Lögberg - 26.02.1925, Blaðsíða 4
Bfc. 4
ZjöGBERG, IIMTUDAGUSTN 26. FEBRÚAR 1925.
Jogberg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- Bmbia Preu, Ltdí., (Cor. Sargent Ave. & Toronto Str.. Winnipeg, Man. Talalman N-6S27 otf N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor Utanáakríft til blaðríns: THI COLUNjBMV PRESS, Ltd., Box 817*. Wnnipeg, M»n. Utanáskrift rit.tjóran,: EDtTOR LOCBERC, Box 3171 Winnlpag, R|«ui. The ‘'Lögberg" is printed and published by The Columbia Preas. Limited, in the Columbla Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manltoba.
Þjóðrœknismál.
Þaö er eins og hálfrökkur sé aÖ setjast að í þjó'Ö-
ræknismálum Vestur-íslendinga, og eldurinn, sem
brann i sálum hinna eldri, aÖ kólna.
Ef til vill er þetta náttúrlegt, eöa að minsta kosti
skiljanlegt. Fjarlægðin frá hjarta-yl þjóðarinnar
sjálfrar, hefir kælt þær tilfinningar. AfstaÖa okkar
viö þetta þjóðfélag, sem við búum með, hefir gjört
samband okkar við stofn-þjóöina erfitt og gjörir það
erfiðara með hverju árinu, sem líður, og ástæðurnar
eru hverjum manni auðsæar, sem nokkuð vill athuga
málavextina. Vér, þeir eldri, höfum orðið fyrir meiri
og minni áhrifum frá þvi fólki, sem við búum hjá.
Samband okkar við það, hefir orðið nánara og marg-
breyttara með hverju árinu, sem liðið hefir, og vér
höfum færst lengra og lengra út í hringiðu samtíð-
arinnar.
Slíkt samlíf hefir, segjum vér, haft mi'kH áhrif
á oss, hina eldri, en þó einkum á þá yngri. Yngra
fólkið hefir í flestum tilfellum vaxið frá okkur, þeim
eldri, og inn i þjóðlíf þessa lands, og gætir þvi áhrif-
anna innlendu í flestum, ef ekki öllum tilfellum, miklu
meira en áhrifanna frá sjálfum okkur. Það er ekki
að eins að vér, þeir eldri, séum að færast í burtu frá
stofnþjóðinni heima, heldur eru þeir yngri að færast
í burtu frá okkur. Afkomendurnir ökkar að vaxa frá
okkur. Þeir lifa og hrærast í hugsunarheimi, sem er
öðruvísi en umhverfi og hugsunarheimur sá, er við
lifum, hugsum og hrærumst í. Slíkt er alvarlegt á-
stand og erfitt. En það er eðlileg afleiðing af orsök-
um, sem við höfum framleitt og valið af frjálsum og
fúsum vilja; það er óumflýjanleg skuld, sem við verð-
um að borga, hvort sem okkur fellur það betur eða
ver, og vér efumst um, að þeir séu margir á meðal
Vestur-íslendinga, sem ekki eru reiSubúnir að gjalda
hana og hafi gjört sér ljósa grein fyrir henni, þó þaS
sé ekki án hrygðar og trega gjört í f jölda mörgum til-
fellum.
En þrátt fyrir öH þau sambönd og erfiðu kring-
umstæður, þá er hér hjá oss Vestur-íslendingum um
ræktarsemi hjá eldri og yngri að ræða til þjóðræknis-
arfsins íslenzka, að minsta kosti til þess af honum, sem
fegurst er og göfugast, og til þess að varðveita það
sjálfum oss til þroskunar og þjóðfélögunum, sem við
búum i, í þessari heimsálfu, til uppbyggingar, var
Þjóðræknisfélag Vestur-íslendinga stofnað.
Verkefni félagsins er ekki aðeins stórgöfugt,
heldur líka þarft. Því í skjóli þjóðmeiðsins íslenzka
höfum við orðið að standa á liðnum árum og verBum
aS standa enn, ef við eigum ekki að verða næðingum
nýlendulífsins og næturfrostum þess, sem lægst er í
lifi þess fólks, sem viS búum með, að bráð.
