Lögberg - 15.01.1925, Side 4
Bls. 4
2jöGBERG, í IMTUDAGINN 15. JANÚAR, 1926.
Jögberg
Gefið út hvem Fimtudag af The Col-
ombia Prets, Ltd., (Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
TaUimar, K-6327 06 N-6328
JÓN J. BILDFELL, Editor
Utanáskríft tii bíaðsins:
TKf C0LUK(BIÍ> PKESS, Ltd., Box 3l7í, Winnlpeg, M»n.
Utanáakrift ritstjórans:
CDtTOR LOCBERC, Box 3171 Wlnnlpsg, N|an.
The “Lögberg" is printed and published by
The Columbia Press, Limited, in the Columbia
Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Timburforði heimsins.
Nú á síöustu árum hafa menn fariö að bera kvíð-
boga fyrir því, að auðlindir náttúrunnar, svo sem kol,
olía, járn og timbur, væru óðum að ganga til þurðar
og að þess væri ekki ýkja langt að bíða, að sumar
þeirra þrytu, ef því varlegar væri ekki fariö með þær.
Sú áminning er orð í tíma talað, því menn hafa
með óskiljanlegu hugsunarleysi sóað þessari innstæðu
eins og hún gæti aldrei til þurðar gengið.
Sérstaklega er þetta satt, að því er til timbur-
forðans kemur, þvi þar hafa menn farið svo furöu-
lega að ráði sinu í þessu landi og víðar, að undrum
sætir.
Skógfræðingum hefir talist svo til, að í heimin-
um séu 2,645 miljónir ekra af linvið
1,204 miljónir ekra af harðvið, er i tempruðu
beltunum er að finna, og 3,638 miljónir ekra af harð-
við þeim, sem í hitabeltinu er að eins að finna, eða
í alt 7487 milj. ekra af timbri.
Linvið, sem mest er brúkað af, er að eins að
finna í tempruöu löndunum, eða löndum í tempruðu
beltunum.
Þaö, sem af honum ér að finna í suðurlöndum,
vex á fjöllum uppi, þar sem loftslag er temprað.
Það er því ausætt, að linviðarforðinn er mjög
takmarkaður og sérstök svæði, sem lítil áhrif hafa á
skógarheildina, svo sem skóglendur í Himalia fjöll-
unum og Arau Caria í Brazilíu, þá er varla um lin-
viö til byggingar að ræða annars staðar en í Norður
Ameríku og. hinu mikla skógarbelti, sem liggur í
Norður Evrópu og Síberíu, frá Skandinaviska skag-
anum að vestan til Stanavoi fjallanna að austan.
Með þessu er þó ekki sagt, að annar staðar sé
e'kki linvið aö finna, sem hæfur sé til byggingar, en
eins Og nú standa sakir, sökum ýmsra ástæðna, svo
sem fjarlægðar, vegaleysu og annars, þá er ekki um
hann aö ræða fyrst um sinn .
Arlega eru meira en 52,000 milj. ferfeta af við
höggið og notað til ýmsra þarfa. Um helmingurinn
af því til sögunar og húsabygginga, og geta menn af
þvi séð, hve þörfin er nú orðin mikil, og þó er þar í
ekki talið alt það timbur, sem árlega eyðist. í þeim
reikningi, er ekki það timbur, sem eldar eyöi-
leggja, stormar brjóta, sýki deyöir og ormar granda.
Ekki er hægt að segja með neinni vissu, hvað
mikið af linvið og hvað mikið af harðviðartegundum
er eytt árlega. En benda má á í því sambandi, að
Bretar flytja inn níutíu af hundraði af viö þeim er
þeir brúka og 96 af hundraði af þeim innflutningi er
linviður. Bretar fá við sinn aðallegá frá Svíþjóð,
Finnlandi, Noregi, Frakklandi, Canada og Banda-
ríkjunum, Latavíu og Rússlandi.
