Lögberg - 18.06.1925, Qupperneq 3
LOUðEBG, FIMTUl>AGINN 18. JÚNÍ. 1925.
SÓLSKIN
Fyrir börn og unglinga
Bónorðsförin.
tGamla klukkan í stóru, rúmgóðu ibóndastofunni
sló 3. Palbbi og mamma fóru að teygja úr sér í rúmi
sínu. Það var bráðum kominn tími til þess að fara á
fætur og byrja á hinum nýja starfsdegi.
Það var einhver, sem opnaði dyrnar og kom inn í
hina hálfdimmu stofu. '
“Ertu kominn á fætur, Göran?” spurði móðir
hans undrandi, ‘1hvað stendur til?”
"Eg fór á fætur til að sjá sólargeislana leika sér
á trjátoppunum,” svaraði Göran hlæjandi.
“Ó flónið þitt,” sagði faðir hans, það er ekki
Jónsmessa í dag.”
“Hún getur nú líklega dansað á trjátoppunum
fyrir því. En verið þið nú sæl pabbi og mamma, þið
giskið líklega á hvert eg ætla að fara.”
“Vertu eæll, drengur minn, og guð og Iukkan fylgi
þér,” sagði faðir ha'ns. “Og eg óska að sólargeisl-
arnir leiki sér á trjátoppunum líka, þegar þú ert á
heimleið,” sagði móðirin.
Göran fór út úr húsinu og yfir á þjóðbrautina.
Hann var stór maður vexti og vöðvaharður af áhrif-
um vinnunnar. Hann hafði ljóst, hrokkið hár og
augu, sjem voru eins blá og vorhiminn, góðleg og
trygg.
Nú sáust fyrstu sólargeislarnir á trjátoppunum,
er dreifðu sér um hina döggvotu jörð. Gören hló af
ánægju, og honum sýndist alt í kringum sig taka
þátt i gleði sinjii. Sólin hló, smáfulgarnir hlóu, svo
þeir gátu ekki sungið fyrir hlátri, jafnvel gaukur-
inn galaði í dag öðruvísi, hann sagði ekki, kuku, kuku,
eins og hann var vanur, en flaug frá einu tré til
annars og galaði: Hoho, hoho. Það var svo mikil
kæti kringum Göran, að honum fanst, svo hann varð
að hlæja líka.
Loftið fór að hitna, svo Göran fór úr treyjUnní
og lagði hana á öxl sér. Hann átti langan veg að
ganga, en hvað gerði það, þegar alt var svona skemtt-
legt, og gleðin svo mikil, bæði innan í honum og
kringum hann. Jafnvel durtslegi malarinn virtist
ánægður, þar sem hann stóð í mylnudyrunum.
“Hvert ætlar þú að fara svona árla morguns,
og það í sparifötunum,” kallaði hann til hans.
“Já getur þú getið þess góði kunningi?” sagði
Göran.
“'Ef þú værir ekki eins ánægjulegur en værir
með kvíðasviip og efandi þá dytti mér í hug að þú
værir í bónorðsför.”
Göran hló aðeins.
“Hafi eg getið rétt þá óska eg þér til hamingju,”
bætti hann við.
“Þökk fyrir kunningi.” sagði Göran og hélt glaður
leið sinni áfram.
“Nei, kvíðandi er eg ekki,” sagði Göran,, “það er
eins og alt í kringum mig lofi mér lukku. Furutrén
kinka til mín kolli og fuglarnir syngja mér lán í eyra
á hverri grein. Og að önnu geðjast ekki illa að mér,
hefir hún sama sem sagt mér einu sinni. Ef faðir
hennar aðeins yrði því ekki mótfallinn; en það mun
hann naumast gera.” Og Göran fór að syngja af
ánægju og góðum vonum.
Klukkan var orðin átta, þegar hann náði tak-
marki sínu. Stóri bóndabærinn sást mjallahvítur
á milli trjánna. Geiturnar voru á beit á balanum,
og fyrir neðan tröppurnar höfðu gæsirnar safnast
saman og stóðu þar og orguðu og kvökuðu. Við
brunninn stóð Anna og var að þvo mjólkurföturnar..
Göran gékk beint til hennar.
“Góðari daginn, Anna!”
Hún ihafði auðvitað séð hann og þekt hann í
fjarlægð, en nú iést hún verða alveg hissa, þegar
hún leit upp og sá hann.
