Lögberg - 25.06.1925, Blaðsíða 7

Lögberg - 25.06.1925, Blaðsíða 7
LÖGBERG FIMTUDAGINN, 25. JÚNl 1925. Hta. T GjörÖabók kirkjuþingsins. Framh. frá 2. bls. þessa. Þurfum vér a5 taka þetta til alvarlegrar íhugunar. Ætti þaö a5 vera oss til hjálpar aö væntanlegur er hingað á þetta þing er- indreki þessa sambands, dr. J. A. Morehead. Mun hann skýra fyr- ir oss málið, og gefa oss hvöt til ákvörðunar. En einhvern þátt, þó lítill sé, ættum við á hverju ári að taka i starfi þessa sambands, eða að öðrum kosti að yfirgefa það. En að taka sig út úr þessari einingar hreyfingu, finst mér persónulega vera spor aftur á bak. En það er fyrir þingið að ráða fram úr. Kæru kirkjuþingsmenn, er eg legg fyrir ykkur til meðferðar og úrslita málefni kirkjufélags vors, finn eg til þess, hve mjbg oss ríður á því, að íhuga þau öll vel og vandlega og beita í meðferð þeirra öllum þeim hyggindum og allri þeirri dómgreind, sem vér eigum yfir að ráða, með það um fram alt fyrir augum að hefja mál- efni kristindómsins, sem oss hefir verið trúað fyrir. En þegar alt hefir verið sagt i þessu efni, ber oss að minnast þess, að mjög ó- fullnægjandi er að reiða sig á mannleg hyggindi einvörðungu i starfi, sem á að vera Guðs riki til eflingar. Fyrstu lærisveinar Jesú hefðu aldrei lagt út í starfið, sem þeim var falið, hefðu þeir ein- ungis bygt á því hvaða líkur væri til þess, mannlega talað, að þeim yrði nokkuð ágengt. Þeim mundi hafa fundist þeir hafa við það ofurefli að etja, að þeir hefðu gefist upp að óreyndu. En þeir réð- ust i það, sem virtist þeim bersýnilega ofvaxið, ef þeir voru full- vissir um að það væri eftir vilja frelsarans. Þá réði hugsunar- háttur Péturs postula, er hann sagði: “Eftir þínu orði vil eg leggja netin.” Og eitthvað af sama anda þarf að birtast hjá öll- um, sem ejíthvað vilja framkvæma Guðs ríki til eflingar. Þegar úr starfi kirkjunnar hverfur það áræði, sem byggir á fulltingi Guðs í því að efla hans ríki, verður starfið einungis að mannlegu braski, sem ekkert fyrirheit á. Þannig hyggja menn stundum að sjá öllu borgið, en tapa úr starfi kirkjunnar réttum anda og á- rangri. Hins vegar þarf að varast, að reyna að bera nokkuð fram i starfi kirkjunnar eins og upp á ábyrgð Guðs, ef þar vakir annað fyrir fremur en að efla hans málefni. Það er hættan aftur í gagnstæða átt. Reynum að losna við þá erfiðleika, sem stafa ein- ungis af ófullkomleik og vanhyggindum sjálfra vor, en teljum oss ekki trú um að erfiðleikalaust -verði starfið rekið, eða að sjálfsagt sé ætíð að snúa ajtur, ef erfitt gengur. Það, sem mest og bezt hefir verið unnið fyrir málefni Guðs á þessari jörð, hefir verið unnið þrátt fyrir öll vandkvæði og erfiðleika. Með bænaranda og i trausti til Drottins ber oss ætið að starfa. Persónulega verð eg að biðja kirkjuþingið velvirðingar á þvi, að vegna þess hve eg hefi verig ofhlaðinn starfi á liðnu ári, hefi eg ekki getað sint málumiþess eins og skyldi. Mést af tímanum hefi eg verið þannig staddur, að margt hefir orjiið að sitja á hakanum. Söfnuðir mínir hafa sýnt