Lögberg - 18.12.1924, Qupperneq 6

Lögberg - 18.12.1924, Qupperneq 6
Bls. 14 LÖGBERG, HMTUDAGINN, 18. DESEMBER. 1924. u i* Hægri hönd dauðans eftir Svein Gunnlaugsson. Eg kann æfintýri, sem þannig WjóSar: “Dauðinn bauö einu sinni öll- um hjálpendum sínum til veizlu Eins og hann haíði búist við, kom mesti sægur boðsgesta, og allir voru þeir leiddir fram fyrir há sæti duaðans. Þegat allir boðs gestir voru komnir, tók dattðinn til oröa og mælti: “Boðið hefi eg ykkur öllum hingað í dag, góðir fé- dagar og samverkabræður, til þess að ganga úr skugga um það, hver ykkar er verðugastur fyrir þá heiðursstöðu, að yera æðsti ráðu- nautur minn, og bera þann tignar- titil að heita: Hægri liönd dauðans Gangið fram allir þér, sem álitið yður eiga tilkall til heiðursnafns- ins!” Sá fyrsti, sem fram gekk, var beinhoruð, ræflaleg vera, kinn- fiskasoginn með innfallin augu. “Nafn mitt er “Sultur”, mælti hann. “Eg hefi lagt þúsundir manna i gröfina, stundum hefi eg murkað úr þeim lifið, einurn og einum á einhverjum eyðistað, en stundum lika eytt þúsundum í ein- unt svip.” Dauðinn hneigði sig. “Gott, eg skal minnast þess,” sagði hann. — Komi sá næsti.” Nú gekk fram há og hokin kven- vera í síðum svörtum klæðum. “Eg heiti Sorg”, sagði hún. “Eg hefi rekið fjölda manna í dauðann, mörgum hefi eg lagt vopn í hend- ur, og marga hefi eg látið veslast upp í kyrþey. Er eg ekki verðug heiðursnafnsins ?” “Ef til vill dauðinn. Nú gekk fram maður, rödd hans var eins og málmgnýr og skothvell- ir, i blóðrauðum kyrtli var hann og bar sverð í hendi. “Eg er Stríðið — það er eg, sem rek mennina frá konuni og börn- um, bróður frá bróður, og sonu frá foreldrum sínum út í opinn dauð- ann. « . .Gefið mér heiðursheitið, enginn hefir dyggilegar til þess unnið en eg.”. Og hann sló á sverðið, svo þrumdi við. Dauðinn kinkaði kolli.— “Margt hefir þú afrekað,” sagði hann, “en venð getur, að einhver þykist eiga frekar kröfu til heiðursnafnsins en þú.” .... ... veit ekki,” sagði “Já, það ætla eg,” mælti vera ein. “Eg er sú, sem drep í hrönnum, unga sem g&mla. Allir skjálfa, er þeir vita mig í nánd—og allir hata mig—allir hníga, sem kenna hinn eitraða andardrátt minn. Eg er Drepsóttin.” * “Já, eg þekki þig, Drepsótt,” mælti dauðinm “Eru fleiri, sem gera kröfu til heiðursnafnsins ?” “Já, eg,” mælti rödd ein og fram gekk vera, sem var enn einkenni- legri og ógeðslegri en allar hinar. Þessi vera var klædd flikum, sem virtist vera sambland af búningi allra hinna, og hún bar á sér ein- kenni: Sultar, sorgar, fátæktar, neyðar, harms og spillingar. í hendinni bar hún skörðótt glas, sem fylt var vökva, sem logaði með bláum. gulum og rauðum litblsé. /• “Máske eg gæti komið til álita?” sagði veran. Röddin var ísmeygi- leg, en þ<> var undir ómur hennar svo andstyggilegur, að felmti sló á alla veizlugestina. — “Eg ein orka öllu, sem hin geta. Eg rek menn ina í sorgina, í sultinn, í fátæktina, örvæntinguna, í illdeilurnar og sjúkdómana — í alt það, sem eyði- lagt getur hamingju þeirra, og komið þeim á þitt vald. •—- Sjáið! sjáið" mælti hann og lyfti glasinu. Sjáið! hér er bikar hamingjunn- ar.” Hann tæmdi glasið, og það var einsog úr því rynnu logandi drop? ar, sem féllu til jarðar, og í ómin- um af falli dropanna heyrðust eins og andvörp og ekkastunur og