Lögberg - 15.01.1925, Side 6

Lögberg - 15.01.1925, Side 6
Bls. 6 LöGBEBG FIMTUDAGINN. 15. JANÚAR, 1925. Hættulegir tímar. Eftir Winston ChurchiIL XXX .KAPÍTULI. Jacksons herbúðimar. Hvílíkur var ekki áhugi manna mánudagsmorg- uninn sjötta maí 1861, þótt mikill stormur væri; Tólfta strætið fyrir ofan Market (hótelið er yfir þrjú hundruð feta ibreitt og varnarlið hins sjálfvalda iríkis Missouri safnaðist þar isaman. I’aðan, sam- kvæmt skipun ríkisstjóranls áttu þeir að ganga til Jacksons herbúðanna, til þess að vera við heræfing- ar og læra hernað í viku. Nýja flaggið Iblakti í vindinum þennan dag yfir húsi isjálfboðaliðsins, isem var hálfri mílu nær ánni. Á tólfta stræti voru bumbur barðar og lúðirar þeyttir og aðistoðarforingjar í skrautlegum einkenn- iisibúningum þeystu fram og aftur á fjörugum fák- um. Herflokkarnir ganga fram, einn eftir annan; hver á sinn stað; bæjarflokkarnir í laglegum gráum einkennisbúningunum, landsbygðarflokkarnir í sunnudagabúningum, flestir ihverjir. Þeir ibera höfuð- in hátt á göngunni og og þenja út brjóstin, og kven- fólkið veifar til þeirra marglitum sólhlífum og æp- ir fagnaðarópum til þeirra. Hér eru St. Louis grá- mennirnir, úrval að ættgöfgi, A-deildin; isvo koma Washington verðirnir og Washington (blástakkar, Laclede verðir og Misisouri verðir og Davis verðir. Já, þessi dagur er fráskilnaðardagurinn. Og á fán- anum eru stjörnu'rnar og randirnar og skjaldarmerki Missouri þvers yfir. Eftir Ihverju eru (þeir að bíða? Hversvegna halda þeir ekki áfram? Þey! HófaJskellir og reykjarmökkur á markaðsislvæðinu og fagnaðaróp, »em fara eins og öldur gegnum mannþröngina. Víkið undan riddara- liðinu! Hér koma þeir loklsins, fjórir og fjórir sam- síða. Hestarnir bera höfuðin hátt og bregða á leik; eyrun á þeim eru síkvik og þeir hreyfa þau eftir því sem hljóðin koma frá mannfjöldanum. Maud Cather- wood grípur í handlegginn á Virginíu Carvel. Þarna á undan öllum Ihinum ríður Clarence Colfax höfuðs- maður og situr þráðbeinn á hestinum. Virginía roðn- ar og hvítnar á víxl — rautt og hvítt eru litir nýja ríkjasambandsins. Hún var í sannleika ötolt af hon- um nú. Hún fyrirvarð sig fyrir það að hafa nokkurn tíma vantreyst ihonum. Þetta var hans rétta staða, hermannalífið. Hún isá hann í Ihuganum sem fyrir- liða alls isunnahnersins og sá hann hrekja Norðan- mennina undan isér lengra og lengra norður, þangað til vatnagnýr stórvatnanna gaf þeim til kynna, að hættan væri í nánd. Og hún sá hann vægja þeim af einskærri göfugmensku. Já, þetta er fráskilnaðar- mánudagurinn. Þeir hægja á sér. Brúni gæðíngurinn, sem Clarence situr á hringar makkann; hann er istoltur, af flokknum, sem á eftir kemur, fjórir og fjórir sam- síða. Ungi maðurinn þrekvaxni, sem er einn af fyrstu fjórmenningunum, er George Catherwood. Hesturinn hans er eins og hestur krossíerðariddara. Eugéne rekur upp óp og bendir á þá síðustu í flokknum; Maurice er þar. Hverjir munu ná vopnabúrinu nú? Geta Norðan- manna sveitirnar, með sína luralegu Þjóðverja haft nokkra von um að