“Nei, Göran, góðan daginn. En hamingjan góða,
hvað kemur til þess að þú ert svona árla á ferð og
það jafnlangan veg, og í sparifötunum á virkum
degi?”
“Um það þarftu ekki að spyrja, Anna, því þú
veist svo vel ástæðuna.”
“Nei, það geri eg raunar ekki,” sagði Anna.
“Anna,” sagði Göran, og tók rösklega um báða
úlnliði íhennar. “Þú hefir aldrei skrökvað að mér
áður, og mátt heldur ekki gera það nú.” . Anna
svaraði ekki, en í tryggu, ibrosandi augunum hennar
sá hann, að það var ekki áform hennar.
“Þú veist það vel, Anna, að eg er komin hingað
þín vegna, af því eg gat ekki beðið lengur eftir lof-
orði þínu um að verða konan mín síðar meir. Segðu
mér, viltu það, Anna?”
“Já, eg er fús til þess, Göran,” sagði hún, “en
pabbi >—”
Göran laut niður og kysti rjóðu kinnarnar og
varirnar.
“Faðir þinn, já,” sagði hann svo, — “já nú fer
eg inn að tala við hann.”
lAnna stóð kyr við brunninn að þvp og þurka,
með kvíðandi huga og tár í augum, meðan Göran
gekk inn til föður hennar. Hún vissi vel hve erfitt
mundi að fá samþykki hans. Gamli Anton, faðir
önnu, hafði lengi Ibúist við þesssari heimsókn og
hugsað sér ræðuna, sem hann ætlaði að halda til
þess, að neita biðlinum. En þegar þessi myndarlegi
maður, með djarflegri framkomu og mikilli mælsku
stóð gagnvart honum, gleymdi hann alveg ræðunni
og svaraði, um leið og hann klappaði á öxl Görans:
"Já, það getur verið að Anna gæti fengið rík-
ari biðil, en fyrst þú vilt endilega hafa þetta þannig,
verðum við að láta að orðum þínum.” Og glaður yfir
því að hafa tekið þetta áform, bætti hann við hlæj-
andi: “Og nú fer eg og sæki telpuna.”
Það leið ekki langur timi þangað til hann kom
aftur með hana, og þá getur verið að þau hafi spjall-
að, verið glöð og ráðgert ýmislegt fyrir ókomna
tímann. Svo var gengið að vinnu, og Göran hjálp-
aði þeim eftir 'bestu getu, því heyið þurfti að kom-
ast í hlöðu áður en rigningin byrjaði. En þegar kveld
var komið og vinnunni hætt, safnaðist æskulýður
bygðarinnar saman til að dansa úti á túninu, og
Göran dansaði fjörlega við kærustuna sína, þangað
til hann kvaddi og hélt iheim á leið.
Næsta morgun var hann kominn út í skóg og
farinn að höggva, þegar faðir hans kom þangað. .
‘Góðan morgun, palbbi,” tsagði hann, “eg á að
flytja þér kveðju frá önnu og Anton föður hennar.”
“Þér hefir þá gengið vel í gær, get eg skilið,”
sagði gamli maðurinn.
“Já, pabbi, og eg er svo glaður. Það er eins og
öxin dansi á trjábolunum. Því hraðara, sem eg
hegg, því fyr getum við Anna reist okkar eigið bú.”
Gamli maðurinn fór líka að höggva, og þegar
Ihann rendi huganum aftur í tímann til þess dags,
sem hann og mamma höfðu heitbundist, fanst honum
líka að öxin dansa á trjánum.
Tígrisdýraveiði á Austur-
Indlandi.
Þegar eg var stýrimaður á enska skipinu “The
Hunter,” komum við eittisinnítil Rangun, þar sem eg
fékk að vita að innan skamms átti fram að fara
stórkostleg tígrisdýraveiði, og eg hugsaði um það
nótt og dag, hveVnig eg ætti að geta fengið leyfi til
að vera með í henni.
Rangun stendur hérumbil 60 mílur inni í land-
inu við fljót nokkurt, þar sem isjávarfðllin gera
mönnum ómögulegt að sigla án akkeris.
Já, ókunnugum virðist ttetta ótrúlegt, en til-
fellið, er að fljótið er víða svo mjótt og krókótt, að
reiðinn og ráarendarnir festast oft í greinum trjánna
er standa á fljótsbökkunum.
