru? -------o----- Ur hænum. % Prestsfcosning fórfram í Reykja- vík 25. okt. s. I. til annars prests- embættis við dómkirkjuna. Var séra Friðrik Hallgrímsison frá Baldur, Manitoba einn í vali og voru ihonum greidd um tuttugu og fimm hundruð atkvæði af um sjö- tíu og fimm hundruðum sem at- kvæði áttu og sýnir það hve á- kveðnir safnaðarmenn hafa verið að kjóáa séra Friðrik þar .sem fleiri eða færri af þeim hafa ef til vill staðið í þeirri meiningu að at- kvæðagreiðslan væri óþörf þar sem séra Friðrik væri einn í vali, en samkvæmt lögum verða kosningar fram að fara hvort heldur í vali er einn eða fleiri. um í Reykjavík. Mikill skaði er það Vestur-íslendingum að séra Frið- rik iskuli vera að hverfa frá þeim eftir svo langa og dygga þjónustu. þó er það nokkur bót í máli, að þjóðin Iheima fær að njóta hinna ágætu starfskrafta hans og góðu hæfileika. ------o------- Mr. Jón skáld Stefánsson frá Steep Rock P. 0. Man. kom til borgarinnar á þriðjudaginn. Zinoviev. Forseti Communista flokksins á Rússlandi, Zinoviev, er sagður, eins og þegar er orðið kunnugt, að hafa verið valdur að miklu leyti að falli MacDonald stjómarinnar brezku, sökum erindisbréfs til verkamanna flokksins, þar sem mælt er að hann hafi kvatt til beinnar stjórnarbylt- ingar. Maður þessi er sagður að vera all-einkennilegur og er honum nýlega þannig lýst í Bandaríkja- blaði: “Zinoviev er freklega meðalmað- ur á hæð, saman rekinn og hinn knálegasti. Hann hatast við auð- menn, og er svo illa við stjórnir, að jafnvel sovietstjórninni sjálfri stendur hálfgerður stuggur af hon- um. Og með fram, að líkindum til þess að bæta úr því, hefir Zinoviev fyrir nokkrum dögum beðið rúss- neskan almenning að taka það til greina, að þegar hann riti eða tali, þá geri hann það að sjálfsögðu í nafni Third International félags- skaparins, en ekki stjórnarinnar. Það er engum vafa undirorpið, að Zinoviev er líklegast einn jafn- áhrifamesti leiðtogi Communista- flokksins rússneska. Hann er hinn mesti mælskumaður og atfylginn mjög. Hefir hann náð svo sterk- um tökum á félagsskap þeim, er hann stjórnar, að fágætt mun vera. Er .hann manna fljótastur að finna hvert stefnir innan vébanda flokks síns, hvort heldur um er að ræða skref til hægri eða vinstri, það er að segja í íhalds eða framsóknar- áttina. Að persónulegu segulmagni jafnast hann ekki á við Trotzky. Hann gat sér tiltölulega litla her- frægð á dögum stjórnarbyltingar- innar og hefir tekið lítinn þátt í meðferð framkvæmdarvaldsins síð- an. En þrátt fyrir það, eru áhrif hans óútreiknanlega mikil. Honum er hverjum niannTbetur lagið, að vekja stéttatilfinning og koma ó- fróðari flokknum í skilning um, hve afar nauðsynlegt það sé, að rýma þeim efnaðri og mentaðri úr vegi. Zinoviev var einkar handgeng- inn Lenin á stjórnarbyltingartím- anum, og mun eiga honum að miklu leyti að þakka veg sinn og gengi hjá Communista flokknum rúss- neska.” Skólamentun metin til peninga. Forseti mentastofnunar þeirrar í Boston, Mass., er Boston Unl- versity College of Business Admin- istration nefnist, hefir nýlega gefið út eftirfarandi skýrslu um peningaverðmæti skólamentunar. Meðalinntektir óskólagengins verkamanns, eru metnar til $1, 260 um árið; manns, gem lokið hef- ir miðskólaprófi S2,200 en tekjur þéss, er útskrifast hefir af háskóla (University, eru áætlaðar að með- altali $6,000 á ári. Allar meðal- tekjur hvers einstaklings innan þessara þriggja stétta, upp til sex- tugs aldurs, eru þannig metnar: Verkamenn: $45,000, miðskóla- menn, $78,000, en háskólamenn, $150,000. Á það er einnig bent, að meginþorri þeirra manna, er strit- vinnu stunda, séu tilfinnanlega farnir að láta á sjá um fimtugs- aldur og færast nær (því marki, að verða að meira og minna leyti upp á aðra komnir, þar sem háskóla- menn á hinn bóginn vinni sér hvað mest inn um sextugt. Eftir- fylgjandi hugleiðingum bætir höf- undurinn við skýrslu sína: Menn þeir, sem ekki ganga skólaveg, byrja venjulegast að vinna fyrir sér um fjórtán ára aldur og hafa oftast náð hámarki um þrítugt, hvað launahæð vðvík- ur. Og kaupið verður, eins og áður var getið um, þetta um tólf hundr- uð á ári, eða tæplega það. Um og ár inn. Af Bandaríkjaskýrslum má það sjá, að sextíu af hverju hundraði manna