Ástralíumenn kaupa 2 milj og 500,000 sterlings-
punda virði af linvið árlega. Afríkumenn verða nú
þegar að flytja inn 80 af hundraði af öllum linviö,
sem þeir brúka. Þrír fjórðu af öllum við, sem högg-
inn er í Bandaríkjunum, er linviður, og níutíu og
fimm af hundraöi af við þeim, sem högginn er í Can-
ada. Á þessu má sjá, að aðal eftirsóknin er eftir
linvið. 1
Um það, hve lengi aö timburforði heimsins
muni endast með þeirri eyðslu, sem hú á sér stað, er
ekki gott að segja. En benda má þó á, að í Evrópu
er eytt 3,000 miljónum ferfeta af timbri árlega um-
fram það, sem timbrið þar eykst. Evrópa verður,
eins og nú standa sakir, að taka 3,000 milj. ferfeta af
þessari innstæðu sinni árlega um fram það, sem hún
eykst árlega, eða að öðrum kosti að flytja inn frá öðr-
um löndum sem þeim viðarbyrgöum svarar.
Canada.
í Canada er 1,200,000 fermílur lands skógi vax-
nar, að þvx er menn bezt vita. En af því eru þó að
eins 460,000 fermílur undir timbri, sem talist getur
markaðsvara, 240,000 fermilur vaxnar timbri, sem
hæfilegt er til sögunar og húsabyggingar. Meir en
helmingur, eða nákvæmlega 65 af hundraði af skógi
þeim, sem í Canada var, hefir nú verið högginn, eða
eyðst af eldi, og hefir eldur gert þar mestan usla
og gjörir enn, því árlega eyðileggur hann frá 3,000
til 4,000 fermílur af skóglöndum ríkisins.
Timburforðinn í Canada er talinn að vera um
246,826 miljónir fer-feta. Af því eru 198,410 milj.
ferfeta linviður, en 48,416 milj. feta harðviður. 105,-
574 milj. ferfet er timbur, sem notanlegt er til sögun-
ar og húsabyggingar, og 141,25525 milj. ferfeta til
pappírsgerðar (pulp wood), girðingarstólpa o.s.frv.
A pappirnum virðist nú þetta allmikil innstæða,
en þegar tekið er tillit til þess, hve röskléga á forða
þann er gengið og það, að á ári hverju og svo eyði-
leggingaröfl þau, sem árlega herja á skóginn, svr> sem
eldur, ormur, órækt og allslags óhöpp, sem í Canada
eyðileggja árlega 4,000 milj. ferfet af linvið, en 5,000
ferfet af harðvið, þá telst skógfræðingum svo til, að
timburlaust verði hér orðið eftir 25 ár.
Timburforða Canada er þannig skift niður, að í
austurfylkjunum eru 108,946 milj. ferfet af timbri, x
sléttufylkjunum—það er: Manitoba, Saskatchewan og
Alberta—56,423 milj. og 81,657 milj. feríet i British
Columbia, og í því fylki er líka að finna þrjá fjórðu
af öllu því sögunar og húsabyggingar timbri, sem til
er í landinu.
Skýrslur Dominion stjórnarinnar um timbur-
byrgðir Canada taka fram, að upphaflega hafi hér
verið 1,300,000 fermílur skógi vaxnar, og að á þeim
hafi verið að minsta kosti 925,000 milj. ferfeta af
timbri.
Af þeim forða eru nú eftir um 250,000 miljónir
ferfeta, eða aö eins 27 af hundraði.
1 skýrslu þessari er tekið fram, að 13 af himdr-
aði af þeim timburforöa, hafi verið unninn eða högg-
inn, sem svarar til 120,000 milj. ferfeta, að eldur hafi
eyðilagt 60 af hundraði, eða 550,000 milj. ferfeta, og
auk þess hafi önnur eyöileggingaröfl, sem ekki verð-
ur á móti staðið, eyðilagt allmikið. ('Frh.)
Góðum gestum fagnað,
Stjórnarnefnd og aðrir eigendur Lögbergs, héldu
samkvæmi, síöastliðið föstudagskveld, á Hotel Fort
Garry, til að heiðra og fagna fyrverandi ritstjóra
blaðsins, skáldinu og rithöfundinum Einari H. Kvaran
og konu hans.
Það rná í sem fæstum orðum segja, að samsæti
þetta var bæði rausnarlegt og skemtilegt. Voru þar
saman komnir um 50 manns, karlar og konur. Voru
þaö fyrst og fremst, auk heiðursgestanna, séra Ragn-
ar Kvaran og kona hans, stjórnarnefnd Lögbergs,
flestir af hinum eldri verkamönnum blaðsins og
nokkrir aðrir.
