Lögberg - 02.04.1925, Qupperneq 8
Bla. 8
LöOBBRG, FEMTUL-iGINN 2. APRfL. 1925.
Wonderland Theatre
Fimtu,- Föstu- og Laugardag þessa viku
MARY PICKFORD
'Dorothy Vernpn of Haddon Hair
Mánudag, Þriðjudag og Miðvikudag næstu viku
“IT IS THE LAW”
Or Bænum.
Látin þann 16 marz, í grend við
Árnes P. O. Man., Mrs Marín Arn-
fríður Anderson.
Látinn á Betel, þann 26. marz,
Baldvin Sveinbjarnarson, Aust-
firðingur að ætt.
Uppbúið herbergi til leigu, 563
Maryland st. rétt hjá Sargent.
• Talsími B-3952.
Þeir íslendingar er vilja komast
í samband við íslendingafélagið í
New York eru ]beðnir að snúa sér
til forseta félagsins Tlhorarins
Thorgríms'sonar, 5 Affate Court,
Broioklyn, N- Y. eða skrifara Thor-
stínu S. Jackson, 531 W. 122nd str.
New York, talsími Morningside
5858. •' * M
Orðið hefir að fresta fyrirlestri
þeim, er hr. Einar H. Kvaran ætl-
aði að flytja í Selkirk næstkom-
andi föstudag ,sökum annarar
samkomu, er auglýst hafði verið
bar í bænum sama kveldið.
Sunudaginn 5. apríl (Pálma-
sunnudag) messar séVa H. Sig-
mar í kirkjunni í Leslie kl. 3.15
e. h. Kj. 1 sama dag les hann með
fermingahbörnum á heimili Mr.
og Mrs. J. ólafsson í Leslie-bæ.
Þetta er fólk beðið að athuga.
Ungmennum, sem vilja vera með í
fermingarundirbúningi þar, er
boðið að innritast í deild þá Allir
eru boðnir og velkomnir til guðs-
þjónustu.
íslendingadagsnefndin boðar til
almenns fundar í neðri sal Good-
tepmlarahússins, miðvikudagskv.
8. apríl kl. 8..
í umboði nefndarinnar,
S. Gíslason.
Þann 7. þ. m. verður haldin
skemtisamkoma í Árborg, fjöl-
breytt mjög. Flytur séra Jónas A
Sigurðsson, forseti Þjóðræknisfé-
lagsins þar ræðu. Auk þess skemt-
ir unglingasöngflokkur undir
stjórn Brynjólfs Þorlákssonar og
margt fleira fer þar fram til
skemtunar og fróðleiks. Landar
góðir! Látið etkki hjá líða að
fjölmenna á samkomu þessa.
Munið eftir að leikurinn
Skuggasveinn verður sýndur í
Goodtemplararhúsinu dagana 6.
og 7. þ. m. Hefir til leiksins ver-
ið vand'að hið besta og þarf því
ekki að efa að húsfyllir verði bæÖi
kveldin.
Mr. Chr. Johnson, tihsmiður, fé-
lagi þeirra Goodman Bros. hér í
borginni, vann fyrstu verðlaun í
"Curling” samkepni, sem fram fór
í sambandi við gestavikuna. Hlaut
ha'nn tvo forkunnar fagra skraut-
muni fyrir afrek sitt. Landinn er
ekki við eina fjölina feldur. Sigr-
ar hans eru ekki bundnir við neitt
eitt viðfangsefni öðru fremur.
Síðasti fundur Stúdentafélag.sins
á þessu starfsári verður haldinn
næsta laugardagskveld klukkan
8.30 í samkomusal Sambandskirkju
Á þeim fundi verða heiðursgestir
félagsins allir þeir íslenskir náms.
menn og námsmeyjar, sem útskrif-
ast í vor frá hinum ýmsu deildum
háskólans, og kennaraskólanum.
Verið er að undirfbúa hina breyti-
legustu skemtun fyrir kvöldið-
Fjölmennið, íslenskt námsfólk!
hvort þið tilheyrið félaginu eða
ekki.
G. Eyjólfíson.
ritari.
■ ... 4 —
Gjöf til Betel.
f minningu Kristínar Joflins-
ton frá systkynum hennar í
Winnipeg ................. $50.00
Það er vonandi að fleiri verðt
til að gefa til Betel í minningu
um látna ástvini, því það er bæði
fallegur og góður siður og um
leið styrkir stofnunina, sem brýn
þörf er á.
