Lögberg - 14.05.1925, Qupperneq 1
38. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 14. MAÍ 1925
NÚMER 20
Kosningar í Saskatchewan.
Fylkisstjórinn í Saskatchewan hefir
rofið þing og fyrirskipað nýjar kosningar,
sem fram eiga að fara 2. Júní n.k.
Föstudaginn hinn 8. þ. m., vildi sá sorglegi atburður til
í Los Angeles, Cal., að Wilmar Pétur Thorvaldsson lögreglu-
þjónn, sonur Mr. og Mrs. Stígur Thorvaldson frá Akra, N. Dak.
lenti i bifreiðarslysi og beið bana af. Var hann hinn mesti
atgerfismaður og í blóma lífs, fæddur 19. júlí 1892. Er við
fráfall hans þungur harmur kveðinn að hinum aldurhnignu
foreldrum. Wilmar heitinn var systursonur Dr. O. Björnson
Og Mrs. P. S. Bardal hér í borginni.
Veglegt silfurbrúðkaup.
með veizlu og dýrum gjöfum, var
haldið þeim hjónum, Mr. og Mrs.
Lýð Jónsson, í Lundi í Breiðuvík
í Nýja íslandi, þ. 31. marz s.l. Fór
samsætið fram í samkomusal þeirra
Breiðvíkinga, sem er þægilegur til
veizluhalda og afar rúmgóður;
mun vera sem næst á sömu stærð
og samkomusalur Riverton bæjar,
en hann er talinn einhver stærsti
fundarsalur, er sézt hefir utan
stórbæja. Samsætið hófst nál. kl.
3 e. h. Veður var ágætt, en færi
erfitt, snjó þá að leysa sem óðast,
vatnselgur mikilj, og íslendfnga-
fljót, er rennur bugðótt um norð-
urbygðir Nýja íslands, farið að
flæða yfir bakka sína. Allar smá-
ár og lækir, sem varla sjást nema
á vorin, alt fult af vatni, og vegir
forblautir, þó vitanlega sé þeir,
þegar þurt er orðið, stórum þetri
en var til forna. Alt þetta hefir
sjálfsagt dregið eitthvað úr að-
sókn samsætisins. Samt sem áð-
ur mun tala veizlugesta hafa verið
talsvert á annað hundrað manns.
Þau Ljýður bóndi Jónsson og
kona hans, Helga Sveinsdóttir,
komu af Islandi um 'síðastliðin
aldamót. Muri L^ýður vera' ætt-
aður frá Bálkastöðum í Hrúta-
firði, en Helga kona hans er dótt-
ir þeirra ihjóna, Sveins Árnasonar
og Þorgerðar Jónsdóttur, er síðast
bjuggu á Kleppi í Reykholtsdal í
Borgarfirði. Þau hjón, foreldrar
Helgu, fluttu og vestur. Eru nú
bæði látin fyrir tiltölulega skömmu
síðan. Voru síðustu árin á veg-
um barna sinna og leið eins vel
og á varð kosið. Börn þeirra, og
systkini Helgu, eru þau Jóhannes
Sveinsson smiður, nú til heimilis í
Monrovia í Californíu; Ingibjörg,
kona Magnúsar bónda og fiski-
kaupmanns Magnússonar, á Byj-
ólfsstöðum í Breiðuvík, og Gróa,
kona Sveins bóndá Pálmasonar,
á Winnipeg Beach. Hálfbróðir
þeirra systkina og eldri en þau, er
Jón bóndi Sigurðsson á Haukagili
í Hvitársíðu, fyrrum alþingismað-
ur Mýramanna.
Veizlustjóri var Gísli kaupmað-
ur Sigmundsson. Setti hann sam-
sætið með skörulegri ræðu, skýrði
frá tilefni samkvæmisins, bauð
gesti velkomna og bað alla er að
kæmust, að setjast að borðum.
Afhenti hann því næst yfirráðin,
í bili, presti Breiðuvíkursafnaðar,
en í þeim söfnuði hafa silfurbrúð-
hjónin verið frá því þau reistu bu
í Lundi, og eru enn. Má segja,
að Breiðuvíkursöfnuður, þó ekki
sé hann stór, sé ágætlega skipað-
ur. Með því ábyggilega og góða
fólki teljast þau, Mr. og Mrs.
