Lögberg


Lögberg - 26.02.1925, Qupperneq 5

Lögberg - 26.02.1925, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. FBBRÚAR 1926. BIs. 5 W dodd’s ÍKIÖNEY á°87 THEPffl Dodds nýrnapillur eru besta nýrnameðalið. Lækna og gigt 'bak- verk, ihjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllu*m lyf- sölum eða frá The Dodd's Medi- cine Company, Toronto, Canada. $50,000, rétt áður en uppboðið hófst. Hitt tryggingarféð hefir ekki verið lagt fram enn, átti ekki að leggjast fram fyr en 90 dögum —þremur mánuðum eftir að upp- boðið fór fram, eða 16. marz n.k. Ef að McArthur þá getur ekki eða vili ekki leggja það fram, þá vit- um vér að þú skilur það, doktor sæH, að stjórnin getur með engu móti neytt hann til þess, og verða þá allar bæturnar, sem þjóðin fær fyrir missi þessarar iðnaðarstofn- unar, þessar $50,000, sem Mc- Arthur er búinn að borga, og get- ur hver maður með svona þolan- legum skilningi gjört sér grein fyrir því, hvort þjóðin muni hagn- ast meira á því að fá iðnaðarstofn- un setta á fót, sem kostar fleiri miljónir að byggja, sem fram- leiddi meir en $8,000,000 virði af vörum á ári og gæfi þar að auki þúsundum manna atvinnu árið um kring, eða þessi $50,000, sem hún heíir hald á frá McArthur? Finst þér ekki, doktor sæll, að timi sé kominn til þess, að hætta að misskilja jafn auSskilin atriði og hér er um að ræða, og snúa huganum að einhverju öðru, sem þarfara er? Fréttabréf. frá Vogum 24. febr. 1925 Hkrra ritstjóri! Margt hefir víst iborið1 til tiö- inda síðan eg sendi þér línu síð- ast, en flest hefir það farið fyrir ofan garð og neðan hjá okkur, sem búum hér norður á hala ver- aldar. Hér ber fátt það að sem tiðindum sætir. Viö lifum eins og aðrir, á meöa.n við getum; erum ekki hlutsamir um hagi annara, en bítum frá okkur ef á okkur er leit- að. Vera má að það þyki ekki kristilegur hugsunarháttur; en þá er þess að gæta að viö erum prests- lausir, og i öðru lagi að Lögberg gat þess í vetur að aö við ættum “ekki að sýna umburðarlyndi 'í trú- málum’’. — Annars líkar mér nú gamla reglan betur, að “dæma ekki hart um aðra’’ þótt um trúmál sé að ræða. En þaö kemur líklega til af þvi, að eg veit að eg er mað- ur syndugur, og þoli ekki harða dóma. — Þetta átti að verða fréttabréf en það sló svona út >í fyrir mér í byrj- uninni. — Tíðarfarið hefir verið “kalt og karlmannlegt” það sem af er vetr- inum. Nóv. mátti kallast frost- vægur, en síðan um desember byrjun má kalla óslitinn harðinda- kafla til jan. loka; frosthörkur og stormar á víxl og stundum hvort- tV€ggja. í janúar skifti oft um veður tvisvar á dag, og þeir voru fáir dagarnir sem ekki var annað- hvort snjókoma eða rokviðri, og flest stórviðri af suðri, og er það fátítt. Snjófall er þó ekki orðið meira en í meðallagi; en víöa eru brautir ógreiðar, því stormarnir hafa hlaöið saman stórskefli. Um mánaðainótin síðustu skifti um tíðarfar; siðan hafa oftast verið stillingar, og enda óvanaleg blíö- viðri um þenna tíma árs. Kem- ur það vel heim við gamla íslenzka veðurspá, því síðasti illviðrisdag- urinn var á Kyndilmessu. En