Þegar aðafallið tbyrjar og ryðst áfram með því
afli, sem auðveldast er að skilja af því, að 20 mílur
inni 1 landinu dýpkar fljótið um 20 til 30 fet, og þá
skilja menn að sigling er ómöguleg í þessu þrönga
fljóti.
Seglin eru bundin við rárnar og abkerinu slept
útbyrðis. Skipið heldur aðeins útbyrðis. Skipið held-
ur nú áfram með afturstafninn á undan og fylgist
með straumnum.
íKomi maður að stórri bugðu, er akkerið aðeins
látið snerta öotninn, svo að skipið snúi sér rétt í
hina nýju istefnu, að því búnu er akkerinu aftur lyft
dálítið og skipið heldur áfram.
tlm nætur urðum við að liggja kyrrir, og þá
fengum við ókeyipis s^msöng hjá bestu söngvurum
frumskóganna.
Hinn auðþekti söngur tígrisdýrakóngsins þagn-
aði þó brátt, því hans hátign byrjar að veiða á
kvöldin og syngur þá altaf stuttar vísur og stein-
þagnar isvo.
Hin lítt tamda rödd hans er svo -hvell og sár, að
hún gleymist ekki strax, hafi maður heyrt hana á
þögulli nótt í frumskógunum.
En þegar hann byrjar sönginn, taka þúsund
aðrar raddir undir, og hinn mismunandi hljómur
þessara radda, smýgur í gegnum bein og merg.
Þegar við vorum komnir til Rangun á þeim
skemtilega tíma ársins, sem engin rigning á >s^r stað,
en er samt svo heitt að menn geta ekki sofið í káetu
sinni, sváfum við, skipstjóri og eg í hengibólum á
þilfarinu.
Þegar við höfðum hlustað á tígrisdýraorgið um
stund, sagði eg við skfpstjórann:
“Hvernig mundi Wilde skipstjóra geðjast að
tígrisdýrsfeldi með haus og fætur undir káetuborð-
inu?”
“Ó, það væri ekki svo afleitt.”
“Gefið þér mér þá leyfi til að vera með tígris-
dýraveiðimannaflokknum í næstu viku,” sagði eg.
IWilde iskipstjóri þagði um stund og hugsaði, en
að síðustu sagði hann:
“Já, stýrimaður, mig hefir oft langað til að taka
þátt í þessum veiðum, og nú skal verða alvara úr
því. Við skulum 'báðir taka þátt í veiðunum, þegar
við erum komnir í höfn og fela öðrum stýrimanni á
hendur umsjón skipsins um fáeina daga.”
Glaður varð eg og dreymdi alla nóttina að tígris-
dýr og pardusdýr vildu komast upp í hengibólið til
mín.
Lobs láum við í höfn, affermdum kjölfestuna og
fólum öðrum stýrimanni umsjón skipsins á hendur.
Farmurinn, sem vera átti einungis hrísgrjðn,
var ekki tilbúinn til afhendingar fyr en að 14 dögum
liðnum, og svo fórum við að búa okkur undir veiði-
förina.
Hvorugur okkar vissi til hlítar hvernig við áttum [
að búa okkur, en gerðum það eins og við höfðum ^
best vit á. >
Ekki færri en lOOmanns áttu að taka þátt í veið-
inni, því það var sagt að alt héraðið væri þakið af
tígrisdýrum.
Lobs rann hinn mikli dagur upp, og allur veiði-
mannaflokkurinn safnaðist saman á sléttu nokkurri
fyrir utan bæinn.
Fílar og hestar, enskir menn og Hindúar, hvað
innan um annað, gerðu mikinn hávaða þangað til
landstjórinn kom, sem með sinni háværu rödd skíp-
aði öllum að þegja.
Nú bjó allur bópurinn sig út; í snatri með fíl-
ana í broddi fylkingar, og svo hestana og farangurs-
lestina aftas-t.
Farangurslestin var lengst af þessari löngu
ferðamannalest.
Englendingarnir vildú láta sér líða eins vel og
mögulegt var, þó í frumskógi væri, og þar eð við átt-
um tvær dagleiðir til veiðistöðvanna, urðum við að
flytja með okkur tjöld, matreiðslupotta og óendan-
legan grúa af ábieiðum.