frábært umburðarlyndi. Þrátt fyrir það að mikinn tíma hefi eg orðið að taka frá þeim til starfs kirkju- félagsins. Bera þeim þakkir fyrir það. — Eg hefi viljað vera trúr hugsjónuni og stefnu félags vors,_ en finn til þess hve skamt eg hefi komist í því að vera það, sem eg hefi viljað. Málefnin eru í yðar höndum til meðferðar. Drottinn blessi oss með gjöf síns anda, svo oss megi takast að fara með þau eftir hans vilja og hans ríki til eflingar. fFramh.) Fiskveiðar Itala við Island. I nýkomnu tbl. af danska verzl- unarblaðjinu Börsen, birtist eftir- tektarverð grein um fiskiveiðar Itala hér i Norðurhöfum og fyr- írætlanir þeirra í þeim efnum, — segir Morgunblaðið 23. apríl s.l.— Greinina skrifar Arild Huitfeldt, ræðismaður Dana í Genoua. Þar er komist svo að orði: Á síðari árum hafa bæði hið op- inb. og einstakir menn í Italíu gert mikið til þess að efla innl. fiski- veiðar, og gera Itali sem óhá'ðasta erlendum fiski-innflutr^ingi. Með- al annars er stofnað félag fyrir tveim árum síðan, “Societa Ano- nýma Italiana Industria pesce e Sottoprodette”. Hefir félag þetta fengið 18 togara og eitt kæliskip hjá stjórninni, en hún hefir feng- ið skipin hjá Þjóðverjum upp í hernaðar-skaðabætur. — Stofnfé íélagsins er 12 miljónir líra. Iviln- anir hefir það fengið hjá stjórn- inni og sérréttindi m. a. skattfrelsi um 10 ára skeið. — Heimilisfang félagsins er Cuxhafen á Þýzka- landi. Áformað er að reka þaðan fiski- veiiðar í Norðursjónum og við Is- land, verka fiskinn og flytja hann s:ðan til Italiu. I október í haust kom út ársskýrsla félagsins. Seg- ir þar frá því, að byggingu togar- anna hafi seinkað, svo verðar hafi ýkki getað byrjað fyr en í júlí í fyrra, og voru þá að eins 9 togar- ar tilbúnir. Þar er og frá því sagt, að eigi hafi verið hægt að verka fiskinn í þetta sinn, og hafi hann þvi ver- ið seldur nýr til Englands og Þýzkalands. En nú munu allir togarapnir vera fullgerðir. Þá er og að því unnið, að mynda samband milli allra fiskiframleíð- enda í landinu, “Federazione Na- tionale” og allra þeirra, sem á einn og annan hátt eru við framleiðsl- una og verzlunina riðnir. Mark- rcið sambandsins er, að efla fiski- veiðarnar með því móti, að sjá út- gerðinni fyrir sem beztum veiðar- færum, og sjómönnum ’kendar hin- ar fullkomnustu og beztu veiðiað- ferðir. I^omið verði upp frysti- húsum, séð um, að fiskurinn not- isr sem bezt, sem beztar umbúðir fáist og flutningur á fiskimum verði sem greiðastur. Ný aðferð til að spara lœknis- kostnað. XjISi yður ekki sem bezt, þá skul- uS þér reyna nýja meSaliS, sem lækn- að hefir þúsundir manna. pað er ljfi ffengt og sýnir skjótan árangur. Bf þér finniS til svefnleysi, þreytu á morgnana, bakverkjar, lystarieys- is eSa stlflu, ,þá er ekkert meSa jafngott og Nuga Tone. paS auSgar blóSiS', styrkir veiklaSar taugar, veit- ir væran svefn og kemur nýrunum I bezta lag. FariS til lyfsalans og fáiS ySur flösku af Nuga-Tone og notiS hana samkvæmt forskriftinni á miSan- um. Batni ySur ekki, getiS þér skii- aS afganginum aftur og fengiS and- virSi'S