Lýður Jónsson. Lét séra Jóhann
syngja sálminn: “Hve gott og
fagurt og inndælt er”. Las því
næst biblíukafla og mælti fram
bænarorð. Var að því búnu sung-
ið versið fagra: “Ó, lífsins faðir,
láni krýn”. Fóru þá fram heilla-
óskir, með handabandi, silfurbrúð-
hjónunum til handa, af eins mörg-
um veiszlugestum og til gátu náð.
Tiil silfurbrúðkaupsins hafði ver-
ið efnt af vinum og vandafólki
þeirra Mr. og Mrs. Jónsson. Hafði
sá veizluundirbúningur farið svo
hljóðlega fram, að sjáJfir heiðurs-
gestirnir, silfurbrúðjhjónin, höfðu
enga hugmynd um samkvæmið,
fyrri en Gisli kaupm. og aðrir
vinir þeirra hjóna, komu að bjóða
þeim og að flytja þau í veizlusal-
inn.
Gjafir dýrar og vandaðar, silf-
urborðbúnað með 1 öllu tilheyr-
andi, frá vinum, ættfólki og venzla-
fólki þeirra hjóna, afhenti veiálu-
stjóri ásamt $43.00 í silfri (1 25C.
peningum); og frá börnum þeirra
Mr. og Mrs. Jónsson, $25.00, einn-
•g í 25 centa silfurpeningum. Börn
þeirra eru tvö: Helgi, rúmlega tví-
tugur, og Þorgerður, innan við tví-
tugt, bæði ágætlega myndarleg.
Peningagjafir og heillaóskir komu
frá þeim hjónum, Mr. • og Mrs.
Guðm. Bergman, og Mr. og Mrs.
Jóni Guðmundsson, er búa í Geys-
isbygð sunnanverðri ÓBifröst P.
O). Hafði þeim verið boðið, en
sökum illra vega ekki getað lagt í
það að fara. Sömuleiðis kom og
'heillaósk og peningagjöf frá Mrs.
Þorbjörgu Sigurðsson, frænku
Mrs. Jónsson.
Fagnaðarskeyti, er símað hafði
verið frá Californíu, frá þeim Mr.
og Mrs. Jóhannes Sveinsson, í
Monrovia, las og forseti upp. Að
því búnu las Mrs. M. Magnússon,
systir silfurbrúðarinnar, upp heilla-
óskaskeyti frá þeim Jóni H. John-
son og Halldóri Daníelssyni, fyrr-
um alþingismanni, er nú dvelur á
Betel. Eru þeir báðir frændur
þeirra silfurbrúðar og systkina
hennar. Einnig las Mrs. Magn-
ússon kvæði, er ort hafði Daníel
frændi þeirra Halldórsson, á Oak
Point. Birtist það væntanlega með
þessari fregn í Lögbergi. •
Lang-flest veizlufólk var úr
Breiðuvík og þar í grend. Lengra
að var þó nokkuð af fólki. ]>ar á
meðal voru þau Mr. og Mrs.
Sveinn Pálmason Jfrá Winnipeg
Beach, og frá Árborg þau Mr. og
Mrs. Jón M. Borgfjörð, og séra
Jóhann Bjarnason og Stefanía
dóttir hans. Það Árborgarfólk
ferðaðist fernt saman í tvísætaðri
kerru fdemocrat) með öflugu
hestapari fyrir, er Jón Borgfjörð
keyrði. Vegir austur af Árborg,
með fljótinu, allir í kafi sökum
áflæðis. Verður því að fara lang-
ar leiðir úr vegi, norður og austur
um engi og akra, þar sem vatn var
minna, þó það væri samt víða milli
knés og kviðar á hestunum. Gekk
ferðalagið þó ágætlega. Bæði ak-
týgi og annar útbúnaður dugði hið
bezta, þó tekið væri stint i taugar
með köflum, og komst Jón bóndi
með samferðafólk sitt i veizlusal-
inn á Hnausum stundarkorni áð-
ur en samsætið hófst.
Þegar gjafir höfðu verið fram
bornar og heillaóskaskeyti lesin,
ásamt kvæðinu, fóru fram veit-
ingar, með þeirri rausn og smekk-
vísi, sem alkunn er orðin í sam-
sætum íslendinga hér vestan hafs.