Innilega þakkað fyrir,
J. Jóhannesson féhirðir
675 McDermot, Wpg.
FYRIRLESTUR.
“Andarnir i varðhaldi" — Hverj
ir eru þessir andar? Hvað og hv^r
er þetta varðlhald? Hvenær pré-
dikaði Kristur fyrir öndunum í
varðhaldinu? Fór Kristur virki-
lega niður í vítið? — Komið og
neyrið hina meistaralegu skýringu
þessa torskilda texta í kirkjunni
nr. 603 Alverstone stræti, sunnu.
daginn fimta apríl, klukkan sjö síð
degis. Munið einnig eftir að sækja
fyrirlesturinn á heimili undirrit-
aðs 737 Alverstone, st. fimtudags-
kveldið kl. 8. — Allir boðnir og
velkomnir.
Virðingarfylst,
Davíð Guðbrandsson.
Til sölu.
Er indælt hús á ágætum stað í
borinni; öll þægindi, sem nútíð-
ar heimili fylgja.
Góðir iskilmálar.
Frekari upplýsingar gefur
B. M. Long.
620 Alverstone st.
SAMTININGUR.
Vakirðu?
Þú leitaðir auðnu í útlendum reit.
Nú, ef til vill, siturðu hljóður.
Verkanna þurfti þín vanrækta sveit.
Vakirðu, liðhlaupi góður?
Orð eru gagnslaus í ættjarðar
garð,
ef ekkert er framkvæmt í verki.
Unz deilirðu henni þinn drengskap-
ar arð,
hún dárar þín iðrunarmerki.
Tvenskonar œfi.
Brims í róti berst oss á,
bylgjur hóta köldum dauða,
duggur brjótum dröngum hjá,
dagar þrjóta á ströndum nauða.
Er vor skjótast uppfylt þrá,
einatt hljótum væga dóma,
knerir fljóta á kyrrum sjá,
við hvíldar njótum meðal blóma.
Fuglinn.
Þótt frjáls J>ú víða fljúgir kring,
þig faðmi serhvcr ihlynur;
mér heyrist titra af tilfinning
töfrarödd þín, vinur.
Von er þótt við missum móð,
því margt er stríð í heimi,
er saklaus fuglinn syngur ljóð
sorgar blandin hreimi.
Að oss streyma öldur kífs,
undir blæða trega;
ýmsir gleyma í önnum lífs
því eina nauðsynlega.
Ef ei þú hýsir aridans gróm,
þig auðnu dísin metur,
þér dýrmæt rísa af dái blóm,
dagar Iýsa betur.
,Þú getur naumast glaðst til hálfs,
þá gnauðin vetrar linna;
um grænan völl þótt gangir frjáls
þú grætur örlg hinna.
R. J. Davíðsson.
Mr. Grímur Laxdal frá Leslie,
Sa»k., sem dvalið hefir um hríð
norður í Árborg, hjá dóttur sinni
og tengdasyni, Dr. og Mrs. Sveini
E. Björnsson, kom til borgarinnar
á þriðjudaginn. — Kvað hann
lasleika meðal almennings þar í
bygðinni allútbreiddan. Læknir-
inn hafði legið rúmfastur í
nokkra daga og sömuleiðis dóttir
þeirra hjóna.
Prestsmata.
Á nokkrum undanförnum þing-
um hefir vorið rætt um prests-
mötu og afnám hennar eða að
minsta kosti einhvern mælikvarða
eða undirstððu, sem hægt væri að
byggja á til sölu. En endalykt hef-
ir orðið sama og engin önnur en
sú sem verið hefir, að menn gætu
^engið keyptar þessar svonefndu
prestsmötur fyrir þá helst það
verð, sem svaraði til þess að höf-
uðstóllinn eða verðið svaraði til
þess að ársrentur af upphæðinni
væru sem næst því sem eins árs
prestsmata væri að krónutali.