Um kl. 7.30 var sezt til borðs í einum af hinum
glæstu sölúm þess mikla gistihúss. Var byrjað með
þvi aö allir sungu: “Hvaö er svo glatt?” Máltíðinni
þarf ekki að lýsa. Lang flestir lesendur Lögbergs
munu vita nokkurn veginn góð skil á því, hvernig
það er, að neyta góðrar máltíðar. Vestur-íslendingar
eru því svo vanir, aö það er oröið hversdagslegt.
Forseti Lögbergs félagsins, Hjálmar A. Berg-
man lögfræðingur, stjórnaði samsætinu. Fórst hon-
um það sérstaklega vel úr hendi, eins og við mátti
búast. Hann byrjaði með því, aö bjóða heiðursgest-
ina velkomna. Og hann gerði það þannig, að þaö er
engum vafa bundiö, að þau Einar H. Kvaran og
kona hans fundu, aö þarna voru þau velkomin og að
þetta samsæti var ekki haldið vegna neinnar for-
dildar eða fyrir siðasakir, heldur vegna þess, að Lög-
bergsfélagið vildi fagna þessum góðu gestum einlæg-
lega, innilega og hjartanlega.
Fyrstu og aðal ræðuna flutti séra Bjöm B. Jóns-
son, D.D. Talaöi hann um heiðursgestinn sem rit-
höfund. Það væri gaman að gefa hér dálítinn út-
drátt úr þessari ræðu og öðrum ræðum, sem þarna
voru fluttar. En það er óvarlegt að leggja út á þann
hála ís, sem svo margir fréttaritarar hafa fallið á.
Veit eg fullvel, að eg get heldur ekki gert það, svo á-
byggilegt sé og réttlátt. En geta má eg þess, að mér
fanst ræða sú er Dr. Jónsson flutti viö þetta tækifæri
vera ein af þeim allra snjöllustu ræðum af því tagi,
sem eg hefi heyrt. Hefi eg þó heyrt talsvert margar.
Næst talaði núverandi ritstjóri Lögbergs, Jón J.
Bildfell. Falleg ræða og sköruleg. Hann fagnaði
heiðursgestinum senv vestur-íslenzkum blaðamanni,
eins og hann hefði verið um langt skeiö og ávalt síö-
an hefði hann verið hinn bezti vinur Vestur-lslend-
inga. Verið útvörður hins útflutta fólks, á ættjörð-
unni sjálfri.
Þá tók til máls Dr. B. J. Brandson. Byrjaði
hann ræðu sína meö því, að segja, að þrátt fyrir alla
hina mörgu og góðu hæfileika forsetans, þá væri þó
sjáanlegt, að hann væri enginn taflmaður. Þeir röð-
uðu æfinlega stóru mönnunum næst sér, en peðunum
framan við þá. Forsetinn setti fyrst fram biskupa
og riddara, en léti svo peðin koma á eftir. Flutti hann
síðan prýðisfallega ræðu um áhrif þau, sem rithöf-
undurinn og skáldið, Einar H. Kvaran, hefði haft og
mundi hafa á líf þjóðar sinnar. — Að þeirri ræðu
lokinni lét Hjálmar Bergman þess getið, að það gæti
vel verið, að hann væri ekki góður taflmaður. Hitt
gæti hann vel séð, og það mundi flestum finnast, að
hvert það taflborð — og hér taflborð Lögbergs —
væri sæmilega mönnum skipað, þar sem Dr. Brand-
son væri eitt af peðunum.
Næst flutti Thomas H. Johnson stutta, en fjör-
uga og skemtilega ræöu. Sagöi hann sérstaklega frá
endurminningum sinum frá þeim timum, þegar heið-
ursgesturinn og hann sjálfur, hefðu báðir verið blaða-
menn fyrir nærri 40 árum. “Var þeirri blaða-
mensku þannig varið, að E. H. Kvaran var ritstjóri
Lögbergs, en eg bar út Free Press.”
