Lögberg - 05.03.1925, Qupperneq 4
Bfe. 4
LCXtBERG, MMTUDAGINN 5. MARZ 1925.
Jogbetg
Gefið út hvem Fimtudag af The Col-
nmbia Preu, Ltd., (Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str.. Winnipeg, Man.
TsUimir. >-6327 og N-632N
JÓN J. BILDFELL, Editor
Utan&skrift til blaðsins:
TK£ C0LUN|8i«\ PltLSS, Ltd., Box 3i71, Winnlpeg. Man-
(Jtanáakrift ritstjórans:
cOtTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Rian.
Tne •‘Lögberg’’ ls printed and published by
The Columbia Press, Limited. in the Columbla
I Building, 695 Sargent Ave , Winnipeg, Manitoba.
Crows Nest málið.
Eins og menn muna,, og tekiíS var fram hér i
blaöinu, þá var Crows Nest málinu áfrýjað frá dómi
járnbrautamála nefndar rikisins og til yfirréttarins
í Canada, fyrir nokkru síðan.
Járnbrautamála nefndin leit svo á, að hún heföi
rétt til þess aö á'kveða um flutningsgjöld á öllum jám-
brautum í Canada, og tók sér því það vald, þegar
Canada Kyrrahafsbrautar félagið leitaði til hennar
eftir að stjórnin í Canada leiddi Crows Nest samning-
ana í gildi aftur síðastliðið sumar, að ónýta gjörðir
stjórnarinnar og samninginn, en veita jámbrautarfé-
laginu öll þau réttindi,, sem það fór fram á.
Hinir hlutaöeigendur málsins undu þessum úr-
slitum illa og var málið þvi lagt fyrir hæstarétt ríkis-
ins, og úrskurður þess dómstóls hefir nú verið opin-
beraður og ónýtir h^nn dómsúrskurð jámbrautamála
nefndarinnar með ötlu, og hafa þessir Crows Nest
samningar því gengið í gildi á ný.
En þó sá sigur sé unninn, er engan veginn leyst
úr erfiðleikum þeim, sem þetta mál hefir í för með
sér.
Þegar Crows Nest samningarnir gengu í gildi i júlí
síðastl. og Canada Kyrrahafs brautarfélagið ney'tt til
þess- af stjórn landsins að beygja sig undir þá, þá
hlýddi félagið því á þeim parti brauta "'sinna, sem
bygðar voru þegar Samningurinn gekk fyrst í gildi,
árið 1897, en þá hafði félagið bygt 7,300 milur af jám-
brautum í Canada. Síðan hefir það bygt rúmar 7,000
mílur, og á þeim hélt það hinum hærri taxta.
I dómsúrskurði hæsta réttarins, er sú afstaða félags
ins staðfest, og þar stendur: “Oss finst það því Ijóst,
að takmökun sú á flutningsgjöldum, er tekin er fram
í Crows Nest samningnum, á að eins við þær jám-
brautir félagsins, er bygðar voru 1897.” Síðar í dóms-
úrskurðinum er þetta tekið frana: “Hvað alvarlegar,
sem afleiðingarnar eru, og hvað miklum vandræðum,
sem þær kunna að valda, þá fær rétturinn e’kki bætt
úr þvi. Ef að lögin, eins og þau eru nú, leyfa mis-
munandi flutningstaxta, sem aftur hafa skaðleg á-
hrif á viðskiftalífið í heild, eins og einn af nefndar-
mönnum jámbrautanefndarinnar, Mr. Boyd, hefir
sýnt fram á, þá getur rikisstjórnin ein bætt úr því.”
Vandræði þau, eða óréttur, sem hér er átt við, er
auðvitað sá réttur Canada Kyrrahafs brautarfélags-
ins, sem það uppástóð og dómur þessi staðféstir, að
Crows Nest samningurinn sé ekki bindandi fyrir fé-
lagið, nema á brautum þeim, sem bygðar voru þegar
hann gekk fyrst i gildi. Á hinum brautunum öllum
getur það sett hærra flutningsgjald og gjörir það
Hka. En það hefir þau áhrif á verzlun landsins, að
þeir, sem ná til þess að senda vömr sinar með braut-
um félagsms er bygðar voru fyrir 1897, geta útilokað
þá verzlunarmenn, sem hærra flutningsgjald þurfa að
frá mörkuðum landsins, með öðrum orðum,
eyðilagt þá.