Undanfarin ár hefir smjörverð
verið í verðlagsskránni 3.40—3.60
pr. kílóið. Þar sem því að væri t.
d. 20 kg. smjör í prestsmötu (og
það er á ýmsum jörðum) þá kost-
aði prestsmata á þeim jörðum eft-
ir þessari reglu 8—900 kr. En
þetta er ranglátt vegna þess, að
minsta kosti fram að síðasta
jarðarmati, voru þessar prests-
mötu-jarðir seldar fyrir nálega
alveg sama verð og aðrar jarðir,
kúgildin voru svo lítils metin. Af
því leiðir það, að þessar jarðlr
yrðu allra jarða dýrastar. Enn-
fremur eru þessar upphæðir svo
miklar að mörgum er ófært að
leggja út í að kaupa prestsmöt-
una í viðbót við jörðina. En
hvernig eru þessar prestsmötur
tilorðnar? Sennilegast á þann
hátt að einhverjir þeir er öðrum
fremur hafa haft ástæður efna-
lega og einnig það fólk er viljað
hefir ieggja sem mest í “Guðs-
kistuna” hafa leyft það að prest-
ar fengju leigu af nokkru af kú-
gildúm af eignarjörðum þess um
óákveðinn tíma á meðan prestar
væru fátækir og engin launalög
þá komin um laun handa þeim sem
viðunanleg væru. Sé þetta rétt,
sem líklegt er, þá sannast það með
því að kirkjusjóður á ekki einu
sinni kúgildin iog þá jafnframt
það, að þetta prestsmötugjald er
fclátt áfram ranglátt og er því að-
eins ein af eldgömlu kreddunum
og vitleysa, sem kirkjan heldur
dauðahaldi í, sér til tjóns. Þar
sem nú að svo stendur á að þess-
ar prestsmötukvaðir eru víðsveg-
ar um alt land, þá virtist. það eðli-
legast að þingmenn flestir væru
einhuga um það að koma þessu
máli fyrir á heppilegan hátt. Það
réttasta væri að afnema allar
prestsmötur og gera ekki einu
sinni tilkall til kúgilda og ætti
kirkjusjóður að senda öllum þeim
sem prestsmötu hafa goldið þakk-
arávarp, ásamt skírteini um það
að nú þyrftu þeir ekki oftar að
greiða prestsmötu. Svona ætti það
að verða.. En þar sem það er ekki
víst að núverandi þingmenn séu
svo miklir hlaupagarpar, að þeir
treystist til þess svona alt í einu,
þá yrði að virða það til Ibetri veg-
ar þó þeir gætu það ekki. Hinsveg-
ar vil eg leyfa mér hér með að
skora á alla núverandi þingmenn
að taka þetta mál til rækilegrar
yfirvegunar og finna einhvern
sanngjarnan og ákveðinn mæli-
kvarða fyrir sölu á prestsmötunni
en sanngjarnt þykir mér og mjög
mörgum, sem eg hefi talað við
það ekki vera, ef hlutaðeigéndur
þurfa að fcorga meira en kúgildin.
jan. 1925.
Björn Guðmundsson.
Lögrétta.
Ánœgjuleg stund.
Á miðvikudagskvöldið 25 marz
höfðu stúkurnar “Skuld” og
“Hekla” samkomu til þess að
heiðra og fagna rithöfundi E. H.
Kvaran og frú hans, sem reglu-
systkinum og kærkomnum gestum
heiman úr átthögum íslands.
Samkoman hófst um kl. 9 og stóð
til miðnættis með þeirri rausn
og skörungskap, sem íslendingum
einum er lagið, og var henni stýrt
af stórtemplara Sumarliða Matt-
hews, svo vel að sómi var að.
Þá er heiðursgestirnir höfðu
gengið til sætis, Ibað forseti alla
að syngja “Hvað er svo glatt” en
að því búnu hófust ræðuhöld.
Eyrst var mælt fyrir minni heið-
ursgestanna, og gerði það sr. Rún-
ólfur Marteinsson. Flutti hann
langt og snjalt erindi til þeirra
hjóna, sem fann bergmál í hjört-
um allra viðstaddra. Miss Ingi-
björg Jóhannesson talaði nokkur
orð til frú Kvaran og afhentf
henni blómvönd frá stúkunum,
sem vott um hlýhug þann er stúk-
urnar bæru til hennar.
iNæstur talaði G. í. Hjaltalln
nokkur orð og flutti kvæði með
hlýjum árnaðaróskum til hjón-
anna. Að því loknu hóf Bjarni
Magnússon máls og mintist margs
í sambandi við bindindisstarfsemi
E. H. Kvaran og þeirra hjóna,
var gerður góður rómur að ræðu
hans.