Þá stóð upp heiðursgesturinn, Einar H. Kvaran,
og flutti langa og afbragðs skemtilega ræðu. Hann
þakkaði hlýleikann og góðvildina og virðinguna, sem
þeim hjónum hefði verið sýnd síðan þau komu hing-
að, af svo mörgum og á margan hátt, en ekki sízt
meö þessu virðulega og skemtilega samsæti. Hélt
hann, að eitthvað töluvert mikið af þessu hlyti að
stafa af því, að þau kæmu frá ættlandinu kæra, sem
Vestur-íslendingar hefðu jafnan sýnt, að þeir ynnu
svo heitt. Óhætt mun honum þó að hafa það fyrir
satt, að honum er fagnaö sjálfs hans vegna, hvað sem
allri ættjarðarást líður. Og honum er, líka hér vestra,
þakkað fyrir allan þann aragrúa af fallegum hugisun-
um, sem hann í ritum sinum hefir látið til vor berast og
sem hann er svo auðugur af og svo örlátur á við aðra
menn.
Eitt var það í ræðu E. H. K., sem mig langar til
að segja frá, og skal eg reyna aö fara eins rétt með,
eins og eg bezt kann:
Fyrir 40 árum kom hann hingað fyrst og varð
ritstjóri. Þá var hér mikill flokkadráttur, mikið
rifrildi. Hann tók töluverðan þátt í þessu og reifst
eins og hinir. En síðan hefði hann oft hugsað um
rifrildið og deilurnar í sambandi viö sögu eina um
sunnlenzkan bónda. Hann var góöur bóndi og dugn-
aðarmaður. En hann haföi þann veikleika, að honum
var illa við öll yfirvöld og hafði mestu skömm á þeim
öllum, en þó sérstaklega sínu eigin yfirvaldi, sýslu-
manninum í þeirri sýslu, þar sem hann átti heima.
Einu sinni var bóndi í lestaferð, og það var heitt í
veðri. Yfirgaf hann þá lestina og skildi hana eftir
hjá vinnumönnum sínum, en reið sjálfur heim á ein-
hvern bæ og fékk góögerðir. Og góögerðirnar voru
skyr, sem kom sér einstaklega vel og svalaöi í hitan-
um. Vaknaði nú mannúðin í brjósti hans. Honum
fanst það ranglátt af sér að njóta þessarar ágætu
svölunar, en menn sínir fengju ekkert. Vildi hann því
færa þeim skyrspón líka. En hann hafði ekkert ílát,
nema hattinn sinn, en það var “fjögra potta hattur”,
minni miklu, en silkihattarnir, sem kallaðir eru “átta
potta hattar.” Lætur hann nú skyrið í hattinn og
ríður eftir lestinni. En er hann haföi skamt farið,
sér hann mann koma á móti sér; og þessi maður er
enginn annar en sýslumaðurinn, sem honum var verst
við allra manna. Hér var komið í ilt efni. Að riða
berhöfðaður fram hjá sýslumanninum var alveg ó-
fært, þvi hann liti liklega á það sem virðingarmerki
og ef til vill merki þess, að bóndi væri að lítillækka sig
fyrir honum. Það mátti ekki koma fyrir. Gleymir
hann nú hvernig ástatt er með hattinn og setur hann
á höfuðið, en skyrið vitanlega rennur niður andlit
hans og um hann allan. Sýslumaöurinn reið fram hjá
og sakaði ekki, en hafði gaman af að sjá hvernig þessi
móttstöðumaður hans var útleikinn.
Einari H. Kvaran fanst, aö þannig færi oft, þeg-
ar maður vildi deila á náungann, gera honum skap-
raun og litilsvirðingu: að hann færi óskemdur fram
hjá, en maður yrði sjálfur allur útataður.
Það var margt fleira i þessari ræðu, sem gott
væri að segja frá. En eg vil ekki treysta um of á
minnið.
Milli ræðanna allra voru sungnir ýmsir ættjarð-
arsöngvar af öllum. Síðast, en ekki sízt ber þess að
geta, að Mrs. S. K. Hall söng nokkra einsöngva, svo
prýðis vel, að það var óblandin ánægja öllum við-
stöddum.
Þess má geta, aö alt sem sagt var og sungið í
þessu samsæti, fór fram á íslenzku, þrátt fyrir það,
að flestir ræðumenn og söngkonan komu hér börn að
aldri, eða eru fædd hér.
Kl. 11 var samkvæminu slitið með því, að allir
sungu “Eklgamla Isafold” og “God Save the King”.
Fór svo hver heim til sín,( glaður í huga yfir því, að
hafa notið sérstaklega ánægjulegrar kveldstundar og
yfir því, aö hafa átt þess kost, að sýna hinum góðu
gestum vinsemd og virðingu. F. J.