þeirra, er ávalt hafa stundað stritvinnu, eru að einhverju leyti upp á aðra komnir, um sextugsaldur. Á árunum frá fjórtán til átján, þeim árunum, sem verja hefði átt til miðskóla- mentunar, nema allar tekjur verka- mannsins samtals yfir alt það tímabil hérumbil tvö þúsund döl- um. Áður en séra Friðrik sótti, fékk fimtugs ára aldurinn, fer svo hann áskorun um að sækja um em-, starfsþolið af eðlilegrum ástæðum bættið frá mörgum leiðandi mönn-iað bila, eftir látlaust strit ár út Flugför Amundsens til Norðurheimskautsins. Fregnir frá Kristjaníu þann 29. f. m. segja að capt. Roald Amund- sen verði foringi flugfarar til norðurheimskautsins á næsta ári. Ýmsum leiðandi Norðmönnum féll það illa, að ekkert varð úr förinni í ár, en Ihafa þó tekið ástæður Amundsens gildar. Þrír norskir menn hafa undir- búning fararinnar með höndum, þeir flugliðjsforingjarnir Risser- larsen, Dietrichsen og Ondal fyrlr tilstilli hins norska flugsam- bands. Fullyrt, að eitt af stór- iblöðum Breta hafi heitið því að leggja fram allmikið fé til farar- innar. Mælt er að amerískt kvik- mynda félag hafi boðið fram $75, 000 fyrir einka rettindi til þess að taka myndir á ferðinni. Búist er við, að leiðangur þessi verði haf- inn fyrstu dagana í næstkomandi maí-mánuði. Kosninga fyrirkomu- lagið á Englandi. Eini stjórnmálaflokkurinn á Eng- landi, sem í stefnuskrá sinni krafð- ist breytinga á núverandi kosninga- fyrirkomulagi, var hinn frjálslyndi flokkur undir forystu Herbert H. Asquiths, fyrrum forsætisráögjafa. Var þar í þessu sambandi meðal annrs komist svo að orði: “Núverandi kosninga fyrirkomu- lag nær ekki hálfa leið í þá átt að leiða fram hinn sanna vilja kjós- enda og er í mörgum tilfellum beinlínis villandi. Flokkur getur komist til valda, ef hann að eins hlýtur nógu mörg þingsæti, þó hann sé í ákveðnum minni hluta ihjá þjóðinni. í síðustu þremur kosn- ingum, hefir hlutfailið milli þing- mannafjölda og kjósendastyrks í hinum ýmsu ‘kjördæmum, verið til- finnanlega ójafnt. í kosningunum er til þess leiddu, að verkamanna- stjórn komst til valda, var rúmur þriðjungur af stuðningsmönnum hennar kosinn, eða lýstur kosinn, samkvæmt núgildandi kosninga- lögum, án þess þó að hafa nándar- nærri meiri hluta í hlutaðeigandi kjördæmum. AuSvitað gilti þetta og gildir að eins um einmennings- kiördæmi, þar sem fleiri ei tveir eru í kjöri.” Alt fram að umræddum kosning- um, voru leiðtogar verkamanna- flokksins næsta háværir um það, hve bráðnauðsynlegt þaS væri, að kosningalögunum yrSi breytt og hlutfallsk.osningar innleiddar. En hvort sem það var nú af því, að verkamannaflokkurinn komst í raun og veru til valda á göllum nú- verandi kosningalöggjafar eða ekki, þá er hitt þó víst, aS stuðn- ingsmenn hans á síSasta þingi, greiddu atkvæði á móti frumvarpi frjálslynda flokksins um það, að innleiða hlutfallskosningar. Verkamanna stjórn sú, er Ram- say MacDonald veitti forystu, beið ósigur í nýafstöSnum kosningum, eins og þegar er kunnugt, og frjáls- lyndi flokkurinn kom ekki að nema tiltölulega fáum irkmnum í þetta sinn. En eins og víst er að dagur fylgir nótt, á hann eftir aB ná sér að nýju, komast til valda og hrinda í framkvæmd mörgum þjóðnytja- málum enn, engu síður en í liðinni tíS og þar á meöal breyting á nn- gildandi kosningalögum Breta. -----o------ Frá Norftur Dakota. Kosningarnar fóru fram þann 4. þessa mánaðar, og úrslitin hér í North Dakota urðu þau, að Non- partisan League náði ríkisstjóra og neSri málstofu þingsins, en þeir sjálfstæðu efri málstofunni. Fjórir íslendingar hér í Pembina County sóttu um ríkis og County- embætti, og voru allir kosnir. Þeir eru sem fylgir: Jóhann Hannesson, Cav- aiier, gjaldkeri fyrir Pembina Co., endurkosinn: E. A. Brandson, Mountain, Commissioner (County ráðsmaSurJ, kosinn í fyrsta sinn; J. K. Olafson, fyrir þingmann, kos- inn í þriðja sinn; og Col. Paul Johnson, fyrir þingmann, kosinn í fjórða sinn. — Þetta er í fyrsta sinni, að fjórir landar hafa náð kosningu í einu hér í Pembina Co., og er þaö sönnun fyrir þvi, að landinn er aS færa slg upp á skaft- ið á stjórnmála leikvellinum. — Coolidge forseti var hæstur allra, sem sóttu um forseta embættið — hér í North Dakota. P. J.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.