Lögberg - 13.11.1924, Blaðsíða 4

Lögberg - 13.11.1924, Blaðsíða 4
bis. 4 LOoBERG, f fMTUÐAGINN 13. NÓVEMBER. 1924. o IJogbcrg Gefið út hvem Fimtudag af Ihe Col- nmbia Press, Ltd., (Cor. Sargent Ave. & Toronto Str.. Winnip>eg, Man. Talaiman N-6327 o* N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor Ijtanáakiih tíl btaðaina: TKt eOLU!»lBI/\ PRtSS, Ltd., Box 317Í, Wlnnipeg, Utanáakrift ritstjórana; EOiTOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnipeg, Man. The “Lögberg” Is printed and published by The Columbia Press, Limited, in thfe Columbia Building, 695 Sargent Ave, Winnipeg, Manitoba. Þakklætishátíðin. í dag er ellefti nóvember, hin lögákveðna þakk- iætishátíb Canada. SumariÖ, meÖ öllu sinu lauf- skrúði og litfagra gróðri, er liðið. Haustið, árstíö sú, sem margir telja þá fegurstu, sem menn á foldu líta og sem einkanlega er fagurt hér i Canada, er líka að kveðja. Snjórinn, fyrsta haustfölið, er að hylja slétturnar, sem enn eru grænar. Fuglarnir, sqm sungu í laufi trjánna, eru aö fara til suÖrænna sól- landa, og og lauf trjánna fjúka fram og aftur hálf- visin, í vindinum, og veturinn er fyrir garði. Á þeim tímamótum er vel til falliö að nema staðar og líta fram og til baka,—til baka yfir sumarið liðna og það, sem það hafði að færa, og í einlægni láta hug- ann dvelja við gæði þau hin miklu og margföldu, er oss mönnunum féllu í skaut viö blíðviðrið yndis- lega, er vér nutum, við ánægjustundirnar allar, er oss veittust, og viö uppskeruna miklu, er forsjónin fram leiddi úr skauti jaröarinnar til viöurværis ungum jafnt sem gömlum. 1 margar aldir hefir það verið siðvenja einstak- linga og þjóða, að minnast uppskeru og fanga sum- arsins meö sérstakri þakklætishátið, og er sá siður bæði fagur og gagnlegur, — fagur sökum þess, aö í hon- um felst lotningarfull viðurkenning mannsandans um gjafmildan og gæzkuríkan alfööur, og gagnlegur fyrir þá skuld, aö hann vekur og styrkir í sálu mannanna tilfinninguna um þakklætisskuld þá, sem þeir eru í við þann, sem veitir og framleiðir þeim til lífs, og lotn- ingu fyrir náöargjöfum þeim, sem þeir þiggja úr foröbúri hins auðuga og umhyggjusama alföður. Með öðrum orðum: hann eykur þakklátssemi mann- anna, sem er ein af fegurstu dygðum þeirra. — Það er eitt af því ljótasta, sem hægt er að »segja um einstaklinga eða þjóðir í þessu sambandi, aö “gleymt er þá gleypt er.” Þegar vér litum í huga yfir uppskeruna, sem þetta frjósama land, Canada, veitti íbúum sínum á þessu liðna sumri, þá er hugur vor fullur þakklætb. Hundruðum miljóna hafa ibúar landsins safnað í kornhlööur sínar, aðrir auð fjár úr námum, sjó, vötn- um, skóglendum og afrakstur búfjár, svo að fá ár i sögu þessa lands hafa gefið mönnum, þegar um heild þjóðarinnar er talað, meiri eða betri arð. Að vísu skal það viðurkent, að uppskera manna hefir mishepnast á sumum stööum í landi þessu. Frostið hefir tekið toll, ryðið hefir rýrt uppskeru manna, og þurkarnir hafa dregið úr henni á ýmsum svæöum í landinu. En jafnvel þeir menn, sem þeim erfiðleik- um hafa orðið að mæta, eins og hinir, sem fulls arðs hafa notið, hafa fyrir óendanlega mikið að þakka, þegar afkoma þeirra og ástand er borið saman viö af- komu og ástand sumra annara þjóð, er skort ihafa