Lögberg - 25.06.1925, Blaðsíða 2

Lögberg - 25.06.1925, Blaðsíða 2
Bi*. 2 LÖGBERG FIMTUDAGINN, 25. JUNÍ 1925. Beztar af öllu er hún reyndi. Segir Alberta kona um Dodd’s Kidney Pills. Mrs. L. Lippa þjáðist í þrjú ár af i nýrnasjúkdómi. St. Kilda, Alta., 22. júní (einka- fregrj). “Eg hefi þjáðst í þrjú ár af nýrnasjúkdómi. Eg letaði lækna og , reyndi meðul árangurslaust. Loks reyndi eg Dodd’s Kidney Pills og þær sannarlega gerðu mér gott. Áður gat eg tæpast sint mín- um daglegu innanhússtörfum. En , þrjár öskjur af Dodd’s Kidney Pills, komu mér ti] fullrar heilsu. Þær eru besta meðalið, sem eg hefi þekt,” esgir Mrs. L. Lippa, velmetin kona hér á staðnum. Nýrnasjúkdómar eru mjög al- gengir meðal fólks fa öllum stétt- um. en því mður g$fa menn þeim ekki alment nægao gaum í byrjun. Besta ráðið er að athuga í tæka tíð ásigkomulag nýrnanna og reyna að halda þeim hraustum. Dodds Kidney Pills eru öruggasta meðalið þegar um sjúk nýru er að ræða. Þær eru notaðar um allan heim. Island úti og inrri. JÓHANNES JÓSEFSSON. Morgunblaðið fékk nýlega bréf frá Jóhannesi Jósefssyni, skrifað í Norwich, Connecticut. Var hann þá nýkominn þangaö frá Syracuse i New York riki, og hafði hann sýnt frumbyggjaleik sinn þar. — Hefir áður verið minst á hann hér í blaðinu. Jóhannes ferðast uú torg úr borg í Bandaríkjunum og sýnir list sína. Sjálfsvarnarbrögð þau, sem Jóhannes notar, eru ís- lenzk glímubrögð, og framkoma Jóhannesar vekur hina niestu eft- irtekt allsstaðar. Er ekki lítils virði að allsstaðar þar, sem Jó- hannes kemur, birtast langar greinar um hann, íslenzka glímu —og ísland, því Jóhannes hefir Eg á því, að fræða blaðamennina um ísland um leið. Blaðið “The Bost-Standard,'’1 í Sýracuse, |New York, flytur mynd af Jóhannesi og langa grein um íþrótt hans. — íþnóttamaðu^inn -Erank O’Nell segir í þessari grein, að hnefa- leiks maðurinn Jack Dempsey mætti vara sig á Jóhannesifef þeir færi saman, og báðum væri frjálst að nota hvaða brögð sem væri. O’Nell minnist á glímur þær, sem Jóhannes hefir háS við jiu jitsu glímumenn. Hafa japanskir glímu- menn þó þótt engin lömb að leika sér við. Hann vann sigur á Taro Myake, einhverjum bezta jiu jitsu manni, sem komið hafði til Banda- ríkjanna frá Japan. Hann vann ernnig sigur á hinum fræga Qno Ib'abutsu “sumo og judido-kappa Nippon’s”, og að lokum á Hirano. sem hafði fariS sigurför um Ev- rópu. — Hann vann sigur á fleiri Japönum , og er vert að minnast sérstaklega á eina glímu, er hann liáði viS Japanann Otagawa í Ma- dison Sq. Gardens í New York City, í viðurvist japanska konsúls- ins Jjar í bæ. Að eins fáir gestir voru viðstaddir.' Ottagawa var maður mikill vexti og sterkur. Svo var ráð fyrir gert, aS þeir glímdu 3 glimur: íslenzka, jap- anska fjlu jitsuj og enn eina, og væri þá báðum frjálst að nota hvaða bragð sem væri fcatch as catch can). — En þegar til kom, neitaði Japaninn að glíma nema japanska glímu, og varð Jóhannes að láta sér þaS lynda. En þó að Japaninn væri þá, að sögn Jó- hannesar, sterkari en hann, vann hann auðveldlega sigur á honum. —Jóhannes og glimukappinn Sta- nilaus /Zbyszo, keptu eitt sinn í “catch as catch can”, og féll Sta- nislaus á sniSglímu, en kappann Vladek fdldi hann áj kílofbragði. Jóhannes hyggur líklegt, að jap- anska gliman sé eftirlíking af ís- lenzkri glímu. Japönsku glímuna lærði japanskur læknir á ferð í Kína á 16. öld, og vakti síðan á- huga fyrir henni í landi sínu. Þar var glíman svo umbætt smámsam- an. En víkingar lögSu stund á glímur, eins og kunnugt er. Skal enginn dómur á það lagður, hvort þessi