tryll- ingslegir örvæntingar hlátrar. Dauðinn sat augnablik hugsi, svo hóf jiann höfuðið og mælti: “Rétt segir þú, þú ert jafn stórvirkur og öll hin til samans, — þér ber heið- ursnafnið með réttu.” Og Baccus hneigði Sig djúpt fyr- ir hásæti dauðans og tók á móti tignarstöðunni og heiðursheitinu. Æðsti ráðunautur og hægri hönd dauðans. Og enn ber hann nafnið. Frá alda öðli hefir hægri hönd dauðans, i mynd áfengra lokkandi drykkja, spent um heiminn hel- greipar sínar. Blóðugir eru val- kestirnir — válegt er bölið — og Guð einn fær talið andvörpin og tárin, sem helgreipin þessi hefir fram kallað. Áfengisnautnin á íslandi er ja,fn- gömu! þjóðinni, því áður en ísland bygðist voru drykkjuveizlur tíðk- aðar af forfeðrum vorum, og þótti jafnan lítill fagnaður í samkvæm- um, ef öl brast. En þó var líkn með raun. Þá þegar i fyrnsku, hafa hinir spök hermdarverkanna, sem þá voru ustu og beztu menn séð hver vá- unnin, hafi verið lögð á undir á- ‘ hrifum áfengis.— Og spilling siðanna, sem sögurn- ar segja frá, sanna þetta — því að spilling sprettur upp af áfengis- gestur var að baki öldrykkju og öl- gleði. Hinn spaki höfundur Hávamála kemst svo að orði: “Vegnest verra, vegra velli at, on sé ofdrykkja öls.” Hann segir þar, að enginn taki með sér veganesti verra á lífsleið- ina, en sá, er varpar á bak sér of urbyrði öldrykkjunnar, og sama er álit allra góðra manna enn í dag. En því miður virðist, að þessi og þvílík varnarorð hafi ekki mætt opnum eyrum, og ofdrykkjan loddi við, og fluttist hingað, og varð þjóðarmein, — þjóðar ásómi. í hverri veizlu var öl drukkið, og venjulega enti gleðin i því að veizlugestir hnigu út af ofurölva, að entum áflogum og illdeilum. I fornöld hefir þessi þjóðaró- sómi — drykkjuskapurinn — jafn- vel verið enn verri en vér nú þekkj- um, því þá hefir líklega ekki verið talið ósæmilegt, að kornungir drengir neyttu áfengis. Skallagrímur sagði við^ Egil son sinn: “Þú kant-ekki að vera í fjöl- rnenni, þar sem drykkjur eru mikl- ar, þykir þú ekki góður viðskiftis- is þó að þú sért ódrukkinn.” Þegar þetta var mælt, var Egill kornung- ur- og þó var faðir hans hræddur um, að hann myndi drekka sig út úr og lenda í illdeilum.—þetta dæmi úr einni áreiðanlegustu fornsögum okkar, virðist mér talandi vottur um, hve yfirgripsmikill þjóðarlöst ur áfengisnautnin var hér á elztu tíinum. Þegar eg var unglingur um 12 ára aldur, las eg fyrst Sturlungasögu. Þá fanst mér eins og að Reykhóla- veizlan fræga og illindin, sem hlut- ust út af drykkjuþvaðrinu þar, vera nokkurs konar inngangsóður — liins voðalegasta tímabils, sem yfir þetta land hefir liðið — Sturlunga-' aldarinnar. Að fara að segja frá Reykhólaveizlunni væri of langt mál, enda ykkur eins ’kunnugt og tnér. En þær ónota hugsanir, sem stungu mig í æsku í sambandi við þenna atburð, sitja í mér enn, og trú mín er sú, að við öldrykkju- borðin, hafi þær fengið lífsnæring- una, eiturnöðrurnar, þær, er spýttu spillingarblóði Sturlungaaldarinnar inn í lífæðir íslenzka þjóðlífsins Og þó að sagnirnar að mestu þegi um það atriði, hygg er það ekki sleggjudóm í garð sögunnar, að segja það, að ráðin til margra PEACE COMPANY HÆTTA AD VERZLA eftir að hafa starfrœkt búð sína í ár hér í borginni á drengilegan hátt. Eyrgðir aí Fashion Craft fatnaði karla og Men’s