þurft aö líða og orðið aö berjast áfram með efni sín gengin til þuröar, iðnaðarstofnanir sínar eyðilagðar, verzlunarsambönd slitin, og fólk sitt þreytt og þjakaö eftir heimsstriðið mikla. Canada fór að vísu ekki varhluta af því stríði, eins og menn vita, og mörgum hér veitti það mörg sár og djúp, sem enn eru ógróin. En Canadamenn hafa aldrei átt við skort að búa. Canadamenn hafa aldrei þurft að óttast að vera reknir frá heimilum sín- um af æðisgengnum ofsamönnum og sviftir eignum og aöstoð, eins og átt hefir sér stað hjá sumum öðr- um þjóðum. Og fyrir það eitt út af fyrir sig geta Canadamenn verið óendanlega þkklátir. Vér sögöum í byrjun þessara hugleiðinga, að ]>akkarhátið þessi væri ákveðin meö lögum í Can- ada, og lætur það ef til vill illa í eyrum sumra, að með lögum þurfi að knýja menn til þakklætis. Þó mun það ekki hafa verið aðal atriðiö, sem vakti fyrir Canadastjórn, þegar ákvæði þetta var gert, heldur hitt, að um leið og þakklætis hugsjónin var færð út að stríðinu loknu, i voninni um allsherjár frið - á meðal manna og unninn sigur, 'þá ékyldu menn al- frjálsir fá notið dags þess, sem settur var til síðu til þakklátrar minningar um hinar óteljandi velgjörðir alföðursins—heima fyrir og út í frá, og um vonina um varanlegan heimsfrið og bræðraband á meðal mannapna. v , Þakklætishátíðin er nú orðin annað og meira, en uppskeruhátíð, hún er líka orðin almenn þakkarhátíð fyrir hverja þá husgun, sem boðar frið og sátt á meöl allra þjóða og viðleitni mannanna til þess að útrýma heift, en efla kærleika. ------o----- Hvar stöndum vér, — “Þeir vildu ckki koma.”---- “Sá hann þar mann nokkurn, er ekki var klæddur brúðkaupsklœði” — — Orð þau, sem tilfærð eru hér að ofan, standa, sem kunnugt er, í einni af dæmisögum Jesú í nýja testa- mentinu. Þau eru tveir ljósir og máttugir drættir í mynd þeirri hinni miklu hjá Matteusi (22, 1-14J, þar sem meistarinn með fáum, úthleyptum og ógleyman- legum orðum lýsir mótþróa mannlegs og syndugs hjarta gegn náðarboöinu hans, hér í timanum og inni í eilífðinni—eða, öllu heldur, afdrifum þeirra sálna handan við haf dauðans, sem ekki vilja tileinka sér hér í lífi leiöarljósið frelsarans né þiggja af honum skrúða þann er, samkvæmt orðum Jesú sjálfs, einn gildir í veizlusal föðursins—sælunni eilifu. Þrátt fyrir það, þótt þessi eilífðar-skuggsjá meistarans frá Nazaret hafi í nitján hundruð ár blasað hrein og djúp við augum mannna, eru margir, þó ó- trúlegt sé, enn að bollaleggja um tilveruna handan við gröf og dauða, eða jafnvel um það, hvort slík tilvera sé nokkur til. Og svo er mikið öfugstreymið í mörgu mannshjartanu, að heldur en að líta með frjálsu og óhindruðu trúarauga inn í þessa skuggsjá meistarans mikla, þá eru menn að fálma, hálfblindaðir af sérþótta eigin hyggjuvits, inni í hálfrökkri “vísindalegra til- rauna”, eftir sambandi við hina framliðnu því til sönnunar, að ekki sé alt úti við endalok tilverunnar hér. Það er eins og slíkir menn uni sér betur í hálfmána- birtu eigin takmarkaðs skilnings, en í alvizkuljósinu hans, sem sagði: “Eg em heimsins ljós”, og “Hver, sem elskar sannleikann, sá hlýðir minni röddu.” — Jafnvel ýmsir þeir menn, sem í heiðri segjast hafa oröin meistarans, virðast ganga með Ihulu fyrir