Lögberg - 26.02.1925, Side 6
Bla. 6
LöGBERG FIMTUDAGINK.
36. FEBRÚAR 1926.
Hættulegir tímar.
Eftir Winston ChurchilL
Raddirnar niðri urðu háværari, en hún heyrði
ekki til þeirra. Hún var í flýti að torjóta kjólinn sam-
an í dálítinn böggul. Hann hafði tilheyrt langömmu
hennar, og var heLsti erfðagripur hennar að undan-
skyldum perlunum. Silki frá París og annar dýr.
indis vefnaður var akilinn eftir. Hún leit einu sinni
á rúmið, sem hún hafði sofið í, síðan hún var barn,
og á myndina fyrir ofan það, sem móðir hennar hafði
átt, og svo flýtti (hún sér ofan með kjótl Dorothy
Manners samanbrotinn undir hendinni. Hún nam
snögvast staðar í stiganum, til þess að þurka sér
um augun með vasaklútnum sínum. Ó, að faðir henn.
ar væri kominn!
Ned var kominn aftur. Hafðir Brinsmade komið?
Hvað hafði hann sagt? Ned sagði ekkert, en benti á
ungan mann, isem stóð á tröppunum fyrir aftan
svertingjana. Rauðir Iblettir tk^omu í kinnarnar á
Virginíu og kjóllinn, sem hún hélt á undir hendinni
varð iþungur sem tolý. Maðurinn roðnaði líka, er hann
gaf sig fram og tók ofan hattinn, þótt hann að öðru
leyti væri hinn rólegasti. Það að sjá hann þarna
hafði undarleg áhrif á Virginíu, sem hún fyrst í stað
gerði sér enga grein fyrir: einhver öryggis-tilfinn-
ing kom yfir hana við að heyra hann tala og sjá
framan í hann.
“Brinsmade var farinn á spítalann,” sagði hann.
“Frú Brinsmade bað mig að fara hingað með sendi-
manninum í þeirri von, að eg gæti fengið ykkur til
þess að vera kyr þar sem þið eruð.”
“Þjóðverjar eru þá ékki á leiðinni til bæjarins?”
sagði Virginía.
“Stephen gat ekki varist því að broisa. Brosið
gerði hana reiða og kom henni til þess að rísa upp á
móti ráðum þeim, sem hann hefði að gefa; og hún
gleymdi því, að hann, með jþví að ikOma þangað, hefði
átt) iþað á hættu, að verða fyrir mióðgun frá henni.
Hún trúði því, að það sem hann segði væri sann-
leikur og að hann dyldi ekkert. Um leið og hann var
búinn að segja orðin var hún fullviss um, að flótt-
inn væri ekkert nema heimskuflan, sem yrði hlegið
að síðar meir. Og samt — sýndi ekki hros hans, að
hann væri að hæðast að henni og vinum hennar, sem
væru að flýja; var það ekki merki yfirlætis Norðan-
manna, sem henni ibæri að standa á móti?
*‘Það er ekkert nema illgirnislegt islúður, ungfrú
Carvdl,” sagði hann.
“Eg býst við að þú hafir það frá einhverjum,
sem má reiða sig á,” sagði hún iþuylega. Hún sá að
hann varð dauflegur í hragði við breytinguna í mál-
rómi hennar.
“Eg hefi það ekki,” svaraði hann hreinskilnis-
lega, “en eg legg það undir dómgreind þína. Harney
yfirhershöfðingi tók við herstjórninni í St. Louis af
Lyon ihöfuðsmanni í gær. Nokkrir málsmetandi menn
báðu hann um að senda hermennina burt tiil þess að
komast hjá frekari illindum og ef til vill bðóðsút-
hellingum. Blair ofursti skýrði yfiiherforingjanum
frá því, að ekki væri unt að senda herinn burt,
vegna þess að þeir, sem í Ihonum séu hafi verið
teknir í þjónustu hér í St. Louis. Yfirhershöfðing-
inn gaf þá út þá yfirlýsingu, að hann hafi ekkert
vald yfir þessu heima-varnarliði. Þessari setningu
hefir svo einhver óvandaður maður snúið við og
gert það úr henni, að engin stjórn verði höfð á því.