Rœða
er séra Björn B. Jónsson, D.D., flutti í samsæti, er
stjórnarnefnd Columbia Press félagsins í Winnipeg
hélt hr. Einari H. Kvaran og frú Gíslínu Kvaran á
Fort Garry Hotel, föstudagskvöldið 9. jan. 1925.
A UÐMADURINN.
Til vor hingað vestur hafa no'kkrum sinnum
komið góði gestir: fræðimenn, listamenn og prestar.
Mér er ekki alveg Ijóst, í hvaöa dilk eg á aö draga
heiðursgestinn, sem prýðir þetta samsæti. Samt hefi
eg afráðið að skipa honum i flokk með auðmönnum,
fagna honum sem auðmanni.
Að sönnu veit eg ekki til þess, aö hr. Einar H.
Kvaran eigi mjög mikiö, hvorki af löndum né laupum
aurum. Mér er ókunnugt um, að hann eigi nokkrar
námur eða olíubrunna. Samt veit eg það, að hann er
ríkur maður. Eignir hans eru menn og konur. Eg
held áreiðanlega, að iáir íslendingar eigi jafn-marga
menn og jafn-margar konur, eins og E. H. K. Hann
á víst einhver ítök í flestum íslenzkum mönnum, hvar
sem þeir eru í veröldinni. Og nú er hann að eignast
.nýlendur á öllum Noröurlöndum, fyrir það, aö verk
hans eru þýdd á tungur þeirra landa. Við stofnum
bráðum sóma okkar i voða, ef við ekki höfum mann-
skap til að þýða eitthvað af verkum hans á ensku, svo
hann eignist einnig nýlendur í enska heiminum mikla.
En hvað sem þvi líður, þá er það víst, að hann á hvar-
vetna víðáttumiklar lendur í sálum islenzkra manna.
Hann hefir komist yfir úrvalslönd í hug-heimum
manna í tveimur heimsálfum.
Þetta finst mér vera all-mikill auður, og sá
maður vera ríkur, sem þettað á.
Líklega eiga auðmennirnir ekki ávalt sjö dagana
sæla, fremur en við hinir. Og sennilega er það ekki ó-
blandin ánægja, aö eiga og yrkja andleg sáðlönd
mannanna. Þeir urðu stundum sárfættir, bændumir
hér vestur á sléttunum, þegar þeir hreinsuðu, plægðu,
og sáðu kornlöndin sin. Á andlega sviðinu er það
svipað. Fyrir því kvað skáldið:
“Mitt hold varö aumt og iljum blæddi þá,
er urö eg tróð og brunahraunin svörtu.
En einnjg sál mín steyttist steinum á
og steinar þessir voru mannleg hjörtu.”
Samt sem áður verð eg að telja heiðursgestinn
gæfumann fyrir þá miklu landareign, sem hann á í
sálum mannanna.
Það skal eg taka fram, að ítökin mörgu, sem hr.
E. H. K. á i íslenzkum sálum um allar bygðir, hefir
hann ekki eignast fyrirhafnarlaust. Þvi er ekki þann
veg farið, aö hvenær sem hann segir eitthvað, þá sé
þaö athugasemdalaust látið standa og gott heita.
Hefði svo verið, þá hefði hann ekki sagt mikið merki-
legt um dagana. Hann hefði þá alla daga haldið sér
við meðalmenskuna. Þá væri þaö heldur ekki neitt
ríkidæmi, þó hann ætti eitthvað í okkur íslenzkum
mönnum, ef við værum þeir aumingjar, sem ávalt
segðum “amen”, þegar við okkur væri mælt og ekki
annað. Hefði hr. E. H. K. aldrei látið út úr sálu
sinni koma annaö en það, sem allir væru samdóma um,
þá væri hann andlega fátækur maður. Og hefðum
við, sem hann hefir hugsað og skrifað fyrir, ekki ver-
ið menn með sjálfstæða hugsun og oft ólíkar skoðan-
ir, þá væri engin eign í okkur, þó hann ætti okkur
með húð og hári.
Ríkidæmi hr. E. H. K. er mikiö fyrir þá skuld,
að hvaö sem skoðanamun líður, þá á hann í sálum
islenzkra manna virðingu, þakklæti og ást fyrir þau
viðfangsefni, sem hann hefir lagt þeim öllum til, sem
eitthvað fást við það að hugsa. Með hverri kynslóð
eru sjaldan nema fáir menn, þeir er verulegt vald
hafi á hugsana-sviöi samtíðarinnar. Einn þeirra fáu
manna í okkar samtíð er hr. E. H. K. áreiðanlega.