and- legri sjón sinni, þegar þeir líta í skuggsjána hans þá, er hefir að geyma myndina af tilverunni hjá guöi í eilíföinni. Hvilíkt sorgarefni! Það hið sama, er Jesús grét yfir forðum, er hann leit til Jerúsalems- borgar og sagði: “En þér hafið ekki viljað.” Hvar stöndum vér, lúterskir íslendingar, og hvar höfum vér staðið? Myndi meistarinn þurfa að gráta yfir oss, ef hann stæði nú líkamlega á meöal vor? Myndi hann þá segja við oss: ”En þér hafið ekki viljað”? Lm þetta ber nú að hugsa. Og um það hafa ýmsir trúir boðberar frelsarans sagt og sungið margt orð á liðnum árum, austan hafs og vestan, til þess ef verða mætti, að þjóð vor — allir Islendingar — fengist til að hta með óhindruðu trúarauga inn í skuggsjána guð- legu, er birtir mönnum skýringu á ráögátunni miklu_ mestu , er mannsandinn er sí og æ aö reyna að ráða, —þeirri um tilveruna inni í eilífðinni. Eins og kunnugt er, hefir enginn hér vestra flutt íslendingum boðskapinn frá Jesú meö meiri einlægni eða sterkari orðum, en séra Jón heit. Bjarnason. Seint og snemma söng hann—í óbundnu máli—með Hall- grimi trúarversið dýrðlega: “Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp eg líta má. Guös mins ástar-birtu bjarta bæði fæ eg reyna’ og sjá. hrygðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur frá.” Þetta vildi séra Jón út af lífinu, að vér allir gætum tileinkað oss. Þá—og að eins þá—-væri íslenzku þjóö- inni, þeirri er 'þann unni hugástum, borgið andlega og líkamlega. En hvar stöndum vér, og hvar höfum vér staðið gagnvart þessu alvöru-máli? Um þá spurningu ræðir séra Jón meðal annars í einni af hinum miklu ræðum sinum, þeirri á 20. sunnudag e. trín., út af áðurnefndu guðspjalli, sem hin tilfærðu upphafsorð greinar þess- arar eru tekin úr (’Matt. 22, 1-14^- Væri .séra Jón lífs á meðal vor—nú á síðasta ári áttunda tugs aldurs síns—, myndi rödd hans enn heyrast um þessi efni. En í þess stað birtast hér kaflar úr áöurgreindri pré- dikan, sem því miður varö að sleppa miklu úr vegna takmarkað rúms hér t blaðinu. Þeir, sem alla ræð- una kynni að vilja lesa, eiga aðgang að henni í “Guð- spjallamálum.” En þar eö eg hygg, að færri eigi og Iesi þá bók, en skyldi, þá eru ræðukaflarnir nú birtir, og eins til þess ef verða mætti að einhverjir fyndi út af því hvöt hjá sér til þess að kynna sér nánar verk þessa manns, er svo vel kunni að láta festuna “fornu” og frjálslyndið “nýja” syngja guði samtóna lof og dýrð fyrir sending “sonarins góða”, Jesú Krists. Það er all-erfitt að vinsa úr ræðum séra Jóns, sem flestar eru þannig bygðar, aö engu má helzt sleppa, ef að fullum notum eiga að koma lesandanum. Þó vona eg, að þráður hugsunarinnar hafi hvergi slitnað í þvi, sem hér er tekið upp. En allan ræðutextann hjá Matteusi þyrfti lesandinn að kynna sér. S. Sigurjðnsson. MÓTSPYRNAN GEGN GUÐS RÍKI. Eftir séra Jón Bjamason. ”Bn þeir vildu ekki koma.” I. Guðspjallið er, eins og þér heyröuð, saga í líking- arbúningi af gjörvaliri mótstööunni gegn hinu guðlega náðarriki frelsarans frá því fyrst, er hann í eigin sýnilegri heilagri persónu tók aö grundvalla það í Gyð- ingalandi, og alt til síðustu tíðar hinnar jarðnesku æfi mannkynsins, eða þangað til mannkynssagan í heild sinni fyrir fult og alt er runnin inn í eilífðina. Meiri hlutinn af dæmisögunni er spádómur. Frelsarinn sýn- ir þar hvílík mótspyrna muni á öllum ókomnum tím- um koma fram gegn boðskapnum hans.