Lögberg - 13.11.1924, Blaðsíða 6

Lögberg - 13.11.1924, Blaðsíða 6
Bls. 6 Hættulegir tímar. Eftir Winston Churchill. “Það er sorglegt til þess að (hugsa, hvað rík frú Brice var, iþegar hún átti heima í Boston, og hvað hún er orðin fátæk nú. Ein vinnustúlka og lítið hús og enginn sumarbústaður — þau sem áttu svo stórt sumarhús, ^egar þau voru þar. Eg sit oft inni hjá henni og sauma og hún hefir aldrei minst á liðna sefi sína við mig. “Faðir þinn hefir eflaust sent þér fDemókratann’ með fréttunum af fundinum. Það eru greinilegustu fréttirnar, sem hafa verið birtar, og það var dáðst að þeim svo mikið, að pabbi spurði ritstjórann að hver hefði skrifað þær. Og Ihver heldurðu að hafi skrifað þær nema Stephen Brice? Pabbi skilur nú hvers vegna það var hik á honum fyrst þegar hann þauð honum að fara með sér á fundinn, og svo lét hann til leiðast. Og þetta er ekki endirinn. í gær þegar eg skrapp yfir um til frú Brice, sá eg hjá henni efni í nýjan, svartan silkikjól. Og eg gleymi því ekki meðan eg lifi hvað rödd hennar vair þýð, þegar hún sagði: “Þetta er gjöf frá syni mínum, góða mín, sem kom mér á óvart. Eg bjóst ekki við að eignast silki- kjól framar.’’ Eg er alveg viss um það, Jinny, að hann keypti efnið fyrir peningana, sem ha,nn fékk fyrir greinina um fundinn. Það var1 'hún, sem hann var að skrifa á leiðinni, þegar Clarence Colfax ónáð- aði hann. Lóa bar á hann, að hann væri að yrkja kvæði til þín.” Hér hætti ungfrú Virginía Carvel að lesa. Bver veit, hvort hún var búin að lesa þennan hluta bréfs- ins áður. En hún tók ibréf önnu milli fingra sinna og reif það í smátætlur, og fleygði svo tætlunum, svo að þær fuku fyrir vindinum og týndust' innan um laufin undir trjánum. Og þegar hún 3rom upp í her- bergi sitt, lá hið marghataða tolað “Missouri Demo- -crat” útbreiddur á borðinu hennar. Fáum mínútum síðar feom svört brunnin flyksa af því upp úr reyk- háfnum, sem gerði litlu ungfrú Brown, toókmenta- kennaranr), svo ihrædda, þar sem hún var á gangi fyrir utan, að hún hljóp til yfirkennarans og sagði að kviknað væri í reykháfnum. ------o------ XXI. KAPÍTULI. Ofurstinn er aðvaraður. Það verður að minnast á brottför Virginíu frá kvennaskólanum í Monticello. Pæstar ungar stúlkur útskrifuðust í þá daga. Það var nokkurt hátíðahald við þetta tækifæri. Stephen lag um það af tilviljun í “Republíkananum” og þar var þess getið, að ungfrú Virginía Carvel, dóttir Comyn Carvels ofursta, væri án alls efa sú fegursta meðal ungfrúnna, sem þarna væru. Hún var klædd í — en til hvers að skemma myndina? Enginn karlmaður myndi skilja nokkurt orð í lýsingunni, og ungu stúlkurnar gætu ef til vill hlegið þegar verst gegndi. Ungfrú Russell lék á ‘hið fegursta hljóðfæri, sem er til, mannsröddina.’ Skyldi hún hafa sungið “Auld Roibin Gray“? Ungfrú Maude Catherwood mælti fram “To my mother” á mjög áhrifamikinn hátt. Stepihen varð verulega skelkaður þegar hann las, að ungfrú Carvel hefði átt að jnæla fram kvæði eftir Elizábet Browning, en hefði verið hindruð vegna ‘óviðráðanlegra forfalla.” Sannleikur- inn var sá, og það frétti hann seinna frá Lóu Russell að Virginía hafði þverneitað að mæla fram kvæði Forstöðukonan hafði þess vegna mátt til að látá ofur- lítið lagaða fregn í blöðin, til þess, að orðstýr sinn fyrir aga í skólanum yrði fyrir engu tjóni. En það var líka annar maður, sem las þessa fregn með mjög nákvæmri eftirtekt, maður, sem lít- ið hefir komið við sögu nú um Ihríð — þessi