Lögberg - 13.11.1924, Side 2

Lögberg - 13.11.1924, Side 2
61*. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER. 1924. Konopiste kastalinn. Fyrir nokkru síðan tó'k Banda- ríkjakona nafnkunn sér fertS á hendur til þess að fengnu leyfi að skoöa þenna einkennilega og fagra kastala, og frá þeirri ferð sinni segir hún í Bandaríkja timariti einu á þenna hátt: “Tuttugu mílur i suður frá borginni Prague í Bæheimi, stend- ur Konopiste kastalinn, draugaleg- ur og leyndardómsfullur. Útsýnið frá honum er hið fegursta, sem hægt er aö hugsa sér og víðsýnt. Kastali sá var sveitarsetur stór- hertoga Franz Ferdinants ríkiserf- ingjans austurríska. Kastali þessi hinn mikli stendur nú auður. Hin- um stóru sölum hans er lokað, fyr- ir kastalagluggunum eru hlerar. Dyrum hans er lokað með járn- slagbröndum, hliðunum á kastala- garðinum er læst meS járnlásum, og hús þjónanna, sem þar voru vanir að vera; eru tóm. Þannig hefir þetta verið síðan í júnímán- uöi árið 1914, er flögg blöktu stöng á hverjum tumi kastalans Herfylkingar í skrautklæðum opn- uðu hliðin fyrir gesti einum tign um, Vilhjálmi Þýzkalandskeisara sem sumar af smáþjóðunum litu upp til meS lotningu. Heimsókn þessi var prívat, og var enginn annar í för með keisar- anum en aðmíráll Von Tripitz. Á undan sér hafði keisarinn sent boð um, að hann langaði til þess að skoða kastalann og hinn blómum skrýdda kastalagarð í hinni aðdá- anlegu sumardýrö hans, sem orð- lagður væri um alla Evrópu fyrir fegurð. Daglangt dvaldi keisárinn í Kon- opiste kastalanum, og um sama leyti og hann fór þaSan, fóru þau Fer- dinand hertogi og kona hans Soffía út af kastalanum Hil þess aS vera við heræfingar í Bosníu. Þau komu alrdei framar til kastalans. í þess stað voru lík þeirra, eftir að þau höfðu verið skotin til dauðs, flutt til dómkirkjunnar í Vínarborg og jarSsett þar í grafhvelfingunni, sem geymir Ieifar keisarafólksins aust- urríska. Stórhertogi** var ásamt konu sinni myrtur 28. júní 1914 Réttum mánuði og sex vikum eftir að Vilhjálmur keisari heimsótti þau í Kpnopiste kastalanum, skall hið ógurlegasta stríS, sem menn þekkja, yfir heiminn. Á því fjögra ára tímabili, sem a eftir fór, ér flutti með sér dauða og eySiIeggingu, gafst mönnum lít- ill tími til þess aS minnast þessarar fyrstu “tragediu” stríðsins, og enn í dag er þaS hulið slæðum leyndar- dómsins—glæpur, sem ekkert hef- ir verið rannsakaður og enginn dómsúrskurSur kveðinn upp í, og líkindi eru til þess, að leyndarmál það verði aldrei opinbert, því allir þeir, sem kunnugir voru þeim mála- vöxtum, eru annað hvort dauSir nú eða þá að þögnin bindur varir þeirra sem lifa, þeim sjSlfum til verndar. Júní 1914—tímabil svo nærri, aS það er mörgum skólabörnum minn- isstætt. Svo fjarri, að ef Franz Ferdinand og konan hans kæmu aftur til Konopiste kastalans, þá myndu þau ekki þekkja sinn fyrri umheim. Valdsmanns sætið, há- sætið, sem Ferdinand var þá að þvi kominn að setjast í, er hrunið og riki hans eyðilagt eins gjörsamlega og Babýlon. Lyklarnir aS kastal- anum hans eru í vörzlum stjórnar- innar i Czecho-Slóvakiu, manna sem voru undirgefnir þegnar ríkis hans árið 1914. Fyrir tveimur árum siðan luku þeir lyklar upp Konopiste kastala- hliðunum, og eg eyddi heilum degi í júnímánuöi til þess að skoða kastalann og kastalagarðinn á meö- al angan blómyina,—rósa-garSinn, og það voru ekrur af þeim rauðum, hvitum, gulum, bleikum,— hið und- ursamlegasta samsafn af blómum í víðri veröld, og svo ilmþrungnum, að hinn minsti vindblær blés ilm þeirra út yfir veggi ‘kastalamúrs- ins. Leiðsögumaður mirn og túlk- ur var maður úr utanrikisdeild Bæheimsstjómarinnar; maður, sem var kqpnugur öllum atriðum, eíns og þau voru fyrir tíu árum síðan, og þvi, sem