Lögberg - 12.03.1925, Blaðsíða 6

Lögberg - 12.03.1925, Blaðsíða 6
BU. 6 LöGBERG FIMTUDAGINN. 12. MARZ, 1925 Hættulegir tímar. Eftir Winston ChorchilL Stúlkan gekk burt. H)ún var ihvorki reitS né óþol- inmóð. En hún var 'hrygg. Henni hafði veriS inn- rætt, aS bera virðingu fyrir eldra fólki, og meðan alt lék í lyndi, hafði hún ekki veitt léttúð frænku sinnar athygli. En nú fanst henni framferði hennar ills vii. Virginía settist niður til þess að hugsa um fram- tíSina — um sársaukann, sem hún myndi mega eiga von á úr þessari átt. Hún sá fram undan sér leiöin- lega og þreytandi daga í smfélagi viS þessa hégóma- gjörnu konu, sem af tilvijun var móSir frænda henn- ar, þegar Clare'nee yrSi farinn í striSiS, og faöir henn- ar líka. Hún var þess fullviss, aS hann myndi fara aS lokum. Já, þaS sem verra var, forlögin höfSu hag- aS því svo tfl, aS maSurinn, sem hún ætlaSi sér aS giftast, var sonur hennar. Hún mátti varla til þess hugsa. SíSastliSnu tvo dagana hafSi hún ekki gefiS sér neinn tíma til þess að hugsa um þetta, sökum anna þeirra, er hún haf'Si veriS í. En nú átti aS fá Clar- ence látinn lausan. Hann myndi koma fagnandi heim á morgun og krefjast launa sinna. Og hún elskaSi hann ekki. Hún myndi verða að horfast aftur og aft- ur í augu við þann sannleik. Hún hefði svikiS sjálfa sig hvað eftir annað, talið sér trú um, að það væri ást, sem í rauninni var alt aSrar tilfinningar. Hún hefði sett ástina til landsins í þaS sæti, sem henni bar ekki og það hefði dugað í bili. Hún hefði séð Clarence í dýrSarljóma hetjuskaparins þangaS til að nánari þekk- ing setti hroll aS henni og kom henni til að hika. Og samt skyldi ákvörðun hennar ekki vera veil; hún skyldi halda áfram. Hún hrökk upp frá þessum hugsunum við að heyra hina glaðlegu rödd Liges kafteins ásamt rödd föSur sins niSri. Hún fór ofan til þeirra og þakkaöi guði fyrir, að þau hefðu ekki mist þennan vin. Kaf- teinninn hafði aldrei sagt eins vel smásögur sínar um ferSalag sitt á ánni og hann gerði í þetta sinn viS kvöd- verSarborðið. ' Virginía sá ekki, að hann leit á ofurst- ann, þégáf honum loksins hafði tekist að fá hana til J>ess að brosa. 4‘Eg ætla aS skilja Jinny eftir hjá þér, Lige,” ságði ofurstinn eftir nokkra stund. “Worington held- ur, að þaö verSi eitthvað gert í þvi í kvöld, að fá Clar- ence lausan. Eg má ekki vanrækja aS gera það sem eg get fyrir piltinn.” “Viltu ekki lofa mér að fara?” bað hún. Ofurstinn varð forviða. Hann stóð og horfSi á hana og strauk hökutoppinn. Honum fundust vegir kvenna næsta undarlegir. “Hestamir hafa verið á ferSinni í allan dag, Jinny,” sagði hann. “Eg ætla með strætisvagni.” “Eg get farið með strætisvagni lika,” sagði hún. “Ofurstinn leit á kaftein Lige. “ÞaS er ekkert víst, að viS fáum að sjá Clarence,” sagði hann fremur órólegur. “ÞaS er betrá en að sitja kyr,” sagði Virginía og hún hljóp burt til þess að sækja hattinn meS rauða borðanum. “Lige,” sagði ofurstinn þar sem þeir stóðu í gang- inum og biSu hennar, “eg skil ekkert í henni, “gerir þú það?” Kafteinninn svaraði engu. Þetta var æði langt ferðalag í óþægilegum strætis- vagni, sem hristist og hossaðist jafnt og stöðugt, fram hjá varSmönnunum, sem