Lögberg


Lögberg - 05.03.1925, Qupperneq 6

Lögberg - 05.03.1925, Qupperneq 6
Bls. 6 LÖGBERG FIMTUDAGDÍK. 5. MARZ- 1925. Hættulegir tímar. Eftir Winston Churchill. 35. KAPITULI. Vinátturaun. Lige kafteinn spurði að eins tveggja spurninga: hvar ofurstinn væri, og hvort þaö væri satt, að Clar- ence hefði neitaS aS þiggja lausn. Þótt kafteinninn væri ekki neitt sérlega næmur á aSgreiningu hlutanna, þekti hann samt aurhólk frá kvenúri, eins og hann komst sjálfur aS orSi. Hann var svo nærgætinn, aS hann sá, aS Virginía gat ekki talaS um viðburöi nokk- urra síSustu daganna. Hann hjálpaSi henni þess vegna upp í hafnsögumannshúsiS. Hún var nærri búin aö missa hattinn, en hún hélt í hann dauSahaldi. Það var feykilega stór hattur, sem var bundinn undir hö'kuna meS rauðum borSa. Hann fór henni fyrirtaks vel. “Eg þakka GuSi fyrir þaS,” sagöi hún, næstum kjökrandi, um leiS og hann tók um handlegg hennar, “aS þú komst upp ána einmitt í dag.” Kafteinninn sló samtalinu upp x spaug og fór aS segja henni frá, hvernig stæSi á nöfnum sumra hluta á skipinu, svo spurði hann hana að, hvort hún vildi ekki hitta Bill Jenks aS máli. Virginía játaöi því. Bill Jenkins Var eldri hfansögumaSurinn hjá Brent kafteini. SkinniS á andlitinu á honum hékk í fell- ingum eins og skinniS á nílhesti, og þaS var ekki ó- svipað því á lit. Gráa háriS á honum var svipaS og hárin voru mislöng eins og stráin í slitnum gólfkústi; bendur hans voru eins og klær á erni og tennurnar i munninum á honum gular eins og furuviSur. Hann heilsaSi vanalega engum nema þeim. sem hann áleit samboSiS sér aS heilsa, en hann tók Virginíu í fang sér. “William,” sagSi Virginia ertnislega, “hvernig eru augun , eftirtektin og minniS?” Hann hló. Þegar þaö kom fyrir, var þaö skrif- aS niSur í dagbók skipsins sem mjög óvæntur at- burSur. > “Hefir þá kafteinninn enn veriS aS nauöa á þessu?” spurSi hann. “Hann er aS verSa alveg vit- laus út af því, að hafnsögumennirnir hafi ekki öll skil- yrði, ungfrú Jinny.” “Hann segir, aS þú sért bezti hafnsögumaðurinn á ánni, en eg trúi: því e'kki,” svaraSi hún. William hló aftur. Hann lagaöi til á leSurfóðr- aða bekknum, sem var aftast í hafnsögumannshúsinu, svo aö hún gæti sest þar. Hún sat þar lengi og horfði á fánann, sem blakti á stönginni. Sólin gekk til viS- ar, en ljómi hennar beiS enn á vesturloftinu, er skip- iS var komið á móts viS útlenda hlutann af borginni. Þarna stóð vopnabúriS á bakkanum, dökt og svipljótt þrátt fyrir grænu grasflötina umhverfis þaö, og þar sat Clarence einn í fangelsi. Brent kafteinn kom upp frá aS gegna skylduverk- um sínum niSri í skipinu. “Bráöum komum við heim, Jenny,” sagði hann. “Okkur hefir gengijS ferðin vel, þrátt fyrir illviSrið á móti.” “Og — heldur þú aS þaS sé óhætt aS vera í borg- inni ?” “Óhætt!” hrópaöi hann. “Já, eins óhætt og í Lundúnum!” — Hann stilti sig. “Viltu láta gufu- pípunna blása, Jenny?” “Já, mér þætti gaman aS því,” svaraði Virginía. Svo steig hún meö