tilgáta Jóhannesar sé líkleg eða ekki. — íslenzkum íþrótta- vinum er það vafalaust gleSiefni, að Jóhannes gengur svo rösklega fram í að vekja eftirtekt á íslenzku glimunni. Gerir hann og mikið til þess að vekja áhuga íslendinga vestra fyrir glímunni, og eru nú að sögn glimufélög aS risa upp viða i bygðum íslendinga vestra. En mest um vert er þó kannske, að Jóhannes sjálfur er sómi sinn- ar þjóSar, hvar sem hann fer. — Hefir hann aldrei dulið ætterni sitt. — Þvert á móti. —Askell. Gjörðabók Kirkjuþingsins. Fertugasta og fyrsta ársþing Hins evangeliska lúterska kirkjufélags Isletidinga í Vesturheimi. Haldið í Selkirk, Manitoba, 18.—23. júní 1925) FYRSTI FUNDUR. Fertugasta og fyrsta ársþing Hins ev. lút. kirkjufélags íslend- inga í Vesturheimi var sett í kirkju Selkirk safnaSar, í Selkirk, Manitoba, þ. 18. júní 1925, kl. 7.30 e- h. ÞingiS hófst meS guSs- þjónustu og altarisgöngu. Prédikun flutti séra Hjörtur J. Leó, og hafði fyrir ræSutexta Jóh. 17, 4-5. * Setti siSan forseti, séra Kristinn K. Ólafsson, þingiS á venju- legan hátt. Forseti tilkynti þinginu, aS bæSi skrifari og vara-skrifari væru fjarverandi. YrSi því þingiS aS kjósa einhvern ti! aS gegna störf- um skrifara, þar til vara-skrifari kæmi á þing. Var til þess kos- inn séra Jóh. Bjarnason, samkv. tillögu séra J. A. SigurSssonar. , í kjöubréfangfnd skipaSi forseti þá séra Harald Sigmar, J. J. Swanson og Jón Hannesson. Forseti tilkynti, aS til þings væri kominn Rev. Dr. J. A. More- head, virSulegur sendiboSi National Lutheran Council. BauS hann Dr. Morehead velkominn til þings, og tilkynti um leiS, aS hann mundi ávarpa þingiS fyrir hádegi næsta dag. SvaraSi Dr. More- head ávarpi forseta meS nokkrum hlýjum kveSjuorSum til þings- ins og kirkjufélagsins í heild sinni og var svo fpndi frestaS til kl. 9 f.h. næsta dag. ANNAR FUNDUR kl. 9 aS morgni þ. 19. júní, á sama staS. Skrifari las upp skýrslu um embættismenn, presta og söfnuSi kirkjufélagsins: I. Embœttisbmenn :—Séra K. K. Ólafsson/forseti; séra FriSrik Hallgrímsson, skrifari; hr. Finnur Johnson, féhiröir; séra Rún- ólfur Marteinsson, vara-forseti; séra SigurSur Ólafsson, vai>- skrifari; hr. Jón J. Bi'ldfell, vara-féhirSir. II. Prestar:—N. Steingrímur Thorlaksson, Dr. Björn B. Jóns- son, Rúnólfur Marteinsson, Hans B. Thorgrímsen, Pétur Hjálms- son, FriSrik Hallgrímsson, Kristinn K. Ólafsson, Jóhann Bjarnason, Hjörtur J. Leó, Guttormur Guttormsson, SigurSur S. Christophers- son, Haraldur Sigmar, Sigurfcur Ólafsson, Steingr.ímur Octavíus Thorlaksson, Halldór Jónsson, Jónas A. SigurSsson, Páll SigurSs- son. III. Söfnuðir:—1 Minnesota: St. Páls söfnuSur, Vesturheims söfn., Lincoln söfn. — í NorSur Dakota: Pembina söfn., Grafton söfn., Vulalíns söfn., Hallson söfn., Péturs söfn., Víkur söfn., Lút- ers söfn., Fjalla söfn., Melanktons söfn., GarSar söfn. — í Mani- toba: Fyrsti lút. söfn í Winnipeg, Selkirk söfn., ViSines söfn., Gimli söfn., Árnes söfn., BreiSuvikur söfn., Geysis söfn.; Árdals söfn., ..BræSra söfn., ViSir söfn., Mikleyjaí söfn., Furudals söfn., Fríkirkju söfn., Frelsis söfn., Immanúels söfn., Glenboro söfn., Brarídon söfn., Lundar söfn., Grunnavatns söfn., Jóns Bjarnasonar söfn., Betaniu söfn., Betel söfn., Hóla söfn., Skálholts söfn., HerSu- breiS söfn., Strandar söfn.. Winnipegosis söfn., Swan River söfn. GuSbrands söfn. — 1 Saskatchewan: Konkordía söfn., Þingvalla- nýlendu söfn., Lögbergs söfn., Isafoldar söfn., Síon söfn., Hall- gríms söfn., Elfros söfn., Sléttu sfn., Immanúels söfn. í Wynyard, Ágústínus söfn., Foam Lake söfn. — í British