sú var trú manna fyrrum, að því verra veður sem væri á Kind!il- messu, því betra yrði tíðarfarið á útmánuöum. Á það bendir þessi vísa: “Þegar i heiði sólin sezt á sjálfa Kyndilmessu, snjóa vænta máttu mest maður upp frá þessu”. Nú kemur þessi veðurspá heim við spár spekinganna hér í landi, og er því vonandi að hún rætist. Hcilsufar manna hefir mátt kall- ast gott hér um slóðir í vetur; engin umgangsveiki eða sjúkdómstilfelli svo eg hefi frétt. Að eins einn maður hefir dáið hér í bygðinni. Sá hét Pétur Jónsson, háaldraður maður fnær 90 ára). Hann var faðir Kristjáns Péturssonar bónda að Hayland pósthéraði Pétur var ættaður úr Mýrasýslu, en dvaldi lengstum á Húsavik í f>ing- eyjarsýslu. Vestur hingað flutti hann um síðustu aldamót. Hann var verkmaður góður, og um- hyggjusamur um alt það er hann hafði með höndum. Vinsæll og vel látinn. Blöðin hafa áður getið um lát Adams prests Þorgrímssonar. Hann var að sönnu fluttur burtu héðan, en þessi bygð hefir þó mikils mist vjð fráfall hans. Hann var hér prestur og búsettur nokkur ár, og hefði að líkindum haldið á- fram að gegna hér prestsþjónustu þótt hann ætti heimili að Lundar, hefði honum enst líf og heilsa. Hann vann sér álit og traust allra manna, ekki að eins sem prestur, heldur sem góður drengur, fjöl- hæfur mentamaður og góður ís- lendingur. Fishiveiðar hafa hepnast illa í vetur að kalla má jafnt um alt Manitobavatn, svo slíkt hefir ekki þekst um mörg ár. Ekki er gott að segja hvað því veldur þó margs sé til getið. Tíðarfar mátti kall- ast hagstætt í haust fyrir fiskiveið- ar; ísa lagði á hæfilegum tíma, og braut ekki mikið upp aftur; þó mun það hafa gjört nokkur veiði- spjöll á víkum þeim er fyrst lögðu. Margir álíta að ofmikill netja- fjöldi sé orsökin, og víst gengur fiskurinn til þurðar árlega nú í seinni tíð. Miklu getur það líka valdið að Indíánar þeir er búa norður við vatnsenda, hafa þver- girt með netjum á þá er rennur úr Winnipegosis í Manitobavatn, en þaðan er fiskiganga hingað á haust- in. Þessi árós er norður i ó- bygðum, og koma þar sjaldan hvítir menn, eða vita hvað þar gjörist. Umsjónarmaður fiski- veiða hér við vatnið, Hr. J. Líndal, fékk njósn um það í vetur að Indí- ánar norður þar hefðu óvanalega mikið af fiski til sölu, og tókst ferð á hendur norður þangað. Kom það þá í ljós að þeir höfðu þver- girt ána í allan vetui^ með f jölda netja og hindrað með því alla fiskigöngu til Manitobavatns. Tók hann upp þau net er hann náði, en Indíánarnir höfðu fengið njósn um ferð hans kveldið fyrir, og voru þvi búnir að koma undan mestum hluta netja og fiskjar. Var sú ferö þrekraun tnikil, langt að Utvegun vinnufólks Sökum sérstaks undirbúnings og aðstöðu, getum vér nú fullnægt sanngjörnum eftirspurnum eftir Vinnufólki til sveita frá Þýzkalandi Ungverjalandi Póllandi og öðrum löndum Mið-Evrópu. sækja frá bygðum hvítra manna, í vonsku tíð, og ills að vænta af Ind- íánum, þegar þeir álíta atvinnu sinni spilt. Enda lét nærri að hann mætti liggja úti, þvi þeir höfðu gjört samtök um að neita honum um gistingu. Hr. Lindal mun hfaa