siðan hefir skeð. Það, sem hann sagSi mér, og það, sem hiS dulræna mál kastalans og blómagarðsins hvislaði mér í eyra, er hér skráð, en það er ekki allur leyndardómurinn, sem Konopiste- kastalinn hefir að geyma. Tólfta júni 1914 gengu þeir Vil- hjálmur keisafi, stórhertogi Fer- dinand og von Tripitz aðmíráll á meðal rósabeðanna i kastalagarðin- um og töluðu um efni, sem þeir voru sokknir niður í. Þeir gengu eftir löngum stigum, sem blöS blómanna höfðu fallið á, og að síS- ustu settust þeir inn í laufskála, sem stóð, þar sem garðurinn var hæstur, og héldu þar áfram samræðum sínum. I þeim lauf- skála, þar sem ekkert mannlegt auga leit þá, né heldur mannlegt eyra heyrði til þeirra, sátu þeir til miSaftans, og þegar þeir komu þaðan út, þá fanst hermönnunum. sem á verði voru og ákveðna skip- un höfðu um að láta engan inn í garðinn koma, að ihreyfingar þeirra vera þunglamalegar— fanst þeir líta út eins og menn, sem lengi hefðu veriS viS harða vinnu og væru þreyttir, og það hefðu þeir mátt vera, því á þeim degi höfðu þeir kastaS teningum um miljónir mannslífa. Á meðal blómanna ang- andi höfðu þeir lagt á síðustu ráð- in um hið ægilegast stríð, sem háð hefir veriS, og lokað siSustu samn- ingum um skifting herfangsins, kastaS út eldkeveikjunni, sem setti heim allan í logandi bál Eins og margir aðrir Ameriku- borgarar, þá hafði eg furðaö mig á því, hvernig aS menn gætu fengið sig tíl að hrinda af stað stríðum með köldu blóði, hvernig að þeir dirfSust að dæma heilar þjóSir til dauða og eyðileggingar, dæma þær til örvæntingar, armæSu og ekna- stands. Hinn þöguli mikilleiki ^kastala þessa gaf mér fyrstu bend- ingar til lykilsins að þeim leyndar- dóm. Kastalinn er með öllum sömu ummerkjum og Franz Ferdinand og prinsessan frá Hohenberg skyldu við hann. Hinir dýru gólfdúkar, veggja- og gluggatjöld, innanhúss- munirnir stoppaðir, meö flaueli og all og jafnvel hin dýrmætu mál- verk á veggjunum, voru eins og þau skildu við þau. í sumum her- bergjum gat að lita málverk af greifainnu Soffíu í fullri stærð. Á borðum liggja bækur, sem þau höfðu verið aö lesa, og hannyrðir eins og þjónustumeyjar hennar höfðu lagt þær frá sér. Og í háum glaskerum eru fölnuS blóm. Mynd- ir með eigin áskrift gefur að lita af þýzku og ensku konungafólki í silfurumgjörðum. En alt er þetta umvafið einhverjum fornaldar blæ og leggjast áhrifin frá honum þyngra á tilfinningu manns, þegar maöur gengur i gegn um herbergi þau, sem stórgreifinn og frú hans sérstaklega bjuggu í. Konopiste kastalinn er orðinn gamall, og hafa tilraunir verið gerðar til þess að færa inn í hann nýtízku þægindi; en þrátt fyrir alt það skraut, sem þar gefur að líta, þá er þar um hiinna af þægindum aS ræða en á heimilum kaupmanna í Bandaríkjunum. Eg taldi tylftir af svefnherbergjum, en sá að eins eitt baðherbergi, sem hefir hlotið aö hafa verið notað ekki að eins af fjölskyldunni, heldur líka af hátt- standandi gestum, sem heimsóttu hana. Herbergi þau, sem höfð voru handa tignum gestum, er aS garði báru, voru sjö að tölu, og bjó Vil- hjálmur keisari í þeim oftar en einu sinni, og voru ,þau praktuglega bú- in og í fornum stíl. í herbergi þvi sem sérstaklega var notaö til þess að klæða sig i, var stór þvotta- standur úr marmara og á honum stóð þvottaskál úr krystalli og vatnskanna úr sama efni, sem hlot- iS hefir að kosta afar mikið fé. Efri parturinn af standinum, sem er eins og baðker i lögun, og vörin vatnskönnunni, er úr silfri, sem er grafið með myndum og letri. fast við hann, þá fór mér að skilj- ast, að þó menn þeir, sem fund áttu með sér í rósskrýdda garðinum og þar tóku ráð sín saman til þess að steypa menning þeirri, sem í lið- inni tið hefir smátt og smátt veriö að þokast