Eg hefi talið hr. E. H. K. ríkan mann fyrir þau
ítök, sem hann á í sálum islenzkra manna hvar sem
þeir eru í veröldinni. Hvernig hefir hann komist yfir
þennan auð? Hverju verði hefir hann keypt öll þessi
lönd?
Sá, sem kaupir sér lönd í sálum manna, verður á-
valt að borga fyrir þau in kind—borga i vöru. Þar
gildir hvorki krónan né dollarinn sem gjaldmiðill.
Sála manns kaupir sálir annara einungis fyrir sjálfa
sig. Þeir, sem auðugir verða að löndum í sálum ann-
ara, hafa átt óvenjulega mikla fjársjóði i sjálfs sín
sálum til að kaupa fyrir. Þann veg er þvi og farið
með vin vorn, hr. E. H. K. Skapari allra sálna hefir
trúaö sáiu hans fyrir mikilli auðlegð.
Nú er það með auðæfin í sálu mannsins eins og
aðrar námur. Til þess auðurinn verði alþjóö að not-
um, þarf flutnings-færi, til að flytja auðæfin úr nám-
'unni út til mannanna. Flutningsfæri þau, er flytja
Peningar
sendir med
posti eda
sima med
trygging
hoert sem
vera skal.
Eigið þér vin, sem býst við
að flytja til Canada ?
F.F bér eigið skyldmenni eða vin
sem Kefir í Kyggju að flytja til Can-
ada, þá látið oss senda Konum ein-
tak af pésanum “Canada tke Land
of Opportunity” þar má finna í
margar nauðsynlegar upplýsingar,
fyrirbyggja mistök en glœða fyrirKyggju og
framtakssemi.
Sendið nafn og keimili Kans eða kennar,
til næsta útibússtjóra, eða til Publicity De-
partment, Head Office, Montreal, og skulum
vér með ánægju senda eintak.
The Rovfal Bank
of Canáda
auðæfi vinar vors, eru fremur einföld: penni, blek og
pappír. Hann er rithöfundur. Hann gefur sálu sína
út á prent. Meö bókum sínum hefir hann keypt sér
ítök í sálum allra Islendinga.
Sú andlega auðlegð, sem er í bókum hr. E.H.K.,
verður ekki metin nú. Við erum ekki hér komnir í
kvöld til þess aö semja verðlags-skrá. Það verður
ekki fyr en hann er farinn veg allrar veraldar og
löngu eftir það, að öllum bókum hans verður raöað
á rétta hillu í bókaskáp þjóðarinnar. Svo er jafnan
með meiriháttar rithöfunda. — En með sjálfum mér
hefi eg verið að hugsa um það, hvernig eg eigi að raða
bókum hr. E.H.K. í minn bókaskáp. Og nú hefi eg
í huganum raðað þeim öllum á sérstakri hillu í skápn-
um. Svo fer eg að velta þvi fyrir mér, hvaða orð eg
skuli velja til þess að rita sem einkunnarorð uppi yfir
hillunni, sem bækur Kvarans standa á. Hugur minn
svífur fram og aftur um grænar grundir þess efnis,
sem er i bókunum, og mér hugkvæmist oröið djúp-
hygni, er eg minnist þess, hversu grandvarlega höf.
kannar dýpi sálarlífsins. En eg hætti þó við það.
Hugur minn dvelur við vötnin lygnu þar sem sólar-
geislarnir spegla sig, og eg minnist frásögusnildarinnar
og ljómans af islenzkri tungu í ritum höf., og þá finst
mér aö uppi yfir hillunni eigi eg að rita orðið fegurð.
En eg fell líka frá því. Eg loka nú augum mínum og
læt inn í sálu mína streyma sjálfkrafa lífsandann, sem
er í bókunum. Og nú þarf eg ekki framar vitna við.
Eg stend upp og rita yfirskriftina stærstu stöfum, sem
eg kann að skrifa: Á-s-t-ú-ð—Ástúð.
Þá er þetta þrent: djúphygni, fegurð og ástúð,
varanlegt í ritum E. H. Kvarans, en af þessu er ást-
úðin mest.