Columbia: Van- couver söfn. — í Washington: Þrenningar söfn., Blepne 'söfn., Hallgríms söfn. Gimli, Man., 17. júní 1925. Sigurður Olafsson, vara-skrifari. Fyrir hönd kjörbréfanefndar lagði séra Haraldur Sigmar þessa skýrslu fram: Samkvæmt kjörbréfum þeim, sem fram hafa veriö lögö, eiga þessir erindrekar sæti á þinginu, ásamt prestum og embættismönn- um kirkjufélagsins: Prestar og embm.: Séra N. S. Thorlaksson, Selkirk; séra B. B. Jónsson, D.D., Winnipeg; séra K. K. Ólafsson, Mountain; séra Jóhann Bjarnason, Árborg; séra H. J. Leó, Winnipeg; séra S. S. Christophersson, Árborg; séra Gutt. Guttormsson, Minneota; séra Haraldur Sigmar, Wynyard; séra J. A. Sigurðsson, Churchbridge; séra Páll Sigurðsson, Gardar, Valdimar J. Eylands, Finnur John- son, Winnipeg. Erindrekar— Frá Ágústínus söfnuði: Mrs. E- Helgason; frá Árdals söfn.: Mrs. Violet Ingjaldsson, Tryggvi Ingjapldsson og Mrs. Guðrún Reykdal; frá Árnes söfn.: Mrs. H. Sigurðsson; frá Betel söfn.: Ólafur Thorlacius; frá Frelsis söfn.: Thorarinn Good- man; frá Fríkirkju söfn.: Mrs. Guðný Frederickson; frá Fyrsta lút. söfn.: J. J. Bildfell, Chr. Ólafsson, Árni Eggertsson og J. J. Swanson; frá Gimli söfn: Mrs. Sigríður Tergesen og Thorður ís- fjörð; frá Glenboro söfn.: A. S- Arason og H. J* Christié'; Frá Gardar söfn.: G. Thorleifsson og Ben. Stefánsson; frá Grunna- vatns söfn.: Mrs. E. Thorleifsson; frá Hallson söfn.: Gunnar Hall- son; frá Herðubreiðar söfn.: Bjarni Ingimundarson og Mrs. Guð- rún Ingimundarson; frá Immanúels söfn. að Wynyard: T. H. Halldórsson; frá Könordía söfn.: Á. Árnason og V. Vigfússon; frá Lincoln söfn.: Árni Thorgrmsson; ;frá Lögbergs söfn.: Gisli Egilsson; frá Lundar söfn.: Miss Sigríður Johnson og Jón Hall- dórsson; frá Lúters söfn.: Mattías Mattíasson og Friðrik Davíðs- son; frá Melanktons söfn.: Einar S- Einarsson og Anna G. John- son; frá Pembina söfn.: Jóhann H. Hannesson; frá Péturs söfn.: Jón Hannesson; frá Selkirk söfn.: Clemens Jónasson, Þórður Bjarnason, R. S. Benson og Gunnlaugur Oddsson; frá St. Páls söfn.: G. B. Björnsson, K. V. Björnsson og Kr. A. Askdal; frá Vest- urheims söfn.: Mrs. María G. Árnason; frá Vídalíns söfn.: Helgi Thorlaksson og Jóhann Sæmundsson; frá Víkur söfn.: ' Thomas Halldórsson og E. J. Brandson; frá Víðines söfn.: Snorri Kjerne- sted; frá Víðir söfn.: Magnús Jónasson; frá Immanúels söfn (Bald- urj: O. Anderson; frá Mikleyjar söfn.: Helgi Ásbjörnsson og Mrs. Th. Paulson; frá Bræðra söfn.: Jóhann Briem og Mrs. Jóh. Briem; frá Geysis söfn.: F. V. Friðriksson; frá Guðbrands söfn.: Thorsteinn Gíslason. — Afsökun kpm frá Sléttu söfn., Mozart, Sask. Skýrslan var samþykt og skrifuðu þingmenn síðan undir hina venjulegu játningu þingsins. Þá lagði forseti fram ársskýrslu sína. ARSSKÝRSLA FORSETA 1925. Þetta er fertugasta og fyrsta ársþing félags vors. Annað starfsár liggur oss að baki, og ber mér að gefa yfirlit yfir sögu þess, hvað félagsskap vorn snertir og starfsemi hans. Stórt skarð hefir orðið í hópi starfsmanna félagsins á liðnu ári. Þann 20. nóv. síðastl. andaðist séra Adam Þorgrímsson, þjón- andi prestur að Lundar i Manitoba. Hann var prestvígður 1. maí 1919, og þjónaði fyrst söfnuðum kirkjufélagsins við Manitoba vatn með heimili að Hayland, en síðustu tvö árin var hann prestur að Lundar. Heimsókti þó við og við sitt fyrra prestakall, sem ekki hafði fasta prestsþjónustu. Séra Adam var heilsutæpur mjög öll þau ár, sem hann var þjónandi prestur, en áhugamikill og ósérhlíf- inn og gekk því oft nærri sér. Á síðastl. sumri lá hann langa og stranga legu o% var ekki