Slíkt fyrirkomulag er óhugsandi, og ómögulegt,
svo sigurinn, sem unnist hefir, er eftir alt saman ekki
eins glæsilegur og margur heldur.
Það er því augljóst, að stjórnin verður að taka
hér í taumana á einhvern hátt.
Hvað stjómin gjörir, vitum vér náttúrlega ekki,
en ekki virðist oss óliklegt, að mál þetta alt verði tekið
til rækilegrar athugunar á þingi þvi, sem nú stendur
yfir, og reynt að koma jöfnuði á >í þessu flutnings-
% gjaldamáh, og nýr grundvöllur lagður, sem þannig er
hægt, að1 byggja ofan á, að rétti allra hlutaðeigenda
verði borgið.
Ekki dettur oss þó í hug, að gjöra of litið úr sigri
þeim, sem unnist hefir með þessum dómsúrskurði, þvi
þó Crows Nest samningurinn sé með engu móti ’fulí-
nægjandi — jafnvel ekki mönnum í Vestur-Canada,
þá samt er hann ómetanlega mikils virði sem keyri, er
farið verður að leita samkomulags með sameiginlegan
grundvöll fyrir allsherjar flutningsgjalda lög í ríkinu,
sem nú virðist óumflýjanlegt.
Þjóðræknisþingið.
Sjötta ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga í
Vesturheimi, var sett i Winnipeg miðvikudagsmorgun-
inn 2S; febrúar 1925, af forseta félagsins, séra Albert
Kristjánssyni, að viðstöddum sjötíu félagsmönnum frá
Wúnnipeg og aðkomnum frá ýmsum hygðum íslend-
inga. Á meðal þeirra, sem aðkonir voru, voru þessir:
Ámi G. Eggertsson lögmaður og Árni Sigurðsson, frá
Wynyard; séra Jónas A. Sigurðsson og Jón Frey-
steinsson, frá Churchbridge; Klemens Jónasson, séra
N. Stgr. Thorlaksson og Ásgeir Bjarnason, frá Sel-
kirk; Th. Gíslasoti, J. G. GiIIis, jón Húnfjörð, Guðm.
Húnfjrð og Gísli Bergvinsson, frá Morden; B. B. Ol-
son, frá Gimli; Andrés Skagfeld frá Oak Point, og
Sig. Júl. Jóhannesson, frá Lundar.
Þingið var sett með salmasöng 0g bæn, sem for-
seti félagsins, séra Aíbert Kristjánsson, flutti.
Fyrsti dagurinn gekk í að veita skýrslum em-
bættismanna móttöku og skipa, mönnum í nefndir.
Um kvöldið kl. 8 flutti séra Hjörtur J. Leó fyrir-
lestur um námsmannastyrk. Vildi ræðumaður að
Þjóðræknisfélagið gengist fyrir sjóðstofnun, er næmi
frá tuttugu til þrjátíu þúsund dollurum, og verði vöxt-
unum af því fé til þess að styrkja efnilega, fátæka ís-
lendinga til náms, sem ekki ættu kost á að afla sér
mentunar af eigin ramleik. — Mæltist ræðumanni vel
og skörulega að vanda, og var hinn bezti rómur gerð-
ur að mál hans. — Einnig söng flokkur Goodtemplara
undir stjóm H. Þórólfssonar prýðis vel, og var það
hin bezta skemtun.
Á fimtudaginn, þann 26, var þingstörfum haldið
áfraip, og nokkur af hinum smærri málum afgreidd.