áfram, væru samtíöar- menn vorir, þá tilheyrðu þeir alls ekki hinu líðandi tímabili. Þeir voru ófriSar barónar. Hinn önn- um kafni heimur, með vísindi sín, listir, verzlun og iðnað, var fjar- læg skuggatilvera i huga þeirra. Mennirnir voru í augum þeirra annað hvort þrælar, eða hermenn, sem færir voru að eins um að þræla og berjast fyrir hinum ótakmark- aSi metnaði herra þeirra. Öll mentun, umhverfi og fortiS Vil- hjálms keisara, Ferdinands, von Tripitz og hertogainnu Soffíu, hafði mótað þau til stríðs og yfir- ráSa. Gifting stórhertogans. Konopiste kastali var uppáhalds- heimili Ferdinands og fjölskyldu hans.* Ekki samt sökum þess, að hann metti Bæheimsmenn meira en aðra þegna Austurrkis, né heldur sökum þess, að þeir ynnu honum, heldur fyrir þá sök, að afstaða her- togainnunnar var sérstaklega erfið í Vínarborg. Gifting hennar og rikiserfingjans austurríska árið 1900 var afleiðingar af hneyksli, sem ekki aö eins haföi orðið hljóð- bært um alla Evrópu, heldur höfSu sagnirn*r um það borist alla leiö til Ameríku. En áður en sú hneyksl- issaga barst út til Evrópu og Ame- ríku, var hún orðin mönnum kunn atlask verum; hin glitrandi kryst- í Vínarborg, og var þá hertoga- VII I i> M Hvt a8 þjast af L| í I fc, »4 synlegur. pvj Dr. ® i blíeCandl ogr bólK- I li 1« U mni gylllnlæfi? Uppekur8ur 6nau8- Chaæ a ulntment hjálpar þér strax. *0 cent hylki8 hjá. lyfsölum e8a frá Bdmanson, Bates & Co., Iamited, Toronto. ReynsluskerXur sendur 6- k»v-ir, ef nafn þeesa bla8« er tlltek- ■** 2 cent frímerk* —* inna Soffía, sem var þjónustumær Isabellu konu Vriðriks stórhertoga, náfrændi keisarans, rekin í burtu frá hirðinni. Isabella stórhertoga- inna átti tvær dætur, og hafði Aust- urríkiskeisari ákveðið, að Franz Ferdinand skyldi giftast annari þeirra. Það lá honum í léttu rúmi hvor þeirra það var. Þó var svo álitið, að þaö mundi verSa hertoga- inna María Kristín, sem var eldri. En Ferdinand kæröi sig um hvor- uga; þó hann að líkindum hafi bú- ist við, að verða að giftast annari hvorri þeirra á endanum. Ferdin- and var daglegur gestur á heimili stórhertoga Friðriks og sá þar oft og talaði við Soffíu, sem var bæði gáfuð og forkunnar fríð. Þau feldu ástir hvort til annars, ásta- mál, sem varð aö halda leyndu, þvi þó Soffía væri afkomandi aSals- fólks í Bæheimi, sem svo mikið til- lit var tekið til á hærri manna fé- lagsstöðvum, aS á móti henni var tekið með opnum örmum við kon- ungahirðir í Evrópu, þá samt var hún ekki nógu tigin til að verða kona ríkiserfingjans austurriska. Fundum elskendanna bar oft sam- an, eins og titt er undir slíkum kringumstæðum, og þau fundu stað í stórhertoga höllinni á afviknum stað, sem þau notuðu fyrir pósthús og skrifuSust þannig á daglega. En svo fanst þessi bréfageymslu- staður þeirra, og bréfin, sem þar fundust, voru færö stóhertogainn- unni. Hertogainna Soffía var rek- in úr þjónustu Isabellu, og þegar fréttirnar komu til keisarans varð hann æfur og hótaði aö loka Ferd- inand inni í fangelsi unz hann hætti slíkum barnaskap. E.n Fer- dinand var ekki eins auðsveipur og sumir aðrir af Habsborgarættinni, setn keisarinn hafði viðskifti við. Hann bauð keisaranum byrgin. Neitaði ákveðið að giftast kvon- fangi þvi, sem honum hafði veriS valið og lét ákveðið í ljós, aö hann hefði ráðiö viS sig að giftast Sof fíu. En það var ekki hægt á neinn ann- án hátt en þann, samkvæmt sið- venjum Hapsborgarættarinnar, að hann afsalaði sér öllu tilkalli til rík- iserfða, en Ferdinand var jafn- ákveðinn í aö gjöra það ekki og aS hann var í því að giftast Soffíu. En sökutn þess, aS gifting rikiserf- Austurríki var ekki lög- að hann fengi samþykki tngjans 1 leg, nema Þegar maöur gengur i gegn um barna herbergið 0g skólastofuna, sér