------------Og fyrst og fremst kemur þá mótspyrna þessi fram í því, að menn fást ekki til að viðurkenna hann, Jesúm frá Nazaret, eins og hinn heilaga guðs son og mannkyns- frelsara, afneita orðinu hans sem guðlegu sannleiks- orði, loka augum sinum fyrir almættisverkunum hans og kærleikanum hans, — í einu orði: halda sér van- trúuðum andspænis hinum frelsanda kærleika. II. Margur mætti nú ætla, að þessi hluti guðspjalls- ins, þessi spádómur um mótspyrnuna gegn guðs ríki frelsarans, kæmi oss tiltölulega lítið viö, fyrir þá sök, að þjóð vor íslendinga er ein þeirra þjóða, sem hefir átt því láni að fagr.a, að fá til sín boðskap kristindóms- ins endur fyrir löngu, hefir fyrir níu hundruö árum fengið kirkju Krists upp bygða yfir sig, fyrir jafn- löngum tíma lögbundið sjálfa sig til kristinnar trúar, hefir meira að segja að því leyti fylgst meö heimsmenn- ingunni, að hún hefir eignast kristindóminn hreinan og ómengaðan í þeim fullkomnustu trúarjátningum, sem til eru, — í þeirri mynd, sem hann er varðveittur og kendur í innan lútersku kirkjunnar, kirkju hinnar lútersku reformaziónar. Og ef svo líka sérstaklega er hugsað um hinn útflutta part af þjóð vorri, Vest- ur-íslendinga, þá eiga þeir vitanlega heima í landi, sem alment er réttilega talið kristið land og hefir það, meðal margra annara góðra hluta sér til ágætis, aö þar eru tiltölulega eftir fólksfjölda miklu fleiri kirkjur, en i nókkru öðru landi heimsins og að minsta kosti eins mikið gjört til þess að styðja ríki frelsarans og ihalda ljóái hans orða á lofti ,eins og nokkurs staðar ann- arsstaöar i heimi. Og frá því sjónarmiði mætti því fremur ætla, að hinn umræddi fyrri hluti guðspjalls- ins kæmi oss lítið við, — ekki nema að því leyti, sem vér að sjálfsögðu hljótum út af þeim boðskap að hugsa um mótspyrnunna, sem þeir, er fagnaðarerindið kristilega bera fram í löndum heiðindómsins eða fyrir hina kristindómslausu þjóðflokika 'heimsins, veröa sífelt að sæta. En þegar munað er eftir því, sem ’ vér allir hljótum að gera, að raunalega stórt brot af fólki voru beggja megin Atlanzhafs er sýnilega fallið frá kristindóminum, þá er auðsætt, að mótspyrnan, sem við er átt í fyrra hluta dæmisögunnar, kemur oss fullkomlega við. III. Hvar þjóð vor stóð í andlegu tilliti, sást ekki alskýrt, fyr en meðal hins útflutta parts hennar utan gömlu íslenzku ríkiskirkjunnar i nýju landi var farið að brjótast í þvi, að uppbyggja frjálsa islenzka kirkju. Hvað ófúsir menn voru þá til þess að vera þar með! Þvílíkur mótblástur, sem sá félagsskapur varö að sæta frá vantrúnni fyrir utan! Þá fór að rifjast upp fyrir mönnum hið raunalega orð frelsarans i guð- spjallinu: “Þeir vildu ekki koma.” Og líka vafa- laust sumt af því, sem á eftir kemur: “Þeir skeyttu því ekki”—hinu konunglega veizluboði: áskoraninni um að gjörast gestir í hinum andlega brúðkaupssal og að þiggja hina guðlegu rétti, sem þar eru fram reidd- ir— “og fóru burt, einn á akur sinn og annar til sinn- ar kaupverzlunar” — með öðrum orðum: sneru bak- inu við kirkju drottins, oröi hans og sakramentum. Og jafnvel