Skorti sízt góðan mannfagnað.
Fór fram fjörugt og kurteist sam-
tal undir borðum, eins og gerist í
góðum veizlum, en sterkari drykk
en kaffi varð fréttajútari yðar ekki
var við, þrátt fyrir nokkurt
drykkjuskapar orð, er samtíð vor
hefir, því miður, á sig fengið.
Væri ekkí úr vegi, að ungir menn
legðu sig fram, að hrinda þessu
drykkjuskaparorði af sanitíðinni,
með því að temja sér reglusemi
og vinna að sönnu bindindi, því
enn mun það sem fyrri vera satt,
að “hinir ungu eru timans herr-
ar.” Er vist rúm fyrir slíka góða
strafsemi ungra manna og ungra
kvenna ekki síður, bæði hér í Nýja
íslandi og út um allar bygðir vor
íslendinga, svo vítt sem þær ná.
Ræður í samsætinu héldu, auk
veizlustjóra, þau séra Jóh. Bjarna-
Jon, Bjarni Marteinsson, Mrs. Val-
gerður Sigurðsson, Sveinn Pálma-
son, Mrs. Pálmason, Magnús R.
Magnússon, Mrs. Sigríður Mar-
tin, Eiríkur Einarsson og Jakob
Friman. Fyrir hönd Silfurbrúð-
hjónanna svaraði Mrs. /Jónsson,
sem er gáfuð kona og vel máli
farin. Að öllum ræðunum var
gerður góður rómur, eins og ger-
ist í fagnaðarsamsætum. Einsöngva
söng Þorsteinn Kárdál, ungur
myndarmaður, Húnvetningur áð
ætt, ekki fyrir löngu kominn að
heiman. Hefir hann fagra söng-
rödd og er efni í góðan söngmann.
Á milli ræðanna voru einnig sungn-
ir íslenzkir valdir söngvar, er all-
ir samkvæmisgestir sungu.
í ræðunum, er fluttar voru í
veizlunni. kendi þess vináttuþels
og hlýleika, er gott fólk jafnan
nýtur. Þau Lýður Jónsson og kona
hans hafa búið á fremur erfiðu
skóglandi og hafa haft æðimikið
af veikinda9tríði, eða höfðu um
tíma, þó nú, sem betur fer, sé það
í góðu horfi. Lýður er dugnaðar-
maður, drengur góður og vandað-
ur, og kona hans mikil myndar-
kona og honum samhent í öllu.
Njóta þau, að verðugu, vinsælda
og virðingar í bygð sinni. Ekki
geta þau rík talist, fremur en svo
margir aðrir, en afkoma þeirra
mun þó vera orðin bærileg, eða
fremur góð að kalla má. Mun það
vera einróma árnaðarósk bygðar-
búa og vina allra, að þau hjón og
börn þeirfa fái að njóta fagurrar
framtíðar og bjartra æfidaga, ogí
að dagsverkið, er unnið hefir ver-
ið með trúmensku og góðri holl-
ustu, megi verða þeim mun fagn-!
aðarríkara og árangursmeira, því j
lengra sem líður á daginn. Er
vonandi, að því er þau 'hjón snert-j
ir, að enn sé mikið eftir æfidags-j
ins, og að því er börn þeirra á-j
hrærir, svo myndarleg og skemti-j
leg sem þau eru, og rétt að byrjaí
æfistarfið, að þau fái orðið for-j
eldrum sínum til mikillar ánægjui
og blessunar og mörgum öðrum
til nytsemi og heilla. Það er einlæg
heillaósk og blessunar til þeirra
Mr. og Mrs. Jónsson og barna
þeirra, frá Breiðuvíkurbúum og
öðrum vinum þeirra fjær og nær.
Fréttaritari Lögb.
TIL HELGU og LÝÐS.
(á 25 ára giftingarafmæli þeirra,
þ. 31. marz 1925.)
Að líta yfir liðna braut,
það löngum hugann hvilir
við sjáum bæði sælu’ og þraut,
sem að okkur féll i skaut,
og skuggi enginn skýlir.
Þvi oft er lifsins erfið leið, og
angur hugann þjakar
En sá, sem leggur líkn i neyð
svo lýsi manndómssólin heið,
þá okkur ekkert sakar.