Skipstjórinnn og eg höfðum fengið pláss á baki
fíls nokkm í burðarstóli, sem gat tekið á móti fleir-
I um. Hjá pkkur var þar enskur herforingi, gem gaf
okkur þær nauðsynlegustu bendingar.
Eg spurði hann hversvegna við þyrftum að fara
tvær dagleiðir, þegar svæðið í kringum Rangun væri
þakið af tígrisdýrum?”
“Ef þér þektuð þá innfæddu eins vel og eg,”
sagði hann, “þá munduð þér skilja, að ef þeir sjá
einn villikött, þá breytir ímyndun þeirra honura stráx
í 100 tígrisdýr og 50 ljón.”
Rangun istendur á afarstóru nesi milli tveggja
fljóta og eru hrísgrjón aðalútflutningurinn þaÖan.
Til austurs er afarmikill fjallahryggur sem
sést í mikilli fjarlægð, en áður en maður kemur til
fjallanna verður maður að fara yfir ósýnilega störa
hrísgrjónaakra, þar sem hinn fótalangi piparfugl
gengur fram og aft,pr svo alvarlegur, og flamingóinn
eins og stráir birtu í kringum sig með sínum rauðu
fögru litum.
Hrísgrjón vaxa aðeins þar sem votlent er, en
ekki á þurlendi.
Þegar hin miklu vatnsflóð frá fjöllunum fara
að réna þá er hentugastur tími til að sá hrísgrjón-
um, og af því flóðin eiga sér stað tvisvar á ári,
eru uppskerurnar tvær. Ef engin flóð falla, þornar
alt upp og af því að aðalfæða fbúanna eru hrísgrjón,
leiðir, af því hungursneyð og alls konar eymd.
Um kvöld þess síðara dags komum við að fjöll-
um. Þar rann lítill lækur, en beggja vegna við hann
var afarstór skógur af 'bambusreyr, sem við sáum
engin takmörk að.
Við (héldum hratt áfram í gegnum þenna skóg,
eftir mjóum stíg, til þess að velja okkur aðsetur í
fjallshlíðinni. En þegar fíll landstjórans kom að
læknum, rak hann upp einkennilegt hljóð, en ekki
hinn vanalega bumibuslátt.
Þarna varð öll lestin að nema staðar á mjóa
stígnum.
Eins og falllbyssukúlu væri skotið stökk stórt
tígrisdýr upp á hnakkann á fremsta fílnum, í þvi
skyni eflaust að ná í manninn, sem stýrði honum,
en fíllinn var fljótari til að grípa tígrisdýrið með
rananum, og fleygja því með yfirburða afli á jörðina,
tróð því svo með framfótunum ofan í mýrina.
Leiðtoginn meiddist ekki, en úr rana og fram-
fótum fílsins blæddi allmikið.
Fyrsta tígrisdýrið var þannig yfirunnið án skots,
en þar eð sólin var farin að lækka á lofti, hröðuðum
við okkur til fjallshlíðarinnar. Efst voru tjöldin reist
og svo var kveikt stórt bál.
Ef við höfum heyrt til tígrisdýranna í fjarlægð
á skipinu, þá heyrðum við nú til þeirra í nánd.
Hvorki skipstjórinn eða eg gátum sofnað. Mér
fanst stundum eins og tígris-dýrin væru að læðast
að okkur, og hin fjöruga hugsun mín kom með ýms
áform til þess að verjast þessum kattafrændum, ef
þeir réðust á okkur.
Loksins varð klukkan sex, og sólin leysti hið föla
tungl af verði.
Nú byrjaði hin fyrirhugaða veiði.
Fyrst fóru um 70 menn inn í skóginn, og hjuggu
bambusreyrinn niður, svo við fengum stórt og rúm-
gott svæði til að veiða á. Á þessu bogadregna svæði
vorum við látnir standa með ákveðnu millibili. Okkur
var skift í hópa og fjórir menn í hvorum hóp en þar
eð skotlínan var bogin, gátum við ekki séð hina hóp-
ana þaðan sem við stóðum.
Þegar við vorum komnir á skotstöðvar okkar,
var hópur af mönnum sendur til hinnar hliðar skóg-
arins til að kveikja í honum.