Hvernig hefir ÞjóSræknisfélaginu tekist þetta?
Rangt væri að segja, að þvi hafi ekki orðið neitt
ágengt, þó það hafi engan veginn náð þvi haldi á
hugum fólks og hjarta, sem menn í fyrstu gjörSu sér
von um. Félagið hefir gjört allmikið til þess, að
glæSa áhuga manna fyrir viðhaldi islenzkrar tungu og
ekki sízt hjá æskulýðnum, með því að halda uppi
kenslu í islenzku á hverjum vetri síðan það var stofn-
að, og líka með útgáfu Tímaritsins. En þrátt fyrir
þá viðleitni sína, hefir því ekki tekist að ná útbreiðslu
þeirri, sem þaS hefði átt að ná og verður að ná, ef það
á að geta orðið aö því liði, sem menn gjörðu sér vonir
« um og sem það þarf að verða, ef það á að geta náö
nokkrum þroska
Hvað er það, sem staðiB hefir og stendur i veg-
inum? Það er fleira en eitt. Fyrst og fremst sú lit-
ilmenska sjálfra okkar, aB láta óeining og sérdrægni
standa í veginum fyrir þroskun þess. Þó er það, ef
til vill, ekki aðal, eða eina ástæðan. ASal ástæðan er
skammsýni i sambandi við fyrirkomulag félagsins.
Eins og reglur og stefna félagsins er nú, er það
að eins félag hfnna eldri, eins og líka reynsla þess hef-
ir verið öll þessi ár, siðan það var stofnaö. Stefna fé-
lagsins hefir verið og er, að bera það eitt á borð á
mótum og mannfundum, sem laðar íslenzkt eyra og
örfar íslenzkt blóð, og þess vegna náS að eins til þeirra
eldri, sem móttækilegastir eru fyrir það, en sem minsta
hafa þörfina á slíkri uppörfun.
Ekki dettur oss i hug að halda því fram, að slík
uppörfun til þeirra eldri sé árangurslaus, eða þýðing-
arlaus. En eftir því skyldu menn muna, að umheim-
ur hinna eldri íslendinga hér i landi, er alt annar,
heldur en þeirra yngri, og reynsla er nú fengin fyrir
því, aS það, sem þeim eldri er nautn að, nær ekki til
þeirra yngri. En hvert þaÖ félag, sem byggir von
sina og framtíB á þeim eldri, en nær ekki trausti eða
tiltrú þeirra yngri, er dauðadæmt.
Og hvers vegna hefir Þjóðræknisfélagið ekki náð
hylli unga fólksins islenzka?
Vegna þess, að það hefir ekki haft neitt aö bjóða,
sem því hefir þótt eftirsóknarvert. Það hefir ekki,
enn sem komiS er, komist inn i heim unga fólksins, eða
með öðrum orðum: ÞjóðræknisfélagiS hefir eingöngu
hugsað, hrærst og lifað í heimi hinna fullorðnu ís-
lendinga.
Ef að Þjóðræknisfélagið á nokkurn aldur fyrir
sér og ætlar sér að halda þeirri stefnu áfram, þá verð-
ur það ekki að eins til þess, að snúa huga og hjörtum
unga fólksins frá þeirri starfsemi, heldur líka til h
sem er miklu verra og þetta Þjóðræknisfélag hefir
viljað forSast mest af öllu og verður að forðast mest
af öllu, að eyðileggja virðingu þess og velvilja til
stofnþjóðarinnar á íslandi, með óskynsamlegri fram-
komu sinni gagnvart því.
Vér getum skilið, að stjórnarnefnd Þjóðræknisfé-
lagsins og ÞjóBræknisfélaginu í heild sinni, sé ant um
að leggja áherzlu á “ástkæra, ylhýra málið’’, og það,
sem þeim fullorðnu er kærast að minnast og huga
þeirra er ljúfast að dvelja viS, en þeir mega ekki leggja
svo mikla áherzlu á þann hugsanaheim, að þeir yngri
vilji ekki koma þangað inn eða vera þar með.