hug á að koma því til leiðar að þess verði gætt að slíkt komi ekki fyrir oftar. Fiski- veiðar verða því með langminsta móti hér í vetur. Þó bætir það nokkuð úr að verðið hefir verið hærra en nokkru sinni áður, en mjög hefir það verið óstöðugt. Byrjað var með 6 centum ,en hæst hefir það verið 15 cent þegar kaupmenn hafa tekið ófrosinn mál- fisk i veiðistöðum, en svo hefir það fallið nokkuð öðru hvoru. Hvítfiskur hefir verið í líku verði, en svísýnt hvort nokkuð fæst fyr- ir frosinn birting, sem þó veiddist allvel fyrstu vikuna. Nokkrir hafa sent fisk sinn suður fyrir eig- inn reikning, og hafa þeir að sögn fengið stórum mun hærra verð fyrir hann, en misjafnt nokkuð, og ekki mun full reynsla fengin fyrir þvi enn þá hvort slík viðskifti geta hepnast i stórum stíl Má þar búast við samkepni frá auðfélög- um og ýmsum örðugleikum, en þol- leysi fiskimanna og sámtakaleysi á aðra hlið, ef eitthvað ber út af. En En eflaust væri það bezta ráðið til að koma fiskinum í sanngjarnt verð, að framleiðendur kæmust sem næst því að að selja þeim sem fisk- inn nota. Félagslíf og verzlun er hér frem- ur dauft. Alt strandar á sama skerinu, peningaleysinu. Þó virðist nú fremur vera að rofa i lofti í þeim sökum, en það eru ó- glögg skýjaskil. Við erum lika orðnir svo vartir verzlunarkrepp- unni að við finnum minna til þess en áður, “svo má illu venjast að gott þyki”. — Guðtn. Jónsson. Sé óskað eftir brezku eða skandinavisku fólki, þá látið oss vita, hvort þér getið ekki veitt fólki annars staðar frá viðtöku, ef ekki fæst fólk af því þjóðerni, er þér helzt óskið. Finnið næsta umboðsmann vom, eða s'krifið á yðar eigin máli til DAN. M. JOHNSON Westem Manager Colonization and Development Department CANADIAN NATIONAL RAILWAYS Room 100, Union Station, Winnipeg. Svar til J. B. Holm. Illgirnis að uggar standa út úr Jóni veður elginn vondur dóni vitleysis í forarlóni. Eg las ritgjörð eftir J. B. Holm í Heimskringlu 28. janúar, sem hann nefnir roð og ugga, og get eg ekki stilt mig um að fara um hana nokkrum orðum. Og er það fyrst, þar sem hann segir að allir hér séu andlega og veraldlega dauð- ir og sé eg ekki nein dauðamerki á fólki hér heldur en annarstaðar í bygðum og bæjum og sízt að Jón sé nein undantekning í því efni, en ihonum kansikie finst sjálfum, að hann sé aö minsta kosti veraldlega vel lifandi þegar hann hamast við að offra á altari Bakkusar, líklega “Moonshine” og enn þá lélegri vanilla. Næst talar hann um að það sé dýrt að deyja upp á county reikning, en því fer nú betur að fólk er ekki svo illa statt hér efna- lega, að það þurfi á því að halda þó að J. gefi það í skyn. En hvað því viðvíkur að bændur borgi það sé blátt áfram ósannindi, því skatta sína grátandi, þá held eg að Islendingum hættir ekki svo mjög við að gráta þó þeim finnist eitt- hvað að, en þó að einstöku af þeim kannske hrjóti blótsyrði yfir einhverju sem þeim líkar ekki eða þykir ósanngjarnt, hvort sem það er skattar eða annað, er nú ekki nema mannlegur breiskleiki. En eg þekki mann, sem ekki tilheyrir Ibændiastéttinni, en sem