Furnishings seljast nú fyrir 35c til 65c hvert dollars virði. ALFATNADIR OG VANAYERD $30.00 VANAVERD $40.00 VANAVEI D $45.00 VANAVERD $55.00 YFIRHAFNIR FYRIR $13.95 FYRIR $18.95 FYRIR $23.95 FYRIR $28.95 Ógrynni af öðrum tegundum er að karlmannafatnaði lúta. Komið og Iitist um. Þér eruð velkomnir hvort sem þér kaupið eða ekki. PEACE COMPANV Fashion Craft Shop 260 PORTAGE AVENUE nautn. Og að síðustu verður blýþungi á- fengisbölsins of þungur stjórnar- fleyinu íslenzka. ( Þegar bezti drengurinn, sá sonurinn, sem mest vonin var í — hnígur dauðuc — svo að segja með vínglasið í hend- inni. — Nei, — það var, hægri hönd duaðans, — skaðvaldur íslenzkru þjóðarinnar — ofdrykkjan, sem kom honum á kné. — Sjálfstæði íslcnzku þjóðariv.nar hafnaði í ofdrykkju öls. Eftir að ísland komst undir er- lenda stjórn, hélzt drykkjuskapur- inn við — og minkaði ekki. Auð- vitað voru einstaka heiðarlegar undantekningar, en þorrinn allttr var rnjög við drykkjtt kendur. í árbókum og sagnritum sér mað- úr hvervetna getið um ýmsar skrámur, sem á urðu sökum drykkjuskapar. Prestar 15. og 16. öld, messuðu oft druknir, börðu menn og flug- ust á, og þá var almenningur ekki síður. Margir drukku sig í hel, og fóru sér á ýýmsan hátt að voða undir áhrifum víns. s Árið 1570 var brúðkaupsveizla í Síðumúla, að þeirri veizlu urðu þeir saupsátt- ir Jón Grímsson, brúðguminn og Jón murtur Eggertsson, Hannes- sonar lögmanns, og enti sú drykkju skapardeila þannig” að Jón murtur lagði nafna sinn hnífi til bana und- ir veizluborðum, — góð veizlu- skemtun var það!! Margt af þessu tagi mætti nefna en þetta er nóg. — Eftir að ein- okunin komst hér á, fór fyrst að flytjast hingað brennivín — flutt ist hingað fyrst á ofanverðri 17 ö’d. — Áður var hér drukkinn heimabruggaður og aðfenginn bjór. — Og nú var lindin opnuð— þó litið flyttist til landsins af mat- vöru og öðrum nauðsynjum, þá var þó eitt, sem aldrei skorti, og það var: brennivin. Óþverri þessi var þá svo ódýr, að allir gátu veitt sér hann, og spöruðu ekki heldur dönsku kaup- ti ennirnir að halda víninu að þjóðinni. Því það var með það eins og með Makedoniska gullið áður, að sá, sem hægt var að opna ntunninná.og láta gleypa í sig vin- ið — hann var auðgintur og attð vélaður — gott að “fla' hann. — Allir drukku æðri sem lægri. Ýmsir æðstu embættismenn þjóð arinnar voru fádæma drykkjurút- ar og óhófsmenn. Má ]tar benda á Odd lögmann — sent var bezli maður að mörgu, og vel gefinn, en svallið spilti honum. Og sjálf- ur þjóðardýrðlingurinn — ágætis- maðurinn Jón biskup Vídalín, var heldur ekki hreinn, af þesus þjóð- argrómi. Margir mætustu menn þjóðarinn- ar, voru þó rammir andstæðir.gar vinnautnar og ofdrykkju, og töl- uðu alvarlegum áminning^rorðum þá átt t. d. Plallgr. Pétursson skáldið ódauðlega, sr. Stefán Ó- lafsson skáld og lærdómsmaðurinn sr. Páll Bjamason í Selárdal og síðast en ekki síst hinn siðavandi alvörumaður Jón biskup Ámason. Séra Jóni og fleiri alvörumönn- um, fanst jafnvel að ógnir Móðu- harðindanna hlytu að vera nokk- urskonar syndaflóð, sem yfir menn dyndi, til þess að hegna þeim fyr- ir drykkjuskap og aðra lesti. Þannig.var það, — Alt fram á vora daga sem nú lifum, og erum við ekki einu sinni gömul orðin, flóði vínið í straumum um landið, — Vér höfum öll — því miður séð