þetta er ekki ókunnugt í hinni stuttu ktrkjusögu Vestur-íslendinga. “En sumir tóku sendi- mennina og smánuðu þá.” Því vitánlega hefir það ekki alt af verið sparað frá hálfu kristindómsmót- stöðunnar meðal fólks vors að gjöra þeim, sem kall- aðir hafa verið til þess að prédika hinn kristilega lær- dóm um synd og náð, til skammar, setja þá i andlegan gapastokk frammi fyrir öllum lýð fyrir það, aö þeir hafa haldið þessum boðskap að almenningi. Eina atriðið í ihinum umrædda spádómi drottins, sem ekki hefir komið fram í sögu hinnar kirkjulegu baráttu vorrar, er það, sem segir frá þvi, að sumir hafi tekið sendimennina og drepið þá. — Svo nálega allur þessi fyyri hluti dæmisögunnar er hvað eftir annað kom- inn fram vor á meðal i liðinni tið, og kemur oss því sannarlega við að þessú leyti.--------- IV. En þótt vér alls ekkert tillit tækjum til mót- spyrnunnar utan frá, þá kæmi spádómurinn þessi oss alt eins við fyrir því. Því vitanlega getur þetta orð: “Þeir vildu ekki koma”—og meiri hlutinn af mót- spyrnu atriðunum, sem þar með fylgja, og þegar er greinilega á bent — að meira eða minna leyti heim- færst upp á marga innan sjálfrar kirkjunnar. Marg- ir með, og þó jafnframt ekki með. Margir með, að eins í orði kveðnu;—með að því leyti, sem þeir láta telja sig til Krists lærisveina, rneð að því leyti, sem þeir hafa gefið leyfi til að rita sig inn í kristinn söfn- uð; en ekki með að því leyti, sem hjartað á ekki heima í guðs riki, viljinn náttúrlegi, óendurfæddi vantrúaði og syndsamlegi er látinn ráöa; ekki með að því leyti, ^sem málefni sáluhjálparinnar ihefir aldrei orðið þeim 'verulegt alvörumál; ekki með að þvi leyti, sem þeir hafa ekki enn fengist til að vera allir i guðs ríki; held- ur lifa eins og hálf-kristnir, hálf-heiðnir menn. Og þá hlýtur það aftur og aftur að koma fyrir, aö þeir, sem svona er ástatt fyrir, slái sér öðru hverju, stund- um jafnvel án þess þeir sjálfir taki nokkuð eftir því, i hóp með mónnunum, sem algjörlega eiga heima utan kirkju, og halda þaðan uppi árásum og ófriði gegn kirkjunni og kristindóminum,-------- V. Hin gleðilegu fyrirheit kristindómsins vilja þessir menn gjarnan tileinka sér, að minsta kosti þegar mót- Iætið er á ferðinni. Og litla freisting hafa þeir til þess að mótmæla sannindum trúar vorrar, eða draga þau í efa. En þeir vilja ekki koma, eru ófáanlegir til að láta áskoranina drottinlegu í kristindómsorðinu til afturhvarfs og lifernisbetrunar þoka sér úr stað. Þeir sitja fast við sinn keip, keip hinna náttúrlegu hugsana sinna og hins óendurfædda vilja sins. Þeir eru rétt eins og hinir herteknu menn hjá Rómverjum í fornöld, sem dæmdir voru til þess að vera róðrar- menn á herskipum þeirrar tíðar og voru bundnir með járnhlekkjum hver við sina þóftu; en þó að því leyti ólíkir þeim fornu galeiöuþrælum, að þeir finna lítið eða ekkert til fjötranna, sem halda þeim föstum, og vilja einmitt sitja þar kyrrir, fastir við sinn keip. Og þegar frelsarinn í orði sinu kemur, og býðst til að slita af þeim hina andlegu fjötra, svo þeir geti risið upp og lagt á stað inn i brúðkaupssal hans,—með öðr- um orðum: tekið þátt í gæðum guðs ríkis sem alfrjáls- ir menn—, 'þá vinda þeir sér með hægð undan því b°ði, halda dauða-haldi í þrældómshlekkina