til baka. Nuga-Tone ér ávalt ábyrgst. / Enda þekkja framleiSend- ur þess þaS svo vel, aC þeir þora aS mæla meS þvl viS hvern sem er. Fæsj hjá öllum lyfsölum. ' Þá er og sagt í greininni frá nefnd, sem setið hafi á rökstólum til þess að koma fram með tillög- ur um útgerðarmálin, og leggur hún meðal annars til, að myndað- ur verði hið fyrsta sjóður, sem styrki fiskiveiðarnar. TIl þess að afla sjqði þessum tekna, á að koma á fótt “lánsstofnun fyrir fiskiveiðarnar”. Sparisjóðir eiga allir að leggja fram fé til þessarar stofnunar, og rikið á að leggja henni 10 miljónir lira. Greinarhöfundur heldur því og fram, að mikið megi aJika fiski- veiðar ítala, og gera þær tekju- meiri atvinnugrein en verið hafi. 130 þúsund menn stunda nú at- vinnu við fiskiveiðar, en mest eru notaðir til veiðanna litlir róðrar- ar- og seglbátar, og veiðarfærin eru aðallega handfæri. — Samband það, sem nefnt er hér að framan, Federazione Nationale, á nú að vinna að því, að koma betra skipu- lagi á veiðiaðferðirnar. Þó telur greinarhöf. litlar líkur til þess, að Itölum takist að gera nýjan fisk að almenningsfæðu, nema þá að flytja hann í stórum stil að, og lækka þannig verðið á honum. Því fyrir kg. af nýjum fiski séu borg- aðar 30—40 lírur á fiskitorgunum i Róm, Mílano og Genova. Ræðismaðurinn bendir á það, að fyrir styrjöldina hafi verið gerð tilraun af Dönum til að flytja nýj- an fisk til Milona, og síðastliðið heust hafi samskonar tilraun ver- ið gerð af Englendingum, og hafi fiskurinn selst háu verði. tíltölulega lítill. Nam hann 1922: 12,307,135 lirum, en 1923: 17,- 304,893- lírum. Mest af þessum íiski var flutt inn frá Frakklandi. —En af verkuðum og söltuðum fiski yar flutt inn árið 1923, fyrir 311 miljónir lira. Að síðustu bendir ræðismaður- inn á, að þó svo mikið sé rætt, rit- að og unnið að því á annan hátt, að efla og auka fiskiveiðar Itala, svo að þeir geti búið að sínu, þá gleymi þeir að gæta þess, að það sé ekki gert með orðunum tómum að stofna til nýs atvinnuvegar með heilli þjóð. Til þess þurfti ekki aðeins fjármagn, heldur og líka og jafnvel fremur, æfingu t og reynslu og þá ekki síður hitt, að staðhættir séu fyrir hendi. Það sé því ekki öllum þjóðum hent, að koma á hjá sér fiskframleiðslu í, stórum stíl. og Ásta kona hans, tóku Arthur til fósturs, og ihjá þeim var hann þar til hann fluttist 20 ára að aldri til Wynyard bygðar vorið 1911. Hann giftist árið 1918' Theo- dóru Thorleifson, Sem lifir mann sinn. Ennig eftirlætur hann þrjö ungbörn, Arthur Laurence, Esther Dorothy og Wilfred Lincoln. Árt- hur sál. var duglegur og ástund- unarsamur, og vinsæll hjá öllum, er þektu hann. Með stakri tnl- mensku hlúði hann að heimili sínu og fjölskyldu. Hans er sárt saknað af nánustu ættingjum. Fimtudaginn 12. marz var hann jarðsunginn frá kirkju Immanuels safnaðar í Wynyard af séra H. Sigmar. Mikill fjöldi fólks fylgdi hinum látna til grafar og sýndi þar með vinarþel sitt og hluttekn- ingu. Sigmundur Stevenson. 