En um kvöldið fór fram skemtun sú, er nefnd hefir
verið “Miðsvetrarmótið.” Er það aðalskemtunin, sem
fram fer í sambandi við þjóðræknisþingið, og menn
líta til ár hvert með eftirvæntingu, og hafa heldur ald-
rei orðið fyrir vonbrigðum, að því er það snertir, því
ár hvert hefir deildin “Frón”,, sem fyrir því hátíðar-
haldi stendur, vandað til þess sem bezt, og var síður
en svo, að þetta síðasta mót stæði þeim undanförnu að
baki. Skemtiskráin var bæði löng og til hennar vand-
að i bezta lagi. Forseti “Fróns”, séra Rúnólfur Mar-
teinsson, stýrði samkomunni og setti hana með snjallri
ræðu. Söng þá karlakór Halldórs Þórólfssonar nokk-
ur íslenzk þjóðlög, sem öllum var yndi á að hlusta, óg
á herra Þórólfson þakkir skilið fyrir verk það, sem
hann hefir lagt i að æfa flokk þann hinn fríða, sem þar
skemti fólki svo vel, og fólk það, sem lagt hefir tíma
sinn i að æfa hina fögru sönglist sér og öðrum til yndis
og uppbyggingar.
Þá kom það atriði á skemtiskránni, sem menn
biðu eftir með mestri óþreyju, en það var erindi það,
sem rithöfundurinn og skáldið Einar H. Kvaran átti ,að
flytja og flutti við þetta tækifæri, og þó menn biðu
með óþreyju eftir því og gerðu sér miklar vonir, þá
urðu þeir sannarlega ekki fyrir vonbrigðum, því er-
indið var fallegt, skýrt og meistaralega flutt.
Ræðumaðurinn, sem e,r afþektur meðal Ves'tur-Is-
lendinga, hóf mál sitt með því, áð þakka með innileg-
um hlýhug velvild þá, sem í hvívetna kæmi fram hjá
Vestur-íslendingum til stofnþjóðarinnar á íslandi, og
benda á, hve ómetanlega mikill hagur það væri fyrir
stofnþjóðina islenzku að halda velvild og njóta vin-
skapar fjölda fólks, sem mælti á sömu tungu og þeir
sjálfir. , Benti ræðum. jafnframt á, að engin von væri
til þess, að sú velvild gæti haldist til lengdar, nema því
að eins, að hún væri endurgoldin af hendi hins máls-
aðilsins, enda væri engin ástæða til þess, þvi um verð-
mikla eign væri að ræða, sem hægt væri að miðla af,
en það væru hin sérkennilegu andans óðul, er Norð-
urlandaþjóðirnar einar ættu. Benti ræðumaður á
hinn sérkennilega hugsunarhátt Norðurlanda þjóðanna
á ýmsum sviðum. Tók til dæmis stefnu Dana
i hinu nýja, mannúðlega ög einkennilega hegningarlaga
frumvarpi þeirra, og bar saman við hina íhaldssömu
stefnu Breta, og fóru þeir mjög halloka i þeirri sam-
líkingu.
Lykilinn að þeim einkennilega andans auði. hefðu
Vestur-íslendingar i íslenzkunni, hinu fagra og vold-
uga máli feðra sinna, og i sambandi við þá hugsun
benti ræðumaður á þann sögulega sannleika, sem væri
sérStakur í allri bókmentasögu heimsins, að á íslandi
hefðu verið ritaðar sögur fyrir sex til sjö hundruð ár-
um, sem lifað hefðu sí-ungar fram á þennan dag, og
væru eins viða lesnar nú og þær hefðu nokkurn tima
verið og í eins miklum heiðri hafðar, af lærðum jafnt
sem leikum, og þær hefðu verið í fyrstu tíð.
Ekki kvaðst ræðumaður leggja trúnað á j>á stað-
hæfingu sumra manna, að íslenzkt mál væri að hverfa
á meðal hinna yngri íslendinga í Ameriku; sagðist vera
búinn að dvelja á meðal þeirra í þrjá mánuði og kynn-
ast yngri jafnt sem eldri og kvaðst ekki einu sinni
hafa orðið var við neina verulega afturför í því efni,
og meðal þeirra sagðist hann þekkja menn, sem hefðu
komið börn að aldri frá íslandi, fengið alla sína ment-
un á skólum í Ameríku, og töluðu eins góða íslenzku
og hann sjálfur gerði.