og sitja á- framihaldandi við sinn keip. Og svo gleymast þræl- dómshlekkirnir og frelsis-boðskapurinn verður þeim eins og tómt, innihaldslaust orð, — fagurt orð að vísu, að því leyti, sem það kemur með fyrirgefning synd- anna og von um eilifa sælu eftir dauðann, en samt___ af því að ekkert er sint iðran og afturhvarfi—eins og hljómandi málmur og klingjandi bjalla. VL Viðkvæði kristindómsins er: “Leitið fyrst”___um ^ram,f^ ^ undn öllu öðru—“guðs ríkis og hans rétt- lætis. En viðkvæðið í hjörtum þessara hálf-kristnu manna, sem hér er um að ræða, er: Hugsaðu fyrst um nokkuð annað: að sjá hinum jarðneska hag þínum borgið og fullnægja girndunum jarðnesku — og svo getur hitt alt, sem kristindómurinn heldur að mönn- um, komið á eftir. Gæði guðs ríkis góð, jafnvel ó- missandi að eiga i vitum sínum, hafa til ígripanna, þegar í nauðirnar er komið. En að öðru Ieyti koma þau ekki til greina. — Svona hugsa öll hálf-kristnu mannshjortun. Og að svo miklu leyti, sem slíkur half-knstindomur á aðsetur hjá oss innan kirkju, að þvi leyti er hið raunalega orð drottins: “Þeir vildu e 1 koma ásamt öllum þeim hluta dæmisögunnar, sem því tilheyrir, oss í fylsta máta viðkomanda.---- :.n með^ öllu því, sem nú hefir sagt verið um hálf- ristindóminn innan kirkjunnar, erum vér beinlínis komnir í hugleiðingum vorum inn i siðara hluta euð- spjallsins og dæmisögunnar.---------- VII. “Sá hann þar mann nokkurn, er ckki var klœddur brúðkaupsklceði.” Maðurinn, sem ekki var skrýddur brúðkaupsklæð- um,—það er grátleg sýning hinna hálf-kristnu, eða— sem er hið sama frá drottinlegu sjónarmiði—kristin- dómslausu kirkjumanna. öll mótspyrnan gegn krist- indóminum frá mönnunum, sem standa utan kirkju, hverfur algjörlega, þegar sú sjón blasir við augum vor- um. Vantrúin utan kirkju kemur oss þá ekki lengur við. Vantrúin innan kirkju—eða ef menn vilja það heldur: hinn öfugi, ókristilegí og fordæmanlegi hugs- unarháttur hjá sjálfum kirkjumönnunum, mótspyrn- an gegn vilja drottins hjá þeim, sem játa trú á hann, —þetta er það, sem frelsarinn er nú að sýna og segja raunasöguna af. Og raunasögan öll hér á jörðinni er sögð með því að geta þess, að maðurinn hafi staðið í brúðkaups-salnum, þegar konungurinn gekk þangað inn til að sjá gesti sína, brúðkaupsklæðislaus, í sín- um eigin óhæfilega búningi. 1 þessum flíkum hafði maðurinn gengið svo lengi, sem hann dvaldi hér á jörðinni; í þeim dó hann og var grafinn; og í þeim var hann þegar hann í eilífðinni kom fram fyrir drottin himins og jarðar. Það bar svo sem ekkert á því, að þetta væri raunasaga, svo lengi sem hann átti heima hér í þessu jarðneska lífi. Eða að minsta kosti var það engin raunasaga í augum mannsins sjálfs. Hann var svo hjartanlega ánægður með búninginn sinn. En þegar hann stendur augliti til auglitis við konunginn , þá getur engum dulist, að það hefir verið raunasaga, og ekki iheldur honum sjálfum; þvi hreist- ur sérgæðingsskaparins var þá óðara fallið af augum hans. Afdrif sögunnar fyrir eilífðina birtast nú. Hann er dæmdur til að ver rækur úr brúðkaupssaln- um, útlægur gjör úr hinni drottinlegu veizlu í yztu myrkur. Og maðurinn hefir ekki eitt orð fram að bera á móti þeim dómi. Hann hverfur þegjandi úr sögunni út i myrkrið. — Allir