1856 — 1925. Mánudaginn 25. mai lést á heim- ili sinu fyrir vestan Kandahar Sask. heiðurstoóndinn Sigmundur Stevenson tæplega sjötugur að aldri. SigmundUr sál. fæddist I Gautsdal í Geiradal í Dalasýslu 9. dag ágúst mánaðar árið 1856. Hann fluttist til Ameríku árið 1883 og giftist hið sama ár í Win- nipeg, Marinu Guðmundsdóttur, systur þeirra Nordals-bræðra I Selkirk. Hún andaðist árið 1920 eftir langvarandi heilsubilum. Þau hjón bjuggu um 20 ár í Du- luth, Minn, en seinna um 6 ára tíma í Selkirk, Man., en á bújörð sinni vestur af Kandahar, Sask., bjuggu þau frá 1905 t»l dauða- dags. Börn þeirra hjóna öll mann- vænleg og uppkomin, sem foreldra sína lifa, eru þessi; Haraldur, Ro. bert, Walter, Elisabet, Margrét og Ragnar. Banamein Sigmundar var heilatolóðfall, og var hann sjúkur um tvær vikur. Frám að því hafði hann verið hraustur, fjörmaður mikill, og sí-vinnandi. Siðastliðinn vetur var hann í ferðalagi með einum sona sinna í Oregon-ríki og viðar á vesturströndinni. Sigmundur var dugnaðarmaður og bú háns tolómgaðist vel. Fé- lagsmaður var hann og góður og | var ávalt einn af liðsmönnum! Ágústínusarsafnaðar í Kandahar. j Hann var hinn besti drengur og j vinsæll af öllum. Hann var sér- lega skyldurækinn eiginmaður og faðir. Með ástúð mikilli annaðist hann konu sína í hinu mikla sjúk- dómsstríði hennar. Miðvikudaginn 27. maí var hinn framliðni jarðsunginn frá heimil- inu og kirkju Ágústínssafnaðar í Kandahar, af séra H. Sigmar. Mkill fjöldi fólks af ýmsum þjóð flokkum fylgdi honum til grafar. Bar það meðal annars vott um hin- ar miklu vinsældir hans í bygð- Inni. €■»! nmi!i ■ ■':■ 11 —■ “Nýjasta tegundin af öli” Það er mismunur ölgerð alveg eins og 1 1 allri matreiðslu Búið til í St. Boniface hjá Kiewel TV/T ARGT fólk viðurkennir, og það með réttu, að ein hin mesta list, _sem mannkynið nokkru sinni hafi þekt og geti þekt^ sé góð mat- reiðsla, hygð á staðreyndum löngu liðinna ára. Og hví ætti ekki svo að vera? t'ví mismunur- inn á milli góðrar matreiðslu og þeirrar hvers- dagslegu, er öllum auðsær. Efnið getur verið það sama, forskriftin sú sama, ofninn og áKöldin þau sömu, en þó er engu «íður hyldýpi á milli. Listin sjálf annars- vegar! Smásaga. af Jóni biskupi Vídalín og móður hans. Á fyrstu árum Jóns toiskups Vídalíns í Skálholti kom það fyrir eitt vor að það rak hval á jörð, sem lá undir stólnum, n. 1. Skál- holtsbiskupsistól, og hvalurinn var auðvitað allur seldur út í foygðirnar, sem liggja í kring eða sveitirnar. En stuttu eftir að þetta var um garð gengið, með hvalinn og ýtsölu á honum, þá ríður móðir Jóns biskups heim að Skálholti Imiflutningur á nýjum fiski er Lmig minnir að hún héti Margrét — ALVEG sama hlutfallið á sér stað við ölgerðina, Þessvegna ættuð þér að að /eyna nýju öltegundina, sem búin er til í nýja ölgerðarhúsinu, sam. kvæmt nýjustu heilbrigðisreglum. Forskriftin fyrir “White Seal” gerir oss kleift að búa til frægustu öltegundina, sem heimurinn hefir þekt, tegurd, sem aldrei gleymist, þótt nöfn framleiðendanna séu ef til vill fallii^ í gleymsku, ‘ WHITE SEAL“ ER NÚ Á MARKAÐINUM. Fáið kassa heim í dag. Bílar vorir koma við hvar sem vera skal. Símið N1 888 og fá leyfishafar þá ölið sent heim. FLUTNINGAR FRÁ ÖLGERÐARHÚSINU NÝBYRJAÐUR. Kiewel Brewiné. Company, Ltd. ST. BONIFACE, MAN. ■ ■I II mentun og skólanám, sem mest.er af raupað nú á vorri tíð. S. S. H. Arthur Laurence Young. 