Afl hinnar íslenzku menningar kvað hann að vax-
ið hefði stórkostjega i þessari heimsálfu, við mentun
þá og menning, er Islendingar hefðu notið hér. ís-
lendingar nytu sín betur nú á hinum ýmsu sviðuni
þjóðlífsins, en þeir hefðu nokkru sinni áður gjört.
Ekki kvaðst ræðumaður láta sér detta i hug að fara
að gefa Ves'tur-íslendingum bendingar um stefnur
þeirra eða aðstöðu við þjóðmálin hér, því í þeim sök-
um væru þeir sér miklu færari. Erindi ættu þeir víst
til þeirra þjóða, sem þeir dveldu nú hjá, og það erindi
fanst ræðumanni að væri að flytja hina voldugu nor-
rænu hugsun, hinn volduga norræna anda, inn í líf
þjóðfélaganna, sem þeir byggju í, svo merki hans værl
þar sjáanleg um ókomnar aldir.
Margt fleira ágætt sagði ræðumaður i hinu snjalla
og prýðilega flutta erindi sínu.
Kvæði snjalt og kröftugt, eftir séra Jónas A. Sig-
urðsson, var lesið upp af forsetanum. Skáldið, sem
var viðstatt, skoraðist undan aðflytja það. . Er kvæði
það birt á öðrum stað i þessu blaði.
Dr. Sig. Júl. Jóhannésson flutti og gott kvæði,
sem birt er hér i blaðinu. — í formála, sem hann flutti
fyrir þvr, gat hann þess, hann vildi að Goodtempl-
arar gæfu Þjóðræknisfélaginu hús sitt, að báðar 'kirkj-
urnar á meðal íslendinga yrðu lagðar niður, en Þjóö-
ræknisfélagið reisti kirkju, sem væri svo víð og há, að
allir íslendingar rúmuðust þar inni; að blöðin vestur-
íslenzku væru lögð niður, en eitt íslenzkt blað væri gef-
ið út undir umsjón Þ jóðræknisfélagsins; að gamal-
menna heimilið og Jóns Bjarnasonar skóli væri lika
afhent Þjóðræknisfélaginu til umsjónar og yfiráða;
með öðruni orðum, að Þjóðræknisfélagið yrði gjört að
allsherjar ráðunaut Vestur-íslendinga. — Engum öðr-
um en doktornum hefði að likindum getað dottið slíkt
í hug, en þrátt fyrir það, hve ómöguleg þessi uppá-
stunga er, var gjörður að henni góður rómur.
Sigfús Halldórs frá Höfnum söng einsöngva, ís-
lenzka og enska. Hefir hann mikil og fögur hljóð og
var það hin bezta skemtun, að undanteknu því, að illa
lét enski söngurinn i eyrum efir ræðu Einars H. Kvar-
ans.
Séra Ragnar Kvaran las upp kafla úr gamanbréfi
eftir Jónas Hallgrímsson til kunningja hans í Kaup-
mannahöfn, meistaralega vel.
Auk þess, sem nú er talið, var leikið á hljóðfæri
af ýmsum, sem yar og hin bezta skemtun. — Að lok-
inni skemtiskránni, voru reiddar fram rausnarlegar
veitingar, og þar á eftir var dans. — Samkoma þessi
var hin myndarlegasta í alla staði.
Á föstudaginn fóru aftur fram þingstörf, þar á
meðal kosning embættismanna, og voru þessir kosnir:
Forseti: séra Jónas A. Sigurðsson, Churchbridge.
Vara-fors.: séra Ragnar Kvaran, Winnipeg.
Ritari: Sigfús Halldórs frá Höfnum, Wpg.
• Vara-rit: Árni Sigurðsson, Wynyard.