voru á vakki um bæinn. Ofurstinn sat í einu horninu á vagninum og laut fram á staf sinn. Loksins komust þau þreytt og stirS af að sitja til vopnabúrsins og gengu fram hjá útvörSunum aS innganginum. LiSþjálfinn lyfti upp riffli sínum. “Engum leyfð innganga,” sagSi hann. “Skipun frá yfirforingjanum.” “Er Colfax höfuðsmaður hér?” spurSi ofurstinn. “Það var fariS meS Colfax höfuðsmann til Illinois í smábát fyrir fimtán mínútum,” svaraði lið- þjálfinn. Lige kafteinn blístraði lágt. “í smábát!” sagði hann, “og áin úfin eins og hún er!” Virginia greip dauShrædd um handlegginn á hon- um. “Er nokkur hætta?” spurði hún. ÁSur en hann hafði tíma til þess að svara heyrðist fótatak og nokkrir menn komu hlaupandi frá ánni og var mikiS niðri fyrir. Carvel ofursti kannaðist strax við Wbrington lögmann þar og þreif ,í handlegginn á honum. “Héfir nokkuð komið fyrir?” spurði hann. Wor- ington leit á vörSinn og leiddi hann fram hjá inn- ganginum út á strætiS. Virginía og Lige kafteinn fylgdu á eftir þeim. “Þeir eru lagðir af stað með hann yfir ána í svójitlum bát, fjórir menn og höfuSsmaSurinn sá fimti. ViS vorum búnir aS ná honum bjánanum þeim arna.” “Búnir að ná honum!” “Já, það voru bara fimm með honum. En við vorum margir þarna, þvi okkur grunaði hvað þeir ætluðu sér að gera. Þegar við sáum þá koma, hlupum við til og höfSum verðina á okkar valdi. En Colfax kallaði til okkar og skipaði okkur að Iáta þá vera.” “Nú, og hvaö?” “Svei mér ef eg skil hann,” sagði Worington. “Hann sagSi okkur að fara og sagðist ætla að halda áfram að vera fangi, og fara hvert sem þeir sendu sig.” ÞaS varð stundarþögn. “GeriS svo vel og haldið áfram, herrar mínir,” sagði vörðurinn, og þeir fóru að ganga í áttina til strætisvagnabrautarinnar, ofurstinn og lögmaSurinn saman. Virginía stakk hendinni undir handlegginn á Lige kafteini og hann lagði hönd sína ofan á hönd hennar í myrkrinu. “Vertu ekki hrædd, Jinny, út af þvi, sem eg sagSi,” mælti hann. “Þeir komast yfir í Ulinois, er eg viss um, ef eg á rétt að þekkja Lyon höfuðsmann. Svona, hættu nú,’ sagði kafteinninn í hughreystandi róm. Virginía var farin aS gráta. Hún hafði þolaS meira nokkra siSustu dagana en flestir tuttugu og eins árs gamlir unglingar. “Svona, Jinny.” Honum lá viS aS gráta sjálfur. Hann mundi eftir því, aö hann hefði margoft þegar hún var barn tekiS hana á kné sér, þegar illa lá á henni og kyst hana. Hann mátti ekki gera þaS nú. Ungi höfuðsmaSurinn, sem var á bátnum úti á ánni hafði meiri rétt til þess en hann. Meðan þau stóðu á strætinu og biSu eftir strætisvagninum, fór Brent aS hugsa um það, hvort Clarence Colfax myndi unna henni jafn mikið og hann sjálfur. Það var orðið mjög framorSið þegar þau komu heim og Virginía gekk þegjandi upp í herbergi sitt. Carvel ofursti horfði þegjandi á eftir henni, svo leit hann á vin sinn um leið og hann dró niSur ljósin á lömpunum. Augu þeirra mættust og þeir skildu hvor annan enn sem fyr. Sólin var rétt nýkomin upp og sendi geislana ská- halt yfir húsaþökin, þegar Virginia kom ofan næsta morgun. Hún var föl í framan er hún læddist niður stigann og hleypti lokunni frá útidyrahurðinni. Alt var kyrt á strætinu og hvergi heyrðist