ná því? Hafi nokkrir Norðanmenn Verið á Tólfta straeti (þennan dag, þó ihöfðu þeir hægt um sig. Jú, það voru nokkrir þeirra þar, og það voru jafnvel nokkrir þeirra í þessari fylkingu, sem vildu berjast fyrir sambandið. Þeir voru daprir menn þennan dag. Aftur verður bið, flokkarnir standa kyrrir. Sum- ir úr riddaraliðinu fara af baki; en ekki fríði ungi höfuðsmaðurinn, sem ríður beint að litlum vel búnum hóp áhorfenda, sem hann ihefir komið auga á. Carvel ofurlsti tekur fast í ihönd hans utan yfir reiðglófann. “'Við eru sfcolt af þér, Cjarence,” segir hann. Og Virginía endurtekur orð hans og augu henn- ar ljóma, og hún atrýkur með fingrunum silkimjúkt hárið á hálsi hestsins. “Þú hrekur Lyons höfuðsmann og leigusveitir ihans út í ána, Clarence,” segir hún. “U-sis, Jinny,” svaraði hann,” við erum Ibara að fara til herbúðanna til þesis að læra að æfa okkur, svo að við verðum tilbúnir að verja ríkið, þegar þar að kemur.’ Virginía hló. “Eg var búin að gleyma því,” sagði ihún. “Þú kemur frænda þínum fyrir herrétt, góða mín,” sagði ofurstinn. Rétt í þesu var merki gefið. Clarence varð að þrýsta hönd Virginíu fytst og ieyfa svo Maud og Eugéne, sem voir frá sér numdar af aðdáun að þrýista Isína hönd. Svo reið ihann á hægu brokki yfir til ridaraliðsflokksins sins, veifaði til þeirra glófanum og snéri 'sér svo við til þesis að gefa flojck sinum snögga skipun um að vera tilbúnir. Virginía var drukkin af sælu. Allur efi hvarf úr huga hennar. Nú er Clarence orðinn maður, sem hún getur dáðst að. Hann hafði verið kosinn höfuðsmað- ur i einu hljóði nokkrum dögum áður og hann hafði tsrax farið að skipa fyrir ein's og þaulæfður for- ingi. George Catherwood og Maurice höfðu isagt frá ,því. Og nú loksins átti borgin að hrista af sér norð- anryflrið. “Áf.ram til Jackjsows heribúðanna!” var hrópið. Lúðrasveitirnar byrjuðu hergöngulagið, yfir- foringinn o-g undirforingjarnir, sem með. honum voru, lögðu af stað og fylkingarnar beygðu við inn í Olive stræti og á eftir þeim bæjarlýðurinn bæði ak- andi og fótgangandi. Sfcnætisvagnamir, sem voru dregnir af hestum voru fullir af fólki. Virginía, Maud °g ofurstinn óku saman í vagni ofurstans, með Ned fyrir aftan og nestiamal. Stúflkurnar gátu séð fjað- urshatt riddaranna langt á undan, er þær stóðu upp I vagninum. Olive istræti, sem nú er langt með granít hellum er sjóðhitna í sólskininu, var þá vegur út á lands- ibygðina. Þá stóðu græn tré meðfram því þar sem nu eru hus og buðir. Litlar gulmálaðar kerrur voru vagninn, sem gekk eftir Olive stræti og kom gjálfum sér fyrir inni í insita hominu á honum, þar isern hann gat verið viss um, að verða ekki fyrir neinu ónæði frá kvenfóllki, sem kynni að koma inn í hann. Eftir svo sem klukkustundar ferðalag steig hann út við vestur- hliðið á behbúðunum, sem var á Olive veginum. Hann hresti sig á jþví að fá isér dálitla tóbakstuggu og labbaði svo í hægðum sinum innan um manfjöldann, sem var á sífeldu iði milli tjaldanna. Lífsiskoðun, sem hann ihafði myndað sér, Og sem margir aðrir menní bæði fyr