ætlað líf, etf kom þó aftur svo til heilsu, að hann hafði ráðgert að flytja guðsþjónustu sunnudaginn þann 23. nóv. En þriðjudaginn 18. nóv. veiktist hann hastarlega af lungnabólgu og dó tveim dögum siðar. Séra Adam var gæddur ágætum hæfileikum. Hann var vel máli farinn, ágætlega ritfær bæði í bundnu og óbundnu máli, og vandur mjög að Öllu starfi. Hann var trúheitur maður og átti yiðkvæmar og ríkar tilfinningar. Hann var ákveðinn í trú sinni og var það aðal atriði að halda faA við Krist og kenning hans. En dauður rétt-trúnaður var honum viðurstygð, engu síður en and- laust og stefnulaust los. Á kirkjufélag vort á bak að sjá hinum hæfasta starfsmanni, söfnuðir hans ágætum kennimanni og sálu- hirðir, og heimili hans ástríkum heimilisföður og eiginmanni. Hann lagði alt í sölurnar fyrir málefni kristindómsins, og nú er ekkja hans, frú Sigrún, eftir skilin með sjö börn án hans forsjár. Kunn- ugt er mér um hve vel söfnuðir séra Adams hafa reynst fjölskyld- unni í hennar sáru reynslu og stríði. En mér finst kirkjufélag vort eigi ekki einungis að tjá ekkjunni og fjölskyldunni þá hluttekningu í sorginni, sem er í hjörtum vor allra, og þá viðurkenningu á ágætu starfi og þjónustu vors látna bróður, sem alstaðar ríkir, heldur einnig að gera ráðstafanir til þess á einhvern hátt, að sýna í verki að oss langar til að taka þátt í kjörum fjölskyldunnar. Veit eg, að hvorttveggja verður gert af þinginu. Annan starfsmann hefir kirkjufélag vort mist á árinu við burtför séra Friðriks Hallgrímssonar, sem siðan árið 1903 hefir þjónað söfnuðujn þess í Argyle-bygð og síðan 1904 verið skrifari Jcirkjufélagsins. Eins og kunnugt er, var hann gagnsóknarlaust kjörinn prestur í annað prestsembættið við dómkirkjuna í Reykja- vík. Sagði hann upp söfnuðum sínum hér í síðastl. nóv. og fór alfarinn til Islands um miðjan apríl í vor, ásamt fjölskyldu sinni. Vér gleðjumst yfir þelrri réttmætu viðurkenningu, sem hann og starf hans hefir þannig fengið, um leið og vér finnum til þess, að félagsskapur vor og starf hefir orðið fyrir því tapi, sem seint verður bætt. Ekki einungis var hann ötull og glæsilegur prestur - heima í héaði, heldu hafði hann einnig leyst af hendi starf sitt sem embættismaður kirkjufélagsins þannig, að hann hlaut allra lof fyr- ir. Allir munu sakna hans, sem hins samvinnuþýðasta starfsbróð- ur. sem ætíð sýndi framúrskarandi trygð við félagsskap vorn og málefni hans. Hann var kvaddur af söfnuðum sínum með virðu- legum samsætum og stór gjöfum, sem bar vott um hugarþel þeirra gegn honum og fjölskyldu hans. Að tilhlutan stjórnarnefndar kirkjufélagsins var honum og fjölskyldu hans boðið til kveðjusam- sætis í Fyrstu lút. kirkju í Winnipeg að kvcldi þess 20. apríl. Fylgja honum og hans hugheilar blessunaróskif heim til ættjarðar- innar, um leið og vér minnumst með þakklæti hans mikla og góða starfs vor á meðal. Tala safnaða kirkjufélagsins er hin sama og í lok síðasta kirkju- þings. Teljast nú á safnaðaskrá kirkjuféla.^sins 57 söfnuðir. Tvær kirkjur hafa verið vígðar á árinu. Þann 12. okt. 1924 var vígð hin nýbygða kirkja Selkirk safnaðar. Fyrri kirkja safnaðarins brann fyrir nokkrum árum. Er hin nýja kifkja veglegt hús og stórt og í alla staði hið ánægjulegasta. — Þann 7. júní í vor var vígð kirkja Lincoln safnaðar í Minnesota, sem bygð var síðastl. sumar í stað kirkju safnaðarins, sem brann. Er húsið hið prýðilegasta. Sér- staklega ánægjulegt er það, í hve kirkjulegum stíl bæði þessi Guðs hús eru bygð. Prestar kirkjufélagsins eru, að undanskildum þeim, sem þegar eru nefndir, hinir sömu og í lok síðasta kirkjuþings, og starfa þeir allir á sömu stöðvum og áður. En breytingar eru í aðsigi.’ Söfn- uðirnir, er séra Friðrik Hallgrímsson þjónaði, sendu ntér í síðastl. desember köllun til prestsþjónustu, og hefi eg tekið köllun peirra og bvst við að flytja. til þeirra í nánlægri framtíð. Prestakallið, sem ee er að yfirgefa, hefir ekki enn kallað sér prest í minn stað. Séra RúnóJfur Marteinsson hefir sagt af sér sein skólastjóri við Jóns Bjarnasonar skóla, og hverfur frá skólanum í lok þessa skóla- árs. Bætist hann þá í hóp þeirra, sem beint geta sint prestslegu starfi vor á meðal. Séra Sigurður S. Christopherson starfaði um nokkurn tima eftir siðasta kirkjuþing áfram í Langruth og þar í grend, en hefir síðan ekki gegnt föstu starfi. Heimsókt hefir hann- þó söfnuðiiía við Manitobavatn, og hefi eg heyrt vel látið af starfi hans þar. Séra Hjörtur J. Leó hefir liðið ár verið kennari við Jóns Bjarnasonar skóla, en fyrir þetta þing kemur tillaga frá skóla- ráðinu um að kjósa hann skólastjóra i stað séra Rúnlfs, sem segir af sér, og verður sú tillaga að sjálfsögðu samþykt. Séra Jónas A. Sigurðsson varð fyrir þeirri átakanlegu sotg á þessu vori, að sonur hans, Torfi, dó í bifreiðarslysi vestur á Kyrra- hafsströnd. Á hann og hans hltutekning vora og samhygð í þess- ari sáru raun. Cand. theol. Valdimar J. Eylands verður vígður á þessu þingi. Hann lauk,námi við prestaskólu norsku kirkjunnar í Ameríku í St. Paul i lok maimánaðar á þessu vori, og útskrifast hann þaðan með mjög loflegum vitnisburði, eftir þvi sem mér hefir verið til- kynt af stjórn skólans. Fékk hann $100 námsstyrk frá kirkjufél. á árinu. Melanktons söfnuður í Mouse River bygð sendi honum köllun á síðastl. vetri til hálfrar þjónustu, og tekur hamj. þar til starfs nú stríx eftir kirkjuþing. Cand. Eylands gat sér hinn bezta orðstír, er hann starfaði fyrir kirkjufélag vort fyrir ári síðan, og sama loflega vitnisburðinn fæt hann frá kennurum sínum. Má þess því áreiðanlega vænta, að hann .verði ötull og uppbyggilegur starfs- maður kirkjunnar, og megum vér fagna því, að fá hann í hóp kennimanna vorra. Við prestaskólann lúterska í Seattle byrjaði nám, í haust er * leið, hr. Kolbeinn Sæmundsson frá Point Roberts, í Washington- riki. Er hann mjög efnilegur maður, sem um langt skeið hefir verið kunnur að áhuga fyrir kristindómsmálum. Hann er kvænt- ur maður og á fjögur börn, en brýst þó í því upp eigin býti að undírbúa sig undir prestsstöðu. Sýnir það bezt hvílíkur áhuga- maður hann er. Auk námsins hefir hann nú um tíma veitt þjón-^ ustu Hallgrímssöfnuði í Seattle, og ver öllum tíma sínum í þjón- ustu safnaðarins meðan frí er við skólann yfir sumarið. Hafa mér bpri6t hinar beztu fréttir af því starfi., Gleðileg viðbót við okkar fámenna starfsmannahóp. Alveg nýskeð fékk eg að vita, að ungur Islendingur úr vorum hópi, Jóhann Friðriksson, sonur Friðriks Guðmundssonar við Moz- art ,Sask., stundar nám við lúterska biblískólann í Grand Forks, North Dakóta. Skrifaði eg honum og bauð honum að heimsækja þetta þing vort, og vona eg að af því geti orðið að hann þiggi boð- ið. Ekki er mér kunnugt um fjlfirætlanir þessa unga manns, en að líkindum hefir hann hug á að undirbúa sig til einhvers kristilegs starfs. Persónulega er eg ekki kunnugur honum, en hann er tal- inn efnis og mannkosta ungmenni, af þeim, er hann þekkja. Má góðs af honum vænta fyrir kristindómsmálin í framtíðinni. Það er gott að sjá unga menn gangast fyrir öðru en fjárhagslegum gróða, er þeir eru að undirbúa sig undir lífið. Trúboðarnir, séra Octavíus