hálf-kristnu mennimir á jörðinni myndi vilja segja, að þetta sé harður dóm- ur og drotni kærleikans algjörlega ósamboðið. Og þeir myndi geta komið með nálega óteljandi býsna- sennilegar ástæður fyrir því, að maðurinn—að minsta kosti einhvern tíma seinna—hafi hlotið að vera tekinn til náðar. En í guðs orði er ekkert slíkt fyrirheit, og maðurinn dæmdi var sér þess auðvitað meðvit- andi, þegar yfir um var komið, að slíkt fyrirheit gat ekki verið til. Og hann þráði víst ekki neitt i þá átt. Lögmálið, sem ræður í hópi hinna útvöldu á himnum, var að sjálfsögðu þvert á móti vilja hans. Og úr því að því lögmáli varð ekki breytt, þá gat hann ekki átt þar heima, og vildi ekki eiga þar heima. Hann tók dóm- inum með þegjandi samþykki; þvi hann ihafði i raun- inni sjálfur felt yfir sér þennan dóm. VIII. En sleppum þessu, og hugsum í þess stað nú aft- ur að ending um það, hvers vegna maðurinn í dæmi- sögunni lét vera að taka á sig brúðkaupsklæðið áður / en hann kom fram í hinum konunglega veizlusal. Upp á ýmsu má geta. En alveg vist má^telja aðal- orsökina það, að maðurinn hafi frá sjálfum sér verið svo vel búinn, að hann hafi talið það sjálfsagt, að hann í þeim fötum myndi sóma sér prýðilega í hverju einasta boði og hvar sem hann yfir höfuð að tala kæmi fram meðal stórmenna heimsins—með öðrum orð- um: að hann hafi verið þess fullviss með sjálfum sér, að hann þyrfti ekki á hinum framboðna, konunglega brúðkaupsbúningi að halda-------þvi, sem á trúar- máli kristindómsins er kallað réttlætisskrúðinn frels- arans,, þ. e.: friðþægingin hans, fórnarlífið hans, og fórnardauðinn hans heilagi í vorn stað, allra syndugra manna.—Þegar menn hafna endurlausnarnáðinni,—sem fram er boðin fyrir guðs son, Jesúm Krist hinn kross- festa, — þá er aðal-orsökin sú, að menn finna ekki til syndaeðlis síns, — þykjast nógu góðir til þess að lifa upp á eigin býti. Allir slíkir eru eins og nýjar ýt- gáfur af fariseanum í annari dæmisögu Jesú, er framnii fyrir guði flutti hina ömurlegu bæn, sem allir hljóta að muna: “Guð, eg þakka þér, að eg er ekki eins og aðrir menn” o.s.frv. Slíkir menn skilja aldrei endurlausnarlærdóminn kristilega.---Þó að þeir að nafninu haldi friðþæging Jesú i trúarjátn- ing sinni, |á stendur hún þar eins og dauður 'bók- stafur. IX. Athugið þá vinir mínir vandlega, hvort ekki kann að vera svo ástatt fyrir yður. Sé svo, þá heyrir myndin af manni þeim, sem ekki var klæddur brúðkaups-klæði, yður persónulega til. Og það er fáráðlegt og hryggi- legt, að kallast kristinn maður, iþá er svo á stendur. Lærið að þek-kja syndir yðar og synda-eðli. Sleppið öllum sérgæðingshætti. Gjörist auðmjúkir og iðr- andi, andlega volaðir frammi fyrir guði himnanna, þá sjáið þér, að með hinu svo kllaða persónulega rétt- læti yðar getið þér ekki komist inn í himnaríki. Þá sjáið þér, að hinn andlegi búningur, sem yður sjálf- um tilheyrir, þó að hann geti litið prýðilega út í heimsins augum, er með öllu óhæfilegur til að birtast í i hinum drottinlega brúðkaupssal á himnum. Og þá verðið þér hjartans fegnir því, að þiggja réttlætis- skrúðann frelsarans. Miss Christobel Pank- hurst. Þegar eg á unglingsárum mínum í siglingum á skrautlegum lang- ferðaskipum, er færðu brezkum verzlunarkóngum