og isíðar hafa Ihaft, gerði honum mögulegt, að horfa með góðlátlegri fyrirlitningu á samdrátt pilta og stúlkna, sem hann isá alstaðar kringum isig. Hann ímyndaði sér sálfan sig —fliann var byrjaður að vera nokkuð feitlaginn i— klæddan í ljósgráa treyju og í hvítar strigabuxur, og hann hló. Eliplhalet isá engar ofsjónir. Þeissu hetjum var til- beiðslan ekki of góð. Lífið hafði önnur meiri gæði honum að bjóða. Það vildi svo til, er hann var að ganga að auðu sæti, sem stóð undir tré, að herra Cluyme og dóttir hans Belle náðu honum. Cluyme hafði um morgun- inn, er hann var að renna augum yfir fasteignasölu- dálkinn í blaðinu, komið auga á sðlufregn, Isem hann undraðist ekki all-lítið. Hann bafði haft orð á því við konuna sína, að Hopper hefði ekki borðað kvöldverð með þeim æði lengi. Hann rétti honum því hendina nú með óvenjulega miklum hlýleik. Að vísu var handtakið ekki mjög þétt, þegar Eliphalet tók í höndina; en þess má líka geta að hann sjálfur tók ekki neitt hjartanlega í hana. hann tók hálf- nauðugúr ofan fyrir ungfrú Cluyme. Honum hafði aldrei falið sá isiður vel, í geð. ‘•Eg vona að þú komir og borðið með okkur bráðum aftur,” sagði Cluyme. “Við höfum bara ó- Ibrotinn mat; en hann er líka hollastur. Kryddmeti er ekki fyrir menn, Isem þurfa að erfiða. Það er það sem eg sagði hahs hátign prinsinum af Wales, þegar hann var hér á ferðinni í hauist — hann var að tala við mig um gæði nautaketsisteikar i—” “Qott er veðrið,” isagið Hopper. dregnar af seingengum múlösnum á vissan stað í dæld einni, sem var vaxin háum trjám og umgirtur | með hárri girðingu. Staður þessi var nefndur Lin- dells rjóðrið. Það var þá skemtistaður úti undir beru lofti, en nú standa hús þar og á þeim eru þegar farin að isjást ellimörk. Mannfjöldinn þyrptist til Lindells rjóðursins, ríkir og fátækir, verslunareigandinn og vörubjóður- inn, til þes að ihorfa á hermennina reisa tjöld sín undir greinum trjánna. Riddaramir færðu sig dá- lítið vestu-r á bóginn yfir ofurlítinn læk, sem þar var Virginía og Maud istóðu frá sér numdar af aðdáun við lækinn og hlustuðu á Colfax höfuðsmann, sem gaf fyrirskipanir sínar með háum og hvellum rómi til manna sinna, er þeir tóku tjöldin úr vögnunum og (börðuts við að koma þeim á isinn stað. Því var ver og miður að stúlkurnar voru þar. Höfuðsmaðurinn misti jafnvægið á skapi sínu, og liðsmenn hans svitnuðu við að bera tjöldin og greiða úr flækjunum á tjald- istögunum. Þeir létu hrjóta blótsyrði, sem þær höfðu aldrei heyrt fyr; en vindurinn feykti öllu í höndurn- ar á þeim, til mikilis óhagræðis fyrir þá. Það jók ekki lítið á leiðindi stúlknanna, að of- urstinn togaði í hökutoppinn og skellihló. “Þetta er illa ge-rt af þér, pabbi,” sagði hún reið. "Hvernig getur þú búist við að þeir fari rétt að öllu fyrsta daginn, og það í þessu roki?” “Nei, líttu á Maurice, Jinny,” sagði Maud, “Hann stakist alveg á höfuðið.” Ofunstinn skellihló, og karlmennimir og kven- fólkið, sem stóð Ihjá, hlóu líka. Virginía hló ekki; henni fanst þetta alt of alvarlegt til þess. “Þið