Féhirðir: Hjálmar Gíslason, Wpg.
Vara-féh.: Páll Bjamarson, Wpg.
Fjárm.r.: Klemens Jónasson, Selkirk.
Vara-f jmr.: Páll S. Pálsson, Wpg:
Skjalav.: Arnljótur Ólafsson, Wpg.
Yfirskoðm:: H. S. Bardal og Björn Pétursson,
Winnipeg.
Á föstudagskvöldið, þann 27., flutti séra Albert
Kristjánsson fyrirlestur, um samkomulag og sameig-
inlegt takmark. Var það svipað mál og hann flutti í
fyrra á þjóðræknisþinginu. Tók fram, að það væri
að mestu sama ræða, og minti í því sambandi á sögu
um prest einn, er hann hafði sér til fyrirmyndar, sem
ílutti sömu stólræðuna hvað eftir annað og minti safn-
aðarnefnd sina, éða/einhverja úr henni, er þeir fóru að
hafa orð á þessu uppátæki hans, á það, að enginn
kennari skildi við lexiu sína fyr en börnin skildu hana.
Ræðumanni hefir vist fundist, að svipað hafi farið
með ræðu þá, er hann flutti á þjóðræknisþ. í fyrra, að
börnin hafi ekki skilið hana, enda kvartaði hann
undan því í þessari útgáfu númer tvö, að röng mein-
ing hefði verið lögð í orð hans þá, og er þar óefað átt
við ummæli rits’tjóra Lögbergs um þá ræðu. En hann
hafði enga tilheigingu þá, né heldur hefir hann það nú,
að leggja orð séra Alberts Kristjánssonar, né heldur
neins annars, út á verri veg. En hann áleit það enga
synd þá, og hann gjörir það heldur ekki nú, að benda
á þær kenningar manna, er almenning snerta, og draga
athygli fólks að kostum þess og ókostum.
í fyrra vildi séra Albert Kristjánsson, að allir
Vestur-íslendingar söfnuðust í eijia kirkju, sem væri
nógu víð og há og aðgengileg, eins og Dr. Sig. Júl.
JóhannesSon nú, og nefndum vér það trúarlegan
hrærigraut.
I ár vill hann að þeir sameinist um þann. sem
“æztr eða elztr” er “allra goða”, éins og Gangleri komst
að orði við Hárr í töfrahöllinni, er hann heimsótti
Æsi í Ásgarði.
Hvorug þessara hugmynda er líkleg til þess að
verða sameiginlegt friðar heimkynni Vestur-íslend-
inga. Þó efum vér ekki, að hugmyndir þessar séu
fram settar af séra Albert í bezta tilgangi; hann held-
ur að eins pf fast við sínar eigin tilfinningar og skoð-
anir, til þess að þær geti fundið bergmál i hjörtum
þeirra, sem öðru vísi láta á málin.
Um mál þau er tekin voru til meðferðar á þessu
þingi verður hér ekki rætt, því fundargjörð þingsins
verður væntanlega birt i blöðunum, eins og að undan-
förnu og ge*ta menn því séð meðferð þeirra þar og
hvaða mál það voru, sem, þingið hafði með .höndum.
Vínsalan í Manitoba,
Fyrsta ársskýrsla nefndar þeirrar er stendur fyrir
vitlsölunni i Manitoba, er ný-komin ‘út og sýnir að vin
hefir verið selt upp á $3, 639,179:85 í fylkinu yfir áf-
ið, sem leið, en það endaði 31. ágúst síðastl. Nefnd
þessi hóf starf sitt 7. ágúst 1923 svo skýrslan nær ekki
yfir fulla árs starfsemi nefndarinnar.
í upphæðinni, sem að ofan er talin, eru nálega allar
inntektir nefndarinnar, en þær eru auk vinsins, sem
selt var af nefndinni sjálfri. Gjald frá ölgerðahúsum,
er seldu ölið beint til kaupenda i2l/£% og nam sú
upphæð $267,685.00. Inntektir fyrir vínkaupsleyfi
voru $58,865.50. Hagnaður á peningavíxlun við Eng-
land $23,963.08. Afsláttur fyrir að borga reikninga
viðskiftamanna, þegar þeir féllu í gjalddaga $17,687,
56. Ýmsar tekjur 879-14 °g voru tekjur nefndarinnar
því alls $4,008,259.13.
