Lögberg


Lögberg - 02.04.1925, Qupperneq 2

Lögberg - 02.04.1925, Qupperneq 2
Ble. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. AP'RÍL. 1925. Ekkert sjúkdómseín- kenni eftir. Dodd’s Kidney Pills Læknuðu Nýrnaveiki hr. Joseph Lessards. Qíuebecbúi segir frá hvers vegua a<5 hann nú hei’ir fengið fulla og á- ÍTd’ta heilsulKtU St. Leon, Que., 30. maí (einka- fregnj — “ÞaS fær niér ósegjanlegr- ar ánægju, a5 skýra frá þy, hversu að Dodd’s Kidney Pills hafa reynst mér vel,” segir Mr. Lessard. “Eg hafði þjáðst af nýrnaveikj í átta mánuði, og eytt $60 í lækningatil- raunir. Eftir að hafa notað fimm öskjur af Dodd's Kidney Pills, var eg búinn að fá fulla heilsubót. Eg get því með góðri samvizku mælt með Dodd’s Kidney. Pills við alla þá, er líkt stendur á fyrir.’’ Dodd’s Kidney Pills styrkja veik nýru og veita þeim mátt til að rækja köllun sina vel. seni sé þá, að -halda blóðinu hreinu. Tvœr stefnur. Baráttan millj bannvina ög hann- fénda harðnar með ári hverju, og það er engum vafa undirorpið. hver verða muni lok hennar. Það er fróðlegt að gefa því gaur.i bvernig menn 'skiftast í flokka um bannmálið. Fyrir 6o árum geysaði borgara- styrjöld í Bandaríkjum Norður , . .. , * , „ oðru sliku. Ef þessari kennmgu Ameriku. Dedan var um það hvorf . 1 blámenn þar í landi skyi verða að- njótandi borgaralegra réttinda. Lol: ófriðar þessa munu kunn megin- þorra lesenda vorra. Þeir, sem börðust fyrir þrælahaldinu voru keyrðir í kútinn. Jafnréttis- og bræðralagsstefnan sigraði. Stóreignamennirnir í suður hluta Bandaríkjanna, þeir sem ráku baðmullar og tóba'ksrækt í stórum stíl, vildu halda blámönnum utan við lög og rétt, nota þá sem vinnu- dýr. Peningalýðurinn kærði sig kollóttan um mannréttindi öðrum til handa en sjálfum sér. Stefnu þeirra má einkenna með orðunum: Réttindi ríkum, en skuldugum skyldur. Sagan um Þrælastríðið í Ame- riku bregður birtu yfir baráttu þá, sem nú er háð í heiminum millí bannmanna og andbanninga. And- banninga í öllum löndum er yfir- leitt að leita í sama flokki nianna i þjóðfélaginu, er fyrrum héldu' dauðahaldi í þrælasölu og þræla- hald. Auðmennirnir fylla að kalla má eindregið flokk andbanninga, auðvitað sér í lagi þeir, sem fást við vinyrkju og vínsölu. Þeir benda til fortíðarinnar og leita máli sínu stuðnings þar, alveg eins og íyrir- yennarar þeirra, formælendur þrælahaldsins, gerðu á sinum tíma. En þeir sigla með lík í lestinni, eins og skoðanabræður þeirra fyrrum: Fáir munu þeir, er þekkja sögu Bandarikjanna, að eigi elski þeir og virði öllum fremur Abraham Lincoln, þennan fræga brautryðj- anda bræðralagsstefnunnar. — Kn hvílíkum svívirðingum var ekki reynt að hlaða hann, meðan á ó- friðnum stóð vestra. Hann átti ekki því lánió!) að fagna, að the upper ten óæðri stéttirnar í Englandi sæi sér fært að kalla hann gentleman ^fyrirmann eða göfugmenni). Og hvað olli þessu? Þvi er fljótsvar- að. Hann var ekki oddborgari. Hold af holdi alþýðu.og blóð af hennar blóði var hann, “sem rauðaviður rekinn af hafi/’ Oddborg óttaðist byltingu, breytingu, því að nú var maður kominn til valda, sem hugs- aði rétt og vildi vel.” Hann valdi sjálfur veginn, honum auðnaðist að leysa fjöturinn af blámönnum Ameríku, en hann féll líka fyrlr morðkuta broddborgaralýðsins. Nú keppast þefr um að heiðra hann. Vér tölum um tvær stefnur. — Um daginn bauð Stórstúkan Akur- eyrarbúum á leiksýningu. læikur- inn heitir “Tárin”, eftir Pál J. Ar- dal skáld á Akureyri. Var hann sýndur í útbreiðsluskyni. Er