Svona lít eg, í fáum orðum sagt, á verðið, sem
ítök þau, er hr. E.H.K. á i sálum okkar, eru keypt
fyrir. Viö erum dýru verði keyptir.
Mig langar til þess að óska þeim, hr. Einari og *
frú Gíslínu Kvaran, til hamingju meö dvölina, sem
þau eiga hér vestra í þetta sinn. Mig langar líka til
þess að óska vestur-íslenzku mannfélagi til hamingju
með dvöl skáldsins með oss.
Eg óska þess, að rithöfundurinn þjóðkæri fái
vakið hjá oss nýjar “Vonir” og að “Sálin vakni” svo
vér gröfum “Gull” úr námum andans og látum engan
hlut verða oss “Ofurefli” þar til viö komumst upp á
“örðugasta hjallann”. Eg óska, að koma hans verði
til þess, að, þótt vér “Smælingjar” höfum haft
“Vistaskifti”, þá sameinist í anda allir “Austan hafs
og vestan.” Eg óska, að hann kenni oss að leggja
vægan dóm á “Syndir annara” og segi oss það, að
fallegasta saga sérhvers manns sé “Fyrirgefning”.
Og eg óska þéss, aö hann færi oss heim sanninn um
það,' að þótt tvær eöa fleiri íbúðir sé '1 félagshúsinu,
þá getum vér samt verið góðir “Sambýlingar” í ’ Litla
Hvammi” vestur hér.
Kæru heiðursgestir, Einar og Gíslína Kvaran,
eg bið að hamingjan leiði ykkur við hönd sér alla þá
daga, sem þið gangið hér út ogf inn með oss, og að
þeir dagar megi verða sem flestir.
Gnðm. Magnússon,
lœknir.
Skreyttu’ ei, þjóð, er þektir mann-
inn,
þennan beð með falskri grein. —
Hann var mikill hjálpargranninn
hverri sveit við skæðust mein.
Jafnt, þó dveldi ’hann firna fjærri,
fanstu æ að hann var nærri;
öllum, ðllum auðnustærri, —
eggin hvöss, en björt og hrein.
sveipað nafnið háum hróðri,
— hefir til þess rökin gild.
Jak. Thór.
Löigrétta 2. des. ’24.
Eimreiðin.
sjötta hefti þrítugasta árgangs er
nýkomið og hefir að flytja all-
mikinn fróðleik að vanda. Fyrsta
ritgerðin “Jól” er eftir ritstjór-
ann, er sú ritgerð falleg með
myndum eftir Einar Jónsson. Aðr-
ar ritgerðir í heftinu eru Sam-
Af hans smiðjum ibjartan bjarma
bar um gjörvalt þetta land,
af ihans iðju’, er hel og harma
hopa lét við töfraband.
Saman unnu huigur hvestur,
höndin isiing og viljinn mestur,
viðkvæmt hjarta’ og hnífur bestur,
— hér var dauða torleyst band.
Hár að köllun, heill í starfi,
hlýddi ’ann laust á mærð og gum.
Heitur lék hinn þjóðarþarfi
þyngstu töfl; — hvort sást þö
fum?
En »tæðu meinin vel að vígi,
væx-u úr.slit hulin iskýi,
Hkt og styggur fugl þá flýgi
fanst þér máské orðin sum.
Mundu, þjóð, er þektir manninn,
þor hans, gifta, ment og snild,
heildin—1 í f i ð, það var þanninn :
þér var nauðsyn öll iSú fylgd. ’
Viið hanls starf með glöggsýn
góðri,
geym hans líf í minning hljóðri,
Sparið
GEGN
4%
Á YÐAR EIGIN Sparistofnun fá
innlög yöar 4 prct. og eru trygði af
Manitobafylki. Þér getið lagt inn
eða tekið út peninga hvern virkan
dagfrá9til 6. nema á laugardögum.
þáer opið til kl. I, eða þér getiðgert
bankaviðskifti yðargegnum póst,
Byrja má reikning með $1.00
FYLKI TRYGGING
Provincial Savings Dftice
39 Garry S<- 872 Mnin St.
WIlSNIPKtí
Otibú: Brandon, Portage la Prairie,
Carman, Dauphin, Stonewall.
Stofnun þessier starfrækt i þeim til-
gangi að atuðla að sparnaði og vel-
megun manna á meðal.