fáið að sjá, að þeir geta barist,” sagði hún, “þeir getaisigrað Ibæði Norðanmenn og Þjóðverjana.” Ofurstinn leit .kringum, sig er hann iheyrði þetta. Svo Ibrosti ihann, því hann sá að aðrir broistu. “Þú verður að gæta að því góða mín, að þetta eru bara friðsamlegar æfingar ríkisvarnarliðsins. Þarna blaktir stjömufáninn yfir tjaldið yfirforingj- ans; hann er fyrir ofan ríkilsflaggið. Þú gleymir þér Jinny.” Jinny stappaði niður fætinum. “Eg hata þennan yfirdrepsskap!” hrópaði hún. Hvemvegna getum við ekki isagt það hiklaust, að við ætlum að reka þennan fyrirlitlega Lyon og Norð- anmenn hans og leiguliðsmenn út úr vopnabúrinu?” “Já, því ekki, Carvel ofursti?” hrópaði Maud Hún Ihafði glejrmt því, að einn af bræðrum hennar var með Norðanmönnum og leiguhermönnunum. “Því eru ekki konur gerðar að yfirherhöfðingj- um Og ríkiisistjórum?” spurði ofurstinn. “Það getur skeð að eitthvað yrði framkvæmt, ef það væri gert,” sagði Virginía. “Finst þér ekki Clarence vera nógu sivæsinn?” spurði faðir hennar. En tjöldin voru nú komin upp og höuðsmaður- inn fékk einum liðsmanninum hest sinn og kom í áttina til þeirra. George Catherwood kom á eftir hon- um. “Heyrðu Jinny,” hrópaði frændi hennar, “við fekulum fara yfir að aðalheribúðunum.” “Og ganga eftir Davis avenue,” sagði Virginía og roðnaði af metnaðartilfinningu. “Er ekki Davis avenue til?” “Jú, o'g Lee avenue og Beauregard avenue,” eagði George og tók um handlegg systur sinnar. “Við göngum eftir þeim öllum,” sagði Virginía. Hér var líf og fjör. Vindurinn þaut í trjánum og grænt grasið þakti Jörðina, þótt aðeins væri kom- ið fram í maí. Tvö hundruð og fjörutíu tjöld stóðu þarna í beinum röðum. Skrúðgangan leið fram og aftur um grasivaxin “strætin” milli trjánna. Þar voru stoltir feður og mæður, unnustur, systur og eiginkonur — allir skrautbúnir. Þið trúu konur, berið hina skrautlegu búninga ykkar nú, því isá tími mun koma, er þið verðið að sníða þá upp aftur og aftur, eða rífa þá niður í sáraumbúðir, til þess að stöðva með blóðrás þessara ungu manna, is’em nú bera svo vel nýju, gráu einkennisibúningana sína. Virginía ók með föður sínum á hverjum degi til Jacksons iherbúaðanna, og frænka hennar með þeim Allir, sem toldu í tískunni og allar fríðustu konur bæjarins voru Iþar. Lúðursveitir léku og svartir öku- menn snertu með svipunum gljáandi bökin á stríð- öldum hestum. Til og frá á gangi eða sitjandi á bekkj- um milli tjafldanna voru laglegir ungir menn í hvítum 'buxum og treyjum með gyltum hnöppum. Maturinn, sem var framreiddur í tjöldunum var ekki allur hermannafæða; þar var sælgæti af mörgu togi Skrúðgöngurnar voru óendanlegt fagnaðarefni. Það var betra að vera ófæddur en að vera ungur maður í St. Louiis og vera ekki í hermannafötum. Einn ungur maður var samt þar, sem hvorki sýndi yfirlæti né hégómadýrð. Það var forstjóri verslunar Carvels og Co., sumir sögðu leynilegur meðeigandi verslunarinnar, ,þótt ekki væri hátt farið með það. Hafi Eliphalet Hopper hallast fremur að annari hliðinni iheldur en hinni þesisa