maður litlu hvitu rúmin og skápa fulla af bókum. Eg kom inn litlu kastalakirkjuna. Á veggjum hennar hanga krossmerki og Mad- onna myndir eftir hina eldri lista- menn. Þar lika er maSur umvaf- inn þunglamalegum fornaldar blæ. Eg sá göng, sem voru þakin frá gólfi og upp í loft með sigurmerkj- um veiðimannanna, hófum, horn- um, feldum, dýrahöfðum af nálega _ (___________ 10 öllum þektum dýrategundum Eft- keisarans, tók Ferdinand það rað, litsmaður kastalans, sem áður hafði ag iýsa yfir þvi, aS hann gæfi Vín- verið, aðal leiötogi veiðiferða kast- arbústað sinn Soffíu til heimilis og alamannna, benti á alt þetta með sv0 gæti hirðfólkið og Hapsborg- stolti og sagði mér, að sigurveiði- arráðið gjört það, sem því sýndist. merki þessi væru yfir 300,000 þar Hann vissi vel, aS slikt tiltæki i kastalanum og þar aS auki væri mundi vekja hneyksli, en hann vildi mesti fjöldi þeirra i öðrum bú- heldur þola það og fylgja dæmi stöðum, sem sfórgreifinn hefði átt. Rudolf krónprins, sem lét lifiS “Hans hátign,” sagði eftirlitsmað- með ástmey sinni, heldur en að urinn, “var álitinn bezta skyttan í yfirgefa Soffíu. Evrópu.” Næst fórum við inn í Keisarinn dró aö veita leyfi sitt safn-salinn, St. George salinn, sem um tima, en þegar að hann sá, að svo er nefndur. Þar er ekkert að samband þeirra var líklegt til að sjá annað en málverk, dýrindis verSa varanlegt, þá lét hann undan veggjatjöld og myndastyttur, sem og giftingin fór fram, en áður urðu gjörðar eru úr marmara, fílabein- þau bæði að leggj^ eið út á, að um, silfri og dýrindis steini, af j krefjast aldrei rikisréttinda í Aust- veiðiguðinum. Stórgreifinn hafði urríki, hvorki sjálf né heldur af- ferðast yfir tvær heimsálfur til þess komendur þeirra. áoffia var að leita að eftirliking hins heilaga gjörð að prinsessu, en sá tignar- Georgs, og hafSi keypt heil söfn til titill er í minna áliti í Austurríki, þess að hann gæti valið úr þeim en stórhertoga titillinn. Keisarinn eftir hentugleikum þaö, sem honum vildi taka Soffíu í sátt, en aðrir í geöjaðist bezt að fyrir safn sitt, j Hapsborgarættinni, aftóku þa^, og sem að hann hafði fylt með verð-1 af því að þeir voru um ^ttatíu að mætum listaverkum frá miöalda- timabilinu. Þegar ég var stödd í St. George- salnum og skothúsinu, semier á- tölu, þá mátti vilji þeirra sín meira við hirðina en keisarans. Soffía, sem nú var prinséssa Hohenfcerg, kom nokkrum sinnum á almenn mannamót, en dró sig í nlé bráðlega, því hún jjat ekki stað- iö gegn þeim kuldaíírolli, sem þar lagði um hana. Á þeim tveimur danssamkomum, við hirðina, sem hún kom á, hóf maður hennar dansleikinn með skrúðgöngu, en hafSi eldri dóttur Friðriks stórher- toga sér til aðstoðar. Næstir hon- um gengu ættmenn Hapsborgarætt- arinnar og síðast fór Soffía ein- sömul, og var slík móðgun henni ofurefli, svo hún fór burt úr Vín- arborg og til kastalans í Bæheimi, þar sem hún fæddi manni sínum tvo syni og eina dóttur. óeirðarfullir harðstjórar í Bæheimi. Það er leiðinlegt aS þurfa að skemma það, sem virðist vera fag- urt og skáldlegt ástaæfintýri, en hjá því verður ekki komist, þegar minst er á upplag þeirra Ferdin- ands og Soffíu Hohenberg, því hvorugt þeirra átti yfir að ráða neinum fínum eða viSkvæmum til- finningum. Þau voru haröstjórar í orðsins fylsta skilningi, og þau sýndust hafa sérstaka ánægju af því, að láta það koma niður á öðr- um, sem þeim þótti svo óþolandi að líða sjálfum. Soffía, sem var far- in að tapa allmiklu af fegurð sinni þegar hún kom til miðaldurs, varð nærri því ókurteis í viðmóti. Hún gat ekki þolað í kringum sig laglega þjónustumey, og þjónustumeyjar hennar urðu að vera laklega búnar og í föt, sem komin voru úr móð. Við vinnufólkið og eftirlitsmenn