dýrmætan varn- ing úr suðrænum löndum, sá hina grænu hóla og hæðir Englands koma upp jífir sjóndeildarhring- inn, hlakkaði eg æfinlega til að fá blaða- og tímarita ' böggulinn, sem móðir mín ávalt sendk mér og sem nú beið eftir mér hjá konsúlnum í þeirri hafnarborg, sem skipið mundi affermast í. Þegar eg svo var bú- inn að ná í blöðin og tímaritin og hafði fengið næði til að lesa, fann eg oft og tiðum langar ritgjörðir um kvenfrelsis hreyfinguna á Eng- landi og hinn hetjulega forsprakka þeirrar ihreyfingar, Mrs. Pank- hurst. Og á ferðum mínum um stóra Bretland var aldrei erfitt að hitta menn, sem ekki höfðu eitt- hvað að segja um kvenfrelsis- hreyfinguna, annað hvort með eða á móti henni. Margar og skringi- legar voru þær sögur, sem frétta- blöðin og tímaritin fluttu um bar- áttu þessara kvenna, , þrautseigju og trú þeirra á málefninu, sem þær voru að berjast fyrir. Þær voru farnar af stað til þess að vinna sér atkvæðisrétt og yfir höfuð jafn- rétti við bræður sína, karlmennina. öllum öðrum sögum fremri frá þeim tima, er mér minnistæð sagan um hinn sögulega rottufund þessara kvenna í Lundúnáborg. Það var rétt fyrir kosningar og mörg mikilvæg mál voru á dag- skrá, en það versta af því öllu var, að nú leit út fyrir, að konurnar mundu nú atkvæðisrétti. Sumum pólitiskum vindhönum rann þetta til rifja og báru þeir ráð sín sam- an, til þess að gjöra áform systra sinna að engu. Hvað ætti að taka til bragðs og hvernig ætti að fara, að, til þess að það yrði gjört af öðrum svo að nöfn þeirra sjálfra væru alveg hrein í augum kjósenda sinna? Og var það öllum augljóst, að þetta afreksverk þurfti að gjöra innan vébanda laganna, en öll sund virtust vera lokuð. Þá var það, að einn þessara miklu stjórnvitringa kom með hrottalega tillögu. Vis- dómur hans sagði honum, að eina ráðið til að gjöra úti um öll funda- höld kvennanna, bæði í Lundúna- borg og annars staðar væri það, að leigja götustráka, helzt innan lög- aldurs, til að veiða nokkur hundr- uð af hinum stóru og grimmu vatns- rottum, sem lifa í stórum nýlend- um með fram Thames fljótinu og nærast á því, sem skolpræsin úr borginni fær þeim. Þegar svo þessar rottur væru veiddar lifandi, mundu þeir með loforð um mikil laun fá götustrákana til að hleypa þessum lifandi rottum inn í fundar- al kvennanna, þegar æsingin væri komin á hæsta stig hjá þeim. Þessi tillaga var samþykt í einu hljóði. I leyni var hópur af götustrákum fenginn og þeim lofað gulli og grænum skógum — eins og póli- tiskir vindhanar eru vanir að gjöra þegar kosningar fara í hönd—ef að þeir að eins gætu veitt tvö hundruð lifandi rottur og slept þeim meðal kvennanna á fundi þeirra. í von um mikinn ágóða, gjörðu götustrák- arnir eins og þeim ihafði verið sagt og þegar hinn síðasti mikli fundag- ur kvennanna kom og hinn afar- stóri salur var orðinn troðfullur af vongóðum konum, sem komið höfðu til að meðtaka hina síðustu kosn- ingaroliu, biðu strákarnir þreyju- lausir fyrir utan með rottubúrin eftir að njósnarar þeirra gæfu þeim bendingu um að gjöra konunum rotturnar kunnugar. Á fundinum voru haldnar hríf- andi ræður, sem höfðú hin æski- legu áhrif á áheyrendurna. Hver taug í þessum konum var spent,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.