síðastliðnu sex mánuði. eða hafi hann ætlað nokkuð fyrir sér í þeim málum, þá vislsulega lét hann ekki á því bera. Herra Cluyme, «em var sjálfur slunginn verslunarmaður, sagði, að Eliphalet væri varfærinn maður, sem hugs- aði aðeinis' um það, sem hann hefði með Ihðndum og léti landsmálavitleysuna eiga sig. Þetta var einmitt það sem herra Hopper gerði. Menn höfðu séð hann brosa háðslega er hann sá herdeild af Missouri sjálfboðaliðum, sem báru sig heldur óhermannlega iog voru í borgaraklæðum, ganga niður eftir fimta stræti. En hann fór svo dult með skoðanir sínar, að menn héldu, að hann hefði engar skoðanir. Á fimtudaginn vikuna, sem menn voru við her- æfingarnar í Jacksons herbúðunum, sem vakti mikla eftirtekt, sagði herra Hopper Barbo bókhaldaranum, að fara burt fyrir klukkan fjögur. Auðvitað var verslunin með langdaufasta móti. Ofurstinn hafði þá um morguninn lesið milli tuttugu og þrjátíu bréf frá viðskiftavinum í Texas og Suðurríkjunum, sem sögðu honum, að sér væri ómögulegt að iborga visisar skuld- ir, er þeir voru í, eins og ástandið væri í landinu. Ofurstinn hafði farið heim til miðdagsverðar með áhyggjusvip á andlitlnu. En það var haft orð á þvi við 'borðið hjá ekkjunni, hve rólegur Eliphalet Hopp- er hefði verið. . Klukkan fjögur steig Eliphalet upp í istrætis- “Já, vlíst er það það,” isagði Cluyme. Svo rendi hann augum yfir tjöldin og bætti isvo við eins og til þass að isegja eitthvað: “Eg sé að þeir hafa bætt við nokkrum falibysisum síðan í gær. Það eru líklega þær, sem me'st var talað um að Ihefðu komið með “Swon” og hefðu verið merktar “marmmari.” Það er sagt að Jeff Davils hafi sent þeim þær úr vopna- búri stjórnarinnar, sem þeir tóku á sitt vald við Baton Range. Nú eru þeir bráðum tilbúnir að ráðast á okkar vopnabúr.” Hopper hluistaði á þetta hinn rólegasti. Honum fan'st ekki neitt sérlega mikið til um þelssa fregn, sem hafði sett bæinn í uppnám. Og Cluyme hafði heldur ekki talað eins og honum væri mjög mikið niðri fyrir. Rétt í þessu fór léttilvagn fram hjá, isvo ó- makið tókst af Eliphalet að svara. Ungfrú Culyme kannaðiist óðara við, að vagninn tilheyrði aldraðri konu, sem var vel þekt í St. Louis. Hún ók út á hverjum degi klædd í svart og með þykka blæju fyrir andlitinu. En hún var blind. » “Mér þæti gaman að vita hivað hún er að gera hér,” sagði ungfrú Cluyme. Svar það, sem Hopper gaf við þesisari spurningu isýndi skarpleika, er vakti eftir nokkra daga alla þá aðdáun í brjósti herra Cluymes, sem hann var fær um að sýna. “Eg veit ekki,” sagði hann, “en eg býst við að hún »é að fitna.” “Við hvað áttu með því?” spurði ungfrú Cluyme. “Það að skoðanir sambandsflokksins hljóta að verða hollar,” svaraði Eliphalet og hló. Ungfrú Gluyme hafði ekki tíma til þess að graf- ast dýpra eftir þes.su leyndarmáli, því rétt í þessu S'áuist piltur og stúlka koma gangandi og það rak alla umhugsun-um konuna með blæjuna úr huga hennar. Piflturinn var riddaráliðs höfuðsmaður í hástígvél- um, en stúlkan hafði mikið dökt hár og var í hvítum kjól. “Nei, bara