maður var Eliphalet Hopper. Eliphalet Ihafði haldið áfram að komast hærra og Ihærra. Það er mjög vafasamt, hvort Carvel ofursti gerði sér fulla grein fyrir því, hversu þarfur maður Eliphalet var verslunarfirm- anu Carvel og Company. Eliphálet var kominn í þá stöðu, sem Hood, ráðsmaðurinn við verslunina, hafði áður haft. Ephum opnaði enn búðina á hverjum morgni, en Hopper var kominn inn í skrifstofupa áður en sæmilega Ihlýtt var orðið þar inni og svo gekk Ihann gegnum yöruhúsið og útsendingarhúsið, og néri saman höndunum til þess að sjá, hvort nokkrir kæmu of seint í vinnuna.^Mar^ir, sem höfðu unnið við verslunina áður, voru farnir, og nýir menn voru komnir í þeirra stað og starfsmönnum íhafði verið fjölgað. Nýju mennirnir óttuðust Eliphalet eins og fjandann sjálfan og keptust við sem mest þeir máttu til þess að þóknast honum; Eliphalet hafði einmitt ráðið þá, sem hann vissi að voru hræddir við sig. I augum þeirra var ofurstinn hátt upp hafinn yfir hversdagsáhyggjur heimsins. Hann kom í búð- ina á hverjum degi að vetrinum til. Eliphalet fylgdi honum með lotningu inn í skrifstofuna og kaliaði á bókhaldarann og sýndi ofurstanum toækurnar og gróðann, sem fór stöðugt vaxandi. öfurstinn hugsaði til Hoods og Ihinnar hálf skeytingarleysislegu ráðsmerrsku hans, og stundi um leið, þrátt .fyrir tvöfaldaðan ágóða. Hopper hafði bætt heilum héruðum í Suðvesturlandinu, sem var óðum að byggjast, á viðskiftaskrá ofurstans, en samt líkaði ekki ofurstanum við hann. Hopper hafði tsmám saman tekið eina ábyrgðina eftir aðra af herðum ofurstans yfir á sínar. Auðvitað komu fyrir atvik, sem voru leiðinleg leiðinleg, eins og t. d. burtvikning Hoods, sem hefði ekki komið fyrir, ef Eliphalet hefði ekki sannað svo að það varð ekki rengt, að gamli ráðsmaðurinn væri ónýtur. Hopper gerði ekkert annað en að hálfloka augunum, þegar ofurstinn setti gamla ráðmsanninn á eftirlaun. En vilji ofurstans var enn nógu sterkur til þess að jafn- vel Hopper varð að beygja sig fyrir honum, þegar hann á annað borð ætlaði sér eitthvað. Eliphalet var þess vegna æfinlega kurteis við Eplhum og varaðist að segja nokkuð, þegar hann heyrði til. á móti ódug- legum starfsmönnum og uppáhalds viðskiftavinum, sem enn höfðu reikning vegna einskærrar góðsemi ofurstans. Einn vordag, eftir að ofurstinn var kominn LÖGBERG, heim alvariegur á svip af flokk^þingi demókrata í Charleston, gekk Ephum í veg fyrir húsbónda sinn, þegar hann bom inn í búðina. Það var auðséð á and- litinu á Ephum að hann var í mestu geðsihræringu. “Hvað gengur að þér, Ephum?” spurði ofurstinn góðlega, “þú hefir ekki verið eins og þú átt að þér nú upp á síðkastið.” “Nei, húsbóndi góður, eg er það ekki ailveg.” Ephum lagði frá sér ryksópinn, gægðist út um dyrnar á einkaskrifstofunni og lokaði hurðinni hægt. “Herra Oomyn.” “Já”. “Herra Oomyn, eg hefi ekki neitt gott alit a þessum Hopper. Eg er Ihálf smeikur við hann.” Ofurstinn lagði frá sér blaðið, sem hann var að lesa í. “Hefir hann gert þér nokkuð ilt?” spurði hann rólegur. Svertinginn, sem var ekkert nema trúmeniskan, las aðra spurningu út úr andlitssvip vinar síns. Hann vissi vel að ofurtinn myndi aldrei lúta svo lágt, að spyrja undirtyllu unr framferði yfirmanns hennar. “Nei, og eg efast ekkert um að hann sé heiðar- legur maður. Hann er ráðvandur en hann er ákaflega séður maður. Og hann myndi ekki sýna nokkrum manni minstu vægð.” Ofurstinn stundi. Hann skildi það sem skilning- ur