hann bæði prýðilega saminn og var, að allra jæirra sögn er sáu, ágætlega leikinn. Hannrsýnir baráttu milli an rætur lífstrésins. tve?gja stefna, lífsstefnunnar og Framförin er auðsæ, þó enn sé helstefnunnar. Good-Templararegl- við mikla erfiðleika að berjast, en unum og ljóma slær á fjöllin af blysum hans. — Og vér sigrum undir merkjum þess konungs. Vér viljum eigi vita af mannkyninu í þrælahaldi Bakkusar. Það er meg- inþátturinn. Vér viljum fá því til vegar komið, að áfengið sé “lokað inni í eiturskápum lyfjabúðanna, alveg eins og morfín, óþíuni eða aðrar slikar eiturtegundir.” En venjan segir nei — og allir hennar þrælar! Bannlögin voru einu sinni köll- uð þrælalög af andstæðingum þeirra hér í landi. Þetta er rétt að þvi leyti, að þau eru fyrst og fremst, þessi lög, fyrir þræla áfengisins, þá, sem Bakkus hefir þrælkað og haldið' í ánauð. Tilgangur laganna er að leysa þá úr ánauðinni. En móstöðumenn laganna eru fylgj- andi þrælahaldinu. Einkunnarorð þeirra er: “Sjálfur leið sjálfan þig Var það ekki Kain, sem sagði, þeg- ar hann var spurður um Abel: “A eg að gæta bróður míns?” — Ein- kunnarorð bannmanna er: Vér eigum að gceta hróður vors. í>að er munurinn. verki, til þess að verja æskuna falli. — Öflugt bandalag er að komast á milli bannmanna um allan heim. Vínflokkurinn vígbýr sig einnig. En Guð ræður. Og 'hann er birt- unnar megin. Dagur ljómar um loft. Stefnurnar eru tvær. — Hvorri þeirra vilt þú fylgja, lesari góður? Templar jan. 1925.. P. F. Feiiberg (’EftirMbl. 26. febr.) í dönskum blöðum, sem hingað eru komin fyrir nokkru, er þess getið, að hinn góðkunni, Islands- vinur. búvísindamaðurinn danski P. B. Feilberg, etatsráð, sé látinn. Síðustu ár æfi sinnar hafði hann aðsetur á Helsingjaeyri; en flestir Islendingar, sem hann þektu, og þeir eru margir, kyntust hounm meðan hann bjó á Söborggaard á Norður-Sjálandi. Þrjú sumur ferðaðist Feilberg , hér á landi, árin 1876, 1877 og 20 En — nú kemur andbanningur árum seinná*, árið 1896. Fór hann fram úr hópnum, líklega nokkuð spekingslegur á svipinn fvér höfum séö þá og heyrt marga slíka) og segir, “að það sé ekki til neins að hafa svona lög, því að þau séu svo mikið brotin” /hans eigin orð). Vér höfum heyrt þessi orð sjálfsagt hundrað sinnum eða oftar, þegar rætt hefir verið um bannlögin. Eftir þessari kenningu ætti ekki að leggja bann við þjófnaði, manndrápum og ætti að gefa upp vörnina í mann- heimi í viðureigninni við Hel og lið hennar. Þessi fáránlega kenning ondbanninga er þrotalýsing. Allir þessir andbanningar eru vægast sagt veilir í trúnni á framför mann- kynsins. Það er mergurinn máls- ins. Þeir eru svo blindir að halda, að ákvörðun mannsins sé ekki æðrí en það að vera þræll. Good-Templarar hylla lífsstefn- una. en andbanningar helstefnuna. Það er munurinn. Meðan helstefn- an hrósar sigri í heiminum, horfa heilir herskarar manna-, sem einu sinni voru líklegir sjálfum sér og öðrtim til þrifnaðar, döprum aug- um á rústir margra æfiára. Alstað- ar þar sem helstefnan mótar laga- setningu þjóðanna á slíkt sér stað. Þjóðfélagið verndar þá, sem læ- víslega leiða einn af öðrum á vegu ógæfunnar í svívirðilegs ávinnings skyni. Andbanningar vilja fyrir hvern mun halda í þessa vernd. Svoa hefii vaninn blindað augu þeirra, svona fjandsamlegir eru þeir nýbreytninni. A vorum dögum geysar ægileg þrælastyrjöld. Good-Templarar hófu bannlagastefnuna í heimín- um. Véf viljum leysa mannkynið undan áfangisbölinu með lögum. Vér sækjum fram gegn herskörum