hvernig Bakkus getur af- skræmt tilveruna og leitt böl, fár, neyð og dauða yfir mennina, sem gefa sig honum á vald. — Um og fyrir miðja öldina sem leið, fóru að vakna bindindis- hreyfingar með þjóð vorri, 1840 stofnuðíh okkar góðfrægu Fjölnis- menn bindindisfélag í Kaupmanna- höfn og í Reykjavík, En sú við- leitni var ekki á nægilega föstum frundvelli bygð, og varð því ekki til eins mikils gagns og viljinn var til. En ljósið var kveykt og við og við brá upp geislum, sem miðuðu að því, að slá því ljósi í augu þjóð- ardraugsins Bakkusar, sem úr honum mátti draga máttinn. En svo var sigursverðið hafið á loft. Árið 1850 var hinn fyrsti vísir Goodtemplarareglunnar lagður i borginni íþöku í New York fylk- inu, í Ameríku. Þessa öldu bar brátt yfir, því margir ágætir menn sáu, hvílíkt stórheillamál, fyrir heim allan var hér á ferðinni.— Drykkjuskapurinn barst brátt hingað frá Noregi, með feðrum vorum. — Og frá Noregi kom líka sá, sem blásið gat lífi í gJóðir bindindishreyfingarinnar hér — lífi sem ljós varð af. — Þenna dag fyrir 40 árum 10. jan. 1884, stofn- aði norskur iðnaðarmaður Oli Lee fyrstu stúkuna á íslandi. Stúkuna ísafold á Akureyri. Eftir þetta reis hver stúkan af annari upp. Og fjöldi mætustu manna þjóðarinnar, beittu sér fyr- ir máleffúð. Siðan hefir verið unnið með dugnaði og rögg og af ósérplægni dæmafárri af mörgum. Og svo kom loks málum, að samþykt var með þjóðaratkvæði aðflutnings. og sölubann á áfengi. Um þau lög hefir margt og mis- jafnt verið sagt. og ætla eg ekki við það að bæta. En eitt er víst. Að einmitt þau lög gerðu oss að merkilegri þjóð — þótt við höfum máske verið það áður — þá enn þá merkilegri. Og til lærdóms hafa þau verið og blessunar mikill- ar. En nú er skarð brotið í þenna varnargarð, og ekki ?er diýkkjíu- skaparfýsnin aldauða hér enn, og sýnir það bezt — ef satt er — á- fengisverzlun sú, sem nú er í landinu græðir stórfé. Enn er því þörf á að vel sé starf- að og ötullega og ekki hvað síst nú, þegar útlend þjóð neyð'ir á okkur víni, þvert ofan í vilja vorn. — Siðferðileg skylda og kristileg- ur kærleikur hefir ávalt kallað alla, undir starfsfána bindindishug- sjónarinnar — en nú er það líka föðurlandið og ef til vill sjálfstæði vort, sem hrópar hvem og einn til varnar. Kappsamlega þarf að vinna, en með íorsjá þó. — Ekkert vín á ís- landi og .enginn íslenzkur drykkju- maður. — það er hugsjónin — takmarkið. Einhverjum kann nú máske að finnast að eg í þessum orðum mínum hafi ekki sparað stór orð eða dökka liti í garð áfengisins með orðum mínum. En eg spyr: Er hægt að mála myrkrið með ljósum litum? Sumir minnast á hófið í vín- drykkjunni, og mála það gullnum litum, en hver kann hófið? Hóf- drykkjuhugmyndin verður að deyja, því hún er úlfur í sauðar- gæru, sem jafnvel er líklegastur ti! mesta tjónsins. Hver og einn, jafnt þeir sem ekki kunna hófiði — og hinir er kunna þykjast — verður að fórna öllum löngunum sínum í þessa átt á altari framtíðarheilla þjóðarinn- ar; því áreiðanlegt er, að enginn hamingja gæti landi þessu hlotnast meiri en sú, að enginn af upp- vaxandi sonum þess eða dætrum — væri kunnugt um hvernig bragð er af áfengu víni. Eg veit að þeim foreldrum sem hér eru stödd væri fátt kærara — og jafnvel ekkert — en það að “hægri hönd dauðans” næði aldr- ei éökum á