svertingjans fékk ekki gripið. Nýjar verslunar- aðferðir frá Nýja-Englandi voru sem óðast að koma í staðinn fyrir þær eldri, sparnaðurinn var að ryðja úr vegi örlætinu, sem' ihafði einkent gömlu verslan- irnar. Samkepnin var byrjuð, og isamkepnin er mis- kunnarlauís. Edwardfs, Jame/s og Oo. höfðu tekíð Yankee í félag með sér. Félagið hét nú Edwards, James og Doddington og það var ekki um það að villast, að herra Edwards var óvingjarnlegri í garð ofurstans en hann hafði verið síðan Eliphalet komst í ráðsmannsistöðuna við verslun hang. Þeir voru nú keppinautar en ekki vinir. En Carvel ofursti vissi ekki fyr en ldngu siðar, að Eliphalet hefði verið boðin staðan, sem Doddington fékk. Launaihækkunin Ihafði ekki haft hin minstu áhrif í ráðabreytni Eliphalets Hoppers. Hann bjó enn í einu heflNrgi í matsöluihúsinu hjá ungfrú Crane og hann borgaði mjög lítið meira fyrir matinn heldur en hann hafði gert fyrstu vikuna, er hann sópaði góllfið í búð Cavrelsí ofursta. BÍann var nú umsjón- armaður sunnudagaskólans í kirkju séra Davitts og gegndi öðru embætti í söfnuðinum. Hann las kvöld- tolaðið, sem ekkjan keypti, þegar hann kom heim á kvöldiij, og morguntolaðið las hann á skrifstofunni. Hann var sannur Púrítani í allri hófsemi og það eina sem hann lét eftir sér var að tyggja tóbak. Gjaldkerinn í Boatmans toankanum var toyrjaður á því 1869 að benda lítið kunnugum viðskiftavinum á herra Hopper og oftar en einu sinni ‘hafði hann séðst fara inn í skrífistofu, bankastjórans, sem al- menningur gekk ekki um. Eliplhalet fylgdi boðum ritningarinnar í viður- eign sinni við ýmsa skulduga viðskiftavini úr Suð- vesturlandinu. Þegar þeir notuðu stóryrði og buðu honum að mæta sér fyrir utan, þá minti hann þá á að það væri til toæði lögregla og fangelsi í toorg- inni. Hann var vanur að spenna greipar og brosa á þann hátt, sem er eiginlegur auðmönnum og hann þekti út í hörgul lögin um veðsetningar í mörgum ríkjum. En Eliphalet var ánægðastur með að vera í stöðu þeirri sem forsjónin hafði fyrirbúið honum og að því leyti getur hann verið mörgum manni fyrir- mynd. Hann hvorki keypti né tók á leigu samlsvæmis- föt. Hann var ánægður með að Híta eftir undirbún- ingnum fyrir dansleik um jólaleytið áður en Virginía fór til Monticello, en hann sat á stigapallinum eins og hann var vanur. Jakoto Cluyme, sem um daginn hafði verið að tala við gjaldkerann í Boatmans toankanum rakst á hann þar. Cluyme varð svo hrifinn af því með hve miklum kunnugleik hann talaði um verðhækkun og verðlækkun á sykri, bómull og hveiti, að hann Ibauð honum heim til miðdagsverðar. Þar með Ihóf Eliphalet innreið sína, ef svo mætti að orði komast inn á meðal heUra fólksins. Cluymes fjöl- skyldan hafði sannarlega á sér hdldri manna snið, um það var ekki að villast. Eliphalet sat við hliðina á ungfrú Belle og fékk að heyra þar mörg leyndar- mál um ýmsar af eldri ættunum, sem hann geymdi í huga sínum og ætlaði sér að nota í framtíðinni. Frú Cluyme afsakaði sig hvað eftir annað fyrir matinn, og sannast að segja var það ekki ástæðulaust að hún gerði það. Alt þetta hafði sína þýðingu, þótt það væri smámunir og sé ekki skemtilegt að lesa um. Jakoto Cluyme var vanur að kaupa hlutabréf rétt áður en þau hækkuðu í verði. Það var aðeins einn maður, sem Eliphalet stóð stuggur af a framfarabraut sinni, sá maður var kaf- teinn Eíla Brent. Ef ihann fann Eliphalet en ekki ofurstann í skriíjstofunni, þegar hann kom inn, þá gekk hann út, rétt