Heljar. Vér berjumst undir merkj um brærðalagshugsjónar og jafn- réttis. *— Mótstöðumenn vorir segja: Látið þið ræflana ganga í bindindi, en lofið oss að vera í friði við flöskuna. Þessi afstaða dæmir sig sjálf. öðrti megin er sérhyggjan í odd- borginni, hinum megin bróður- höndin fram rétt til hjálpar í kær- leika. Það er mikið talað um smyglar- ana nú á dögum. og það er mjög eðlilegt, því að þeir eru talsver: athyglisverður flokkur í heiminum. Þeir græða, margir þeirra, of fjár á atvinnurekstri sínum, bæði fyr og nu. En beir eru engin nýlunda. — Innflutningur þræla i Bandarík^ in var bannaður fyrir fu1t og alt 1. jan. 1808. Geruðst margir til þess upp frá þvi um hríð, að smygla þrælum til Bandaríkjanna, þar á meðal Norðmenn. Þeir gerðu það af fikn í svívirðilegan fjárgnjða, alveg eins og Norðmenn og aðrir, sem nú smygla áfengi til Banda- rikjanna og annara .bannlanda. Atferli þrælasmyglaranna í byrj- un 19. aldar er nú dæmt hart um allan heim. Atvinna áfengissmygl- aranna fær sama dóm, og sá tími kemur, að mannkynið hugsar með viðbjóði og hryllingi til þeirra æfi- iðju, sem áfengissmyglarar hafa með höndum á vorum tímum. Þeit eru Niðtiöggurinn, sem nagar neð- an berst undir merkjum lífsstefn unnar. Hún er andstæð þrælahald- inu, af því að húnu er reist á þeim grundvelli, sem heitir bræðralag mannanna. Hún lætur sér því eigi á sama standa um náungann. Hún býður lífsins mikla mætti, kærleik- anum, þjónustu sína, — og fyrir dýrð hans hörfar myrkrið af háls- L|Bfr nn (I I10 eerir enga til- 1 UI.L 171 H ra,n út 1 hláinn ^ metS þvt at5 nota Dr. Chaae’s Ointment viS Eczema ag öCrum húísjúkdSmura. paC írwCir undir eins alt þesskonar. Ein ukja til reynslu af Dr. Chase's Oint- ment send fri gegn 2c frimerki, ef :afn þesaa blatSs er nefnt. (Oc. aakj- an f ötlum lyfjabúBum, etia frá Ed- wenioa, M/vte* * Co.. IAd., Toronto. það yrði lítið úr henni, ef allir létu undan síga í menningarmáli, eins og bannmálinu. Það er nauðsynlegt í eitt skifti fyrir öll að gera landslýðnum ljóst, um hvað ægilegasta baráttan i mannheimi er háð. Islendingar eru fyrsta bannþjóð- in í heiminum. Margir íhaldssinn- ar þola ekki þessa nýbreytni og dænia stefnuna, sem “Templarar” kalla lífsstefnu, hart. Þeim finst öll breyting afturför. Augu þeirra eru svo haldin, að þeir sjá ekki nýgróðurinn ' í þjóðlífinu. Mann- hatrið, tortrygnin og bölsýnin eitra hug þeirra. I óráði grafa þeir æsku- lýðnum grvfju, til þess að falla í, en bróðurhönd kærleikans er að sér. hann þessar ferðir að tiíhlutun kgl. danska Landbúnaðarfélagsins, til þess að kynnast hér búnaðar- högum og framtíðarmöguleikum og gera tillögur um, hvað gerlegast væri, landbúnaðinum hér til við- reisnar. Þetta starf sitt ynti hann af hendi með svo mikilli alúð, að ís- lenzkur landbúnaður á Feilberg mikið að iþakka. Hann hreint og beint greip þar inn í viðburðanna rás, með þeim hætti, að hans mun minst með þakklæti, hvenær sem búnaðarsaga undanfarndi 50 ára verður rituð. Feilberg var á margan hátt alveg óvenjulegur maður. Eldlfjörugur og fluggáfaður greip hann hvert viðfangsefnið á fætur öðru. Hann var einn af fjórum, sem árið 1856 tóku fyrstir hið almenna landbún- aðarpróf í Danmörku. Var það áður en Landbúnaðarskólinn, sá er nú er, var kominn á fót. Hann bafði þvi staðið framarlega í önd- verðri umbótastarfsemi dönsku bændanna á öldinni sem leið. Að- al-verkefni hans var framræsla og grasrækt. Var það því mjög eðli- legt, að einmitt hann væri fenginn til þess að