Eg get sannfært þig um það, ungfrú Carvel,” bæ;tti
Stephen við með svo miklum ákafa, að henni varð
hverft við — “eg get sannfært þig um, af þeirri við-
kynningu, ®em eg hefi haft við Þjóðverjana, að þeir
eru engir ofbelldismenn og að það er ágæt stjórn.
semi í herdeildum þeirra. Ef það væri ekki, væri samt
nógir fastir hermenn hér í iborginn til þess að hafa
hemil á þeim.”
Hann þagnaði og hún var þögul og gleymdi æð-
isganginum umhverfis sig. Frænka hennar kallaðl
til hennar úr vagninum 1 háum angistarróm:
“Jinny! Jinny- Hvernig geturðu istaðið þarna
og verið að tala við karlmenn, þegar líf okkar ailra
er í hættu?”
Virginía leit fljótt á Stephen, sem sagði rólega:
“Eg vil ekki tefja fyrir þér, ungfrú Carvel, ef þú
hefir fastráðið að fara.”
Hún hikaði. IM'álrómur hans var ekki mótþróa-
fullur, hann var aðeins blátt áfram og rólegur. Eph.
um kom fyrir húshornið. Stórir svitadropar stóðu á
andlitinu á honum.
“Ungfrú Jinny,” sagði hann, “það er ómögulegt
að fá nokkum vagn í þessum bæ; nei, ekki þó fimtíu
dOUarar væru 1 boði.”
Svertingjarnir fóru aftur að stynja og hljóða
og biðja Virginíu að skilja ®ig ekki eftir. Og innan
um suðið í þeim heyrði hún frænku sína kalla til
sín úr vagninum, þar sem hún hafði troðið sér niður
innan um farangur sinn. Þar var ekkert rúm fyrir
fleiri.
“Jinny,” hrópaði hún hálfóð af hræðslu, “ætl-
arðu að fara eða vera kyr? Þýskararair koma hing-
að á hverri stundu. Eg get ekki verið hér kyr til þess
að láta drepa mig.”
Stúlkunni varð ósjálfrátt aftur litið á Stephen.
Hann var ekki farinn, heldur stóð kyr á tröppunni í
rigningunni, og hann var eini rólegi maðurinn, sem
hún hafði séð um daginn. í örvæntingunni ásakaði
hún örlögin, em hefðu gert þennan mann að óvini
hennar. Hversu fegin hefði hún ekki verið að leita
styrks hjá alíkum manni og fylgja ráðum hans.
Rétt í þessu kom dálítill hópur eftir strætinu,
sem ef öðru vísi hefði staðið á, hefði verið spaugi-
legur, og var jafnvel nú spaugilegur í augum Step.
hens. Fyrstur gekk lítill maður með rautt vanga-
skegg. Hann var iberhöfðaður þrátt fyrir rigning-
una. Andlit hans var afmyndað af hræðslu og fötin
hans, sem voru vön að fara vel, voru öll snúin. Hann
var með fangið fullt af alls konar hlutum og þar á
meðal var stóreflis klukka, mesti kjörgripur. Það
var klukkan, sem Virginía rak augun í; en það liðu
mörg ár áður en henni datt í hug að hlæja að því. Mað
urinn var herra Cluyme, og á eftir honum gekk öll
fjðlskylda hans. Frú Cluyme sem var klædd í Ijós-
rauðan morgunkjófl, bar fangið fult af silfuihorð-
búnaði og á eftir henni kom Belle með ýmsan kven.
fatnað, sem óiþarfi er að telja upp. Þrír yngstu með-
limir fjölskýldunnar fylgdi á eftir henni.