og frú Karólína Thorlaksson lögðu af stað aftur til Japan í nóvember í haust er leið, eftir tveggja ára dvöl hér í álfu. Nú er miðstöð starfs þeirra í Fukuoka, en var áður í Nagoya. Hafa menn átt kost á að lesa 'Um ástæður þeirra og starf í “Sam.” Vonandi er, að málefni trúboðsins, sem þau vildu glæða áhuga fyrir meðan þau dvöldu hjá oss, megi sífelt verða betur skilið og rækt af fólki voru. Það er eg hræddur um, að nokkur vöntun sé á því að inn hafi komið á árinu eins mikið fé og þarf til þess að greiða þá 1,200 af lajinum trúboðans, sem vér tók- um að oss á síðasta þingi, án þess að nota það, sem þá var í sjóði. Gefur skýrsla féhirðis greinilegar uppplýsingar uiú það. En hvað sem því líður, er það mín skoðun, að þess sé mest þörf í þessu máli, að því sé haldið vakandi í söfnuðunum, og mun þá það sjónarmið verða alment hjá oss, sem er alment i öllum deildum kristninnar hér í álfu, að trúboðið út á við sé sjálfsagður hluti af starfi kirkjuntjar, hvílandi á hinu mikla boði Krists. Þá er einungis fyr- •ir kirkjuna og hvern hlúta hennar að hugleiða, hveynig þetta hlut- verk verði bezt rækt. Vona eg, áð þetta málefni fái þá athygli á þessu þingi, sem það verðskuldar, og að áhrif þess mættu berast út til safnaðanná. Heimatrúboðsstarf hefir verið rekið svipaö og undanfarin ár. Hr. Valdimar J. Eylands, guðfræðisnemi, starfaði á síðastl. sumri eins og ráð var fyrir gert, hjá söfnuðunum við Manitobavant. Séra N. S. Thorlaksson heimsókti Swan River söfnuð, eins og til var mælst. Séra H. J. Leó hefir veitt prestsþjónustu við Sinclair, Langruth og Lundar. Séra Rúnólfur Marteinsson hefir farið til Keewatin, I^angruth og víðar. Séra Friðrik Hallgrímsson flutti guðsþjónustur í Brandon. Séra Jónas A. Sigurðsson hefir þjónað i Foam Lake og Winnipegosis auk heimasafnaða sinna. Eftir kirkjuþing síðasta barst mér beiðni frá Seattle, um að koma þangað og dvelja um hríð í því augnamiði, að fá komið þar á stofn kirkjulegu starfi á ný. Eg átti erfitt með að verða við þessari beiðni, en þótti slæmt að neita. Drógst því á að koma, en ekki gat af ferðinni orðið fyr en í lok janúar þ. á. Dvaldi eg þar um fimm vikna tíma, flutti guðsþjónustur á helgum, en varði virkum dögum til að ná til fólksins heima. Fanst mér horfur með kirkjulegt starf þar góðar. Hallgrímssöfnuðu^ tók til að starfa á ný, og bættust í hann rúmir 50 fermdir meðlímir, meðan eg var vestra. Og eins og þegar er getið um, hefir stud. theol Kolbeinn Sæmundsson, þjónað safnuðinum síðan. Helst það fyrirkomulag að minsta kosti þar til hann byrjar aftur á skólanámi á komandi hausti. Tel eg söfnuðinum vel borgið á meðan, en óttast helzt, að þes:i áhugamikli starfsmaður verði ofhlaðinn verki. HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK COPENHAGEN Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakjsölum Mikið verk þyrfti að vinna á heimatrúboðssviði voru. Prest- laust eV í Langruth og Lundar, og einnig í söfnuðunum norður með Manitobavatni. Aftur á öðrum sviðum eru prestaköllin svo stór, að einn maður nær ekki til að þjóna þeim eins og þyrfti. Þannig er t. d. bæði í Norður Dakota og í Vatnabygðunum i Sas- katchewan. Svo eru hóparnir dreifðir hér og þar, sem svo erfitt er að ná til. Um er að gera, að halda í horfinu eftir því, sem unt er með þeim kröftum, sem á er að skipa. Eg' er vonbetri en nokk- urn tíma áður um að okkur bætist nýir starfsmenn, þó vér höfum orðið fyrir þungum hnekkjum í þessu efni. En fyrst og fremst er þörf á þvi að sjá um, að þeir kraftar notist, sem vér þegar höfum. Þannig styðjum vér að