Lögberg - 05.03.1925, Blaðsíða 3

Lögberg - 05.03.1925, Blaðsíða 3
LtfUrtERG, FIMTUDAGINN 5. MARZ 1925. »k S Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga Hörð freisting. í Bandaríkjunum í Vesturheimi var fyrir fáum árum maður nokkur gamall, sem hét Korpenning; hann var jarÖeigandi og orðlagSur fyrir góögerðar- semi Einu sinni gekk þar mikið hallæri, og hjálpaöi hann þá fátækum góÖfúslega úr forðabúrum sínum. Öllum þeim, sem höföu peninga til að kaupa fyrir svaraði hann á þessa leið; “Fyrir peningá yðar getið þér hæglega keypt yður matvæli; en þeir, sem engan skilding eiga, og ekki eiga kost á aö eignast þá, hlytu aö deyja úr sulti, ef hinir efnuðu vildu ekki rétta þeim hjálparhönd." Þegar þetta barst út, þusti þangað múg- ur og margmenni, eins og nærri má geta, því aö það voru margir, sem ekki áttu peninga1 fyrirliggjandi, og sumir, sem þá áttu, hafa, ef til vill, ætlað að nota sér þetta góða boð. En Korpenning hafði ásett sér, að láta sveitunga sína sitj.a í fyrirrúmi fyrir utanhéraðsmönn- um, sem hann þekti minni deili á. Einu sinni synjaði hann því hjálpar manni nokkrum, sem var langt að kominn og beiddi hann um korn. Sama kveldið varð Korpenning var við, að einhver ókunnur og ískyggi- legur maöur með poka undir hendinni læddist kring um kornhúsið; hann faldi sig því með einum húskarli sinum og hélt vörð. Ókunni maðurinn, sem hafði ver- ið gerður afturreka, kom nú og fór að láta í poka sinn, en svo dræmt og meö þvilikum seimingi, að það var auðséð, að hann gjörði það með samviskunnar mótmælum. Þegar hann loksins var búinn að fylla pokann, batt hann fyrir hann, en flýtti sér ekki burt. eins og þeir þó eru vanir að gera, sem vinna þess hátt- ^ar myrkraverk. Hann stóð kyrr, studdi hendinni á pokann, og það var hægt að sjá, að hann átti í mi'klu striði við sjálfan sig. Loks kiptist hann allur við, leysti aftur frá pokanum, helti korninu úr honum og rruélti: “Eg ætla ennþá einn dag að biða drottins hjálpar.” Síðan gekk hann hurt í hægðum sínum, og von hans og traust til Guðs varð ekki til skammar, því að hinn góði Korpenning sendi honum morguninn eftir fullan poka af korni, og lét' þau boð fylgja, að hann skvldi láta sig vita, þegar búið væri úr honum, því að þá gæti hann aftur 'sótt eins mikið og hann þyrfti. Hin þunga byrði. Hinn arabiski kalífi, eða jarl, Hakkam var mjög gefinn fyrir skraut og viðhöfn ,og þegar hann einu sinni vildi stækka aldingarðana hjá höll sinni, keypti hann öll akurlönd "umhverfis, og borgaði þau eins og eigendur settu upp. En þar var ekkja ein fátæk, sem af rækt við foreldra sina ekki vildi fyrir nokkurp mun farga dálitlum landskika, sem hún hafði erft eftir þá, né litlum húskofa, sem hún var borin og barnfædd i. og sem hún glöð og ánægð lengi hafði búið i með manni sinum, sem þá var dáinn. Þegar hún nú var ó- fáanleg til að selja land sitt, hvað sem í boði var, reidd ist umboðsmaður jarlsins, sem átti að sjá um tilbún- ing garðsins, af þessum þráa ekkjunnar, og lét með valdi taka frá henni landið og rífa húskofa hennar, og sagði síðan jarlinum, að þessi kona, einungis til að bjóða honum