Útborganirnar hafa verið sem hér segir:
Borgað fyrir vín, /mokaupsveré) $2,287,270. 75
Borgaður s'kattur til Dominion stjórn. 1,314,380.13
Söluskattur til Dominion stjórnarinnar 165,969.43
Flutningsgjöld 163,386.64
Vátrygging á vörnm 4,853.58
Alls ” • . ........................$3>935>86o.53
Frá þeiri upphæð dragast vörur,
sem óseldar voru 31. ágúst 1924 $1,665,737.60
Verða þá eftir $2,270,122.93
Kostnaður við vöruna annar en manna-
kaup og útsending 25,002.92
Sem gjörir ......$2,295,125.85
Mannakaup og húsaleiga 366,971.94
Allur kostnaður........................$2,662,097.79
Þegar svo að hann er dreginn frá inntektunum, sem
voru $4,008,259.13 þá verður allur hagnaðurinn við
vínverslunina $1,346,161.34. En hagnaðurinn ab vin-
sölunni sjálfri nemur $977,082.06, en $369,069.28 feng-
ust fyrir vínkaupsleyfi, ölskatt, peningavíxlun o. s. frv.
Vinsölunefndin hefir sölubúðir á eftirfarandi
stöðum, Brandon, þar sem var selt vín upp á $430,132.
85, aðrar tekjur þar 5,666.00. í Portage La Prairie,
þar sem selt var vín upp á $98,796.35, aðrar tekjur
þar $2,101.50. í The Pas, seldist þar vin fyrir $96,446.
16, aðrar tekjur þeirrar verslunar voru $1,149.00. I
Dauphin sýna skýrslurnar að selt var upp á
$76,825.68 og aukatekjurnar námu þar 1,482.00.
W'innipeg vinverslunin seldi vín upp á $2,936,978.
81. aðrar tekjur þar námu $1,071,280.32..
Arðinum af þessari verslun hefir verio hlut-
fallslega skift þannig:
Til Dominion stjórnarinnar hefir gengið 40.68 %
Tjl fylkisstjórnarinnar í Manitoba 36.93%. í kostn-
að hefir gengið 22.39 prct.
Málalok á Þingvelli.
Til íhugunar fyrir Vestur-tslendinga.
Á ættjarðarhimni var helþrungið ský
og heiftræknisdjöfullinn fól sig i því;
hann deplaði glyrnum og glotti:
hann sá hvar hin íslenska, þrekmikla þjóð
á Þingvelli tvistruð í fylkingum stóð;
þar sauð upp úr sundrijnga potti.
Menn deildust í flokka um tvenns konar trú;
hún tvístraði kröftunum, skiftiíigin sú,
sem á þurfti heilum að halda.
Og hver getur reiknað út rentumar þær,
sem ráðleysi feðranna niðjunum fær
í erfðir, til greiðslu og gjalda?
Menn deildust i flo'kka um tvenns konar trú;
þeir trúðu því sjálfsagt, að skiftingin sú
nú hlyti að skriða til skara.
Ef íslenska þjóðin í þrætunum frjáls
á Þingvelli sjálfa sig skæri á háls,
hún þá yrði þannig að fara.
En hamingja landsins í loftinu sveif:
“Þið lútið mér,” sagði’ hún, og taumana þreif:
“hér enginn á sannleikann allan.
Þið vitið að aldrei er vinningur neinn
að vegast um trúna — því drottinn er einn,
hvað helst sem þið kjósið að kalla’ ’hann”
Sig. Júl. Jóhannesson.
Frá þinginu í Dakota.
Ritstjóri Lögbergs!