Það leið ekki á löngu þangað til við heyrðum
brakið og brestina í eldinum, og nú byrjaði fjörug
hreyfing í skóginum. Gömul og ung tígrisdýr með
ungana sína, komu þjótandi út á skotsvæðið, til þess
að forðast það eina, sem hræðir þau, eldinn.
Hræðslan var svo megn, að við gátum skotið
eins hratt cg mögulegt var, án þess að óttast að ráð-
ist yrði á okkur.
Skot eftir skot drundi, þangað til eldurinn nálg-
aðist okkur og ekkert dýr var eftir á þá hlið skot-
svæðisins.
Nú kveiktum við eld á móti hinum eldinum, svo
allur eldurinn slokknaði af sjálfu sér. Bambusreyr-
inn brennur afarfljótt en slokknar líka Ibráðlega.
Nú var klukkan þrjú og við gengum til tjald-
anna, en vinnumennirnir voru látnir fara að draga
saman veiðifenginn og flá fegurstu iskinnin af dýr
unum.
í þrjá daga var veiðinni haldið áfrpm á þennan
hátt„ óig þá var bamlbusskógurinn orðinn dýralaus.
Hve mörg tígrisdýr var búið að drepa vissi enginn
þar eð aðeims feldirnir af þeim fegustu voru hirtir.
Fyrri hluti dagsins var allerfiður í þessu hita-
belti, og taugar okkar urðu að þola allmiklar kvalir,
en isíðari hlutinn var svo miklu þægilegri, þar sem
við láum og drukkum te eða annað sælgæti (áfengis
má ekki nejda nema í smáum skömtum í þessu lofts-
lagi), reykjandi pípurnar okkar og spjallandi um
veiðina.
Endurminningar þessara daga urðu þó óþægi-
legri af því, að þrir af vinnumönnunum voru svo
meiddir af tígrisdýrunum, að þeir dóu áður en við
komum til Rangun. ' <
VÖGGUVÍSUR.
Kossi kvöldsins besta
kyss mig, ást mín,. iheitt;
best er blund að festa
Ibarni, sem er þreytt.
Legg augun aftur nú
svo, ást mín, sofnir þú.
Spékopp þinn hinn þýða
þægt eg brosa lít;
en, mín elskan blíða,
eg þiör svæfa hlýt.
Drúp, auga, bjartri brá,
því barn mitt isofna má.
Ekkert svart skal saka
sálu barns í nótt;
alvalds englar vaka
Professional Cards
DR. B. J. BRANDSON
31S-220 MEIUCAt; ARTS BU>S.
Oor. Graham and Kennedy Sta.
Phone: A-1834
Offlce tlmar: 2—3
Helmlll: 77« Vlctor Sl
Phone: A-7122
Wlnnlpeg, Manltob*
Vér leggjum sórstaka áherzlu & a»
selja meðul efttr forskriftum lækna.
Hln beztu lyf, sem hægt er aö fá eru
notuö etngöngu. . pegar þér komlð
með forskrllftum ttl vor megið þjer
vera vlss um að fá rétt það sem lækn-
trinn tekur til.
COLCLEDGH & CO.,
Notre Dame and Sherbrooke
Phones: N-7659—7«59
Gtftlngalej-fisbréf »eld
DR. O. BJORNSON
216-220 MKDICAh ARTS BLDti.
Cor. Graham and Kennedy Sta.
Phone: A-18:54
Offlce tlmar: 2—3
Hetmlll: 764 Victor St.
Phone: A-7586
Wtnntpeg, Manltoba
dr. b. h. olson
216-220 MKDIOAIi ARTS BIiDG.
Cor. Graham and Kennedy 8tr.
Phone: A-1834
Oftice Hours: 3 to 5
Hetmlll: 921 Sherburne St.
Wlnnlpeg, Manttoha
DR J. STEFANSSON
216-220 MEDIOAD ARTS BXiDG.
Cor. Graham and Kennedy Sta.
Stundar augna. eyrna, nef og
kverka sjökdðma.—Er að hltta
kL 10-12 f.h. og 2-5 e.h.
Talstmi: A-1834. Heimlll:
373 Rlver Ave. Tals. F-2601.
DR. B. M. HALLDORSSON
401 Boyd Bullding
Oor. Portage Ave. og Edmonton
Stundar sérstaktega berklaaýkl
og a8ra lungnasjúkdðma. Er að
flnna á skrifstofunnl kl. 11_12
f.h. og í—4 e.h. Sfmi: A-3521.