lítið þið á þau,” hrópaði ungfrú Cluyme. “Þau halda víst að þau séu ein í aldingarð- inum Eden. iSú var tíðin að Jinny vildi ekki sjá hann. En síðan hann varð höfuðsmaður og komst í einkenn- iábúninginn hefir henni snúist hugur furðu fljótt. Eg er því fegin, að eg íhefi afldrei haft neinar vit- lausar hugmyndir um einkennisbúninga.” Hún leit á Hopper og isá, að hann einblíndi á þau sem voru að koma. “Clarence er fríður en mesti ónytjungur,” hélt hún áfram fjörlega. “Eg býst vig að Jinny verði nógu heimsk til þess að gifta'st honum. Finst þér hún vera mjög lagleg, Hopper?” Hopper laug að henni. ^Mér finst það ekki heldur,” sagði hún, til þes.s að samþykkja það, sem hann hafði sagt. Og um leið og hún slepti orðinu hljóp hún, Eliphalet til mestu undrunar, á móti þeim. “Virginía!” hrópaði hún, “Jinny, eg þarf að segja þér nokkuð skemtiflegt.” Virginía snérí sér við óþolinmóðlega. Augnatil- litið, sem hún sendi ungfrú Cluyme var ekki neitt sérlega vingjaimlegt, en ungfrú Cluyme fann ekki sárt til þess. Hún tók um handlegginn á Virginíu og gekk með þeim í áttina til æfingarvallarinls. Clarence hélt sig fjær en meðan hann var með Virginíu einni °g reyndi ekki að hylja það, að honum væri nærvera Ihinnar þvert um geð. Eliphalet fylgdi þeim með augunum þangað til þau hurfu innan um mannfjöldann, log það brann leyndur eldur í augum hans. Svipur Virginíu í þetta sinn hafði mint hann á það, er hún kom inn í búð- ina fyrir mörgum árum, þegar hún kom heim frá Kentucky og skipaði bonum að fara og leita að föður ®ínum. Honum hafði sviðið það þá; og hann var maður, sem aldrei gleymdi því, ef honum sveið eitt- hvað. “Hún er fríð stúlka,” sagði Cluyme, “og Verð- iskuldar að verða lánsöm. Hún er samkvæmt mínu áliti besti kvenkostur: rík, vel siðuð og fríð. Og faðir hennar er góður maður. Það er sflæmt að (hann skuli hafa þær skoðanir, sem hann hefir um fráfall þræfla- ríkjanna. Mér hefir ávalt fundist, að .þú værir sér- lega lánsamur í því að vera í Isambandi við hann.” Grænu augun í Elipbalet Hopper urðu eins og nálaroddar. En Cluyme hélt áfram; “Það er sflæmt að ihann skuli eiga það á hættu að fara með sjálfan sdg sökum skoðana sinna. Ástandið er stöðugt að veilsna.” “Já,” sagði Hopper. “Og eigin-víxilar úr Suðurrílcjunum eru ekki virði pappínsins, sem þeir eru skrifaðir á—” Cluyme þekti ekki Eliphaflet nógu vel. Hafi hon- um dottið í hug að fá Ihjá honum upplýlsingar um einkamál Carvels ofunsta eða um einkamál nokkurs annarls manns, þá fór hann í geitarhús að leita ullar. Það á ekki við að segja frá þvi ianga viðdkiftasam- tali, siem þeim fór þarna á milli; það er nóg að geta þeSs, að Cluyme, sem var sjálfur við álnavöruversl- un, var eins fáfróður, þegar hann iskildi við Eiipha- let og bann ihafði verið þegar hann bitti hann. En hann bar ennþá meiri virðinguj fyrir verlunarhygg- ■ indum forstjóra Carvelis verslunarinnar en hann bafði nokkru sinni áður borið. Þennan sama fimtudag meðan belstu fjölskýld- urnar í bænum voru að hvísla fagnandi sín á milli um það, að