Með öðrum orðum, ÞjóSræknisfélagiö verður að
ná hylli unga fólksins, og ekki einasta að ná hylli þess,
heldur að gjöra félagið svo aðlaðandi fyrir það, að
það finni til nautnar út af því að tilheyra því og kjósi
fremur aö sækja fundi þess og sam'komur en aöra
mannfundi.
Þetta er stærsta ^erkefni Þjóðræknisfélagsins, og
undir þvi er komin öll framtíð þess og velferð, að þvi
takist aö ráða fram úr því á viðunanlegan hátt.
Um aðferðirnar' skal ekki fjölyrt að þessu sinni.
Þær ’geta verið margar og fara sjálfsagt eftir kring-
umstæðum, en fyrst og fremst veröur aö nema það
burt úr lögum félagsins, sem bægir því fólki frá fullri
þáttöku í félagsmálum, sem ekki kann að lesa og
skrifa islenzkt mál.
í öðru lagi, verður félagið að ná til unga fólksins
á því máli, sem því er ljúfast og tamast, hvort heldur
Jmð er íslenzka eða enska, hvort sem þeim eldri fell-
ur það ljúft eða leitt.
í þriðja lagi, verður félagiS aö vera sér úti um
skemtanatæki, sem gjöra bæði í senn, að skemta unga
fólkinu og leiða huga þess að aðalatriðinu: Uppruna
þess og sambandinu við stofnþjóðina heima og því,
er því stendur til boða með þvi aS halda sambandinu
— þá andlegu stoö, sem það hefir af því sjálft, og svo
ræktarskylduna, sem því ber að sýna ættlandi sínu og
ættjörð.
Vér erum sannfærðir um, að þetta er ekki ókleift
verk, meira að segja, oss finst aS það muni vera
fremur auðunnið, því velvildin og skylduræknin er
lifandi í sálum hins unga, íslenzka fólks í Vestur-
heimi til ættfólksins á íslandi; þaö þarf að eins að
veita henni framrás eftir þeim farvegi, sem henni er
ljúft að fara, og þaö er hin stærsta og alvarlegasta
skylda okkar, hinna eldri i þjóðræknismálinu, og að
gjöra það áður en það er orðið of seint.
Siðameistarar vorra tíma.
Ekkert lætur hærra í eyrum manna nú á tímum, en
vandlætingaprédikanirnar. Frá prédikunarstólunum,
úr þingsölunum og frá tugum þúsunda hljóma aðvör-
unarorðin og ávítanimar til yngri og eldri á vorri tíð.
Sérstaklega þó til þeirra yngri, sem mönnum finst að
fari svo mjög viltir vegar á þessum verstu og síðustu
tímum.
Út á þetta er ekkert að setja, eða það er ekkert út
á það að setja, þó ungir og gamlir séu varaðir við því,
sem þeim er óholt og hættulegt i lífinu — það er blátt
áfram skylda þeirra eldri og reyndari. En þrátt fyrir
allar slíkar siðferðisprédikanir, aðvaranir og jafnvel
hótanir, þá magnast þaö illa og ljóta og nær æ fleirum
á vald sitt.
Eitt af þvi, sem siöameistarar vorra tíma eiga í
vök aB verjast fyrir og þrálátast er ,þrátt fyrir allar
þeirra prédikanir og “þú skalt” og “þú skalt ekki”, er
skemtanafýsn manna, yngri og eldri. Skemtanafýsn-
in eykst og margfaldast ár fram af ári. Hún veltist
fram eins og ægilegt fljót í vorleysingu, og við menn-
imir 'kútveltumst í því.