barninu þeirra. Meðan eg á eftir að vera leið- togi æskulýðsins hér, skal eg af allri orku, með orðum mínum og framkomu benda börnunum frá því að aðhyllast vínið eða mæla því Iiðsyrði. Það væri stórkostlegt sæmdiar- spor — og sú bezta afmælisgjöf til hins ágæta félagsskapar, sem minning þessarar stundar er helg- uð, ef allir menn á þessari eyju vildu í dag stíga á stokk og strengja þess heit, að vinna að því af öllum mætti leynt og ljóst að ekkert barn þyrfti hér á ey að sjá þá sjón, sem sorglegust er allra. það er: Víndrukkinn mann. Verum öll samtaka um útrým- ingu áfengisins — um það — að bægja hægri hönd dauðans frá hjartastað þessarar þjóðar. Guð blessi Regluna, sem þar hefir mest og bezt unnið og gefi henni sigur. —Templar. Tilkynning. pér með tilkynnist að eftir fylgj andi númer Ihrepptu hina þrjá hluti, em voru seldir til arðs fyrlr Betel. No 112, Mr. Jacfeson Emely str. rúmáhreiðu. No. 311 E. <3. Mooney 15 St. James Place, borð- dúk no. 1; og No. 57 A. Sokwipple 116 Egerton Road St. Vital borð- dúk no 2. Um leið og við þðkkum konun- um, sem stóðu fyrir þessari sölu og gáfu bæði tíma og efni til þess, þá verður sérstafelega að þakka hinni gömlu vinkonu Betels, sem gaf aðal stykkið, sem hefir kostað ihana langan tíma og töluverða peninga en ágóði fyrir Betel varð $100.00 . Fyrir það er inni'lega þakkað fyrir Ihönd stjórnarnefndar Betels. J. Jóhannesson féíh. 675 McDermot Wpeg. Útgefandi “Freys” biður Lög- berg að tilkynna að þeir sem hann hefir sent Iblaðið, er með þeim til- gangi að þeir taki að sér útsölu á þvií, og 'biður hann því alla þá Bðmu, að taka þesisa tilkynningu til greina í staðinn fyrir bréf til sérhvers, þangað til hann hafi tíma til að skriist á við þá. Utanáskrift hans er: S. B. Benediktsíson 760. Welling- ton Ave. Winnipeg. j“ ~ ■ STEEN & CO. f 1_ _ | 628 Notre Dame Phone A9293 f ----------- f Gott úrval af Jólagjöfum. Silkisokka (iHIoleproof og Penman’s) frá 75c til $3.00 Vasaklúta Karlmannaskyrtur og ties Postulín og Community silfur borðbúnaður Barnaleikföng 0. fl. Hér er staðurinn að kaupa Jólagjafir VELJIÐ GJAFIRNAR í DAG! Enginn tími hentugri en nú til aS velja Jólagjafirnar. Allra fegursta GuIIstáss, mjög margbrotið, Sterling silfur munir, London leðurvarningur og enskt feirtau. J?essar og margar aðrar hentugaar gjafir fást hjá Birks. Veljið Jólakortin yðar hjá BIRKS , Ógrynnl af dollar jólagjöf- um hjá Birks. HANDPYNGJUR GóíSar handpyngjur, eru gjöf, sem ávalt er vel þegin. Vér höfum stðrt úrval af slíkum munum úr bezta leöri og af öll- um hugsanlegum geröum. —- Kaupið þær hjá Birks. SILVER PLATE Gjafir viB allra hæfi, fást i Sll- ver Plate Deildinni hjá Birks. Hinir fögru Bon Bon Diskar, sem myndin sjtnir, kosta atSeins $5.00. MANICURE SET Vér höfum Combination Mani- cure Set, i suede leður kassa. petta set inniheldur fjögur á- l\öld, af mátulegri vasastærð. ódýrar jólagjaiir fyrlr $1.0» ógrynni af dollars Gjöfum hjá Birks. FRANSKT ILMVATN Afar heppileg jðlagjöf. Birks hefir úr framúrskarandi miklu að velja af ilmvötnum, fr& stærstu ilmvatnsverksmlðj- um & Frakklandl. Verðið við allra hæfi. Veljið jálakortin yðar hjá Birks. Búðin opin á kveldin til jóla Henry Birks & Sons Limited Portage Avenue, Winnipeg

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.