bölvar hroöalega yfir þvi að eiga að borga réttmæta skuld, jafnvel þó að hann borgaði hana eldci. Svo skrifar hann um samkomu Halldórs frá Höfnum og þeirra félaga og leggur á þá lof mikið og hafa þeir sjálf- sagt átt það skilið? En hér hafa oft borið eins góðir gestir að garði, sem hafa haft erindi að flytja fult eins fróðleg og skemtileg og hefir ekki verið mikið raupað af, en það Ieiðinlegt aö J. skyldi ekki heyra ræðu séra Friðriks, úr því honum /þótti svo mikið í þá varið. Svo fer hann að tala um bömin, að þau gapi af undrun er þau sjái jóla- vörumar i búðunum. En ekki skil eg í því að J. hafi gapað minna þegar að hann var á þeirra aldri, þegar hann kom i kaupstaðinn, því þá voru nú ekki rniklar byrgðir af bamagullum á heimilunum árið um kring eins og nú á sér stað víða. Hálf hlægilegt er þegar Jón er að tala um messur og kirkjuferðir og að prestamir haldi þrumandi ræður og langar bænir, því eins hundheiðinn eins og Jón er, þar sem hann hefir líkast til aldrei komið inn fyrir kirkjudyr síðan hann varð fullorðinn og mundi varla leyfa sinni eigin fjöl- skyldu að fara til kirkju þó þau vildu, getur lítið sagt um það hvað ræðumar eru þrumandi, eöa bæn- imar langar og því síður að hon- um farist að vanda um við aðra, þó þeir sæki ekki kirkju eins og Hvar sem þér kaup- ið og hvenær sem þér kaupið Magic bökun- arduft, vitið þér, að >að er ætíð hægt að reiða sig á það og er hið besta, ávalt á- byggilegt og hreint. BÚIÐ TIL I CANADA MAGiC BAKINC POWDIR skildi. Svo fer hann að fetta fingur út í það að skepnum skuli vera. slátrað fyrir jólin, en eg sé ekkert rangt við það aö skepnum sé slátrað ef það er vel gjört, hvorki fyrir jól eða endrarnær, en hvaða samúð hann hefir meö Tyrkjanum get eg ekki vel skilið, nema það skyldi vera það, aö Tyrkinn er á- litinn montnastur allra fugla og honum finnist þessvegna, að hann sé honum eitthvað andlega skyldur. Svo talar hann um langt bænahald yfir borðum utn jólin. En það held eg að J. sé saklaus af, því vanalega er hann viti sínu fjær á öfllum hátíðum svo hann hdfir enga hugsun hvorki á því eöa öðm. Svo fer hann að flagga með Passíu- sálma Hallgrims Péturssonar. En eg efast um aö J. hafi nokkurn- tíma lesið svo mikið í Passíusálm- unum, að hann viti um hvað þeir voru ortir, því síður að hann viti það hvort að sálmar eöa kvæði séra Hallgríms hefðu oröið nokk- uð lakari, þó hann hefði borðað góða máltið á hátíöum, en dónaleg- ar slettur til prestanna er ekkert nýtt frá Jóni, og er eg þó viss um að enginn þeirra hefir gjört neitt á hluta hans, nema ef vera skyldi að J. hafi fundist það vera móög- un að einn þeirra varð til þess að reyna að troða í hann höfuöatrið- um kristindómsins þó illa gengi, enda hefir það ekki haft sjáanleg- an árangur, Að síöustu fer hann að skrifa um dansinn og dróttar því að stúlkum hér að þær séu sið- lausar og gjörspiltar á sál og lík- ama. En það munu vera bæði eg og fleiri sem álita þaö, að þó að stúlkur í þessari bygð fari á samkomur og dansi sér til skemt- unar, þá sé þær mörgum sinnum siöprúðari og gæti betur sóma