byrginn, hefði ekki viljað með góðu selja þetta land, sem lægi í miðjum aldingörðunum. Nokkr- um dögum síðar kom hin fátæka ekkja grátandi til yfirdómara bæjarins, og1 bar sig upp við hann undan þeim rangindum, sem hún hafði orðið fyrir. Dómarinn, sem var bæði réttsýnn og séður maður, sá, að þó kon- an hefði á réttu að standa, mundi þó ekki vera, auð- hlaupið að því, að kippa þessu í lag, né hægt að sann- færa jarlinn, sem var einráður maður, um, að hann hefði rangt fyrir sér. Dómarinn lét nú leggja á asna sinn, tók með sér stóran poka og reið til aldingarðs jarlsins, og hitti þar jarl hjá nokkrum iðnaðarmön.i- um, sem voru að reisa fagurt skemtunarhús á lóð ekkj- unnar. Jarlinn varð hissa, þegar hann sá dómarann með asnann og pokann, og féll öldungis í stafi, þegar dómarinn fleygði sér flötum niður fyrir fætur hans og sagði: “Leyfið mér, herra að fylla poka minn með mold hérna úr garðinum.” Jarlinn leyfði það ; og þeg- ar dómarinn var búinn að láta í pokann beiddi hann jarlinn að hjálpa sér til, að láta hann upp á asnann. Nú vissi jarlinn ekki hvað hann átti að hugsa um þennan mann; en af því honum var forvitni á að vita, hvað hann ætlaði sér, lét hann sér ekki bilt við verða, heldur fór að lyfta undir pókann með honum. En hann var svo þungur, að þeir gátu ekki látið síga vatn und- ir hann; þá hló jarlinn og mælti: “Nei, dómari minn góður, þetta er of þungt fyrir okkur.” En dómarinn svaraði stillilega og einarðlega: “Já herra, þér finst þessi byrði of þung, og þó er það ekki nema lítið eitt af þeirri mold, se mþú hefir ranglega tekið frá fá- tækri ekkju; hvernig ætli þú getir þá borið hana alla, þegar drottinn á síðan á dómsdegi leggur hana þér á herðar.” Jarlinn komst við af þessum otðum,, lofaði djörfung og réttsýni dómarans og skipaði, ekki ein- ungis að skila ekkjunni aftur; landinu, heldur gefa henni einnig hið fagra skemtunarhús til íbúðar i stað- inn fyrir hennar gamla kofa, sem hafði verið rifinn. Hið góða lœkningablað. Kona nokkur í Vínarborg, sem lá veik, sagði við son sinn: “Far þú nú, bamið mitt, og reyndu til að ná í einhvern lækni, því eg þoli ekki lengur við fyrir verkjum.” Pilturinn fór til tveggja lækna, en hvor- ugur þeirra vildi fara með honum, því að í Vínarborg kostar vitjun sjúkra eitt gyllini, en hann gat engri borgun lofað þeim. Þegar hannn var á leiðinni til þriðja læknisins, mætti hann Jósef keisara, sem kom akandi hægt og hægt í opnum vagni. Pilturinn þekti ekki keisarann, en hélt að þetta væri einhver ríkur herramaður; hann vildi nú reyna lukku sína, og bað hann að gefa sér eitt gyllini. “Getur þú ekki komist af með minna?” spurði keisarinn. “Nei,” mælti pilturinn og sagði honum hvernig á stóð. Keisarinn gaf honum þá eitt gyllini, og lét hann nákvæmlega segja sér, hvar móðir hans átti heima, og meðan pilturinn fór að vitja þriðja læknisins, ók keis- arinn þangað, sem hin veika kona bjó, og sveipaði að sér kápunni, svo að hann skyldi ekki þekkjast. Þegar hann kom inn í stofuna, sem var mjög fá- tækleg, hélt konan, að þetta væri læknirinn, og sagði honum því, hvað að sér gengi, og að hún væri