hlóð nema fuglakvak og hjólskrölt í kerru, sem var snemma á ferSinni. ÞaS setti hroll aS henni i köldu morgunloft- inu, er hún leitaði aS blaðinu viS dyrnar. Hún snéri sér við með vonbrigðissvip og leit á klukkuna. Hún var eitt kortér gengin i sex.. Virginia sat lengi bak við dyratöldin, sem voru fyrir litla lestrarherberginu hans föður hennar og hugsaSi um leiS og hún horfði á umferðina aukast á strætinu fyrir jtan, eftir því sem á morguninn leið. Hvað skyldi þessi dagur hafa aS færa? Einu sinni læddist hún fram í dyrnar aS gamni sínu, þótt hún hálf skammaðist sín fyrir það, til þess að ryfja upp fyrir sér bæði ljúfar og sárar endurminningar frá sunnu- deginum næsta á undan. Hún mundi eftir ungum maniii, sem hafði staðið þarna á tröppunum fyrir framan hrædda þjónana. Henni fanst hún sjá aftur þetta rólega vald og alvörugefnina, sem skein út úr andlitinu á honum og heyra aftur skýru röddina, er hann gaf henni ráð. Svo flýtti hún sér aftur hrædd inn í lestrarherbergið meS samviskubiti út af því aS hafa ekki sigraö þessa freistingu, fyrst Clarence — Hún þorSi ekki aS fylgja hugsuninni til enda ,en hún sá í huganum smábátinn á ólgandi ánni í náttmyrkrinu. Þessi hugsun hafði ekki látið hana í friði. Hún bað um styrk til þess, aS helga líf sitt honum, ef hann kæmi lifandi aftur. Bók á borðinu. Virginia greip hana með óþreyju. Hún leit yfir blaðsiSurnar í henni og augu hennar staðnæmdust við þetta erindi: “Thy voice is heard thro’ rolling drums, That beat to battle where he stands; Thy face across his fancy comes, And gives the battle to his hands.” BlaSið færði engar fréttir og mintist ekki á bragS Lyons höfSusmanns að komast undan framsalsskip- uninni með því að flytja fanga sinn til Illinois. BlöS- in voru ekki eins nösk á það að tína upp fréttir þá og þau eru nú. Carvel ofursti lagði snemma af stað til vopnabúrsins til þess aS fá fréttir. Hann vildi ekki heyra það, að Virginía færi með honum. Kafteinn Lige sem vissi betur hvar frétta væri að leita, fór niSur að ánni. Virginíu fanst biðin óþolandi. Frænka hennar sendi henni tvisvar boð um að finna sig, en hún af- sakaði sig í bæði skiftin. Kafteinninn kom fyr heim. Virginía mætti honum í dyrunum. “Æ, hvað hefirðu frétt?” hrópaði hún. “Hann er lifandi,” sagði kafteinninn ofurlitiS skjálfraddaSur — “lifandi og líður vel. Hann hefir sloppið suður. Hún gekk skrefi nær honum riðaSi á fótunum. Hann greip hana í faðm sinn og hélt henni þar ofur- litla stund, svo leiddi hann hana að stóra hæginda- stólnum ofurstans. “Lige,” sagði hún, “er það nú alveg víst; að þú segir þetta ekki bara af vorkunsemi viS mig?” “Já, alveg víst, Jinny,” svaraði hann fjótt. “En það skall hurð nærri hælum Áin var voðaleg. Þeir ætluSu að róa beint yfir, en þá hrakti undan straumn- um eins og rekaviSarkefli. Svo fór að gefa á bátinn og þeir fóru allir fimm að ausa. Svo — svo sökk báturinn og hermennirnir komust upp á smáeyjuna, sem er fyrir neðan vopnabúriS. Þeir leituSu í alla nótt en fundu Clarence hvergi. Og svo voru þeir fluttir til vopnabúrsins í morgun.” En — hvemig — veistu —” stamaði hún. “Eg vissi þetta í morgun,” svaraði hann, “og faðir þinn vissi þaS líka. En nú er skip nýkomið frá Memphis og skipstjórinn sagði mér að hann hefSi talað við Memphis póstbátinn fram undan Girardean höfða, og að Clarence hefði veriS á honum. Honum var bjargað rétt af tilviljun, þegar að lá við sjálft að hann lenti i hjólin á bátnum. 