Vér láum ekki þeim mönnum og konum, sem eiga
yfir unglingum að ráða, þó þeim sé óljúft að sjá þá,
sem þeim er trúað fyrir, lenda út í þá sogandi hring-
iðu. Vér láum þeim ekki, þó þeir segi: “Þú skalt”
eða “þú skalt ekki”. En ekki kæmi oss það á óvart,
þó þetta orð “skalt” léti illa i eyrum unglinga, sem
eitthvað er í spunnið, því i því er einhver ógnandi og
æsandi hreimur, sem æskunni er sérstaklega illa við,
og trúaö gætum vér því, aS þetta litla orð “skalt”,
gerði oft meira til þess að ýta unga fól'kinu út í iðu
skemtanafýsnanna, en að bægja þeim frá henni.
Eitt af þvi, sem fólk það, er leiðbeining æskunnar
hefir á hendi, gjörir sér alt of lítið far um, er að skilja
upplag og eðli æskumannsins áöur en farið er að reisa
skorður við þrá hans og lifsvenjum.
Vér gjörum ekki ráð fyrir, að eðli æskufólksins
sé breytt að neinum mim, frá þvi sem þaÖ hefir verið
á liðnum öldum. Æskan hefir ávalt verið á'köf, ærsla-
full og þráð að njóta þess, sem mest hefir laöað hana
og hún mun gjöra það til daganna enda. Torfærur á
þeirri leið hefir henni ávalt verið illa við og mun á-
valt verða, en hvað verst þó við þetta orð “skalt”.
Það er lærdómsrikt og eftirtektavert, að athuga,
hvernig aö mikilhæfir menn hafa í liðinni tið farið að
því, að beina hugstm æskumannsins að þvi sem þeir
vildu að hann varaðist. Fyrir tvö hundruð árum rit-
ar Chestenfield lávarður syni sinum á þessa leið:
“Margt ungt fólk gefur sig á vald skemtana, sem
það sjálft hefir engan smekk fyrir, að eins af því að
það er nefnt skemtun. í því efni fer það stundum
svo langt afvega, aö halda aö siðleysi sé skemtun.
Þú skalt ekki halda, að eg amist við skemtunum
eins og heimspekingur, eða prédiki á móti þeim eins
og prestur. Nei, þvert á móti vil eg benda þér á þær
eins og sá, er skemtununum ann. Eg vona, að þú
njótir þeirra í rikum mæli. Að eins vildi eg óska
þess, að þú misskildir þær ekki.
Veldu skemtanir þínar sjálfur, en láttu engan
þrengja þeim upp á þig. Fylgdu ,leiðsögn samvizku
tilvísunar þinnar en ekki tizkunni; legðu nautn skemt-
ana þeirra, er þú nýtur, á aðra metaskálina, en óum-
flýjanlegar afleiöingar þeirra á hina, og fylgdu svo
úrskurði þinnar eigin dómgreindar.
Ef menn heföu ekki nema sina eigin lesti, þá væri
lastabaggi þeirra ekki eins þungur og hann vanalega
er. Eg vona, aö þú verðir laus við þá; en ef þú skyld-
ir i löstum lenda, þá vona eg að það verði þínir eigin,
en ekki annara.”
Hve ólíkur er ekki andinn i þessu bréfi þeim, sem
maður á vanalega að venjast, þegar um þessar sakir
er talað. En óendanlega er hann samt miklu áhrifa-
meiri en sá, sem nú lætur til sín heyra — þessa óend-
anlegu “þú skalt” og “þú skalt ekki” prédikun.
Búaaðarskýrsla Manitobafylkis,
Landbúnaðarskýrslur Manitobafylkis fyrir árið
1924, eru nýútkomnar og hafa að færa margvíslegan
fróöleik.
Kornuppskeran varð nokkuð meiri en áætlanir
þær, sem geröar voru, sýndu. Alls var sáð í
6,818,045 ekrur af landi í Manitoba, komi, jarðará-
vöxtum og fóðurgrasi, og nam uppskeran úr þvi sem
hér segir: 41,464,330 mælum hveitis; 70,728,736
mælum hafra; 40,922,944 mælum af byggi; 3,402,686
mælum af “flaxi”; 5,875,804 mælum af rúgi; 3,360,077
mælum af kartöflum; 914,820 mælum af öðrum garð-
ávöxtum. Af fóðurgrasi fengust 1,582,697 ton og
nam verð þeirrar uppskeru $135,931,000.09. Mun þó
verð hennar hærra, þegar öll kurl koma til grafar, því
mikið er eftir óselt af korni, sérstaklega hveiti, en
jafnaðarverS á því segir skýrslan að hafi verið $1.24
mælirinn. Síðastliöið sumar eyðilögðu haglstormar
17,900 ekrur algjörlega, og aö nokkru leyti uppskera
á 62,400 ekrum.