svo fá- tæk, að hún gæti ekkí útvegað sér neina aðhjúkrun Keisarinn mælti: “Eg skal skrifa upp lyf handa yður.” Siðan skrifaði hann á blað,: fékk konunni og sagði henni, í hvaða lyfsölubúð hún ætti að senda það, jjegar pilturinn kæmi aftur. Að því búnu fór hann •'burt. Skömmu síðar kom hinn rétti læknir. Það datt ofan yfir konuna, þegar hún heyrði, að hann var líka læ'knir. Og hún beiddi hann að misvirða ekki, að annar læknir hefði vitjað sín, og að hún biði einungis eftir piltinum, til að láta hann sækja lyf það, sem hann hefði ráðlagt sér. En þegar læknirinn leit á blaðið, varð.hann eins forviða og sagði við sjúklinginn: “Þér hafið, kona góð, hitt fyrir góðan lækni, því hann hefir ávísað yð- ur hundrað gullpeninga, sem þér getið látið sækja í féhirzluna, og undir blaðinu stendur Jósef, ef þér þekkið hann. Þvílíkt lyf hefði eg ekki getað skrifað upp handa yður." Þegar ‘konan heyrði þetta, lyfti hún augum sín- um til himins, og komst svo við af innlegri þakk- látssemi, að hún gat engu orði komið upp.— Hún fékk féð greitt, eins og til stóð, og af því að hún gat nú út- vegað sér hentug lyf og góða aðhlynningu, komst hún innan skamms á fætur aftur. Bóndinn og málaflutingsmaðurinn. Tveir bræður urðu ósáttir um landamerki, og á- settu sér að halda þessu máli til laga. Þeir fóru því báðir til bæjarins þess erindis, að spyrja lagamenn til ráða og fá mál höfðað. Annar þeirra hét Pétur Knútsson, og eri hann hafði lokið öðrum erindagerðum sínum, gekk hann til málaflutningsmanns þess, sem honum hafði verið ráð- lagt að fá fyrir sína hönd, og sagði við hann: “Eg vildi feginn mega tala við yður hálft orð um ágreining, sem er milli mín og nábúa míns.” “Komdu nær, maður minn,” svaraði málaflutn- ingsmaðurinn, og óx bóndanum svo hugur við þetta vingjarnlega ávarp, að hann skýrði honum nákvæm- lega frá öllum málavöxtum. “Eg skyldi feginsamlega takast þetta mál á hend- ur fyrir þig,” mælti málafærslumaðurfnn, “ef eg væri ekki svo önnum kafinn, eins og eg er; en það er ann- ar maður hér skamt frá, sem getur gjört þetta fyrir þig, eins vel eins og eg; eg ætla að skrifa honum fá- einar línur, og geur þú farið með þær til hans; þú finnur hann víst heima um þetta leyti. Settu þig nið- ur á meðan.” Pétur tók síðan við bréfinu, þakkaði fyrir sig cg fór burt. En þegar hann kom út á strætið, kom að honum forvitni, og hann sagði við sjálfan sig: “Það væri þó gaman að vita, hvað hann hefir skrifað.” — Með það sama tók hann bréfið upp úr vasa sínum, lét það í lófa sinn, kreisti saman á því randirnar, svo það varð eins og hólkur, bar það síðan upp að auganu og gægðist inn í það. Með því að snúa bréfinu fyrir sér nokkrum sinnum, tókst honum að komast að inntaki þess, sem hljóðaði þannig: þ “Hér eru komnar tvær gæsir ofan úr sveit; eg skal reita aðra þeirra, en takt þú við hinni. Það' er hún, sem færir þér þenna seðii Þinn vin. N.”1 Þegar Pétur las þetta, rann honum öll reiði við nábúa sinn, og með því hann vissi, að hann hafði að- setur sitt í veitingahúsinu, fór hann þangað, sýndi honum bréfið, og sættist við hann heilum, sáttum. HITT OG ÞETTA. Kytos, konungur