því bezt, að nýir kraftar bætist við eftir - þörfum. Tillög í heimatrúboðssjóð hafa á árinu verið góð. Frá starfi Jóns Bjarnasonar skóla, verður rækilega skýrt í skýrslu skólaráðsins og skýrslu skólastjóra. Þar kemur einnig fram fjárhagshlið þessa máls. En mér ber að geta um þá samvinnu við- leitni við önnur lútersk kirkjufélög, sem eg hefi verið riðinn við fyrir kirkjufélagsins hönd. Norska kirkjan í Ameríku hefir haft kennara við skólann liðið ár og staðið straum af honum að öllu leyti. Sameinaða lúterska kirkjan (Ljnited Lutheran Church) hef- ir veitt skólanum $2,000 styrk á árinu. Síðan á kirkjuþingi í fyrra hefi eg komið á þing beggja þessara kirkjudeilda og flutt þeim bróðurkveðju frá kirkjufélagi voru. Tel eg vafalítið, að sam- vinna við bæði þessi félög geti haldist, ef vér höldum málinu í réttu horfi. Starf Jóns Bjarnasonar skóla hefir vakið umtal og umhugsun um það meðal fólks vors miklu víðar en þar, sem hann er notaður, hvílík þörf sé á kristilegri mentun. Á þarfara málefni er varla hægt að vekja athygli. Þó skólinn hefði ekkert annað gert, \íæri það mjög mikils vert. Ekki fær það heldur dulist, að hann hefir átt mikinn þátt í að glæð,i skilning á því, að það sé ómetanlegur gróði í menningarlegu tillitj, að leggja rækt við tungu og bókmentir ættþjóðar vorrar, auk þess að eiga og nota enska tungu og þær miklu bókmentir, sem hún er lykill að. Þetta hvorttveggja er miklu almenna'r viðurkent, en fyrir nokkrum árum síðan. Ætti það hvorttveggja að vera til inntekta fyrir skólann. Ekki dettur mér í hug að loka augunum fyrir þeim erfiðleikum, sem skólinn hefir átt og á enn við að stríða. Aðsóknin að skólan- um hefir að vísu verið góð og bann hefir staðið sig mæta vel i samkepni við aðra skóla, þegar til prófanna hefir komið. Nemend- ur skólans hafa yfirleitt borið honum góðan vitnisburð, og talið það happ að fá að stunda þar nám. Kennarar skólans hafa fengið góðan vitnisburð, og alment mun ^kirkjufólk vort telja grundvöll þann, er skólinn byggir á starf sitt, heppilegan og heilbrigðan. En þó hefir skólinn átt erfitt uppdráttar í mörgu tilliti, og ekki sízt fjárhagslega. Því hefir valdið dreifing fólks vors, örðugur fjár- hagur fólks, tilhneigingin til að láta undan síga, þegar erfitt geng- ur, og, líka jafnvel bein ótrú á skólanum og óhugur gagnvart hori- um. En þó er mér full alvara að æt^a, að Jóns Bjarnasonar skóli hafi ekki átt örðugra uppdráttar en fjöldamargir þeir kirkjuskól- ar hér í landi, sem glæsilegasta eiga sögu. Þeir hafa komist á- leiðis, ekki vegna þess, að erfiðleika hafi skort á leið þeirra, heldur vegna hins, að þeir hafa verið í höndum maqna, sem ekki hafa látið bugast af erfiðleikum. Ekkert teldi eg líklegra til að greiða heppilega fram úr fjárhag skólans, en það, ef maður fengist til að hafa á hendi fjársöfnun út um sveitir úm tveggja mánaða tíma eða svo, að haustinu. Þá er helzt fjárvon, ef uppskeran hefir verið sæmileg. En þetta þarf að vera áður en vetur gengur í garð. Þá er of tafsamt að komast um. Aðrar aðferðir yrði svo að nota meðfram, eins og verið hefir. Á síðasta kirkjuþingi var samþykt, að kjósa þriggja manna fjárhagsnfend fyrir Minningarsjóð Jóns Bjarnasonar, og mennirnir kosnir. Eg verð að kannast við, að, er þetta var gert, áttaði eg mig ekki á því, að reglugerð er fyrir sjóðn- um, samþykt 1915, sem ákveður, að hann skuli vera undir umsjón skólaráðsins. Er eg áttaði mig á þessu, gaf eg þann úrskurð, að sjóðurinn skyldi ekki afhentur nýrri nefnd fyr en reglugerðinni væri formlega breytt, ef það við íhugun væri talið