síns en fjöldinn allur af stallsysítrum þeirra annarstaðar í borgum og bæjum í þessu landi, enda sýnist það ekki hafa staðið þeim fyrir þrifum þó þær hafi dansað, því margar þær eldri eru nú heiðvirð- ar konur, góöir kennarar og ágæt- is hjúkrunarkonur, sem vinna víðs- vegar á spitölum í þessu landi, fyr- ir utan rnargar aðrar sem hafa ýmsar stöður sem útheimtir heil- brigða sál í óspiltum líkama og þær yngri sýnast ekki ætla að verða eftirbátar hinna. En hvað bún- inginn snertir á dönsunum þá er hann ekki líkt því eins gegnsær eins og sauðargæran sem J. B. H. sveipar sig i þegar hann arkar út á ritvöll Kringlu, og það er vonandi að Jón hætti að hlaupa í blööin með staðlaust rugl og illkvitnislegar að- dróttanir að sambygðingum sín- um og nágrönnum, og ef svo væri, þá gerði það honum meira gott en þó hann æti stóran og feitan Tyrkja og vita aUir sem þekja aö það er góður matur Mountain búi. en það stóð hvergi í þinni vasabók. En kaupsýslan þér kom á fastan fót, því framsýnin var bæöi skörp og fljót, og varla hefi eg vitað nokkurn mann sem viljakraftinn meiri hjá eg fann. f mæli ríkum margt þér gefið var, unar, sem manndóm þínum var til sönn- og fáa eg þekki á frumherjanna braut, sem fram þér tóku að leysa dagsins þraut. Þú tryggur varst og viökvæmur í lund, meö víkings hjarta á hverri sóknar- stund; þig kappgirnin og kjarkur áfram bar, er hvatti þig til allrar framsóknar. Alt af varstu mjög óeigingjam, en óþreytandi starfrækslunnar barn, þinn öldukenda eigin sigldir sjó, neð sama hug, er hjá þér aldrei dó. Ltfiö þaö er leikvöllurinn manns, en lukkan kastar teningunum hans, í tafliö þetta alheimurinn fer, n enginn veit hver ægishjálminn ber. Hugur margra hafa mætti töf, og hvila um stund viö þína dánar- gröf; viö þjóöbrautina er þitt heimsóttu ból og þáðu hjá þér bæði mat og skjól. Þér var um megn aö vinna í þetta sinn, þú varst að berjast lífs viö óvininn; hann tökum náði og herti þau svo fast, aö hlekkurinn stóri í keöjunni þinni brast. Enginn hefir, enn sem komið er, úr hans greipum náð aö bjarga sér; hann sótti þig heim, en sára raunin varð, að sjá hvaö mikið komiö hefir skarö. Nú ertu hrifinn heimi þessum frá og hjartað góða þitt er hætt að slá; eg inni sé aö sætið þitt er autt, en úti finst mér ömurlegt og snautt. 0. G. heilsuhæli á Norðurlandi á þessu ári. Hundrað þúsund krónum er safnað til heilsuhælisins.—Vísir. Reýkjavik, 1,9. jan. Gengi íslenzkrar krónu er alt af að hækka. Sterlingspundið skráð í gær kr. 27.30. Þann 7. nóv. síðastl. andaðist að heimili sonar síns, Magnúsar Thor- arinssonar, 312 Parkhill St., Kirk- field P.O. Man., Vigdís Thorarins- son, 66 ára að aldri. Vigdís heit- in var fædd i Melshúsum við Rvík. Hún var dóttir Magnúsar Þorkels- sonar og Vigdísar Guðmundsdótt- ur, er lengi bjuggu að Grímsstöö- um við Reykjavík og siðar á AuÖn- um á Vatnsleysuströnd. Prófessors embætti í læknisfræði við háskólann er auglýst laust til umsóknar og enn fremur héraös- læknis embættið í Grímsneshéraði. Umsóknarfrestur um hið fyrra em- bættið er til 1. marz n.k., en um hið síðara til 15. sama mán.