fara til Islands og rann- saka búnaðarhætti hér. Er hingað kom, fékk hann alveg einlægan og brennandi áhuga á ís- lenzkum húnaðarmálum, viðreisn hins íslenzka landbúnaaðr. Hann skrifaði hvern bæklinginn á fætur öðrum, ýmist í ferðasöguformi eða um einstakar greinir landbúnaðar- ins; svo sem um landshættina, veðr. áttufar, jarðveginn, áveituvatnið, og fleira. Þegar Feilberg var send^ur hing- að árið 1876, þá mun það ihafa ver- ið með því “fororði”, að hann ætti að segja Landbún.félaginu ,dnaska, hvað félag það gæti gert landbún- aðinum hér til viðreisnar. En Feil- berg svaraði þeim, er sendu hann, á þá leið, að íslendingum kæmi læzt sú aðstað, sem hjálpaði þeim til 'þess að bjarga sér sjálfir. Eins og löndin Danmörk og fslandi eru ólík, eins eru þjóðirnar ólíkar, sagði Feilberg. íslendingar þurfa að læra að þekkja sjálfa sig og landið sitt. Þó hann dveldi aldrei langdvölum hér á landi, kendi hann okkur margt, er stuðlaði að þekkingarauka á landinu og meiri sjálfsþekkingu meðal þjóðarinnar. Margt af kenningum Feilbergs um búnaðar- og landshætti, eru fyrir löngu orðnar alþjóðareign, og fæstir vita, hvaðan þær eru runn- ar. Hann byrjaði hér fyrstur manna á búvisindanáttúru rannsóknum, rannsakaði vatn til áveitu, jarð- veg til túnræktar, gerði sér grein fyrir, .hverjar væru helztu fóður- jurtirnar hér á túnum og engjum. Búnaðarskólum vorum gaf hann sérstakan gaum, er þeir komu til sögunnar, lagði ráðin á um fyrir- komulag. Hvar sem hann fór um landið, var hann sileiðbeinandi í smáu og stóru. Alþýðlegur í við- móti <jg ræðinn varð hann hvers manns hugljúfi, þeirra, sem urðu á vegi haiís. Og hann kyntist hér líferni og hugarfari manna svo fljótt og vel, að undrum sætti. En einmitt vegna þess, komu leið- beiningar hans að hinum mestu notum. Fyrir löngu eru þær orðn- ar þjóðkunnar margar setningar hans og hnyttiyrði um fslendinga. Svo sem eins og þegar hann var spurður að því, hvern mun hánn sæi Ijósastan á islenzkum og dönsk- um bændum. Þeirri spurningu svaraði hann á þessa leið: “Land- ar mínir, dönsku bændurnir, vita sæmilega vel um alla hluti, sem innangarðs eru á þeirra eigin bú- jörð, en þeir eru oft óifróðir um það, sem fjær er; en íslenzku bænd- urnir vita jafnaðarlega sitthvað um alskonar fjarskylda hluti, sem langt eru frá þeim í tíma og rúmi, en eru meinlega illa að sér um æðimargt innangarðs, heima hjá Feilberg fékk einlægan og eld- heitan áhuga á því, að.bæta úr hin- um tilfinnanlega þekkingarskorti í íslenzkum búnaði. Rit hans bera þess vott. Viðræður við hann sýndu það enn betur. Margt af þeim búnaðarumbótum, er kom- ust hér á á síðasta aldarfjórðungi síðastliðinnar aldar, og í byrjun tuttugustu aldar, áttu meira og minna rót sína að rekja til hans. Hér eignaðist hann fjölda vina. Og þeir, sem stóðo hér'framarlega i búnaðarframfaramálum, voru I stöðugu bréfa sambandi við hann. Síðast í fyrra vakti það hinn mesta fögnuð hjá honum, 88 ára göml- um, að fyrirhleðslan í Djúpós og íramgröftur Hólsár komst á. I ferðabók hans frá árinu 1896 hafði hann gert grein fyrir því ’’ í ■ aðaldráttum, hvernig verk það skyldi vinna, og kom það heim við framkvæmdina. Um langt skeið var Heintili han.i á Söborggaard eitthvert helsta at- hvarf allra Islendinga, sem til Danmerkur komu, og þó einkum þeirra, sem fengust við verklegt eða bóklegt búnaðarnám. Sjóð stofnaði hann, sem er í vörslum kgl. Landbúnaðarfél. danska, er styrkir íslendinga til búnaðarnáms í Danmörku. Var stofnféð þann- ig til komið, eftir