heppilegt. Til- kynni eg þetta nú kirkjuþingi, svo það geti gert þær ráðstafanir, ar því finst við eiga. Frá skólanum er að hverfa sá maður, sem frá byrjun skólans hefir borið hita og þunga dagsins í þessu máli, séra Rúnólfur Mar- teinsson, sem lengst af hefir verið skólastjóri. Vér erum í óendan- lega mikilli þakkarskuld við hann fyrir hans mikla og góða starj í þarfir skólans. Skólinn þarf framvegis á þeim sjálfsfórriaranda að halda, sem séra Rúnólfur hefir sýnt í hvívetna. En skólinn verður ekki í höndum neins viðvanings, ef séra Hjörtur Leó tekur aftur við stjórn hans. Má því vænta alls hins bezta af honum og af skólanum undir hans stjórn. Málgagn kirkjufélagsins “Sameiningin” hefir komið út eins og áður. Mest af verkinu við blaðið hefir eins og áður hvílt á dr. Birni B. Jónssyni. Fjárhag blaðsins sýnir skýrsla féhirðis. Ykk- ur, fremur en mér, tilheyrir að dæma um gildi blaðsins og innihald. Gamalmenna heimilið, “Betel”, hefir haldið áfram sínu bless- unarríka starfi, og verðu'r frá öllu í því sambandi skýrt af Betel- nefndinni. Hr. Hjörtur Thprðarson í Chicago gaf heimilinu í vet- úr $5,000.00 upphæð. Er það stærsta gjöf, sem heiminu hefir bor- ist frá byrjun. Hr. Stefán Eyjólfsson í Garðarbygð í Norður Dakota, hefir á árinu greitt $500 af $1,000 loforði í brautryðjenda- sjóð. Fyrir þessar gjafir þökkum vér af heilum hug. En áfram þarf heimilið á hjálp og kærleika hinna mörgu að halda. Ekki hefir verið hægt að fullnægja samþyktum síðasta þings í sunnudagsskólamálinu nema að nokkru leyti. Fjárhagurinn hefir ekki leyft útgáfu sunnudagsskólalexía séra Guttorms, né heldur nýja útgáfu “Ljósgeisla”. En stjórnarnefndin er að láta endur- prenta Sunnudagsskólabókina. Flestir sunnudagsskdjlanir nota ensk hjálparrit að einhverju leyti, þó kenslan fari fram á íslenzku. Er það eina úrlausnin, sem stendur. Eg tilnefndi sunnudaginn 24. maí sem sérstakan sunnudagsskóladag, eftir tilmælum síðata kirkju- þings, en hve alment dagurinn hefir verið helgaður sunnudags- skólamálinu hefi eg ekki fengið vitneskju um. Gleðiefni var það, hve mikill gaumur þessu máli var gefinn á ungmennaþinginu í vet- ur, og hve vel það þing virðist yfirleitt hafa gengið. Er von á erindreka frá ungmennafélaginu á þetta þing. Það er mikið rætt um sameining og samkomuag innan kristn- innar á þessari tíð. Eðlilegast og farsælast er, að sú samvinnuvið- leitni beini sér að því fyrst og fremst, að draga saman hugi þeirra, sem næstir standa hver öðrum trúarlega. Þannig er helzt að vænta árangurs. Að tengja saman á yfirborðinu það, sem í raun réttri er andstæt hvað öðru, leiðir ekki af sér neinn blessunarríkan á- rangur. Hitt er annað, að vér eigum að hafa frið við alla menn, að svo miklu leyti sem í voru valdi stendur. En það verður eflaust oft bezt hægt, þegar hver býr að sínu.—Innan lútersku kirkjunnar hér i álfu er sterk hreyfing til einingar, og ætti það að vera sannarlegt gleðiefni öllum, sem unna hag hennar. Einn árangur af þessari hreyfingu, er samvinna flestra lúterskra kirkjufélaga í Ameríku í National Lutheran Council. . Því sambandi tilheyrir kirkjufélag vort. Starf þess sambands hefir aðallega verið mannúðar- og kærleiksstarf í þarfir trúbræðra og annara í Norðurálfunni og á trúboðssvæðunum. Starfið hefir miðað að því að gefa öllum deildum lútersku kirkjunnar hér heildar-útsýn. Á ári hverju þarf á nokkru fé að halda til þessa starfs, og skýrði eg í “Sam.” frá þeirri fjársöfnun á þessu ári. Ekki er mér kunnugt um tillög til (Framh. á 7. bls.J

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.