eins og skrifstofan væri tóm. Allar spurningar hans voru æfinlega til Ephums. Einu sinni þegar Eliphalet hafði boðið honum góðan dag og ýtt stól til hans, hafði kafteinninn snúið bakinu við honum og gengið toeint til hússins á tíunda stræti, þar sem hann fann ofurstann einan við morgunverð. Kafteinninn settist niður toeint á móti honum. “Mér líkar ekki, ofursti,” sagði hann, án þesis að heilsa, ‘tnér líkar ekki að þú látir Hopper stjórna verslun þinni. Hann er enginn dánumaður skal eg segja þér.” Ofurstinn drakk kaffið sitt þegjandi. “Lige,” sagði hann með hægð, “ihann hefir næstum tvðfaldað tekjur mínar. Nú er alt orðið toreytt og ólíkt því sem var í fyrri daga, þegar alt gekk að óskum og maður hélt sínum gömlu viðskifta- vinum ár út og ár inn. Þú veist það sjálfur.” Kafteinninn saup stóran sopa af kaffinu, sem Jackson setti fyrir hann. ‘^Carvel ofursti, ” sagði hann með áheifellu, “hann er toölvaður óþokki og hann kemur þér á kald- an klakann, ef þú hlýðir ekki ráðum annara. Ofurstinn hreyfði sig hálf órólegur. “Bækurnar sýna^ að hann er áreiðanlegur, Lige.” “Já”, hrópaði Lige og (SIó hnefanum í toorðið, "áreiðanlegur svo að hvergi skeikar einum eyri. En ef sá maður verður einhvern tíma ofan á í viðskift- unum við þig, eða íhvern annan sem er; þá lætur hann MMTUDAGINN, 13. NÓYEMBER. 1924. kné fylgja kviði.” “Hann verður ekki ofan á. Eg er verslunarmál- unum kunnugur og gái að mér. Og nú get eg gefið mig meira að Jinny, þegar hún kemur heim frá Monticdllo — gengið ihenni í moður stað, sagði ofurstinn og lét á isig hattinn og hallaði stólnum aftur á bak. “Eg vil að hún hafi það toesta af öllu, Lige. Hún ætti að fara til Evrópu og sjá heiminn. Ferðin austur í fyrra gerði henni mikið gagn. Með- an við vorum í Calverts húsinu las Don eitthvað fyrir hana, isem afi minn hafði skrifað um Lundúni, og hún réði ekki við sig fyrir ákafa. Eg verð fyrst að fara með hana austur á ströndina og .sýna henni Carvels Ihöllina þar. Dan á hana ennþá. En nú er ekki um neitt að gera nema Lundúni og París.” Kafteinninn gekk þegjandi yfir að glugganum. Hann sá ekki gráu, rannsakandi augun, sem vinur hans 'horfði á hann með. “Lige!” sagði furstinn. Kafteinninn snéri sér við. “Hversvegna hættirðu ekki þessum flutningi á ánni og kemur með okkur til Evrópu? Þú ert ekki fertugur maður enn og þú ert toúinn að græða mikla peninga.” Kafteinninn hristi höfuðið. “Þetta er ekki tími fyrir mig til að fara burt,” sagði hann. Eg segi þér satt, að við megum eiga von á stórviðri.” Ofurstinn togaði hálf órólegur í hökutoppinn. Hér var að minista kosti maður, sem ekki tojó yfir neinum svikum. “Lige”, sagði ofurstinn, “er ekki kominn tími til þess að þú farir að gifta þig?” Kafteinninn ihristi höfuðið aftur með enn meiri ákafa en fyr. Hann treysti isér naumast til þesls að segja nokkuð. Hann hafði ekið með Virginíu eftir jólafríið yfir ána sem var þakin ísi iog alla Ieið til Monticelio. Það var komið kvöld, þegar þau komu til skólans og Ijósin 1 glugganum skinu á snjóinn undir trjánum. Hann hafði hjálpað henni út úr sleðanum og tekið í hendina á henni þar isem hún stóð á tröpp- unum. "Vertu sæl, Jinny,” hafði hann sagt. Mundu eftir hvað það er istuttur tími þangað til í júní. Og pabtoi þinn fcemur yfir um til þess að finna þig.” Hún hafði tekið í einn hnappinn á yfirfrakkan- um hans og sagt hálf kjökrandi: “Æ, kafteinn Lige! Eg veit að mér leiðist svo þegar þú ert farinn. Ætlar þú ekki að