1892 — 1925. Það hefir dregist lengur en , átti að vera að geta þess að hinn '{] ungi efnismaður Arthur Laurence Young andaðist á heimili sínu i Wynyard mánudaginn 9. marz, eft- ir æði langvarandi sjúkdóm. Art- hur sál. fæddist að Mountain N. Dak. 20. maí 1892, foreldrar hans voru Kristín Guðmundsdóttir og George Young. Hin velþektu heið- urshjón, sem nú eru bæði til hvíld- ar gengin, Thordur Sigmundsison og gjörir boð fyrir son sinn. Bisk upi er sagt að móðir hans sé kom- in og vilji tala við hann. Hann fer þegar út til að fagna móður sinni. En þegar þau höfðu heilsast, rek- ur hún biskupi rokna löðrung og segir: “Ætlarðu að láta skurðgoð- ið frá Leirá leiða þig til H......” Að svo búnu steig kerling á bak og reið af stað. Biskup horfði á eftir henni og segir: “Nú er móð- ir vor reið.” En kona toiskups var frá Leirá, Sigríður að nafni Jóns- dóttir, og mun fremur hafa verið orð á því gjört að hún mundi ekki örfað mann sinn til stórgjafa og hjálpsemi. En sagan segir að á-, sþæðan til þess að móðir toiskups reið af stað með löðrunginn, hafi verið sú, að orðasveimur hafði komið á gang um það að hvalurinn hefði verið seldur nokkuð dýrt, og hún fundið til þess, að það væri á rökum toygt og það sýnist koma heim við það isem sagan segir n. 1. þegar næst rak hval á stólsjðrð, var hann allur gefinn, og það bendir vissulega á að toiskup hafi skilið móður sína þann veg. Ef nú á vorum döguna væri eins nákvæm. lega vakað yfir framferði æsku- lýðsins eins og móðir toiskups sýn- ist að hafa gjört; Og þá ekki síður hitt, að ef áminningar og aðvar- anir foreldra og fræðara væru eins og sagan Ibendir til, að toiskup gjört hafi, þá mundi siðferðisá- standið hjá oss vera hollara og heiðarlegra en viðgengst nú, æði víða, þrátt fyrir alla upplýsingu Fiski rannsóknir. Bjarn-a Sœmundssonar. Skýrl'sa um rannsóknirnar árin 1923 og '24 er nýkomin út. ('Sér- pr. úr Andvara.J 1 inngangi skýrslunnar skýrir Bjarni frá breytingunni á starfs- bögum sínum, sem oröin er, síð- an hann samdi siðustu rannsókna skýrslu, og flytur rikjsstjórn og þingmönnum þakkir fyrir það, að hann nú er leystur frá kenslu- «tarfi og getur varið öllum tíma og kröftum sínum til vísindastarf- scminnar. — Gefur hann og vonir um, að hið mikla vísindaverk hans um íslenzka fiska, verðil fúllgert frá hans hendi á þessu ári. Hér verður eigi rakið efni skýrslu þessarar. Að eins skal á það bent, að ljóslega kemur það fram, af skýrslu þessari, þó það sé fjarri skapferli höfundar að víkja nokkrum orðum að þvi, að fiskirannsóknir rannsóknarskipsins “Dana”, hafa mjög fengið form og svip, af leiðbeiningum og starfi Bjarna. Enda er það vit- anlegt, að það er tvímælalaust álit Dr. Johs. Schmidts, aS slík rann- sóknarför, eins og sú er hingað var gerð út í sumar sem leiS, kæmi ekki að hálfu gagni, samanborið við það sem raun varð á, ef við ættum ekki þann “hauk i horni”, sem Bjarni er meS allan sinn grandgæfilega fróðleik um fiska- lífið við strendur landsins. mjög er það gleSilegt, hve sjó-^ menn og útgerðarmenn vorir eru farnir að gefa fiskirannsóknunum meiri gaum en áður var.