Cluyme, sem flýtti sér alt sem hann gat, var
kominn rétt á móts við vagninn, þegar sú, sem í
honum sat, kom út úr Ihonum. Hún þreif í hand-
Iegginn á honum og spurði hann að, hvert hann
væri að fara.
iNiður að á,” sagði hann móður, niður að á, frú
mín góð!” Konan hans, sem kom á eftir, var líka
þrifin! höndum og ætlaði ekki að losna. Frú Colfax
hélt eftir slitri af kniplingum úr morgunkjólnum
hennar, og henni varð %vo mikið um það, að hún rak
upp hljóð af hræðslu.
“Eg ætla niður að á, Virginía,” hrópaði frú
Oolfax. “Þú getur farið| hvert sem þú vilt. Eg skal
senda vagninn upp eftir aftur. Á stað, Ned, miður að
á!”
Ned hreyfði sig ekki.
“Hlvað er þetta? Ætlarðu ekki að gegna mér,
svarti þorparinn þinn?”
Ned: isnéri sér við ‘í ökumannssætinu. “Nei,”
sagði hann. Eg fer ekki án þess að ungfrúin sé með.
Þýskararair geta tekið mig og hengt mig, en eg fer
ekki fet nema ungfrú Jinny sé með.”
Frú Colfax vafði isjallinu um herðar sér með
þykkjusvip.
“Jæja, Virginía,” sagði hún, “þótt eg sé veik,
ætla eg samt að ganga. Mundu eftir því að eg hefi
eytt hér dýrmætum tíma í það að reyna að bjarga
þér. Ef eg lifi það, að sjá föður þinn aftur, þá skal
og segja honum, að þú hafir heldur viljað standa
hér eins og daðursdrós hjá þessum Yankee og láta
frænku þina hætta lífi sínu eina í rigningunni.
Komdu Súsanna!”
Virginía var náföl. Hún hljóp ekki ofan tröppurnar en
hún var búin að ná í frænku sína áður en hún var
komin sex skref. Augnaráð hennarf hræddi frú Col-
fax sVo, að hún lét leiða sig aftur að vagninum og
settist inn í hann hjá dóti sínu. Stephen reiddist,
Virginíu vegna, út af orðum frú Coflfax. Sjálfur hafði
hann ekki búist við öðru en að verða svívirtur. Hann
snéri sér við til að fara, svo að hann sæi ekki Vand-
ræðasvip hennar; hann hikaði við og snéri sér við
aftur og það var mikill þykkjusvipur á honum. í
augum Virginíu sá hann ekkert annað en hinn heiða
bláma loftsins eftir óveður. Hún var róleg og ihafði
fult vald yfir sjárlfri sér nema hvað rödd’ hennar
iskalf ofurlítið, er hún talaði til þjónanna, sem
þynptust utan um hana ílafhræddir.
“Fóstra” sagði hún, “farðu upp í vagnsætið hjá
Ned. Og þú Ned, láttu hestana fara hægt niður að
ánni, isvo að hinir geti fylgst með. Þú verður hér
heima Ephum, og eg sendi Ned aftur heim til þess að
vera hjá þér.”
Þegar hún var ibúin að gefa þessa skipun, stakk
hún ibögglinuirv fast upp í handarkrika sinn og fór
inn í vagninn. í
Þótt hann ætti ekki von á neinu góðu hljóp
Stephen af eintómri aðdáun að vagndyrunum.
<>Ef eg gæti orðið að nokkru liði, ungfrú Carvel,”
sagði hann, “þá vildi eg feginn verða það.”
Hún hvesti á hann augun.
“Nei,” sagði hún, “nei. Af stað, Ned!”
Svo skelti hún aftur vagnhurðinni um leið og
hestarnir skrikuðu í spori og ryktu í.