fall'byssurnar hefðu klomist til Jack&oús herbúðanna, var nokkuð að gerast innan grænu girðingarinnar, sem var umhverfis vopnabúrið fyrir sunnan borgina, sem hafði mikla þýðingu. Dagarnir voru allir orðnir jafn leiðinlegir fyrir (Stepbien Brice. Richter var farinn og dómarinn var oft í burtu á ýmlsum leynilegum fundum, isvo að bann var oft tímum saman aleinn 1 gkrifstofunni. Sem betur fór var sumt af verkl Ricbters og dómarans skilið eftir óklárað. svo að hann hafði nóg að gera. Þennan fimtudagsmorgun sá hann, að dómarinn fór í besta svarta frakkann sinn, sem hann var í aðeinis við hátíðleg tækifæri. Dómairinn var orð- inn mýkri á manninn upp á isíðkastið. “Steplhen,” sagði hann, ‘Iþeir eru að útbýta skotfærum og einkennisbúningum til herdeildanna í vopnabúrinu í dag. Kærir þú þig um að fara þangað með mér?” “Eru það Jacksonls herbúðirnar, isem þeir hafa í huga?” ®purði Stephen, þegar þeir voru komnir út á strætið. “Lyton höfuðsmaður er ekki maður, Isem situr kyr og lætur iríkisstjórann eiga fyrsta leik á borði,” sagði dómarinn. Þegar þeir komu inn í strætisVagninn tók Step- hen strax eftir manni, sem sat í horninu og hafði barnahóp hjá sér. Hann var magur en andlitssvipur hans var skarplegur og fjörlegur. Þessi maður hafði ekki fyr komið auga á dómarann, en hann benti bon- um að koma til isín með svo snöggri bandabendingu, að það minti á heræfingar. “Þetta er William T. Sherman majór,” sagði dómarinn við Stephen. “Hann var í hernum og barðist í mexikanska stríðinu. Hann kom hingað fyriir tveimur mánuðum til þess að verða forstöðumaður strætisvagnafyrirtækisins.” Þeir gengu til han®, og dómarinn kynti IStephen fyrir honum. IMajór Sherman horfði fyrst á hann all-bvaJst og kinkaði svo kolli til hans. '“Jœjia, Whipple,” sagði majórinn, ‘þjóðin er að fara til fjandans, eða er ekki svo?” Stephen gat ekki varist því að brosa. Það var djarfur maður, sem lét í ljósi--------------------- Krabbamein. Stærst verkefni flækna, sem nú er óleyst, er krabbameinið. Holdis- veikin, sem eitt sinn var hinn ægl- legasti sjújcdómur, er nú bráðlega úr sögunni, og allar flfkur tfl, að ekki líði á löngu að eins fari um iberklaveikina. Aftur fer krabba- meinið mjðg vaxandi, og er nú isvo komið, að minsta kosti á Eng- landi, að þar deyja fleiri úr krab'ba meini en berklaveiki. Læknar virðast standa ráðþrota yfir þessu, og er þó víða gert mik- ið til þess að reyna að ráða bót á því. Helst er svo að sjá, að krábba- mein stafi að miklu leyti af nautn- um, og þ óeinkum af íburðarmiklu mataræði, og heitum drykkjum. í Englandi er nýútkomin skýrsfla um banamein þeirra, sem deyja í geðveikrahælum. Kemur þar 1 ljós, að stórum færri deyr þar úr kratbibamini en alment gerist. Er 'heflst giskað á, að þetta stafi af því, að í geðveikrahælunum lifa menn við fremur ðbrotið fæði og drekka yfirleitt ekki mjög heita drykki. J. K. Vísir. RJÓMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJ6MANN TIL The Manitoba Go-operative Dairies LIMITED

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.