Síðan söng söngflokkur templ-
ara nokkur lög, íslensk, og fékk
að launum dynjandi lófaklapp a-
heyrendanna, sem hann og átti
skilið. Er vonandi að hann eigf
eftir að láta okkur, sem söng
unnum njóta fleiri glaðra og á-
nægjulegra stunda áður en vetri
lýkur og sumarannir byrja. Einn-
ig lék Mr. E. Oddleifsson tvö lög,
saxjaphone-solo svo ihverjum
manni var ljúft að heyra.
Þá stóð heiðursgesturinn E. H.'
Kvaran upp og þakkaði með ræðu
fyrir þann hlýja hug, er hann
fyndi hjá öllum til þeirra hjón-
anna. Mintist hann einnig á starf
og baráttu reglubræðra okkar
heima á íslandi, og hve erfiður
væri róðurinn þegar stórveldin
vildu ekki veita lítilmagnanum;
en áfram mundi samt haldið. Þá
flutti Egill H. Fáfnis kvæði og
Miss JócEs Sigurðsson las upp
fallegt kvæði, að foáðum var gerð-
ur góður rómur og lófaklapp.
Söng þá sðngflokkurinn "ó guð
vors landö” og síðan allir “Eld-
gamla ísafold”. Kom sér þá vel
að konur höfðu haft íslenskan
viðfoúnað í kjallaranum og buðu
öllum til drykkju þ. e. a. s. kaffi
og kræsingar. Þá er allir voru
sestir sté GunnlaugUr Jóhannsson
í stólinn og flutti forag mikinn
E. TMlllS, J. B, THOBLEIfSSDN
Við seljum úr, klukkur og
ýmsa gul og silfur-muni,
ódýrar en flestir aðrir.
Allar vörur vandaðar og
ábyrgðar.
Vandað verk á öllum úr
aðgerðum, klukkum og
öðru sem handverki okkar
tilheyrir.
Thomas Jewelry Go.
666 Sargent Ave. Tals. B7489
EMIL JOHNSON 09 UHOMS
Service Electric
Rafmagns Oontracting — Alls-
kyns rafmagnsáhðld seld og við
þau gert — Seljum Moffat og
McClary Eldavélar og höfum
þær til sýnis á verkstæði voru.
524 Sargent Ave. (gamla John-
sons byggingin við Young 9t
Yerkst. B-1507. Heim. A-7286.
orktan af ’Lúðvík Kristjánssyni
um húsbrunann og viðgjörðina.
Voru þar í nefndir allir þeir er
að endurreisninni unnu log svo
vel var foragurinn orktur og
fluttar að menn hlógu uns tár
komu í augun.
Að skilnaði mælti Dr. B. B.
Jónsson nokkur vel valin orð. Þá
bað forseti alla að syngja þjóð-
söng íslendinga, en að því loknu
fóru allir iheim með minningar um
ánægju og gleðiríka kvöldstund
með óskatiörnum Islands.
Viðstaddur.
Heyrum sjaldnast málið okkar
mjúka,
mænir þráin yfir í feðra-land;
bliknuð lauf og fokstrá víða fjúka,
flökta um hjarn og eyðimerkur-
sand.
Og þótt sonu eigum vér og dætur,
öðruvísi er þeirra tízku-dans,.
Visnar greinar vilj’a ei festa
rætur
í viltum skógum þessa mikla
lands.
GamalmennL
Lestrarfélagssamkoma
í Arborg.
Þann 20. þ. m-, hélt lestrarfé.
lagið “Fróðleikshvöt’’ hina árlegu
skemti-samkomu ®ína til styrktar
félagsskapnum-
Er nú félagsskapur þessi átján
ára gamall- Eiríkur Jóhannsson er
forgöngumaður fyrir stofnun þess
og núverandi forseti- Stofnsafnið
var fjórtán bækur. Nú telur fé-
lagið um 500 foækur og um 60
meðlimi- Það er ummæli félags-
manna, að fjör þess og lífsþróttur
líkist lífi og æskufjöri meyjar, sem
er átján ára að aldri.
Vel sóttu menn isamkomu þessa.
enda vel til hennar stofnað eftir
vanda-
SéraHjörtur J. Leo flutti er-
indi um þjóðræknismál- Séra Jó.
hann Bjarnason las stutta ferða-
sðgu eftir W. L- Moody. Bæði voru
erindi þessi uppbyggileg. Ung-
lingafloíkkur lék á hljóðfæri og
söngflokkur allstór söng, undir
istjórn Brynjólfls Þorlákssonar.