—Vísir. Rvik, 29. jan 1925. í gærmorgun andaðist frú Ólöf Þorsteinsdóttir, kona Benónýs Benónýssononar, Vesturgötu 23. )Iún var systir séra Bjarna Þor- steinssonar á Siglufirði og þeirra sytstkina. Lík fanst i gær skamt frá Lofts- bryggju, og þektist á fötum, að það var af Gisla heitnum Jónssyni, sem hvarf héðan 19. nóvember i haust. —Vísir. Áfengi fann lögreglan í eínum togaranum, Draupnir, sem nýlega er kominn frá Englandi; 9 kassa af whisky og brennivíni. Þá fann hún og einn kassa af tóbaki. — Ó- kunnugt mun hafa verið um það í gærkveldi, hver eða hverjir áttu þetta. Af veiðum komu í gær: Gulltopp- ur með 54 tunnur lifrar, og Karls- efni með 15000 kassa.—Mbl. Þiðrik Eyvindsson. Og þú ert dáinn, virkta vinur minn; nú viö mér blasir forna samtíöin; eftir þvi sem lengra eg fór þér fjær, mér fanst eg standa anda þínum nær. Þegar saman okkar leiöin lá, eg Ijúfa minning á þeim tíma frá; en sundur aftur svo meö okkur dró, sem atvik réöu’ á byltinganna sjó. í samkepninni oft þú hugöir hátt og hataöir mest aö vinna nokkuö smátt; þitt hámark var að varpa hverri þraut sem veröa kynni á þinni landnáms- braut. Þú vazt þér inn á viöskiftanna sviö, þar varstu heima gegnum lífsstarfiö; ! 7 af hundraði — og öryggi — 7 af hundraði í Sérhverjum borgara í Winnipeg veittur kostur á að gcrast arðs-aðnjótandi félagi í Winnipeg Electric Company Með því að kaupa í Félaginu T% Cumulative forgönguhluti Sannvirði hluta cr $100 hvcr; kaupverð $98; afrakstur 7.14% ATRIÐI í SAMBANDI VIÐ ÞETTA SAMEIGNAR- TILBOÐ: WPNDERLAND Eins og sjá má af. auglýsingunni hér i blaðiuu, þá sýnir Wonder- land leikhúsið á fimtu,- föstu- og laugardag í þessari viku, kvik- myndina “The Cyclone Rider”, eftir Lincoln J. Carter og W’illiam Fox, er samið hafa “The Arizona Express" og “The Eleventh Hour” sem hlotið hafi einsdæma hylli. Þessi mynd, “The Cyclone Rider”, skarar þó fram úr og á engan sinn líka, hvað fyndni og fjör snertir. Þá verður einnig sýnd á hverju kveldi myndin “Ruth of the Range,” með Ruth Roland i aðal- hlutverkinu. Þrjá fyrstu dagana af næstu viku sýnir leikhús þetta myndina “The Painted Lady”, sem vakið hefir feikna athygli og er hvort- tveggja ií senn, bæði fræðandi og fögur. Auk þess getur að líta Charles Chaplin í leiknum “Shang- haid”. Á fimtu-, föstu og laugar- dag næstu viku verður sýnd mynd- in “The Scaramouhe”. Frá Islandi. ísafirði, 23. jan. 1925. I stórviðrinu hér í gær urðu all- miklir skaðar á húsum og bátum. Einn vélbátur sökk, annan rak á land og brotnaði hann í spón. í Hnifsdal fauk eitt hús í heilu lagi. Ibúð var e'kki í húsinu. Þök fuku af hjöllum og hlööum, og heyskað- ar urðu allmiklir. Tveir vélbátar brotnuðu í spón. Skaði í Hnifs- dal nemur tugum þúsunda. í Álfta- firði sukku tveir vélbátar og nokkr- ir skaöar urðu á útihúsum. Ekki hefir frézt um skaða annars staðar hér vestra. Akureyri, 22. jan. Sunnan ofviðri i fyrrinótt með vatnagangi. Skemdir talsverðar hér í bænum af völdum veðursins. Ó- frétt nærlendis vegna símabilana. Hríðarveður í rnorgun. Enginn