37. KAPITULI. Auðmaður kemur til sögunnar. Hálfhringur af bláklæddum hersveitum um- kringdi borgina fyrst um sinn. Fólksfjöldanum þótti skemtilegast að ganga upp á Compton-hæSirnar, þar sem tjöldum þýzku borgara-liðsmannanna var dreift líkt og hvítum brauðsneiSum um græna jörðina við hliSina á vatnsþró borgarinnar. ÞaSan mátti líta yfir borgina og sjá hvolfþakið á dómhúsinu og turninn á sankti Jóhannesar kirkjunni. Lengra vestur með fram Kyrrahafs járnbrautinni, sem náði miðja vega yfir ríkið, var annar tjaldbær og svo hver af öðrum í hálf- hring þangað til komið var að ánni aftur aS norðan- verðu við borgina, langt fyrir ofan árbugðuna. Fyrir innan hálfhringinn ríkti sá friður, sem er æðri Öllum skilningi, friSur herstjórnarinnar. 1 Fyrir utan borgina í víðlendu rikinu safnaði gram- ur rikisstjóri að sér liði aS austan og vestan. Bréf voru send fram og til baka milli Jefferson Davis og Jeffer- son City, og efni þeirra var á þá leið, að rikisstjórinn yrði að bjargast sem best hann gæti, aS minsta kosti fyrst um sinn. Ungir menn í St. Louis, sem höfðu fengið vigahug í sig á einnni nóttu, risu upp og fóru til Glencoe. SnuSrandi liðþjálfar og undirforingjar, flestir af hinum marghötuðu þýsku ættum, hömuðust á dyrunum hjá Carvel ofursta og dyrum annara húsa þar, því Glencoe var rétt við landamæri ríkisins. Þeir IeituSu oftar en einu sinni í húsinu, hátt og lágt, hreyttu úr sér blótsyrðum með kokhljóSi og það lagði af þeim daun af öli og súru káli. Drembilegi svipurinn á ung- frú Carvel skaut þeim engann skelk í bringu — þeir höfðu engar sómamanns tilfinningar. Hús ofurstans var, því miSur, ásamt öðrum húsum í Glencoe, ritað með rauSu bleki í bækurnar á aðalstöSvum sambands- hersins, því leiðir ungu mannanna láu þangað. Góðar og gildar sannanir voru sendar inn hvað eftir annað um það, að ungir menn hefSu komiS þaðan og fariS þaðan, og reiðir forngjar bölvuSu grömum undir- mönnum og gáfu i skyn, að fegurðin hefði vilt þeim sjónir.. Ráðstefnur voru haldnar til þess að ræða um, hvort gerlegt væri aS taka hús Carvels ofursta í Glen- coe herskildi, en sannanir skorti; þangað til dag einn í júní mánuði, er höfuSsmaður nokkur reið með tíu manna flokk heim aö húsinu um kvöld í rigningu og umkringdi það. HöfuSsmaSurinn tók af sér glófann og barSi á dyrnar hægt en vanalega. Jackson kom til dyra og sagði, að ungfrú Carvel væri 'heima. HöfuSs- manninum var veitt áheyrn, sem var stranglegri heldur en áheyrn hjá sjálfri drotningunni á Prússlandi hefSi getað verið. Ungfrú Carvel var langtum drambsamari en “hennar hátign.” Var ekki höfuSsmaSurinn keypt- ur til þess að vinna niðurlægjandi verk? Það fanst honum sjálfum, er hann fylgdi henni um húsiS, og honum fanst hann vera lítiS betri en glæpamaSur, er hann opnaSi hurð á fataskáp eða leit undir rúm. Hann var eins og hver önnum óhrein skepna. Virginía hrökk frá honum, ef svo vildi til, aS hann þurfti að fara fram hjá