Siðan er skri'faði síðast hefir
margt borið á góma hér í Bismarck
en það sem mestan tíma hefir tek-
ið, eru mentamál ríkisins, þau virð-
ast vera komin í það ásigkomulag,
sem stjórnvitringar, bagfræðingar
og mentamála forkólfar virðast að
eiga bágt með að ráða fram úr svo
vel fari. Mentamálin hér í Norður
Dakota eru í því ástandi að til
vandræða horfir. — En til þess að
skýra þetta mál, svo þeir, sem eru
þessum málum lítt kunnir, verði
nokkru nær, verð eg
að fara dálítið aftur í tímann og ef
þú lesari góður vilt skjótast með
mér svo sem 12 ár aftur í tímann,
get eg sýnt þér betur hvernig
mentamál vor standa.
Fyrir 12 árum var kostnaður
mentamálanna i þessu rí&i $3,000,
000, en nú eru það orðnar $13,000
000. Kostnaður vaxið nálega $1,
000,000 á hverju ári. Bændur og
aðrir skattgjaldendur. eru famir
að stynja undir þessum álögum, og
heimta að allar álögur séu lækk-
aðar, en mönnum kemur ekki sam-
an um hvar eða upp á hvern máta
skattaálögurnar skuli lækkaðar.
Þingið er í sömu vandræðum, og
þingmönnum kemur ekki saman.
Aðeins eitt • kemur okkur saman
um og það er að útgjöld til menta-
málanna séu helst til of há, en
hvaða aðferð skuli brúkast, að þessi
óhemjulegi kostnaður hætti, að
vaxa, er stóra spursmálið. Ýmsir
kannast við það, að útgjöld ti.l
skólanna og mentamáíanna yfir-
leitt séu of há í samanburði við
önnur útgjöld, því að sannleikur-
inn er að sem næst helmingur af
öllum útgjöldum i þessu ríki geng-
ur til skólanna. Það eru “því mið-
ur” og margir utan þings og innan,
sem ekki vilja láta það berasl út, að
þeir séu á móti mentun. Eg þekki
menn, sem vildu gjarnan sjá skóla-
skattinn lækkaðan, en sem ekki
hafa hug -.eða hreinlyndi til að
koma fram í dagsljósið og segja,
hingað og ekki lengra. Min skoðun
i þessu efni er svona. — Við höf-
um of marga lýðskóla og miðskólá
i þessu ríki, til dæmis í ríkinu Iowa
er aðeins einn Normal skóli, í
Norður Dakota 7; í flest öllum
ríkjum Bandafylkjanna eru frá
einum og upp til 6 Normal skólar,
og svo 1 háskóli. Flest af ríkjun*-
um hafa frá tveimur og upp í níu
miljón manns. Við í Norður Dak-
ota höfum aðeins 700.000; þvi
skyldum við þurfa alla þessa skóla
fremur en önnur riki. Fólk heimt-
ar 9 mánaða skóla árlega. Ungling-
ar, sem eru ný-komnir út af mið-
skóla heimta $100 um mánuðinn og
háskólagengnir $150 o. s. frv. Það
er sannarlega kominn timi fyrir
skattgjaldendur og skólanefndir að
fara að gefa þessum málum meiri
eftirtekt og umhugsun. Alt af eru
fleiri og fleiri bændur árlega, sem
ékki geta risið undir þessum sívax-
andi útgjöldum.