Þótti það hvorutveggja góð skemt-
un.
Hér er nú söngðld mikil. Þrír
mismunaridi flokkar ihafa tekið að
sér að halda uppi .skemtunum. Fer
skiftingin eftir aldri: börn, hálf-
vaxnir unglingar og fullorðið
fólk.
iSöngflokkurinn undir stjórn
Mr Þorlákssonar söng mörg falleg
lög og vakti hugsanir og tilfinn-
ingar mismunandi, eftir ásigkomu-
lagi áheyranda. Það virðist mér
aðal atriðið í samlbandi við allan
pöng og sögu. Ræða eða rödd, sem
ekki ikemur á hreyfing í hiiga á-
heyranda, skilur þar af leiðandi
tiltölulega lítið eftir hjá mönnum,
þegar upp er staðið.
Islensk lög voru aðallega isung.
in í þetta isinn, þó voru nokkur
undir enskum texta. Fanst mér
verða all-lítið úr þeim “ensku tón-
um” í samanburði við hinar
draumrænu og hugfolíðu raddir Is-
lands. Var það alls ekki sök þeirra
er á héldu- Það má vel vera að
þesfei ensku lög hafi sitt ágæti til
að bera , en hivensdagsleg virðist
mér tórihreyfing þeirra, og lítt
hygg eg að þau foafi flutt áheyr.
endunum.
Um íslenbku lögin er öðru máli
að gegna. Þar býr draumþrunginn,
alvörugefinn, lítt skiljanlegur en
þó ljúfur og laðandi andi, sem
leiðir huga áheyrandans fram og
aftur um hinar huldu leiðir ímynd
unaraflsins, og seiðir upp ótal
enáurminningar fortíðarinnar.
Kom þetta fram, að mér virtist í
einu lagi sérstaklega: “Eg hlýddl
á nykursinis söngvaseið’’ etc. Eg
LINGERIE BÚÐIN
að 625 Sargent Ave.
Þegar þér þurfiðað láta gera HEMSTICH-
ING þá gleymið ekki að koma í nýju búð-
inaáSargent. Alt verk gert fljótt og vel.
Allskonarsaumar gerðir og þar fæst ýmis-
leg sem kvenfólk þarfnast.
Mrs. S, Gunnlaugsson, eigandi
Tals. B 7327 Winnipeá
Dantka Bakaríið
Selur beztu vörur fyrir lægst
verð. Pantonir afgreiddat bæöi
fljótt og vel. Fjölbreytt úrval.
..Hrein og lipur viðskifti...
Danish Baking Co.
631 Sargent Ave. Sím,i A-5638
NYJAR VORUBIRGDIR!
Timbur, fjaiviður af öllum tegundum, geirettur og als-
, konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erum ætíð glaðir að
sýna þær þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & DoorCo.
Limited
Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
SIGMAR BR0S.
709 GreaA-West Perm. Bldg.
356 Main Street
Selja hús, lóðir og bújarðir.
Útvega lán og eldsábyrgð.
Byggja fyrir þá. sem iþess óska.
rnwne:
I
AUGLÝSIÐ 1 LÖGBERGI
þóttist sjá, að söngstjóranum
hafði tekist að blása í forjóst þeim
sem sungu, hinum andlegu áhrif-
um í ljóði þeslsu. Var það unun að
heyra.
Þá var og sungið lagið: “Þú blá-
fjallageimur!” atc-
Það lag held eg mætti kallast:
“íslandfe lag.’’ Fátt mun láta bet.
ur í íslensiku eyra En í iþetta sinn
vakti lagið enga þægilega tilfinn-
ingu í huga mér. Hinn háværi
undirtónn, sem nú er forúkaður í
samfoandi við lagið, gerir það að
verkum, að áforif þess verða tals-
vert önnur, en ella. Líklega er
undirtónn þessi eða “Humming”
eftir fyrirmæium tískunnar, því
ekki hægt að ásaka neinn einstak-
ann. Ekki er það ásetningur minn
að reyna til að sitýfa hina gyltu
cg köldu vængi tískunnar.