Hestar segir skýrslan að hafi verið 369,722 tals-
ins í; Manitoba í júni 1924; og telur hún að góðir ungir
vinnuhestar muni hafa verið eitt hundraö dollara
virði. Lítil sala hefir verið fyrir hesta i fylkinu, en
þó nokkuð selt austur til strandfylkjanna í Canada.
Hestum hefir fjölgað um 5,311 á árinu 1924.
Tala nautgripa i Manitoba fylki við lok ársins 1924
var 714,049. Þar af voru 256,100 mjólkurkýr og af-
urðir þeirra eða mjólkurbúanna voru $13,093,902.44,
og eru þær $595,956.40 meiri en þær voru áriö 1923.
Smjörframleiðslan nam $5,925,918.12. Mjól'k var
seld upp á $5,219,363(5 ostur, ísrjómi og nýr rjómi
upp á $1,848,651.32.
Tala fjár í Manitobafylki við áramótin síðustu var
94,784, og er það 1,622 fleira en þaö var við enda
ársins 1923. Þrjú opinber uppboð á lömbum voru
haldin i Manitoba á árinu, og voru þau öll í bygðum
íslendinga: eitt í Árborg, og var meðalverð þar $6.96;
annað í Riverton, var meðalverðið þar $7-77, og hiö
þriðja á Lundar, þar sem meðalverðið var $7.79.
Tala lambanna, sem seld voru, var 2,149 og veröið, sem
fyrir þau fékst, nam $15,687.65.
Manitobamenn seldu 531,389 pund af ull á 22 cent
pundiö, sem nam $116,905.58. Á árinu var selt 42,-
176 fjár; flest af því fé var sent annað hvort til Vest-
ur- eða Austur-Canada, nokkuö til Bandaríkjanna, og
veröið var í öllum tilfellum vel viðunanlegt.
Tala svína við áramótin var 425,747 og eru það
'34,459 fleiri, en þau voru við áramótin 1923-24. Seld
voru 178,740 svín á árinu, en verð fremur lágt. —
Tala alifugla við áramótin var, hæns: 3,210,426; kal-
kúnar: 306,742; gægir: 85,768, og andir: 90,950.
Viöa áramótin 1924—1925 voru 22,113 bíflugna-
bú í Manitoba, sem voru eign 1,800 manna, og gáfu
þau af sér 1,302,000 pund af hunangi, sem celdist
fyrir $195,300.00.
öll uppskera og búsafurðir í fylkinu fyrir árið
1924 hafa hlaupið upp á þaö sem hér segir:
Komuppskera.................. $135,931,000
Nautgripir (viðkoma)............. 9,085,000
Ull ............................. 116,905
Afurðir mjólkurbúa ..... ..... 13,093,902
Afurðir alifugla................. 3,870,750
Garöávextir......... .......... 2,000,000
Hunang......................... 195,300
Samtals .. $164,292,857
Fólkstalan í fylkinu er 610,118; svo landbúnaðar-
afurðirnar hafa því numið um $270 á hvert manns-
barn í fylkinu. Tala fólks í sveitum og sveitabæjum
í Manitobafylki, samkvæmt manntalsskýrslu Domin-
ionstjómarinnar, var árið 1921, 348,651, og jafna
þessar búsafurðir sig því upp meS $471 og nokkur
cent á mann.
Árið 1921 voru 52,252 bændur í 'Manitoba, sam-
kvæmt skýrslu Dominionstjómarinnar; nú eru þeir
að sjálfsögöu nokkuð færri; samt jafna þessa árs
búsafurðir sig up með $3,085 á hvem þeirra, þó
þeirri tölu sé haldiÖ.