í, Þrakíu, vissi, að hann var á- kaflega reiðigjarn og refsaði þjónum sínum grimmi- lega, þegar’þeim varð eitthvað á. Þegar hann því einu sinni hafði þegið að gjöf ker, sem var gjört með mikl- um hagleik, en þunt og brothætt. launaði hann það gjafaranum konunglega, en braut það sjálfur sundur. Þegar menn furðuðu sig á þessari aðferð hans, svar- aði hann: “Eg gjörði það til að komast hjá að reið- ast þeim, sem kynni að brjóta það.” Vitstola maður var spurður hvers vegna hann hefði verið settur í vitlausra spítalann. “Það kom til af þrefi og þjarki,” svaraði hann. “Hvernig þá?” var spurt. “Veröldin sagði, að eg væri vitlaus. En eg sagði, að veröldin væri vitlaus, og eg var borinn at- kvæðum,” mælti maðurinn. BANGSIMON. ( fintýri.—Úrt Þjóðsögum J. A.) Einu sinni var kóngur og drotning í ríki sínu. Þau áttu son, sem Sigurður hét. í garðshorni, skamt þaðan, bjó karl og kerling; hann hét Bángsímon. Þau áttu eina dóttur, sem Helga hét. Hún var jafngömul Sigurði kóngssyni, og léku þau sér oft saman í æsku. Svo bar við, að kóngur misti drotningu sína; syrgði hann hana mjög og sat oft á haugi hennar, og sinti ekki ríkisstjórn. Ráðgjöfum hans og hirðmönnum þótti svo mikið mein i þessu, að þeir gengu fyrir kóng og báðu hann að hætta harmatölum sínum, og buðust til að fara og leita honum kvonfangs. Konnungi líkaði þetta ráð vel, en bað þá um að taka hvorki eyjafifl, annesjafljóð né skógarkonu. — Þeir hétu honum góðu um það, og bjuggust síðan til ferðar. Fengu þeir svo hafvillur miklar og sjóvolk, og gekk þeim seint ferðin. Loks sáu þeir sorta mikinn fyrir stafni, og það með, að þetta var eyland. Þeir gengu á land og fóru þangað til þeir komu að tjaldi einu. Sáu þeir þar friða konu, sem sat á stóli og var að greiða hár sitt með gullkambi. Hún spurði þá, hvert þeir væru að fara, og hvert erindi þeirra væri, en þeir sögðu alt hið sanna. Hún sagði: “Það er þá líkt á komið með kóngi yðar og mér; því fyrir stuttu hefi eg mist mann minn. Hann var yfirkóngur 2o smákónga; víkingar réðust á ríkið, kóngur féll, og eg flýði hingað.” Báðu þeir hennar svo til handa kóngi sínum, og tók hún þeim málum vel. Síðan stigu þau öll á skip og gekk þeim ferðin vel heim. — Þegar kóngur sá til ferða þeirra, lét hann aka sér í vagni til strandar, og bauð hann drotningu að stíga í vaginn hjá sér, og var þeim svo báðunl ekið heim. Með því kóngi geðjaðist vel að drotningu þessari, hóf hann bónorð sitt til henn- ar, og tók hún því vel. Lét hann þá efna til mikillar veizlu, og drakk brúðkaup sitt til hennar. Sigurður kóngsson skifti sér lítið af stjúpu sinni, og vildi sem minst eiga saman ,við hana að sælda. Nú líður og bíður þangað til drotning verður veik og þókti kóngi það ilt. Spurði hann þá drotningu, hvort þetta mundi verða helsótt eða skrópasótt En hún lézt ætla, að það mundi verða helsótt, og bað hún kóng að gera það fyrir sig, að láta Sigurð son sinn vaka yfir sér 3 fyrstu nætunar í herbergi því, sem hún tók til, þegar hún væri dáin. — Fór nú svo, sem drotn- ing gat til, að þetta var helsótt, og lét kóngur flytja lik hennar í herbergi það, sem hún