Fleira var það í isamibandi við
lag þetta, sem tókst miður í þetta
sinn. —
Annars fór 'skemtanin vel fram-
Þess er eg fullvís, að isöngurinn
íslenlski mundi reynast einhver
sterkasti þátturinn til þesls að
halda við íslenlskri menning hér.
lendis. Tungumál söngsinls sikilja
yngri og eldri, sé það rétt fram
iborið, og þótt prédikað isé fyrir
komandi kynslóð forna frægð og
sögur, hygg eg það taki lítið í
hnjúkana, en með rödd söngsins
er hægt að komast að hugsun og
hjarta þeirra yngri, tsvo þeim verði
Ijóst um verðmæti íslenskrar
menningar, og að þeir læri að unna
henni sem Isinni eigin. Ef frömuð-
ir hinnar íslensku þjóðernishreyf-
ingar hérlendis, fengju liðsafla
söngsins í lið með sér, mundi á-
rangurinn brátt koma í Ijós. Fátt
mun hafa reynst frændum okkar,
Niorðmönnum í Bandaríkjunum,
meiri vegsauki en söngflokkurinn
frægi, isem stofnaður var við
Ólafs helga skólann. Hann ferð.
aðist víða um Bandaríkin, og gat
sér góðan -orðstír hvarvetna.
Engin ástæða er fyrir íslend-
inga að vera eftirbátar frænda
sinna í þessu, ef eining og sam-
tðk eru með.
|Nú er veturinn sýnilega farinn
að lina tökum sínum á náttúrunni.
Þetta er annar dagur, sem kenn-
ir verulegs hlýleika og stillu.
Menn og iskepnur fagna yfir þvi
að geta rétt sig úr hrukkunum og
viðrað sig úti í ihinu hlýja vor
sólskini, eftir hið þunga og ægi-
lega vetrarfarg. Snjór var orðinn
hér isvo djúpur, að þótti með fá-
dæmum. En nú er hann á förum,
og verður gleymdur áður en kem-
ur næst snjór.
S. S- C.
Stoni: A415S 1*1. Myndaatofa
WALTER’S PHOTO STUDIO
Kristín Bjarnason oigandi
Nseit vií Lycauac ' háaiC
290 Portage Ave. Winnipeg.
Fáein eintök eru enn óseld af
Ijóöaþýöingum Steingríms heitins
Thorsteinssonar 1. bindi. Verð
$2.00. Einnig Rökkur, II. eftir
Axel Thorsteinsson, 50c heftið. Bæk-
ur þessar fást hjá undirrituðum.
Þórður Thorsteinsson,
552 Bannatyne Ave., Winnipeg.
HARRY CREAMER
Hagkvæmileg atger® á úrum,
klukkum og gullstássl. SenditS oss
í pósti þaB, sem þér þurfifi atS láta
gera viB af þessum tegundum.
VandaS verk. Fljót afgreiBsla. Og
meBmæll, sé þeirra óskaB. VerB
mjög sarnngjamt.
499 Notre Dame Ave.
Slml: N-7873 Winnipag
Eina litunarhúsið
íslenzka í borginni
Heirosækið ávalt
Dubois L,imited
Lita og hreinsa allar tegundir fata, svo
þau Ifta út sem ný. Vér erum þeireinu
í borginni er lita hattfjaðrir.— Lipur af-
greiðsla. vönduð vinna.
Eigendur:
Árni Goodman, RagnarSwanson
276 Hargrav* St. Sími A3763
Winn peg
Rit Þjóðræknisfélagsins
Öllum þjóðræknum íslendingum ber
að kaupa þaö. Þaö kostar að eins
$1.00, en gjörir hvern, er kaupir,
góðan off fróðan.
Aöal útsölu þess hefir Arnljótur
Björnsson Olson, 594 Alverstone
str., Winnipeg.
Útsölumenn í öðrum bygðum eru
þessir:
Björn B. Olson, Gimli.
Björn S- Magnússon, Árnes.
Guðrn. Ó. Einarsson Árborg.
Th. J. Gíslason, Brown.
Sigurður J. Magnússon, Piney.
Miss Inga Isfeld, W.peg Beaoh.
Árni Björnsson, Reykjavík.
GuSmundur Jónsson, Vogar.
Trausti ísfeld, Selkirk.
Ágúst Eyjólfsson, Langruth.
Ágúst Jónsson, Winnipegosis.
G- J. Oleson, Glenboro.
Jósef Davíðsson, Baldur.
Sig. SigurSsson, Poplar Park.
Sig. J. Vidal, Hriausa.
Halldór Egilsson, Swan River.
Olafur Thorlacius, Dolly Bay.
Jón Halldórsson, Sinclair.
Björn Þórðarson, Beckville.