kastalans var hún yfirburða dramb- söm og stolt. Engin af hjúum hennar þoröu með nokkru móti að kaupa muni í hús sín, sem henni mundi þykja óþar.flega skrautlegir, og þráfaldlega sendi hún kastala- yfirmanninn í hús fólksins til þess að njósna, og ef hann fann nokkuð í húsum þess, sem ekki var stöðu þess samboBiS, þá dundi refsingin yfir það, sem var vanalega í því fólgin, að reka það úr vistinni með þeim ummælum, sem voru orðin að máltæki: “Ef þeir eru frómir, þá geta þeir ekki staðið sig viS þaB.” Ferdinand var ef til vill ekki eins illgjarn, en hann var þeim mun dýrslegri. Eftir því sem hann hugsaði meira um afstöðu konunn- ar, sem hann unni og barnanna þeirra, eftir því óx hefndarhugur hans. Það eina, sem veitti honum vérulega nautn, var að drepa villi- dýr, ef dýr, sem alin eru upp undir hendi manna hans, geta kallast vilt. Veiðiflokkarnir við Konopiste kastalann urðu víðfrægir. Veiði^ menn frá Ameriku mundu varla kalla veiðiaðferðir þeirra drengi- legar; dýrin voru rekin út úr skýl- um sínum eins og dauðhrætt sauð- fé, og elt af þessum göfugu slátr- urum, sem stundum skutu þau úr þægindastólum sínum. Auk þess- ara heimaveiða, ferðaðist Ferdin- and til Afriku, Asiu og Canada, og alt af drap hann. Það stóS á sama í hvaSa átt dýrin leituðu til þess að forða sér, alstaðar voru varnir, sem þau komust ekki frm hjá, og urðu því aS gefa upp líf sitt. Það er eins og manni finnist nokkurs konar réttlæti í hinum sorglegu æfilokum þessa manns. Nokkrum dögum eftir hina sögu- legu heimsókn Vilhjálms keisara ti’. þess að sjá hina fögru blómareiti í kring um Konopiste kastalann, fórú þau Ferdinand og Soffía að horfa á heræfingar í austurriska hernum i Bosníu. Þau vissu, að þau áttu þar engum vinsældum að fagna, því Bosnía var fylki, sem Austurríki bældi undir sig meS valdi 1908. Þar bjuggu aðallega Suðurfylkja - Slavar, hugprúSir menn, sem í langa tið höfSu verið að berjast við að komast undan yfirráSum Tyrkja. í því stríði lagði Austurriki þeim aldrei lið, en hvenær sem slavneskt fylki eða partur af þvi braust undan oki Tyrkjans, komu Austurríkismenn og lögSu land þeirra undir sig. Því var öllum þeim slavensku fylkjum, að Bosniu meðtalinni, þungt í skapi til Austurríkismanna. Sunnudaginn 8. júní 1914 ók Hin stórhrífandi St. Lawrence leið til EVROPU Á þriðja farrými Cunard skipanna er ágætis fæði, bestu rúm. Opið skemtigöngu þilfar, fyrta flokks afgreiðsla og hrífandi útsýni á hinni fögru St. Lawrence sigling- arleið frá Montreal og Quelbec á haf út. Cunardi Line CANADISKAR SIGLINGAR. Skrifið eftir bæklingi um far- gjöld og siglingar eða finnið um- boðsmann Cunard Eimskipafélags- s. t The Cunard Steam Ship Co. Ltd. 270 Main St. WINNIPEG, MAN. stórhertogi Ferdinand ásamt konu sinni til móts, sem haldið var í bæjarráðshúsinu í Sarajevo. Á leiSinni var sprengikúlu varpað að vagni þeim, sem stórhertogahjónin óku í; sakaði hann þó ekki, en einn af fylgdarmönnum þeirra varð fyrir áverka. Þessu tiltæki reidd- ist stórhertoginn mjög, og þegar hann kom til mótsins ávítti hann borgarstjórann mjög harðlega út af þessu. Þegar þau hjón fóru af mótinu, skipaSi Ferdinand bifreiðarstjóran- um að fara óvanalega leið til spít- ala þess, sem varSmaður hans haföi verið fluttur í, en hún var mikið lengri en hin vanalega leið, sem farin var. Á þeirri leið þurftu þau að fara í gegn um þann part borgarinnar, sem lítil umferð var um, en jafnvel þar beiö hættan þeirra. Námsmaður einn beið þeirra þar með hlaðna marg- hleypu og skaut þau bæSi til dauðs á svipstundu. Það hefði staSið á sama, hvaöa ' leið stórhertoginn hefði valið sér þann dag eftir strætum Sarajevo borgar. í hverju einasta stræti biðu menn eftir hon- um. Það heföi staðið á sama, í hvaSa