hafði til tekið, og búa um það, eins og hún hafði sagt fyrir. Síðan bað kóngur son sinn að vaka yfir líkinu; en hann mæltist undan því í fyrstu. Kógur varð þá byrstur við hann, og skipaði honum það, svo Sigurður þorði ekki annað en lofa að gera það. En af þvl hann var bæði myrk- fælinn og líkhræddur, fór hann til Helgu karlsdóttur, og bað hana að fá Bángsimon föður sfnn, til að vaka fyrir sig. Karl var tregur til þess i fyrstu, en lét þó tilleiðast, og hét að vaka fyrstu nóttina; fór hann svo heim í herbergi það, sem líkið lá í um kvöldið. En þegar hann kom þar inn, spyr drotning: “Hver er þar?” Bángsímon karl í garðshorni,” segir hann. “Svei þér, skömmin þín; ekki átt þú að vaka yfir mér. Sigurður kóngsson á að vaka yfir mér. Eru fölir fætir mínir?” segir hún. — “Fölir svo sem grasstrá,” segir hann. “Þá er bezt að bera sig til,” segir hún. Með það ris hún upp, og réðst á Bangsimon, og áttust þau við alt til dags. — Þegar dagur rann, lagðist hún fyrir sem áður, en karl fór heim í kot sitt. Alt eins fór aðra nóttina, og eftir það neitaði karl með öllu að vaka hjá henni þriðju. nóttina, en gerði það þó fyrir bænarstað dóttur sinnar, að vera þar þá einu nóttina, sem eftir var. En áður en hann fór, sagði hann þeim Sigurði og Helgu, að þau mættu giftast að þrem árum liðnum, ef hann yrði ekki kominn aftur innan þess tima. Fór karl svo heim í kóngsríki, og í herbergi það, sem droning lá í, og fórust þeim drotningu og hön- um sömu orð í milli og áður og glímdu síðan til dags. Þegar dagur rann varð hún að gammi, en hann að flugdreka; flugust þeir á í loftinu og flugu yfir láð og lög, unz þau komu að landi einu; þar varð drotn- ing undir i skiftunum og ætlaði karl að bíta hana á barkann. Baðst hún þá friðar, og hét karli að launa honum lífgjöfina, þegar hún væri orðin kóngsdóttir i þvi riki. — “Hvernig ætlar þú að fara að því?" segir karl. “Eg ætla að gera mig að' dálitlu barni, og láta kónginn finna mig, þegar hann fer á dýraveiðar,” seg- ir hún. Karl lét hana þá lausa og fór hún í skóg einn mikinn skamt þaðan. Næsta dag eftir fór kóngurinn i ríkinu á veiðar og fann í skóginum meybarn; tók hann það heim með sér og ól það upp, sem eigin dóttur sína; því þau kóng- ur og drotning voru áður barnlaus. — Mær þessi dafnaði svo fljótt, að furðu gegndi. Karlinn Bángsí- mon hafði komið til kóngshallar og dvaldist þar; var hann látinn berja fisk og gera annað slikt. Þegar fram liðu stundir tók fósturdóttir kóngs- ins upp á þvi, að bíta sig í fingurnar, svo blæddi úr; sagði hún að karlinn, sem hérna væri, færi svona með sig. Þótti kóngi og drotningu mjög fyrir við karl; en þó var hann ekki rekinn burtu að heldur. Einu sinni, þegar kóngsdóttir þessi var á gangi ein sér, spurði Bangsímon hana, nær hún ætlaði að launa sér lífgjöfina. Hún lézt mundi gera það, þegar hún væri orðin kóngsdrotning þar í ríkinu. “Hvernig ætlarðu að fara að því?” segir karl. “Eg ætla,” segir hún, “að biðja drotninguna að sýna mér gripasafnið, því hún lætur alt eftir mér. Eg ætla að láta hana fara upp stigann á undan mér, sem þangað liggur upp; en sjálf ætla eg á