henni. Kjóllinn hennar hefði óhreinkast af að snerta hann. Og samt var hvorki bjór — né súrkáls- lykt af honum og hann bölvaði ekki á neinu máli. Hann gerði skyldu sína með afsökun, en hann gerði hana svikalaust. Hann dró mann, seytján ára gamlan, undan krínólínu inni í fataskáp, og maðurinn hafSi skammbyssu, sem reyndist ónýt, jægar hann brá henni á loft fyrir framan andlitið á höfuðsmanninum. Mað- urinn var Spencer litli Catherwood, sem var nýkom- inn heim úr hermannaskóla. HöfuSsmaSurinn, sem var gramur, fór með Spencer í rigningunni til aðalstöSvanna og þar voru' engin vandræði með hann. ÞaS fanst ekkert á honum, em sannaði að hann væri nokkuS hættulegur maður, því að skammbyssan gat ekki talist vopn. Þegar ofurst- inn hafSi haldið stranga áminningarræðu yfir hon- um var hann fenginn föður sínum í hendur. Samt sem áður sluppu ungu mennirnar fram hjá, þrátt fyirr verðina, daglega, eSa réttara sagt á hverri nóttu. ÁSur en langt um leiS fóru sumir þeirra að koma aftur til borgarinnar, margir þeyttir og í rifn- um klæðum, meðal þúsundanna og tuga þúsundanna, er skipim affermdu við brryggjurnar. Og það var fariS með þá í þrælastíumar, sem Lynch þrælasali hafði átt. Þær höfðu veriS gerðar að varðhaldi sambandsstjórn- arinnar fyrir herfanga. Feður þeirra og afar höfðu veriS vanir að senda þangaS þræla sína, þegar þeir voru ódælir og illir viSureignar. Ungu mönnunum var hrúgað þarna saman eins og þrælunum hafði verið hrúgaS saman og þeir fengu aS kenna á meðferöinni, sem þrælarnir höfðu orSið aS sætta sig við. Bert Russ- ell mátti liggja í lágri kompu, þar sem margra ára gamlan ódaun lagði af veggjunum. Hversu óþreytandi voruS þiS ekki konur SuSurríkjanna í því aS matreiða fyrir þessa ungu menn, reyna með öllum brögðum að hjálpa þeim og gráta yfir þeim. ÞiS voruð alt sumarið í hitamollunni í borginni, og fóruð á hverjum degi með körfur ykkar til Gratiot-strætisins, þar sem gamla pestarbæliS stendur enn, þangað til — þangað til einn morgun ,aS kvenmaSur gekk út fram hjá vörðunum og niður eftir strætinu. Hún var kurteislega beSin að nema staðar á næsta stætishorn vegna þess að hún hafSi hermannaskó á fótunum. Eftir þaS voru heim- sóknarleyfi gefin út. Ungar stúlkur, sem treystandi þótti, fengu aS ganga upp tvo bratta stiga og standa svo þangað til aö röðin kom að þeim aS vera spurðar spjörunum úr af ungum foringja í bláum einkennis- búningi, sem sat fyrir aftan borS og reykti vondan vindil. Hann hafði ekki tíma til þess að vera kurteis, og hann lét það ekki á sig fá, þó að hann sæi fallegan kjól eða frítt andlit; bros, sem hefSu heillað villimann, höfðu engin áhrif á hann. Hans skylda var aS rann- saka hjörtun, til þess að komast aS raun um yfir hvaða svikráðum ungfrúrnar byggju ,hvaða brögðum þær ætluðu að beita til þess að koma elskhugum sín- um undan, áður en þeir yrSu sendir norður til Alton eða Columbus. Þú vilt losa hann úr varðhaldinu, góSa mfn; dulklæða hann og koma honum suður með hjálp Carvels ofursta. Þá verður hann drepinn. Jæa, hann hefir þá að minsta kosti dáið fyrir SuðurlandiS. Fyrst koma stjómmálin og svo stríð, svo aftur stjórnmálin i þessu landi okkar. Slunginn stjórnmála- maður