—Mbl. ið gerSar áður í Miðdal, en engin þó komist eins langt og þessi. Þó segir verkfr. að langt verSi enn að bíBa þess, að grundvöllur sá til verulegs námureksturs, sem ,rann- sóknir þessar tilraunir miða að, verði lagður tryggilega, jafnvel j þó efnið kynni aS reynast nógu ríkt og vinnanlegt, svo að það borgaSi sig.— Og 6. mai segir Mbl. enn fremur: Hollenzkur lögfræð- ingur, dr. juris, Fokker að nafni, kom hingaS með Mercur í gær- morgun. Mun eriikli hans hingað vera, að kynna sér ýmsar aðstæð- ur til námureksturs í Miðdal. — Eins og getið var um í þýzka blað- inu um daginn, hefir þaS komið til orða, að meSal annars fengist hollenskt fé til rekstursins. Er ekki ólíklegt, aB að því dragi bráð- lega, hvort ráðist verði í námu- rekstur i Miðdal eða eigi. Strax i gær fór dr. Fokker upp i Miðdal. HATT TIL FJALLA. Hátt til fjalla, hátt til fjaila heyri’ eg sumarraddir kallaf Lækir sprækir fosshratt falla, af fönnum strevma gleðitár. Vorið (burtknýr vetrarhranrfir, verða stuttar ísa-spannir, nýtum færir nógar annir nýfætt, sólbjart gleði-ár. Hátt til fjalla, hátt til fjalla blýir sunnanvindaí kalla: Burt með leiða og leti alla, ilifunj fyrir von og þor. Látum sól og sumarvinda, söngkvaik fugla, blómalinda, sálir vorar móta, mynda, marka rósum öll vor spor. Hátt til fjalla, hátt til fjalla, hulduvættir Islands kalla: Hröðum okkur, óðum falla augnablik í timans sjá. ' Til fjalla vorsins leiBir liggja, leiðsögn þess er holt aB þiggja, þeim. er eitthvað háleitt hyggja, og hjartans eigp. sumar-þrá! Hátt til fjalla, hátt til fjalla heyri eg sumar-raddir kalla. Geislar jökuls gylla skalla, 1 góðar fréttir segir blær. Hátt til fjalla, hátt til fjalla hugur seiðir alla — alla, unga, gamla, konur, karla, er komast vilja marki nær. Kjartan Gíslason frá Mosfelli. Hver kona œtti að vita. að Zam-Buk inniheldur öll þau lækningarefni, sem myndað geta ’óibrigðult heimilismeðpl við húð- sjúkdómum. Þessi frægu jurtasmyrsl eru ó- viðjafnanleg við skurðum, bruna- sárum, folöðrum, hrufum og hvers- konar öðrum húðsjúkdómum. Þau komu einnig í veg fyrir að spill- ing hlaupi í sár-og græða á ótrú- lega skömmum tíma hinar ægileg ustu undir. Zam-Buk sr skurðlækningastofa í tveggja þumlunga öskju," besta meðalið við hörundskvillum, eða ef slys ber að höndum. Frá Islandi. Reykjavík, 9. mai 195. Það sorglega slys varð hér sið- astliðinn mánudag, aS Jón Krist- jánsson, verkamaður, á Bjargar- stíg 6, féll ofan í lest á skipinu “Dagny” og meiddist svo mjög, að hann andaðist í fyrradag af af- leiðíngum slyssins. Hann lætur eftir sig konu og 5 börn. 30 ára afmælisdagur Hjálpræð- ishersins hér á íslandi—segir A. ö. í Morgunbl. 