Niðri við bryggjurnar skröltu vagnhjólin á ó-
jöfnu grjótinu, sem var hvítt og ihreint eftir rign-
inguna. Regndroparnir skullu á skolbrúnu vatninu í
ánni og blá móða huíldi skógarbeltin handan við Illi-
nois sléttumar. Á bryggjunni börðust allir um til
þess. að komast fram á skipin, og menn hefðu kastað
sér í ána, til þess að komast undan hinum hræðilegu
Þjóðverjum, ef ekki hefðu verið þar nóg skip til þess
að bjarga þeim. Sjálfur Atli konungur og Húnarnir
hafa ekki skotið, mðnnum meiri skeík í Ibringu. ó,
þessu leyndardómsfulla, útlenda borg! Við hverju
mátti ekki búast af villimönnunum, sem þar bjuggu,
ef þeir reiddust! Ríkir og fátækir ruddust þarna um.
En enn var auðurinn afl þeirra hluta er gera skyldi,
og margur varð frá að hverfa vegna þess að hann
gat ekki borgað fjrrir að láta flytja sig eitthvað burt,
enginn vissi hvert.
Gufulbátarnir öskruðu eins og drekar, mjökuðu
sér út úr þvögunni, þar sem þeir hðfðu legið sam.
síða við aðra, og smeygðu sér hver fram hjá öðrum
út á miðja ána. Þilförin voru krök af fóllki. Frú Co'l-
fax tók eftir þesisu strax og þau voru komin út úr
mjóa strætinu og niður á bakkann. Hún sagði að bát-
arnir yrðu víst allir farair áður en þau kæmust ná-
lægt þeim. Virginía svaraði engu. Hún var að hugsa
um alt annað en gufubátana, og með sjálfri sér
efaðist hún um, hvort ekki hefði verið eins gott að
vera drepin af Þjóðverjum.
Nedl kom auga á bát, sem hann þekti, og skip-
stjorinn a honum, herra Vance, var vinur Carvels
fjölskyldunnar. Ned hafði eins og aðrir ökumenn, ó-
umræðilega fyrirlitningu á gangandi fólki. Hann sló
á báðar hendur með svipunni og hrópaði af öflflum
kröftum. Þannig keyrði hann jörpu gæðingana
ofurstans beint í gegnum mannfjöldann niður þang-
að sem “ÍBarbara” lá. Fólk hrökk undan til hægri og
vinstri; og svertingjahópurinn, sem tillheyrði ofurst-
anum kom hlaupandi á eftir, Ben hékk aftan í vagn.
inum. Ned sýndi hvað hann gat. Hann sagði frá því
oft á tíðum síðar hveraig Catherwoods vagninn hefði
lent inn í þvögu af flutningsvögnum og farangri, og
hvernig tekið hefði verið í beizlin á hestunum henn-
ar frú James og þeim snúið alveg við. Ned var bæði
snarráður og eftirtektarsamur. Hann sá Vance skip.
stjóra, þar sem hann stóð á stjórnbrúnni og hann bað
Ben að halda í hestana meðan hann kæmist til hans.
Það varð til þess að skipstjórinn kom sjáflfur að vagn-
dyrunum, hneigði sig og bauð frú Colfax og Virgin.
íu að vera í klefa sínum úti á skipinu. En hann af-
tók að taka nokkra niggara, nema sína þjónustu-
konuna*handa ihvorri þeirra, og hann bað frú CoL
fax að fyrirgefa, að hann gæti ekki flutt farangur
hennar.
Virginía váldi fóstru sína til þess að fara með
sér. Rauði og guli túhbaninn, sem hún hafði á höfð-
inu var allur skakkur af fátinu og hræðslunni um að
hún yrði eftir. Ned félck skipun um að flytja alla, sem
eftir væru, eins fljótt og hann gæti til BellegaTd'e.
Vance skipstjóri rétti fnú Colfax höndina og leit
hýrlega til Virginíu og svö leiddi hann þær fram á
skipið. Rétt á eftir heyrðist hann blóta hressilega um
leið og iskipið var leyst úr landfestum. Það var sagt
um hann, að hann gæti bölvað af meiri list en nokk-
ur annar maður, sem um ána sigldi, og þóltti alfls ekki
lítið í það varið.