Þorb. Þorfoergsson, Saskatoon.
Mrs. Halldóra Gíslason Wynyard.
Tömas Benjamínsson* Elfros.
Sra J. A. Sigurðsson, Churchbr.
Guðm. Ólafsson, Tantallon.
Mrs. Anna Sigurbjörnss, Leslie.
Jónas Stephensen, Mozart.
Sig. Stefánsson, Kristnes.
J. J. Húnford, Markerville.
Mrs.C . H. Gíslason, Seattle.
’Halldór Sæmundsson, Blaine.
Thor. Bjarnason, Pembina.
Jónas S. Bergman, Gardar.
Þorl. Þorfinnsson, Mountain.
Jósef Einarsson, Hensel.
J. K. Einarsson, Hallson.
Kári B. Snyfeld, Chicago.
J. É. Johnson, Minneota.
útsölumenn, í þeim bygðarlojgum,
Þörfin kallar fyrir fleiri afbragðs-
sem hér eru ekki nefnd. Komið án
tafar. A. B. O.
A STR0NG
RELIABLE
BUSINESS
SCHOOL
D. F. FERGUSON
Principal
President
It will pay you again and again to train in Winnipeg
where employment is at its best and where you can attend
the Success Business College whose graduates are given
preference by thousands of employers and where you can
step right from school into a good position as soon as your
course is finished. The Success Business College, Winni-
peg, is a strong, reliable school—its superior service has
resulted in its annual enrollment greatly exceeding the
combined yearly attendance of all other Business Colleges
in the whole Province of Manitoba. Open all the year.
Enroll at any time. Write for free prospectus.
THE
BUSINESS COLLEGE Limited
3SSyí PORTAGE AVE. — WINNIPEG, MAN.
CANAOIAN PACIFIC
Klmski paf arseðlar
ódýrir mjög frá öllum stöBum 1
Eívröpu.— Sigllngar meB stuttu miili-
bill, milll Liverpool, Glasgow og
Canada.
óvlðjafnanleg þjónusta. — Fljót ferð.
tjrvals f:eða. Beztu þtegindi.
UmboBsmenn Oanadian Factflo fél.
mæta öllum Islenzkum farþegum I
Lelth, fylgja þeim til Glasgow og gera
þar fullnaBarráBstafanir.
Vér hjálpum fólkl, sem ætlar til Hv
röpu, til aB fá farbréf og annaB sllkv
LeitiB frekari upplýsinga hjá um-
boBsmanni vorum á staBnum, eBa
skrifiB
W. C. CASEÍY, General Agent
364 Maln St. Wlnnlpeg, Man.
eBa H. S "ardal, Sherbrooke St.
Wlnnipeg
Mobile, Polarine Olía Gasolin.
Red’sService Station
Maryland og Sargent. PhoneBI900
A. BHMHAN, Prop.
FKFH 8KRV1CB ON RtJNWAY
. CCP AN DIFFEBENTIAL SBEAM
Blómadeildin
Nafnkunna
Allar tegundir fegurstu blóma
við hvaða tækifæri sem er,
Pantanir afgreiddar tafarlauat
Islenzka töluð í deildinni.
Hringja má upp á sunnudög-
um B 6151.
Robinson’s Dept. Store, Winnipeg
A. C. JOHNSON
907 Confederation I,lfe Bldg.
WIN.MPI5G
Annast um fasteigmr manna.
Tekur að sér aÖ ávaxta sparifé
fólks. Selur eldsábyrgð og bif-
reiða áibyrgðir. Skriflegum fyr-
irspurnum svarað samstundis.
Srifatofusíml: A-4263
Húseíml: B-332S
King George Hotel
(Cor. King & Alexander)
Vér höfum tekið þetta ágseta
Hotel á leigu og veitum rtö-
skiftavinuin öll nýtízfcu þæg-
indi. Skemtileg herbergi t£)
leigu fyrir lengri efta afcemri
tíma, fyrir mjög *&nngjarnt
verð. petta er eina bótelK) (
borginni, sem fslendlngar
stjórna.
Th. Bjamanon,
Mrs. Swainson,
aS 627 Sargent Avenue, W.peg,
hefir ával tyrirliggjandi úrvalabirgBir
af nýtlzku kvanhöttum, Hún er eine
Ul. konan aem sllka verzlun rekur I
Winnipg. Islendingar, látiS Mra. Swain-
aon njóta viðakifta 'ðar