tánni á hemilinn og hrökk viS, er pípan öskraði. Ármennimir, sem vom aö vinna á bryggjunum, heyrðu merkiS og hlógu. Einni klukkustupdu síöar gengu þau kafteinninn, Virginia og frænka hennar, og Ester fóstra og Rós- etta og Súsanna eftir strætunum í borginni, sem var kyrlát eins og dauSra manna reitur. Þau urðu ekki vör viS neinn nema einn varðmann, því St. Louis var undir herstjóm. ViS og viö sáu þau ljós í húsi, þar sem einhver fífldjarfur borgari hafði orðið eftir til þess að hlæja aö hinum, sem flúSu. í úthverfunum og í húsum úti um landsbygðina svaf heldra fólkiS, fimm og sex saman i herbergi, og margir meS ekkert nema eitt teppi i rúmunum. ÞaS var sízt aS furSa, •þó aS þetta fólk dreymdi um útlenda hremenn og eyði- leggingu. í borginni sváfu þeir, sem treystu öllu, fyrir opnum dyrum. Undir herstjórn verða menn aS bafa leyfi til þess aS vera á ferS og gera grein fyrir ferðalagi sínu, og umferö er bönnuö nema aS degi til; undir herstjórn getur sá, sem hefir æðstu her- stjórnina á hendi, beitt valdi sínu gagnvart öllum stjórnmálarefum. Engin lögregla hefir nokkurn tíma gefiS mönnum sömu öryggistilfinningu og varðmenn herstjórnarinnar. Lige kafteinn sat á tröppunum fyrir framan hús- dyr ofurstans þetta kvöld löngu eftir að kvenfólkiS var gengið til hvílu. Ekkert hljóS rauf þögnina í bænum nema fótatak varðmannanna á strætunum og höll liSþjálfanna, er skift var um vörS. Hann sat þar í þungum hugsunum og reykti, unz skýin, sem höfðu safnast saman tvo síSustu dagana, hurfu, og stjöm- urnar fóru aö skína. Hann var að reyna að ráSa fram úr vandamáli. Svo gekk hann upp i herbergi eitt í húsinu, sem hafði veriö herbergi hans frá þeim tíma, er húsiS var bygt. Næsta morgun sátu þau saman aS morgunverði, Virginía og Brent kafteinn; Easter fóstra var mat- reiöslukonan. í miSri máltíðinni kom ofurstinn þjót- andi inn. Hann var óhreinn og rykugur eftir nætur- ferSalagiS með járnbrautarlestinni, en það hýrnaði yfir honum, er hann sá vin sinn þarna viö hlið dóttur sinnar. “Jenny!” hrópaði hann og kysti hana, “eg er stoltur af þér, Jenny mín! Þú lézt ekki NorSan- mennina hræða þig. En hvar er Jackson?” Nú varð öll sagan að segjast. Virginía ýmist hló eða grét og ofurstinn ýmist hló eSa blótaði. En sú hepni, að Lige skydi mæta þeim, annars væri hann, ofurstinn, nú að leggja af stað til Cumberland árinn- ar til þess aS leita að dóttur sinni. Kafteinninn tók ekki mikinn þátt í samræöunni; hann afþakkaði vind- ilinn, sem ofurstinn rétti honum. Ofurstinn varS alveg forviSa. “Lige,” sagði hann, “þetta er í fyrsta skifti, sem eg veit til aS þú hafir neitað vindli.” “Eg reykti of marga í gærkveldi,” sagöi kaf- teinninn. Ofurstinn settist niður og spyrnti fótunum í ar- inhilluna. Hann var of mikið sokkinn niður í að hugsa um atburSi síSustu daganna til þess tað taka eftir því, hvaö Brent var daufur. “NorSanmennirnir hafa unnið fyrsta leikinn, á þvi er enginn vafi,” sagöi hann; “en eg held aS viö munum hlæja