Súsanna hjálpaði frú Colfax til þes® að hátta
ofan í rúm. Virginía stóð við litla gluggann í klefa
skipstjórans og meðan “Bahbara” lamidi vatnið með
hjólunum og leið niður eftir ánni, horfði, áhyggju.
fulfl til iborgarinnar og beið þes® að sjá kvikna í
henni. Hún jafnvel óskaði þess að borgin brynni.
Það kemur stundum fyrir besta fólk, að það óskar
öðrum öheilla til þess að isvala hatri sínu. Virginía
langaði til þess að sjá rauðar eldtungur sleikja þungu
gráu skýin. Augu hennar fyltust af heitum tárum,
þegar hún hugsaði um smánina, sem ihún hefði orðið
að þola, og það sem verst var, frammi fyrir honum.
Myndi hún nokkurn tíma framar geta verið með
frænku sinni? Hún hafði brugðið henni um að hún
færi með léttúðartafl og láthragð við Yankee. Hví-
flíkt óréttlæti!
Hún var líka reið við ’Stephen. Ennþá einu sinni
höfðu atvikin hagað því svo til að hann kæmi til
■þeiss að storka henni og hennar fóflki. Ef borgin
brynni, þá væri þó þessari hárvissu dómgreind hans
einu sinni haggað og jafnvægi skaps hans raskað.
Það hætti að rigna, og skýin greiddust sundur
og sólskinið sló gullslit á ána; skógarbeltin stóðu
græn í geisladýrðinni og móða lá yfir lálendinu.
Ekkert hfljóð íheyrðist frá borginni, sem var að. fjar-
lægjast meira og meira til norðurs, og regnið hafði
þvegið burt reykjarsvæluna, sem lá vanalega yfir
henni. Á skipinu hljóðuðu háværar raddir; karlmenn.
irnir fóru að halla sér reykjandi fram! á borðstokk-
ana eða gengu um háþilfarið, rétt eins og að þetta
væri skemtiferð; kvenfólkið veifaði til fólksins á
ihinum bátunum, sem á eftir komiu. Sumir fóru að
hflæja og gera að gamni sínu. Frú Colfax hreyfði sig
í rúminu og fór að tala.
'“Hvert erum við að fara, Virginía?” spurði hún.
Virginía hreyfði sig ekki.
“Jinny!”
Hún snéri sér við. Hún miundi alt í einu eftir
stórum, góðlyndum manni; og Ihans vegna hafði
Carvel ofursti þolað mágkonu sinni mikið. Hún gæti
látið liggja á milli hluta það sem gerst hafði um
daginn en hún gæti aldrei gleymt því. Frú Colfax
hafði oft áður verið ónærgætin og ifllgjörn í tali, en
Virginíu fanst, þar sem hún stóð og horfði út um
klefagliuggann, að engin kona með , sjálfsvirðingu
hefði getað sagt það isem hún sagði. Henni hafði
aldrei dottið í .hug fyr en nú, að frænka sín væri
ekki heiðurskVendi. Upp frá þeirri stundu var af-
staða hennar gagnvart frænku hennar breytt.
Hún sat á sér, svaraði einhverju og gekk burt
þreytulega, til þess að finna skipsítjórann og spyrja
hann um hvert ferðinni væri heitið. Að vísu stóð
henni alveg á sama um það. Við stigann m'ætti hún
engum öðrum en Eliphalet Hopper, sem studdi sig
hugsandi fram á slá og spýtti mlórauðu fram fyrir
sig. Hefði öðru vísi staðið á, þá hefði Virginía hleg.
ið; því þegar hann sá hana rétti hann skyndilega úr
isér, ýtti tuggunni úit í kinnina og tók ofan með miklu
meiri ákefð en hann var vanur að sýna í nærveru
kvenfólks. Það var auðséð að honum þótti ekkert
vænt um, að fláta hana f inna isdg þarna.