þvi sem hann sagði sjálfur frá, að féð sem hann -fékk til íslandsferðar, reyndist honum svo ríflegur farareyrir, að hann hafði afgang, er heim kom. Afgangur þessi fór í sjóðinn. Og hafa nokkrir Islendingar fengið þar námsstyrk.. Fjöldi framtakssamra bænda um land alt, sem nú eru komnir á efri ár, minnast þess/með hlýjum hug, er Feilberg ferðaðist hér um, búvisindamaðurinn danski, sem sá hér fjölda framfaramöguleika, og benti okkur á þá. En hann sá líka betur en flestir útlendingar þá möguleika, sem í þjóðinni búa. Hann örfaði trúnaðartraustið á land og þjóð. Fyrir það hefir verk hans i þágu landbúnaðarins islenzka fengið ævarandi gildi. —Mbl. Minningarorð. Kristín Johnston. Þótt nú né nokkuð langt um liðið, þá langar mig til með fáum orðum að minnast Kriistínar sál. Johnston, sem andaðist 1. nóv. síðastliðinn að heimili isystur sinnar Mrs. Guðrúnar Jóhannsson í Winnipeg. Banamein hennar var “slag” sem hún kendi aðeins nokkrum klukkustundum áður en hún dó. Foreldrar Kristínar isálugu voru þau Jóhann Jónsson, bróðir séra Páls prests að Hökuldsstöðum í Húnavatnssýslu og Jóhanna Þor- bergsdóttir, sem íbjuggu í nokk. uð mörg ár í Sæunnarstöðum í sömu sýslu, þar til þau fluttu vestur um haf með bornum sínum 5. — árið 1874, var Kristín þá á níunda ári, — og þegar vestur kom námu þau staðar í Kinmount, Ont. og dvöldu þar ár langt, en fluttu svo vostur til Manitoba og höfðu aðsetur á Gimli í Nýja fs- landi hin næstu 3 árin, 0g á þeim tíma dó faðirinn og eitt barnið litlu iseinna. Nokkru eftir það flutti svo ekkjan til Winnipeg með börnum sínum og dvaldi þar mest part , þar til hún dó árið 1907. Kristín sáluga var að eðlisfari sérlega starfsöm og skyldurækin- Hún var einkar tilfinninganæm og brjóstgóð og hjálpfúis við alla er bágt áttu. í lífs og trúarskoðun- um var hún fastheldin og geymdl sína kristnu barnatrú hreina og ákveðna og ávaxtaði hana æfina út. Jarðarförin fór fram 3. nóv. frá Fyrstu lút. kirkjunni, séra B B. Jónsson flutti ræðu að viðstöddu mörgu fólki og var líkið síðan jarð- sett í Brookside kikrjugarðinum. Bléssuð sé minning hennar. G. J. Mjólkin sem vér neytum Einn dropi af mjólk, er einskon. ar heimur út af fyrir sig, morandi j af lífi; hann er nokkurskonar frumskógur, þar sem í einni bendu vaxa hinar breytilegustu jurtir. Nálægt 700 jurtategundir hafa fundist í mjólkinni. Þær eru öðru nafni nefndar bakteríur. Sumar þeirra eru ékki annað en beinir stönglar eða teinar, sumar eru kúlumyndaðar, en §umar eins og gormar. Hinar beinmynduðu hanga oft saman sem flestar, en hinar kúlumynduðu í hrúgum eða klösum. Sumar þestear smájurtir hreyfast eða synda Isjálfkrafa í •mjólkinni. Æxlun þeij*ra er ótrú- lega fljót, flestar ná fullum þroska á 20 mínútum. Æxlunin er ýmist þannig að jurtirnar aðeins detta í tvent eða famleiða einhverskon- ar “spora” er þroskalst á lítilli stundu; þeim tegundum er tor. veldast að verjast eða útrýma. Sumar þessar jurtir eru skaðleg- ar fyrir heil'su manna, sumar jafn- vel eitraðar, en aðrar eru mein. lausar og jafnvel gagnlegar. Vís- indamenn Ihafa flokkað *þær eftir eðli þeirra og sköpulagi, og rann- sakað hverja tegund fyrir isig. Þeir hafa fundið ýmislegt til að eyða hinum skaðlegu, en rækta hinar gagnlegu, og er nú yerslað með þær eins og hverja aðra vöru. Ein jþerra er t. d. kölluð B- 41. Það er einskonar svepptegund, sem menn segja að sé ættuð frá Uru- guay, og þykir hun mjög bæta smekk smjörsins, ef hún er látin æxlast í mjólkinni. Norðmaður