sildarafli. Þingmálafundur afgreiddi bæði kvöldin 15 mál. Tillaga samþykt í bannmálinu frá stórtemplurum svo hljóðandi: Fundurinn skorar á alþingi að fella úr núgildiandi lögum heim- ild lyfsala og lækna að selja mönn- um áfenga drykki eftir lyfseðlum. Að nema úr gildi heimild er- lendra ræðismanna að flytja inn á- fengi, heimild handa íslenzkum skipum hér við land og í milli- landaferðum, að hafa önnur vín til neyslu handa skipshöfn og farþeg- um, en þau sem heimiluð eru meö Spánar undanþágunni, þó svo tak- markað sem unt er. Að auka eft- irlit og löggæslu og gera sektará- kvæði fyrir 'bannilagabrot svo há sem unt er, aö gera alvarlegar til- raunir til þess að losa landiö und- an áhrifum Spánverja á áfengis- löggjöf vora sem allra fyrst og dela þeim einum trúnaðarstörf í því enfi, sem eru bannstefnunni fylgjandi. t heilsuhælismálum samþykt til- laga. að skora á þingið að beita sér fyrir því, að reist veröi fullkomið X Þessir 2,000 hlutir eru boðnir almenningi til sölu gegn um starfsfólk félagsins—og hefst salan hinn 28. Febrúar. Fáið umsókn yðar í hendur í dag ein- hverjum af starfsmönnum féldgsins. eöa setjið yðlir í samband við aðal-skrifstofuna, 410 Electric Railway Chambers Fyrir þaegindi, öryggi og arð skuluð þér kaupa 7% Cumulative forgönguhluti Þegar þér þurfið að ferðast um Höf eða með járnbrantum Spyrjist fyrir hjá Allar upplýsingar látnar í té og annast um undirbúning. Aðcins tvö þfisimd hlutir eru boðnir til kaups Winnipegborgurum Einstaklingur getur fengiö keypta frá einum upp í fimm hluti, en ekki yfir fimm. Kaup á hlutum þessum tryggja yður sameign í félagi, sem vel er statt efnalega, — félagi, er fær árlega það miklar tekjur, að geta greitt allan starfrækslukostnað og auk þess gróöahlut- deild af öllum forgönguhlutum. Meira en þriggja dala virði af eignum, stendur á bak við hvers dals viröi í forgöngu- hlutum. Að baki innlags yðar, standa orkustöðvarnar strætisbrautirnar, undirstöðvar allar, nýtízku gasstöð og margar aðrar verð- miklar eignir. Fclagið starfrœkir lýðnytjafyrirtœki í Winnipeg og undirborg- um, — svæði, sem stööugt er að víkka út, með 283,000 íbúa. Kröfur til aukinnar þjónustu af hálfu félagsins, fara dag- vaxandi. Mcnnirnir, scm starfrœkja fyrirtcckið, eru nágrannar yðar og vinir. Til þeirra er ávalt hægt að ná, viðvikjandi upplýs- ungum um félagið og fé því, sem þér leggiö í þaö. Bf þér viljið fá peninga yðar aftur, þá annast félagið um endur- sölu hluta fyrir þeirra hönd, er þá keyptu, samkvæmt þessu nýja fyrirkomulagi. Þér gctið keypt santkvœmt afborgunar aðferðinni, $10 út í hönd og $10 á mánuði upp í hvern hlut (6 per cent. renta veitt af upphæð hverri, er þér greiöið.) Vður veitist hér tœkifœri til þess að koma peningum yðar þar fyrir, er þeir bera mestan arö og eru æ og æfinlega full- trygðir. Phone A1355-6 Drumheller Kol-Vidur-Coke Bowman, McKenzie Coai Co.Ltd. Office og Yard: - 666 Henry Ave. E. A. McGUINNES, T. STOCKDALE, City Ticket Agent, Depot Ticket Agent eða 663 Main Street. - Winnipeg

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.