kyssa mig?” . Hann Ihafði kyst hana á ennið og ekið svo í ein- um spretti aftur til Alton og verið þar um nóttina. Fyrsta veijk hans daginn eftir, þegar hann kom til St. Louis, hafði verið, að fara beint til ofurstans og segja honum hispurslaust frá Ihvernig í öllu lá. “Mér þætti mjög slæmt að missa hana,” hafði ofurstinn sagt, en eg vildi iheldur að hún giftist þér en nokkrum öðrum manni, sem eg þekki.” ------o------- XXII. KAPITULI. Tákn tímanna. Vorið 1860' var tími kominn til fyrir Suðurríkin að taka Isína síðustu afstöðu. Jörðin skalt af gný fundarhaldanna og Stephen Brice var ekki sá eini, sem hugsaði um Freeportspurninguna. Tíminn var í nánd er ávextir hennar hlutu að koma í ljós. En á meðan hafði girðingarístaurasmiðurinn, maðurinn, sem hann dáðist að, Albraham Lincoln, farið austur og gert áheyrendumar í Cooper Union í New York forviða með nýjum röksemdafærslum og nýrri mælsku. Það var samskonar röksemdafærsla og sama mælskan, sem Stephen hafði undrast. Spurningin hafði eyðilagt hinn mikla demókrata flokk eins og hann, isem bar hana fram, .hafði spáð. Carvel ofursti fór á flofcksþingið í Charleston alvar- legur og óttasleginn, eins og svo margir meiri háttar menn úr Suðurríkjunum gerðu. Þeir krupu niður í gömlu Sankti Mikjáls kirkjunni og báðu um einingu og frið; um hugrekki til þess að mæta óhræddir þeim sem gerðu þeim rangt til. Valdir ræðumenn töl- uðu alla vikuna en árangurslaust. Douglas dómari hældi sér fyrir það að, hafa komist hjá því að svara spurningunni beinlínis. Hann sá fulltrúa isunnan- ríkjanna standa upp hvern á fætur öðrum. Þeir frá Alabama gengu út úr fundarsalnum og á eftir þeim fultrúar annara ríkja. Sunnanmennirnir höfðu elkki g'leymt Freeport villunni. Áður höfðu þeir elskað og virt dómarann, nú vildu þeir ekki líta við honum. Carvel ofursti kom heim þungbúinn á svip. Hon- um þótti vænt um samlbandið og fánann, Isem afi hanis Richard hafði barist svo frækilega fyrir. Fán- inn var arfur hans. Það var það isem vinur hans Whipple dómari sagði honum alvarlegur og lagði um leið hendina á hnéð á honum. En ofurstinn hristi höf- Uðið. Samræða þeirra um þetta hafði verið svo ró- leg, að það Ihlaut að vita á eitthvað óvanalegt. “Nei, Whipple,” sagði hann, ‘ft>ú ert'hreinskilinn maður og þú getur ekki lejmt því. Þið Norðanmenn viljið umfram alt taka af okkur réttindi, sem við höfð- um, þegar feður okkar isömdu stjórnarskrána. En svertingjarnir komu hingað í skipum frá Newport og Bristol ekki isíður en í skipum .okkar í Maryland og Virgioíu. Þeir eru hingað fcomnir og þeir voru komnir hingað þegar stjórnarskráin var samin. Þeim líður betur í þrældómi heldur en verksmiðjulýðnum ykkar í Nýja Englandi; og eg segi, að þeir séu ekki fremur hæfir til þess að nota borgaraleg réttindi heldur en kyntolendingurinn í Suður-Ameríku.” Dómarinn reywdi að grípa fram í fyrir honum, en ofurstinn stöðvaði hann. i “Og þó að þú hafir af mér þessa fáu þræla, þá kemurðu mér ekki á höfuðið fyrir það. En þú gerir mér samt eins rangt til og þú gerir vin mínum Samúel í Louisíana, sem á fimm hundruð þræla og á a'lt sitt undir vinnu þeirra. Á eg að vera svo eigin- gjarn að láta það afskiftlaust þótt hann og þúsundir annara séu gerðir öreigar? Carvel ofursti var svo hugsjúkur að hann fór ekki á framlhaldsfundinn af flokksþinginu, sem var haldinn í Baltimore. Á þeim fundi varð aftur ágrein- I ingur út af Mason og Dixons takmörkunum, Demo- kratarnir í nýju