Og hvem þann mann oss heiðra
ber,
sem hefir þrautir unnið,
og látið kærleiks ljós frá sér
lýsa þeim, sem eftir fer,
frá hjartarótum runnið.
Þvi er núna þessi stund
til þakkar yikkur gefin,
af þvi þið, á alla lund,
ykkar hafið vaxtað pund
og gengið göfug skrefin.
Þó ei þið hafið aurasafn, —
þið annað meira mátu, —
eg veit að gróðinn verður jafn,
þeim verðskulduðu fagurt nafn,
og hinna’ er hærra sátu.
Þið hafið aldarfjórðungs ferð
fylgd hvers annars notið,
og jafnframt gleði, mæðumergð
mætt hefir af ýmsri gerð,
en siðast sigur hlotið.
Eg óska ykkar æfikvöld
verði alt frá gleði runnið.
Og þökk sé goldin þúsundföld
— þetta séu ykkar gjöld —
fyrir æfistarfið unnið.
Eg volæði öllu vík á bug,
og vísur þessar endi,
með kveðju bezta’ og kæleikshug,
þér, kæra frænka, sendi.
Daníel HallMrsson.
Hjartanlega þökkum við öllum
þeim, frændum og vinum, sem
sýndu okkur kærleiksríkan vott
vináttu og velvildar á 25 ára gift-
ingar afmæli okkar þann 31. marz
síðastl., með því að halda okkur
samsæti og gefa okkur -rausnar
gjafir.
Helga Jónsson. Lýðivr Jónsson
Ný uppfynding.
Jóhann \rigfússon, smiður í
Wánnipeg, hefir fundið upp og
fengið einkaleyfi fyrir útbúliaði
til þess að stöðva glugga og halda
þeim föstum, á hvaða 'hæð glugga-
rammanna sem menn vilja, án þess
að minsta hætta sé á því, að hann
falli niður. Er þetta gjört með
fjöður, sem fest er í gluggann
sjálfan, sem fellur inn i gróp á
járni, sem fest er í gluggakistuna
að innan. Fjöðrin heldur glugg-
anum föstum, en lætur þó svo mik-
ið eftir, að maður getur ýtt hon-
um upp og niður með hendinni
eftir vild.
Þessi uppfynding Jóhanns er
hin þarfasta, því hún gjörir mönn-
um ekki að eins hægan fyrir með
að opna glugga í húsum sinum,
heldur byggir hún með öllu fyrir
hættu þá, sem af því getur stafað
og hefir stafað, að gluggar falli
niður eftir að þeir eru opnaðir og
meiði fólk, og losar fólk lika við
að vera sér úti um handhæga muni
til þess að setja undir gluggana,
til þess að halda þeirn opnum.
Þessi uppfynding Jáþpnns er
þörf i mesta máta, en það er ekki
nóg, þvi hann þarf að geta kom-
ið henni á framfæri, og til þess
þarf fé, en Jóhann er fátækur
daglaunamaður, og væri því fall-
ega gjört, ef menn vildu létta und-
ir með honum, svo honum gæti
orðið eitthvað úr henni. Sala hlyti
að verða mikil fyrir þenna glugga-
stoppara, þvi hann getur ekki orð-
ið dýr, og kostnaðurinn við að
sttja hann á, hlyti að verða tiltölu-
lega litill.
u
A” flokkur Taflfélagsins “Iceland”,
í Winnipeg og District
sem vann fyrstu verðlaun
samkepninni.
Mennirnir eru (standandi) frá vinstri til hægri: — Kristinn Pétursson, Agnar R. iMagnússon, Gilbert Árnason, Karl Thorláksson.
Sitjandi:— Ólafur J. Ólafsson, séra Hjörtur J. Leó, Guðjón Kristjánsson.
Or bænum.
Mr. John Hjörleifsson frá Win-
nipeg Beach var skorinn upp við
kviðsliti á Almenna sjúkralhúsinu
hér í borginni á fimtudaginn í vik-
unni sem leið. Dr. B. J. Brandsson
gerði uppskurðinn, sem hepnaðint
ágætlega. Býst Mr. Hjörleifsson
ekki við að dvelja lengur á sjúkra-
húsinu, en svo sem vikutíma enn.