Samkvæmt skýrslu Dominion stjómarinnar frá
1921, þá eru 14,600,052 ekrur af landi í Manitpoba,
sem nothæft er til akuryrkju; af því voru 8,042,037
ekrur óunnar, 6,558,021 ekrur skógi vaxnar, 1,889,388
ekrur beitiland, 3,987,678 votlendi, 680,955 ekrur, sem
breytt haföi verið úr votlendi í bithaga; 418,329 ekr-
ur yrkt land en ósáið, 1,657,321 ekra sem komi og
grastegundum var sáð í, 5,857,635 ekrur, sem garðá-
vöxtum var sáS í; 941 ekra, sem aldini voru ræktuð í,
og 13 ekrur, sem ávöxtum, svo sem berjum og öðru
þess kyns var sáð í.
Samkvæmt þessari sömu skýrslu Dominion stjóm-
arinnar frá 1921, þá voru bújaröimar í Manitoba
$656,500,961 virði. Þar af era byggingamar virtar á
$111,811,195; jarðyrkju verkfæri, sem eru tekin með
í þessari upphæð, á $67,847,699, og búpeningur á
$75.73L656.
Meðalverð bújarðanna, sem taldar eru að vera
að meðalstærö 274.4 ekrar, er talið $7,532.31. Meðal-
verö húsa, $2,099.66; akuryrkju verkfæra, $1,274, og
búpenings, $1,422.14, sem hverri bújörð fylgja.
Tala búpenings af hreinu kyni í fylkinu, er: hest-
ar, 6,202, nautgripir 20,126, sauÖfé 4,657 og svin
7,106. ' fj
H. f. EIMSKIPAFJELAG ÍSLANDS.
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskpafélag íslands verður
haldinn í Kaupþingssalnum i húsi félagsins i Reykjavi'k, laugar-
daginn 27. júní 1925 og hefst kl. 1 e.h.
DAGSKRÁ
I. Stjóm félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu
starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ár, og
ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endur-
skoöaða rekstursreikninga til 31. desember 1924 og efnahags-
reikning með athugasemdum endurskoÖenda, svöram stjóm-
arinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum.
2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu ársr
arðsins.
3. Kosning fjögra manna í stjóm félagsins, í stað þeirra, sem
úr ganga samkvæmt félagslögunum.
4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins
vara-endurskoðanda.
5. Umræöur og atkvæðagreiösla um önnur mál, sem upp kunna
að vera borin.
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Að-
göngumiðar aö fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðs-
mönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 24.
og 25. júní næstk. — Menn geta fengið eyðublöö fyrir umboð til
þess aö sækja fundinn hjá hlutafjársöfnurum félagsins um alt
land, og afgreiÖslumönnum þess, svo og á aÖalskrifstofu félags-
ins í Reykjavík.
Reykjavík, 27. janúar 1925.
STJÓRNIN.
2. Hann hefir vitað, að hann
gæti staðið við alla skilmála án þess
að tapa á leigunni; þar á meðal aö
byggja pappírsverksmiðjuna; ann-
ars var hann flón, sem ekki vissi
hvað hann var aS gera.
3. Ef hann uppfyllir s'kilmál-
ana, þá græöir þjóðin það, að hún
fær meira en helmingi meira fyrir
skóglendið, en ella. Og þetta er
að þakka Bandaríkjafélaginu.
4. Ef hann uppfyllir ekki skil-
málana, byggir t.d. ekki pappírs-
verksmiðjtma, þá fær þjóðin fyrir
ekkert á þriðja hundraö þúsund
dali, sem hann setti að veði; á eft-
ir skóglöndin óleigð og getur leigt
þau öörum fyrir sanngjarnt verð,
t.d. Bandaríkjafélaginu.
5. Ef McArthur uppfyllir ekki
öll skilyrðin og stjómin heldur samt
ekki veðfénu, þá svíkur hún fólk-
ið og gerir ekki skyldu sína.