norðvestu^ríkjunum voru með Dou- Jf EDWARDSBURG CROWN BRAND CORN SYRUP pað er ljúffengt, hreint og viður- kent fyrir hin miklu næringarefni. er það hefir að geyma. Skrifið eftir EdwartlsburK Recipe bók The Canada Starch Co., Limited Montreal A Fríemi of th£ glas og Johnson en suðurríkin útnefndu Brecken- ridge og Lane á öðrum fundarstað. Ofurstinn var auðvitað þeirra megin. Það sumar gekk í miklum deilum. Hver isem tók þátt í þeim þóttijst geta ráðið toót á böli því sem var fyrir Ihöndum. öðrum megin voru svertingjalýðveldis aðdáendur, en hinum megin þéir, sem héldu fram það sem þeir kölluðu réttindi Suðurríkjanna. Þeir sem voru íhaldssamari og stóðu mitt á milli þessara tveggja andstæðuflokka, höfðu um tvo framtojóðend- ur ð velja, Douglas dómara og Isenator Bell. Dálítill hópur heiðursmanna, ileyfar hins næstum útdauða IWhig-flofcks, höfðu einnig komið saman í Baltim'ore. Þar sem þeir urðu að finna nýtt nafn fyrir flokk- sinn, nefndu þeir sig istjórnarskrár-samhandsmenn. Senator Bell var þeirra maður, og það sem þeir vildu gera var að gefa þjóðinni inn deyfandi meðal. Það var það sem Whipþle dómari isagði með mikilli fyrir- litningu við herra Clujrme, sem þá var ákafur stjóm- arskrár-samlbandsmaður. Aðrir menn, isem voru mestu heiðursmenn, voru líka stjórnarskrár.sambandsmenn, þar á meðal Calvin Brinsmade. Enginn skyldi tala með óvirðingu um Ihina heiðarlegu meðlimi þeissa flokks, þótt margir, sem voru veikir í stefnu, leit- uðu sér skjóls undir vængjum þess. Eitt sunnudagskvöld í maí sat dómairinn og var að drekka te hjá frú Brice. Dagurinn var eftirminni- legur að fleiru en einu lejrti, meðal annars af því að hann ávarpaði Step'hen þá í fyrsta isinn með fyrra nafni hans. “Þú dáíst að Abraham Lincoln,” sagði hann. Stephen, isem var farinn að þekkja dómarann, torosti til móður isinnar. Hann hafði aldrei þorað að minnast á grun sinn um ferðina til Springfield og Freeport við dómarann. “Steþhen,” sagði dóþiarinn, “hvað heldur þú um það, að Lincoln fái útnefningu hjá repútolíkanaflokkn um?” Maður heyrir ekki um aðra talað en Seward,” sagði Stephen þegar hann var búinn að ná sér eftir mestu undrunina. Það rumdi í dómaranum. “Helduriþú að Lincoln yrði góður forseti?” bætti hann við. “Eg hefi haldið það ávalt síðan þú gerðir mér þann mikla greiða að gera mér mögulegt að kynnaist * honum.” \ Þetta var djarflega talað. Dómarinn hnyklaði brýmar, en hann ávarpaði frú Brice næist. “Eg er ekki eins hraustur nú og eg átti að mér að vera ,en samt held eg að eg verði að fara á út- nefningarfundinn í Chicago.” Frú Brice mótmælti því með Ihægð að hann færi og sagði eitthvað á þá leið, að hann hefði gert skyldu sína í stjórnmálunum. Hann beið ekki eftir því að hún ljrtci við. “Eg tek yngri mann með mér, ef eitthvað sfcyldi koma fyrir,” sagði Ihann. Eg var toúinn að hugsa mér að fara meðl son þinn, ef þ'ú mættir missa hann.” Þannig atvikaðistl það. að Stephen komst á þennan stjómmálafund, sem var allra stjórnmála- funda stórko&tlegastur. Þar opnuðust augu íhans, svo að hann sá óvætt þann er sýgur blóð og merg úr lýðveldinu >— flokbsstofnunina. Seward hafði komið með fylgjendur sína frá New York og þeir fyltu fundarisalinn og voru reiðuibúnir að hrópa niður með ópi og gauragangi hvert nafn nema leiðtoga síns. RJÓMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL V ■ Thc Manitoba Go-operative Dairies LIMITKD -

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.