síSar, Jenny. ÞaS er ekki mjög rólegt í Jefferson City. RíkiS hefir meira lið, eSa fær þaö eftir einn eða tvo daga. ViS söknum ekki þessa eina þúsunds, sem þeir stálu frá okkur. Þeir eru að safna liði þar upp frá, og eg hefi fáein umboðsbréf hér.” Hann sló með hendinni á vasann. “Pabbi!” sagöi Virginia, “bauSst þú þig fram.?” Ofurstinn hló. “Ríkisstjórinn þáöi mig ekki,” sagði hann “^Hann sagði, aö eg gæti gert meira gagn hér í St. Louis. Eg fer seinna. SegSu mér frá þessu meS Clarence.” Virginía sagöi frá því, sem gerst haföi á laugar- daginn. Ofurstinnnn hlustaði, greip oft fram i og sló oft á lærið. “Sem eg er lifandi maður!” hrópaði hann, þegar hún hafSi lokiS máli sínu, “þaö er maður í drengn- um, þegar öllu er á botninn hvolft. Þeir geta ekki haldið1 honum einn einasta dag. Hvaö segir þú um þaS, Lige?” ("Kafteinninn svaraSi engu, en hélt áfram að boröa.) “ViS þurfum ekki annaS, en fara og ná í Worington og fá skipun um aS hann verði framseldur frá umdæmisrétti Bandaríkjanna. Komdu, Lige.” Kafteinninn stóS upp skyndilega. Hann var rauÖur í framan. “Eg er hræddur um, aö þú verÖir aS afsaka mig,” sagöi hann. “Þaö er farmur í skipinu, sem verÖur að nást úr því.” Svo fór hann út, án þess aS segja nokkuð meira. Þau sátu bæði og hlustuðu í þegjandi undrun á úti dvrahurÖina skellast aftur á eftir honum. Hvorugt þeirra þorði aS bæta á raunir hins meS því að láta í Ijós óttann, sem bjó i brjóstum þeirra. Ofurstinn sat um stund og reykti steinþegjandi, svo klappaÖi hann á kinnina á Virginíu. “Eg held eg veröi aÖ skreppa yfir um og tala við Russell,” sagöi: hann og reyndi aö vera glaSlegur. “ViS verðum að ná piltinum út. Eg ætla að finna lögmann.” í ganginum fyrir framan n^m hann stað- ar og þrýsti hendinni að enni sér. “Ó að eg gæti nú fariö og fundið Sílas,” sagði hann við sjálfan sig. Ofurstinn fór og fann Russell og þeir fóru til Woringtons, sem var lögmaöur frú Colfax. ÞaS er óþarft aö taka fram hvaöa stefnu hann hafði í stjórn- máum. ÞaS var allmikið uppnám umhverfis stjórn- arráÖshúsiÖ, þar sem hans háæruverðugheit gaf út skipunina. Margir málsmetandi menn fóru með of- urstanum, Russell, lögmanninum og eiðtökumannin- um til vopabúrsins. Þeim var leyft að koma á fund hins ósveigjanlega Lyons, sem sagði þeim, að Colfax höfuðsmaöur væri hertekinn maður, og þar sem vopna- búriö væri eign Bandarikjastjórnarinnar, og hann væri í því, bæri að skoða hann sem utan takmarka ríkisins Missouri. EiSstökumaSurinn vottfesti yfirlýsinguna til Carvels ofursta og þannig var krafan um lausn fangans gerð lögleg. Ofurstinn sagði þeim Virginiu og frú Colfax frá þessu, er hann kom heim. Þær hlustuÖu á hann með jxrútin augu og spurðu'ótal spurninga um það, hvort þessi hrotti myndi í nokkru fylgja lögunum, sem hann þættist vera að sjá um að væru haldin; hvort að lögreglumanninum myndi ekki verða kastað út fyrir vegginn umhverfis vopnabúriS, þegar hann kæmi þangað til að lesa upp dómaraúrskurSinn um, aS