“Eg býst við, að við höfum ekki komist burtu
of snemma, ungfrú Carvel,” sagði hann og reyndi að
spauga. “Það verður ekki margt eftir í bænum, þegar
Þýskararnir eru búnir að láta greipar sópa um hann.
“Eg held að það séu nógu margir menn eftir til
þes® að verja bæinn,” svaraði hún.
Hopper fann auðsjáanlega ekki neitt viðeigandl
svar, því hann >sagði ekki neitt. Hann hélt áfram að
horfa á hana hálf órólegur, og í augnaráði hans var
einhver ósvífni, isem hún gat ekki þolað.
"Hvar er skipstjórinn?” spurði hún.
‘1Hann er niðri,” svaraði hann. “Get eg gert
nokkuð?”
“Já,” isvaraði hún með skyndi legri óvild, “þú
getur sagt mér, hvert þú ætlar að fara.”
“Upp Cumberland ána, býst eg við,’ svaraði hann.
Báturinn á að fara þangað, ef hann kemst þá alla
leið. Eg býst við, að það hafi ekki verið margir, sem
spurðu að því, hvert hann ætlaði að fara, né heldur
kærðu isig um hvert hann færi,” bætti hann við og
reyndi að vera þægilegur.
‘IStendur þér á sama?” spurði hún með forvitni.
Eliphalet brosti.
“Svona hér um bil,” isvaraði hann. En svo fanst
honum, sem ihann yrði að færa fram einhverja sjálfs-
vöra. “Eg gat ekki séð að það væri nokkurt gagn
í því að vera kyr og láta myrða sig, fyrst eg á annað
borð gat ekki gert neitt.”
Hún gekk frá honum. Hann horfði á eftir henni
uipp istigann, beit sér væna tuggu af tóbaki og fór
aftur að hugsa. 'Sé það merki um yfirburðagáfur að
hafa nóga þolinmæði, þá var Eliphalet gáfumaður.
Bros hans var fult af þoflinmæði en það var illgim-
islegt bros þrátt fyrir það.
Virginía sá það ekki. Hún hafði farið Og isagt
frænku sinni fréttirnar, og nú stóð hún á þilfarinu,
brá hönd yfir augun á sér og horfði í suður. “Bar.
bara” var hraðskreitt 'skip og hennar var oft getið í
blððunum. Hún var komin fram úr öðrum skipum,
sem höfðu 'lagt af stað hálfri klukkustund á undan
henni og ná-var hún með þeim frematu.
Virginía varð þess vör að fóBc var að safnast
saman í smáhóp og var að horfa á bát, sem kom á
móti þeim. Fleiri bátar höfðu komið þá leið, en þeir
höfðu snúið aftur, er þeir fengu fregnimar frá borg-
inni. Þessi hélt samt áfram á mióti straumnum, þótt
hann hefði farið örskamt frá þeim, sem fremstir
vöru í flotanum, isem var á flótta. Rétt í þessu kom
Vance skipstjóri upp.
!“lNei, er eg nú ekki alveg hissa,” sagði hann,
“þaxna er þessi bölvaður þverhaus Brent, og ætlar
sér að sigla “Júanítu” beint í eyðilegginguna.”
“Ertu viss um að það sé Brent?” spurði Virg-
inía.
iSkipstjórinn leit við forviða.
“ÍEf þetta þarna væri “Enterpri'se” hans Shreves
gamla risinn upp aftur, þá þyrði eg að veðja eg veit
ekki ihverju, að það væri Brent, sem stýrði henni.
Svei mér ef hann færi ekki með hana beint upp í
opið geðið á Þýskurunum.”
Það sem skips-tjórinn hafði sagt barst um alt
skipið og vakti a'llmikið umtal. Margir af karlmönn.
unum, er þar voru, voru farair að skammast sín fyrir
hræðsluna, og þeir fóru til iskipstjórans og báðu hann
um að hafa tal af Brent. Það var blásið nokkrum
sinnum í gufupípuna, og “Barbara” veik við til þe»s
að komast hinu megin í skipaleiðina.