einn, O. Johann Ollisen, hefir og ræktað sveppteund eina, sem þykir bæta osta og gera þá líka svissarostum. Ákaflega eru jurtir þessar ismáar; hinar stærstu eru 3/100 úr þumlungi, en hinar smæstu 1/20000 úr þml Til þess að geta rannsakað eðlt þeirra, verður að aðskilja þær og rækta hverja tegund fyrir sig, og er það ekket áhlaupaverk- Þó íhef- ir það hepnast, og aðferðin er þeissi: einn dropi af mjólk er blandaður með límkvoðu (gela- tina), svo hann verður að þunnrl köku eða lummu; sumstaðar þynn- ast fylkipgarnar, en á öðrum stöð- um myndast þyrpingar og hrúgur og sumstaðar koma auðir pollar. Bakteríurnar hafa þyrpst saman í hópa eftir tegundum, og má að- greina þrjá aðal flokka. Er þá einn þeirra tekinn og blandaður á ný með límkvoðu, og kemur þá nýr aðskilnaður og ný flokkun í ljós. Þannig er haldið áfram, iþar til hver tegund fæst óblönduð út af fyrir sig, og er hún svo ræktuð og rannsökuð sérstök. Það er kölluð “íhreinræktun.” Mjólk úr heilibrigðri kú má heita bakteríulaus á því augnaibliki sem hún kemur úr spenanum, en það stendur ekki lengi- Meðan á mjölt. unum stendur drífa bakteríur í mjólkina, og hitastig hennar gera hana að hinni bestu gróðrarstíu, svo æxlunin fer ákaflega ört. En hvaðan koma þessar bakteríur? Fyrst og fremst úr mjólkurílátun- um. Að skola þau sem snöggvast úr köldu eða heitu vatni er gagns- laust; til þess að þau hreinsist til hlítar verður að sjóða þau í nokkr- ar mínútur, eða baka þau í ofsa. heitri gufu. Ryðguð ílát, má alls ekki nOta og tréílát ættu að fyrir- bjóðast. Vel fægð leiríált eru lang- best. Merkileg tilraun var nýlega gerð með tvö mjólkurílát. Annað var þvegið og skolað vanalega á vanalegan hátt, en hitt soðið í hálfa stund- 1 hinu fyrra var mjólkin orðin súr eftir 23 stundir, en í hinu eftir 2Syt stund, og í mjólkinni, sem stóð í hinu fyrra fundust 26 sinnum fleiri bakter- íur en ívhinu. Sú mjólk, sem allra fyirst kemur úr kúnni, er átta sinnum auðugri að baikteríum en sú er seinna kemur, og ætti því ætíð að mjólka fvrstu “höglin” sérstök. Húð og hár kúnna er morandi !í bakterium. Þessvegna er nauðsynlegt að sópa og bursta kýrnar vel áður en níjólkað er, og væta hár þeirra, einkum að neðan. verðu og nálægt júrinu með rakrtj rýju eða bursta (þvi bakteríurnar losna þá síður úr Ihárinu. Mjalta- konurnar eru ætíð morandi í bakt- erium nema varúðar sé gætt. Þær ættu ætíð að þvo hendur sínar vandlega með sápu áður þæf mjólka. Gott er að bera ofurlítið af “vaselíni” á hendurnar; það mýkir spenana, léttir mjöltunina og ihindrar bakteríurnar að hrynja í mjólkina- Mjaltakonur ættu að hafa séstaka yfirhöfn meðan þær mjólka, helist úr ihvítu lérefti, og sé henni altaf haldið vel hreinni. — Að þessar varúðarreglur séu ekki ó!þarfar sóst af þessari til- raunri— Kýr var mjólkuð úti í haga á vanalegan hátt; gljúpri límkvöðuköku jafnstórri opinu 3 mjólkurfötunni, var haldið í eina mínútu undir kvið kýrinnar meðan mjólkað var. Þegar hálfnað var að mjólka kúna var skift um, og allra Mamma veit Að þesnr um Uúðsjúk- ilóma eða kláða er að ræða, þá eru þessi hin t'ræsu jurtaemyrsl lic/.ta incðalið, |>\i Oll þeirra efni eru grœðandi. framannefndra varúðarregla vand lega gætt, það sem eftir var af mjöltuninni, og önnur ný lím- kvoðu-plata borin undir kvið kýr- innar jafnlengi og hin. Hin þriðja platan var látin verða fyrir áhrif- um loftsins í haganum skamt frá. Niðurstaðan varð þessi; á hinni síðastnefndu límplötu fundust 65 bakteríur á þeirri i miðið 115, en á hinni