Clarence yröi látinn laus? Þær spuröu að vísu ekki með þessum orSum, en þetta var samt innihaldiö í spurningum þeirra. Carvel ofursti haíSi'borSað lítið um morguninn, engan miSdagsmat og hafði litla hvíld i jámbrautarlestinni. En hann svaraði öllum spurn- ingum mágkonu sinnar með stökustu kurteisi. Hann var of hreinskilinn til þess aö segjast hafa- von, sem hann hafSi ekki. ÞaS var dauflegt i húsinu um kvöldiS. Þjónarnir voru aö smátínast heim um dag- inn frá Bellegarde og.Virginía Iét matreiða þá rétti, sem hún vissi að fööur sínum þættu beztir. Frú Colfax vildi helst vera kyr i herbergi sínu og feSgin- in voru, hvort út af fyrir sig, þakklát fyrir það, þótt þau segðu ekkert um þaS. Jackson sagSi til, þegar maturinn ,var tilbúinn. Ofurstinn raulaöi lag fyrir munni sér, þegar hann gekk ofan stigann, en Virginía vissi vel, að það lá illa á honum. Hann tók ekki eftir dapurleikanum í augum hennar, þegar hann settist niöur, hann leit ekki á auða sætiS, sem Lige kafteinn haföi setiS í um morguninn; hann hafði ekki kjark til þess að taka eftir þessu. Hún gat ekki orða bundist, þegar hún sá að maturinn lá ósnortinn á diskinum hjá honum. “Er þér ilt, pabbi?” sagði hún. Hann ýtti stólnum frá borÖinu og hún haföi aldr- ei séð jafn-mikinn sársauka i svip hans sem nú. “Jenny,” sagði hann, “eg held að' Lige sé meS Noröanmönnunum.” “Eg hefi lengi vitað þaS,” svaraöi hún lágt. “SagSi hann þér það?” spurði faÖir hnenar. “Nei.” “Ó, guö minn góður!” hrópaÖi ofurstinn næstum örvita. “AS hugsa sér, að hann skyldi ekki segja mér frá því, aS Lige skyldi ekki segja mér frá því!” “Þaö er einmitt af þvi aö honum þykir vænt um þig, pabbi,” sagði Virgina, “af því að honum þykir vænt um okkur.” Hann svaraÖi þessu engu. Virginía stóð upp og gekk kringum borSið; hún nam staSar fyrir aftan hann og beygði sig fram yfir öxlina á honum. “Pabbi!” “Já.” Rödd hans var alveg fjörlaus. En hún lét þaö ekki á sig fá. j “Pabbi, ætlar þú að banna honum aS koma hing- aS eftir þetta?” Hún beið lengi eftir svarinu. Stóra klukkan frammi í ganginum hjó sekúndurnar hægt og seint 0g hjartað barSist ákaft í brjósti Virginíu. “Nei,” svaraSi ofurstinn að lokum. “MeSan eg á þak yfir höfuðið má Lige koma undir þaS.” Hann stóS fljótt upp og tók hatt sinn. Hún spuröi hann ekki aÖ, hvert hann ætlaði, en hún sagði setustofuna. ÞaS ,var dimt þar inni, en slagharpan, Jackson aö halda matnum heitum, og fór svo inn í sem móöir hennar hafSi átt, var opin. Fingur hennar féllu ósjálfrátt ofan á nóturnar. SálmalagiS undur- fagra, sem Whipple dómara þótti svo undur vænt um, og sem um mörg ár hefir veriÖ huggun þeim, er yfir sorgum búa, leið mjúklega út í næturloftið út um op- inn gluggann. ÞaS var lagiS : “Lead kindly light.” Carvel ofursti heyrði það og hann nam staSar. Viö skulum fylgja honum. , Hann nam ekki staðar aftur fyr en hann var kom- inn á mjótt stræti á árbakkanum, þar sem bryggjurnar voru. Þar voru skrítin, gömul steinhús, sem fyrstu