átt hinn merki maSur hefði snúiö sér, alstaðar voru óvinir, sem hann gat ekki komist fram hjá, svo hann varö að láta lífið. Eg spurði förunaut minn aS, hvað Bæheimsmenn héldi um þann atburð. Hann brosti og mælti: “Aljir vita, ]hver framdi morðið, Prinzip, sem síðar lét líf sitt i fangelsi. En hver lagöi á ráðin—eða eins og þið Bandaríkja- menn segið það, maðurinn, sem hærra er settur, það er leyndar- dómur. Við vitum, aS þaS var ekki stjórnin í Serbíu. Serbia var ekki búin að ná sér eftir Balkan- stríðið, og því í engum færum um að eiga á hættu stríð við sér sterk- ara ríki. Austurríkismenn unnu ekkert viS fráfall stórhertogans. Hann hafði komist í gegn um óvin- sældir sínar og til hans var litið sem atkvæðamesta herforingjans, sem til var í öllu ríkinu. Stjórnin vissi aS vísu, að stríð var óumflýj- anlegt og undir þeim kringumstæð- um var líf Ferdinands meira virSi en nokkru sinni fyr. Þeir- þurftu^ ekkert aö óttast í sambandi við rík- iserfingjann, því hinn óhamingju- sami Karl og aðdáanlega kona hans Zita, höfðu gefið ríkinu fleiri en einn rikiserfingja. Að því er keis- arann sjálfan snerti, þá var hann orðinn 84 ára gamall og búinn að gleym móögun þeirri, sem hann varð fyrir—og frú Kathe Schrart var eins skemtileg og hún nokkurn tíma hafði verið.” Eg minti fylgdarmann minn á, að hvorki keisárinn né heldur Aust- urrikisstjórnin hefðu tekiö sér frá- a fall Ferdinands nærri, og útförin hefði veriS haldin með eins lítilli viShöfn og hægt hefði verið að hugsa sér. “Skjöl stórhertogans voru öll tekin, og það er vist, að þau voru öll lesin áður en jaröarförin fór fram,” mælti fylgdarmaðurinn. “Segjum, að skjöl þau hafi skýrt frá leyndarmálinu, sem var undir- ritað og með samningum bundiS 12. júní 1914. Segjum, að Vilhjálmur Þýzkalandskeisari og von Tripitz hafi sýnt stórhertoganum fram á heiðarlegan veg til þess aS komast fram hjá eiði þeim, sem hann varð að leggja af við giftinguna. Segj- um, að þeir hafi sýnt honum fram á, að afleiðing af stríði, er Þýzka- land og Austurríki tækju þátt í, mundi algjörlega breyta landa- merkjalínum í Austurríki honum fram á, að ný ríki yrðu mynduð og lofað honum því, að synir Soffíu Hohenberg skyldu ráða fyrié þeim. Segjum, að Maxi- milian hafi átt aS ráða yfir Bæ- heimi, Póllandi og Balkan fylkjun- um og parti af Rússlandi, en Ern- est yfir Rúmeníu, og Soffía skyldi verða keisarainna og konunga- móðir. Getur þú ímyndað þér það ?” “Þægilega,” svaraði eg. k “Það eru fjolda margir aðrir, sem hefir fundist það sennilegt,” mælti hann. Við gengum hægt eftir götunni, lá í gegn um ilmþrunginn Eggert Olafur Arason Hann andaðist 3. október síSastl. á heimili sínu á Gimli, í Manitoba, eftir fjögra mánaSa þjáningar af “sarcoma”. Eggert Ólafur Arason var fædd- ur 14. febr. 1855, á Akureyri á Is- landi. Foreldrar hans voru þau: Ari Arason, húnvetningur að ætt, um langt skéið formaSur á eyfirzk- um hákarlaskipum, og Júdit Ingi- björg Guðjónsdóttir, ættuS úr Eyja- firði. Mun móöurætt Eggerts öll vera úr Eyjafjarðarsýslu. Til átj- án ára aldurs ólst hann upp í Húna- vatnssýslu, hjá Sveini Arasyni, föðurbróður sínum. Fór hann þá til móður sinnar og manns hennar, Sigurðar Jónssonar, sem þá voru búsett í Reykjavík. Nokkrum ár- um síðar fluttist hann, ásamt Pétri hálfbróður sínum, móður sinni og fóstra, til Akureyrar. Dvaldi hann þar æ síöan, unz hann fluttist af landi burt. Við EyjafjörS stund- aði hann sjómensku og hepnaðist ágætlega vel. Árið 1884 kvæntist hann Sigurlínu Jónasdóttur, frá Látrum á Látraströnd. Fóru þau hjón af landi burt til Canada næsta ár. Dvöldu þau þá i Winnipeg um hríS, síðar nam Eggert, ásamt Pétri bróður sínum, land í Lögbergs- nýlendu, Sask.; þar bjó hann þrjú ár, en