fyrstu 3250 bakteríur, af þessu sést þýðing hreinlætisins. Mergð bakteríanna í andrúms. loftinu er mjög misjöfn. Á óbygð- um stöðum eru óvíða fleiri en 100 í teningsmetra; á götunum í Par- ísarborg eru vanalega 400,000 í teningsmetra; en á háfjöllum finist varla nokkur baktería í loft- inu- Loftið í fjósum er vanalega þrungið af ibakteríum; það ríður því á, að ihalda þeim svo hreinum og loftgóðum, sem unt er. Góð birta er álveg nauðsynleg, því sóL argeiislarnir drepa flestar bakt- eríur. Aldrei ætti kýrin að éta þurt fóður meðan mjólkuð er, því hún þeytir bakteríunum úr því um- hverfis sig. M.jólkina þarf að bera tafarlaust burtu úr fjósinu jafn- ótt og lokið er að mjólka hverja kú. Við síun mjólkurinnar verðu ' og að gæta hins mesta hrenlætis. Hér er ein eftirtektaverð tilraun. Við mjaltir á einni kú af mörgum var nákvæmlega gætt allra þeirra varúðurregla, sem að framan eru nefndar, kýrin vandlega burstuð og vætt, mjaltakonan þvegin og klædd í hreinan léreftsserk, fjósið gert srvo ryklaust isem unt var, fyrstu “höglin” mjólkuð niður o- s. frv. i vissum mæli af þ^ssarl mjólk fundust 330 bakteríur. Hin. ar kýrnar voru mjólkaðar á vaná- legan ihátt, en í jöfnum mæli af þeirri mjólk fundust 15000 bakt- eríur. — Til samanburðar má nefna, að í besta brunmvatni eru ekki nema 3 bakteríur í hverjum tenings centimetra; en í rennu- vatninu, sem fellur úr afræslu- göngum undir Lundúnaborg eru 15000 bakteríur í hverjum tenings- centimetra. Munurinn á þessum tveimur mjólkursýnishornum var því litlu minni en á blátæru neyzluvatni og cþverraskólpi, sem engum dettur 1 hug að neyta. Bakteríurnar þrífast ekki né æxl- ast nema við viss hitastig- Best á við þær frá 25—45 stiga hiti á C. Þessvegna á að kæla mjólkina svo fljótt, sem auðið' er. í minni hita en 25° C. æxlast þær varla. Það er því um að gera að kæla mjólkina istrax svo mikið- Sömuleiðis þrífast bakteríur illa í meiri hita en 45° C. og iSé mjólk- in í 10 mínútur hituð í 60° C. þá drepast nær því allar bakteríur í henni. Einungis berklabasillan þolir 65° í 30 mínútur 68 í 15 mín. útur, eða 75 í mínútu. Sé mjólkin hituð yfir 70° C-, þá “flóast” hún, og fær isuðubragð. Sú aðferð til að geyma mjólk, sem kend er við Pasteur efnafræðing (Pasteuriser- ing), er þannig, að mjólkin er hit- uð í 68° C. og síðan. bráðkæld í 13° C. í'hreinum og luktum ílátum verst svo mjólkin óskemd í 2 sól- arhrtnga, og í. ískössum 5i—‘6 daga. í mjólkinni geta margskonar sjúkdómisefni flust til neytend- anna. Berkla-ibasillan er algenguist. Sagt er að 5% af þeirri mjólk, er nejdt er í Lundúnum og 2þi% öllum nautgripum, sem þar er slátrað isé meingað berkla-basill- um. í mjólkina koma þáér oftast ■beina leið úr kúnum, en i mjólk. inni æxlast þær ekki eða fjölga Einfaldasta aðferðin til að gera þær óskaðlegar er að flóa mjó'llr- ina; þó dugar að blanda hana nógu mikið með hrein/rt mjólk — Taugaveiki (týfus) — basillan getur komist í mjólkina úr vatni, sem ílátin eru þvegin úr. Diiphter. itis basillan getúr og flust i mjólk, svo og kólerujbasillan. Auk sjúk- dómtsefnanna eru stundum í mjólk þau efni (ptomainer), sem mynda sterkar eiturtegundir. Að geyma mjólkina á þann hátt að blanda hana framandi efnum (kemisk geymsla), er álitið vara- isamt, og Ijafnvel Ihættulegt. Besta aðferðin er hitun og kæling. 