frönsku íbúar bæjarins höfðu bygt; þau voru nú notuð til vöt'ugeymslu. Hann gekk nokkur spor til baka aftur upp brattann upp frá,ánni. Svo snéri hann fljólt við og gekk hratt niSur þangað, sem “Juanita” lá eins og svart ferlíki í myrkrinu. GulmálaÖur stræt- isvagn stóð þvers um á framþilfairnu og gerði hann enn hrikalegri, Ofurstinn nam staðar ósjálfrátt. Þessi óvænta sjón gerði það að verkum, aö hugsanaþráður hans slitnaSi. Hann stóð og starði á etta, meöan afferm- ingarmennirnir gengu fram hjá honum meö þunga planka á öxlunum, sem þeir köstuðu niður meS mikl- um hávaöa. “Þetta verður fyrsti strætisvagninn, sem verður notaÖur í Newí Orleans borg, ofursti, ef hann kemst þangað.” þ Ofurstinn hrökk viö. Lige kafteinn stóð við hlið- ina á honum. “Ert þú þarna, Lige? Við biSum með kvöld- matinn eftir þér.” “Eg býst viS aö verSá aö vera hér í alla nótt og líta eftir. Eg vil koma af eins mörgum ferðum og eg mögulega get áður en siglingar eftir ánni hætta,” sagði hann með áherzlu. Carvel ofursti hristi höfuSið. “Þú hefir aldrei átt of annrikt til þess að koma til kvöldverðar. Það er ekki aS eins farmurinn, sem veldur þessu.” Lige leit fljótt á hann. Þaö var sem hann væri að kyngja einhverju, sem hann ætti erfitt meö aS koma niÖur. “Komdu með mér héma fram á bryggjuna,” sagði ofurstinn mjög alvarlegur. Þeir gengu samann spölkom þegjandi. “Lige,” sagði ofurstinn og sló með stafnum sín- um i grjótið, “hafi nokkurn tíma verið til hreinskili m maður, þá ert þú hann. Þú hefir ávalt veriÖ hreinn og beinn viS mig og nú ætla eg aö leggja fyrir þlg spumingu, sem ekki verður misskilin: Ertu með NorÖanmönnunum eða Sunnanmönnunum ?” “Eg býst viS, aS eg sé meö NorÖanmönnum,” svaraði kafteinninn blátt áfram. ' Ofurstinn beygði höfuðið. Það leið langur tími þangaS til hann talaði aftur. Kafteinninn beiS eins og maður, sem býst við aö fá og á skilið að fá strang- asta dóm. ÞaS var engin reiði í rödd ofurstans, að- eins ávítun; “Og þú vildir e'kki segja mér það, Lige? Þú leyndir mig því.” “Æ, hvernig gat eg annað?” hrópaði hinn. “Eg á góSmensku þinnni að þakka alt, sem eg á. Þaö er þér og— og Jinny að þakka, að eg fór ekki í hund- ana. Ef eg missi þig og hana, hvaö ær þá eftir fyrir mig? Eg var raggeit, að segja þér ekki frá þessu. Þig hlýtur að hafa grunaö það. En samt—guð hjálpi mér—eg get ekki horft á það aÖgerÖalaus, aö þjóðin sé tætt í sundur. ÞaS er þin þjóS og mín þjóS, of- ursti. Feður þínir börðust til þess aS við, Ameríku- menn, mættum jaröríkið erfa—” Hann þagnaði skyndilega. Svo hélt hann áfram hikandi: “Eg veit að þú ert skoÖanafastur maSur. ÞaS eina sem eg biS þ*g °g Jinny um er, að þiS skoðið mig sem vin,” Þaö kom kökkur í hálsinn á honum og hann snéri sér undan og gekk burt. Ofurstinn lyfti upp stafnum sinum og horfði á eftir honum. Hann var horfinn út í myrkrið áður en hann kallaði nafn hans. “Lige!” “Já”. Hann kom aftur undrandi eftir ójöfnum bryggju- steinunum þangað til hann stóð við hlið