Söngflokkur Goodtemplara, und-
ir stjórn Halldórs Þórólfssonar,
heldur samsöng í Goodtemplara-
húsinu fimtudaginn, 28 þ. m. Þeir
Páll Bardal og Sigfús Halldórs
frá Höfnum syngja einsöngva.
Nánar auglýst síðar. Þetta verður
síðasta samkoman, sem söngflokk-
ur þessi stofnar til á yfirstand-
andi árstíð.
ada árið 1798; það hefir útibú í
Winnipeg og selur vörur' sínar
beint ti! bænda. The S. H. Bor-
bridge Co. í Winnipeg, hefir nú
gefið út nýja vérðskrá, sem send
verður ókeypis ibændum. er senda
félaginu nöfn sín og heimilis-
fang.
2. þ. m. andaðist á iSt. Boneface
sjúkrahúsinu hér í bænum Frank-
Iin Bei’gen 19 ára að aldri sonur
Jóhannesar Helgasonar fyrrum
skipstjóra á Winnipeg-vatni og
konu hans Elinborgar sál. Guð
laugsdóttur Johnsons og þeirra
hjóna, sem lengi voru búsett hér
í Winnipeg. Banamein Franklins
sál. var tæring. Hann var jarð-
sunginn af dr. B. B. Jónssyni frá
útfararstofu Bardals síðastliðinn
þriðjudag. Skyldmenni þakka al-
úðlega öllum þeim, sem viö útför-
ina voru sladdir.
Gefin saman í hjónaband laug-
ardaginn hinn 9. þ. m., Eliníborg
Steingrímsdóttir Thorarinsou 0g
James E. Millar, frá St. Vital
Hjónavígslan fór fram í St. Matt-
hews kirkjunni og var hún fram-
kvæmd af Rev. Robertson.
Mr. Halldór Sigurðsson bygg-
ingameistari, að 804 McDermot
Ave., hefir nýlokið samningum um
að byggja stóra og veglega kirkju
hér í borginni. Heitir hún River-
wiev Prestbyterian Church. Á hún
að kosta yfir fjörutíu þúsund dali.
Mr. Sigurðsson er þegar tekinn
að undirbúa verkið. Er gott til
þess að vita, er landar innvinna
sér slíkt traust. ÞaTf ekki að efa
að Halldór láti íslendinga sitja
r'yrir atvinnu við byggingu þessa
í sumar, sem kemur vafalaust vel.
Samkvæmt símfregnum, fór far-
þegjaskip Scandinavian — Ame-
rican eimskipafélagsins, “United
States” frá Oslo síðastliðinn laug
ardag og er væntanlegt til Hali-
fax mánudaginn hinn 18. þ. m.
með fjölda ferðamanna.
íslendingar í Winnieg eru mint-
ir á bazaar þann, sem kvenfélag
Fyrsta lúterska safnaðar heldur
i funðarsal kirkjunnar þriðjudags-
kvöldið og seinni part miðvikudagi
og miðvikudagskvðldið í næstu
viku, 19. og 20 maí. Þar verður
seldur margskonar varningur og
þar verður gleðskapur mikill.
Mðvikudaginn, 6. maí, voru þau
Thorarinn Pétursson frá Gimli,
og Helga Halldórsson frá Akra,
N. D. gefin saman í hjónaband að
493 Lipton St. af séra Rúnólfi
Marteinssyni. Heimil. þeirra verð-
ur að Gimli.
Bændur, veititS athygfli auglýs-
ingunni frá S. H. Borbridge Co.,
sem birtist í þessu blaði. Félag
þetta býr til og verzlar með ak-
týgi af fullkomnustu gerð. Fé-
lagið var stofnað í Austur Can-
Úrherbúðum sambands-
“þingsins.
Þess hefir áður verið getið, að
fjárlagafrumvarp stjórnarinnar
hefir verið samykt með 123 at-
kvæðum gegn 86, eða 37 atkvæða
meiri hluta. Seytján þingmenn úr
bændaflokknum greiddu atkvæði
á hlið stjórnarinnar, þar af níu úr
Ontario-fylki. Þingið hefir því
með allmiklum meiri hluta, fallist
á istefnu núverandi stjórnar i
fjármálum og mun óhætt mega
fullyrða, að slíkt sé í beinu sam-
ræmi við þjóðarviljann. Aðeins
einn þingmaður úr frjálslynda
flókknum, greiddi atkvæði á móti
frumvarpinu ,sem sé Francis N.