eftir, og þegar hún er komin í efstu rimina, ætla eg að kippa stiganum undan henni, svo hún detti og deyi, fara svo í fötin hennar og þá í- myndar kóngurinn sér að eg sé konan hans.” Síðan skildu þau karl. Fám dögum siðar saknaöi kóngur dóttur sinnar, og sagði drotning að líkast væri að fiskikarlinn, sem hefði einlægt verið að hrekja hana, hefði séð fyrir henni. Var karl þá tekinn fastur, og átti að leiða hann á bál og brenna, hvernig sem hann bar það af sér, að hann hefði drepið kóngsdóttur. Var hann síðan leiddur að bálinu og voru þau kóngur og drotning þar vi.ð einnig. En áður en karli væri hrund- ið á bálið baðst hann þess, að kóngur veitti sér eina bæn, og þó ekki líf. Kóngur hét honum því. Bað karl þá drotningu að segja æfisögu sína. Hún sagði það væri fljótgert; því hún hefði verið kóngsdóttir, og síðan hefði hún gifst kónginum, sem hún ætti nú, og síðan vissu allir um framferði sitt. Karl sagði þá upphátt alla æfi hennar, frá því hún kom þar á land. Brást hún þá í flugdreka líki og flaug á karlinn. En hann tók belg undan skikkju sinni og kastaði yfir höf- uð henni, svo hún lenti á bálinu og brann. Kóngur þakkaði karli mörgum fögrum orðum, að hann hefði frelsað sig frá þessari ókind, gaf hon- um skip og menn á, og sigldi karl síðan heimleiðis. — Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 21«-220 M F.mCAIv ARTS RLiDG. Oor. Graham and Kennedy Sta. Phone: A-1834 Offlee tlmar: 2—3 Helmlll: 77« Vletor St. Phone: A-7122 Wlnntpeg, Manltoba Vér leggjum sérstaka áherzlu & að selja meðul eftir forskrlftum lækna. Hln beztu lyf, sem luegt er að fá eru notuð elngöngu. . pegar þér komlð með forskrliftuin tll vor meglð þjer vem vlss um að fá rétt það sem lækn- lrlnn tekur tll. COIyd/EU GH * CO., Notre Dame and Sherbrooke Phones: N-7659—765» Glftlngaleyflsbréf seld THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMANN ísl. lögfræðingar Skrlfstofa: Room 811 MeAitkv Bullding, Portage Ave. P. O. Boz 165« Phones: A-6849 og A-«8M DR. 0. 8J0RNS0N 216-220 MEDICAIi ART8 BLDG. Cor. Graham and Kennedy Sta. Phone: A-1834 Office tlmar: 2—3 HeimUl: 764 Victor St. Phone: A-7586 Wltmipeg, Manltoba DR. B. H. OLSON 216-220 MEDICAL ARTS BLDG. Cor. Graharo and Keunedy Sta. Phone: A-1834 Offlce Hours: 3 to 5 HelmUl: 921 Sherbume St. Wlnnipeg, Manltoba DR J. STEFANSSON 216-220 MEDICAL ARTS BT.nn Cor. Graham and Kennedy Sta. Stundar augna. eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er aB hitta kL 10-12 f.b. Og 2-5 e.h. Talsíml: A-1834. HelmUl: 873 Rlver Ave. Tals. F-2691. DR. B. M. HALLDORSSON 401 Boyd BuUdlng Oor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstakiega berklaaýki og aBra lungnasjúkdðma. Er aB flnna á ekrifstofunni kl. 11—12 f.h. og ?—4 e.h. SlmJ: A-3521. Heimlll: 46 Alloway Ave. Tal- elml: B-3158. DR. A. BLONDAL S18 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega kvenna eg barna sjákdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 f. h. 8 til 6 e. h. Office Phone N-6410 Heimili 806 Victor Str. Sfani A 8180. DR. Kr. J. AUSTMANN Viðtalstími 7—8 e. h- Heimili 469 Simcoe, Sími B-7288. DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 MEDICAIi ART8 BIiDG. Cor. Graham and Kennedy Sta. Talaími A 8521 Heimili: Tals. Sh. 8217 J. G. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Oor. Portage Ave. og Donald 8t. Talsiml: A-8889 : Munið Símanúmerið A 6483 |: og pantitS meBöl yBar hj& oss. — ;: SendiS pantanir samstundis. Vér! : afgreiSum forskriftlr meB sam- \ 1 vizkusemi og vörugseBi eru ðyggj- : t andi, enda höfum vér magrra ára ; lærdðmsrlka reynslu aB baki. —; ; Allar tegundir lyfja, vindlar, Is-; ; rjömi, eætindi, ritföng, tðbak o. fl. McBURNEY’S Drug Store ;! Cor Arlington og Notre Dame Ave ; W. J. HINDAi., j. h. i.indal B. STKPANSSON Islenzklr lögfræðlngar 708-709 Great-West Perm. Bldg. 356 Main Street. Tals.: A-4963 P*ir hafa slnnig skrifstofur tJS Lundar, Riysrton, Gimli og Pinoy og oru þar afi hltta & eftlrfytgj- andl tlmura: Lundar: annan hvern mlðvikudag Rivsrton: Piyrsta fimtudag, GimUð. Pyrsta mlBvikudag Plney: þriBja fðstudag t hverjum mðnuðl A. G. EGGERTSSON LL.B. ísl. lögfræð'ngur Hefir rétt til að flytja mál bæði í Man. og S&sk. Skrifstofa: Wynyard. Sask. Seinasta m&nudag I hverjum mán- uBi staddur I Churohbridge. FOOTE & JAMES Ljósmyndasmiðir irutrgra ára aérfræðingar Sérstakur afsláttur veittur stúdentum. Sími: A-7649 282 MAIN St. Cor. Graham Ave. Winnipeg Man. A. S. Bardal 848 Sherbrooke St. Selut llkloietui og annest um útferir. AUur útbúnaður e6 bezti. Enafrem- ur aelur bann alskonar minniavaaða og legateina. Skrlíst. talsinal N ».«8 Helmllls lalními N MM EINA ÍSLENZKA Bifreiða-aðgerðarstöðin í borginni Hér þarf ekki aB btBa von flr vltl. viti. Vínna öll ábyrgst og leyM af hendl fljótt og vel. J. A. Jóhamustm. 644 BnrneU Street F. B-8164. AB haki Sarg. Pire Hal JOSEPH TAVLOR LÖGTAKBMAÐUR Helmlllstala.: St. John 1M« Skrlfstofu-Tala: A 4&M T.kur lögtakl h»BI hOeaJelguatoiWMi ve'Bekuldlr, vlzlaakuldir. AfgreMUr a* aem aB lðgutn lftur. Skrltatofa 2M M«In Stmwe Verksltofn Tals.: A-8383 Hetma Tala.: _____ A-9384 G L. STEPHENSON Plumber AOlHkonar rafmagrnsáhökl, svo scna straujárn víra, allar tf^iindir af jflösiim og aXlvaka (hatteriæ) Verkstofa: 676 Home St. J. J. SWANSON & CO. Verzla ir.að fasteignir. Sjá um leigu a nusurr.. Annast lán, eldsábyrgð o. fl. 611 Paris Bldg. Phonee. A-6349—A-6310 Endurnýið Reiðhjólið! Ivátið ekki hjá ltða að endnr- nýja reiðhjéUð yðar, áður en mestu annlmar hyrja. Komið með það nú þegar og látlð Mr. Stehblng g«fa yður kostnaðar áætlun. — Vandað verk ábyrgst. (MaBurinn sem allir kannast viB) S. L. STEBBINS 634 Notre Dame, Winntpeg Giftinga og , ,, JarOartara- Dlom með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tal*. B720 ST IOHN 2 RtNG 3 En af Sigurði er þaÖ að segja, að hann hafði mist föður sinn meðan Bangsímon var erlendis, og hafði tekið við rikisstjórn. Þegar karl kom heim, var Sig- urður aÓ halda brúðkaup sitt til Helgu; því þá voru liðin 3 ár frá því karl fór að heiman; það varð því hinn mesti fagnaðarfundur. LifÖu þau hjón síðan lengi saman með veg og virðingu, og lýkur svo sög- unni af Bangsímon.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.