hins háa manns. Fyrir neðan þá skinu ljósin á dökku vatninu. “Hefi eg ekki alið þig upp, Lige? Hefi eg ekki kent þér að hús mitt væri þitt heimili? Komdu, Lige. En— minstu aldrei framar á þetta kvöld við mig. Jinny bíÖur eftir okkur.” Þeir töluðu ekki orð saman, er þeir gengu upp mannlaust strætið. Þegar fótatak þeirra heyröist í fordyrinu, var hurðinni hrundið upp og Virginía stóð með hendurnar útréttar undir lampanum i ganginum. “Eg vissi það, pabbi, að þú myndir koma með hann aftur,” sagði hún. 36. KAPÍTULI. Frá Clarence. Clarence Colfax fyrrum höfuSsmaður í riddara- liSi Missouri ríkisins var margumtalaður maður í borginni á sunnudagsmorguninn. Menn og konur, sem flykst höföu til herbúSanna, meðan æfingarnar stóSu yfir, lofuðu hann, mjög, og þeir, sem voru með í þvi aÖ sundra liSinu, dáSust einlæglega aS honum Hann haföi komiS vel fram. Til voru foreldrar, sem þótti vænt um syni sína, er höfSu þegið lausn, svo sem Catherwood, sem voru ekki ákafir í því afí lofa hann. En almenningsálitið, þegar það er myndað, neyöir jafnvel þá ófúsustu til þess að láta stöku lofsyrði falla líka. ViS getum því miSur ekki skygnst inn fyrir hina rammbygSu veggi til þess að litast um hvernig Colfax höfSusmanni leið þennan merkilega sunnudag, er fólk- iö flúSi úr borginni. ViS vitum að honum leiddist og að hann bjóst við að fá heimsókn frá frænku sinni. Þegar leiS á daginn fór hann að ganga um gólf í klefa sínum og honum fanst hann verSá fyrir mestu rang- indum. Clarence var ungur og hvernig gat honum dott- iS í hug, er hann leit út um gluggann og sá bátana sigla suður ána, aS móöir sín og unnusta væru á einum þeirra ? Mánudaginn, þegar ofurstinn og margir aörir heldri borgarar voru að vinna aS því aÖ útvega laga- lega skipun um tafarlausa lausn Colfax, og með því að hreinsa alla, sem í Jacksons herbúSunum höfðu veriS, af því ámæli, að í athæfi þeirra hefSi! falist nokkur mótþrói viS stjórnarvöld alrikisins, óku vagnar margra velþektra manna upp aö húsdyrum Carvels á Locust stræti. Fólk kom þar til þess aS óska ekkjunni og ofurstanum til hamingju með svö ágætan son og ætt ingja. Sumir óskuðu og Virginíu til hamingju í laumi. Hún varS að leggja þaö á sig að sitja á tali við fólk allan daginn. Frú Colfax hélt sig í herbergi sínu og leyfðu engum aS sjá sig nema völdusu vinkonum, sem komu til þess að fella nokkur tár meS henni. Þegar sú síSasta var farin, var Virginíu leyft aö koma inn til hennar. “Frænka,” sagði hún, “viS pabbi ætlum á morg- un til vopnabúrsins með eitthvaö af góSgæti handa Clarence. Pabbi heldur aö það geti skeð, aS hann komi bráðum heim til okkar. Þú ferS náttúrlega líka.” Frúin brosti þreytulega við þessari uppástungu og fórnaöi upp ,höndunum. Knipplingarnir á víSu erm- unum á morgunkjólnum hennar féllu frá mjallhvítum handleggjunum. “Eg að fara!’ hrópaði hún. “Eg sem varla get gengið þarna yfir að kommóÖunni eftir þennan hræSi- lega sunnudag. Það’held eg aS þú sért vitlaus, Jinny. Nei,” bætti