hvarf síðan þaðan. Settist hann fyrst að á Gimli, en síðar reisti hann bú í Sandvík, sunnan- vert í Árnesbygð; bjó hann þar all- langa hríð. Þar misti hann konu sína árið 1911; hafSi hún þjáðst mikið og lengi af krabbameini, er loks leiddi hana til dauða. — Þeim hjónum varö tólf barna auðið; af þeim dóu fimm í æsku, en einn son- ur, Arnleifur, féll í heimsstyrjöld- inni, fullvaxinn og mannvænlegur maður. Börn Eggerts, sem á lífi eru, eru sem hér segir: Jóhann Gottfred, búsettur á Gimli, kvæntur Katrínu Jónu Jóhannes- dóttur, frá Búastöðum ' í Árnes- bygð. . Elíná, kona Hrólfs kaupm. Sigurðssonar í Árnesi. Jónasína, gift Theodore Péturssyni á Gimli. og Ingibjörg Júdit, uppeldisdóttir Mr. og Mrs. P. Tergesen, ógift. Tveir synir, Ari og Eggert, eru veiðimenn í Noröur-Alberta. Eggert misti konu sína frá börn- um á ýmsum aldri. TvístraSist þá heimili hans; var hann því heimil- islaus um nokkur ár, en hélt til á Gimli. — Síðar kvæntist Eggert, þ. 25. maí 1922, Jónínu Sigurrós John- son; er hún eyfirzk að ætt; for- eldrar hennar voru: Jón Jónsson, SkagfirSingur að ætt, og Rósa Mikaelsdóttir, ættuð úr Eyjafjarð- arsýslu. Jónína vár áður gift Árna Kristjánssyni, Jónssonar, frá Geit- areyjum; munu margir af eldri Vestur-íslendingum múna Krist- ján. — Sambúð Eggerts og siðari konu hans, varði rúm tvö ár, en samferðin var nægilega löng til þess að auka á gleði þeirra og gera hana, sem eftir lifir nú, auðuga að endurminningúm, sem varpa birtu tómleika stundirnar, sem fram- undan eru. Lengst af mun Eggert hafa stundaS fiskiveiðar á Winnipegvatni eftir að hann kom á þessar stöðvar, var hann mjög vel til þess starfa fallinn, duglegur og þrekmaSur mikill. Auk fiskiveiða var hann einnig vitavörður um tólf ára bil á Georges Island, í Winnipegvatni. Eggert var karlmenni að buröum, íturvaxinn, fagur að vallarsýn og fríður. Þótt kominn væri hann fast að sjötugu, bar hann sig ávalt sem yngri maður. Hann bognaði aldrei af völdum ellinnar—en sjúk- dómur sótti hann heim og lagði metki dauðans á hann f jórum mán- uðum áöur en friður dauðans féll honum í skaut. Eggert mun hafa verið dulur að eðli til, og sló tilfinningum sínum lítt út; er slíkt taliö einkenni þrótt- lundaðra manna. Þolgæði sýndi hann í síðustu baráttunni, mælti synt- airlrei æðruorð; hófstiltur, trúarör- uggleiki gerði síðasta áfangann hægari yfirfreSar, en ella myndi. Kærleiksrík og fögur var umönnun sú, er hann naut af hálfu konu sinnar í baráttunni við dauöann; aldrei veik hún frá honum að kalla mátti, en lét í té alt sem unt var, til þess að síSustu stundir hans yrðu sem þolanlegastar. Naut hún og hluttekningar og hjálpar bama Egg- erts heitins, en einnig af hálfu Pét- urs kaupm. Tergesen bróður hans, konu hans og barna; en einnig naut hún hjálpar margra annara, er af góðum hug léttu henni byrðina, vöktu og veittu hjálp á annan hátt; þar á meðal voru dætur hennar, er reyndu á allan hátt að gleðja stjúp- ... iv v * -1 föður sinn. Alla þá hluttekningu blomagarðmn, er ghtraði i geislum þakkar hún og biöur guS aö iauna kveldsolarinnar. Einu smni eða hana tvisvar leit eg aftur, og mér fanst hálfpartinn að eg mundi sjá menn- ina í einkennisbúninguryim koma út úr laufskálanum á hæðinni í garðinum, þar sem samtalið nafn- kunna átti sér staS í júni 1914. Þrjá menn. Dauði eins þeirra varð til þess að hiýnda á stað því ægi- legasta stríði, sem háð hefir verið. Annar í útlegð fallinn úr tigninni og veraldlegu valdi, og þann þriðja hrapaðan niður úr yfirforingja- stöðu i sjóher einnar af stórþjóð- unum og ofan í almenna borgara- stöðu. Því verður ekki neitaö, hugsaði eg, þar sem eg gekk eftir stígnum á meðal ilmþrungnu blóm- anna, sem glóðu í kveldsólinni, að það versta, sem hæg(j