safnar saman hersveit og fer i stríðið með bitr- an brand í höndum. Hann berst vel, en hann er stjórn- málamaðurinn sami. Jlér var ekki um það eitt aS ræða aS berjast, heldur og aS fá leyfi til þess að berj- ast. Þegar herbúðirnar höfðu verið teknar og fanga- skifti höfS viS SuSurríkin, var Lyon höfuSsmaður snarráSi, sem elskaöi ríkjasambandiS meira en sitt eigið líf, látinn lægja sig. Ríkisstjórinn og gamli Indí- ána-böðulinn, sem réði yfir Vesturlands stjórnardeid- inni, komu sér saman um aS leita ekki hvor á annan. Þetta var gott bragð fyrir uppreistarmennina. Lyon æddi fram og aftur um vopnabúrsgarðinn, frá sér af óþreyju meðan hann hefði getað bjargað rikinu. Þá tóku tveir menn sig til og fóru til Washington og þaS næsta sem skeSi var að Lyon var hækkaður í tigninni og gerður yfirherforingi yfir vestur-hernum. Myndi Lyon yfirhershöfðingi halda ráðstefnu með ríkisstjóranum í Missouri? Já, yfirhershöfSinginn bauð ríkisstjóranum að hann mætti koma óáreittur til St. Louis, en þangað yrði hann að koma. Ríkisstjór- inn kom og yfirhershöfðinginn HtillækkaSi sig svo, að hann fór ásamt leiStoga sambandsmanna til Planters hótelsins þar áttu þeir fimm klukkustunda samtal, sem endaði með þvi, að ríkisstjórinn fór aftur heim meS hermannafylgd, svo honum væri engin hætta búin. SíS- ustu orð Lyons á fundinum, sem voru geymd af einum ofursta sunnanhersins, er var í fylgd með ríkisstjór- anum, voru á þessa leið, og þau verðskulda að vera gulli letruS á söguspjöldum þjóðarinnar: “Heldur en að viðurkenna aS Missouri ríkið hafi rétt til þess að krefjast þess af stjórn minni, að hún safni ekki liði innan rikisins, eða flytji herlið inn i það burt úr því eða gegnum það, sem henni þóknast, vildi eg vita ykkur ala og hvert mannsbarn i þessuríki dautt °g grafið.” Svo snéri hann sér að ríkisstjóranum og hélt áfram: “Þetta þýðir stríð. Einn af--------------- Þorvaldur Björnsson var fæddur 1848, hann var kominn af svo nefndri Þorvaldsætt, sonur séra Björns Þorvaldssonar, er síðas: var prestur á Holti undir Eyjafjöll- um. Árið 1872 kvæntist hann Jór- unni Sighvatsdóttur, alþingismanns. Ekki varð þeim hjónum barna auð- ið. Hún lifir nú eftir hann, og er komin yfir áttrætt, og hefir ávalt verið mesta merkiskona. Þorvaldur var í mörgu líkur þeim föðurfrændum sinum, hann var hvatur í orði, hreinn og beinn og hestamaður með afbrigðum. Eng- inn maður þekti á góðhestinn eða fjörhestinn betur en hann, enda áttu fáir betur heima á hestbaki. ,Þorvaldur var meðalmaður á hæð eða vel það. Hann var spengileg- ur maður, vel vaxinn, og mjög at- hugull um klæðaburð sinn. Hann forðaðist alt sem honum þótti, að ekk'i mundi fara sér vel. Lögreglu- hjálminn, sem einu sinni átti að inn- leiða hér, neiaði hann að setja upp. Hann fluttist til Reykjavíkur árið 1881, og varð lögregluþjónn hér í bænum 1887, og gegndi því starfi til 1917. Síðari árin var hann yfir- lögregluþjónn, og Jóni Magnússyni, sem þá var bæjarfógeti, fanst mjög til um dugnað Þorvaldar. Jón Magr.