Svona skiljum við þetta hér fjöl-
margir — getum ekki skilið það
öðruvísi, enn sem komið er. Er
það fangskilið?
Sig. Júl. Jóhannesson.
• • •
Það er meir en leiðinlegt, hvað
Dr. Sig. Júl. Jóhannesson viröist
vera orðinn skilningssljór, aö hann
skuli ekki með neinu móti geta
skiliö jafn auðskilið mál og þetta
skógleyfismál í, eðli sínu er, og
jafn ljósar 0g afleiðingamar af
því sem frarn fór við uppboðið,
virðast vera öllum þeim, sem skyn
bera á alment viðskiftalif.
S. J. J. setur fram fimm atriði,
sem honum finst aö séu aðal kjarn-
inn í máli þessu, og sinn skilning
á þeim, sem honum finst að sé sá
eini rétti. En það hefir nú aldr-
ei þótt hin sterka hlið hans, og sízt
í þeim málum, sem hann sjálfur
segist ekki skilja.
Við fyrsta atriöinu er það aö
segjta, að í því eru vér sammála
doktornum. Vér trúum því, að
McArthur hafi ætlaÖ sér að upp-
fylla skilyrði þau, er stjórnin
setti — það er aS segja, ef hann
gæti.
Vér segjum “ef”, sökum þess,
að doktorinn skilur og veit, að
“Best laid plans of men and mice
gang oft aglee”, eins og Robert
Burns sagði.
í sambandi við annað atriðiö,
það, að McArthur hafi vitað, þeg-
ar að hann bauð i viöarleyfið, að
hann gæti uppfylt öll skilyrði, sem
stjórnin setti. Hvernig veit
doktorinn það? Sjálfur hefir Mc-
Arthur skýrt frá því opinberlega,
að menn þeir, sem búnir voru aö
lofast til aS leggja fram féð til
starfrækslu þessa fyrirtækis, hafi
brugðist og neitað að leggja féð
(franj nokikrum dögum áður ,en
uppboöið á viðarleyfinu var
haldið. Svo í staðinn fyrir aö
vita, að hann gæti fullnægt öllum
skilyröunum þegar upboðið fór
fram, þá átti hið gagnstæða sér
stað. Hann vissi einmitt, að hann
gat það ekki, nema einhverjir ný-
ir vegir onuðust, og þá vegi vildi
hann heldur reyna, en aö sleppa
viöarleyfinu i hendur mannanna,
sem eyðilagt höfðu áform hans.
Hvort að hann með því| hafi gjört
sig að flóni, eins og doktorinn
kemst aS orði, verða að sjálfsögðu
deildar meiningar um. En hvað
deildar, sem þær kunna að veröa,
og hvaö oft sem Sig. Júl. Jóhann-
esson kfillar hann “flón”, þá hefir
það ekki hin minstu áhrif í málinu
—sannar ekkert annað en það, að
tilfinning doktorsins hleypur þar
með hann í gönur, eins og hún
hefir oft áður gjört.
En þaÖ eru staðreyndirnar 5
þessu máli, sem öðram, er aö síð-
ustu veröa að ráöa, og staðreynd-
irnar eða sannleikinn i málinu er
sá, að mennimir, sem lofað höfðu
McArthur að leggja fram féð til
þess að stofna og starfrækja þetta
fyrirtæki, sviku hann fáum dögum
áður en uppboÖið fór fram, og að
hann kom á uppboösþingið ákveö-
inn í því, að láta mótstöðumenn
sína ekki ná tangarhaldi á skóg-
lendunum, heldur kaupa þær
sjálfur, hvernig svo sem færi með
f ramkvæmdimar.
í þriðja atriðinu staðhæfir dokt-
orinn, að “ef” McArthur fullnægi
öllum skilyrðum, þá græði þjóöin
og að sá gróöi sé að þakka Banda-
ríkjafélaginu. Vér eram þessari
staöhæfingu samþykkir. En þá
kemur þetta óhræsis “ef”, sem oft
hefir verið svo óþægilegur þrösk-
uldur mörgu góðu fyrirtæki, og er
líklegt að standa í veginum fyrir
þessu.
t fjórða lagi segir doktorinn,
að ef “McArthujr uppfyjllíí ekki
skilyrðin, þá fái þjóðin á þriðja
hundraö þúsund dali, sem hann
setti i veÖ, og skóglendumar lka.