Mc Crea, frá Austur-Quebec er sí
og æ hefir verið mótfallinn lækk-
un verðtolla. Eitt af því, sem
einna mesta abhygli vakti við at-
kvæðagreiðsluna var það að J. F.
Jolhnson, ibændaflokks þingmaður
fyrir Last Mountain kjördæmið í
Saskatc'hewan, einn af mestu á-
hrifamönnum flokksins, greiddi
atkvæði með frumvai-pi stiórnar-
innar ásamt stéttarbræðrum sín-
um frá Ontario. Er afstaða hans
ljós vottur þess, hve minsta kosti
sumir leiðandi menn Vesturlands-
ins, eru að snúast til fylgis við
stjórnina.
Aðvörun.
Síðustu viku, sem umræðurnar
um fjárlagafrumvarpið stóðu yfir
gaf stjórnarformaður, Rt. Hon. W.
L. MacKenzie King, þingmönnum
þannig lagaða aðvörum:i—
“Eg vil leyfa mér að tilkynna
háttvirtum þingmönnum , að
stjórnin tekur ekki í mál, að þing-
ið sitji alt sumarið út og þrefi og
þjarki um hitt og þetta, sem lítið
kemur þjóðarbúskapnum við. Sjái
stjórnin sér ekki fært, að knýja
fram hin allra nauðsyn’egustu
laganýmæli, mun eg ekki hika við
að fara þess á leit við hans há-
Sigurvegararnir í taflfélags samkepninni
Agnar R. Magnússon vann Halldórssons bikarinn og gullpeninginn;
Karl Thorláksson vann silfurpeninginn; Jón Bergmann vann eir-
peninginn.
göfgi landsstjórann, að Iiann
rjúfi þing og efni tafarlaust til
nýrra kosninga. Eg er viss um að
þjóðin er mér sammála í þessu
efni, og að hún mun krefjast þess,
að núverandi stjórn verði endur
kosin með það miklu afli atkvæða,
að hún geti óhindruð veitt málefn-
um almennings forystu. Stiórnin
hefir átt afar erfitt aðstöðu, með
lítinn meirihluta í neðrk málstof-
unni og óvinveitt «er.ate. Samt
sém áður hefir stjórninni hepnast
svo vel ráðsmenskar.. að full á-
stæða er fyrir þjóðina að fagna
yfir
Hændaflokkurinn klofnar
Rétt áður en atkvæðagreiðslan
um fjárlagafrumvarpið fór fram,
flutti Thomas H. McConica,
bændaflokksþingmaður frá Battle-
ford í Saskatchewan ræðu, þar
sem hann lýsti undrun sinni yfir
því, að flokksbræður sínir skyldu
ekki undantekningarlaust greiða
atkvæði með f járlagafrumvarpinu.
Auðvitað kvaðst hann hafa kosið,
að lengra hefði verið gengið i því,
að lækka verndartollana, en að
öllu athuguðu væri þó drjúgur
munur á stefnu núverandi stjórn-
ar, eða hátollastefnu íhaldsflokks-
ins, og þessvegna ætti stiórnin
strangt tekið heimting á stuðn-
ingi bænda og búalýðs. Var ræðu
hans tekið með fögnuði miklum
af hálfu þingmanna frjálslynda
flokksins, sem og þeirra úr hópí
bændanna ,er atkvæði greiddu á
hlið stjórnarinnar.
HALLDÓR HALLDÓRSSON,
sem gaf fyrsta taflbikarinn
FRA ÍSLANDI.
Þórarinn Guðmundsson fiðlu-
leikari hefir dalið eins og kunnugt
er, erlendis um langt skeið. En nd
fyrir stuttu er hann kominn til
Hafnar frá Þýskalandi. Var hann
um 9 mánaða tima í Leipzig og
Hamborg, og hefir nú fengið stöðu
við eitthvert stærsta leikhúsið í
Leipzig. Er þetta því eftirtektar-
verðara, sem þýskir listamenn era
að streyma úr landi vegna atvinntr
leysis. —
Morgunbl.