6. mai—, er mánudag- inn 11. mai n.k., og það verður tæpast annað sagt, en að starf Hjálpræðishersins hér i þessi 30 ár hafi orðið þjóðinni óg fandinu til mikils gagns. Og þar eð Hjálp- ræðisherinn hefir áformað að selja þennan dag nokkur merki, í tilefni af afmælinu, til ágóða fyrir starf sitt, þá fer varla hjá þvi, að borg- arar þessa bæjar muni fúsir að gefa Hjájpræðishérnum afmælis- gjöf við þetta tækifæri, með þvi að káupa merkin— eitt eða fleiri — á 25 cent..—Vísir. Rvík, 11. mai.—8. þ.m. andaðist hér í bænum ekkjufrú Jóhanna T- Zoega, systir G. T. Zoega, rektors. Hún var komin á tiræðisaldur, mesta sæmdar og merkiskona. • Iþmsóknarfrestur um fulltnia- starfiB á Spáni og ítalíu var út- rnnnið í gær, og hafa þessir sótt: Gunnar Egilsson, Guðmundur Al- bertsson og Þórarinn B. Guð- mundsson á Seyðisfirði. Einar Jónsson, listamaður, á afmæli dag. Vísir vill vekja at- hygli á grein þeirri um afmælis- sjóð hans, eftir hr. prófessor Ágijist H. Bjarnason, er birt er i auka- blaSinu i dag.—Vísir. Rvik, 12. mai.—Séra Þorvarð- ur Brynjólfsson, prestur að Stað í Súgandafirði, andaðist að heim- ili sinu síðastliðinn laugardag. Aðalfundur Hins isl. Þjóðvina- lags var haldtnn í sameinuSu þingi i morgun. ' Skýrði forseti félags- ins fDr. Páll Eggert Ólason.) frá hag þess og lagSi fram reikninga. Voru þeir samþyktir í einu hljóði, og er nú hagur félagsins með hezta móti. Stjórn öll var endur- kosin: Forseti: Dr. Páll Eggert Ólason, varaforseti: prófessor Ei- ríkur Briem, ritnefnd: Dr. Guð- mundur Finnbogason, séra Magn- ús Helgason, dr. Sigurður Nordal; endurskoðendur: Baldur Sveins- són og Bogi Ólafsson.—Vísir. OR ÞINGEYJARSÝSLU. Útrunniníi var kjörtími Sigur- jóns Friðjónsonar í stjórn kaup- félags Þingeyinga á nýafstöSnum aðalfundi. Fékk hann fá atkvæði til endurkjörs. — Var þetta því kveðið: Ýmsa beygif afstaðan, andinn þreyir glaður. —Ef þú segir sannleikann svo ertu veginn, maSur. MIÐDALSNAMAN. I • Með Mercur konl i gær, — seg- ir Mbl.. 26. apr. — verkfræðing- ur S. Breymann frá útlöndum, til þess að líta eftir því, hvernig geng- ur með tilraunastarfig i Miðdal* þar sem nú hefir verið um nokk- urn tíma tekinn upp kvarz, til þess að rannsaka ekki einungis, hve mikið kynni aþ finnast af gulli og silfri, o. fl. í þessari steintegund, heldur einnig hverjum aðferBum verður að beita, til þess .að ná n^álmunum úr þessum sambönd- um. — Margar tilraunir hafa vej;- KAUPIÐ Á HEIMAMARKAÐINUM- Þér sparið peninga. LofiS oss að sýna yÖur hin stórkostlegu “Tire” kjörkaup, sem vér höfum á boðstólum. Partridge “Quality” Tires eru seigari og end- ast lengi, ódýrari en þér hafið nokkurn tíma keypt Tires fyrir áður frá nokkru póstpantana- húsi. , Sérhvert Partridge Tire er ábyrgst. Látið pen- ingana vera í veltunni heima fyrir. Seldir hjá 7fo PARTRIDGE OUAUTr 7íre'®°p W. T. Kilgour, Baldur, Man. Anderson Bros., Glenboro, Man. T. Olafsson, Arborg, Man. K. Olafsson, Riverton, Man, H. Sigurðsson, Arnes, Man. J. M. Tessier, Cypress River, Man. Lundar Trading Co., Lundar, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.