er að segja um mylnu guSanna, er, að hún malar seint.” Hættan, sem af því stafar, ef yfirborð hörundsins springur, liggur í þvi, a8 I holdiS komist bólga, sem leitt getur til blóöeitrupar. Bezta ná8i‘8 til aö koma I veg fyrir að spilling nái sér niðri er, a8 bera á hinn veika blett Zam- Buk, þessi óviSjafnanlega sótthreins- andi og græ'Sandi smyrsli. Sájlfsagt er a8 gera tafarlaust vi8 brunasár^og blöK'rur. Zam-Buk smyrslin nema sársaukann skjÍKtt á brott, draga flr bólgu og skapa nýja og hrausta hú8. Zam-Buk er svo árei8anlegt og nyt- samt meSal, a8 þaS hefir veriS kallaS "læknastofna 1 tveggja þumlunga kassa”. 50c. askjan, 3 fyrir $1.25, fæst hjá öllum 'lyfsölum. mjimt m au a fm PAíffCrowsNewSkih KVEÐJUORÐ til séra S. Oktavíusar Þorlákssonar og frúar hans, við burtför þeirra frá Selkirk til Japan 19. okt. 1924. Enn á braut þið ætliö halda okkur frá um djúpið'kalda. Skarö hér fyrir skildi verður. Sköpum renna enginn fær. Samvinnuna þítt vér þökkum, þúsundfalt, með huga klökkum. , Ykkur guð oss gefi aftur, glöö í anda, hjartakær. Vantrúarinnar villum eyddu, vegi drottins fagra’ út breiddu, lýstu upp strá og blöðin bleiku, böl og eymd svo verði kvitt. Kærleikans þar rósir reistu, réttlátri guðs forsjón treystu; þá mun alt, sem anda dregur, ávalt prisa nafnið þitt. Þú hefir áður þetta unnið, þú hefir geisla’ úr myrkri spunniS, þú hefir Japans þjóðarskara þrátt upplýst með kjarki og dáð; þar hefirðu brautir brotið, blessun guSs og hjálpar notiS; lífsins kraft með Ijósi friðar ljúfast eflft af kærleiks náð. Eilíf forsjón ykkur styðji, öllu grandi’ og meinum ryðji, þess vér óskum þítt af hjarta, þó nú hrynji tár af hvarm; farsælda ykkar ferðir krýni, frelsis bjarminn ykkur krýni, lausnarans svo feril fetið, falin drottins náöar arm. Margrét Sigurðsson. KVÆÐI, sem Eggert var jarösunginn frá lút- ersku kirkjunni á Gimli miðviku- daginn 8. október, að viðstöddu miklum mannfjölda. Sá er þetta ritar, jarðsöng hann. Akureyrarblöðin eru vinsamlegast beðin að birta þessa dánarfregn. Ástvinir hans, ekkjan'hans, bróð- ir hans, börnin bans, kveðja hann með orðum skáldsins góða: “Eikin sterk sem stráin veik — stráin veik, feykist burt meS feigðarleik— feigðarleik.” “Svikalaus og sálarhreinn — sálarhreinn gekstu fram að bana beinn— -* að bana beinn.” “Hné þitt höfuð hægt og rótt— hægt og rótt; hvíl í guSi: góða nótt!— góða nótt!” Sig. Ólafsson. ort til Guðmundar Bjórnssonar og Birbyttu konu hans, í silfurbrúð- kaupi þeirra 10. seftember 1924, í Vestur-Selkirk. Helgar ykkar heiðursstund heilög Sjöfn, er kærleik vefur. Hér á bliðri blómagrund, bezt er okkar kætir lund. Verndi þenna vinafund voldug mund, er stýrt oss hefur. Plelgar ykkar heiðursstund heilög Sjöfn, er kærleik vefur. Bandi trygöar bundust þið, blessun hlutuð Guðs og manna; ykkar leið um lifsins stig lýsir guð með ást og frið; trúföst standið hlið viS hlið, hér í öldum freistinganna. Bandi hjóna bundust þiS— blessun hljótið guðs og manna. Hér á ykkar hjónabraut háir náðargeislar risa, ei því fótur ýkkar hnaut, örugg stóðust sorg og þraut: yfir hóla, hjarn og-laut hendi guðs nam ykkur vísa. Hér á ykkar heiðursbraut háir náðar geislar rísa. Yfir stiguð undra margt, aflað lán og sigur hlotið, ■brattann klufuð býsna hart, brast ei þrek né kærleiks art, því á hæli hopað vart, hrannir stiklað, veginn brotiS. Yfirstiguð mjög svo mart, manndóm eflt^og sigur hlotið. I Drottins nafni dýra skál vér drekka viljum brúðhjónanna. Ströng er leið um lífsins ál; vor ljúf er ósk og hjartans mál, að forðist ykkur fals og tál, friðar veginn gangið sanna í drottins nafni. Dýra skál svo drekkum silfurbrúðhjónanna. Margrét Sigurðsson.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.