- ússon sagði við kunningia sinn um Þorvald, að hann væri sá eiginlegi lögreglustjóri í bænum. Þorvald- ur var hverjum manni kunnugri hér hann þekti alla svo að segja, og ef eitthvert brot var framið, þá gekk hann oft beint til þess seka; hann hafði oftlega hugboð um það hver það væri, og gæti hann ekki komfst að einhverju brotinu, þá gátu aðrir það að jafnaði ekki heldur. Lögreglustarfið d ReykSavík óx hröðum fetum þann tima, sem Þor- valdur var lögregluþjónn og yfir- lögregluþjónn. Bærinn óx á þeim tíma úr 3,000 og upp í 15,000 manns, en lögregluþjónum fjölgaði seint. Þorvaldur hafði það orð á sér með- al hirina gömlu Reykvíkinga að eng- inn lögregluþjónn hefði verið hér slikur sem hann, nema Henriksen gamli! — Þorvaldur átti fjölda af málkunningjum, en maður í hans stöðu hér má ekki eiga marga vini; þeir geta orðið of dýrir við og við fyrir lögregluþjóninn, en þessum fáu vinum sem hann átti, unni hann með trygð og af heilum hug. I. E. —Vísir. Arangurá 20 dögum eða pen- ingunum skilað. pegar heilsa ytSar er bilut5, og pér er- uð þreyttir á aS taka me8öl, sem ekkert gagn gera, þá skuluS þér reyna Nuga- Tone, meSali©, sem styrkir líffærin og hjálpar náttúrunni til að láta þau starfa eina og vera ber. Nuga-Tone heíir þau áhrif á inn- ýflin, aS hægSirnar ganga fyrir sér á eSlilegan hátt, blðSrásin örvast og matarlystin eykst. Gasðlga i magan- um hverfur meS öllu, tungan hreins- astog andardrátturinn léttist. Lækn- ar einnig höfuðverk og húSsjúkdðma, sem stafa af slæmri meltingiu. lteyn- ið það í nokkra ilaga og finnið hinn stór- kostlega mismun. Nuga-Tone inniheldur sérstök sambönd af járni, er styrkja blðSiS til muna. paS eru járnefnin, sem skapa fagran litarhátt og veita vöðvunum mátt. Nuga-Tone innihalda einnig PHOSPHO'RUS—efni, sem hefir stðra þýSingu fyrir taugakerfiö og allan likam.ann. AS auki hefir Nugo-Tone inni aS halda se-x önnur lækningaefni, sem notuS hafa verið af beztu læknum um viSa veröld til þessa aS aSstoSa náttúruna ViS starf hennar mannslikamanum til vilShalds. Nuga-Tone er óyggjaiidi læknis forskrift, sem hann hefir notaS I 35 ár. Þúsundir karla og kvenna tuela Nuga-Tone, og ekki meira en eln manneskja ait 300 hefir beSiS um penlnga sina til baka. Hvi? Vegna þess, aS meíSaliS hefir veitt þeim heilsu og hamingju. Nugu-Tone inniheldur beztu læknislyf og verSur aS sanna yBur gildi sitt, eSa þaS kostar ySur ekki neitt Vor endurgreiðslujamningur! Sérhver flaska inniheldur 90 töflur—mánaSar lækningaskerf. pér getiS fengiS 6 flöskur fyrir $5.00. TakiS Nuga-Tone I 20 daga, og ef þér eruS ekki ánægSir, þá sendiS þér pakkann aftur meS þvl, sem eftir er, og peningunum verSur skiiaS. N'uga-Tone fæst einnig hjá lyfsölum gegm sömu skilyrSum. LesiS samningana á pajckanum. 20-DAGA ENDURGREIÐSLU ABYRGÐARSEÐILL. NATIONAL LABORATORY, Dept. M-l, 1018 S. Wabash Ave., Chicago, 111. HEJRRIAR:—iHér fylgja meS $.. er nota skal fyrir .. flösk- ur af Nuga-Tone, pðstfritt og tollfrltt. Eg ætla aS nota Nuga-Tone I 20 daga og ef eg er ekki ánægSur, sendi eg afganginn, en þér skiliB aftur peningunum. Utanáskrift.................................... Bær.......................................Fylki RJOMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÖMANN TIL The Manitoba Go-operative Dairies LIMITKD __________ Nuáa-Tone

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.