Annað atriði, sem tekið hefir
mikinn tíma, er ríkis Insurance,
hagl-ábyrgð, brunaábyrgð lífs-
og slysa-ábyrgð. Lög um alt
þetta voru samin árið 1919 um það
tímabil ætluðu Townly sinnar, a45
hefja nýtt tímabil í sögu mann-
kynsins, og gjöra umbætur á öllu
því sem forsjónin, náttúran og
mennirnir hefðu ekki fullkomnað,
og byrjuðu þeir því allslags starf-
rækslu, en á þvi tímabili, sem þeir
voru við völdin mislukkuðust þessi
fyrirtæki meira og minna og algjör-
lega. Hagl-ábyrgðar deildin er nú
i skuld um $999,000, þetta vildi
hún að við létum ríkið borga; út af
þessu varð mikið þref og rifrildi
og tímatöf. Townly og hans þjón-
ar komu njörgum trl að trúa, að ef
ríkið tæki að’ sér að starfrækja alt
millí himins og jarðar, þá yrðum
við andlega, efnalega og siðferð-
islega lukkulegasta fólk í heimin-
um. — •
En það fór dálítið á annan veg,
skaðinn er nú orðinn um $600,000
á Grand Forks mylnunni, $100,000
á Drake milnunni $200,000 á húsa-
byggingum $2,000,000 á banka-
bralli og margt fleira, sem tæki of
langan tima að telja upp. Það tek-
ur tíma, að koma þesju í Iag aftur.
Á meðan á þessu stendur er enda-
laust sundurlyndi, þref og þjarlc
og ósamkomulag, og í alt þetta
þjark gengur mikill tími. Á þessu
þingi er mikið rætt og rifist um
ríkisvegagjörðir (The states high
way). Þar sýnist sitt hverjum og
um tima var settur rannsóknar-
réttur og hefir hann ekki lokið
verki sínu enn sem komið er —
Hvað sá réttur finnur, er enn þá
hulinn leyndardómur. Út af með-
ferð ríkisvegagjörðanna og kostn-
aði hefir verið gjört heil mikið
veður.
Eitt þrætuefnið hefir verið um
það hver stór skerfur af gasoline
tollinum skuli leggjast í bryggjur
og hve mikið til ríkisvegagjörða og
svo hvað mikill partur til bænda
og sveita o. s. frv.^Ennfremur hve
stóran skerf sveitirnar skuli fá af
bifreiðartollinum og hve mikill
partur skuli ganga í bryggju-bygg-
ingar o. s. frv. Ennfremur hefir
gengið nokkur tími í að lagfæra
hegningarlögín, — það spursmál
virðist vera uppi um allan heim.
Er allur heimur í siðferðislegri
afturför? eða hvaða ástæða ætli sé
til þess, að þingin og þjóðimar eru
i óða önn að herða á hegnigarlögun-
um, ef menning og mentun er I
framfömm. Því skyldi þá siðferðið
vera í afturför? Hér er gáta, sem
ekki er auðráðin. Eg á bágt með
að trúa þvi, að mentunin sé að
spilla mannkyninu, en eg gæti trú-
að því, að ungmenni, sem ganga 9
mánuði á skóla í 10 ár eða meira,
verði letingjar, eða með öðrum
orðum, missi of mikinn tíma frá
þvij að læra og venjast við heiðar-
kga °S nauðsynlega vinnu. Missi
tima frá þvi, að læra eitthvert
SPARAÐ FÉ SAFNAR FÉ
Ef þér hafið ekki þegar Sparlsjóðsreikning, þ& gettS þér ekkl
breytt hyKprflefrar, en að ieKKja peninga yðar inn & eittlivert af vor-
nm næstu útibúum. par bíða þeir yðar. þegar rétti tíminn kemur tíl
að nota þá yðnr til sem mests hagnaðar.
Unlon Bank of Canada hefir starfað í 58 ór og hefir & þeim tíma
komið upp 345 útibúum trft strönd tll strandar.
Vér bjóðum yður lipra og óbyggilcfra afgreiðslu. hvort sem þér
gerið mikil eða lítil viðsklfti.
Vér bjóðum yður að heimsækja vort næsta útlbú, róðsmaðurinn
og starfsmenn hans, munu finna sér ljúft og skylt að leiðbeina yður.
ÚTIBÚ VOR ERC A
Sargent Ave. og Slierbrooke Osborne og Corydon Ave.
Portage Ave. og Arlington T.ogan Ave og Sherbrooke
Portage Ave. og Good St. og 9 önnur útibú f Winnipeg.
Af) AJ.SKRIFSTOFA:
UNION BANK OF CANADA
MAI.V and WIIJJAM — — WINNIPEG