Þegar “Júnáíta” nálgaðist, sá Virginía breiðu
herðarnar og hreina, skegglausa andlitið á Lige
kafteini, þar sem hann sitóð fyrir framan stýrishús-
ið. Það færðist einhver ró yfir hana, sem var bland-
in sterkri gleði, er hún heyrði bjöllurnar hringja og
hjólin lemja vatnið, þegar þessi stóri New Orleans
bátur færðist Ihægt og hægt nær.
“Þú ætlar ekki að fara til St. Louis núna,
Brent?” hrópaði skipstjórinn á ‘tBanböru.”
“Og því þá ekki?” svaraði Brent. Virginía Ihefði
getað grátið af fögnuði við að heyra rödd hans.
“Þýskaranir eru að brenna borgina,” sagði
Vance. “Sögðu þeir þér ekki frá því?”
“Þýskararnir — og svei!” sagði Brent rólegur.
“Hver er hræddur við Þýskarana?”
Margir þeirra, sem stóðu við borðstokkinn,
skræktu, og Virginía ' roðnaði. Hversvegna gat kaf-
teinninn ekki komið auga á hana?
“Eg er auðvitað að fylgja minni áæfclun,” sagði
Vance, einsi og honum fyndist, að það væri nauðsyn-
legt að gera einhverja afsökun þarna úti á ánni.
“Þú hefir dálítið meira á en þú ert vanur,” sagði
Brent þurlega.
Margir hlóu að þessu.
“Ef þú ætlar á annað borð til bæjarins, þá eru
víst fáeinir hér, sem gjarnan vilja verða drepnir, ef
þú vilt taka þá með þér,” sagði Vance.
“Já, auðvitað ætla eg að vera við slátrunina,”
svaraði Brent. Svo gaf hann skipun.
Meðan, verið var að leggja skipunum hvoru að
öðru og hjólin busfluðu og bjöllurnar hringdu, hljóp
Virginía niður í klefa skipstjórans.
“Ó, frænka!” hrópaði hún, “kafteinn Brent er
hér með Júanítu” og hann ætlar að fara með okkur
til baka. Hann segir, að það sé ekki nokkur hætta.”
Það er óþarfi að segja hér frá fortölum þeim,
sem Virginía varð að beita við frænku sína áður en
hún gat fengið hana til þess að klæða sig. Þegar
frúin hafði heyrt blásturinn og hringingaraar, hafði
hún imyndað sér að úti væri um sig, svo hafði hún
snúið sér til veggjar og farið að þylja bænir sínar.
Hún var að því þegar frænka hennar kom inn.
Gufuskipa og Járnbrauta
FARBRÉF
Til og Frá ölluin stöðum í Heimi
VELJID UM
LEIDIR
—á —
Landi og Sjó
HÖFUM UMBOD ALLRA
GUFU'SKIPALINA
Aðstoð Veitt Alls ókeypis
Vlð titvegun Vegabréfa, Ijeiðarvísis og
Ijandgönguleyfa, o.s.frv.
Borgið Fargjaldið í Canada
VJEK GITI’UM HJALiPAD YDUB AD KOMA
VTNDM OG VANDAPÓLKI TIL, CANADA
Snúlð yðnr til Umboðsmanna
Canadian JNational Bailways
Ilin stutta leið milli Vestur-Canada og Gamla landsins er Canadian
National júmbrautin gegn nm HaUfax, N.S., og Portland. Maine.
Mú velja um braut beint eða gegn um Toronto.
RJÓMI
Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar
eigið telag og fá fult verð fyrir framleiðsl-
una.
Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er
eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn
snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið
að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að
samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er
skapar gott verð á mjólkurafurðum.
SENDIÐ RJÓMANN TIL
The Manitoba Go-operative Dairies
LIMITKD
/