1 einni af borgardeildum i Newí York er aðferð Pasteur böfð við alla mjólk, isem þar er neytt, og íhafa menn veitt því eftirtekt, að mannalátum hefir fækkað Iþar 1— það er kaJllað að “sterilisera’’ mjólk, þá er hún er hituð svo að alt líf, sem í 'henni dylst, hlýtur að deyja. Reynsla hefir sýnt, að nóg er að hita mjólkina í 60° €• ef það er gjört oftar en einu sinni hvað eftir annað, en við (þann hita flóast hún ekki eða breytir bragði að mun. Þegar mjólk er skilin í skilvindu deilist hún eiginlega i þrent, rjóm- ann undanrennuna og 'slím, sem situr eftir í skilvindunni. 1 þessu slími lenda því nær allar 'berkla. basillur, sem til voru í mjólkinni. Þetta slím hafa sumir notað til grísafóðuns og þannig flutt berkla- sýki í svínin. Þegar Ihreinn rjómi er geymd- ur í góðum ílátum við vanalegan lofthita -í 1—3 dægur, myndast I honum efni er gefa honum þægi- legan kryddsmekk, isem þykir þæta smjörið, og er því sóst eftir að framleiða hann. Gamla aðferðin var að láta dálítið af súrum rjóma saman við hinn nýja og geyma hann svo rótlausan, líkt og þá “þétti” er notaður til skyrgerðar- Nú hafa menn fundið að smekk- ur þessi er að þakka bakteríu, sem æxlast í rjómanum og með gömlu aðferðinni var flutt í bann í hin- i;m súra rjóma, en jafnframt aðr- ar miður gagnlegar bakteríur. Þessi smjörbaktería er nú “hrein. ræktuð”, og gengur kaupum og söilum eins og nokkurskonar bólu- efni, sem blandað er í rjómann nokkru áður en strokkað. er- Það eru Danir, sem þessu uppfynd- ingu ihafa gert, og kalla þeir þetta efni “Normal Syrevækker". Af öllu smjöri, sem sýnt var á búnaðar- sýning Dana' 1891, voru að eins 4%, sem gert var úr mjólk er Pasteurs aðferð hafði verið við_ höfð og hreinræktaðar ikryddíbakt- eríur. En á samlsknar sýningu 1895 voru það 86% af smjörinu. Þetta sýnir. framfarir Dana T smjörgerð og mjólkurmeðferð, enda /standa þeir allra þjóða fremst í því, Englendingar eru langt á eftir, en þeir éta mest alt smjör Dana og íborga það vel. Mikill fjöldi bóka er árlega ritaður um þetta efni alstaðar I hinum mentaða heimi, og meðferð og notkun mjólkurinnar, smjör- gerð og ostagerð fleygir áfram til þeirrar fullkomnunar, sem menn fyrir fáum árum varla dreymdt Um. í þessu tilliti sem öðru, eru vísindin orðin undirstaða og iskil- yrði fyrir réttum og fullkomnum verknaði. Hér er ibókvitið (vísind. in) nær því beinlínis látið í ask- ana- En hvað gerum við ísilend- ingar? B. J. Grein þessa hefi eg tekið úr “Kvennablaðinu’’ 1899. Jóhann Pálsson. Liðaog Vöðvagigt «rug:t Mettal Funditt Vi» Gigrt af Manni, sem Sjálfur Þj&iiist. AriÖ 1893 fékk egr óþolandi vööva- gigt. Þj&CÍBt eg án aflát* i rúm þrjú ár. Eg reyndl meSal eftir meöal, án þes8 aö fá mlnstu heilsubót. AtS lokum hepnatiist mér sjálfum atS finna upp metial, sem hreif og lœknatJi mig, aB fullu og öllu. Eg hefi renyt þatS vitS menn, sem voru ortJnir rúmfastir og komnir um sjötugt og áttrœtt, og kom- ust þeir til fullrar heilsu. Vildi eg rátileggja. öllum, er þjást af vööva eöa litJagigt, atS reyna mitt nýja “Home Treatment", sem á engan sinn líka. SenditJ enga peninga, sendlð atí eins nafn og utanáskrift, og mun eg þá senda ytJur ókeypis reynsluskerf. Eft- ir at5 þér hafitS reynt metJalitJ og þatS hefir losaC ytSur vitS gigtina, getið þér sent mér elnn dollar. En hafitJ hug- fast, atJ eg vil ekki peninga ytSar. nema þér séutS ánægtSIr. Er þatS ekkl sann- gjarnt ? Hví atS kveljast Iengur, þeg- ar ytSur býtJst ökeypis lækning? SJláitJ engu á frest. SkrifltS undir eins, til Mark H. .Jackson, No. 500 K, Duraton Bldg., Syracuse, N. Y. Mr. Jackson ábyrgist, atS ofangreint sé satt.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.