Hetmilt: 46 AltoTvay Ave. Ta4-
elmt: B-3168.
DR. A. BLONDAL
818 Somerset Bldf.
Stundar aérstaklega kvenna eg
barna sjúkdóma.
Er að hitta frá kl. 10—-12 f. h.
8 til 5 «. h.
Office Phone N-6410
Helmlll 80« Vlcbor 9kr.
Siml A 8180.
DR. Kr. J. AUSTMANN
Viðtalstími 7—8 e. h-
Heimili 469 Simooe,
Sími B-7288.
DR. J. OLSON
Tannlæknir
216-220 MEDIOAD ART8 BLDG.
í'or. Graham and Kennedy 8ts.
Talsími A 8521
Heimili: Tals. Sh. 8217
J. G. SNÆDAL
Tannlæknir
614 Somerset Block
Oor. Portage Ave. og Donald 8t
Talsfml: A-8889
THOMAS H. JOHNSON
og
H. A. BERGMANN
isl. lögfræðingar
Skrlfstofa: Room 811 HeAnhti
Bnilding, Portage Ave.
P. O. Box 165*
Phones: A-6849 og A-U4*
W. JT. IJNDAIv, i. H. IiENDAL
B. 8TEFAN8SON
Islenzklr lögfræðlngmr
708-709 Great-West Perm. Bldg.
356 Mitin Street. Tals.: A-496S
>»lr hafa stnnlg skrlfatofur að
Lundar, Rlvsrton, Qlmll og P!n«j»
og «ru t>ar aC hltta á •ftlrfyigl-
andl tlmum:
Lundar: annan hvern mlCvlkudaa
Rlvarton: Fyrsta flmtudag
Glmliá Fyrsta mlCvlkudaa
Plney: þrlCja föstudag
1 hverjum mánuBl
Stefán Sölvason
Teacher
of
Piano
Ste 17 Emily Apts. Emily St.
A. G. EGGERTSSON LL.B.
ísl. lögfræð*ngur
Hefir réfct til að flytj* má!
bæði í Man. og Sask.
Skrifstofa: Wynyard, Saak.
Salnasta mánudag f hverjum mán-
uCl staddur 1 Churchbrldg*.
Dr. H. F. Thorlakson
Phone |8
CRYSTAL, N. Dakota
Staddur að Mountain á mánud.
kil. 10—11 f. h.
A8 Gardar flmtud. kt. 10-11 f.h.
JOSEPH TAVLOR
LOGT AKBM ACUH
HeimlUstals.: 8t. Jofan 1M4
ðkrifatofn-Tnla.: A «M«
T*kur lðgtakl h»6t
vettskuldlr, vlxfaakuldlr. AtgreMfa irt
nem aB löguxn tytur.
gkrllatofa 9U Mato fkaem
Giftinga og
Jaröarfara-
með litlum fyrirvara
Birch blómsali
616 Portage Ave. Tal«. B720
ST IOHN 2 RfNC 3
J. J. SWANSON & CO.
Verzla ir.eð fasteignir. Sjá
um leigu a nusuir.. Annast
lán, eldsábyrgð o. fl.
611 Paris Bldg.
Phones. A-6349—A-6310
Munið Símanúmerið A 6483
og pantitS meððl yðar hjá osa. —
Sendtð pantanír aamstundUi. Vér
afgrelðum forskrlftlr með sam-
vlzkuseml og vörugseðt eru ðyggj-
andl, enda höfum vér magrra ára
lærdðmsrlka reynslu að bakl. —
Allar tegundtr lyfja, vlndlar, ta-
rjðml, sætlndl, rltföng, tðbak o. fl.
McBURNEY’S Drug Store
Cor Arllngton og Notre Dame Ave
yfir Ibeði hljótt.
Drúp, auga, bjartri brá,
svo barn mitt sofi þá.
Jón Runólfsson: Þögul Leiftur.
VIÐSÝNI.
Ef að og gæti upp á náð
andans víðsýnu tinda háa,
út yfir hulinn geiminn gáð,
grandskoðað alt hið stóra’ og smáa,
mundi eg sjá, hve mikið hér
mannsins skammsýni andi þekkir,
sem tvíræða speki temur sér,
og trúlausan heiminn á því blekkir.