Satt er það, að þjóöin fær skóg-
Iendumar til baka, og er það eng-
inn gróöi fyrir hana, því hún átti
þær. En um veðféS veit hvorki
doktorinn né heldur nokkur annar
maður minstu vitund, nema þessi
$50,000, sem borgaðir hafa verið,
sem er niðurborgunin, sem stjóm-
in krafðist, þegar kaupin vora
gerð. Sú upphæö átti að vera
$100,000, en var færö ofan í
Skiljum ekki betur en áður.
Herra ritstjóri Lögbergs!
Fyrir skömmu ritaði eg nokkur orð um skógar-
leyfismálið og sendi blaði þínu. Þar birtist það ásamt
athugasemd eða skýringu. Hvorki eg né aörir, sem
eg hefi talað við, skilja máliS hóti betur eftir en áður.
Okkur finst það liggja við eins og hér segir:
Stjómin í Ottawa lofar McArthur því, að láta
bjóða upp á almennu uppboði 40,000 fermílur af
skóglendi til leigu um óákveðinn áraf jölda. Ef hann
bjóði $1.00 fyrir fermíluna og enginn annar bjóði
hærra, þá skuli hann fá skóglendiö fyrir þá leigu. En
það fylgir auðvitaö, að bjóði einhver hærra, þá ráði
hæsta boð, ef þeim er það býður megi treysta til þess
að geta staðið við samninga.
Sá sem boöið hlýtur, verður að leggja fram stórfé
aö veði, bæði fyrir því að hann haldi skilmálana yfir-
leitt og sérstaklega fyrir þvíi, að hann setji á stofn
pappírsverksmiöju Nú býður annar á móti McArth-
ur; en til þess að tapa ekki af leigunni, býður Mc-
Arthur enn þá hærra, svo aö leiguverðið verður meira
en helmingi hærra en þaö, sem stjórnin sagðist leigja
skóglendið fyrir minst. Fyrir þetta leiguverð hlýtur
McArthur boöið, og því fylgir auðvitað það, að hann
verður að uppfylla öll skilyrði, sem sett voru; að því
gat hann ekki gengið graflandi.
Ályktan okkar, sem ekki skiljum skýringu LÖg-
bergs, er þessi:
1. McArthur hefir ætlaö sér að uppfylla öll skil-
yrÖin, þegar hann bauð; annars var hann óráðvandur
maður.
:V-?
0.
- •» *i*a
. . , ., , 'd.i
S'koðun hveitis í Winnipeg, fyrir þrja man- >:•>£
uðina Sept. til Nóv. síðastl., leiddi í ljós, að
a a m tnr Vivpr í veríSl fiók-
247,420 mælar féllu um ioc hver í verði sök-
um myglu.— Seinni skoöun mundi sýna það
sama. Og hafrar og bygg urðu fyrir sama
áfallinu.
4
M.
í*§.
•AJ'A
“»•.
cTANDARD
£9Rmaldehydí
S>
KILLS
SMUT
4:ý?
X'i
%
100% EFFECTIVE BY ACTUAL-TESTS
Mefði Förmaldehyde verið notað við út-
sæðið. mundi tap þetta hafa orðið um-
flúið og uppskeran sloppið vlð ryð-
piáguna.
Með litlum tllkostnaði getið þér vemd-
að 1925 uppskeruna fyrir mygluplág-
uni(i.—Hrint útsæði heíir í för með
••?.\ sér aukna uppskeru, betrt uppskeru
vý.\. og moirl arð.
*.:;•,•, Biðjið kaupmann yðar um
‘;V;V,. Formaklehyde. j
-,7‘
STANDARD CHEMICAL CO. LTD. w
Mootreal WINNIPEG Toronto