hún viö meÖ áherslu, “eg býst ekki við að sjá hann aftur lifandi. Segir Comyn 'að þeir muni láta hann lausan ? Er hann þá kominn á band með Ýankee- unum lika?” Stúlkan gekk burt. Hún var hvorki reið né óþol- ínmóð, en hún var hrygg. Henni hafði veriS innrætt að bera virðingu fyrir eldra fólki og meðan---------- Snjóþyngsli. fFrh. frá bls. 2) mætti sín ekki viö honum. Þegar Nielson var að færa sig til fram við dyrnar, rak hann fótinn í öxina. Hann lét sem yfir sig hefði liðið og féll flatur á gólfiS, en rétti sig þá við fljótt og reis upp með öx- ina í hendinni, og það verkfæri kunni Nielson aS að nota öllum öðrum mönnum betur. I hendi Nielsons var öxin ægilegt vopn. Gaylord leit í 'kring um sig eft- ir öðru vopni. “Nú skalt þú fá þaö,” mælti Nielson og þaö glampaði á öxina i höndunum á honum, reidda til höggs. En höggiS féll aldrei, því rétt í því að hann ætlaSi aS höggva Gaylord, reið af skot, og Nielson féll flatur ofan á gólfið. Lois Grahame hafði gripiS riffilinn, þegar hún sá hvernig komið var, og í þetta sinn fataðist henni ekki. “Er hann dauður?” spuröi hún Gaylord í skjálfandi röddu er •hann laut ofan aÖ Nielson. Gay- lord velti Nielson við. SkotiS hafðl komið i hann rétt fyrir ofan hjartað. “Lois! NáSu í flösku, sem er í skápnum á bak við eldavélina,” sagSi Gaylord. Eftir klukkustund raknaði Niel- son aftur við. Gaylord leit til hans og sagSi: “Undir eins og hann er ferðafær, verSum við að leggja á stað til bygða. Eg held að hann verði ferSafær eftir fáa daga. Vika var liðin. Nielson hafSi hrests eftir öllum vonum og svaf rólega í rúmi sínu. Gaylord og Lois sátu fyrir framan eldstæðið þegjandi. Gaylord gat ekki um annaÖ hugsað en hve þessi fallega og yndislega stúlka var honum kær orÖin. “Við leggjum á Vað í fyrra- máliS,” sagði hann blátt áfram. Hún stundi dálítiS viÖ, en sag'Si svo gletnislega, með sínu vanalega fjöri: “Þú hefir gleymt loforði þínu, herra Robert; þú ert elcki búinn að raka af þér skeggið enn þá.” “Viltu lofa mér nokkru fyrst, Lois?” spurði Gaylord og leit í augu henni. “Já, Robex-t,” svaraöi hún á- ’kveöiö og einlæglega. “Viltu þá giftast mér, þegar viS komum til bygða? Eg elska þig heitar en lífiö í brjósti mér.” Án þess að taka augun af hon- um, svaraði hún: “Eg hefi elskaÖ þig, síðan aö' eg mætti þér í ibyln- um á Kimberly vatni.” Hver getur getið sér til hvaS Lois Grahame hugsaði, þegar Ro- bert Gaylord stóð frammi fyrir henni eftir aö hann var búinn að raka af sér skeggiÖ? Þvi hún gat ekki vilst um, að þar var um að ræða hinn naffnkunna rithöfund, sem hún hafði svo oft séð i sam- kvæmum og á mannfundum áður fyrri. Varð hún fyrir vonbrigtjf- um eða var grunur hennar stað- festur? Máske hún hafi' alt af vitaS hver hann var?” RJÓMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er Iandúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL The Manitoba Go-operative Dairies LIMITED

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.